Tíminn - 29.11.1938, Síða 1
22. árg.
Rcykjavík, þriðjudagiim 29. nóv. 1938
72. blað
Eimskipaíélagið leitar til-
boða um byggingu nýs skips
Það á að vera miklu stærra og hraðskreiðara
en eldri skip félagsins é
Stjórn Eimskipafélags ís-
lands hefir nú ákveðið að
leita tilboða um byggingu
nýs farþega- og flutninga-
skips. í greinargerð, sem
blaðinu hefir borizt . um
þetta frá félaginu, segir á
þessa leið:
„Svo sem kunnugt er, hefir
Eimskipafélag íslands undan-
farið verið að vinna að því að
smíðað yrði handa félaginu
farþega- og flutningaskip,
miklu stærra og hraðskreiðara
en þau skip, sem nú eru í för-
um milli íslands og útlanda.
Undirbúningi þessa máls er
nú það langt komið, að stjórn
Eimskipafélagsins hefir leitað
tilboða hjá 18 skipasmíða-
stöðvum á Norðurlöndum, í
Þýzkalandi, Hollandi, Frakk-
landi, ítaliu og Stóra-Bretlandi
og eiga tilboð að vera komin
fyrir 15. janúar næstkomandi.
Stærð skipsins á að vera sem
hér segir: lengd 320 fet, breidd
451/2 fet, dýpt 26y2 fet og djúp-
rista 16 fet. Til samanburðar
má geta þess, að „Gullfoss“ og
„Goðafoss" eru 230 fet að lengd,
en „Brúarfoss“ og „Dettifoss"
237 fet. Skipið verður mótorskip
með einni vél, 11 cylindra, með
5000 hestöflum.
Hraði skipsins í reynsluför,
með fullfermi af stykkjavöru
(% dw.), á að verða 17y2 míla
á vöku. Með þesari stærð skips-
ins og hraða í reynsluför er
gengið út frá að meðal sigl-
ingahraði þess á hafi, geti orð-
ið rúmlega 16 sjómílur á vöku.
Verður skipið þá rúma 2 sólar-
hringa milli Reykjavíkur og
Leith, rúman iy2 sólarhring
milli Leith og Kaupmanna-
hafnar, en beina leið milli
Reykjavíkur og Kaupmanna-
hafnar rúmlega 3 sólarhringa.
Á fyrsta farrými verður rúm
fyrir 112 farþega, á öðru far-
rými 60 og þriðja farrými 48.
— Skipið verður 3700 brúttó
smálestir. Frystirúm verður í
skipinu 30 þús. teningsfet, sem
nægir til að flytja 500 smálest-
ir af flökuðum fiski eða 17 þús.
skrokka af dilkakjöti.
Að því er snertir útvegun
gjaldeyris til skipakaupanna,
þá verður ekkert um það sagt
hver aðstaða félags vors verð-
ur í því efni fyr en séð verður
samkvæmt væntanlegum til-
boðum hinna erlendu skipa-
smíðastöðva, í hvaða landi
skipið verður smíðað. En rikis-
stjórnin hefir gjört það að
skilyrði fyrir tillögum til Al-
þingis um styrk til skipsins, að
slík lausn fáist á gjaldeyris-
hlið málsins, sem ríkisstjórn og
gjaldeyrisnefnd telja fram-
kvæmanlega."
Samvínnuútgerð
í Keílavík
Nýlega hefir verið stofnað
samvinnuútgerðarfélag í Kefla-
vík. Eru stofnendur 15. Stjórn
félagsins skipa: Danival Daní-
valsson (form.), Guðni Guð-
leifsson, Kristinn Jónsson, Jón
G. Pálsson og Haraldur Kr.
Magnússon.
Fyrirætlun félagsins er sú,
að reyna að eignast mótorbát
fyrir næstu síldarvertíð. Er
jafnvel gert ráð fyrir,að hægt
verði að byggja hann í Kefla-
vík.
Afstaða
r í kisst 3 órnar innar
Eins og fram kemur í grein-
argerð félagsins, hefir ríkis-
stjórnin sett það skilyrði fyrir
tillögum til Alþingis um styrk
til skipsins, að viðunandi lausn
fáist á gj aldeyrishlið málsins.
