Tíminn - 29.11.1938, Qupperneq 2

Tíminn - 29.11.1938, Qupperneq 2
286 TÍMmN, |>riðjiu1agiiui 29. nóv. 1938 Atvínnuleysi æskumanna í kaupstöðum tandsins Hín „rauða'* ilatsæng Sjálf stæðísflokksins Eitt aðal árásarefni „breið- fylkingarinnar“ á hendur Framsóknarflokknum í síðustu kosningum var það, að Fram- sóknarmenn hefðu gert samn- ing við kommúnista um gagn- kvæman stuðning í kosningun- um. Skýrðu frambjóðendur Sj álfstæðisflokksins (og ísa- fold) svo frá, að sumstaðar ætluðu kommúnistar að kjósa frambj óðendur Framsóknar- flokksins en á öörum stöðum ættu Framsóknarmenn að kjósa kommúnistaframbjóðendur . — Svo mikils þótti við þurfa til að gera þessa tilhæfulausu sögu trúlega, að blöð Sjálfstæðis- flokksins birtu falsað bréf, sem átti að sýna, að slíkir samning- ar hefðu átt sér stað. Við rétt- arrannsókn út af falsbréfi þessu urðu ritstjórar ísafoldar að gjalti og gátu enga grein gert fyrir, hver bréf þetta hefði ritað né hvaðan það væri kom- ið! En eftir kosningar var sama söngnum áfram haldið. Þá var að vísu ómögulegt að halda því fram, að Framsóknarmenn í stæð í hugsun, gagnrýnin og hleypidómalítil, samanborið við það, sem víða er annarsstaðar. Trúarofstæki hefir lengst af átt hér örðugt uppdráttar. Og skólalærdómi vorum um, að forfeður vorir hafi verið kon- ungbornir menn og þjóðin því að vissu leyti aðalborin, er af flestum tekið sem ánægjulegu umtalsefni, en léttu á metunum í lífsbaráttunni. Auglýsinga- starfsemi um einstaka menn, hvort sem er á betra eða verra veg, hefir hér hvergi nærri haft sömu þýðingu í þá átt, sem til er ætlazt og í ýmsum öðrum löndum.. En svo virðist af málaflutn- ingi sumra stjórnmálaflokka nú upp á síðkastið, að ýmsir þeir, er að þeim málflutningi standa, séu farnir að trúa því, að þroski þjóðarinnar að þessu leyti muni nú vera í afturför frá því sem áður hefir verið. . Aðalblað stjórnarandstæð- inganna hér á landi hefir nú í sumar og haust gert það að einskonar einkunnarorðum fyr- ir skrifum sínum um landsmál, að „kreppan sé heimatilbúin vara“, þ. e. a. s. að örðugleikar þeir, sem íslenzkt atvinnulíf hefir átt við að búa undanfar- in ár, sé að kenna þeirri ríkis- stjórn, sem farið hefir með völd í landinu á þessum árum. Tilraunir til málaflutnings á þessa leið má vissulega skoða sem freklega móðgun við dóm- Rvík og á Akureyri hefðu kosið kommúnista, því að það sýndi sig, að fylgi Framsóknarflokks- ins hafði mikið vaxið á þessum stöðum. En í þess stað var þá fimbulfambað um það bæði í ísafold og fylgiblaði hennar („Framsókn"), að í ýmsum sveitakjördæmum hefðu kom- múnistaatkvæði ráðið úrslitum og komið að Framsóknarmönn- um. Um það er auðvitað ekk- ert hægt að segja, hvort eitt- hvað af fólki í sveitum, sem áður taldi sig fylgjandi kom- múnistum, hefir af óvild til „breiðfylkingarinnar," að þessu sinni greitt Framsóknarmönn- um atkvæði, enda er sumt ungt sveitafólk, sem svo stendur á um, alls ekki kommúnistiskt hugsandi, þó að það um eitt skeið hafi komið við í hinum „rauðu“ bæjardyrum á meðan lífsskoðanir þess voru að mót- ast. Hvað sem því líður, liggur það alveg ljóst fyrir við athug- un atkvæðatalnanna, að mögu- leikinn til þess að „kommún- istaatkvæði“ svokölluð hafi get- greind almennings á þessu landi. Ef íslenzka þjóðin væri and- lega skyld þeim þjóðum, þar sem pólitískur þroski og sjálf- stæð dómgreind