Tíminn - 17.11.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.11.1938, Blaðsíða 2
266 TÍMIM, ffmmtutlagiim 17. nóv. 1938 67. blað 'gtmtrtn Fimmtudayinn 17. nóv. Nýír möguleíkar í sveítum landsíns Síðan hin nýja löggjöf um ný- býli og samvinnubyggðir gekk í gildi, er búiö að reisa um 200 ný- býli um sveitir landsins. Ef geng- ið er út frá, að 5 manns eigi heima á hverju býli, hafa þarna skapazt lífsskilyrði fyrir 1000 manns, sem sjálfsagt hefðu flestir lent á „mölinni“ eða aðrir í þeirra stað. En eftirspurninni eftir nýbýlum hefir þó hvergi nærri verið fullnægt. Umsókn- irnar, sem fyrir liggja, munu vera fast að því eins margar og hinar, sem búið er að sinna. — Þetta sýnir, að viljinn til að lifa og starfa í sveit, er meiri en margur hafði ætlað. Ýmislegt fleira bendir líka í þá átt, að bjartsýni á fxamtíð sveitanna fari vaxandi, þrátt fyrir það af- hroð, er sum héruð landsins hafa góldið af völdum sauðfj árplág- unnar á síðustu árum. Ástandið í hinum stærri bæj- um er heldur ekki á þann veg, að ungt og hraust sveitafólk, sem er að leggja grundvöllinn að framtíð sinni, hafi ástæðu til að beina augum sínum þangað. — Undirstaða þessara bæja, þar á meðal höfuðstaðarins, er orðin allt of veik. Pramleiðslan hefir hvergi nærri fylgzt með fólks- fjölguninni og þeim fram- kvæmdum, þörfum og óþörfum, sem unnar hafa verið til að gera kaupstaðalífið fjölbreytt og þægilegt. Enda er það svo, að flestir þeir, sem nú flytja til kaupstaðanna, eiga mikið á hættu. Einstaka manni lánast, vegna kunningsskapar eða af öðrum sérstökum ástæðum, að tryggja sér atvinnu um leið og hann kemur í bæinn. Slíkt er þó sjaldnast tryggt til langframa. En flestir eru ofurseldir hinni hörðu atvinnusamkeppni, og mega vera við því búnir, að lúta þar í lægra haldi. Það er að visu svo, að í Reykjavík og víðar er til svokölluð atvinnubótavinna fyrir þá, sem aðþrengdir eru, til að halda þeim frá sveit, ef unnt er. Og blöð sumra flokka hafa stundum skrifað um þessa vinnu eins og hún hlyti að hafa sér- stakt aðdráttarafl fyrir menn annarsstaðar á landinu. Slíkt er óþarft og skaðlegt tal. Atvinnu- bótavinna þriðju eða fjórðu hverja viku fyrir fjölskyldumenn er áreiðanlega ekki nein hlunn- indi, sem ástæða sé til að sækj- ast eftir. Ög enginn meðal- greindur maður, sem nokkur kynni hefir af Reykjavík, lætur sér til hugar koma að flytjast þangað með atvinnubótavinnuna sem þrautalendingu. Því verður heldur ekki neitað, að lífsskilyrði til sveita hér á landi hafa að ýmsu leyti farið heldur batnandi á síðustu tím- um. Og með árlegum fram- kvæmdum í byggingum, jarð- rækt, samgöngubótum o. s. frv. miðar jafnt og þétt áfram í þá átt. Bilið milli lífsþæginda al- mennt í kaupstöðum og sveitum hefir minnkað frá því sem áður var. Sá böggull fylgir raunar skammrifi, að skuldir eru miklu meiri nú í sveitum, en þær voru fyrir 2—3 áratugum, og óneitan- lega skapa þær bóndanum marga áhyggjustund. En fátæk stétt getur ekki komið í verk stórkostlegum umbótum á skömmum tíma, án þess að taka lán. Og hitt verður ekki í efa dregið, að áfram hefir miðað. Það er líka svo, að nú á síðustu árum hafa opnazt og eru að opn- ast augu manna fyrir ýmsum nýjum atvinnu- og framleiðslu- möguleikum í sveitum landsins. Hagnýting aðalframleiðslunnar, sauðfjár- og mjólkurafurðanna, er nú að verulegu leyti meiri og betri en hún