Tíminn - 10.11.1938, Side 3
64. blað
TmrVTV. fimmtwdagiim 10. nóv. 1936
255
HEIMILIÐ
Heklaðir skór.
Þegar kólnar í veðri og sezt er
við innistörfin, langar margan
til þess að hafa eitthvað hlýtt á
fótunum. Margar konur vilja nú
ekki þykka sokka, en öllum þyk-
ir gott að hafa hlýja skó, og er
skemmtilegast að búa þá til
sjálfur, með því fæst starfsgleð-
in, sem eykur jafnan lífsgleði og
lífsþrótt.
Margar konur gera sér inni-
skó með ýmsri gerð, en þessi
gerð, sem hér segir frá, er mjög
einföld, smekkleg og sterk.
Eftir sumarið er venjulega til
eitthvað af gúmmíbotnum und-
an strigaskóm. Beztir eru botn-
ar með dálitlum hælum. Gamli
striginn, sem myndaði skóinn,
er vandlega tekinn ofan af, en
gúmmíið má ekki skerða. Ská-
botninn er tekinn og sniðið eft-
ir honum tvöfalt eða þrefalt
gróft, gamalt prjón, t. d. úr
gömlum, þéttum sokkabolum.
Þessir prjónabotnar eru stang-
aðir saman og síðan j afnaðir ut-
an. Tekið tvöfalt, gróft band í
nál, og kappmelluspor sett utan
um botninn.
Þá kemur aðalefnið í skóinn,
sem er sexþætt band, með þeim
lit, sem skórinn á að vera, t. d.
brúnn, grár eða rauður. Grófa
heklunál þarf að'hafa. Síðan er
byrjað að hekla hring af fasta-
lykkjum utan um prjónabotn-
inn, tekið með heklunálinni of-
an í kapmellusporin úr grófa
bandinu, og heklaðir tveir
hringar. Þá er tekinn gúmmí-
botninn og saumaður þétt neð-
an í prjónabotninn, með segl-
garni. Þegar það er búið, er
heklað áfram hringur eftir
hring. Á tánni er tekið úr,
þannig, að fastalykkjunum er
fækkað. Þegar komnar eru 9—
10 umferðir, er skórinn kominn.
Má þá skreyta hann eftir vild,
með kanti úr loðskinni, dúsk á
tánni eða lítilli heklaðri rós-
ettu, gimbuðum kanti á o. s. frv.
Þessir skór hafa þann stóra
kost, að þeir eru þægilegir og
hollir fyrir fæturna, sem liggur
í því, hve sólarnir eru þykkir.
Steingólfin í eldhúsunum verða
þá ekki eins þreytandi, séu þeir
notaðir, og minna hætt við
bólgu í fótunum, sem margar
konur þjást af. J. S. L.
Tílkynníng.
Áskriftarlistum að ritgerða-
safni Jónasar Jónssonar óskast
skilað mjög bráðlega. Nýir á-
skrifendur snúi sér til afgreiðslu
Tímans, bréflega eða á annan
hátt, eða hringi í síma 2353.
ungmennafélögin og starfsemi
þeirra. Og að vísu er þessi bók
rituð og útgefin í þeim lofsverða
tilgangi, að sýna alþjóð, hvern
þátt ungmennafélögin hafa átt
í menningarbaráttu vorri um
30 ára skeið. Þarf og enginn,
sem ritið les, að ganga þess dul-
inn, að hér hefir mikið og gott
verk unnið verið. En ég get samt
ekki orða bundizt um það, að
mér þykir sem þetta hefði mátt
takast betur. Skal ég engan um
saka, og sízt aðalhöfundinn. Mér
skilst sökin hljóti að liggja hjá
sambandsstjórn, sem haft hefir
með höndum undirbúning
verksins í 8—10 ár, og sagt fyrir
um framkvæmd þess. Þetta rit
hefði átt að vera minningarrit
um ungmennafélagshreyfing-
una í landinu í heild sinni allri,
svo sem titill ritsins bendir
reyndar til, og ekki bundið við
U. M. F. í. Það er raunalegt að
sjá hér eyðu frá Fnjóská að
Skeiðará í sögu ungmennafé-
.laganna, og að engu getið starf-
semi þeirra í hálfum öðrum
landsfjórðungi. Ég vil t. d. nefna
samband þingeyskra ung-
mennafélaga, sem meðal annars
vann það þrekvirki að koma
fyrsta héraðsskólanum, Lauga-
skóla, á fót. Þótt mörg ung-
mennafélög, einkum á Norð-
austurlandi, störfuðu ekki í sam-
bandi ungmennafélaga íslands,
ber að skoða þau sem grein á
sama meiði og sögu þeirra að
vísu merkan þátt í sögu ung-
mennafélagshreyfingarinnar. Ég
fæ heldur ekki séð, að það sé
samboðið svo merkilegu riti
B Æ K U R
Grasafræði. Geir Gígja
samdi. Ríkisútgáfa námsbóka.
