Tíminn - 20.12.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
RITSTJÓRN ARSKRIFS TOFUR:
Edduhúsi, Lindargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
ÚTGEFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA,
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
Edduhúsi, Lindargötu 1D.
Síml: 2323.
Prentsmiðjan Edda h.í.
Símar: 3946 og 3720.
22. árg.
Reykjavík, þrlðjudagiim 20. des. 1938
Fjárhagur Reykjavíkur
Falsanir Mbl.
Skuldir bæjarms ukust um 964 pús.
kr. á síðastl. ári og útgjöldin um
Verzlunarstríð milli Breta
og Þjóðverja
Ferðalag Dr. Schachts til London
553 pús. kr,
um atvínnubótaféð
Bréf atvinnumálaráð-
herra til borgarstjóra
Mbl. og Vísir hafa um tíma
að undanförnu heimtað að rík-
isstjórnin eyddi meira fé til at-
vinnubóta en heimilað er í
fjárlögum.
Ríkisstjórnin hefir ekki viljað
verða við þeirri kröfu Sjálf-
stæðismanna, og því var svo á-
kveðið, þegar fjölgað var um
25 menn í atvinnubótavinn-
unni fyrir nokkrum dögum, að
kostnaðurinn við það, sem
sennilega verður nálægt 4 þús-
und krónum, yrði greiddur af
næsta árs framlagi til Reykja-
víkur og þá jafnframt krafizt
mótframlags frá bænum á því
ári. En í sambandi við þá á-
kvörðun, að taka þessa 25 menn
í vinnu, hefir Mbl. síðustu dag-
ana haldið því fram, að með því
hafi atvinnumálaráðherra við-
urkennt að ríkinu beri að kosta
atvinnubæturnar að hálfu á
móti Reykjavíkurbæ. Þetta er
hin mesta fjarstæða, en til þess
að taka af allan vafa í þessu
efni, birtir Tíminn hér bréf,
sem atvinnumálaráðherra skrif-
aði borgarstjóra 15. þ. m.:
„Eftir móttöku bréfs yðar,
herra borgarstjóri, dags. 10. þ.
m., vill ráðuneytið taka fram
það er hér fer á eftir, snertandi
atvinnubótaframlag til Reykja-
víkurbæjar á yfirstandandi ári.
Samkvæmt yfirliti, sem ráð-
herra sendi borgarstjóranum
þann 12. f. m., var áætlað að
framlag ríkisins til atvinnu-
bóta í Reykjavík mundi nema
samtals kr. 279.988,38. Með því
að gera ráð fyrir að atvinnu-
bætur unglinga yrðu í þetta
sinn kostaðar að jöfnu af bæj-
ar- og ríkissjóði, átti bærinn að
leggja fram til atvinnubóta á
móti framangreindu rikistil-
lagi kr. 522.075,47. Eftir að
þetta yfirlit var gert, ákvað
ráðuneytið að greiða til viðbót-
ar kr. 10.000,00, gegn tvöföldu
framlagi frá bænum. Ætti því
Reykj avíkurbær að verj a til at-
vinnubóta á þessu ári samtals
ca. kr. 542.000,00 til þess að full-
nægja skilyrðum fjárlaganna
um greiðslur til atvinnubóta, en
samkvæmt þeirri skýrslu, er
fylgdi bréfi borgarstjórans, er
áætlað bæjarsjóðsframlag kr.
487.748,29.
Með tilvísun til þess er að
framan greinir getur ráðuneytið
ekki fallizt á að auka framlag
til atvinnubóta í Reykjavík á
þessu ári, og mun því ekki taka
þátt í kostnaði við atvinnubæt-
ur kvenna, svo sem farið er
fram á í bréfi yðar.
Hinsvegar hefir ráðuneytið á-
kveðið, vegna þess 'atvinnu-
leysis, sem nú er í bænum, að
taka 25 bæjarmenn I atvinnu-
bótavinnu frá 15. þ. m. til árs-
loka, enda verði kostnaðurinn
við þá vinnu greiddur af at-
vinnubótafé á næsta ári, og
komi tvöfalt framlag á móti
þeirri upphæð frá Reykjavíkur-
bæ á því ári.“
Eins og sézt af bréfi atvinnu-
málaráðherra hefir hann neit-
að að greiða meira af atvinnu-
bótafé til Reykjavíkur á þessu
ári, vegna þess að bærinn hefir
ekki getað uppfyllt skilyrði
fjárlaganna um framlag á móti.
