Tíminn - 12.11.1938, Side 2

Tíminn - 12.11.1938, Side 2
TlMKVlV, langardagiim 12. nóv. 1938 65. blað 258 ^ímtrm Fimmtudaginn 10. nóv. Umhyggjan iyrir dreifbýlínu Þegar kosningar til Alþingis standa fyrir dyrum og Sjálf- stæðismenn þurfa á atkvæðum að halda í sveitunum, þá er fólki talin trú um, að Sjálfstæðis_ flokkurinn beri hagsmuni hinna dreifðu byggða alveg sérstaklega fyrir brjósti. Frambjóðendur Mbl. og ísafoldar geta þá vart tára bundizt út af „flóttanum úr sveitunum“, samgönguörðugleik- um sveitanna o. s. frv. En á milli kosninga minnkar umhyggjan fyrir hinum dreifðu byggðum. Gott dæmi um þetta milli-kosn- inga-hugarfar í garð hinna af- skekktari landshluta, er grein, sem birtist i Mbl. í gær, undir fyrirsögninni: „Ekki er von að vel fari.“ Annað meginatriði þessarar greinar er að átelja ríkisstjórn- ina fyrir það, að hún hafi ekki séð Reykvíkingum fyrir nægilegu lánsfé til húsabygginga og ekki nægilegum innflutningi bygg_ ingarefnis núna í gjaldeyris- vandræðunum.*) Samhliða er svo blaðið alltaf öðru hverju með skæting um það, að óþarflega mikið byggingarefni fari til hinna smærri verzlunarstaða til notkunar í sveitum. Ef eitthvert samræmi á að vera í orðum blaðsins, verða þau því ekki skil- in á annan veg en þann, að það vilji láta draga úr byggingar- starfsemi í sveitum til þess að geta aukið að sama skapi húsa- byggingu í Reykjavík. Nú vita það flestir, að eitt af því, sem mestu veldur um „flóttann“ úr sveitunum, er einmitt það, hve húsakynni eru víða slæm. En í þessu sambandi virðist Sjálf- stæðisflokkurinn ekkert muna eftir „flóttanum“. Stefna hans sýnist vera sú, að láta torfbæina hrynja, og byggja nýjar og nýjar íbúðir í Rvík til að taka á móti íbúum hinna hrundu torfbæja. Þegar litið er á allt það, sem sagt hefir verið um hina óheppi- legu fólksflutninga úr sveitunum til kaupstaðanna, sýnist það hreint ekki vera nein fjarstæða, þótt reynt væri að stuðla að því, að auðveldara væri um byggingu íbúðarhúsa í sveitum landsins en kaupstöðum. Það væri ekki ann- að en tilraun til að leiða þróun- ina í rétta átt. Og til eru ýms ráð til að koma í veg fyrir, að húsaleigan í Rvík hækki. Má þar í fyrstu röð nefna setningu húsa- leigulaga. Var það mál rætt ný- lega hér í blaðinu. Hitt aðalatriði Morgunblaðs- greinarinnar er árás á ríkis_ stjórnina fyrir að hafa samið um smíði nýs strandferðaskips í stað Esju. Blaðið talar um, að Reyk- víkingum sé neitað um nægilegt byggingarefni, en bætir svo við: „En á sama tíma festir stjómin kaup á nýju strandferðaskipi, sem á að kosta 1 Vá milljón króna-----þá vantar ekki leng- ur gjaldeyrinn! Öllu þessu fé er ráðstafað út úr landinu. — — Verður ekki annað sagt um þessa ráðsmennsku en það, að hún sé fullkomið hneyksli, og því ætti að hindra framkvæmd hennar áður en það er orðið of seint.“ Svo mörg eru þau orð. En und- anfarnar vikur hefir Sjálfstæðis- flokkurinn ekkert haft við það að athuga, þó að Eimskipafélag- ið hafi haft á prjónunum áform um að kaupa nýtt skip — ekki fyrir 1 y2 millj. kr„ heldur fyrir 3—4 millj. kr. — til að flytja skemmtiferðafólk milli landa yf- ir sumartímann með y2 millj kr. halla á ári. Þetta hefir Mbl. talið eðlilega og sjálfsagða ráðstöfun og skal út af fyrir sig ekki rætt hér um réttmæti hennar. En það, sem vert er að athuga í þessu sambandi, er hin fjandsamlega afstaða Sjálfstæðisflokksins til þess, að þjóðin fái nýtt strand- ferðaskip. Ber þá í fyrsta lagi að benda *) Ef kaupmennirnir í Sjálfstœðis- flokknum hefðu fengið vilja sinn und- anfarin ár — ótakmarkaðan innflutn- ing á hverju sem er, hefði þó sjálfsagt verið minna um byggingarefnisinn- flutninginn en nú er, bœði í Rvík og annars staðar. Loðdýraræktin og Jón Árnason iramkvæmdarstjóri í 44. tölublaði Tímans ritar Jón Árnason framkvæmda- stjóri grein, eT hann nefnir „Loðdýraræktin og H. J. Hólm- járn.