Tíminn - 17.11.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.11.1938, Blaðsíða 3
67. blað 267 ÍÞRÓTTIR A N N Á L L Knattspyrimför til IVorðnrlanda. Nýlega var haldinn aðalfund- ur í knattspyrnufél. Fram. í stjórn félagsins voru kosnir: Jón Magnússon (form.), Adolf Björnsson, Gunnar Nielsen, Sig- urður Halldórsson og Ólafur Þorvarðsson. Á fundinum voru samþykkt ný lög fyrir félagið og fundar- sköp. Þá var og ákveðið að stofna íþróttavallasjóð, þar sem nú stendur fyrir dyrum, að út- hluta knattspyrnufélögunum sérstöku landi undir knatt- spyrnuvelli á hinu fyrirhugaða íþróttasvæði Reykj avíkur við Nauthólsvík. Félagið hefir undanfarið staðið í samtaandi við þýzkan knattspyrnukennara og mun hann koma hingað eftir ára- mótin, ef samningar nást. Félagið mun senda knatt- spyrnuflokk til Norðurlanda næsta sumar í tilefni af 50 ára afmæli danska knattspyrnu- sambandsins. Verður hann við- staddur Norðurlandakeppnina, sem fram fer í Khöfn 12.—18. júní, en keppir síðan fjóra leiki í Khöfn og næstu bæjum. Á heimleiðinni keppir flokkurinn við tvö félög í Oslo og eitt í Bergen. Fram hafði danskan knatt- spyrnuþjálfara síðastl. sumar og hefir kapplið Fram tekið mikl- um framförum á undanförnum árum. Knattspyrnufél. Valur hefir nýlega haldið aðalfund sinn. Stjórn félagsins skipa: Ólafur Sigurðsson form., Hrólfur Bene- diktsson, Jóhannes Bergsteins- son, Sveinn Zoéga, Grímar Jóns- son, Hólmgeir Jónsson og Sig- urður Ólafsson. Knattspyrnuflokkur frá Val og Víking fer til Þýzkalands næsta sumar í boði þýzka knattspyrnusambandsins. Frækinn ráðherra. Innanríkisráðherra Finna, Urho Kekkonen, er formaður finnska íþróttasambandsins og nefndarinnar, sem undirbýr Olympíuleikana í Helsingfors 1940. Hann verðskuldar það fyllilega, að gegna þessum tign- arstöðum í samtökum íþrótta- manna, því hann var um skeið einn mesti íþróttamaður Finna. í finnsku meistarakeppninni 1924 varð hann meistari í há- stökki og 2. í 100 m. hlaupi. Stökk hann 1.85 m. og rann 100 m. á 10.9 sek. Sama ár setti hann heimsmet í þrístökki án tilhlaups með því að stökkva 9.72 m. Kekkonen er nú 38 ára gam- Dánardægur. Böðvar Bjark- an lögfræðingur á Akureyri and- aðist 13. þ. m. — Banamein hans var hjartabilun. iHann var fædd- ur að Sveins- stööum í Húna- /atnssýslu, 12. lóv. 1879. Sonur hjónanna Jóns Ólafssonar og Þorbjargar Krist- mundsdóttur, er þar bjuggu. — 15 ára gamall fór hann í latínu- skólann í Reykjavík, og að loknu stúdentsprófi sigldi hann til háskólanáms í Kaupmanna- höfn. Lagði hann þar í fyrstu stund á læknisfræði, en hætti því námi og tók að lesa lög. Árið 1905 kom hann heim til íslands aftur og reisti þá bú í Einarsnesi í Borgarfirði. En eft- ir að búið var að stofna háskól- ann hér á landi lauk hann em- bættisprófi í lögum, árið 1912. Hann kvæntist árið 1906 Krist- ínu Jónsdóttur frá Auðólfsstöð- um í Langadal. Fluttust þau til Akureyrar árið sem Böðvar heitinn lauk lagaprófi og áttu þar heima síðan. Synir þeirra tveir eru á lífi: Ragnar fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu og Skúli stúdent í læknadeild háskólans. Dóttur uppkomna, Inger að nafni, misstu þau hjón árið 1931. Á Akureyri gegndi' Böðvar Bjarkan fjölda trúnaðarstarfa, auk málaflutningsstarfa sinna. Hann var lögfræðilegur ráðu- nautur Kaupfélags