stendur á lægstu stigi, mætti kannske fá hana til að samsinna því, að stjórnin gæti ráðið við fiski- göngur hafsins, viðskiptapóli- tík stórþjóðanna eða borgara- styrjaldir suður á Pyreneaskaga, að ógleymdum vetrarharðind- um, þurkaleysi eða fjárpestum í sveitum landsins. Þá væri líka ef til vill, að öðrum kosti, hægt að telja henni trú um, að allt- það, sem hér að framan er nefnt, hafi engin áhrif haft á afkomu atvinnuveganna, held- ur væri þar eingöngu um „ranga stjórnarstefnu“ að ræða eða „illvilja" þeirra manna, sem gleddust yfir því að sjá „fátæktina vaxa“. En gagnvart íslenzku þjóð- inni, eins og hún hefir verið og væntanlega einnig verður á komandi tímum, er svona boð- skapur þýðingarlaus. Hann er áreiðanlega hættulegri fyrir flytjendur hans en hina, sem honum er stefnt gegn. Og margur góður íslendingur mun það mæla, að ef slík erlend of- stækis málfærsla, ætti eftir að ná tökum á þjóðinni, þá væri tími til þess kominn fyrir land vort að „hníga í sjá“ eins og þjóðskáldið kvað fyrir 100 ár- um. að ráðið úrslitum á þennan veg, var ekki fyrir hendi í einu ein- asta kjördæmi. Slúðurburður íhaldsblaðanna um þetta efni er því löngu fallinn um sjálft sig. Þrátt fyrir það hefir þó hinu sama orðagjálfri um „makk“ Framsóknarflokksins við Kom- múnista verið áfram haldið. T. d. hefir verið mikið um það fimbulfambað, að Framsóknar- menn í Rvík skuli (eins og raunar margir Sjálfstæðis- menn þar í bæ) geta verið í sama kaupfélagi og kommún- istar! Af allri þessari viðleitni kem- ur það glöggt fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir viljað telja það pólitíska höfuðsynd að hafa samvinnu eða samstarf af nokkru tagi við kommún- ista. Það er raunar vitað, að þrátt fyrir allan vandlætingasvipinn í þessum efnum, hafa ráðandi menn Sjálfstæðisflokksins ekki verið mjög hörundssárir fyrir því, í vissum kringumstæðum, að umgangast hina „rauðu“ menn pólitískt með talsverðum hlýleika. Má í því sambandi minna á mjólkurverkfallið í Reykjavík 1935. En atburðir, sem gerzt hafa nú í haust og vetur, skera þó alveg úr í þessu efni og koma áreiðanlega fjölda manns mjög á óvart. Hér í blaðinu hefir áður ver- ið sagt frá allsherjar atkvæða- greiðslunni í verkamannafélag- inu Dagsbrún í Rvík nú á þessu hausti. í þessari atkvæða- greiðslu stóðu mikil átök milli Alþýðuflokksins annarsvegar en Kommúnista og flokksbrots Héðins Valdimarssonar hins- vegar. í þessari atkvæðagreiðslu stóðu Sjálfstæðismenn og Kommúnistar í félaginu alger- lega hlið við hlið. Og það var heldur ekki svo, að það væru bara Sjálfstæðis-verkamenn- irnir í Dagsbrún, sem fyndu það upp hjá sjálfum sér að taka þessa afstöðu. í báðum dag- blöðum Sjálfstæðisflokksins, Mbl. og Vísi, var birt áskorun til allra þeirra verkamanna, er Sj álfstæðisflokknum fylgdu, að kjósa meff Kommúnistum. Og Sjálfstæðismennirnir í Dags- brún hlýddu ráðandi mönnum flokksins. En þeirra atkvæði, atkvæffi Sjálfstæffismanna, réffu úrslitum og gáfu Kommúnist- um sigurinn. Eitt aðalatriðið, sem atkvæði var greitt um, var tilraun til að fara í kring um hina nýju vinnulöggjöf og gera verkfalls- hættuna meiri en ella. En einnig með þessu greiddu Sjálf- stæðismennirnir í Dagsbrún at- kvæði, eftir fyrirmælum frá hærri stöðum, og í bróðurlegri einingu með Kommúnistunum, ^gímtnn Þriðjudaginn 29. nóv. Stjórnmálaþroskí Það er