Tíminn - 29.11.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.11.1938, Blaðsíða 3
72. blað TÍMIM, |>ri8.|ndaglim 29. nóv. 1938 287 HEIMILIÐ B Æ K U R Fjallagrös. Jóhann Sigvaldason frá Pjallagrös ættu að vera til á hverju heimili. Þau eru holl og nærandi fæða, og auk þess á- gætt læknislyf, bæði í kvefi og meltingarkvillum. Fólk, sem tekur sér skemmtiferðir á sumrum, ætti að gera meir að því en tíðkast hefir hingað til að safna grösum i heimili sín, mundi það heilsusamlegra og skemmtilegra en margt annað sem það tekur sér fyrir hendur. Þeir, sem eiga fjallagrös og kunna að nota þau, þurfa sjaldnar að fara í lyfjabúðir en þeir, sem vantar þau. Sé kuldi eða kvef á ferðinni, er heitt grasavatn með kandíssykri regluleg heilsuvernd, sé það drukkið að kvöldi dags, mun líka þekkt um allt land um ó- munatíð, en er nú víða að falla í gleymsku. Ennfremur eru fjallagrös mjög heilsusamleg og holl fæða þeim, sem hafa magakvilla, og vil ég láta hér eina litla fyrirsögn um Grasamjólk. 2 lítrar mjólk, 2 matskeiðar sykur, 1 stöng kanel, 1 troðinn bolli fjallagrös, 20 dropar sitrónolía, y2 teskeið salt. Fjallagrösin eru tínd, og þvegin vandlega, siðan hellt yf- ir þau sjóðandi vatni og látin standa til næsta dags. Mjólkin hituð ásamt kanelstönginni og látin sjóða. Þá er vatninu hellt af grösunum og þau sett út í mjólkina, og látin sjóða í 10 mínútur. Saltið og sykurinn sett út í, og öllu hellt upp í súpuskál. Sitrónolían sett út í skálina. Borin á borð vel heit með tvíbökum. Allt fram undir síðustu alda- mót var það föst regla norðan- lands að fara á grasafjall á vorin, var þá aflað grasa til ársins, og þótti ómissandi búsí- lag. Voru þau mest notuð í grasagrauta, sem borðaðir voru í skyrhræring og blönduð sam- an við mjölið í brauð og blóð- mör. Fólk af mörgum bæj- um sló sér saman og fór á grasafjall, með tjöld, vistir og rnarga hesta, bæði til reiðar og baggahesta undir grösin. Þess- ar ferðir tóku oft marga daga, og upp undir viku. Voru þær oft mjög eftirsóttar, jafnvel bæði af ungum og gömlum, og munu þá mörg æfintýri hafa gerzt, sem síðar urðu til frá- sagnar í rökkurstundum og á kvöldvökum, eins og t. d. æfin- týri skáldkonungsins Matthías- ar Jochumssonar i hinu góð- kunna leikriti hans Skugga- sveini. J. S. L. gjöld frá því sem nú er, má í Rvík greiða af því fé, er losnar, ef önnur þeirra stofnana, er nú annast hér miðlun vinnu, yrði lögð niður, enda engin skynsam. leg ástæða til að reka tvö fyrir- tæki hér. Sá maður, er falið verður að annast leiðsögn og miðlun vinnu til ungmenna, á einnig að vera þeim ráðunautur um val náms og æfistarfs. Ber honum að veita ungmennum og foreldrum þeirra ábyggilega fræðslu um: a) nám í hérlendum skólum, er veita al- menna framhaldsmenntun og sérmenntun, b) nám í iðnaði, iðju og öðrum atvinnugreinum þjóðarinnar, c) almenna at- vinnumöguleika fyrir ungmenni. Þá sé honum skylt, eigi sjaldn- ar en einu sinni á hverjum vetri, að vitja hvers barnaskóla og al- menns ungmenna- eða gagn- fræðaskóla í umdæmi sínu, og veita þar leiðsögu um þessi efni þeim nemendum, sem á kom- anda vori ljúka námi í skólanum. Skal hann og leita samstarfs við skólastjóra barnaskólanna og almennra