Eyfirðinga, stj órnarformaður samvinnu- verksmiðj anna, eftirlitsmaður útbús Landsbankans, umboðs- maður Brunabótafélags íslands frá stofnun þess, formaður fast- eignamatsnefndar o. fl. Afmæli. Álfheiður Briem, ekkja Páls Briem amtmanns, átti sjötugsaf- mæli 11. þ. m. Sigurgeir Gíslason verkstjóri í Hafnarfirði átti sjötugsafmæli 9. þ. m. Hjóiiabönd. Guðmunda Gísladóttir og Gísli Magnusson bóndi á Brekku á Hvalfjarðarströnd. ■— Guðlaug Stefánsdóttir frá Árgerði og Karl Aðalsteinsson, Lyngholti í Glerárþorpi. — Lára Sigurðar- dóttir og Karl Vilhjálmsson frá Vogsósum. all. Undirbúningur Olympiu- leikjanna í Helsingfors leggst fyrst og fremst á herðar hans. ekki nægilega traustur grund- völlur fyrir stórveldi. Tíminn mun leiða það í ljós, hvort draumar Mustafa Kemals um tyrkneskt stórveldi rætast. Fyrir atbeina hans fer nú fram í Tyrklandi stórfelldari breyting en í nokkru landi öðru. Og þjóðinni fjölgar ört. Á árunum 1927—34 hefir íbúum Tyrklands fjölgað úr 13.7 millj. í 17.5 millj. Hver, sem hinn endanlegi á- rangur verður af störfum Mu- stafa Kemals Atatúrks, mun hans jafnan minnst sem eins mikilmenna sögunnar. Þ. Þ. Sauðfjárrækt í Finnlandi í norsku landbúnaðartímariti birtist nú í haust ritgerð um sauðfjárrækt og sauðfjárkyn- bætur í Finnlandi. Höf. grein- arinnar, Signe Brueneck, hefir sjálfur ferðast til Finnlands og kynnt sér þessi efni að eigin raun. Ýmislegt í grein hans er svo eftirtektarvert, að ástæða er til að segja frá. Samkvæmt frásögn höf., er bæði í Finnlandi og Norður- Noregi, óblandaður norrænn sauðfjárstofn. Þessi sauðfjár- stofn er með stutta rófu, eins og íslenzkt fé, enda var það á sínum tíma hingað flutt frá Noregi. Höfuðeinkenni hins norræna sauðfjárstofns, segir höf., er skipting ullarinnar í tog og þel. Þessi skipting ullar- innar og þar með ullarfar fjár- ins, er þó mjög mismunandi. Á sumu fé er fína ullin yfir- gnæfandi. Sumstaðar getur tog- ið orðið mjög hrokkið og fagurt áferðar. Hinir mörgu litir nor- ræna fjárstofnsins eru líka ein- kennandi fyrir hann. Með hreinræktun einstakra kynj a eru því, að því er ullinni við- kemur, margir möguleikar fyrir hendi. Og í Finnlandi er nú höfuðáherzla lögð á hreinrækt- un hinna einstöku afbrigða heimafjárins. Hinar finnsku kynbætur miða að því að skapa þrennskonar fé með tilliti til ullarinnar: Fé með fína ull til vefnaðarvöru- framleiðslu í verksmiðjum, fé með áferðarfallega og breyti- lega ull til heimilisiðnaðar og fé, sem gefur af sér „loðskinn", hliðstætt karakulfé. í öllum þessum greinum hafa finnsk kynbótabú náð mikilsverðum á- rangri, án blöndunar við erlend fjárkyn. Er þess sérstaklega get- ið, að finnsk „gæruskinn" séu nú framleidd í stórum stíl og þýðingarmikil útflutningsvara, einkum af gráu fé. Finnskt fé er fremur ullarlítið, segir höf. En á einstökum kynbótabúum hefir tekizt að auka ullina til mikilla muna á skömmum tíma. Þannig er frá því sagt, að á kynbótabúinu, sem finnska rík- ið eigi nálægt Tammerfors, hafi meðalullin vaxið um 1 kg. á 4 árum og sé nú 2,3 kg. að meðal- TtMlM, fimmÉntlaginn 17. nóv. 1938 Verð loðdýra (Framhald af 2. síðu.) Refur, sem hefir aðallega selt minka hér á landi undanfarið, selur þríóið á kr. 450 í ár, og hefir aldrei selt á hærra verði. Dýrustu teg. minka, eru og hafa verið í útlöndum