Tíminn - 06.12.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.12.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFVR: Edduhúsi, Llndargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1D. Sími: 2323. Prentsmlðjan Edda h.í. Simar: 39 lá og 3720. 22. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 6. des. 1938 Búnaðariræðsla í Reykjavík Tilraun til að auka áhuga ungra manna í R.vík fyrir ræktunarvinnu og sveítalíii Með tilstyrk ríkisstjórnarinn- ar mun Luðvig Guðmundsson fyrv. skólastjóri gera tilraun til þess á næstunni að vekja áhuga ungra manna hér í bænum fyrir ræktunarvinnu í sveit. Mun Luðvig halda fund í Kaupþingssalnum næstkom- andi föstudagskvöld kl. 8y2 og bjóða þangað æskumönnum og stúlkum, er áhuga hafa fyrir uppbyggingu og ræktun lands- ins. Ætlar hann að flytja þar erindi um þessi mál og sýna skuggamyndir frá starfi vinnu- skólans á Kolviðarhóli. Síðar verður þessu fólki gefinn kostur á fræðslu um búnað og ræktun og mun Steingrímur Steinþórs- son búnaðarmálastjóri hafa umsjón með hinni serfræðilegu hlið þessarar starfsemi. Þá er það ætlun Lúðvigs að hjálpa þeim, sem vilja afla sér frekari þekkingar, til að fá vist á góðum heimilum í sveit. Mun hann skrifa öllum deildum í Búnaðarfélagi íslands mjög bráðlega og leita eftir aðstoð þeirra í þessum efnum. Með þessari starfsemi er á- reiðanlega stefnt í rétta átt. í sveitunum er víðast hörgull á starfskröftum, en hér í bænum er fjöldi ungra manna, er mundu eflaust vel fallnir til landbúnaðarstarfa, en ganga nú Um göturnar atvinnu- og iðju- lausir. Þessum ungum mönn- Skilyrði fiyrir mó- vinnslu Ríkisstjórnin hefir fengið hingað norskan verkfræðing, A. Ording, til að athuga skil- yrði fyrir móvinnslu í stórum stíl hér á landi. Hefir hann unnið talsvert að þessum mál- um í Noregi og starfar þar við móvinnsluverksmiðj u. Ording er nú farinn heim- leiðis aftur. Ferðaðist hann um helztu mósvæðin á Snæfells- nesi, í Borgarfirði, á Kjalar- nesi og fyrir austan fjall. Tel- ur hann að hér séu mjög mikl- ar móbirgðir, en gæðin eru vit- anlega nokkuð misjöfn. Mun hann gefa ríkisstjórninni skýrslu um niðurstöður sínar. Gamanleikari 25 ár Bjarni Björnsson gamanleik- ari átti 25 ára starfsafmæli ný- lega og hefir minnst þess með skemmtisamkomu hér í bæn- um. Bjarni er áreiðanlega þjóð- kunnasti maðurinn í sinni grein hér á landi og er því þarf- laust að lýsa honum eða list hans, eins og stundum er gert um ýmsa menn í sambandi við afmæli. Hann hefir ferðazt fram og aftur um landið og látið til sín heyra og er því engú óþekktari í drelfbýlinu en höfuðstaðnum. um þarf að veita hvöt, fræðslu og hjálp til að komast á rétta hillu í lífinu og að því er stefnt með þessari starfsemi. í viðtali, sem Luðvig hefir átt við tíðindamann blaðsins, kvaðst hann gera sér fyllstu vonir um að þessum tilraunum yrði vel tekið. Ræktunarstarf- semi sú, er vart verður nú I flestum kaupstöðum og kaup- túnum hér á landi, sýnir vakn- andi „landhungur" bæjar- manna og afturhvarf frá bæj- arlífinu til sveitalífsins. Margir þessara ræktunarmanna hafa áður búið í sveit og mundu ef- laust vilja hverfa þangað aft- ur, ef þeir hefðu skilyrði til þess. Þá eru í bæjunum margir atvinnulausir menn, sem vafa- laust hafa fengið nóg af malar- sælunni og myndu fúsir vilja taka land til ræktunar, ef þeir fengju til þess hvöt og aðstoð. En til þess er nauðsynlegt að þeir kunni þau störf, sem þeir ætla sér þá að