áður var. Og ekki er því að neita, að á öðrum sviðum hyllir undir nýja möguleika. Það má nefna garðræktina, sem ber- sýnilega á sér mikla framtíð hér á landi, bæði í heitri og kaldri jörð. Það má nefna loðdýrarækt- ina, sem sjálfsagt getur orðið landbúnaðinum góður styrkur, ef rétt er á haldið. Það má nefna markaðsmöguleika fyrir íslenzkt prjónles og annan heimilisiðnað Þorbergur Þorleifsson: Verð loðdýra í grein í Vísi (undirskrifuð Ólafur Jóhannsson frá Ólafsey), er talað um okursölu á loðdýr- um, til undaneldis, og stungið upp á að hámarksverð sé sett. Virðist þetta ætla að falla í góðan jarðveg hjá ýmsum. Þessi skoðun er byggð á misskilningi og vanþekkingu á loðdýrarækt- inni. Loðdýraræktinni, sem at- vinnugrein, væri lítill greiði með því gerður, að setja niður verð góðra lífdýra, með þving- unarráðstöfunum í þá átt og mundi á fáum árum leggja loð- dýraræktina í rústir hér á landi. Skulu að því leidd nokkur rök. Afurðir loðdýranna, grávaran, er fyrst og fremst skrautvara, sem mest er keypt af ríku fólki, og velmegandi, sem ekki spyr um verðið, heldur hvort varan sé góð, fögur og fullkomin. Það, sem loðdýraræktin byggist mest á, er það, að unnt sé að fram- leiða sem allra bezta og fegursta vöru. Fyrir slíka vöru er alltaf viss markaður og verðið hátt. Nokkuð hátt verð á undan- eldisdýrum knýr fram viðleitni í þá átt, að leggja sig allan fram, um það, að framleiða sem allra fullkomnasta vöru, og þrýstir mönnum til þess, að hugsa sig vel um, áður en þeir leggja út í loðdýrarækt, og ana miklu síður út í það í blindni, án þess að hafa aflað sér und- irstöðuþekkingar, sem er fyrsta skilyrði þess, að geta náð á- rangri í loðdýrarækt. Það er mikið vitnað í það, að verð á silfurrefaskinnum hafi verið fallandi undanfarið, og meðalverðið jafnvel komizt nið- ur í kr. 113,00 ísl. síðastliðið ár. En þó að meðalverð allra silfur- refaskinna, sem seld eru á Skinn af norskum silfurref, selt á skinnauppboði í Oslo í fyrra- vetur fyrir 1221 islenzkar krónur. heimsmarkaðinum hafi komizt niður í þetta, þá er það stað- reynd, að á fínni tegundum skinnanna, er meðalverðið miklu hærra en þetta. Læt ég fylgja hér með yfirlit um með- alverð á hinum ýmsu tegundum silfurrefaskinna á heimsmark- aðinum síðustu árin, tekið úr sænska blaðinu Vára Pálsdjur. Sænskum krónum breytt eftir núverandi gengi í íslenzkar. Verð á silfurrefaskinnum á heimsmarkaðinum 1929—1938 í íslenzkum krónum (aurum sleppt) Svört >/* silfur */2 silfur 3/4 silfur V1 silfur II. fl. Meðalverð 1929—30 211 286 369 392 384 139 275 1930—31 136 193 237 237 222 86 175 1931—32 101 135 169 165 156 70 141 1932-33 143 192 222 227 227 94 198 1933—34 115 165 200 203 197 76 178 1935-36 101 132 161 173 181 82 152 1936—37 92 117 140 156 182 67 140 1937—38 68 87 105 122 143 56 113 sveitanna. Það má nefna hina miklu — og sumstaðar glæsilegu — möguleika til laxræktar, í mörgum héruðum. Þessir mögu- leikar og ýmsir fleiri, eru hvatn- ing til þeirra, sem í sveitunum búa um að mæta með bjartsýni því er að höndum ber. Þrátt fyrir þetta lága meðal- verð hafa finustu skinnin selzt margföldu verði, t. d. seldist 1 silfurrefaskinn, á norsku skinnauppboði í janúar þ. á. á 1100,00 norskar kr. eða 1221,00 íslenzkar kr. Getur nokkrum dottið í hug, að þeir silfurrefaeigendur, sem telja sig eiga svo góð dýr, að von er um fyrrnefnt verð