kunnara en frá þurfi að segja, að almenn menntun þjóða og möguleikar til að kunna skil á opinberum málum er mjög misjöfn. í mörgum löndum, t. d. í suðurhluta Norð- urálfunnar, er menningará- stand þannig, að fjöldi manns — sumstaðar mikill meirihluti þjóðarinnar — er hvorki læs né skrifandi og fylgist því næsta lítið með því, sem gerist jafnvel í sínu heimalandi. Sum- staðar er lestur erlendra bóka og blaða að meira og minna leyti bannaður og jafnvel lagð- ar hömlur á, að hlustað sé á erlent útvarp. Þar sem svo stendur á, verður almenningur algerlega fákunnandi um margt, sem mestu máli skiptir annarsstaðar í heiminum, þótt hann að öðru leyti hafi öll menningarskilyrði til að geta fylgst með og skilið það, sem fram fer. Hinsvegar er það svo, enda almennt viðurkennt, að höfuð- skilyrði þess, að lýðræði geti notið sín og verið starfhæft, er einmitt það, að allur al- menningur hafi þekkingu og manndóm til að kynna sér í aðalatriðum það, sem fram fer á hverjum tíma og skapa sér skoðun um það byggða á eigin dómgreind, en ekki annara fyr- irsögn. Að ekki ráði trúgirni og tilfinningar afstöðu manna, heldur heilbrigð skynsemi og kunnugleiki á málefnum. Reynslan sýnir, að þar sem stjórnmálaþroski almennings eða sjálfstæði í skoðun er af skornum skammti, er hægt að fá þjóðirnar til að fallast á eða ákvarða hina furðulegustu hluti. Þar er hægt að telja stórum meirahluta heilla þjóða trú um, að öll tímanleg velferð andleg og líkamleg sé að þakka einum eða fáum mönnum, sem af forsjóninni séu sendir fólk- inu til hjálpar. Þar er hægt að sannfæra miðlungi mannaðar þjóðir eða varla það, um að þær séu skapaðar til að vera herrar jarðarinnar og heimsins ljós. Þar er hægt að láta fólk halda, að allt, sem aflaga fer, hvort sem er af utan að eða innan að komandi orsökum, sé að kenna mönnum af sérstöku ætterni eða með einhverja til- tekna stjórnmálaskoðun. Þar er jafnvel hægt — ef svo mætti að orði kveða — að æsa fólk upp til nokkurskonar mannfórna til árs og friðar að heiðnum sið. En í löndum, þar sem stjórn- málaþroski almennings stendur á háu stigi og fær að njóta sín óhindraður — þar er ekki hægt að gera neitt af þessu. Þar leit- ar almenningur hina raunveru- legu orsaka þess, sem vel fer eða illa. Þar greinir þjóðin á milli þess, sem af mannavöldum er og hins, sem er af völdum nátt- úruaflanna. Þar greinir þjóðin á milli þess, sem gerist af inn- anlandsástæðum og hins, sem utanaðkomandi og óviðráðan- legir atburðir valda. Þar veit þjóðin, að enginn er svo illur, að allt misjafnt megi honum kenna og að flest, sem til fram- fara horfir eða viðreisnar, er margra manna verk. Með pólitískt vanþroska þjóðum er það ekki óalgeng til- hneiging að skrifa bæði góðæri og illæri, og þó einkum hið síð- axnefnda, á reikning þeirra, sem með völdin fara í landinu á hverjum tíma. Stjórnir ein- ræðisríkj anna hafa þó fundið ráð sjálfum sér til varnar að þessu leyti.