Er ráðgert að kaupverð skips-
ins vexði um 3.6 millj. kr. og
verður sú upphæð öll að greið-
ast í erlendum gjaldeyri. Sé
gert ráð fyrir að fengið yrði lán
með 51/2% vöxtum og jöfnum
afborgunum á átta árum yrði
greiðslan á fyrsta ári 648 þús.
kr„ en lækkaði síðan árlega um
24.750 kr. niður í 450 þús. kr.
Hinsvegar er í rekstraráætlun,
sem stjórn félagsins hefir látið
gera fyrir skipið, gert ráð fyrir,
að árlegar nettótekjur skipsins
í erlendum gjaldeyri verði ekki
nema 27 þús. kr.
Fáist sú lausn á gjaldeyris-
hlið málsins, sem ríkisstjórnin
og aðrir hlutaðeigandi aðilar
telja viðunandi, hefir hún lofað
(Framh. á 4. síðu)
NORSKU
SAMNINGARNIR
Tímanum hefir borizt eftir-
farandi tilkynning frá rikis-
stjórninni:
Samningaumleitunum þeim
milli íslands og Noregs, sem
hófust í Oslo þann 11. þ. m. var
lokið til bráðabirgða þann 26.
s. m. Seinna mun verða tekin
ákvörðun um hvort samninga-
umleitununum skuli haldið á-
fram, og þá væntanlega í Reyk-
javík í ársbyrjun 1939. Sam-
komulag hefir orðið um, að upp-
sagnarfrestur viðskiptasam-
komulagsins frá 1932 skuli
framlengdur um 3 mánuði, til 1.
marz 1939, þannig að það falli
úr gildi 1. júní sama ár.
Vigfús Guðmundsson í Borgarnesi,
sem er nýkominn í bæinn eftir sumar-
dvöl sína í Borgarfirði, hefir sagt Tím-
anum eftirfarandi fréttir þar ofan að:
Áfkoma manna í Borgarfirði er víða
sæmileg, þrátt fyrir hið stórkostlega
tjón, sem fjárpestin er búin að gera.
Kúaeign vex hröðum skrefum, hesta-
eign nokkuð og alifuglaeign og loðdýra.
Garðrækt er nú að koma upp við jarð-
hitann á nokkrum stöðum og gekk
einkanlega vel með tómatarækt síðast-
liðið sumar. Efnilegur garðyrkjumaður
fluttist að Deildartungu úr nágrenni
Reykjavíkur í haust og tekur einn ha.
lands á erfðafestu við hinn vatnsmikla
Deildartunguhver. Gerir hann ráð fyrir
að rækta garðávexti á því landi og tel-
ur það nógu stórt land til þess að gefa
af sér lífsuppeldi fyrir fjölskyldu sína.
Verði það rétt, myndi margt íbúa geta
lifað í Reykholtsdal, enda miklar líkur
til að sá dalur verði einhverntíma í
framtíðinni blómleg sveitaborg, al-
ræktaður milli fjallahlíða.
r t t
Á fjárpestinni — mæðiveikinni —
ber nú lítið, þar sem hún er búin að
vera lengst. Einstaka menn á því svæði
settu á fáein lömb í fyrrahaust og nú
í haust settu flestir bændur á þessum
slóðum á flest gimbrarlömb, er þeir
áttu. En þar sem mæðiveikin kom
seinna, drepst margt fé ennþá, svo sem
á Mýrunum, og í syðri dölunum. Eg
gat um í fyrra við Nýja dagblaðið, að
áberandi dæmi væru um það, hve
verjast mætti mæðiveikinni og nefndi
í því sambandi tvo bæi. Annar er Hris-
í Frakklandi fara nú verk-
föll stöðugt vaxandi og Lands-
samband verkalýðsfélaganna
hefir ákveðið að gangast fyrir
allsherjarverkfalli á morgun,
sem ná á til alls landsins. Er
efnt til þess í mótmælaskyni
við viðreisnarlöggjöf stjórnar-
innar.
Af hálfu stjórnarinnar hefir
verið ákveðið að láta hart mæta
hörðu, hafa herlið til taks á
öllum þýðingarmestu stöðum,
og hlutast til um að vinna falli
ekki niður við járnbrautir, póst
eða aðra opinbera starfrækslu.
Verða starfsmenn þessara
stofnana kvaddir til herþjón-
ustu, ef þeir ætla að leggja nið-
ur vinnu, og komast þeir þá
undir réfsiákvæði herlaganna,
ef þeir óhlýðnast.