En vegna mikils atvinnuleysis
í bænum, sem yfirvöld bæjarins
geta enga bót á ráðið, þótti
ríkisstjórninni rétt að fjölga um
25 menn í vinnunni fyrir jólin,
með þeim skilyrðum, sem um
getur í bréfi ráðherrans.
Reikningur Reykjavíkur-
kaupstaðar fyrir síðastl. ár
kom út um síðastl. mánaða-
mót.
Samkvæmt rekstrarreikningi
hafa útgjöld bæjarins á því ári
numið 6.469 þús. krónum, en árið
áður voru þau 5.916 þús. kr. Hafa
þau því aukizt á árinu um kr.
553 þús. Öll raunveruleg rekstr-
arútgjöld eru þó ekki færð á
rekstrarreikning, eins og t. d.
framlag til nýrra gatna, heldur
eru þau færð á „reikning yfir
breytingar á handbæru fé bæj-
arsjóðs Reykjavíkur". Er þessi
sama aðferð höfð bæði árin.
í fjárhagsáætluninni fyrir
1937 voru útgjöldin áætluð 5.845
þús. kr. í áætluninni fólust m. a.
þau útgjöld til nýrra gatna, at-
vinnubótavinnu og afborgana,
sem færð eru á „breytingar á
handbæru fé“, en ekki á rekstr-
arreikning. Þegar það er athug-
að, sést að útgjöldin hafa farið
hátt á aðra milljón kr. fram úr
áætluninni.
Aukning útgjaldanna frá fyrra
ári stafar aðallega af vaxandi
sveitarþyngslum. Kostnaður við
barnaskóla og lögreglu hefir
einnig aukizt nokkuð. Annars er
stöðugt verið að breyta því,
hvernig útgjöldin við fátækra-
framfærsluna eru færð í bæjar-
reikningunum, og er því erfitt að
gera nákvæman samanburð á
þeim frá ári til árs, nema með
því að afla meiri upplýsinga en
hægt er að fá í reikningunum
sjálfum.
Reikningunum fylgir, eins og
venjulega, skrá yfir skuldir bæj-
arsjóðs. Þær voru í árslok 1937
6.138 þús. kr„ en voru í árslok
1936 5.174 þús. kr. Hafa þær því
aukizt á árinu um 964 þús. kr.
Hér eru ekki meðtaldar skuldir
hinna ýmsu bæjarfyrirtækja,
eins og t. d. rafmagnsveitunnar,
Sogsvirkjunarinnar, vatnsveit-
unnar og gasstöðvarinnar. Til
skulda bæjarsjóðs hefir verið
nær eingöngu stofnað með meiri
rekstrarútgjöldum bæjarins en
tekjurnar hafa leyft.
Meginhluti skuldaaukningar-
innar er fólginn í söfnun lausa-
Allmikill snjór var kominn á Norður-
landi fyrir síðastliðna helgi og sum-
staðar hagbönn af völdum spilliblota
og áfreða. Nú hefir þennan snjó víð-
ast tekið upp að mestu í byggðum og
eru allstaðar komnir nægir hagar.
Byrjaði að þíða laust fyrir helgina og
hefir þíðviðrið haldizt síðan. í sumum
sveitum voru bændur að verða tals-
vert kvíðnir um afkomu sína, einkum
þar sem mjög margt var hrossa, ef
hagleysið hefði haldizt langt fram eftir
vetrinum. — Sunnanlands hefir veður-
lag verið svo milt, að tæpast hefir
fest snjó í byggðum á þessum vetri og
þá sjaldan, sem það hefir hent, hefir
verið um föl eitt að ræða, sem þiðnað
hefir á næsta degi. Er slíkt fremur fá-
títt. Fremur hefir verið votviðrasamt á
Suðurlandi og stundum stórfelldar
rigningar.
t t t
í efri hluta Borgarfjarðarsýslu er
eitt mesta jarðhitasvæði landsins.