Þýzkirnazistar kenna sína erfiðleika Gyðingum. í Rúss landi eru þeir kenndir Trot- sky-sinnum. Og i Ítalíu voru þeir um skeið kenndir Bretum. En pólitískt þroskuð og frjáls þjóð lætur ekki stjórnast af neinum slíkum hindurvitnum. Hingað til hefir því verið haldið fram, og það vafalaust með réttu, að íslendingar væru stjórnmálalega þroskuð þjóð. Menntun og almenn þekking er hér áreiðanlega útbreiddari en í flestum öðrum löndum. ís- lenzk alþýða er yfirleitt sjálf- Ludvíg Guðmundsson: iii. í II. kafla þessarar greinar, voru leidd að því ýms rök, að þegar svo er ástatt, að eigi reyn- ist kleift að útvega lífvænlega atvinnu öllum, sem af barnsaldri eru komnir, þá verður a. m. k. nokkur, ef til vill talsverður, hluti æskumannanna, einkum hinir yngstu, að víkja af vinnu- markaðinum. En hvað á þá að gera við þenna hóp æskumanna? Og hvaða verkefni á að fá honum? Mun ég nú leitast við að gera þessum spurningum nokkur skil, og hefi þá til hliðsjónar jöfn- um höndum innlenda og erlenda reynslu í þessum efnum. En áður en lengra er haldið, vil ég þó skýrlega taka fram nokkur veigamikil atriði, og eru þau jafnframt forsendur að mörgum tillagna minna: Það er staðreynd, að eigi hefir tekizt að útvega lífvænlega at- vinnu öllum bæjarbúum, sem af barnsaldri eru komnir og vinna vilja og unnið geta. Árið um kring er fjöldi manna atvinnu- lausir hér í bæ og í flestum öðr- um kaupstöðum landsins, — jafnvel hábjargræðistima þjóð- arinnar, miðsumarið. Af skiljan. legum ástæðum er þó atvinnu- leysi þetta mest að vetrarlagi. í byrjun þessa mánaðar voru ca. 960 skráðir atvinnuleysingjar í Reykjavík einni, en nú (þ. 26. nóv.) eru þer orðnir 1150. Til við_ bótarþessum fjölda.koma svo öll þau ungmenni, piltar og einnig stúlkur, sem engin, eða ónóg verkefni hafa með höndum, vinnu eða nám. í augu þessara staðreynda verður að horfast. Við þetta, eða svipað ástand, verður að miða aðgerðir, sem nú eru gerðar vegna ungmenna bæjanna. Af ástæðum, er áður er greint frá, verða þessar aðgerðir vegna ungmenna, að vera sniðnar við uppeldi og þroskaþarfir þeirra. En þær þarfir eru og í samræmi við mannræktar- og menningar. þarfir þjóðfélagsins. En þar sem þessar þarfir æskumannanna og þjóðarinnar rekast á aðrar kröf- ur og þarfir, er í aðrar áttir að stefna, verður mannræktar- og menningarsjónarmiðið að ráða, jafnvel þótt það kosti nokkra fórn frá einstaklingi eða heild. Þjóðin hefir miklar skyldur að rækja við æskumenn sína. Réttur æskunnar er því mikill. En rétturinn er gagnkvæmur; skyldurnar einnig. Ræki þjóðin þá skyldu sína, að veita sérhverju ungmenni að_ stöðu til náms eða vinnu, eða hvorttveggja, er veita megi skil- yrði til almenns þroska og heil- brigðs vinnuuppeldis, þá hefir hún og öðlazt rétt til að krefjast þess að sérhverju ungmenni, að það hagnýti sér þessa aðstöðu og leggi sig fram um að ná sem mestum þroska. Vanræki þjóðin hinsvegar sína skyldu í þessu efni, getur hún eigi heldur vænzt mikils af æskumönnunum. — og mun það síðar koma henni sjálfri í koll. En sú krafa, sem gera ber til ungmennanna, — þegar þjóðin hefir uppfyllt sínar skyldur, — — er að sérhverju ungmenni, piltum sem stúlkum, ríkum sem snauðum, sé skylt að stunda nokkurt nám eða vinnu, eða hvort tveggja. IV. En við hvaða aldursskeið ber að miða þær ráðstafanir, er gerð- ar kunna að verða vegna þess- ara málefna æskunnar? Á árabilinu milli 14— 18 ára, aldurs, verður gagnger breyting á hverjum heilbrigðum æsku- manni. Þessi ár eru ár ham- skipta. Ungmennið kveður að fullu heim barnsins og kastar gervi þess, en fær eðli hins full- orðna manns og tekur á sig snið hans og háttu. En þetta bylt- inga- og breytingaskeið, sem ná- tengt er kynþroskanum, er hið hættumesta og viðkvæmasta æfiskeið, en einkum þó fyrstu 2—3 árin. Á