Þetta er kennslubók handa
barnaskólum, tæpar 100 bls. að
stærð í litlu broti. Höf. er á-
hugamaður um náttúrufræði og
m. a. kunnur fyrir rannsóknir
sínar á skordýralífi hér á landi.
Bókin skiptist í kafla með þess-
um fyrirsögnum: Sóley —
Blómin í varpanum — Kálgarð-
urinn — Gróðurhúsið — Skrúð-
garðurinn — Grasið á túninu —
Um holt og hlíðar — í mýrinni
— Á berjamó — Á heiðum og
háfjöllum — Erlendar nytja-
jurtir — Sveppir og bakteriur —
Sjávargróður — Grasaferð og
grasasöfnun — Jurtaríkið —
Lýsing nokkurra jurta, sem þið
eigið að safna í sumar — Grasa-
fræði.
Eins og sjá má á þessum fyr-
irsögnum, er hér gerð tilraun til
að skrifa læsilega kennslubók
og full ástæða til að ætla, að
það hafi vel tekizt.
Tímarit. Samtíðin, 9. hefti, er
nýlega komið út. Birtist þar m.
a. viðtal við Jón Helgason pró-
fassor um Hið íslenzka fræða-
félag í Kaupmannahöfn og
grein eftir ritstjórann um
Chamberlain forsætisráðherra.
Auk þess margar smærri grein-
ar, bókafregnir o. fl.
Tímarit Tónlistarfélagsins, 4.
hefti, er nýlega komið út. Birt-
ast þar allmargar greinar um
tónlist og íslenzka listamenn á
því sviði.
Dvöl, tímarit til fróðleiks og
skemmtunar, 3. hefti, 6. árg.
Að þessu sinni flytur Dvöl
þýddar smásögur eftir Fr.
Boutet, Pirandello, D’Annunzio,
Pinski, Leon Fraplé og O’Henry.
Þá er tvö þýdd kvæði: Mál ár-
innar við meyna, eftir V. Ryd-
berg, þýtt af Hallgr. Jónassyni og
Næturstaður eftir Ferlin, þýtt af
Magnúsi Ásgeirssyni. Frumsam-
in kvæði: Þjóðsaga eftir Jón
Magnússon og Konan í garðin-
um eftir Jón Helgason. Sr. Páll
Þorleifsson ritar „Um íslenzka
menning", Egill Bjarnason um
ítölsku skáldin D’Annunzio og
Pirandello, Hannes J. Magnús-
son um „Æskuna og nútímann",
Bj artmar Guðmundsson um
Dettifoss, Kristján Jónsson frá
Garðsstöðum „Þætti úr atvinnu-
lífi Bolungarvíkur" og Guðm.
Davíðsson um „Undralönd". Þá
er smásaga, frumsamin, eftir
Sigurjón í Snæhvammi, stökur,
lausavísur o. fl.
sem þessu, að láta það ráðast,
svo sem verkast vildi, hvort hér
yrði auk heldur skýrt frá sögu
einstakra sambandsfélaga eða
ekki, og látið undir því komið,
hvort formenn þeirra á ein-
hverju ári höfðu framkvæmd í
sér að senda sambandsstjórn
skýrslu um hana eða ekki. Slíkt
er óhafandi, og setur leiðinleg-
an happa og glappa svip á verk-
ið, sem fer því illa, og þurfti vís-
lega ekki að vera, svo lengi sem
það hefir verið í smíðum. En um
þetta tjáir nú ekki að fást, enda
hægra um að tala en í að kom-
ast, því það er alkunna, að
mönnum er stundum furðulega
tregt um að sjá sóma sinn og
gera skyldu sína og enginn of-
sæll af því að eiga að sjá um að
þeir taki sér fram um slíkt.
