Tíminn - 19.11.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.11.1938, Blaðsíða 4
272 TÍMEVIV, langardaginn 19. nóv. 1938 68. blað Píus páfi 11. er 81 árs gamall. Hann hefir verið páfi slðan l febrúar 1922. Skírnarnafn hans er Am- brose Damien Achille Ratti. For- eldrar hans voru mjög fátœkir, en gátu þó styrkt hann til prestsmenntunar. Lagði Ratti einkum stund á kirkjusögu. Sök- um söguþekkingar sinnar fékk hann bráðlega góða bókavarðar- stöðu og óx síðan stöðugt í áliti. 1911 varð hann bókavörður l Va- tikaninu og nokkru síðar ráðu- nautur páfans í sögulegum efn- um. Fékk páfinn fljótt mikið álit á honum og 1918 fól hann hon- um það vandasama verk að skipuleggja kaþólsku kirkjuna i Póllandi. Gat Ratti sér mikla frœgð fyrir, hversu vel hann leysti það verk af hendi. Eftir heimkomuna var hann gerður erkibiskup og kardináli nokkru síðar. Á yngri árum var Ratti mikill íþróttamaður og var á timabili langbezti fjallgöngumaður ítala. Hann var m. a. fyrsti maður sem komst upp á Mont Blanc að sunnan og er sú leið upp á fjallið nú kennd við hann. Hann og Carlo bróðir hans voru einnig fyrstu mennvrnir, sem gengu Ítalíumegin upp á hinn svo- nefnda Dufourtind á Monte Rosa. Þóttu þetta einstæð afrek á sínum tíma. Píus páfi er talinn einhver frjálslyndasti páfinn, sem uppi hefir verið. Á síðari árum hefir hann oft átt í höggi við for- sprakka nazista og fasista, sem þrengt hafa kjör kirkjunnar á ýmsan hátt. Hann hefir enn- fremur barizt gegn Gyðingaof- sóknum og mótmœlt kynþátta- lögum þeim, sem Mussolini hefir nýlega sett í Ítalíu. * * * Drottningin í Egyptalandi fœddi dóttur í fyrradag og voru því mikil hátíðahöld í landinu í gœr. Ákvað rikisstjórnin m. a. að gefa hverju barni, sem fœdd- ist Egyptalandi í gœr eítt sterlingspund. Börnin voru alls um 1700. Þetta er fyrsta barnið, sem konungshjónin eignast, en þau eru bœði innan við tvitugt. tlli BÆIVTJM Skemmtikvöld Framsóknarmanna. í tilefni af heimkomu Jónasar Jóns- sonar efna Framsóknarfélögin í Reykajavík til fagnaðar að Hótel Borg næstkomandi miðvikudagskvöld. Jón- as er væntanlegur heim með Gull- fossi á þriðjudaginn. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson, altarisganga, kl. 2, séra Friðrik Hallgrímsson, barnaguðsþjónusta, kl. 5. séra Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkj- unni kl. 5, séra Sigurjón Guðjónsson. í Laugarnesskóla kl. 2, séra Garð- ar Svavarsson, kl. 10, barnaguðsþjón- usta. í Skerjafirði kl. 10. í Hafn- fjarðarkirkju kl 3, séra Garðar Þor- steinsson. Bazar systrafélagsins Alfa verður haldinn sunnudaginn 20. nóv. (á morgun) kl. 4 e. h. í Varðarhúsinu. . Lúðrasveit Reykjavíkur efnir til fjársöfnunar fyrir samskota- sjóð hinna eftirlifandi ættingja þeirra, er fórust með bv. Ólafi. Verður það gert á þann hátt, að sveitin leikur fyrir almenning kl 3 á morgun, en á meðan verða seld merki, sem kosta 50 aura, en að sjálfsögðu mega menn greiða meira. Eldsvoði. Síðdegis í gær varð laus á Ránar- götu 12 hér í bænum og er talið að kviknað hafi út frá rafmagnsofni. Slökkviliðið var kvatt á vettvang og tókst því að ráða niðurlögum eldsins. Allmiklar skemmdir urðu þó á íbúð Konráðs J. Kristinssonar póstmanns. Eyðilögðust innanstokksmunir í svefn- herbergi gersamlega, en í stofu skemmdust húsmunir mikið. Sömu- leiðis eyðilagðist allur fatnaður, er til- heyrði Konráði og fjölskyldu hans. Húsmunirnir voru lágt vátryggðir. Niðurjöfnunarnefndin. Á síðasta bæjarstjórnarfundi fór fram kosning á fjórum mönnum í