Tíminn - 12.11.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.11.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3948 og 3720. 22. árg. Reykjavík, laugardagiim 12. nóv. 1938 65. blað Tuttngu ára f ullveldt Islamls Tílkyniaíng frá ríkíssijórnsnni um hátíðahöldín 1. des. n.k. Starfsemi Ferða- félags Islands Félagið hefár byggt tvö sæluhus í sumar í Ferðafélagi íslands eru nú um 2200 meðlimir og hefir þeim fjölgað jafnt og þétt frá þvi, að félagið var stofnað fyrir eliefu árum. Þátttaka í ferðalögum þess hefir einnig farið stöðugt vaxandi. Félagið á nú þrjú sæluhús, öll mjög vönduð. Hið elzta er í Hvítárnesi við Hvítárvatn, er þar rúm fyrir um 40 manns. Á síð- asta ári hafa um 1000 manns ritað nöfn sín í gestabókina og undanfarin ár hafa á annað þúsund gesta komið þar á hverju sumri. Á síðastliðnu sumri voru fullgerð sæluhús á Hveravöllum, þar sem rúm eru fyrir 30 manns, og í Árskarði í Kerlingarfjöll- um, þar sem 18 manns geta kom- izt í rúm í einu. Sæluhúsið á Hveravöllum er upphitað með hveravatni og á næsta sumri er fyrirhugað að byggja þar sund- laug. Öllum er heimil gisting í húsum félagsins meðan húsrúm leyfir. Á næstu árum er ráðgert, að íélagið snúi sér að því að byggja lítil sæluhús, sem ætluð séu göngumönnum. Verða þau fyrstu liklega reist í Þjófadölum, norð- austan í Langjökli, og í Fljóts- drögum, þar sem upptök Norð- lingafljóts eru. Árbók gefur félagið út og hafa félagsgjöldin að miklu leyti runnið til hennar, en þau eru 5 krónur fyrir mann á ári. Síðasta árbók fjallaði um Eyjafjörð, en á næsta ári er fyrirhugað að helga hana Flj ótsdalshéraði. Félagsmenn fá árbókina endur- gj aldslaust. Auk félagsgjaldanna hefir fé- lagið haft 1000 kr. styrk frá bæj- arsjóði tvö undanfarin ár og notið nokkurs fjárstyrks frá ýmsum velunnurum sinum. Þá hefir félagið haldið árlega hlutaveltu seinustu árin og hagnazt talsvert á þeim. Að þessu sinni heldur það hluta- veltu sína á morgun í K. R.- húsinu. Stjórn félagsins skipa: Geir Zoega vegamálastjóri (forseti), Steinþór Sigurðsson magister, Jón Eyþórsson veðurfræðingur, Kristján Ó. Skagfjörð kaupmað- ur og Pálmi Hannesson rektor. Eínræði í Tékkoslovakíu Tékkneska stjórnin hefir á- kveðið að bjóða Chvalkowsky utanríkisráðherra fram sem for- setaefni ríkisins og verða ekki önnur framboð leyfð. Jafnframt hefir verið ákveðið að leysa upp alla stjórnmálaflokka og leyfa aðeins einn „einingarflokk“ bæði meðal Tékka og Slovaka. Margir stjórnmálaflokkarnir hafa fyrir nokkru boðizt til þess að leggja samtök sín niður og ganga í einn „einingarflokk“. Var það flokkur dr. Benezar, sem fyrst reið á vaðið í þessum. efnum. Þessar' ráðstafanir sýna ljós- lega, hversu Tékkar telja sig skuldbundna til að hlíta fyrir- mælum Þjóðverja og ítala, því þeir hafa fengið orð fyrir að vera ein lýðræðissinnaðasta þjóð í heimi og hefðu því ekki gripið til slíkra ráða ótilkvaddir. Chalkowsky, sem nú verður forseti, var áður sendiherra Tékka í Róm. Hann er talinn hafa verið að ýmsu leyti and- vígur utanríkismálastefnu Be- (Framh. á 4. síðu.J T í m a n u m hefir borizt eftirfarandi tilkynning frá ríkisstjórninni um hátíða- hald 1. des. næstk. í tilefni af 20 ára fullveldi íslands: Samkvæmt tillögum nefndar þeirrar, er ríkisstj órnin hefir skipað til þess að gera tillögur um, hvernig minnzt skuli 20 ára fullveldis íslands hinn 1. dag desembermánaðar næstkom- andi og sem í eiga sæti fulltrúar allra þingflokkanna, tilkynnir ríkisstjórnin: 1. Ríkisstjórnin mælist til þess, að fullveldisdagurinn verði haldinn hátíðlegur, sem al- mennur fridagur og að messað verði í öllum kirkjum landsins í tilefni dagsins. 