fyrir hvern feld, og þótt væri þriðj- ungi lægra, mundu vilja selja þannig dýr til lífs fyrir rúmar 200 kr. hvert dýr, eins og Vísis- greinarhöfundur virðist ætlast til? Ég býst ekki við því, hitt þykir mér líklegra, að það mundi margir fremur taka af dýrunum feldinn til sölu eða selja dýrin úr landi, sem mundi mjög auðvelt, því eftirspurnin eftir góðum silfurrefum til und- aneldis, hefir í löndum víðsveg- ar út um allar álfur, aldrei ver- ið meiri en nú, eins og sjá má af því, að Norðmenn hafa bann- að sölu silfurrefa úr landi. Svíar og ýmsar fleiri þjóðir virðast vera á sömu leið. Afleiðingarnar af því, fyrir loðdýraræktina hér á landi, ef tillögur greinarhöf- undar kæmust í framkvæmd, yrðu þær, að það yrði að vísu hægt að fá keypt lífdýr, en það yrði yfirleitt úrhrak, sem mundi fjárhagslega gjörsamlega eyðileggja alla er í slík kaup réðust. Og þeir fátæku, er grein- arhöfundur virðist bera svo mjög fyrir brjósti, yrðu litlu bet- ur komnir en áður. Til þess að finna þessum orðum mínum stað, vil ég benda á dæmi frá útlöndum. í einum landshluta í Svíþjóð, Norrland, þar sem á undanförnum árum hefir verið komið upp þúsundum silfur- refa, hefir verð lífdýranna ver- ið yfirleitt svipað og Vísis-grein- arhöfundur stingur upp á, að hámarksverð skuli vera hér. Af- leiðingin hefir orðið sú, að öll dýrin í þessum landshluta eru talin einskisvirði; er þetta vand- ræðamál, sem í sænska loðdýra- blaðinu, hverju blaðinu eftir annað, hefir verið rætt undan- farið, og því haldið fram, og sýnt fram á með rökum, að þessum stofni verði að útrýma. Annars er það ekki rétt hjá greinarhöfundi að útilokað sé, að fátækir menn geti lagt í loð- dýrarækt, ef verðið á lífdýrum er hátt. Ýmsir fátækir menn hafa slegið sér saman um að kaupa 1 par, eða þríó, til þess að dreifa áhættunni, og fengið svo hver sitt par, þegar dýrunum fjölgaði. Og það er vjst, að brautryðj endurnir í íslenzkri loðdýrarækt yfirleitt, hafa verið fátækir að peningum, en auð- ugir að áhuga, áræði, framtaki og dugnaði. — Pyrsti brautryðj- andi í íslenzkri loðdýrarækt, Emil Rokstað á Bjarmalandi, var ekki ríkur, er hann brauzt í að kaupa fyrstu dýrin frá Nor- egi, fyrir 9 árum síðan. Munu þau hafa kostað 6000 kr. parið. En hitt er annað mál, að það hefir sýnt sig í öllum löndum, að þegar búið er að ryðja braut- ina, leitar fjármagn í loðdýra- ræktina, vegna þess, að loðdýra- ræktin er yfirleitt arðsamari framleiðsluatvinnugrein, en flestar aðrar, ef hún er rekin af hagsýni og dugnaði. Það er vit- anlega létt verk, með blaða- skrifum, að drepa kjark úr fá- tækum mönnum, að leggja í loðdýrarækt; en þeir tímar koma, að grávara verður sú landbúnaðarframleiðsla okkar íslendinga, er mest gefur í er- lendum gjaldeyri. Það virðast engin frambærileg rök vera til sem mæla gegn því, að það hljóti ekki að vera framundan hliðstæður vöxtur í loðdýra- ræktinni hér á landi, eins og átt hefir sér stað í öðrum lönd- um með svipuð skilyrði, t. d. í Noregi. Útflutningur Norðmanna á silfurrefaskinnum nam á síð- astliðnu ári um 40 milljónum króna, þrátt fyrir hið lækkandi verð. Færir þetta norsku þjóð- inni mikla björg í bú, auk þess sem loðdýraeldið skapar stór- kostlegan markað fyrir ýmis- konar landbúnaðarframleiðslu og sjávarafurðir. Skapar aukna atvinnu og lífsmöguleika í land- inu. Hvernig hafa nú Norðmenn farið að því, að