þessum árum þarfn- ast ungmennið leiðsagnar um val náms og starfs er geti veitt undirbúning til æfistarfsins og hæfileg verkefni til eðlilegs þroska og stælingar vaxandi lík_ sem vilja eyðileggja vinnulög- gjöfina. Hinir pólitísku viðburðir, sem nú nýlega hafa gerzt í Nes- kaupstað í Norðfirði, munu þó vekja mesta undrun. Bæjarstjórnarkosning fór fram í Neskaupstað snemma á þessu ári eins og í öðrum kaup- stöðum landsins. Niðurstaða varð þar sú, að ekki fékkst samstæður eða starfhæfur meirihluti í hinni nýju bæjar- stjórn. Samkvæmt heimild í lögum var því bæjarstjórnin rofin af atvinnumálaráðuneyt- inu og ný kosning ákveðin 10. september. Úrslit þessarar nýju bæjarstjórnarkosningar urðu þaú, að kosnir voru þrír Al- þýðuflokksmenn, þrír fulltrúar frá Kommúnistum og flokks- broti Héðins Valdimarssonar, tveir Sjálfstæðismenn og einn Fr amsóknarmaður. Það kom þegar í ljós eftir kosninguna, að samvinna gat tekizt milli fulltrúa Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins í bæjarstjórninni. En þeir voru ekki nema fjórir af níu og því ekki meirihluti. Þessir fjórir fulltrúar urðu strax sammála um, að .kjósa hæfasta manninn, sem hægt var að fá í kaup- staðnum, Eyþór Þórðarson kennara, í bæjarstjórastarfið. Sjálfstæðismenn áttu kost á samvinnu um þetta, en þeir létu, sem sér væri forstaða kaup- staðarins alsendis óviðkomandi, vildu ekki kjósa E. Þ. með Framsóknar- og Alþýðufl.- mönnum og bentu heldur eigi sjálfir á neitt bæjarstjóraefni. Mun slíkt ábyrðarleysi næstum einsdæmi. Vegna þess, að vara- maður kom á fund í stað aðal- manns eitt sinn heppnaðist þó að fá bæjarstjóra kosinn með 5 atkvæðum, fulltrúum Fram- sóknarfl., Alþýðufl. og annan varafulltrúa Sjálfstæðisfl. En nú í þessum mánuði gerist svo lokaþáttur þessa máls. Þá kemur það í ljós, að Sjálfstæðis- menn og Kommúnistar eru búnir að gera samblástur sín á milli um að gera bæjarstjóranum ó- mögulegt að gegna starfi sínu. Og sameinaðir höfðu þeir meira hluta í bæjarstjórninni. Eftir að þessi sameinaði meirihluti hafði borið bæjarstjórann ofurliði í þýðingarmiklu máli, sagði hann af sér starfi fyrirvaralaust. Um þetta stóð svo í stappi nokkra daga. Það þótti ekki líklegt, að neinn samstæður meirihluti yrði fyrir hendi til að kjósa bæj- arstjóra nú fremur en áður. At- vinnumálaráðherra ákvað því, að hinn fráfarandi bæjarstjóri yrði að gegna áfram störfum unz nýjar kosningar gætu farið fram eftir áramót. En hið ótrúlega hefir skeð. — — Úr Neskaupstað berst sú fregn núna á sunnudaginn var, að nýr amskröftum og mótað á heil- brigðan hátt tilfinningalíf þess, vilja og skapgerð. Af þessum og fleiri ástæðum, m. a. atvinnuleysinu, sem áður hefir verið vikið að, virðist eðli- legt að um eða nálægt 18 ára aldri sé dregin markalína milli hins uppkomna manns og ung- mennisins, er þarfnast uppeldis- legrar leiðsagnar, m. a. um val náms og starfs. En hverjar ráðstafanir ber þá að gera og hversu skal haga framkvæmdum? Opinberlega hefir verið á það bent, að með hækkun almennrar skólaskyldu leystist vandræði æskumannanna þau árin, er hún nær til. Þetta er rétt. Af þessum ástæðum hefir hin almenna skólaskylda víða um lönd verið hækkuð; sumstaðar að 15 ára aldri, annarstaðar að 16 ára aldri, Tel ég eigi ólíklegt, að fyrr eða síðar verði þessi leið einnig farin hér á landi. Fullsnemmt mun þó að hverfa nú