Tíminn - 17.11.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.11.1938, Blaðsíða 4
268 TlMlM, fimmtndaglim 17. móv. 1938 67. blað Ignaz Mosciclci, forseti Pól- lands, er 71 árs gamall. Hann var fyrst Jcosinn forseti 1926 og hefir verið endurkosinn jafnan síðan. Hann er ekki í neinum stjórn- málaflokki, en hann var mikill fylgismaður Pilsudski. Það var Pilsudski, sem kom því til leiðar, að Moscicki var kosinn forseti. Forseti Póllands hefir svipuð völd og konungarnír í þingrœðis- löndum. Þess vegna hefir verið reynt að velja i þá stöðu menn, sem litið höfðu skipt sér af stjórnmálum, en hafa getið sér mikla viðurkenningu á öðrum sviðum. Fyrsti forseti Póllands var hinn heimsfrœgi píanósnill- ingur, Paderewski. Moscicki hef- ir unnið sér mikla frœgð sem vísindamaður. Moscicki er fœddur í þeim hluta Póllands, sem laut Rúss- um. Á stúdentsárum sínum tók hann mikinn þátt í sjálfstœðis- baráttu Pólverja og varð að flýja land. Settist hann fyrst að í Lon- don og lauk þar háskólaprófi í rafmagnsfræði. Á nœstu árum dvaldi hann lengstum í Sviss og fékkst við margháttaðar raf- magnsfrœðilegar uppgötvanir. Hefir hann alls gert á annað hundrað uppgötvanir og hefir fengið einkaleyfi fyrir 53 þeirra. Sumar þeirra eru þýðingarmikl- ar. í tómstundum sínum fœst hann enn við slík rannsóknar- störf. Hann flutti heim til Póllands 1910. Gegndi hann fyrst prófes- sorsstörfum, en siðar varð hann forstöðumaður efnarannsóknar- stofunnar í Varsjá. * * / New York hefir nýlega gerzt atöurður, sem sýnir að það borg- ar sig að vera vingjarnlegur í viðmóti. 1927 byrjaði gömul kona að sœkja Roxyleikhúsið, en for- stjóri þess var William Reilly. Hann veitti henni sérstaka at- hygli, vegna þess, að hún virtist mjög einstœðingsleg, útvegaði henni þvi jafnan sœti á góðum stað og talaði stundum við hana um leikritin. Árið 1932 varð leik- húsið gjaldþrota, Reilly fékk at- vinnu sem sjúkrahússvörður og gleymdi gömlu konunni, sem hann hugði mjög fátœka. Eftir þetta fór hún að sœkja Radio City leikhúsið. Einni af dans- meyjunum virtist þessi gamla kona mjög munaðarlaus og fá- tœkleg, gaf sig því oft á tal við hana og sýndi henni ýmsa vin- semd. Hún grennslaðist þó aldrei eftir hvernig högum hennar vœri varið. Nú er gamla konan dáin, og þeim Reilly og dansmeyjunni brá mjög í brún, þegar þeim var tilkynnt, að hún hefði látið eftir sig eina milljón dollara og í arf- leiðsluskrá sinni skipt þessu fé jafnt á milli þeirra, með þakk- lœti fyrir góða viðkynningu. * * * Fyrir hundrað árum, 1938, var ibúatalan hér á landi 57.066. Hefir mannfjöldinn því meira en tvöfaldast hér á síðastl. öld, þrátt fyrir Vesturheimsflutn- ingana. tTR BÆIVUM Jólamerki Thorvaldsensfélagsins eru komin út. Teikningu að þeim hefir frú Ágústa Pétursdóttir gert. Er grunnurinn blár himinn, stjörnu- heiður og sleginn norðurljósum, sem liðast yfir höfði Maríu með Jesúbarnið. Umhverfis myndina er gulur bogi, á- letraður. Merkin eru seld á 10 aura og rennur andvirði merkjanna í barna- uppeldissj óð Thorvaldsensfélagsins. Návígi, leikritið, sem Leikfélagið sýnir um þessar mundir, verður sýnt í kvöld og er aðgangur frjáls öllum endurgjalds- laust. Geta menn vitjað sér aðgöngu- miða í aðgöngumiðasölunni í Iðnó í dag, fram til kl. 7 í kvöld, ef miðarnir endast svo lengi. Villtir minkar. Að Kirkjubóli við Laugarnessveg hefir að undanfömu orðið vart tveggja villtra minka, sem gert hafa nokkum usla og drepið alifugla. Hefir nú tekizt að veiða annan minkinn í gildru, eftir að hann hafði grandað átta fuglum. Hinn leikur enn lausum hala. ' ■ r-- Vörubifreið, sem var að koma austan yfir Hellis- heiði í fyrradag, með refi á loðdýra- sýninguna, valt út af veginum