niðurjöfnunarnefnd. Voru allir gömlu nefndarmennirnir endurkosnir, en það voru Gunnar Viðar og Sigurbjörn Þor- kelsson, kosnir af íhaldsmönnum, og Ingimar Jónsson og Jón Guðjónsson kosnir af sósíalistum. Fulltrúi Fram- sólcnarflokksins og fulltrúar kommún- ista í bæjarstjórn greiddu atkvæði með lista sósíalista og varð því hlutkesti milli annars manns sósíalista og þriðja manns íhaldslistans. Unnu sósíalistar hlutkestið. Skattstjórinn er fimmti maður í nefndinni. íhaldið mun hafa óskað eftir að kommúnistar greiddu atkvæði með sósíalistum að þessu sinni. þar sem það óskar ekki eftir meirahluta í nefndinni, vegna óvinsælda útsvar- anna. Gestir í bænum. Þórarinn Pétursson á Sandi á Snæ- fellsnesi, Sveinbjörn Einarsson bóndi í Heiðarbæ í Þingvallasveit. Þorsteinn Brynjólfsson bóndi í Berufirði í Reyk- hólasveit, Guðmundur Guðmundsson hreppstjóri í Stóra-Laugardal í Tálknafirði. Um gjaldeyrismál (Frh. af 2. síðu.) hitaveitulántaka), verður fyrst og fremst að einbeita öllum kröftum þjóðarinnar til þess að skapa næstu árin ennþá hag- stæðari verzlunarjöfnuð en ver- ið hefir undanfarið. Þetta verð- ur fullljóst, þegar þess er gætt, að við þurfum að mæta hinum beina halla á „duldu greiðslun- um“, afborgunum fastra lána ca. 4.5 millj. kr., og auk þess greiða árlega verulegar upp- hæðir til lúkningar gjaldfölln- um verzlunarskuldum. í framhaldi þessarar greinar verður minnst á möguleika til þess að ná þessu marki. Starf Skógræktarfélagsins. (Frh. af 1. síðu.) sínu umdæmi. Nýlega hefir verið stofnað skógræktarfélag fyrir Mýra- og Borgarfj arðar- sýslu. Má þess vænta að fleiri sýslufélög rísi upp á nsestunni og ungmennafélögin leggi enn meiri áherzlu á skógræktina en hingað til, því þar er vissulega um málefni að ræða, sem heyr- ir undir verksvið þeirra. Stjórn Skógræktarfélags ís- lands skipa nú: Árni Eylands f r amkvæmdast j óri (f ormaður), Maggi Júl. Magnús læknir, Hólmjárn J. Hólmjárn ráðu- nautur, Guðbrandur Magnús- son forstjóri og Guðmundur Marteinsson forstjóri. Erlcndar fréttlr. (Framhald af 1. síðu.) landi og sagt, að þær drægu úr friðarvonum þeim, sem skap- azt hefðu með Munchensætt- inni. Shetland er einn nánasti fylgismaður Chamberlains í ensku stjórninni. Verkamálaráðherra Banda- ríkjanna hefir skýrt frá því, að fyrir þingið verði lagðar tillög- ur um að veita 70 þús. flótta- mönnum frá Þýzkalandi land- vist í Bandaríkjunum á næsta ári. — Roosevelt forseti hefir framlengt um sex mánuði land- vistarleyfi um 15 þús. þýzkra og austurrískra flóttamanna í Bandaríkjunum. — Brezka stjórnin hefir í hyggju að gera ráðstafanir til þes að Gyðingar geti sezt að í nýlendum, m. a. í Tanganiyka, sem áður var eign Þjóðverja. Hermálaráðherra Bandaríkj- anna hefir tilkynnt, að fastaher- inn verði aukinn úr 400 þús. upp í eina millj. hermanna. Jafn- framt verði flugherinn stórauk- inn og muni hann hafa 9000 1. flokks flugvélum á að skipa innan fjögra mánaða. Áður hef- ir verið tilkynnt stórfelld aukn- ing flotans. Er auðséð að Banda- ríkjamenn ætla ekki að vígbú- ast minna en hin stórveldin. f H UUNIUIinUlfíUK Sjónleikur 1 3 þáttum, eftir W. A. SOMIN. Sýnlng á morgnn kl. 8. LÆKKAÐ VERÐ. Aðgöngumiðar á 1.50, 2.00, 2.50 og 3.00 á svölum verða seld- ir frá kl. 4 til 7 í dag. Börn fá ekki aðgang. Karlakór Iðnaðarmanna: Söngst|óri: Páll Halldórsson. Samsöngvar snnnndaginn 20. nóv- ember 1938. EEVSÖXGVARAR: Maríus Sölvason og Halldór Guðmnndsson. í Gamla Bíó í Reykjavík kl. 2.30 eftir hádegi. Aðgöngumiðar fást hjá Ey- mundsen og í Gamla Bíó eftir kl. 10 f. h. á sunnudag. í Flensborgarskólanum i Hafn- arfirði kl. 1.30 e. h. Aðgöngumiðar fást hjá V. Long í dag og á morgun (sunnu- dag) og eftir kl. 1 í Flensborgar- skólanum. Lægð yfir V.