Tíminn - 19.11.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.11.1938, Blaðsíða 3
TÍMHViy, langardaginn 19. nóv. 1938 68. blað B Æ K U R Um bindindisfræðslu. Hand- bók fyrir kennara. Gefin út af fræðslumálastjórninni. Lög mæla svo fyrir, að fræðsla um áhrif og skaðsemi áfengis og tóbaks skuli fara fram í öllum skólum landsins, sem styrks njóta frá því opin- bera. í tilefni af því hefir verið gefin út reglugerð um bindind- isfræðslu, þar sem m. a. er mælt svo fyrir, að kennurum skuli séð fyrir handbók til þess að styðjast við í þessum efnum. Með þessari bók er reynt að fullnægja þessu ákvæði. Öllum hlýtur að vera það lj óst, að áfengisneyzla, eins og nú stendur, er þjóðarböl og mik- ill þröskuldur í vegi fyrir jafnt andlegri sem efnalegri menn- ingu. Bezta ráðið til þess að auka og tryggja bindindissemi meðal þjóðarinnar, er fræðsla, þekking á eðli og afleiðingum þeirra nautna, sem hér er um að ræða. Hér er því um mjög mik- ilsvert uppeldismál að ræða, og það hlýtur að verða hlutverk skólanna að gera sitt til að veita því úrlausn. Því má ekki gleyma, að í þessum efnum geta uppeld- isáhrifin algerlega gert út um gæfu og framtíð einstaklingsins. Sólargeislinn hans og fleiri sögur, eftir Guðrúnu Lárus- dóttur. Nýlega exu komnar út nokkr- ar smásögur eftir Guðrúnu Lár- usdóttur, og hefir sonur hennar, Lárus Sigurbjörnsson, búið undir prentun. í bókinni eru alls níu smásögur, lipurlega skrif- aðar. Eru þær einkum ætlaðar unglingum. Nýtt vikublað. Vikan heitir blað, sem er' að byxja að koma út um þessar mundir. Það á að koma út einu sinni í viku og er eingöngu ætl- að til skemmtunar og fróðleiks. Blaðið er í svipuðu broti og Fálkinn, 24 síður að stærð og myndum prýtt. Ritstjóri blaðs- ins er Sigurður Benediktsson. Útvarpstíðindi. Fyrir nokkru síðan hóf nýtt blað, er nefnt er útvarpstíð- indi, göngu sína. Birtist þar dagskrá útvarpsins með all- löngum fyrirvara og myndir, bæði teiknimyndir og ljósmynd- ir, af ýmsum þeim, er fram koma í útvarpinu. Kemur 5. tölublaðið út nú um helgina. HEIMIUIÐ V ær ðarvoðir. Það gefur jafnan góða hug- mynd um hlýleika á heimilinu því, þar sem værðarvoð (á- breiða) liggur samanbrotin á legubekknum. Margar konur hafa það fyrir ígripavinnu, að hekla eða prjóna værðarvoðir. Er hún þá oftast höfð í smástykkjum, sem sett eru saman á eftir. Sé þetta haglega gert, getur hún orðið falleg og hlýleg. En handavinn- an er alltaf tímafrek, og er því aðeins fyrir þær konur, sem hafa nægan tíma. Þær, sem lítinn tíma hafa, verða oftast að láta sig vanta þessi þægindi, eða hafa önunr ráð. Þar sem prjónavél er til á heimilinu, er auðvelt að efna sér til værðarvoðar með því að prjóna hana í vélinni. Má þá prjóna hana úr eingirni, tvinn- uðu eða þrinnuðu bandi og jafnvel lopa. Reynast þær mjög góðar úr einföldu reyrðu bandi annað borðið og prjónaður lopi í fóður. Værðarvoð úr eingirni og lopa. í hana þarf gróft eingirni, spunnið úr tvöföldum lopa. Hespurnar reyrðar og litaðar, úr þeim lit, sem valinn er: gráum, brúnum, bláum eða rauðum, 1 kg. af þessu bandi mun oftast nóg. Þegar bandið er tilbúið, skal prjóna það með sléttu prjóni. Sé vélin breið, t. d. 140 nálar á kamb, er sú breidd, sem fæst með því að prjóna fullan hring, nægileg breidd á röðina, en í mjórri vél verður að prjóna fleiri lengjur og sauma þær saman. Lengd voðarinnar þarf að vera tveir metrar. Lopinn er prjónaður í öðru lagi einnig með sléttu prjóni, einfaldur eða tvöfaldur eftir grófleika. Þessi hringur prjón- aður úr lopa, þarf að vera 2(4 m. á lengd, er þæfður, þar til hann er ekki orðinn nema 2 m. Þá er hann klipptur sundur eftir endilöngu og pressaður. Ytra borð voðarinnar úr band- inu er tekið og pressað vand- lega. Síðan lagt á stórt borð, eða vel hreint gólf, og lopaborðið þrætt vandlega undir. Þá er lagt inn af jöðrunum á ytra borðinu, og lagt niður við fóðrið úr lopanum. Voðin press- uð, og er þá fullgerð. Þessar voðir eru einnig ágæt- ar til notkunar í ferðalögum, í