“ Af því að grein þessi er bein árás á mig vegna útvarpserind- is um loðdýrarækt, sem ég flutti í sumar og seinna birtist í Tím- anum, skal ég stuttlega svara því, sem J. Á. gerir að árásar- efni í nefndri grein sinni. J. Á. segist hafa orðið fyrir vonbrigðum yfir því að erindi mitt ekki fjallaði tim meðferð loðdýra og telur það hafa verið líkara því að „það væri samið af ötulum sölumanni en ekki af ráðunaut í loðdýrarækt.“ Sem svar við þessum athuga- semdum J. Á. skal þetta tekið fram: Erindið fjallaði um möguleika fyrir okkur íslendinga til þess að reka loðdýrarækt, sérstak- lega borið saman við Norðmenn, sem eru stærstu framleiðendur á það, að þegar Alþingi veitti heimild til að selja Esju, var það gert beinlínis með því, skilyrði, að andvirði hennar yrði varið til kaupa á öðru strandferðaskipi. Að öðrum kosti hefði salan vafa- laust ekki verið leyfð. Það hefðu því verið bein svik að selja Esju og verja peningunum til þess að kaupa millilandaskip eða flytja byggingarefni til Reykjavíkur eins og Mbl. telur, að rétt hefði verið. Og furðu- legt má það heita, eftir allt, sem Mbl. og ísafold hafa sagt um „Súðina“, að Sjálfstæðisflokk- urinn skuli nú telja hana eina nægilegan farkost til strand- ferðanna. Skraf þessara blaða um flugvélastrandferðir taka menn sjálfsagt ekki meira en svo alvarlega á þessu stigi máls- ins. Að því leyti, sem hér er um gjaldeyrismál að ræða, er rétt að vekja athygli á því, að ekki er gert ráð fyrir, að þessi breyt- ing kosti neinn erlendan gjald- eyri. Sá erlendi gjaldeyrir, sem fyrir Esju fékkst, nægir til að greiða fyrstu aðal-afborgun- ina af hinu nýja skipi. Og gert er ráð fyrir, að það sem inn kemur í erlendum gjaldeyri í ferðum nýja skipsins til Glasgow þrjá sumarmánuðina, hrökkvi að mestu til vaxta og afborgana unz skipið er að fullu greitt. Á strandferðunum mun að vísu verða nokkur halli. En hann ætti ekki að verða meiri en svo, að eftir 10 ár verður ríkið búið að eignast nýja skipið skuldlaust með því að leggja því sama fé silfurrefaskinna í heiminum. Færi ég að því mörg rök, sem ennþá standa óhögguð, að að- staða okkar íslendinga til þess að framleiða grávöru sé mikl- um mun betri en nágranna- þjóða okkar, sem þennan at- vinnuveg stunda. Tel ég það skyldu mína, að skýra fyrir mönnum hina raun- verulegu möguleika okkar ís- lendinga til þess að reka þennan atvinnuveg, borið saman við aðra, sem stunda hann í stór- um mælikvarða. Skal ég fylli- lega játa það, að ég hefi íulla trú á því, að við íslendingar höfum hér mikla möguleika, sem okkur beri skylda til að nota á sem beztan hátt. En þess ber vandlega að gæta, eins og segir síðast í áðurnefndu er- indi og prentað er með feitu letri, að vanda lífdýravalið og vanda fóðrun og hirðingu eins og frekast er unnt. Samtimis og útvarpserindi árlega og Esju hefir verið lagt. Þjóðin á þá að 10 árum liðnum 15 árum yngra og mun stærra, fullkomnara og sparneytnara skip en ella hefði verið. Það er hinn fjárhagslegi hagnaður rík- isins við þessa ráðstöfun, auk hins mikla óbeina hagnaðar, sem landsfólkið hefir af stærra og betra strandferðaskipi. En höfuðmálgagn Sjálfstæðis- flokksins er ekki að hugsa um það, að láta ríkið græða. Það er mál út af fyrir sig. En sinnu- leysi Sjálfstæðsflokksins um samgönguþörf hinna afskekktari landshluta — eins og það kemur fram í þessari Mbl.