um kr. 2000.00 þríó. Örfá þríó hafa verið keypt inn í landið af þessum dýrustu tegundum. Virðist vera, að þeir, sem keypt hafa frá útlöndum fyrir kr. 2000,00 þríóið, séu vel að því komnir, ef þeir hafa valin dýr að selja, að fá svipað verð. Ég veit ekki hvort á að skilja ummæli greinarhöf. um þá, er hafa komið búum sínum á traustan grunn með lífdýrasölu og getað stækkað þau, þannig, að honum þyki það ekkert sér- lega ánægjulegt. En mér er það hið mesta gleðiefni. Ég lít svo á, að því fleiri loðdýrabú í land- inu, sem koma undir sig föstum fótum, og komast á tryggan fjárhagslegan grundvöll, — jafnvel þótt það sé með lífdýra- sölu —, því betra. Lífdýrasalan hefir á undanförnum árum skipzt milli allra loðdýrabúa í landinu, sem hafa viljað selja, eða haft eitthvað að selja, af nothæfum loðdýrum. Á síðast- liðnu ári munu ísl. loðdýraeig- endur hafa haft í tekjur sam- anlagt af búum sínum nálægt (4 milljón krónur. Það er að vísu ekki há upphæð, en íslenzkan landbúnað munar um minna. 28. október 1938. Beztu kolin Síniar: 1964 og 4017. Skíðakappinn skáldsaga eiiir M. FÖNHUS, í þýðimgu Gunaars Andrew er komin í bókaverzlanirnar. — VIRGINIA Giacœttwi NÝ BÓK: Þorbergur Þorleifsson. tali af kind. Á þessu búi eru 100 kindur. í þessu sambandi minnir höf- undur á það, að merino-féð í Ástralíu hafi fyrir 100 árum gefið af sér 2 kg. af ull að með- altali kindin, en nú séu í Ástra- líu 106 milljónir sauðfjár, sem gefi af sér 4 y2 kg. af ull, hver kind, árlega. Þetta hefir náðst með kynbótum á löngum tíma. En höf. telur fulla ástæðu til að gera sér vonir um, að einnig hjá hinum norræna fjárstofni megi ná miklum árangri í þessa átt, ef rækt sé lögð við að þroska hina sömu eiginleika. Um árangur með tilliti til kjötgæða ræðir höf. ekki sér- staklega. En frá öðru segir hann, sem mörgum mun þykja fróð- legt. En það er sú mikla frjó- semi, sem fyrirfinnst í finnska sauðfjárstofninum og nú er lögð stund á að viðhalda og auka. Á kynbótabúum þeim, er höf. heimsótti, sá hann mjög margar ær með 3, 4 og 5 lömb- um. Á einu búi, sem hann til- greinir, og þar sem sérstök á- herzla hefir verið lögð á að ala upp ær, sem eigi mörg lömb, var meðal lambafjöldinn 3 y2 á hverja á, sem svarar til þess, að helmingurinn af ánum hefði verið með 3 lömbum og hinn helmingurinn með 4. Ein ær átti vorið 1937 sex lömb og skilaði þeim öllum heim um haustið með samtals 213V2 kg. kg. þunga í lifandi vigt. Þyngsti dilkurinn vóg 40 kg., tveir vógu 37y2 kg., einn 33y2 kg. og hinir tveir 32 y2 kg. Önnur ær á sama búi skilaði 5 dilkum, er samtals vógu 169 kg. Verð á kynbótafé í Finnlandi fer mjög eftir því, hversu frjó- semin hefir reynst mikil í ætt- inni. Engin ær er skráð í ætt- artölubók nema hún sé a. m. k. þrílembingur, segir höf. Og verðlaun á hrútasýningum eru mjög miðuð við það, hve mæður hrútanna hafa verið afkasta- miklar í þessu efni. Eins og gef- ur að skilja, eru ærnar ágætar mjólkurær. Þessi mikla frjösemi fjár- stofnsins finnska og ræktun hennar hefir eins og gefur að skilja alveg sérstaka þýðingu fyrir afkomumöguleika sauð- fjárbúskaparins þar í landi. í greinarlok víkur höf. að sauðfjárrækt og sauðfjárkyn- bótum í heimalandi sínu: Nor- egi. Hann bendir á,að Norðmenn hafi gert margar tilraunir með blöndun við erlenda fjárstofna og með