bifreiðum og á skipum. J. S. L. HÚS fer á mánudagskvöld 21. nóvember vestur og norður. Annast kaup og sölu verðbréfa. Skiptaíundur í dánar- og félagsbúi Bjarna Þórðarsonar og Þóreyjar Páls- dóttur frá Reykhólum, verður haldinn á skrifstofu embættis- ins í Hafnarfirði, föstudaginn 25. nóvember n. k., og hefst kl. 1.30 síðdegis. Skiftaráðandinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 17. nóvember 1938. Bergur Jónsson. ÚTSÖLUMENN TÍMANS Munlð að gera skll til iiuilieimtu blaðsius í Reykjavík fyrir ára- mótin. Iimlieimtuineim út um Útbreiðið TÍMANN Nýtízku steinhús til sölu. Upplýsingar gefur Haraldur Guðmundsson, Hafnarstr. 15. Sími 5415 og 5411 heima. land ættu einnig að senda skilagrein sem fyrst. ur á ströndinni, í Southampton, sem stendur nokkru hærra, og er aðsetur fjölda milljónamær- inga, afmáðu fjallháar öldur forkunnar vönduð baðskýli og bleyttu í rándýrum sumarhöll- um en brutu aðrar. Helminginn af stórkostlegum álmtrjám, sem mynduðu fræg laufbogagöng, mölvaði bylurinn eins og eld- spýtur. Þó varð þar lítið mann- tjón. En þar fyrir austan var aftur verra, í East Hampton og Bridgehampton. Stórir trjábol- ir kolmuldu nafntogað gistihús og járnbrautarstöðinni senti veðrið þvert yfir brautartein- ana. Úti við Montaukhöfða jarðvarpaði bylur radiovita, 190 feta háum, endilöngum. Bátar fiskimanna fóru í spón og kof- arnir möluðust mélinu smærra. í Greenport slóðadró fárviðrið skipasmíðastöðvarnar og svipti m. a. gersamlega þakinu af stóru kvikmyndahúsi fullu á- horfenda. Meðan sunnanofsinn vann þetta austan við sveipmiðjuna, var sömu fréttir að herma vest- an við hana, nema að þar stóð hann á norðan og norðaustan, svo að mannvirki á suðurströnd Langeyjar bárust alveg á haf út. Allir vegir voru í kafi og allt Nassau-hérað með sínum 300 þús. íbúum, í svartamyrkri, vestur að Brooklyn, sem ásamt New-York sjálfri var í myrkri í klukkutíma. Þar var vindur mikið vægari, en fór þó í ein- staka kasti upp í 190 km. á klukkustund. Allra óskaplegast er þó talið að veðrið hafi orðið, er yfir Langeyjarsund kom, við strend- ur Nýja Englands-ríkjanna. Við stjörnuturninn fræga, við Har- vardháskóla, nálægt Boston, var í hrinunum mældur 300 kíló- metra vindhraði á klukku- stund, eða 83 metrar á sek- úndu*). í Bridgeport, New Ha- ven og New London, keyrðu öld- ur og ofsi báta og skip upp á stræti og hafnarstöðvar járn- brautanna. Boston hraðlestin varð að skófla heilu húsi af brautarteinum og slapp svo naumt af stöðinni, gegnum vatnselginn, sem gróf undan teinunum, að hún varð að skilja alla vagna eftir nema einn, og þó að gösla hálf í kafi með dræsu af föllnum símastauruip, flæktum í vírunum. Þjálfunar- skipi sjóliðsforingjaefna hvolfdi í New London; og kom þá upp eldur í því, sem kveikti í borginni svo að stórbruni varð af. Og Mrs. Helen E. Lewis, nafnkenndux stjórnmálaskörungur, sem repú- blikanar höfðu tilnefnt sem for- sætisráðherra Connecticut-ríkis, fórst ásamt manni sínum, er sjórinn tók út hús þeirra. Við lónaströnd Rhode Island- ríkis varð manntjónið einna óg- urlegast. Tugir manna, sem leit- að höfðu hælis á hæstu sand- hólunum við Watch Hill, Wester- ley og Charlestown, hurfu í löðr- ið, eftir því sem það sleikti í sig rifin og hólana og skapaði sér *) Fárviðri, 12 vindstig, er talið þegar vindhraðinn nær 30 metrum á sekúndu. á fáum klukkustundum alveg nýja strönd. Afar rammgervan Ijósvita, Lindaklettsvita, brutu holskeflurnar á Júdithar-tanga og annan álíka traustan á Pru- dence eyju; missti vitavörður- inn þar konu sína og son. Smáþorpið Charlestown var með öllu afmáð af jörðunni, og á Jamestown-eyju, rétt hjá, drukknuðu 7 börn í strætisvagni. Milljónamæringanýlendan í Newport, á sjálfri Rhode-eyju, beið langt um meira afhroð en félagar þeirra í Southampton, bæði í eignatjóni og manntjóni. Sumstaðar komust þeir ekki einu sinni í bílum undan hafinu. Við undirbúning kirkjusamkomu drukknuðu tíu húsmæður í einni kirkjunni. Við Narragansettflóa var ógurlegt um að litast, er fellibyluTinn æddi norður fló- ann. í Providence varð allsherjar straumrof, svo að öll borgin var í kolamyrkri meðan sem hæst stóð óveðrið. 