ungmenna- eða gagn- fræðaskóla umdæmis síns, svo og skólalækna, lögreglustjóra og stofnun fyrir iðnsálarfræði (Psy_ koteknink) ef til er, um að veita nauðsynlegar upplýsingar um hæfileika, skapgerð, hegðun, lík- amlega hæfni og heilsufar nem- enda, er til hans leita um aðstoð eða leiðsögn. Við leiðsögn um val náms og miðlun vinnu, ber ætíð að leit- ast við að koma ungmenni til þess náms eða starfs, er það hef_ ir bezta hæfilega til, og líklegt er Brekkulæk: Ferðasaga Fritz Liebig. Höfundurinn, ungur barna- kennari, segir í bók þessari frá ýmsum æfintýrum, sem hann og nokkrir þýzkir félagar hans lentu í á ferð um Austurríki, Tékkó-Slóvakíu, Rúmeníu, Búl- garíu, Tyrkland, Litlu-Asíu, Grikkland og Ítalíu fyrir nokkr- um árum. Ferðin byrjaði þegar með nokkrum æfintýrabrag, því að vegabréf höfundarins hafði glatazt, og var það til bragðs tekið að láta hann hafa vega- bréf annars manns, er eigi þurfti að nota, og gekk hann síðan undir nafninu Fritz Iiebig. Mik- ill hluti leiðarinnar lá um hér- öð, þorp og borgir, sem fáir eða engir fslendingar hafa áður fót- um stigið, og eru margar lýs- ingar höfundar því talsvert ný- stárlegar. Hann bregður upp hverri myndinni af annarri, af mönnum, stöðum og atburðum, lífsvenjum og lifnaðarháttum. Frásögnin er skýr og lifandi. Höfundur er oft sérstaklega gamansamur, en lýsir jafnframt vel ýmsum átakanlegum þátt- um úr mannlegu lífi hjá þjóð- um þeim og þjóðabrotum, er byggja þessi lönd, víða í einum hrærigraut. Við því er auðvitað ekki að búast, að hér sé nein heildarlýsing þessara landa og þjóða; höfundur lýsir einungis því, sem hann hefir séð, en hann hefir haft augun vel opin og séð margt, og kann tökin á því, að láta aðra sjá það með sér. — Upphaflega mun hann hafa ætlazt til, að bók þessa yrði hægt að nota sem lesbók í efstu bekkjum barnaskóla, en líklega er hún heppilegri fyrir þroskaðri unglinga. Jón Baldvinsson — Minn- ing — Reykjavík 1938. Þetta minningarrit um Jón heitinn Baldvinsson er gefið út af Minningarsjóði Jóns Bald- vinssonar forseta, er stofnaður hefir verið af samherjum og vinum hins látna verklýðs- og stjórnmálaforingja. Ritið er rúml. 100 bls. í stóru broti og hafa frú Svafa Jónsdóttir og Halldór Halldórsson magister valið efni þess. Formaður Al- þýðuflokksins, Stefán Jóh. Stef- ánsson, ritar stuttan formála. Þá birtist niðurlagið á síðustu ræðu Jóns Baldvinssonar, er hann flutti á fundi í verka- mannafélaginu Dagsbrún 13. febr. sl. Næst kemur hið snjalla kvæði Sigurðar Einarssonar, er hann orkti um Jón Baldvinsson að orðið gæti þvi undirbúningur að framtíðarstarfi. Við útvegun sumarvinnu ber þó, — af heilbrigðisástæðum — að leitast við að fá sem flestum ungmennum, einkum þeim, sem eru á aldrinum 14—16 ára, úti- störf, helzt í sveit. En þar eð hér er gengið út frá þeim forsendum, er greinir i III. kafla, að hið opinbera sjái sér- hverju ungmenni fyrir aðstöðu til náms eða starfs, er geti veitt því hæfileg skilyrði til almenns þroska og heilbrigðs vinnuupp- eldis, þá er og réttmætt að krefj- ast þess að sérhverju ungmenni, að það neyti þessarar aðstöðu. Ef eigi, eða á meðan eigi er unnt að koma þeim að varanlegu námi eða vinnu, er megi verða