misjöfnum árangri. En því ekki að fara að dæmi Finna, segir hann, og gera sér far um að rækta og fullkomna það, sem í hinum norræna fjárstofni býr. Sá stofn er hér landvanur og veðurvanur, um aldaraðir, seg- ir hann. Ef til vill gætum vér íslend- ingar líka lært eitthvað af fjár- rækt Finnlendinga og kynbóta- tilraunum. Hver veit? Ávalt lægst verð Dömutöskur, leður, frá 10.00 Bamatöskur frá 1.00 Spil „Lombre“ Sjálfblekungar Sjálfblekungasett Perlufestar Nælur Dúkkuhöfuð Matardiskar Bollapör K. EINARSSON & BJÖRNSSON Bankastræti 11. % - Kaup og sala - UUarefni og silkl, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sfmi 2744. Þórunn Magnúsdóttír: JLíf annara BÓKAVERZLUNIN MÍMIR H.F. AUSTURSTRÆTI 1 — SÍMI 1336. NÝ BARNABÓK: Fugliim segir — eftir Jóhannes úr Kötlum. Nýjasta barnabók hins vinsæla höfundar. Bókin er skreytt mörgum prýði- legum myndum. Verð í bandi kr. 2.00. Bókaverzlimin Heimskringla h.f. Laugaveg 38. Sími 5055. Vinnið ötullega fyrir Tímann. 108 Andreas Poltzer: 134 stigaþrep, dró hún ekki andann hrað- ar en áður. Hún þurfti ekki að kveikja ljós, til þess að opna dyrnar hjá sér heldur. Það var ekki fyrr en hún hafði lokað hurð- inni á eftir sér, að hún kveikti í her- berginu. Þessi litla kytra, sem hún var í, mun hafa verið ætluð fyrir vinnukonuher- bergi, þegar húsið var byggt. Stór skápur tók nærri því helming húsrýmisins. Auk hans var þarna í herberginu snyrtiborð, eins og maður sér í búningsklefum leik- kvenna. Ljóshærða stúlkan fór úr loðkápunni. Hún hengdi hana inn í skápinn, en þar voru fyrir tylftir af kjólum og kápum. Margt af þessum fatnaði var hið furðu- legasta útlits og virtist alls ekki eiga heima i skáp ungrar tískukonu. Hún fór nú að snyrtiborðinu og lét fallast niður á stólinn. Cigarettuaskja lá þar innan um alla smyrslabaukana. Unga stúlkan tók sér cigarettu úr öskj- unni og kveikti í. Herbergið fylltist af reyk með einkennilegum ilm. Einhver einkennileg og sjaldgæf ilmolía hlaut að hafa verið sett í tóbakið. Hún greip í hárkolluna sína, með ci- garettuna milli tannanna. Á næsta augnabliki lá hún á borðinu. Og nú var Patricia 105 hárið væri í raun og veru ungfrú Brad- ford, myndi hún vera vör um sig, þegar hún vissi, að hún hefði vakið grun Whin- stones fulltrúa. Whinstone fulltrúi svipaðist um kring- um sig. Þarna var símaskáli rétt hjá, og það gerði honum hægara fyrir. Hann hringdi til Scotland Yard og tveimur mínútum síðar hafði hann fengið upp- lýsingar um heimilisfang ungfrú Brad- ford. Hún átti heima í York Terrace 74 B. Sú gata er skammt frá Regent Park, fyrir handan Marylebone Road. Meðan Whinstone var að síma, hafði hann haft auga á Old Man’s Club. Á horni Jermyn Street og York Street stöðvaði hann leiguvagn. Þegar hann steig inn í vagninn, hafði ljóshærða stúlkan ekki enn komið út úr klúbbnum. — Akið með mig tii York Terrace. Far- ið um Bond Street og Wimpoole Street og akið eins hart og þér getið! Þér skuluð fá góð ómakslaun. Bifreiðarstjórinn lét ekki segja sér þetta tvisvar. Whinstone komst í York Terrace á örstuttum tíma. Hann kom sér fyrir í húshliði í skugga, beint á móti nr. 74 B. Það var súld og kuldi þessa vetrarnótt, en Whinestone strengdi þess heit að bíða fram á morg- un, ef þörf gerðist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.