300,000 teningsfeta gasgeymir sprakk i loft upp; kirkjuturn brotnaði af, og odd- stakkst gegnum þakið ofan í kirkjugólf o. s. frv. Á æðisganginum um Ný-Eng- lands-ríkin nyrðri og norður fyr- ir Montrea'l, eyðilagði fellibylur- inn flest sem fyrir varð; korn- ekrur og aldingarðar, símstaurar og auglýsingaspjöld, girðingar og byggingar, allt var jafnað við jörðu. Þar fylgdi með honum of- boðslegt regn, ofan á 3 daga venjulega haustrigningu, svo að ekkert fékk staðizt. í Hart- ford hækkaði um 36 fet í Con- (Framh. á 4. síöu.) 271 Hljóðfæraverkstæði Pálmars Isólfssonar, Sími 4926. Óðinsg. 8. Allar viðgerðir á píanoum og orgelum. Framleiðir ný píanó. Kaupir og selur notuð hljóðfæri. TRÚLOFUNARHRINGAR, sem æfilán fylgir, sendir gegn póst- kröfu, hvert á land, sem er. — Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. - Kaup og sala - Ullarefni og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. sem vagiiiim yöar er gamall eða nýr, Iivort sem hann er Ford, Ckrysler eða af hvaða gerð sem er, þá er víst, að Gargoyle Mobiloil býður yður 6 afbragðs kosti. Allt frá fyrstu byrjun bifreiðasmíða liafa verkfræð- ingar Vacuum Oil Co. framleitt sérstaka smurningsolíu fyrir bverja nýja bifreiðateg- und, sem komið hefir á markaðinn. Þess vegna fylgir GARGOYLE MOBIUOIL allt af þróun tækniimar. Jafn-gömul fyrstu bifreiðinni. Jafn-ný síðustu gerðinni. Fæst víð alla ‘BF-benzíngeyma á landínu. Aubveldari gangsetnlng 4 «nilll olíuskift V4ST Gargtoyle COMPANY «g#S MobiloÍI Olíuverzlun Islands h. f. Aðalsalar á íslandi. 112 Andreas Poltzer: ljós, dró tjaldið ofurlítið til hliðar og gægðist varlega út. Jafnvel þótt Whinstone fulltrúi stæði í skugga, þá sá hún hann samt. Það kom háðsbros á varirnar á henni. Hún dró tjaldið vandlega fyrir gluggann og gekk frá honum. Hún háttaði í myrkri og tuttugu mínútum síð'ar lá hún í djúpum, draumlausum svefni. * * * Whinstone fulltrúi var í versta skapi, enda hafði hann fulla ástæðu til þess. Hann kom ekki í Scotland Yard fyrr en undir hádegi og hafði ekki fengið nema fárra tíma svefn. Hann hafði staðið á verði við húsið í York Terrace alla nótt- ina og eini árangurinn af því var sá, að hann sá Alice Bradford koma út úr hús- inu snemma um morguninn, látlaust klædda og að því er virtist vel útsofna, og trítla fram götuna á leið til vinnu sinnar. Whinstone var nauðugur einn kostur að fara heim og reyna að bæta sér upp ofurlítið af nætursvefninum sem hann hafði misst. Philip þjónn setti upp um- vöndunarsvip er hann sá húsbóndann. Því að Philip var maður mjög siðavand- ur, og fannst það ósæmilegt af hús- bóndanum að vera úti alla nóttina. Patricia 109 orðin dökkhærð yngismær úr þeirri ljós- hærðu. Svo flýtti hún sér að ná af sér farðanum. Fegurðin rýrnaði að mun, en stúlkan var mörgum árum unglegri eftir en áður. Andlitsdrættirnir skýrðust, og svipurinn varð skarpari en áður, ef til vill skarpari en góðu hófi gegndi á ungri stúlku, en hinn gáfulegasti. Hún fór úr skrautlega samkvæmis- kjólnum og skónum. Þegar hún lokaði skápnum aftur, var hún í grárri peysu og stuttu pilsi. Skórnir voru lághæla og með gúmmísólum. Og ofurlitla tösku hafði hún í ól um öxlina. Dökkhærða stúlkan slökkti á lampan- um og opnaði dyrnar. Hún læsti vandlega á eftir sér og flýtti sér að annarri hurð, sem ekki var læst. Hún var nú komin upp á hanabjálkann. Úr þakglugga sá í kald- an vetrarhimininn. Hún opnaði gluggann varlega — lam- irnar virtust vera vel smurðar, því að ekki heyrðist nokkurt hljóð — og vatt sér út á þakið, fim eins og köttur. Svo fetaði hún sig varlega áfram á þakhell- unni, sem var hál. Þakið á næsta húsi, sem stóð á horn- inu á Upper Harley Street og York Ter- race, var á að gizka hálfum öðrum meter lægra. Stúlkan renndi sér varlega niður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.