Borgfirðingar eru nú mjög teknir að
nýta hverahitann og hefir áður verið
sagt fá gróðurhúsum þeirra hér í blað-
inu. Jarðhitinn er einnig notaður til
að upphitunar og suðu á mörgum bæj-
um, einkum í Reykholtsdal.Var Erlend-
ur heitinn bóndi að Sturlureykjum
skulda við bankana. Víxilskuld-
irnar við Landsbankann hafa að
vísu haldizt óbreyttar, 595 þús.
kr. bæði árin, en reikningslán í
Landsbankanum hefir hækkað
úr 1.155 þús. kr. í 1.660 þús. kr.
eða um 505 þús. kr. í Útvegs-
bankanum hafa vixillán hækkað
úr 20 þús. kr. í 189 þús. kr„ eða
um 169 þús. kr.
Innheimt útsvör til bæjarins
voru á árinu 4.215 þús. Auk þess
fékk bærinn í sinn hlut um 100
þús. kr. af tekjuskatti. Árið 1936
námu innheimt útsvör 3.855 þús.
kr. Hefir því'verið innheimt um
360 þús. kr. meira af útsvörum
1937 en 1936.
í árslok 1937 námu útistand-
andi eftirstöðvar af gjöldum til
bæjarins 1.281 þús. kr„ en þær
voru 1.098 þús. kr. í árslok 1936.
Þær tölur, sem hér hafa verið
greindar, sýna bezt í hvert óefni
stefnir með fjárhagslega afkomu
bæjarins.
Rítsain J. J. kemur
út á föstudagínn
Lengsta greinin er um sr. Rögn-
vald Pétursson og menningar-
starfsemi Vestur-fslendinga.
Bók Jónasar Jónssonar „Merk-
ir samtíðarmenn“, kemur í
bókaverzlanir næstkomandi
föstudag.
í bókinni verða fjórar grein-
ar, sem hvergi hafa birzt áður,
og eru þær um Sigurð Krist-
insson, Böðvar Bjarkan, Bjarna
í Hólmi og séra Rögnvald Pét-
ursson. Greinin um séra Rögn-
vald er lengsta greinin í bók-
inni og eru þar rakin allítar-
lega átökin í kirkjudeilunum
meðal landa vestra og barátta
þeirra fyrir verndun íslenzkrar
tungu og menningar.
Alls eru birtar greinar um 32
menn og konur og verður bókin
um 280 blaðsíður í Skírnisbroti.
Heilsíðumynd fylgir ölluih
greinunum.
Frágangur bókarinnar er
mjög vandaður. Áskriftarverð
er kr. 5.00 óbundin.
brautryðjandi að slíkri virkjun hver-
anna fyrir 25—30 árum. Nú hefir slíkri
upphitun húsa verið komið á í Deildar-
tungu, Kletti, Kleppjámsreykjiun,
Snældubeinsstöðum, Norðurreykjum,
Reykholti, þar sem upphitaður er skóli,
kirkja og íbúðarhús, Kópareykjum,
Kjalvararstöðum, Bæ í Bæjarsveit,
Laugarbóli og Reykjum í Lundar-
reykjadal. Er til upphitunarinnar ýmist
notuð gufa eða vatn og víða jafnframt
til allrar suðu á heimilinu. Ennfremur
er samkomuhús ungmennafélags Reyk-
dæla hitað upp á þennan hátt og fjög-
ur spunavélahús, sem hreppsfélög 1
uppsveitum Borgarfjarðar eiga.
t t t
Enskt félag hefir nýlega skrifað fyr-
irtæki hér í bænum og óskað eftir
að reynt yrði að koma því til leiðar, að
það fengi einkaleyfi til námurekstrar
í Eyrarfjalli við Önundarfjörð, en þar
hafa fundizt bæði aluminíum og jám.