Enn er of snemmt að spá
neinu um það, hvernig þessum
átökum lyktar. Hitt er víst, að
þau hafa úrslitaáhrif fyrir
framtið Frakklands. Verði ekki
nú hafin þar öflug barátta til
ar í Flókadal, sem einn allra bæja í
Reykholtsdalshreppi hefir varizt veik-
inni öll árin síðan hún byrjaði. En nú í
haust byrjaði mæðiveikin þar. Vörn
bóndans á Hrísum, Björns Sigurbjarn-
arsonar, hefir aðallega verið fólgin í
að reka aldrel aðkomukindur að með
sínu -fé og ef kindur hafa rekizt að frá
honum á öðrum bæjum, þá hefir hann
fargað þeim, án þess að taka þær
heim. Hann hefir enga girðingu haft
við að styðjast, en bær hans er fremur
afskekktur og hann sjálfur nærgætinn
og athugull. Hitt dæmið er frá Gull-
berastöðum. Bóndinn þar, Þorsteinn
Kristleifsson, hafði nokkru áður en
fjárpestin kom girt af beitiland sitt og
þar hefir fé hans jafnan gengið undan-
farin ár, þegar það hefir ekki verið í
húsi. Hjá honum hefir mæðiveikin
ekkert gert vart við sig og allt hans fé
er prýðilega hraust, en á næstu bæjum
allt umhverfis, hefir veikin gert hinn
mesta usla og á sumum bæjum, þar
sem var um 1—200 fjár, er nú ekki
eftir nema örfáar kindur. Þessi dæmi
eru lærdómsrík fyrir þá, sem lausir eru
ennþá við mæðiveikina í fé sínu.
t r r
Framkvæmdir hafa verið talsverðar
í Borgarfirði. Menn eru alltaf að
stækka og bæta tún sín, auka vegina,
bæta húsakynnin og koma á einka-
símum og útvarpstæki eru næstum á
hverjum bæ. Ný íbúðarhús voru reist
á þessum bæjum í sumar: Háhóli,
Litlu-Gröf, Króki, Síðumúla (hjá
Magnúsi Ásgeirssyni skáldi), Múlakoti
í Lundarreykjadal, Síðumúlaveggjum,
viöreisnar atvinnuvegunum og
fjárhagsafkomu ríkisins, hlýtur
sú þróun, sem verið hefir þar
undanfarin ár, að leiða til glöt-
unar og Frakkland að hverfa úr
tölu stórveldanna. Þess vegna
er sóknin gegn viðreisnarlög-
gjöfinni áköfust úr herbúðum
kommúnista. Það eru þeir, sem
gangast fyrir verkföllum. Þeir
gera 'sér von um að fullkomið
f j árhagslegt öngþveiti og
stjórnleysi geti hafið þá til
valda eins og raunin varð í
Rússlandi og minnstu munaði,
að yrði í Þýzkalandi líka. —
Sósíalistar, sem að vísu er stærri
flokkur, óttast svo atkvæða-
veiðar kommúnista, að þeir þora
ekki að taka afstöðu gegn eyði-
leggingarstefnu þeirra eins og
bræðraflokkar þeirra hafa gert
í Englandi og á Norðurlöndum.
Þeir dansa því hálfnauðugir
með og hjálpa til að auka á ó-
farir Frakklands á sama tíma,
sem völd nazismans fara vax-
andi í Evrópu.
Úlfsstöðum, Árdal og Stafholti. Þetta
eru flest einlyft, snotur steinhús. Að
Stærð og herbergjaskipun er yfirleitt
stór framför frá því, sem var fyrir fá-
um árum. Á Hvanneyri var skólahúsið
stórum endurbætt og eru þar nú 63
nemendur. í Reykholti var lengd aust-
uráima skólahússins og stækkuðu við
það að mun húsakynni skólans. Þar
eru nú um 100 nemendur. Hlöður og
fjós voru víða reist að nýju og margs-
konar endurbætur framkvæmdar á
eldri húsum. í Borgarnesi hefir mikið
verið reist af húsum. Var atvinna þar
mikil í sumar, en flestum virðist þó
þangað vera komið of margt fólk til
þess að fá störf við þá atvinnuvegi,
sem þar eru.
t r t
Kaupfélagið í Borgarnesi er nú að
verða — jafnvel meira en nokkru sinni
fyrr — sverð og skjöldur Borgfirðinga
í framsóknar- og lífsbaráttu þeirra.