skammt frá Tungu við Suðurlandsbraut. Mun það hafa stafað af hálku á veginum, af völdum ísingar. Ekkert verulegt tjón mun þó hafa hlotizt af þessu. Reyk j aví kurstúkan heldur afmælisfund í kvöld kl. 9. Sjósundlaug. Fyrirhupað er að reisa sjósundlaug við Reykjaskóla í Hrútafirði, vermda með hverahitanum þar. Er þessi laug- arbygging veigamikill þáttur í því starfi að gera skólann að menningar- miðstöð sýslnanna við Húnaflóa, ekki aðeins meðan vetrarnám stendur yfir heldur einnig yfir sumartímann, með íþróttanámskeiðum, íþróttamótum o. s. frv. Nýtur þessi framkvæmd því áreið- anlega óskipts stuðnings allra velunn- ara skólans Happdrættismiðar til á- góða fyrir sjósundlaugina, verða seldir hér á götunum næstu daga. Gestir I bænum. Ágúst B. Jónsson, bóndi á Hofi í Vatnsdal, Valgeir Jónasson á Bjart- eyjarsandi á Hvalfjarðarströnd, Guð- mundur Ólafsson frá Miðsandi, Andrés Eyjólfsson bóndi í Síðumúla í Borgar- firði, Ólafur Ögmundsson, bóndi í Hjálmsholti í Flóa, Ingólfur Guð- brandsson bóndi á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi, Ólafur Ólafsson yngri í Lindarbæ í Holtahreppi, Sigurður Jakobsson bóndi á Varmalæk í Borg- arfirði, Helgi Hannesson kaupfélags- stjóri á Rauðalæk. Nýlendumálin (Framhald af 1. síðu.) það er ein helzta nýlendan, sem Þjóðverjar áttu. Pirov landvarn- arráðherra Suður-Afríku hefir og lýst því yfir að hann muni ekki ræða neitt um nýlendu- málin við þýzku stjórnina, en hann mun eiga viðræðu við Hit- ler áður en hann fer heimleiðis. Ritfrelsið í Englandi. Það eykur andúðina gegn Þjóðverjum í Englandi, að þýzk blöð og útvarp ráðast nú harðlega á stjórn Breta í Pale- stinu, kalla hana hrottalega og dýrslega og lofa Aröbum fyllsta stuðningi Þjóðverja. Er þetta skilið í Englandi á þann veg, að þýzka stjórnin vilji neyða brezku stjórnina til að draga úr skrifum enskra blaða um Gyð- ingaofsóknirnar gegn því að á- deilum þýzkra blaða á Pale- stinustjórn Englendinga verði Ódýrasta, bezta og fallegasta drengjafatnaðinn fáiff þér hjá oss. JAKKAFÖT Á DRENGI saumuff eftir máli. Frá kr. 45.00—75.00. Frakkar frá kr. 43.00—60.00. Veiksmiðjuútsalan Geíjun - Iðunn Atfalstræti. §paðkjötið margeftirspurða frá Arngerðareyri, Þingeyri og Flateyri er komið Búðardalskjöt fæst ennþá í hálf- og kvart- tn. Samband ísl. samvínnuíélaga Sími 1080. hætt. Talið er að þýzka stjórnin hafi gert það að skilyrði fyrir væntanlegu samkomulagi við England, að öðruvísi verði skrif- að um Þýzkaland í ensk blöð en gert hefir verið. Þykir ýmislegt benda til, að Chamberlain vilji verða við þeirri ósk og hefir það vakið mikla gremju. M. a. hefir Churchill gert þetta að umtals- efni. í þingræðu sagði Chamber- lain nýlega í tilefni af hörðum ummælum, sem Lloyd George lét falla um ensku stjórnina: Svona væri ekki skrifaff í Þýzkalandi. Lloyd George var ekki viðstadd- ur, en svaraði næsta dag með svo hvassyrtri grein, að líklegt þykir, að maðurinn, sem stjórn- aði undanhaldi Breta í Mún- chen, muni láta þetta svar sig- urvegarans í heimsstyrjöldinni verða sér næga kenningu fyrst um sinn. éerðbréfabankL V (; yiusturstr. 5 sími 5652.Opið KI.11-12oq5-6j Annast kaup og sölu verffbréfa. nn oqb-by Sígurður Ólason & Egíll Sígurgeírsson Málflufníngsskrlfstofa Austurstræti 3. — Sími 1712. Nótt bak við vígstöðvarnar Áhrifamikil og listavel leikin þýzk kvikmynd, tek- in af UFA-félaginu. Aðalhlutverkin leika, hin fagra leikkona LIDA BAAROVA og MATHIAS WIEMAN. nýja Bíó'nttmtwmmK STELLA MLLAS Fögur og tilkomumikil amerísk stórmynd frá Uni- ted Artists, samkvæmt samnefndri sögu eftir Olive Higgins. Aðalhlutverkin leika: Barbara Stanwick, Anne Shirley, Alan Hale o. fl. Aukamynd: TÖFRASPEGILLINN Litskreytt Mickey Mouse teiknimynd. «::: attv SÓLARGEISLINN HANS og fleiri smásögur handa börnum og unglingum eftir Guðrúnu Lár- usdóttur. — Fæst hjá bóksölum. Verð kr. 4,25 heft— kr. 6,00 í bandi. Lögtak, Eftir kröfu Sjúkrasamlags Reykjavíkur og að undangengnum úrskurði, uppkveðnum í dag, og með tilvísun til 88. gr. laga um al- pýðutryggíngar nr. 74, 31. des. 1937, sbr. 86. gr. og 42. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 29, 16. des. 1885, verður án frekari fyrirvara lögtak látið fram fara fyrir öllum ógreiddum iðgjöld- um til Sjúkrasamlagsins, peim er féllu í gjald- daga 1. sept. og 1. okt. þ. á. að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi greidd innan þess tíma. Lögmaðurinn í Reykjavík, 14. nóv. 1938. Björn Þórðarson. Kopar keyptur í Landssmiffjunni. 106 Andreas Poltzer: Patricia 107 Nálægt stundarfjórðungi eftir að Whinstone fulltrúi fór úr Old Man’s Club, fylgdi þjónninn skrautklæddri, ljós- hærðri stúlku út um dyrnar í York Street. Hann skildi, að þetta myndi vera stúlkan, sem Whinstone hafði spurt um. í þeirri von, að hún véki sér skildingi, sagði hann stúlkunni frá manninum, sem hefði misst af henni og sem hefði farið þaðan fyrir stundarfjórðungi. Hon- um varð að voninni, því að stúlkan stakk tvíshilling í lófa hans. Þegar hún var komin út á strætið, skimaði hún varlega í allar áttir. En hún gat ekki komið auga á nokkurn lifandi mann. Hún stefndi áleiðis til St. James Square og komst á Pall Mall. Nú þóttist hún sannfærð um, að engin veitti henni eftirför. Samt sem áður vildi hún hafa vaðið fyrir neðan sig. Hún fór inn í almenningsvagn á Tra- falgar Square og úr honum aftur nokkr- um biðstöðvum síðar. Svo náði hún í leigubifreið og ók út Trottenham Court Road. Bifreiöin staðnæmdist, er hún kom að Euston Road. Hún sagði bíl- stjóranum að sveigja til vinstri handar. Hún fór úr bifreiðinni við Bolsover Street. Beið þangað til hún var komin í hvarf og skundaði síðan til Regent Park. Hjá Regent Crescent skaut manni einum allt í einu upp við hliðina á henni. Hún stalst til að líta á hann. En þetta var aðeins iðinn betlari eða meinlaus vasa- þjófur. Eigi að síður varð henni ekki um sel. Hún lét manninn skilja, með fáum vel völdum orðum, að hún kærði sig ekkert um samfylgd hans. f stað þess að hlýða bendingu hennar, seildist þessi vegfar- andi næturinnar til hennar. Það var ekki ljóst, hvort það var handleggurinn á henni eða taskan hennar, sem hann ætl- aði að grípa í, því að áður en hann náði markinu, hrasaði hann sundlandi upp að húsveggnum. Stúlkan virtist fremur renglulega vaxin. En hún hlaut að hafa leynda krafta. Nú flýtti hún sér áfram upp í Maryle- bone Road og sveigði inn í Upper Harley Street. Hún var nú ekki nema þúsund skref þaðan sem Whinstone fulltrúi stóð. En áður en hún kom inn í York Ter- race, staðnæmdist hún við húshlið eitt. Er hún hafði sannfærzt um, að enginn sæi til hennar, opnaði hún hliðið hvat- lega, og á næsta augnabliki hvarf ljós- hærða stúlkan inn úr dyrunum. Hún gekk upp stigana án þess að kveikja ljós á göngunum og nam ekki staðar fyrr en uppundir þaki. Þrátt fyrir „Já, þetta er hinn rétti ilm- ur“, sagffi Gunna, þegar Maja opnaffi „Freyju“- kaffibætispakkann. „Nú geturffu veriff viss um aff fá gott kaffi, því aff nú höfum viff hinn rétta kaffi- bæti. Ég hefi sannfærzt um þaff eftir mikla reynslu aff meff því aff nota kaffibætir- inn „Freyja“, fæst lang- bezta kaffiff. Þið, sem eim ekki Itafið reynt Freyju- kaffibætl, ættuð að gera það sem fyrst, og þér munuð komast að sömu niður- stöðu og Maja. Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt Freyju-kaffibætir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.