vinna, og til- gangur þessarar starfsemi er að hjálpa þeim til þess. Sala síldarmjðls Jón Gunnarsson forstjóri síldarverksmiðja ríkisins kom frá útlöndum í gær. Hefir hann verið þar nokkurn tíma í er- indum verksmiðjanna. Öll lýsisframleiðsla verk- smiðjanna á þessu ári hefir nú verið seld eins ,og skýrt hefir verið frá áður hér í blaðinu. Af síldar- og karfamjölsfram- leiðslunni eru eftir óseld 1700 smál., en hún var alls 10.055 smál. Um 2000 smál. hafa verið teknar frá til sölu innanlands og munu að mestu leyti seldar. Verðið á mjölinu hefir verið svipað og í fyrra eða 10.15— 11.26 sterl.pd. hver smál. Meg- inhlutinn hefir verið seldur til Hollands, en þar er mjölið not- að til fóðurs. Flóttamennirnir írá Þýzkalandí Rússar gera ekkert til að greiða göíu þeirra Það er talið fullvíst, að síðan Gyðingaofsóknirnar hófust eftir morð von Rath hafi 60 þús. Gyð- inga verið handteknir í Þýzka- landi. Brezka. stjórnin og ýms al- þjóðafélög halda áfram að greiða fyrir því, að flóttamenn geti komizt frá Þýzkalandi. Enska stjórnin hefir lofað að flytja megi 5000 Gyðingabörn til Englands og gert er ráð fyrir að hægt verði að koma jafnmörg- um börnum fyrir í Palestínu. Stjórn Ástralíu hefir lofað að veita 15 þús. flóttamönnum frá Þýzkalandi innflytjendaleyfi á 5 næstu árum. Litvinov, uianríkismálaráðherra Rússa. Enska verkamannablaðið „Da- ily Herald" hefir lýst undrun sinni yfir því, að Rússar skuli ekki reyna að greiða fyrir flóttamönnum og veita þeim móttöku, þar sem stórir hlutar landsins séu lítt byggðir. Af hálfu rússnesku stjórnarinnar hefir ekkert verið enn gert til að greiða götu flóttamannanna og ótrúlega lítið verið sagt frá Gyðingaofsóknunum í rússnesk- um blöðum. í sambandi við þetta skýrir „Daily Herald" frá því, að Gyðingar í Norður-Ameríku hafi komið því til leiðar, að ca. 1000 þýzkir Gyðingar fengu að flytja Landakröfur ítala Þær eru brot á brezk-ítalska sátt- málanum og samningi míllí ftala og Frakka frá 1935 Kröfur ítala um að Frakkar afhendi þeim Tunis, Corsica og Nizza eru nú helzta umræðu- efnið í heimsblöðunum. — Stjórnir Prakklands og Bret- lands hafa báðar látið sendi- herra sína bera fram mótmæli við ítölsku stjórnina og hefir hún svarað með því, að þing- mennirnir hafi hrópað ótil- kvaddir, þegar Ciano greifi lauk máli sínu, og beri hún enga ábyrgð á ummælum þeirra. Eigi að síður halda ítölsk blöð áfram að taka undir þessar kröfur og láta m. a. ummælt á þá leið, að örlóg ítalíu og Cor- sicu verði ekki aðskilin og Tun- is hafi verið stolið af ítölum. í mótmælum sínum hefir enska stjórnin vakið athygli á því, að ítalir hafi lofað því í brezk-ítalska sáttmálanum að gera engar landakröfur við vestanvert Miðjarðarhaf og séu kröfurnar því brot á sátt- málanum. Franska stjórn- in hefir ennfremur bent ítölsku stjórninni á það, að í fransk- ítalska samningnum, sem var undirritaður 1935 af Musso- lini og Laval, hafi öll ágrein- ingsmál Frakka og ítala verið jófnuð og sérstök ánægja látin þá í ljós, vegna þess að fullt samkomulag náðist um Tunis. Þessi samningur var gerður litlu áður en Abessíniustyrjöld- in hófst og vegna hans voru Frakkar tregari til að fylgja Bretum í refsiaðgerðunum gegn ítölum. til Rússlands 1936—37. Aðeins 15 þeirra hafa fengið rússneskan borgararétt, en hafa nú verið fangelsaðir, auk langflestra hinna. Um 50 af þessum mönn- um hafa verið reknir frá Rúss- landi. Virðist þetta sýna, að leið- togar kommúnista