-Indíum (Framhald af 3. síðu.) necticutfljóti, og í Thamesárdal einangraði flóðið svo Norwich, að þangað varð að flytja mat og meðul í flugvélum, því að full vika leið, áður en nokkur leið var að koma samgöngum aftur í samt lag. í þessu æsiveðri er talið að meira en 600 manns hafi farizt. Manntjón hefir þó orðið enn meira stundum áður í samskonar sterkviðri, t. d. í fimm daga felli- bylnum 1928, þegar um 3000 manns fórust í Vestur-Indíum og á Flóridaskaga. En eignatjón mun varla nokkurn tíma hafa orðið jafn mikið af völdum of- viðrið sem nú. Er það metið til 2.250 milljón króna. * * * Þess er vert að geta að síðustu, að mestan karlmennskuorðstír við björgun virðist hafa getið sér maður, sem Bandaríkjablöð segja að heiti Arni Benedictson, norskur hússbryti hjá Mr. og Mrs. William Ottman yngri. Fer merkt blað um afrek hans þessum orðum: „Með vandfýsnustu rósemd bjargaði hann 23 manneskjum með því að parraka þær, þar á meðal greifafrú de Fontnou- velle (gifta aðalræðismanni Frakka) og ungbarn hennar, í Ottman húsinu, og veifaði hann laki frá húsþakinu eftir hjálp. Þegar veðrið var sem hvassast_ tjáði hann gestunum þetta: „Ég er viss um að veifan sást, en útlitið er býsna kvíð- vænlegt, svo að ég held að bezt sé að ég reyni að komast út og ná í hjálp frá meginlandi eyjar- innar“. Síðan barðist hann gegnum veðrið unz hann náði í þrjá röska drengi, sem hjálp- uðu honum að koma sínum litla hóp yfir brú, sem var að brotna, á öruggan stað“. Ég hefi endað hér með þessu dæmi um karlmennsku, — sem reyndar er ómögulegt að meta til fulls, nema fyrir þá sem í slíkt hafa komizt, en þeim ber öllum saman um, að ekkert sjúgi svo úr mönnum merg og blóð, eins og þessir æðistormar — ég hefi endað með því vegna þess, að ég hygg að þessi maður sé ekki Norðmaður. Þeir stafa ekki þetta fornafn svo, heima eða vestanhafs. Ég hygg að skírnar- nafnið sé Árni, og að maðurinn sé íslendingur og eigi marga góðkunningja hér í Reykjavík. S. H. f. H. Dansklábburinn Warum: Dansleíkur í K. R.-búsinu í KVÖLD. Báðar liinar róm- uðu bljómsveitir leika: Hljómsveit K. R.- hússins og kljómsveit Hótel tslands. Fylgið íjöldanum í K.R.-húsíð 110 Andreas Poltzer: Patricia 111 af brúninni. En laus þakhella við fót hennar komst á skrið. Hún var of sein á sér að grípa hana. Hellan rann ofan af þakinu og sprakk í mél á malbikaðri götunni, með miklum gauragangi. Stúlkan flýtti sér að leggjast flöt á þakið, svo»hún sæist síður. Þannig lá hún margar mínútur án þess að hreyfa Hún var í þann veginn að standa upp aftur, þegar hún heyrði háreysti neðan af götunni. í sama augnabliki greip hana skelfing, því að hún fann að hún missti fótfestunnar. Hún greip höndunum en festi ekki á neinu, sem hún gæti haldið sér í. Hún hljóðaði ekki, þrátt fyrir lífshætt- una, sem hún var stödd í. Hún sá, að það gæti sízt af öllu hjálpað henni út úr ó- göngunum. Hún rann á hálu þakinu nær og nær þakbrúninni og voðanum en reyndi að klóra fingrunum í helluna. Loks tókst henni að stöðva sig, hún fann að hún hætti að renna. Með dæmalausri varkárni fikraði hún sig þumlung fyrir þumlung upp þakflá- ann aftur, þangað til hún var komin á öruggan stað. Það hafði ekki verið nema hársbreidd milli hennar og dauðans! Hún hvíldi sig í tíu mínútur bak við