ná þessum á- rangri í loðdýraræktinni. Ekki með því, að setja hámarksverð á sölu lífdýra. Heldur öllu frem- ur með því að spyrja aðeins um gæði dýranna, en ekki verðið. Fyrsta silfurrefaparið, sem kom til Noregs, kostaði 60 þúsund krónur, og meðan Norðmenn voru að kynbæta stofninn, keyptu þeir alltaf úrvals dýr frá Canada, háu verði, og inn- anlands í Noregi hefir verð á lífdýrum, sem skarað hafa fram úr, alltaf verið afar hátt. Á síð- astliðnu ári var dæmi til að boðið væri í einstök dýr allt að 6000 kr. Frá öðrum löndum var gífurleg eftirspurn eftir úrvals- lífdýrum frá Noregi. Ekki sáu Norðmenn sér hag í því, að selja valin dýr úr landi, þótt verðið væri hátt, eh settu á út- flutningsbann í fyrrahaust. Við íslendingar vorum svo heppnir, að ná í um 100 úrvalsdýr áður en bannið komst á. Sum af þessum dýrum kostuðu um 2000 kr. og einstaka dýr jafnvel nokkuð meira. Ég hygg, að það muni reynast eitthvert mesta happ fyrir silfurrefaræktina hér, að tókst að ná í þessi dýr, þótt verðið væri hátt. Að endingu vil ég svo segja greinarhöfundi það, að það eru ósannindi, að sala á loðdýrum til lífs hér á landi, hafi yfirleitt verið og sé okursala, og verðið hefir verið, og er, yfirleitt mik- ið lægra en höf. segir. Síðan silfurref aræktin byr j aði hér, hefir allmikið verið selt á 800— lOOOkr.parið. Sum ár hefir verð- ið komizt niður í 500—600 kr. parið. Því það er vitanlega með komizt niður í 500—600 kr. par- ið. Því það er vitanlega með þessa vöru eins og aðra, að eftir- Mustafa Kemal Atatiirk NIÐURLAG Markmið Mustafa Skólamálin Kemals hefir ver- og staf- ið aukin menntun setningin. þjóðarinnar, út- rýming arabiskra áhrifa í siðvenjum hennar óg skoðunum og nánari menning- arleg tengsli við Evrópuþjóð- irnar. Fjöldi skóla hafa verið settir á stofn víðsvegar um land- ið til að koma þessum áformum hans í framkvæmd. Háskóla- menntun hefir verið stóraukin og hafa Tyrkir fengið í þjónustu sína á síðari árum marga af þeim háskólakennurum og sér- fræðingum, sem flúið hafa Þýzkaland vegna ofríkis naz- ista. Tyrkir hafa jafnan verið elskir að hljómlist, þó þeir eigi enga sjálfstæða hljómlist sjálf- ir, og hefir Mustafa Kemal því látið stofna hljómlistarháskóla, þar sem 100 nemendur fá árlega ókeypis nám og uppihald. Síðan starfa þeir sem tónlistakenn- arar í þágu ríkisins. Gefur þetta nokkuð til kynna, hversu al- hliða menningarbarátta Mu- stafa Kemals hefir verið. Eitt stærsta skref sitt í þess- ari baráttu steig Mustafa Ke- mal 1928, þegar hann fyrirskip- aði afnám arabiskrar stafsetn- ingar og stafagerðar, en í stað þess skyldi tekin upp latnesk stafsetning og stafagerð. Skyldi þessi breyting vera komin til fullra framkvæmda innan sex mánaða og þeir embættismenn, sem ekki hefðu lært hinar nýju ritreglur á þeim tíma, missa stöður sínar. Lestrarskólar voru stofnaðir í tugatali í hverri borg og sveit og nær allsstaðar, þar sem mannaferð var, voru sett upp kennsluspjöld. Sjálfur ferð- aðist Mustafa Kemal mikið á þessum tíma, heimsótti skólana og tók sjálfur þátt I kennslunni. Munurinn á arabiskri og lat- neskri stafsetningu og stafagerð er mjög mikill og töldu margir, að þessi breyting myndi valda stórkostlegri og ófyrirsjáanlegri röskun og ekki komast í fram- kvæmd, nema á löngum tíma. En með hinni miklu atorkusemi sinni hefir Mustafa Kemal náð þeim árangri, að nú