2. Ríkisstjórnin óskar eftir því, að héraðsstjórnir og félög gang- ist fyrir hátíðahöldum þennan dag. 3. Forsætisráðherra mun flytja hátíðaræðu 1. des. kl. 1 e. h„ úr salarkynnum ríkisútvarpsins. 4. Þess mun verða farið á leit við formenn stjórnmálaflokka, er fulltrúa eiga á Alþingi, að þeir flytji stuttar ræður í sam- bandi við hátíðahöld, er ríkisút- varpið mun gangast fyrir að kvöldi hins 1. des. 5. Jafnframt mun endurvarp- að hér hálftíma dagskrá frá Norður-Ameríku, samkvæmt ósk Vestur-íslendinga og fyrir at- beina ríkisstjórnarinnar. For- sætisráðherra íslands mun flytja ávarp til íslendinga vest- an hafs. Verður því ávarpi end- urvarpað um Norður-Ameríku. 6. Forsætisráðherra og frú hans munu veita gestum mót- töku í tilefni af fullveldisaf- mælinu. Nánar mun verða skýrt frá því i blöðunum. 7. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess, að sendisveitum og ræðismannaskrifstofum ís- lands og Danmerkur erlendis verði send gögn, svo sem bækur og myndir, er veita fræðslu um ísland og unnt er að láta í té erlendum blöðum, er hafa hug á að minnast 20 ára fullveldis- afmælis íslands. Fullveldisins miiinst í Danmörku. í tilefni af 20 ára afmæli dansk-íslenzku sambandslag- anna veröur sérstakri athöfn útvarpað af danska útvarpinu 1. des. n. k. Athöfnin hefst kl. 17 eftir íslenzkum tíma og flytja ræður Stauning forsætisráð- herra og Sveinn Björnsson sendiherra. Á eftir verður leik- inn þjóðsöngur íslands. Siðan spilar útvarpshljómsveitin ís- lenzk lög og loks fer fram upp- lestur úr íslenzkum bókmennt- um. íslendingafélagið í Kaup- mannahöfn hefir ákveðið að minnast dagsins með skemmti- samkomu í húsakynnum iðn- aðarmannafélagsins. Hefir Frið- rik ríkiserfingi og Ingrid kona hans lofað að koma þangað. Nýjar ofsóknír gegn Gyðingum í Þýzkalandí Skáldkonan Pearl S. Buck, sem fengið hefir bókmenntaverð- laun Nobels 1938. Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag hafa Gyðingar orðið fyrir miskunnarlausari ofsókn- um i Þýzkalandi en nokkru sinni fyr síðan nazistar komu til valda. Var það haft að tilefni, að pólsk- ur Gyðingur skaut þýzkan sendi- sveitarmann, von Rath, til bana í París. Ofsóknirnar hófust í Mún- chen, sem er einskonar höfuð- borg nazismans, að kveldi mið- vikudagsins. Réðust stórir hópar manna á búðir Gyðinga í borg- inni, brutu hurðir og glugga og eyðilögðu vörur í stórum stíl. Um líkt leyti var kveikt í bæna- húsi, sem G-yðingar áttu. Jafn- framt var byrjað að handsama alla karlmenn á aldrinum 15— 60 ára og voru margir þeirra hart leiknir. Skömmu síðar hófust sams- konar aðfarir í öðrum borgum Þýzkalands. í Berlín hafa 9 af 11 bænahúsum Gyðinga þar verið eyðilögð og allar verzlanir þeirra mega heita í rústum. Er- lendum blaðamönnum hefir ver- ið bannað að taka myndir af eyðilögðum húsum, en þeir segja, að útlit margra þeirra sé líkast því, að þau hafi orðið fyrir sprengjuárás. Eftir þessar árás- ir á verzlunarhús Gyðinga hafa að jafnaði fylgt meiri og minni rán, framin af hinum venjulega óaldarlýð borganna. Alls er tal- ið, að 26 bænahús Gyðinga í Þýzkalandi hafi verið brennd og eyðilögð þessa tvo daga. í mörg- um