Vegur og viðgangur ung-
mennafélaganna hefir löngum
misjafn verið. Þau hafa blómg-
ast og þeim hefir hnignað með
slögum, hverju um sig og öll-
um samt, allt eftir því, hve vel
þeim hefir orðið , til forgöngu-
manna fyrr og síðar, og hversu
tókst að vekja félagsmenn yfir-
leitt til skilnings á viðfangsefn-
um og hugsjónum þeim, sem
hér var á lofti haldið. Vekja þá
til skilnings og vekja starfslöng-
un þeirra í þágu félagshugsjón-
anna. Brandur af brandi brenn-
ur, segir í Hávamálum, funi
kveikist af funa. Það má furðu
gegna, hverju sum hin beztu
ungmennafélögin hafa áorkað,
þar sem vel tókst að vekja
æskuna til og samheldi áhuga
um viðfangsefnin. Þess sér enn
jj Pappírspokagerðin h.L
í Vitastíg 3 — Reykjavík
selur allar stærðir af
1. ilokks pappírspokum
til kaupmanna og kaupfélaga.
PAPPÍRSPOKAGERÐIN H.F.
Vitastíg 3 — Reykjavík.
AlríkiNNtefnan
eftir Ingvar Sigurðsson
Það sem þýzku ríkisstjórnina virðist skorta mest af öllu, er baráttu-
kraftur hins hreina, al^óða, norræna kærleikseðlis og sú andlega göfug-
mennska og andlet'a karlmennska, sem sá kraftur einn getur skapað.
Ef þýzka ríkisstjórnin hefði þennan kraft, gæti hún aldrei fallið svo
djúpt, að níðast á sigruðum andstæðingum og ofsækja miskunnarlaust
vamarlausa Gyðin'™ konur þeirra og börn.
Því að hin andlega göfugmennska O" karlmennska hins norræna kær-
leikseðlis leyfði henni aldrei að fremja slíkt níðingsverk bleyðimennskunnar.
Um fjárpestina
(Framhald af 2. síðu.)
ungis í lungunum, berist út um
öndunarveginn og orsaki þann-
ig nýjar smitanir i hjörðinni.“
í niðurstöðu greinarinnar seg-
ir hann meðal annars:
„Skemmdirnar eru einkenn-
andi fyrir sjúkdóminn (patho-
gnomonic) bæði hvað snertir
ytra útlit og þær breytingar,
sem aðeins eru sýnilegar í smá-
sjá.“
„Sjúkdómurinn hefir fundizt
í Suður-Afríku, Englandi og á
íslandi. Sauðfjársjúkdómurinn
í Montana í Bandaríkjunum er
að öllum líkindum sama eððlis.“
„Frekari rannsóknir, einkum
hvað snertir aðferðir til að
sýkja, eru knýjandi nauðsyn-
legar“ (Journ. of Comp. Patho-
logy and Therapentics, Vcl. 51,
84, 1938).
Þótt tilvitnanir í skoðanir
fræðimanna sanni vitanlega
ekkert um eðli mæðiveikinnar,
meðan svo lítið jákvætt hefir
fundizt við rannsóknirnar, þótti
mér rétt, að þessar tilvitnanir
kæmu fyrir almenningssjónir.
Nöfn M’Fadyeans og M. Christi-
ansens hafa svo óspart verið
notuð til stuðnings málstað,
sem þeir hafa báðir tekið af-
stöðu gegn.
Kaupmannahöfn í okt.
Björn Sigurðsson.
víða merki, þar sem verkin,
framkvæmdirnar, tala sínu
þögla máli um stefnufasta,
þrautseiga og fórnfúsa æsku,
sem varði öllu, sem hún átti,
starfskröftunum, tómstundun-
um, til framkvæmda áhugamál-
um, sem engan áttu að nema
hana. í minningaköflunum í
bók þessari má sjá hversu lifnar
í gömlum glóðum við endur-
minninguna um þá daga, þegar
vinnudagurinn átti sér ekki
önnur takmörk en þau, hverju
afkasta þurfti, og starfsþrekið
og áhuginn lét sér ekkert í aug-
um vaxa, jafnvel ekki það ó-
framkvæmanlega. Sá er háttur
hraustrar, lífsglaðrar, óspilltr-
ar æsku, og hvergi veit ég betur
tekizt hafa en innan vébanda
ungmennafélaganna það, sem
vinur þeirra, skáldið mikla,
Stephan G. Stephansson kvað:
Þá skal vonum verða létt,
vinna stórt og hátt að stefna,
hefna alls, sem á að hefna,
sigra fyrir sérhvern rétt.