hafi minni samúð með flóttamönnunum frá Þýzkalandi en kommúnistablöð- in utan Rússlands vilja vera láta. ^. KROSSGÖTTJM Frá Patreksfirði. — íþróttafélagið Hörður. — Veðrátta í Hornafirði. — Ný skólabygging á ísafirði. — Búnaðarfélag Stokkseyrar. — Ungm.fél. Grettir. Úr Patreksfirði skrifar Baldur Guð- mundsson Tímanum: Fiskafli hefir verið óminnilega góður í sumar á grunnmiðum fyrir Vestfjörðum. Allt frá því í vor hefir verið ágætur afli á þessum stöðum, hvenær sem farið hefir verið á sjó. í október héfir tíðar- far verið slæmt, votviðrasamt og stormasamt. Hér um slóðir eru opnir vélbátar, hreyfilbátar, einkum notaðir til þessara veiðiferða. Einn slikur bát- ur, með fjögurra manna áhöfn, veiddi á tímabilinu frá því seint í apríl til 12. júlí um 23 smálestir af fullstöðnum saltfiski ,og munu þess varla dæmi hér. — Togararnir Vörður og Gylfi stund- uðu héðan karfaveiðar frá því í miðj- um maímánuði til byrjun september- mánaðar, og var karfinn unninn í verksmiðju félagsins Ó. Jóhannesson. Veiðin gekk fremur treglega, í haust fóru þessi skip þrjár veiðiferðir og seldu afla sinn til Þýzkalands fyrir um 63 þúsund krónur samtals, eða um 111 þúsund íslenzkar krónur. t t t íþróttalif er með nokkrum blóma á Patreksfirði um þessar mundir. Þrjá- tíu ára er í haust íþróttafélagið „Hörð- ur", en það hefir a undanförnu haldið uppi iðkun íslenzkrar glimu og leik- fimi og einnig staðið fyrir málfundum og skákæfingum. í vetur heldur fé- lagið uppi leikfimikennslu i fjórum flokkum, þar af þrem kvenflokkum með samtals 50 konum, eldri og yngri. Félag þetta mun vera með elztu íþróttafélögum landsins. Þá er starf- andi með miklum blóma Skiðafélag Patreksfjarðar, sem reist hefir mynd- arlegan skiðaskála í svonefndum Mikladal. Skálinn er 7—8 km. frá kauptúninu. Skíðafæri hefir ekki kom- ið enn á þessum vetri, en skiðafólk bíður þess með óþreyju t t t í Hornafirði hefir verið góð tíð að undanförnu, varla sést snjór á láglendi og lengst af verið svo þíð jörð að skera hefir mátt torf og vinna að jarðabótum og vegagerð. Ekki er búið að taka lömb, hvað þá heldur eldri fénað. Óvenjulega lítið hefir borið á bráðapest í haust í sveitum kringum Hornafjörð. t t t ísfirðingar hafa í sumar reist nýtt hús yfir gagnfræðaskóla sinn. Var sú bygging hafin í septembermánuði i fyrra og þá neðri hæð hússins steypt. Er nú fullgengið frá húsinu að öðru leyti en því, að enn er eftir að mala dálitið og verður það ekki gert fyrr en að sumri. Húsið hefir kostað um 65 þúsund krónur, en var áætlað áð kostnaðurinn yrði 75 þúsund krónur. Enn er þó margt ófátt um ytri aðbún- að skólans, sæti og borð eru léleg og vantar veg heim að skólanum og f leira. Hið nýja skólahús var vigt 27. nóv- ember, en kennsla hófst síðasta dag nóvembermánaðar í hinum nýju húsa- kynnum. Hingað til hefir skólinn verið til húsa í byggingu kaupfélags- ins og í húsi Jónasar Tómassonar bóksala. Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps hélt 50 ára afmæli sitt hátíðlega 22. f. m. Sóttu afmælisfagnaðinn um 160 manns og voru þar á meðal Steingrímur Stein- þórsson búnaðarmálastjóri, Sigurður Sigurðsson fyrv. búnaðarmálastjóri, Guðmundur Þorbjarnarson form. Bún- aðarsambands Suðurlands og þing- menn kjördæmisins. Fór skemmtunin hið bezta fram og er sérstaklega róm- að, hversu stjórn hennar fór vel úr hendi, en hana annaðist Gísli Pálsson í Hoftúni. Er hann kominn yfir sjö- tugt, en ber ellina mjög vel. Hann