borgum hafa Gyðingar ver- ið handsamaðir í þúsundatali. í Vínarborg einni hafa 10 þús. rnanns verið teknir fastir og 22 Gyðingar þar hafa framið sjálfs.. morð síðan ofsóknir þessar byrj- uðu. Erlendum fréttariturum kem- ur saman um það, að hér virðist yfirleitt vera um skipulagðar árásir að ræða, en þær séu ekki gerðar a'f múgnum á götunum. Fólkið, sem sé á ferð um göturn- ar, láti þær afskiptalausar að jafnaði og sýni árásarmönnun- um enga samúð. Lögreglan hef- ir ekkert gert til að hindra þetta A. KROSSGÖTTJM Dragnótaveiðarnar. — Refabú í Saurbænum. — Frá Salthólmavík. — Úr Fnjóskadal. — Fiskirækt --------------- á ísafirði. Vesturlandsvegurinn. — í Þistilfirði. — Minkabú Dragnótabátar eru nú flestir hættir veiðum. Þó eru enn nokkrir bátar á veiðum við Breiðafjörð og í Garðsjó. Afli hefir yfirleitt verið rýr og brugðizt illa á sumum veiðistöðum, eins og t. d. Ólafsvík og Skarðsvík. Veldur hinn rýri afli því, hversu margir bátar eru hættir veiðum, en heimilt er að nota drag- nótina í landhelgi til 30. þ. m. Afla- bresturinn hefir líka áhrif á útflutn- inginn á frysta fiskinum. Mun hann varla verða meiri en 1.650 þús. kr. í ár og er það ekki nema ca. 200 þús. kr. aukning frá í fyrra, þrátt fyrir mikið aukna dragnótaútgerð og fjölgun frystihúsanna. Mörg frystihúsin hafa í sumar ekki fengið nema 60—70% af því kolamagni, sem þau fengu í fyrra. t t t Markús Torfason bóndi í Ólafsdal hefir sagt Timanum ýms tíðindi lír byggðunum við sunnanverðan Gils- fjörð. í einni sveit, Saurbænum, hafa risið upp fjögur refabú, þar af þrjú á þessu ári. Eru þau að Hvíta- dal, Stórholti, Fagradal og Bjarna- stöðum. Búið í Hvítadal er sameign nokkurra manna, en hin munu ein- stakír menn eiga. í ráði er að fimmta refabúinu verði komið á laggimar nú á næstunni. í búum þessum eru blá- refir og silfurrefir og dálítið af Alaska- refum. t t t Á undanförnum árurn hefir verið unnið að ýmsum endurbótum á Vest- urlandsveginum. Var í sumar varið um 5—6 þúsund krónum til upphleðslu vegarins í Saurbænum og má þar nú heita góður vegur. Milli Brekku og Bessatungu er þó enn dálítill spölur, sem eigi er enn lokið við að lagfæra, en verður gert að sumri. Vegarstæðinu hefir verið nokkuð breytt og er nú ekki lengur farið yfir Hvolsá, sem áð- ur gat verið farartálmi. í stað þess er farið meðfram ánni og yfir vatns- litla sprænu, Brekkuá, sem í ráði er að brúa áður en langt um líður. Á Svínadal, milli Saurbæjar og Hvamms- sveitar, er vegur enn örðugur á köfl- um. t r r í fyrrasumar reisti Kaupfélag Saur- bæinga myndarlegt og vandað slátur- hús við Salthólmavík. í sumar voru byggðir bústaðir handa verkamönnum kaupfélagsins til að hafast við i, þegar vinna stendur yfir, einkum slátrun að haustlaginu og uppskipun vara vor og haust. í skýlum þessum eru svefnher- bergi og eldhús. Geta 14—16 manns búið þar í einu. r r t Úr Fnjóskadal er Tímanum skrifað: Sumarið hefir verið meðalgott hér í dalnum, bæði að því er við kemur veðurlagi, nýtingu og magni heyja. Vænleiki sauðfjár í betra lagi. Heimt- ur aftur á móti mjög misjafnar, og kenna menn þaö refum, er sloppið hafi með yrðlinga úr grenjum á vestur- hluta Bleiksmýrardals s. 1. vor. — Byggt hefir verið á tveim bæjum hér í dalnum í sumar, Þórðarstöðum og Hrísgerði. Hús þessi eru lítil, en snotur, sniðin við gjaldþol jarðanna. r t t Við Þistilfjörð í Norður-Þingeyjar- sýslu var fyrir