-grein — er svo furðulegt, að margur myndi hafa veigrað sér við að trúa. Samkv. stefnu Mbl. átti að selja Esju og hafa síðan að engu skilyrði þingsins um að annað skip kæmi í staðinn, en verja peningunum til annara hluta. Og nú þegar búið er að gera ráðstöfun um kaup á nýju skipi, er það höfuðáhugamál Sjálf- stæðisflokksins, eftir því, sem fram kemur í Mbl. að „hindra framkvæmd hennar áður en það er orðið of seint.“ Það á að láta torfbæina hrynja — byggja yfir þjóðina í Reykjavík — leggja niður strandferðirnar að meira eða minna leyti. Þannig er hann núna, boðskapur Reykjavíkur-. íhaldsins til hinna dreifðu byggða. Og þetta sama Reykja- víkuríhald gerir Gunnar Thor- oddsen út af örkinni til að stofna Sjálfstæðisfélög í sveitum lands- ins. mitt var sent Tímanum til birt- ingar birtist eftir mig í „Frey“ grein um fóðrun refayrðlinga og sumarfóðrun refa, og síðar í sama blaði greinar um þroskun á silfurrefafeldum og um flán- ingu og hirðingu refaskinna. Vísast til þessara greina. Nú hefir stjórn Loðdýrarækt- arfélags íslands samið um það við ritstjórn Freys, að fyrst um sinn fáist birtar í hverju blaði stuttar greinar um loðdýrarækt eftir mig og aðra áhugamenn. Þá ber J. Á. það á mig, að ég fari með skrum og skýri rangt frá kjötverði í Noregi. Þessum áburði J. Á. vísa ég algjörlega til baka, hann er alrangur. Ég skýrði alveg rétt frá kjötverðinu í Noregi og vísast til norsku verðlagsskrárinnar 13,—18. júní, sem ég tók tölurnar úr og birt er sem auglýsing og prentuð eftir ljósmynd hér í blaðinu. Getur þá hver sem vill borið saman tölurnar, sem birtar eru í erindi mínu við tölurnar frá Oslo í verðlagsskránni og sann- færzt um að ég fari alveg rétt með þær. Af töflunni sézt, að í ýmsum bæjum í Noregi er slát- ur og húð talin með í kjötverð- inu, en í dálkinum frá Oslo er það ekki reiknaS með, og verð- ið þar miðað við hreint kjöt- verð. Til þess að slá því óhrekj- anlega föstu, að ég fari með rétt mál, sendi ég forstjóra fyrir Fælleslakteriet Oslo F. Lueth- cherath svohljóðandi símskeyti: „Venligst oplys telegrafisk om landbrukets priscentral slakte- priser for Oslo 13/6 er indbe- fattet hud og inmat.“ — 12/10. kom svohljóðandi skeyti: „Pris- centralens priser 13/6 toppris 1,70 gjelder bare kjöttskrotten Luethcerath.“ — Ég tók einmitt tölurnar frá Oslo vegna þess, að þar er húð og slátur ekki reikn- að með í verðinu. Þá kemur J. Á. með þá leið- réttingu, að kjötverðið, sem ég nefni í grein minni sé á þeim tíma, þegar kjötverðið sé hæst í Noregi. — Ekki er nú þessi leið- rétting heldur allskostar rétt. Ég hefi hér fyrir framan mig verðtöflur frá Landbrukets priscentral fyrir alla mánuðina frá des. 1937 til október 1938. Borið saman við verðlagið í júní, er verðlag á nautakjöti jafn hátt í júní/ágúst og sept- ember en hærra í öllum hinum mánuðunum. Kýrkjöt jafn hátt í júní og september, en hærra í öllum hinum mánuðunum og kemst í maí upp í norskar krón- ur 1,10 pr. kg. Ærkjöt jafn hátt í júní og ágúst en lægra í öllum hinum mánuðunum og kemst niður í norskar kr. 1.45 pr. kg. í september. Dilkakjöt hæst í júní og kemst lægst niður í norskar kr. 1.60 pr. kg. í sept- ember. Ket af alikálfum lægst í júní og hærra alla hina mán- (FramhálcL á 3. síðu.) Kristinn Guðlaug'sson á N ú p i Morgunn var á miðju vori. — Maður kom úr Norðurlandi, fjör í augum, festa í spori. Fór par nýja tímans andi. Æskan hló í árdags skini yfir