hef- ir verið formaður félagsins í meira en 30 ár. Meðstjórnendur eru Sigurgrim- ur Jónsson i Holti og Sigurður Gríms- son á Stokkseyri. Miklar framfarir hafa orðið í búnaðarháttum á félags- svæðinu & þessum liðna aldar- helmingi og má að miklu leyti rekja þær til félagsins. Lýsti formaður fé- lagsins þeim í ágætri ræðu með því að bera saman ástandið fyr og nú. Björn Bergmann bóndi á SvarðbæU skrifar blaðinu: Umf. Grettir í Mið- firði átti tuttugu ára starfs að minn- ast 4. nóvember siðastliðinn. Það hef- ir byggt samkomuhús að Ásbyrgi og sýnt þar sjónleiki á hverjum vetri og lagt mikla vinnu í undirbúning þess- ara sýninga. Meðal þeirra leikrita, er félagið hefir sýnt, er Tengdamamma og Skugga-Sveinn. Oft hefir félags- fólk unnið á helgidögum um heyskap- (Fram á 4. síðu) í frönskum blöðum er þess- um kröfum einróma mótmælt og kemur hvarvetna fram, að Frakkar standa sameinaðir um þau mótmæli. í Tunis og á Corsica hafa verið haldnir fjölmennir mótmælafundir gegn afhendingu þessara landá til ítala, sérstaklega hefir þátt- takan verið mikil á Corsica. Daladier hefir lofað að koma í heimsókn til beggja þessara landa í jólahléi þingsins og hefir hann beðið íbúana þar að vera rólega. Sá orðrómur hefir verið bor- inn til baka, að Halifax og Chamberlain muni fresta ítal- íuför sinni, sem ákveðin var 12.—14. jan. næstk., vegna þess- ara atburða. Einn tilgangur far- arinnar er einmitt sá, að vinna að bættri sambúð Frakka og ítala. Þau lönd, sem ítalir krefjast nú, hafa verið undir yfirráð- um Frakka um langt skeið. — Frakkar lögðu Corsicu undir sig 1769 og hefir hún lotið þeim síðan, nema árin 1794—96, er Englendingar fóru þar með völd. Áður hafði eyjan ýmist verið sjálfstæð eða lotið á víxl smáríkjunum á ítalíu. Á Cor- sica eru nú rúml. 300 þús. íbú- ar. — Tunis lögðu Frakkar undir sig 1881. ítölum féll það mjög miður, þó landið væri ekki tekið frá þeim og var það orsök þess, að þeir snérust á móti Frökkkum og gerðu bandalag við Austurríkismenn og Þjóð- verja. Töldu ítalir að þeim bæru frekar yfirráð Tunis en Prökk- um, ef það á annað borð væri undir stjórn Evrópuríkis. Prakkar hafa gert miklar framkvæmdir í Tunis og unnið að bættum kjörum og menn- ingu íbúanna þar, sem eru um 2.6 millj. ¦ Tunis er nokkru stærra en ísland. — Nizza, sem er borg með 220 þús. íbúum, er á Miðjarðarhafsströnd Frakk- lands skammt frá landamærum ítalíu. Laut hún áður ítölum, en 1860 yoru þeir samningar gerðir að ftalir afhentu Prökk- um Nizza og Savoyhéraðið, en gegn þessu fengu ítalir ýmsa aðra landshluta fyrir aðstoð Frakka. í Nizza eru ítalir mjög fjölmennir. Mun það sameiginlegt álit þeirra, sem hlutlausir eru, að ftalir hafi hvorki sögulegt né landfræðilegt tilkall til þessara landa, enda mælast kröfur þess- ar yfirleitt illa fyrir. Aðeins í japönskum blöðum hafa þær fengið góðar undirtektir, en þýzku blöðin hafa enn ekkert um þær sagt. Tveim mánnðum eftir Munchensættina. Yngsti ráðherranna í ensku stjórninni, la Warr mennta- málaráðherra, hefir nýlega haldið ræðu, sem mikla at- hygli hefir vakið. Hann sagði að friðarviðleitni þeirri, sem Eng- lendingar hefðu sýnt í Mun- chen, hefði fyrst verið svarað með svo óskammfeilnum árás- um á ýmsa enska stjórnmála- menn, að það nálgaðist ihlutun um innanríkismál Englendinga. Síðan hefðu Gyðingaofsóknirn- ar bætzt við og vakið reiði og viðbjóð alls hins menntaða heims. Enginn gæti ásakað Englendinga fyrir að vera