eru um helmingi fleiri menn læsir í Tyrklandi en voru fyrir breyt- inguna, sem hefir opnað Tyrkj- um stórum betri aðgang að ev- rópiskri menningu. Ekki aðeins í and- Klæffaburð- legum efnum hef- ur og ir Mustafa Kemal verzlun. ráðizt á hin ara- bisku áhrif. Hann hefir unnið að því að gerbreyta klæðaburðinum og koma á hann Vesturlandasniði. Á þeim vett- vangi hefir hann kannske mætt einna mestri íhaldssemi, en stál- vilji hans hefir sigrazt á öllum erfiðleikum. Jafnframt því að auka sem mest menntun þjóðarinnar hef- ir Mustafa Kemal reynt að auka hæfni hennar til að stunda verzlun og iðnað. Fyrir heims- styrjöldina fengust Tyrkir við fátt annað en hermennsku og landbúnað. Verzlunin mátti heita nær eingöngu í höndum Grikkja og Armena, sem voru langtum slyngari verzlunar- menn en Tyrkir. í heimsstyrj- öldinni misstu Tyrkir mestan hluta Armeníu og Mustafa Ke- mal setti sér það markmið að flæma alla Grikki burt úr Litlu-Asíu, enda þótt þeir væru nokkuð á aðra milljón. Þvi marki hefir hann náð, en í stað þess hafa nokkur hundruð þús. Tyrkir verið fluttlr frá Grikk- landi til Litlu-Asíu. Af þessu leiddi, að Tyrkir urðu sjálfir að taka verzlunina í sínar hendur og hefir gengið það betur en upphaflega var spáð. Um það leyti, sem Faðir Mustafa Kemal Tyrkja. kom til v a 1 d a, hefðu fæstir feng- izt til að trúa því, að hann fengi jafnmiklu áorkað á svo skömm- um tíma. Þeir, sem bezt þekktu til, gefa einkum tvær skýringar á sigrum hans: í fyrsta lagi hafa Tyrkir vanizt því frá upp- hafi að fylgja foringja sínum með næstum ótakmarkaðri hlýðni og á síðari tímum hefir enginn af leiðtogum þeirra unn- ið sér jafn miklar vinsældir og Mustafa Kemal með sigrum sín- um í heimsstyrjöldinni og Grikkj astríðinu. í öðru lagi hefir Mustafa Kemal farið þá leið, að hann hefir náð marki sínu í áföngum. Ef hann hefði upphaflega gert þjóðinni ljóst, hvað fyrir honum vakti, er ekk- ert líklegra en að honum hefði verið steypt af stóli. Mustafa hélt fyrirætlunum sínum venju- lega leyndum og undirbjó þær vandlega þangað til honum fannst tími til kominn að hrinda þeim í framkvæmd. Þá gekk hann til atlögunnar með slíku ofurkappi, að öll mótstaða reyndist árangurslaus. Hann hikaði þá ekki við að beita hinu mesta miskunnarleysi og harðýðgi og gaf andstæðingum sínum fullan rétt til að halda því fram, að harka hans væri takmarkalaus. En menn verða að gæta þess, að slíkar refsingar voru í samræmi við þá réttarmeðvitund, sem skap- azt hafði meðal Tyrkja á um- liðnum öldum, og til að árétta mikilvægi ráðstafana sinna, var Mustafa Kemal nauðsynlegt að refsa harðlega. Þó Mustafa Kemal sniði stjórnarfyrirkomulagið eftir fyrirmyndum frá lýðveldislönd- um Evrópu, var hann í raun og veru einvaldur alla stjórnartíð sína. Hann réði því eftir vild hvaða menn voru kjörnir á þingið og sömuleiðis var hann sjálfráður um val ráðherranna. Herinn laut boði hans og banni, og þótt hann hefði ekki haft hina formlegu yfirstjórn hans, myndi herinn aldrei hafa brugð- izt honum, sökum vinsælda hans og herfrægðar. Því verður ekki neitað, að Mustafa Kemal hafði ýmsa ó- kosti, eins og títt er um flest mikilmenni. Hann var metorða- gjarn í meiralagi, en kunni sér þó hóf í þeim efnum og gekk YHrlýsing í blaðinu „Nýtt land“, 7. tbl., 7. nóv. 1938, er framhaldsgrein eftir Héðinn Valdemarsson, und- ir fyrirsögninni „Skuldaskil Jón- asar Jónssonar við sosialism- ann“. Þar standa m. a. eftirfar- andi ummæli viðkomandi stjórn- armynduninni 1934: „Það var tryggt, að Jónas yrði ekki kosinn ráðherra af Fram- sókn, þó að Alþýðuflokkurinn setti ekki upp, að annar færí í ráðherrastólinn, en Framsóknar- menn vildu í lengstu lög hlífast við að ganga framan að Jónasi og óskuðu þess af okkur Alþýðu- flokksmönnum, að skilyrðið um, að hann yrði ekki ráðherra, kæmi einmitt frá Alþýðuflokkn- um.