þegar inn á þessa braut hér og fyllsta ástæða til að reyna fyrst að leysa vand- ann eftir öðrum leiðum og sjá hversu það gefst. Þá hafa hér verið bornar fram kröfur um, að hið opinbera efni til atvinnubótavinnu fyrir æsku_ menn á þessum aldri og gjaldi fyrir kaup skv. kauptaxta full- gildra verkamanna. Þessi lausn er hvorki í samræmi við uppeld- isþarfir ungmenna né hin þjóð- hagslegu sjónarmið, meðan vinnufærir menn á bezta aldri ganga atvinnulausir í hundraða- tali. Annað mál er, að hið opinbera stuðli að því með ýmsum aðgerð- 72. blað bæjarstjóri sé þar kominn með meirahluta atkvæða í bæjar- stjórninni. í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar er nú samstæður meirihluti þriggja Kommúnista og tveggja Sjálfstæðismanna. Þessir fimm menn hafa komið sér saman um að- stjórna bæn- um. Ný kosning þarf væntan- lega ekki fram að fara. Á sunnudagsmorguninn birti aðalmálgagn Sjálfstæðisflokks- ins fréttir úr Neskaupstað at- hugasemdalaust. Hér eru því hreinar línur. Ráffamenn Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík hafa lagt blessun sína yfir hina póli- tísku samvinnu viff Kommún- istana í Neskaupstaff. Að óreyndu mun því ekki verða trúað, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé fullkomlega ó- skiptur um það, að taka upp svo áberandi pólitíska samvinnu við Kommúnista, sem hér hefir átt sér stað. En Gróusögur og orðagjálfur Sjálfstæðismanna eða flokks- blaða þeirra um samstarf ann- ara flokka við Kommúnista mun áreiðanlega verða að litlu metið eftir að þeir sjálfir hafa háttað ofan í hina „rauðu flatsæng" frammi fyrir öllum landslýðn- um. Bjarní í Hólmi Bjarni sólsækni samskyldurækni talaði í tækni. Vart á vitorði er vinur á borði að þrekraun svo þorði. Að þótt vér gáum efstum og lágum------- Einn af örfáum. Sér að, sagt veri, sólköllun sneri lýðsins ljósberi. Stefán Hannesson. HAFIÐ ÞÉR greitt andvirði yfirstand- andi árg. Tímans? Sé svo ekki, þá gerið það hið fyrsta. Gjalddagi var 1. júní síðastliðinn. um, að ungir menn fái sjálfir skapað sér atvinnu, er veiti þeim verkefni og nokkrar tekjur, t. d. ýmiskonar ræktunarstörf. Má í því efni benda á tillögu hr. Gunnlaugs Kristmundssonar, sandgræðslustjóra, um að at- vinnulausir piltar úr Rvík fái leyfi til þess á sumrin að rækta kartöflur í sandgræðslugirðing- unni í Sandgerði. Hr. kennari Aðalsteinn Sigmundsson bar til- lögu þessa fram og reifaði málið á nýafstöðnu þingi Ungmenna- sambands Kjalarnessþings, og mun undirbúningur að fram- kvæmdum nú þegar vera haf- inn. V. Vík ég þá að öðrum tillögum um ráðstafanir er að þessum málum lúta: 1. Frumskilyrði þess, að unnt sé að vita með nokkurri vissu um náms_ og atvinnuþarfir ung_ menna, og hver störf og nám þau á hverjum tíma hafa með höndum, er nauðsynlegt í Rvík og öðrum kaupstöðum landsins, svo og í hinum stærri kauptún- um, að lögbjóða sérstaka skrán- ingu æskumanna og -kvenna á aldrinum 14—18 ára. 2. í samræmi við það, sem áður er sagt um þörf ungmenna í leiðsögn um val náms og starfs, er nauðsynlegt að greina vinnu- miðlun til ungmenna, 14—18 ára gamalla, frá hinni almennu vinnumiðlun til fullorðinna. Þar sem vinnumiðlunarskrifstofa er til, má hafa hvorttveggja þessa starfsemi undir sömu yfirstjórn og í sömu húsakynnum og myndi það spara útgjöld. Aukin út-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.