Fyrirtæki þetta hefir snúið sér til
ríkisstjórnarinnar, sem hefir látið tjá
enska félaginu, að hún vilji gjarnan
ræða við það um málið. Mun von á
erindrekum frá enska félaginu hingað
bráðlega.
t r t
Framsóknarmenn undir Austur-Eyja-
Dr. Schacht, forstjóri þýzka
ríkisbankans og áhrifamesti
fjármálamaður Þýzkalands,
hefir nýlega verið í London og
rætt þar við brezka fjármála-
menn. Ferðalag hans hefir vak-
ið mikla athygli og mikið verið
um erindi hans rætt í heims-
blöðunum.
Seinustu mánuði hafa ensk
blöð iðulega ritað um þá hættu
sem Englendingum stafaði af
vaxandi viðskiptakeppni Þjóð-
verja. Þjóðverjar hafa keypt af-
urðir ýmsra landa, t. d. Balkan-
ríkjanna, Rúmeníu og Ung—
verjalands, hærra verði en þau
gátu fengið fyrir þær annars-
staðar. Þau hafa því beint út-
flutningi sínum til Þýzkalands.
En sá böggull hefir fylgt
skammrifi, að þau hafa ekki
fengið vörur þær, sem þau
seldu i Þýzkalandi, greiddar
með peningum og hafa því orð-
ið að kaupa vörur af Þjóðverj-
um í staðinn. Á þennan hátt
hafa Þjóðverjar unnið sér nýja
markaði, víða á kostnað Eng-
lendinga.
Enskum verzlunarmönnum
hefir að vonum fallið illa, að
bíða slíka ósigra fyrir Þjóðverj-
um. En þeir hafa að því leyti
staðið ver að vígi, að þeir hafa
ekki haft ríkið sem bakhjarl.
Það vakti því almennan fögnuð
meðal þeirra og heimsathygli,
þegar Hudson utanríkisverzlun-
arráðherra tilkynnti það í neðri
málstofunni um seinustu mán-
aðamót, að enska stjórnin gæti
ekki lengur horft á þetta fram-
ferði Þjóðverja afskiptalaus.
Hann sagði, að Þjóðverjar legðu
þunga bagga á herðar neytend-
unum innanlands með þvi að
kaupa erlendar afurðir dýrara
verði en þær fengjust á heims-
markaðinum, en þannig gætu
þeir líka aukið útflutnings—
verzlun sína. Englendingar
hefðu bæði getu og vilja til að
hjálpa verzlunarmönnum sín-
um til að standast þessa óheil-
brigðu samkeppni og ef Þjóð-
verjar óskuðu eftir viðskipta-
stríði, myndu Bretar ekki ótt-
ast úrslitin.
Síðar bárust ýmsar fregnir
um fyrirhugaðar ráðstafanir
stjórnarinnar, sem sýndu að
hún myndi ekki láta lenda við
fjöllum efndu til fundar í samkomu-
húsinu við Skarðshlíð á sunnudaginn
var. Úr Reykjavlk voru mættir á fund-
inum Gunnlaugur Ólafsson, Valdimar
Jóhannsson, Guðmundur V. Hjálmars-
son og Jón Helgason Að loknum ræðu-
höldum var kosin stjórn nýstofnaðs
Framsóknarfélags og var Eggert Ól-
afsson á Þorvaldseyri kjörinn formað-
ur, en meðstjórnendur Óskar Ásbjörns-
son bóndi á Seljavöllum og Gissur
Gissurarson bóndi í Selkoti. Um 30
manns hafa innritazt sem meðlimir í
Framsóknarfélagi þeirra Austur-Ey-
fellinga.
t r t
Hjá kaupfélaginu í Stykkishólmi var
í haust slátrað tvílembingi,, sem hafði
27% kg. kjöts. Dilkur þessi var undan
tvævetlu, eign Valdemars Sigurðssonar
í Rútseyjum í Gilsfirði, og gekk í eyj-
um í sumar. Hinn tvílembingurinn var
settur á og er engu síðri að vænleika.
r t t
í suðursveitum Borgarfjarðarsýslu
hefir á undanförnum árum verið komið
á raflýsingu á allmörgum sveitabæjum
og er þó aðstaðan víða fremm- örðug.