“ Það kemur fram í sömu grein, að með orðinu „Framsóknar- menn“ er átt við þingmenn Framsóknarflokksins 1934. Við undirritaðir, sem vorum þingmenn Framsóknarflokksins 1934, lýsum yfir því, að þessi um- mæli Héðins Valdemarssonar eru tilhæfulaus ósannindi og hafa við engin rök að styðjást. Bergur Jónsson, Bernharð Stefánsson, Bjarni Ásgeirsson, Bjarni Bjarnason, Einar Árnason, Eysteinn Jónsson, Gísli Guffmundsson, Hermann Jónasson, Ingvar Pálmason, Jörundur Brynjólfsson, Páll Hermannsson, Páll Zophóniasson, Þorbergur Þorleifsson. spurnin skapar verðið, en það undarlega er, að þau árin, sem verðið hefir verið lágt, þá hafa hinir fátæku ekki notað tæki- færið og keypt. En loðdýraeigendur eiga að hafa samtök um það, að bjóða ekki niður úr öllu valdi verð á góðum lífdýrum. Það skaðar loðdýraræktina eins og ég hefi áður leitt rök að. Opnar mark- að fyrir lélegustu dýrin, en lok- ar fyrir sölu á úrvals dýrum.. Þetta háa verð á silfurrefum, kr. 2000.00 parið, er greinarhöf. talar um, getur aðeins átt við um þau úrvalsdýr, er keypt voru frá Noregi í fyrrahaust. Mun beztu hvolpunum undan þeim dýrum vera haldið í svipuðu verði, eins og dýrin kostuðu sjálf i fyrra, og mun svo verða á næstu árum, enda ekki ósann- gjarnt. Virðist á engan hátt betra, að kaupa valinn silfur- réf frá útlöndum fyrir 2000— 3000 kr., en að kaupa samskon- ar ref innanlands, fyrir sama verð, eða lægra. — Þá er ekki síður rangt, er greinarhöfund- ur segir um verð á minkum, eins og H.f. Refur hefir bent á í grein í Morgunblaðinu. H.f. (Framhald. á 3. síðu.) aldrei lengra í senn, en hann vissi að sér myndi óhætt. Hann hefði getað látið útnefna sig sem soldán og kalífa, en hann lét sér nægja forsetanafnið og Atatiirk, sem þýðir: Faðir Tyrkja. Hann var einráður og þoldi illa mikla afskiptasemi annara af þeim málum, sem hann fékkst við. Hann var nautnamaður mikill, einkum á vín og mat og undraði flesta, hvað heilsa hans og starfsþrek þoldu mikið í þeim efnum. Hann var líka hraustmenni mikið, rammur að afli og mikilúðugur í útliti. Hann var Ijóshærður og bláeygður og er það fátítt meðal Tyrkja. Mustafa Kemal leit á það sem hlutverk sitt, að gera Tyrkja aftur volduga þjóð. Hann var fyrsti stjórnandi Tyrkja, sem taldi að því marki yrði ekki fyrst og fremst náð með vopn- um, heldur með sköpun sjálf- stæðrar þjóðlegrar menningar og stóraukinni menntun og kunnáttu, bæði í verklegum og bóklegum efnum. Trú hans á, tyrkneska kynstofninn var ó- bilandi, en hún var annarrar tegundar en hliðstæð trú ein- valdanna á meginlandi Evrópu. Þó hann væri meiri hermaður en þeir, lét hann sér ekki til hugar koma, að vopnin ein væru nægileg, og hann gæti þess vegna gengizt fyrir bókabrenn- um og látið þjóð.sína lifa áfram í þekkingarleysi. Saga Tyrkja sýndi honum ómótmælanlega, að vopn og líkamshreysti eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.