nokkrum árum stofnað fiskiræktarfélag, og klakhús reist í Flögu í Þistilfirði. Formaður félags- ins er Jóhannes Ármann bóndi á Gunnarsstöðum, en klakvörður Jó- hannes Guðmundsson bóndi í Flögu. Klakið er nú árlega fast að hálfri milljón laxaseiða. Telja menn, að fyrsti klaklaxinn hafi gengið í árnar í sumar, sem leið. Veiðiár þær, er klakið nær til, eru 5 talsins, Hafra- lónsá, Laxá, Hölkná, Sandá og Sval- barðsá. Lax til klaksins er aðallega veiddur í Sandá. Fiskiræktarráðunaut- urinn, Ólafur á Hellulandi, telur ár þessar mjög álitlegar laxár. Reynt hefir verið að leigja árnar út til stangar- veiði, en aðalhindrun þess er sú, að enn er eigi bílfært yfir Öxarfjarðar- heiði. En óefað er hér um góðar stang- arveiðiár að ræða. Á síðastliðnu vori stofnuðu nokkrir ísfirðingar með sér hlutafélag, sem skyldi reka loðdýraeldi, einkum minkarækt. Var minkagirðingu kom- ið fyrir innan við Seljalandstún og í lok septembermánaðar keypti félagið 90 dýr. Kostuðu hver tvö kvendýr og eitt karldýr um 450 krónur. Joseph Göbbels framferði þeirra. Þykir það styðja þann grun að árásirnar séu gerðar af flokksbundnum nazistum eftir fyrirskipunum frá hærri stöðum. Þýzk blöð hafa líka reynt að ýta undir ofsóknirnar. Þannig sagði t. d. blað Göbbels, Angriff: „Hver einasti Gyðingur verður látinn sæta ábyrgð fyrir morðið á von Rath og fyrir hvaða móðg- un eða tjón, sem þýzkur maður verður fyrir af völdum Gyðinga, hvar sem er í heiminum. Fyrir allt slíkt verður hver einasti einstaklingur Gyðingakynflokks ins að borga miskunnarlaust.“ í ræðu, sem Göbbels hélt á fimmtudaginn, lét hann líka svo um mælt að árásirnar væru eðli- legt endurgjald fyrir morð von Rath. Vegna þess, hvað ofsóknirnar hlutu harða dóma erlendis, taldi þýzka stjórnin þó rétt að reyna að stöðva þær og gaf út fyrir- mæli á þá leið á fimmtudaginn. Jafnframt lofaði hún að setja strangari lög gegn Gyðingum. Árásirnar héldu þó áfram lengi eftir að þessi tilkynning var birt og virðist það sýna, að stjórnin hafi ekki látið sér mjög annt um að framfylgja henni. Þegar hafa verið sett ýms strangari lög gegn Gyðingum. Þeim er m. a. fyrirskipað að búa í ákveðnum borgarhluta, þar sem ekki er aðrir íbúar. Þeir verða jafnframt að afhenda lög- reglunni lykla að íbúðum sín- um og verzlunum. í Múnchen hafa þeir verið sviptir búsetu- leyfi. Utan Þýzkalands er talið að atburðir þessir geti haft mjög víðtækar afleiðingar, m. a. á væntanlega samninga Breta og Þjóðverja. Jafnvel helzta stuðn- ingsblað Chamberlains, „Times“, hefir krafizt mótmæla ensku stjórnarinnar gegn þeim um- mælum í blaði Göbbels að Chur- chill, Duff Cooper o. fl. brezkir stjórnmálamenn séu svipað inn- rættir og Gyðingurinn, sem skaut von Rath. Anthony Eden hefir tilkynnt, að hann muni gera fyrirspurnir til stjórnar- innar, varðandi þessi mál, í þinginu næstkomandi mánudag. Aðrar fréttir. Kemal Ataturk, sem verið hefir forseti tyrkneska lýðveld- isins síðan það var stofnað, lézt síðastl. fimmtudag, 57 ára gam- all. Undir stjórn hans hafa orð- ið miklar framfarir í Tyrklandi og má telja hann í röð allra fremstu stjórnmálamanna á þessari öld. Nánasti samverka' maður hans, Ismes pasha, hefir verið kjörinn forseti. Hann hef- ir verið forsætisráðherra í 13 ár. Ameríska skáldkonan, Pearl Buck, hefir hlotið Nobelsverð laun þessa árs. Hún er alin upp í Kína, dvaldi síðan um skeið í Ameríku, en flutti síðan