Mun alls vera raflýst á tíu sveitabæjum
1 fjórum hreppum sminan Skarðsheið-
ar. í Leirársveit er raflýsing að Geld-
(Framh. á 4. síöu)
Dr. SCHACHT
orðin tóm. Liggja til þessara
ráðstafana þrjár ástæður:
Fyrst og fremst er ætlunin sú,
að halda þeim mörkuðum, sem
Englendingar hafa nú. f öðru
lagi, að hamla gegn þeim póli-
tísku og fjárhagslegu áhrifum,
sem Þjóðverjar reyna að láta
fylgja í kjölfar aukinna við-
skipta við önnur lönd. Hafa
þeir reynt að koma ár sinni
fyrir borð með ýmsum móti, m.
a. með því að eignast lendur og
iðnfyrirtæki í þessum löndum.
T. d. á I. G. Farbenindustrie nú
orðið um 65 þús. ha. af landi í
Rúmeníu og vinna þar um 200
þús. manna í þjónustu félags-
ins við ræktun sojabauna. Fjöl-
mörg slík dæmi mætti nefna. í
þriðja lagi hafa Gyðingaof-
sóknirnar skapað mikla gremju
gegn Þjóðverjum í Englandi og
er þvi nú heppilegur tími fyrir
stjórnina til að leggja fram
nokkrar fórnir til stuðnings
enskum verzlunarmönnum í
keppni þeirra við Þjóðverja.
För Schacht til London stend-
ur áreiðanlega í sambandi við
þessar fyrirætlanir ensku
stjórnarinnar og er talið að er-
indi hans hafi verið að reyna að
ná einhverju samkomulagi við
Breta. Þykir það m. a. sjást á
því, að sama daginn og Schacht
fór frá Þýzkalandi, var gefin út
opinber tilkynning, þar sem
dregið var úr ýmsum hörðustu
ráðstöfunum gegn Gyðingum.
Er talið, að það hafi beinlínis
verið gert til að greiða fyrir
heppilegum árangri af ferða-
lagi Schachts.
Það þykir einnig líklegt, að
hann hafi rætt um aukinn út-
flutning Gyðinga frá Þýzka-
landi og viljað ná samkomulagi
við Englendinga um þau mál.
Það er nú kunnugt orðið, að
Schacht, Göring o. fl„ sem að-
allega fást við fjár- og at-
vinnumál Þýzkalands, hafi ver-
ið mjög öndverðir Gyðingaof-
sóknunum, vegna þeirra áhrifa,
sem þær hefðu erlendis. En
æsingamennirnir í flokki naz-
ista, Göbbels, Himmler og Ros-
enberg, báru hærri hlut að
þessu sinni. Þykir fullvíst, að
fyrr en síðar muni þessir and-
stæðu armar í nazistaflokknum
berjast til þrautar. Enn er ó-
víst hvoru megin Hitler verður,
en sá armurinn, sem hlýtur ó-
náð hans, getur vel vænst svip-
aðrar meðferðar og Röhm og
Schleicher 1934.
Enn er ekki vitað, hver erind-
islok Schachts hafa orðið. Yfir-
leitt er þó talið, að för hans
hafi lítinn árangur borið. En
það má sjá á flestu, að hinir
gætnari menn Þýzkalands vilja
komast hjá viðskiptastrlði við
Breta í lengstu lög.
Bandaríkin hafa nýlega veitt
kínversku stjórninni 5 millj.
sterl.pd. lán. Enska stjórnin
mun einnig ætla að veita henni
lán. Japönsk blöð eru gröm.
A KROSSGÖTTJM
Tíðarfarið. — Nýting hverahitans í Borgarfirði. — Námuréttindi í Eyrarfjalli.
Framsóknarfélag undir Austur-Eyjafjöllum. — Vænir tvílembingar. — Raflýst-
ir sveitabæir. -------
80. blatf
A víðavangi
Þegar framlag ríkisins til at-
vinnubóta var hækkað um 200
dús. kr. á fjárlögum 1935, vaT
::safold (og blað Jóns í Dal)
látin lesa mikla reiðilestra út
af þeirri ráðstöfun. Og í sveit-
unum sögðust stjómarand-
stæðingar vera alveg á móti
bví, að verja fé ríkisins á þenn-
an hátt. Skömmu síðar bar þó
ein af þingmönnum Sjálfstæð-
isflokksins fram tillögu um að
isins um helming eða upp í
hækka atvinnubótaframlag rík-
eina milljón króna!