her- skáa, en eigi að síður erum vér nú í þeim sporum, að það er skylda vor að segja þjóðinni, að vera undir ófrið búna. Vér höf- um viljað vera vinir Þjóðverja, en við virðumst aldrei geta gert nægilega mikið til að full- (Framh. a 4. siðu) 74. blað Á víðavangi Hermann Jónasson forsætis- ráðherra sagði í ræðu sinni 1. des: „Fyrir ofan alla einstakl- ingshyggju, fyrir ofan kröf- urnar til annara, fyrir ofan stéttastríð og flokkabaráttu, verður ætíð að vera eitt, sem tengir oss, og það er hin sam- eiginlega ábyrgð á þvf, að lífs- skilyrði og sjálfstæðismögu- leikar þjóðarinnar glatist ekki". Út af þessum ummælum og sumum öðrum í ræðu ráðherr- ans hafa fallið ýms orð í blöð- um Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. Alþýðublaðið er með hugleiðingar um, að „frið- ur" geti stundum verið of dýru verði keyptur, og má það nátt- úrlega stundum til sanns vegar færa. Frá Sjálfstæðisflokknum hefir enn sem komið er, lítið birzt annað en skætingur út af ummælum ráðherrans. * * * Það er vitanlega rétt, að ekki þýðir að tala um samstarf milli flokka nema hægt sé að geta gert grein fyrir þeim málefna- grundvelli, sem slíkt samstarf ætti að byggjast á. Flokkssam- starf án samvinnu um einhver ákveðin mál er tilgangslaus. En það mun áreiðanlega ekki standa á Framsóknarflokknum að gefa öðrum flokkum tæki- færi til að taka afstöðu til á- kveðinna málefna og lausnar þeirra. En enginn flokkur þarf að ímynda sér, að hann einn geti öllu ráðið, ef um flokka- samstarf er að ræða. Slíkar hugmyndir lýsa pólitiskum van- þroska á háu stigi. * * * Mbl. segir í dag: „Sé það meining ráðamanna Pram- sóknarflokksins að breyta til og taka upp stefnu Sjálfstæðis- flokksins, fagnar Sjálfstæðis- flokkurinn þeim straumhvörf- um og myndi fús til samstarfs"! — Tíminn getur raunar ekki séð að mikilla bollalegginga sé þörf um „stefnu Sjálfstæðis flokksins" 1 þessu sambandi. Á það mun ekki vera hægt að benda, að sá flokkur hafi und anfarin ár yfirleitt haft neina stefnu í landsmálum. Því að „stefna" getur það varla kall- ast að vera á móti stjórninni í einu og öllu og „gefa andstæð- ingunum aldrei rétt". Enda hefir Sjálfstæðisflokkurinn oft verið nefndut „neikvæði flokk- urinn" nú upp á síðkastið. * * * En ef til vill á Mbl. við það, að „samstarfið" í málefnum bæjanna verði að vera 1 anda Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill er það að bjóða upp á „sam- starf" um að kaupa þurfa- mannaatkvæði með „yfir- drætti" í Landsbankanum og aðrar viðlíka fjárhagslegar við- reisnaraðferðir. — Lausaskuld Reykjavíkur við þjóðbankann er nú á 4. millj. Finnst mönnum það þurfa að vera ófrávíkjan- legt skilyrði samstarfs, að hald- ið verði áfram á þeirri leið? * * * Af bókum, sem út hafa komið á þessu ári hefir skáldsagan „Sturla í Vogum" eftir Guð- mund Hagalín tvímælalaust vakið mest umtal í landinu. Út- koma þessarar skáldsögu er bókmenntalegur viðburður. Frá listrænu sjónarmiði skoðað skipar bókin virðulegan sess. En hún er jafnframt boðberi þrótt- mikillar og heilbrigðrar lífsskoð- unar. Og vel mættu menn muna það, að þó að rithöfundar og listamenn verði ekki dæmdir eingöngu eftir því „gagni" sem þeir gera, þá eiga slíkir menn og mikilsvert hlutverk að vinna með því að innræta þjóðinni heilbrigð lífsviðhorf. Rithöf- undur, sem er þjóð sinni eins góður og vitur kennari, getur gert meira gott en flestir aðrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.