Mjólkursamlag Kaupfélagsins hefir
verið hreinasti hjálparvættur bænd-
anna síðustu árin. í sumar reisti kaup-
félagið viðbótarbyggingu við mjólkur-
samlagshúsin, sem kostaði um 50 þús.
krónur. Var það ketilhús og ýmsar
breytingar í sambandi við það. En
stærstu framkvæmdir Kaupfélagsins í
sumar, voru þó frystihússbygging á
Brákarey. Ekkert frystihús hefir verið
í Borgarnesi undanfarið. Frystihús
kaupfélagsins kostaði með frystivélum
og öllu tilheyrandi um 130 þúsund kr.
Húsið tekur 1 forkæli og frystiklefa
1000—1200 kroppa í einu, en til geymslu
(Framh. á 4. síðu)
Viðreisnarlöggjöf Pauls Rey-
nauds, sem deilurnar standa nú
um, er í aðalatriðum þessi:
Framkvæmd laganna um 40
klst. vinnuviku verður frestað í
þrjú ár og hafa atvinnurek-
endur heimild til að hafa 50
klst. vinnuviku. í einstökum
iðngreinum má veita undan-
þágu með miklu lengri vinnu-
tíma, einkum þeim, sem vinna
að hernaðarframleiðslu. Sér-
stakur skattur leggst á allt
kaup, sem greitt er fyrir yfir-
vinnu, og nemur hann 10% af
upphæðinni. Þessum ráðstöfun-
um er einkum ætlað að örfa
framleiðsluna, því henni hefir
stórhrakað síðan 40 klst. vinnu-
vikan var tekin upp.
Jafnframt þessu eru sett ýms
ný lagaákvæði, sem stefna að
því að koma í veg fyrir verkföll.
Til að vinna gegn atvinnuleysi
unglinga verða stofnaðir mjög
margir vinnuskólar.
Margir beinir skattar eru
stórhækkaðir, einkum tekju-
skatturinn, sem hækkar um
30%. Tollar á vörum, eins og
tóbaki, áfengi, kaffi, sykri og
benzíni eru mjög mikið hækk-
aðir. Hinsvegar eru skattar
lækkaðir á nýjum atvinnufyr-
irtækjum og atvinnuvegirnir
fá ýmsar fleiri ívilnanir. Alls er
ráðgert að skatta- og tolla-
hækkanirnar auki tekjur ríkis-
ins um 10 milljarða franka.
Mörg útgjöld ríkisins eru
stórlega lækkuð, einkum em-
bættismannakostnaður. Þannig
er ráðgert að fækka starfs-
mönnum járnbrautanna um 40
þús. um næstu áramót og út-
vega þeim atvinnu við her-
gagnaframleiðsluna. Samtals
nema þessar útgj aldalækkanir
ríkissjóðs um 5 milljörðum
franka.
Auk þessa eru fjölmargar ráð-
stafanir, sem snerta bankamál,
verzlunarmál og önnur at-
vinnumál, en þau, sem hér eru
nefnd.
Aðrar fréttir.
Tvær kantónur (fylki) í
Sviss hafa ákveðið að engir
meðlimir kommúnistaflokks-
ins skuli hér eftir gegna störf-
um hjá því opinbera.
Pólverjar og Rússar hafa
nýlega gert með sér samninga
og þykja þeir benda til batn-
andi samvinnu milli þessara
rikja.
Chamberlain og Halifax munu
fara í heimsókn til Rómaborg-
ar skömmu eftir áramótin.
Herforingjaráð Jugóslavíu,
Rúmeníu, Grikklands og Tyrk-
lands hafa átt fund saman og
er ráðgert að efla hernaðar-
lega samvinnu þessara ríkja.
Anthony Eden fer eftir ára-
mótin í fyrirlestraferð til
Bandaríkjanna.
Síöastliðinn laugardag gekk
(Framh. á 4. slðu)
A KROSSGÖTUM
Nýir atvinnumöguleikar í Borgarfirði. — Mæðiveikin. — Húsabyggingar. —
Kaupfélagið í Borgarnesi. — Kjötþungi sláturdilka. — Inneignir bændanna.