þeim liður í undirbúningi að æfi- starfi, ætti þeim að vera skylt um stundarsakir, að taka þátt í því námi eða störfum, er hið opinbera efnir til í þessu skyni og reist sé á uppeldisgrundvelli, hvort sem það er verklegt nám í ungmenna. eða gagnfræðaskóla, vinnuskóli eða annað. Skylda þessi ætti að ná til allra ung- menna, er eiga stunda fast nám í minnst 3 stundir daglega, eða hafa fasta vinnu í minnst 5 st. á dag. Með þessari tilhögun er sneitt hjá því að taka upp almenna skólaskyldu urpfram það, sem nú er. í þess stað er sú leið farin, að freista fyrst allra möguleika til að koma sérhverju ungmenni að þeirri vinnu, eða því námi, er því hentar bezt og helzt mætti ætla, að orðið gæti því undirbún, ingur að æfistarfi. En þar eð svo mjög veltur á Sígurður Olason & Egill Sígurgeirsson Málflutningsskrífstofa Austurstræti 3. — Sími 1712. <J (^rðbréfabankij (; /vusturstr. 3 sími 3652 )anKtnn .Opió kl.11-12<x}í>-fo^ Annast kaup og sölu verðbréfa. TRÚLOFUNARHRINGAR, sem æfilán fylgir, sendir gegn póst- kröfu, hvert á land, sem er. — Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. Þérættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlnn Slgurðar Ólafssonar. ÚTSÖLUMENN TÍMANS Munið að gera skll tll innheimtu blaðsins í Itvík fyrlr áramótin. Innheimtnmenn át nm land ættn einnig áð senda skilagrein sem fyrst. látinn. Þar eru m. a. þessi eftir- minnilegu erindi: Ég vissi mann, sem öllum unni góðs, sem aldrei kvaddi röngu máli hljóðs, af djúpri hugð úr sárrar reynslu sjóði hann sagði fram sín gildu, þungu rök, sem kunni framar öllum öðrum tök við afrek þau, sem framin eru í hljóði, var rór í geði, glaður stríðs í harki, sem gaf sér tóm, en hélt þó beint að marki. Og falslaus, einörð mildi hins spaka manns, hún merkti göfgi hörku foringjans svo kappið hans varð falslaus, tigin festa; — allt fasið tjáði styrka ró og þrótt. Hann skygndist vítt og fór að engu ótt; að ending kaus hann jafnan ráðið bezta Svo vann hann af sér starfsins, stríðsins dag, en stærstur, beztur undir sólarlag, en þakkir starfsins, þyrnikransinn, fékk hann og þeirra laun, sem bera fólksins kross í ritinu er stutt æfiágrip eftir Halldór Halldórsson og fjöldi stuttra greina, er flestaT hafa birzt áður, eftir samstarfsmenn J. B. í Alþýðuflokknum og verk- lýðsfélögunum. Auk þess minn- ingargreinar ritaðar af mönn- um ur öðrum stjórnmálaflokk- um, þar á meðal grein Jónasar Jónssonar, hér í blaðinu. Þá eru ummæli erlendra blaða og stjórnmálamanna o. fl. um Jón Baldvinsson. Loks er ræða Sig- urðar Einarssonar í minningu Jóns Baldvinssonar 1. mai sl. Guðm. Hagalín á þarna líka prýðilegt kvæði með einkunnar- orðunum: „Ég hefi barið rauða- rokið frá Arnarnesi og inn fyrir Ögurhólma — og ekki gefizt upp“. En þessi orð segir skáldið, að Jón Baldvinsson hafi við sig mælt síðast hér í lífi. því fyrir ungmennin sjálf — og þjóðina í heild —. að ekkert þeirra, hvorki piltar né stúlkur, séu iðju- og athafnalaus á þess- um mikilvægu þroskaárum, frá 14—18 ára aldurs, verður þjóð- félagið að neyta réttar síns til að skylda iðjulaus eða iðjulítil ungmenni til skólanáms eða -starfs um stundarsakir, á með- an þau eigi hafa komizt að öðru föstu námi eða atvinnu. (Meira.) Luðvig Guðmundsson. Jörðin Akiirey í Vestur-Landeyjum fæst til kaups og ábúðar í næstu far- dögum. Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar Ár- mann Guðmundsson, Akurey. 1HWs/i VmGÍNIA CIGAREIIUH Slk. Pákkínn Ixþslcir KR-I-50 : T**Dti Fást / oflum v’erz/uftum. „Já, þetta er hinn rétti ilm- ur“, sagði Gunna, þegar Maja opnaði „Freyju“- kaffibætispakkann. „Nú geturðu verið viss um að fá gott kaffi, því að nú höfum við hinn rétta kaffi- bæti. Ég hefi sannfærzt um það eftir mikla reynslu að með því að nota kaffibætir- inn „Freyja“, fæst lang- bezta kaffið. Þið, sem enn ekki hafið reynt Freyjn- kaffihæti, ættuð að gera það sem fyrst, og þér ínunuð komast að sömu niður- stöðu og Maja. Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt Freyju-kaffibætir. 128 Andreas Poltzer: var mesti forkur. Bill sendill var hins- vegar hinn ódælasti og stóð uppi í hár- inu á frænku húsbónda síns. Þau voru óteljandi hrekkjabrögðin, sem stráknum hugkvæmdust, en af því að hann var svo séður, að ekki var hægt að hafa hendur í hári hans, og af því að hann gegndi starfi sínu sæmilega, hafði hann ekki enn verið rekinn úr vistinni. Annars hafði Violet oftast lag á að láta sluma í stráknum. Hlutlaus áhorfandi mundi hafa sagt, að hvorugu veitti betur. Þennan kalda vetrarmorgun hafði Pe- nelop Meager litið inn í búðina, en horfið svo á braut úr fjárhirzlu sinni og fengið frænku sinni veldissprotann. Violet hafði farið halloka fyrir strákn. um daginn áður og ætlaði nú að ná sér niðri. Rauðhærði prakkarinn hafði sem sé átt að kaupa fyrir hana farðaduft, en kom með flóaduft á hunda i staðinn, og sór og sárt við lagði, að það væri ekki sér að kenna, heldur afgreiðslumannin- um, sem hafði afhent það. Því miður tókst Violet ekki að koma fram hefndum um morguninn. Hún hafði læðzt varlega á tánum inn í geymsluna, sem var fyrir innan búðina og hafði von- azt eftir að standa strákinn að þvi að vera að lesa í einhverri óþverrabók, en af þeim hafði hann jafnan nóg, þó honum Patricia 125 Garricks tíð þá á þeim 155 árum, sem liðin eru síðan hann dó. Og einmitt þessvegna held ég, að þjóf- urinn geti ekki verið á hnotskóg eftir frumhandritinu að „Richard III.“ Þá verðum við að telja hann meiri kjána, en verk hans sýna að öðru leyti. Maður, sem varið hefir fimm árum til þess að stela þrettán arinhillum! Og í hvert skipti hefir þjófnaðurinn verið framinn þannig, að ekki fást nokkrar vísbending- ar til að fara eftir — nei, sir William, ég trúi ekki þessum manni til þess að gera sig sekan í svo mikilli flónsku! — Ég verð að vera yður sammála, Whinstone, því miður! Ég segi „því mið- ur“, vegna þess að ég vildi helzt, að þessi skuggavaldur væri að eltast við Shake- speare-handrit. — Hversvegna, sir William? — Vegna þess, að nú hefir maður ekk- ert að styðjast við. Eða hafið þér máske fundið ráðninguna á gátunni, Whinstone fulltrúi? Fulltrúinn hristi höfuðið. Sir William sat í þungum þönkum þangað til Duffy yfirfulltrúi kom inn og ónáðaði hann. Hann kom beina leið úr húsi Kingsley lávarðar. — Við náum aldrei í þennan mann fyr en hann hefir fundið Shakespeare-hand-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.