Kristni Guðlaugssyni. Þar var táp, sem þoldi bylji. Þar var óskin vopnuð stáli. Handar þrek og hjartans vilji héldu fast á réttu máli. — Greitt að Núpi gœfuslyngur gekk hinn ungi Þingeyingur. Þar var bjart um auga og enni yfir mörgum vinnustundum. Orgel, vefstóll, plógur, penni, prúðum lutu bóndans mundum. Var á snillings tungutaki trú og list sem orkuvaki. Hann úr sæti sínu á Núpi sá að Gils- og Hrútafirði. Þar var búmannsþankinn djúpi þremur sýslum mikils virði. Fremstur bœnda fór til þinga fyrirmaður Vestfirðinga. Varði jafn vel hrasi og hrufli, hreysti og gœtni í öllum förum. Sýndist hann í sigurkufli sœkja fram með bros á vörum. Hetja, þar sem herjar mœttust, heill og trúr, er flokkar sœttust. Fjöldans vegna fús að glíma, félagsbyrðum stóð hann undir. Þeim af bóndans tæpum tíma taldi hann margar vinnustundir. Fórnir hans í fjöldans þágu fleiri voru en aðrir sáu. Allt hans líf var eins og kennsla ungum höndum, nœmum sálum. Tryggðir hans og táp til venzla töldust öllum góðum málum. Fyrirmynd um hug og háttu, hóf og framtak menn þar áttu. Skulu taka upp þeir ungu anda hans, er reyndist beztur, siði hans í hug, á tungu, höfðingjans á Núpi vestur. Þakki störfin kyn af kyni Kristni bónda Guðlaugssyni. Guðmundur Ingi. Kristin n á Múpi Hinn landskunni vestfirzki héraðshöfðingi, Kristinn Guð- laugsson bóndi á Núpi í Dýra- firði á sjötugsafmæii 13. þ. m. Sr. Þórður Ólafsson fyrrum prestur á Söndum hefir, eftir beiðni Tímans, lýst Kristni og æfistarfi hans í eftirfarandi grein. í gær, er ég var á leið um Austurstræti, vék að mér góður og gegn Reykjavíkurborgari og segir: „Er það satt, að vinur okkar, héraðshöfðinginn Krist- inn á Núpi, verði 70 ára 13. þ. m. (nóv.)“. Ég sagði það satt vera. Sagði hann það undra sig stórum, því lítt sæist þess merki á þeim starfsglaða athafna- manni, að hann ætti svo mörg ár að baki sér. Þeir eru áreiðanlega margir, þeirra, er þekkja oddvitann á Núpi í Dýrafirði og kynni hafa af hinni margþættu starfsemi hans á heimilinu og í þarfir sveitar og héraðs, sem eiga erf- itt með að átta sig á því, að hann sé orðinn sjötugur að aldri. Þeim er það kunnugt, að svo laust er við að afturfarar eða þreytu verði vart í forystu- starfi Kristins Guðlaugssonar á sveitar- og héraðsmálum og öðr- um áhugamálum hans, að líkast er sem þar sé enn að verki mað- ur á léttasta skeiði. Áhugi hans fyTir því er til framfara horfir í atvinnumálum, sannri menn- ingu og heilbrigðu félagslífi, er KRISTINN Á NÚPI enn jafn ríkur og á hans yngri árum. En í skóla langrar lífs- og starfsreynslu hefir hann eignazt, í sífellt ríkara mæli, þá fyrirhyggju og framsýni, sem áhuganum þarf að vera sam- hliða, svo farsællega sé stefnt. Því hefir forysta hans og af- skipti af framfaramálum jafn- an orðið heilladrjúg. Kristinn Guðlaugsson er fæddur 13. nóv. 1868 að Þremi í Garðsárdal í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hans, Guðlaugur bóndi Jóhannesson og kona hans Guðný Jónasdóttir voru bæði af Reykjaætt í Fnjóska- dal. Þegar á æsku- og unglingsár- unum kom fram hjá Kristni gamansamt glaðlyndi og orð- heppni í tilsvörum. í leikjum með jafnöldrum sínum bar hjá honum á meira áræði og áhuga en hjá jafnöldrum hans, en þó jafnaðarlegast með stillingu og góðlyndi. Fljótur og fús var hann til vika og verka, er hon- um voru falin eða hann vissi að gjöra þurfti og ekki voru honum ofvaxin, og ánægju hafði hann af að takast á hend- ur verk, er aðrir á hans reki hliðruðu sér hjá. í skap gat hon- um runnið, ef honum þótti á hluta sinn gert, en