Skemmtilegt ferðalag. -
A viðavangi
Aðalblað Sjálfstæðismanna
var nýlega að fimbulfamba um
óað, að fyrv. utanríkisráðherra
Breta, Anthony Eden, stæði
fyrir kommúnistiskum stríðs-
undirróðri í brezka ríkinu! En
ætli þeim væri ekki nær, bless-
uðum, að hugsa um „rauðu“
flatsængina sína á Norðfirði?
* * *
Fjármálaráðherrann birti ný-
lega hér í blaðinu ýtarlegt yf-
irlit um gj aldeyrismál, þar sem
sannað var með tölum, hvaða
gagn hefir orðið af innflutn-
mgshöftunum á síðustu árum:
Út af þessu segir Mbl., að með-
alinnflutningur áranna 1931—
34 sé heldur lægri en áranna
1935—37 og ályktar af því, að
minna gagn hafi orðið af höft-
unum 3 síðustu árin. Þetta er
mönnum ætlað að gleypa hrátt!
* * *
En ef athuguð er hin sundur-
liðaða skýrsla um vöruinn-
flutning, sem birt var í Tím-
anum, blasir við eftirfarandi
staðreynd: Innflutningurinn
1935—37 í þeim sjö vöruflokk-
um, sem höftunum aðallega
hefir verið beitt gegn, er að
meðaltali 7 millj. kr. á ári, en
var um 11 millj. kr. að meðal-
tali árin 1931—34, þó er verð-
'ag hærra síðari árin og eftir-
'purn meiri vegna minnkandi
birgða og fólksfjölgunar. Þessi
samanburður sannar glöggt, að
nú á síðustu árum hafa inn-
flutningshöftin haft mest á-
hrif.
* * *
Ástæðan til þess að heildar-
innflutningur hefir ekki lækk-
að stórkostlega er sú, að inn-
flutningsverðmæti kornvara,
byggingarvara, útgerðarvara,
rafmagnsvara, véla og fleiri
vara, sem innflutningshöftin
hafa yfirleitt ekki verið látin
ná til, hefir hækkað, sumpart
vegna verðhækkunar, sumpart
vegna þess, að á þessum síð-
ustu árum hefir verið byggður
upp mikill nýr atvinnurekstur,
þrátt fyrir aðsteðjandi örðug-
leika. (1931—33 lágu fram-
kvæmdir niðri að verulegu
leyti.) En myndi þjóðin hafa
þolað 4 millj. kr. viðbót á ári
við þann innflutning, sem ver-
ið hefir?
* * *
Gjaldeyrisörðugleikum þeim,
sem þjóðin nú á við að stríða,
hefir enginn lýst betur en fjár-
málaráðherrann hefir gert í
ræðu og riti. Enginn hefir gert
meira að því en hann að vara
við óeðlilegri bjartsýni og ó-
gætilegum ráðstöfunum. Eng-
inn hefir greinilegar en hann
bent á þörfina á því að auka
framleiðsluna og útflutninginn
til að bæta varanlega úr gjald-
eyriserfiðleikunum. En það, að
Mbl. og ísafold nú leggja Ey-
stein Jónsson í einelti öðrum
stjórnmálamönnum fremur, má
vera honum ánægjuefni. Harð-
ur andróður úr þeirri átt hefir
á seinni tímum verið vísasti
vegurinn til að auka traust og
álit þeirra, sem fyrir honum
hafa orðið. Enda viðurkenna nú
jafnvel margir flokksmenn Mbl.
hinn góða árangur af fjármála-
stjórn Eysteins Jónssonar.
* * *
Mbl. segir í „Reykjavíkurbréf-
um“: „— — Þegar aðalfram-
leiðsluvegur þjóðarinnar (þ. e.
sjávarútvegurinn) er orðinn
styrkþegi, þá er þess skammt að
bíða, að allt fari á höfuðið. Þá
er enginn tryggur grundvöllur
fyrir heilbrigðu fjármálalífi“.
Þessi ummæli verður að skilja
svo, að Mbl. sé á móti því, að
nokkur „styrkur“ verði veittur
til sjávarútvegsins, þar á með-
al styrknum til hinna nýju vél-
báta. Fer þá að verða lítið úr
hinni margrómuðu „vináttu".
* * *
Blöð Sjálfstæðisflokksins
tönnlast á því, að ríkisstjórnin
hafi hækkað kaup og gert þjóð-
(Framh. á 4. síðu)