reykháfinn. Nú fyrst tók hún eftir, að hún var vot af svita. Það var orðið hljótt aftur á götunni fyrir löngu, er hún hélt af stað frá reyk- háfnum. Þakið á tveimur næstu húsum var jafnhátt þaki hornhússins, svo að stúlkunni varð engin torfæra að því. Hún kom að þakglugga, sem stóð op- inn í hálfa gátt og opnaði hann alveg. Á næsta augnabliki stóð hún inni á háa- loftinu. Hún tók lykilinn úr vasa sínum og lauk upp háaloftsdyrunum og læsti þeim á eftir sér. Svo gekk hún eins og mús niður stig- ann. Á neðstu hæð staðnæmdist hún við íbúðardyr og lauk þeim upp með öðrum minni lykli. Nú var hún komin inn í dálítinn skála, einstaklega smekklega skipaðan hús- gögnum. Hún settist í hægindastól án þess að kveikja á ljósinu. Hún þreifaði fyrir sér á lágu borði við stólinn og fann þegar í stað cigarettuöskju og undir eins brá fyrir ljósi af eldspýtu í myrkrinu. Cigarettan var af sömu tegund og sú, sem hún hafði reykt í þakherberginu í Upper Harley Street. Hún kveikti í cigarettunni og stóð -upp. Á herberginu, sem hún kom inn í nú, vissi glugginn út að götunni. Hún gekk út að glugganum án þess að kveikja Bíóíu::an:nt: SAMKEPPXI OG ÁST (Donaumelodien) Symfóníuhljómsveit Búdapest- söngvamynd frá hinni bláu Donau og borg lífsgleðinnar, Budapest. Aðalhlutverkin leika: GEORG ALEXANDER MARIE ANDERGAST, og GRETT THEIMER. Symóníuhljómsveit Búdapest- borgar annast undirleik í mynd- inni. nýja bíó "ítKtrsvmwo STELLA DALLAS | ♦♦ Fögur og tilkomumikil amerísk stórmynd frá Uni- ted Artists, samkvæmt samnefndri sögu eftir Olive Higgins. Aðalhlutverkin leika: Barbara Stanwick, Anne Shirley, Alan Hale o. fl. Aukamynd: TÖFRASPEGILLINN Litskreytt Mickey Mouse teiknimynd. Smásöluverð á eftirtöldum tegundum af cigarettum má ekki vera hœrra en hér segir: Capstan Navy Cut Medium Players Navy Cut Medium Players Navy Cut Medium Gold Flake .............. May Blossom ............. Elephant ................ Commander................ Soussa .................. Melachrino nr. 25 ....... De Reszke, turks......... Do. virginia......... Teofani ................. Westminster Turkish A.A. . Derby ................... Lucky Strike............. Raleigh.................. Lloyd.................... 10 stk. pk. Kr. 1,00 pakkinn 10 1,00 — 20 1,90 — 20 1,85 — 20 1,70 — 10 0,75 — 20 1,50 — 20 1,70 — 20 1,70 — 20 1,70 — 20 1,60 — 20 1,70 — 20 1,70 — 10 1,00 — 20 1,60 — 20 1,60 — 10 0,70 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til út- sölustaðar. Tóbakseinkasala ríkisins. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Mðnrsuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Reykhús. — Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Ostar og smjör frú Mjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. BLIKKSMIÐJAIV GRETTIR Grettisgötu 18, Reykjavík. Sími 2406. Smíðar eftir pöntun:: Vatnskassa, olíubrúsa, ljósker og eldhúsáhöld í skip, þakrennur, þakglugga, rennujárn og allt, sem tilheyrir blikksmíði við húsa- byggingar. — Sent gegn póstkröfu um land allt. Vönduð vinna! — Fljót afgreiðsla! — Sanngjarnt verð! Fyfirliggjandi mikið úrval af Kápueinum ________ og Karlmannaíataefnum Verksmiðjuútsalan Gei'j ii ii - IOiiiiii Aðalstræti. Sígurður Olason & Egíll Sígurgeirsson MálflutníngsskriSstofa Austurstræti 3. — Sími 1712. Kopar HAFIÐ ÞÉR greitt andvirði yfirstand- andi árg. Tímans? Sé svo ekki, þá gerið það hið fyrsta. Gjálddagi var 1. júní síðastliðinn. keyptur í Landssmiðjunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.