fljótur var hann og fús til sátta, og erfði ekki mótgerðir. Þykja þessi bernskueinkenni hafa fylgt honum fram á þenna dag. Árið 1886 andaðist faðir hans, en móðir hans þremur árum áð- ur. Gjörðist hann þá vinnu- maður um eins árs tíma. Um það leyti kynntist hann hinum svonefndu hraðskyttuvefstólum, sem þá var nýverið farið að nota. Sá Kristinn fljótt, að með þeim vefstólum mátti afkasta stórum meira verki en með vef- stólum af hinni eldri gerð. Nam hann því hraðskyttuvefnað og varð fljótt hraðvirkur en jafn- framt velvirkur vefari. Um tveggja ára skeið stundaði hann af kappi vefnað að vetri til, en var í kaupavinnu á sumrin. Með því er hann þannig vann sér inn og hinum litla arfi, er hon- um tilféll eftir foreldra sína, sem aðallega var y3 af andvirði 9 hundraða, að fornu mati, í jörðinni Þremi, byrjaði hann nám við búnaðarskólann á Hól- um í Hjaltadal árið 1890. Þaðan útskrifaðist hann 1892 og réðist sama ár sem búfræðingur til Búnaðarfélags Mýrahrepps í Dýrafirði. Vann hann að sumr- inu að jarðabótastörfum en hafði að vetrinum á hendi kennslu barna og unglinga. Ekki leið á löngu, að Kristinn yrði mjög vinsæll meðal hrepps- búa, því bæði reyndist hann verkmaður ágætur við jarð- Tæktarstörf og góður fræðari, auk þess sem hann var glaðvær og skemmtinn í allri umgengni. Þá kom það og brátt í Ijós, að hann mundi góður liðsmaður hverju því máli, er til framfara horfði. Væntu því hreppsbúar, að þeir hefðu í honum eignazt uppbyggilegan mann og vax- andi, ef svo gæfulega vildi til, að hann ílengdist í hreppnum. Og það fór líka svo, að sú ósk hreppsbúa rættist. Til þess lágu þau atvik, er nú skal greina. Haustið 1895 keypti Gísli Oddsson, bóndi í Loðkinnhömr- um í Arnarfirði, Akureyjar á Breiðafirði, í því skyni að flytj- ast þangað búferlum næsta vor, sem og varð. En um veturinn samdist það með þeim Gísla og bróður hans, Kristjáni bónda Oddssyni á Núpi, að Kristján tæki Loðkinnhamra til ábúðar. Er þetta varð hljóðbært, þótti Mýrhreppingum það allt annað en góð tíðindi, að Kristján Oddsson, slíkur dugnaðarmaður og ágætur búhöldur, skyldi flytjast frá Núpi, eftir 9 ára bú- skap þar. En þá varð það, að hinn ungi búfræðingur, Krist- inn Guðlaugsson, réðist í að kaupa jörðina Núp og byrja þar búskap með konu sinni, Rakel Jónasardóttur, en þau höfðu gifzt haustið 1894. Ekki var laust við að ýmsir teldu það í fullmikið ráðist af þeim hjónum, efnalitlum eins og þau voru, að hefja búskap á jafn stórri og mannfrekri jörð og Núpur var. En alls ókvíðin gengu þau að því verki, er þau vissu bíða sín framundan, sem meðal annars var að halda uppi þeim myndarskap um búskap- arhætti, sem átt hafði sér stað á Núpi, mann fram af manni, um all-langt skeið. Það fór og svo, að afkoma þeirra mátti heita góð þegar fyrstu búskaparárin og fór stöð- ugt batnandi, þrátt fyrir vax- andi ómegð. Auk þess að koma upp timb- urhúsi á jörð sinni, endurbætti Kristinn flest útihúsin og byggði sum upp að nýju. Jafn- framt því sléttaði hann allstór- ar spildur í túni jarðar sinnar, girti það gripheldri girðingu, jók matjurtagarðinn og gerði töluverðar engjabætur. Þó fékk hann ekki að gefa sig óskiptan að búskaparstörfun- um, því brátt hlóðust á hann ýms opinber störf í þarfir sveit- ar og héraðs. Átti hann og ýms áhugamál, sem hann helgaði eigi litlu af tíma sínum. Að af- koman samt sem áður varð svo góð, sem raun varð á, má áreið- anlega, að eigi litlu leyti, þakka hinni mikilhæfu konu hans, Rakel Jónasardóttur, sem með

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.