* * *
Nú í vetur hafa blöð Sjálf-
stæðisflokksins gert tvær kröf-
ur til atvinnumálaráðherra í
þessu máli. í fyrsta lagi kröfð-
ust þau þess, að ráðherrann
greiddi meira fé til atvinnu-
bóta en heimilað er í fjárlög-
um. í öðru lagi heimtuðu þau,
að ríkissjóður borgaði hlut-
fallslega meira af atvinnu-
bótakostnaðinum en fjárlög
gera ráð fyrir (en í fjárlögum
er gert ráð fyrir y3 úr rlkis-
sjóði gegn ý3 frá viðkomandi
bæjarfélagi). Eins og eðlilegt
var, neitaði ráðherrann báðum
óessum kröfum Sjálfstæðis-
manna. í vikunni, sem leið,
gerði Morgunblaðið allt, sem
óað gat til að æsa reykvíska
verkamenn gegn ríkisstjórninni
út af þessu máli, og gekk þar
jafnvel lengra en Einar Ol-
geirsson og hans menn.
* * *
Kommúnisti í sveit fyrir norð-
an er móðgaður yfir því, ef
Framsóknarmenn hlaða ekkí
undir byltingarlýðinn með at-
vinnu og hjálp af almannafé.
Piltur þessi varð kommúnisti af
því hann vildi fá innanhúss at-
vinnu i þéttbýli, en öðrum leizt
ekki á hann. En ef honum
þykja hörð kjör kommúnista
hér frá hálfu samvinnumanna,
þá er betur blásið að kolum í
Rússlandi. Þar hafa kommún-
istar drepið, flæmt í útlegð og
eyðilagt í fangabúðum 700 þús-
und frjálsa bændur. Brot þeirra
það eitt að vera ekki með
stjórnarflokknum I pólitík.
* * *
Mbl. segir í morgun, að það
þurfi „róttæka stefnubreytingu
til að afstýra hruni“. Leiðirnar,
sem blaðið bendir á, er að lækka
skatta og tolla, stöðva skulda-
söfnunina við útlönd, gæta
sparnaðar í öllum útgjöldum og
minnka dýrtíðina. Á móti öllu
þessu hefir Sj álfstæðisflokkur-
inn barizt hingað til. Hann hef-
ir oft á undanförnum þingum
borið fram tillögur um aukin
útgjöld, sem námu millj. kr. og
ekki hefði verið hægt að full-
nægja, nema með auknum
tollum eða skuldasöfnun ríkis-
ins. Hann hefir barizt gegn inn-
flutningshöftunum til þess að
kaupmenn gætu aukið skuld-
irnar við útlönd. Hann hefir
stutt óhófseyðsluna eftir megni,
hjá Reykjavíkurbæ, Kveldúlfi,
Alliance og heildsölunum. Hann
hefir ofsótt kaupfélögin og all-
ar ráðstafanir, sem drógu úr
dýrtíðinni. Vissulega þarf
Sjálfstæðisflokkurinn að taka
upp „róttæka stefnubreytingu",
ef hann á að hjálpa til að af-
stýra hruni.
* * *
Vísir er á báðum áttum í gær,
vegna tillögu J. J. um sameig-
inleg innkaup útgerðarinnar.
Útgerðarmenn og sjómenn
myndu græða á framkvæmd
hennar, en heildsalarnir tapa.
Á Akranesi er talið að heildsal-
arnir græði um 1200 kr. á veið-
arfærasölu til hvers einstaks
báts. Vísir virðist frekar hall-
ast að því, að verja málstað
heildsalanna.
* * *
Nokkrir reykvískir borgaTar,
sem fylgdu Sjálfstæðisflokkn-
um við síðustu bæjarstjórnar-
kosningar, hafa gefið borgar-
stjóranum viðurnefni, og kalla
(Framh. á 4. síOu)