aftur til Kína og hefir verið þar lang- dvölum. Þær sögur hennar, sem (Framh. á 4. síBu.J A víðavangi í „Tidskrift for det norske landbruk11 september-hefti, eru birtar niðurstöður norskra bú- reikninga í ýmsum hlutum landsins árið 1936—37. Hefir anharsvegar farið fram athug- un á búskap á stórum og meðal- stórum jörðum, hinsvegar á smábýlum. Tilgreint er, hve mörg bú lögð eru til grundvall- ar útreikningunum í hverju til- felli. * * * Viðvíkjandi stórum og meðal- stórum jörðum, er aðalniður- staðan þessi: 87 jarðir í Austur- Noregi renti að meðaltali 4,06% af höfuðstólnum, 25 jarðir i Þrændalögum 4,93%, 30 jarðir í Vestur-Noregi 3,71%, 29 jarðir í Suður-Noregi 3,42%, 5 jarðir í Norður-Noregi 2,20% og 30 jarð- ir í fjallasveitunum austanlands 3,50%. — Hér á landi telur bú- reikningsskrifstofan, að búin renti 4,50%—5,86% af höfuðstól. * * * Það er að heyra á Árna frá Múla, að mikill munur sé á um- tali Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna um andstæðinga sína: Framsóknarmenn brigsli sínum andstæðingum persónu- lega um allar vammir og skammir, en Sjálfstæðismenn séu eins og „lamb það, er til slátrunar er leitt“, hógværðin ein og ljúfmennskan í garð sinna andstæðinga! Heyr á endemi! Er maðurinn frá Múla búinn að gleyma þeim þrjú hundruð sextíu og fimm per- sónulegu svívlirðingar- og ill- yrðagreinum, sem árlega birtust í Mbl. um Jónas Jónsson frá Hriflu meðan hann var foringi í stjórnarandstöðu og síðar eftir að hann varð ráðherra? Er hann búinn að gleyma því, þegar í- haldsblöðin sögðu að Pálmi Loftsson hefði stolið fiski og að Guðbrandur Magnússon væri ,rummungur“? Er hann búinn að gleyma æðarkollu-ofsókninni á hendur Hermanni Jónassyni? Og minnist hann ekki lengur þess, sem hann sjálfur hefir lát- ið sér um munn fara um Eystein Jónsson, að hann væri „óvinur þjóðfélagsins" og gleddist yfir fátæktinni í landinu? Eða þegar Sigurður Kristj ánsson, sem síð- ar var gerður að þingmanni og framkvæmdastjóra hjá Sjálf- stæðisflokknum kallaði bænd- urna á flokksþingi Framsókn- armanna óþveginn lýð með „fiður í tötrunum og mosa í skegginu“.? Þeir, sem svona hafa „brúkað munn“, eru illa til þess fallnir að kenna öðrum kurteisi. * * * Mbl. birtir í dag grein, þar sem farið er um það mörgum og fjálgum orðurn, hve sam- göngur við Austfirði séu slæm- ar. Það er alveg rétt, að Aust- urland er nú mjög illa sett að þessu leyti. En í gær var í þessu sama blaði, Morgunblaðinu, ráðizt harkalega á ríkisstjórn- ina fyrir það, að hún hefði fest kaup á skipi til þess m. a. að bæta úr samgönguþörf Aust- fjarða. Blaðið sagði frá, að þessi ráðstöfun stjórnarinnar væri hneyksli, sem fyrir alla muni þyrfti að hindra. Þannig eru skrif Sjálfstæðisblaðanna nú, eitt í dag og annað á morgun, ábyrgðarlaust hjal til að reyna að gera einhvern óánægðan. * * * Ritstjóri íslendings á Akureyri á erfitt með að átta sig á grein- argerð Tímans um skuldir og skattamál á síðustu árum. Nið- urstöður Tímans eru þó byggðar á tölum, sem birtar voru jafn- framt og enginn hefir reynt að hrekja (tölur úr landsreikningi, manntalstölur o. s. frv.). En maðurinn við íslending þarf ekki að vera hissa á því, þó að þetta „standi öðruvísi“ í Mbl. Hann hefði gott af því, að reyna að kynna sér málin sjálfur, og trúa ekki öllu, sem þeir segja honum „fyrir sunnan.“ (Framh. á 4. síBu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.