Spurðu aldrei eftir frétt,
æska, um hvað sé fært
að efna!
Þorkell Jóhannesson.
Beztu kolín
/1A
BEIR H. Z0EBA
Símar: 1964 og 4017.
- Kaup og sala -
Ullarefni og stlki,
margar tegundir. BLÚSSUR,
KJÓLAR o. fl. nýkomið.
SAUMASTOFAN UPPSÖLUM.
Sími 2741.
Innilegar þakkir fyrir samúðar- og
vinarkveðjnr víðsvegar að vegna anrlláts
og útfarar mannsins íníns,
Þorsteíns Gíslasonar rítstjóra
Þórunn Gíslason og f jölskylda.
Réyhícf
CIGAREIHJR
20stk
Pákkínn
Koslcir
kr.|*5Ö
/ áHum rerz/unum.
TLZ™*,—: " - '-Í-
2 0 STK. PAKKOiA KOSTAR K R . 1.50
Er mjúk sem rjómi og
hefir yndislegan rósailm.
Fæst í öllum verslunum,
sem leggja áherslu á vöru-
gæði.
ÚTBREIÐIÐ TÍMANN
96
Andreas Poltzer:
Patricia
93
HAFIÐ ÞER
greitt andviröv yfirstand-
andi árg. Tímans? Sé svo
ekki, pá geriö það hið
fyrsta. Gjalddagi var 1. júní
síðastliðinn.
inn! sagði Whinstone og gerðist óþolin-
móður.
— Snautið þér á burt! Bergrisanum
virtist erfitt að koma upp nokkru orði.
Fulltrúinn sá, að hér dugðu engir
samningar. Hann sýndi lögreglumerki
sitt. Risinn flutti sig til hliðar án þess
að segja nokkurt orð. Whinstone fór
framhjá honum. Allt í einu sneri hann
sér við og sagði:
— Ég kem hingað bara að gamni
mínu í kvöld. En ef þér eigi að síður
tækuð upp á því að gefa aðvörunar-
merki, þá er ekki ómögulegt, að þér
lentuð í Dartmoor-fangelsinu.
Risinn góndi á hann hatursfullum
augum.
— Leggið yður það á minni, John
Plane! sagði fulltrúinn létt.
Þegar maðurinn heyrði nafn sitt
nefnt var eins og hann gerbreyttist.
— Herra, ég hefi alls ekki séð yður,
ef þér kjósið að hafa það svo, sagði
hann aumingjalegur.
Whinstone notaði ekki lyftuna.
Klúbbstofurnar voru á tveimur efstu
hæðunum. Salurinn, sem fulltrúinn
kom inn í, var fullkomin andstæða
gangsins, stór og skrautlegur. Veggirn-
ir voru fóðraðir með þykku, bláu rósa-
silki. Borð og stólar með silfurlit. Það
Þau voru komin á leið út úr salnum, er
prúðbúinn maður, all-fullorðinn, mætti
þeim á leið inn í salinn og heilsaði. Þetta
var gamall klúbbfélagi Whinstones,
kunnur golfkappi og hét Arden-Thirleby.
Whinstone heilsaði á móti og Violet
brosti ástúðlega til þessa myndarmanns.
— Þetta er vinur minn, hertoginn af
Tatebrocke, sagði hún við Whinstone,
sem varð æði forviða.
Þau gengu út á Piccadilly Circus, sem
var ekki langt frá. Patricia steinþagði,
af ásettu ráði. — Whinstone var dapur
í bragði. Án þess að hann gerði sér grein
fyrir því var nokkru meiri hlýja í rödd-
inni en áður, er hann sagði:
— Yður þykir víst vænt um að losna
við mig, ungfrú Holm ....
Patricia leit upp, forviða á hlýjunni,
sem hún hafði saknað allt kvöldið. Hún
tók eftir, að Whinstone einblíndi á lag-
lega og skrautbúna stúlku, sem var að
stiga út úr bifreið rétt hjá þeim. Full-
trúinn hafði auðsjáanlega gleymt, að
hann var í fylgd með stúlkum sjálfur,
því að han horfði mikið á stúlkuna án
þess að fara í launkofa með það.
Jafnvel Violet tók eftir þessu, og hún
sagði með uppgerðum málhreim heims-
konunnar: