Tíminn - 20.12.1938, Page 3

Tíminn - 20.12.1938, Page 3
80. blað TtMEVN, |»riðjuclagiim 20. des. 1938 319 ÐEIMILIÐ Þjóðlegur jólamatur Jólin eru dýrSlegasta hátíð ársins. Þau eru hátíð heimilanna og barnanna. Hátíð ljósanna og hátíð friðarins. Þau eru jafn gömul og kristin trú í heiminum og hafa því geymt ýmsa forna siði meðal þjóðanna. Má þar til nefna jólamatinn og jólasvein- ana. Jólin eru líka hátíð húsmæðr- anna. Þá fá þær tækifæri til að sýna listræni sitt og myndar- skap. Það þarf að gera allt heim- ilið glansandi hreint, láta börn- in hafa ný föt, að minnsta kosti einhverja flík. Baka kökur og búa til góðan mat og fjölda margt annað. Þó allt mismun- andi eftir efnum og ástæðum. Allt þetta eykur húsmóðurinni áhyggjur og má hún því gæta sín að vera ekki of þreytt fyrir jólin. Því of þreytt húsmóðir á erfitt með að skapa friðsæl og gleðileg jól. Allar menningarþjóðir munu hafa einhvern fastan, ákveðinn jólamat — einhverja tegund matar — þjóðlegan jólamat. En hvernig er það hjá okkur? Er ekki alltaf að fjölga þeim heim- ilum, sem ekki vita hvað er þjóð- legur jólamatur? Séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir svo í „íslenzk- um þjóðháttum“: „Tíðast var það, ef ekki var farið til kirkju, að jólalesturinn var lesinn um kl. 6, þegar búið var að kveikja á jólakertum og allir voru búnir að þvo sér og greiða og fara í betri fötin. Ekk- ert verk má vinna og til eru þau dæmi að kvenfólk mjólkar kýrn_ ar fyrir kl. 6 á aðfangadagskvöld til þess að óhreinka sig ekki. Þegar lestri er lokið, var farið fram og borinn inn jólamatur- inn: magáll, sperðill og ýmislegt hnossgæti, og einar 3—4 laufa- kökur. Ekki var venja að skammta hangikjöt á jólanótt- ina, að minnsta kosti sumstaðar nyrðra, og svo eftir að kaffið kom til, var kaffi og lummur seinna um kvöldið. Stundum var líka hnausþykkur grjónagrautur, með sykri út á. Þótti þetta allt mesta sælgæti. Hangikjötið var ekki skammtað fyrr en á jóla- daginn. Þá var vant að skammta, þar sem vel var lagt til hátíða- matarins, karlmönnum langlegg eða vænan bóglegg, hálfan bringukoll og brauð og flot og smér við. Stundum fylgdi og góður síðubiti af góðri kind og hryggjarstykki. Kvenfólk fékk vanalega mjaðmarstykki, síðu- bita eða aftari part af bringu- kolli, en hitt sama og karlmenn.“ Hvað af þessum gamla jóla- mat er nú boðlegt okkar mat- vanda nútíðarfólki? Eg vil segja þetta allt saman. Við þurfum aðeins að bæta það meir og framreiða það öðru vísi en áður var gert. Magállinn, eins og hann var fyrrum reyktur, mun nú orðinn sjaldgæfur, og mun varla verða tekinn upp aftur í þeirri mynd. En við höfum tekið upp aðra ágæta aðferð við matreiðslu magálsins, rúllupylsurnar, sem almennt munu þykja sælgætis- matur. Sperðill er einmitt nútíðar- matur, en gengur aðeins undir nafninu pylsur eða bjúgu, og hefir að því er ég frekast veit, alltaf verið samkeppnisfær við hverskonar útlendan mat, sem framreiddur hefir verið. Hangikjöt er jafnan uppá- haldsréttur þjóðarinnar. Þó sér- staklega hjá eldra fólkinu, en hvort það er eins sjálfsagður réttur og vera ber til mið- degisverðar á jóladaginn, er ég ekki viss um. Að minnsta kosti veit ég dæmi til þess að á jóla- daginn hefir ekkert verið borðað annað en súkkulaði og kaffi með sætum kökum, en hangikjötið hafði gleymzt. Gott íslenzkt hangikjöt ætti að vera á borði hvers einasta heim- ilis á landinu á jóladaginn, má hafa með því kartöflry: í ýmsum myndum, allskonar kál, gulræt- ur, asparges, grænar ertur, ma- karoni o. fl. Allt eftir efnum og ástæðum. Hangikjötið hefir líka þann stóra kost, að það má sjóða daginn áður, eða á Þorláksmessu eins og gert var í gamla daga. Hrísgrjónagrautur er alltaf góður matur, ekki sízt sé hann bættur með einhverju góðgæti, t. d. smjöri, rjóma, möndlum eða rúsinum. Má hafa hann kaldan eða heitan eftir ástæðum, en sé hann kaldur, er ágætt að borða með honum niðursoðna ávexti eða rabarbarabita í sykursósu. Kaffið hefir staðizt fyllilega allar breytingar nútímans, og þykir alltaf ómissandi á hverju heimili og í hverju samkvæmi. Lummurnar hafa líka staðiö sig prýðilega, nema hvað þær hafa orðið að sætta sig við að fá við hlið sér f jölda nýrra tegunda af kaffibrauði, og því stundum orðið að draga sig út í horn. Laufabrauðið tek ég nú síðast, en ekki sízt. Þar höfum við vissu- lega þjóðlegan mat, sem hvergi þekkist annars staðar. En það er því miður víðast hvar á landinu lagt niður. En það megum við konurnar ekki láta verða. Heldur þurfa húsmæðraskólarnir okkar að kenna það rækilega, og hver húsmóðir á lndinu þarf að hafa það á sínu jólaborði. Auk þess, sem laufabrauðið er þjóðlegur jólamatur, er það á- gætt til notkunar á borð með hverskonar súpum, og tekur langt fram norska flatbrauðinu land með hraðri yfirferð. Og það er vitanlegt, að sú þekking, sem menn fá á þennan hátt, stendur ekki djúpt, en hún nær víða yfir. Eftir þessa hröðu ferð um Norður-Ameríku finnst mér ég þekkja landið eins og hefði ég horft yfir það í góðu skyggni af tindum hárra fjalla. í endur- minningunni bregður fyrir ótal myndum. Ég sé bóndabæ, skarnmt frá Winnipeg, þar sem 1500 dagsláttur eru undir hveiti. Bóndinn slær allan þennan mikla akur á viku. Tvær drátt- arvélar draga hver um sig þrjár sláttuvélar. Aðrir menn taka kornbindin og hlaða þeim í litla stakka. í fyrra fékk þessi bóndl 45 þúsund dollara fyrir hveitið. en mörg undanfarin ár hafði verið uppskerubrestur og fram- leiðsla lítt seljanleg. Bóndinn hafði þá lifað á láni frá vel efn- uðum íslendingi í Winnipeg. Barnlaus hjón áttu þessa jörð. Allt var unnið með vélum, og enginn búsmali nema tveir klárar í hesthúsi. Eftir góðæri í fyrra höfðu hjónin lokað bæn- um og verið kaldasta tímann í Chicago. Yfir borðum spurðí ég húsmóðurina, hvort hún vildi heldur vera bóndakona á þess- ari gagnsemdarjörð, eða gift lögregluþjóni í Chicago. Mér þykir síðari kosturinn betri, seg- ir konan. En bóndi hennar vildi heldur búa í sveit, en halda á- fram löggæzlustarfi í stór- borginni. Vestar í hveitilöndunum, þar sem íslendingar búa, hefir ver- ið uppskerubrestur flest ár síð- an 1929. Oftast vantaði regn, og hveitið skrælnaði á sam- felldum hitadögum. Á seinni ár- um eyddist hveitið stundum af sýki, sem er engu betri en borg- firzka pestin á íslandi. Sá sjúk- dómur er nefndur „ryð“, og breiðist á svipstundu yfir heil héruð. Bæði axið og leggurinn gulnar og visnar eins og sigð dauðans hafi svifið yfir blóm- legum akrinum. Enn önnur meinsemd er haglið. í hinum mestu sumarhitum getur haglið brotið niður og eyðilagt allan gróður á víðlendum svæðum. Haglkornin eru venjulega álíka stór og hænuegg, en oft stærri. Bændur reyna að tryggja sig gegn haglskemmdum í vátrygg- ingarfélögum, en það er dýrt og ef illa lítur út með verðið, hafa fæstir efni á því. Þannig er akuryrkjan í hinum frjóu hveitilöndum háð ótal erfið- leikum eins og landbúnaður og fiskiveiðar á íslandi. Þegar landar komu vestur, gerðust margir þeirra veiði- menn, einkum við tvö stór vötn í Kanada, Winnipeg- og Mani- tobavatnið. Þessi veiði er stund- uð bæði vetur og sumar. Á vetr- um eru netin lögð undir ís, og má telja víst að þær aðferðir ætti að nema við vatnaveiði hér á landi. Aflinn úr þessum miklu vötnum er fluttur í ís til stórborganna á austurströnd- inni. New York ræður þar mestu um. Sú fisksala er nálega öll í höndum Gyðinga. Frá stórvötnunum í Kanada líður hugurinn vestur á strönd. Utan við eina íslendingabyggð þar lágu um miðjan ágúst Góðar bækur til jólagjafa handa ungum og gömlum. Miklu úr að velja Bókaverzlun Gudm. Gamalíelssonar. 2 0 STK. PAKKIW KOSTAR K R . 1.70 Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar Hl ÐIR og SKLWT, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessurn vörum í verð. — SAMRAND ÍSL. SAMVIWUFÉLAGA selur WUTGRIPA- HÚÐIR, RROSSÐÚÐIR, KALFSKIW, LAMR- SKIW o« SLLSKIW til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRI R TIL SÚTUAAR. - IVAUT- GRIPARÚÐIR, RROSSHÚÐIR og K ALFSKIW Annast kaup og sölu verðbréfa. TRÚLOFUN ARHRIN G AN A, sem æfilöng gæfa fylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. og sænska flatbrauðinu, sem svo mikið er notað í sínum heimalöndum. Verði nokkur íslenzkur matur sýndur á heimssýningunni í New York að ári, þarf það að vera laufabrauð. J. S. L. hundruð vélbáta, sem allir veiða lax í sjónum. Meðfram strönd Kanada að vestan er víða mikil laxgengd, en þó allra mest í Alaska. Laxinn gengur í stríð- um straumum upp í árnar til að hrygna, en hann er ekki veiddur þar, heldur eingöngu í sjónum. Laxinn er fallegur fisk- ur en venjulega er styrjöld kringum hann. Fiskimenn frá Bandaríkjunum og Japan skjóta hver á annan út af laxa- netum við Alaska. í Boston á austurströndinni eru mestar togaraveiðar við Ameríku. Þar eru allmargir ís- lenzkir sjómenn og skipstjórar á þeim flota, og þykja afbragð annarra manna, veiðisælir og duglegir. Sem betur fer leggja Bandaríkjamenn enn fremur litla stund á útgerð. Þess vegna er þar von um sölumöguleika fyrir íslenzkan fisk. Klettafjöllin eru há og tígu- leg, víða vaxin háum skógi, en jöklar á hæstu tindum. Sunnan til í fj allgarðinum rignir lítið. Þar eru fjöllin og háslétturnar gul og gróðurlaus. Allvíða á þessum slóðum lætur stjórn Roosevelts gera mikla stiflu- garða í stórvötnin, framleiða feikn af rafmagni og dæla síð- an vatninu með raforku, svo að það flæði yfir víðáttumikil eyði- lönd. Á hverjum þvílíkum stað má búa til nýtt Egyptaland, því að sólin og vatnið gera krafta- verk. Inni í Klettafjöllunum er landið víða friðlýst. Gulsteina- garður er elztur af þjóðgörðun- um, friðaður fyrir 70 árum. Þar (Framh. á 4. síöu) Sígurður Olason & Egíll Sigurgeírsson Málllutningsskrifstofa Austurstræti 3. — Sími 1712. er bezt að salta, en gcra verðnr það strax að loktnnt slátrnn. Fláningu verðnr að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- uiium, bæði ár holdrosa og' hári, áður en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrnm, borgar sig. Raflagnír. - Viðgerðir rafvéla og tækja. Kopar keyptur I Landssmiffjunni. RAFVIRKINN S.F. Sími 53S7. — Skólavörðustíg 4. 160 Andreas Poltzer: hann fleygði seðlahrúgunni kæruleysis- lega á „aðra tylft“ á miðju borðinu. Það var skiljanlegt, að spilararnir horfðu á hann, því að jDað var sjaldgæft þarna að sjá hærri viðurlög en fimm pund. Whinstone hafði læðzt nær og hafði ekki augun af Sluice. Honum sást ekki heldur yfbir ofurlitla bendingu frá spila. stjóranum, þó að hún virtist ekki áber- andi né grunsamleg. Whinstone taldi víst að þetta væri merki til féhirðisins. Hann hefði þorað að veðja aleigu sinni um, að engin tala á annarri tylftinni kæmi upp í þetta skipti. Það var svo í flestum þessum leynilegu spilaklúbbum, að spilahjólið hafði líka sín leyndarmál. Sluice hlýtur að hafa haft huglesara- gáfur, því að áður en varði greip hann seðlahrúgu sína af borðinu og tróð henni ofan í vasa sinn. Þetta var í rauninni viturleg ráðstöf- un, því að nú talaði hás rödd féhirðisins, sem Whinstone fannst ekki laus við gremju, þau orð, sem hafa orðið svo ör- lagarík mörgum spilamanni: — Zerol Louis Napoleon Sluice, sem hafði bjargað þarna ekki óverulegri fjárupp- hæð á síðasta augnabliki, gaf féhirðin- um rífleg ómakslaun og sneri frá spila- borðinu. Nokkrum mínútum síðar fór hann út úr salnum. Patricia 157 þeirra í hug, að ungi maðurinn væri kona, og gamla konan karlmaður? Alice Bradford gleymdi því ekki, að hún var í karlmannshlutverki og lét gömlu konuna fara inn á undan sér. Whinstone fulltrúi — því að það var hann, sem duldist undir þessu merkilega gerfi — þakkaði fyrir kurteisina með því að kinnka kolli. Risinn John Plane leit tortryggnislega til þeirra. Hann var mannglöggur og minnisgóður, en ekki mundi hann eftir að hafa séð þetta fólk fyrr. Gráhærða konan með slæðuna strunz. aði fram hjá John, án þess að segja orð. En ungi maðurinn, sem kom fast á eftir henni, sagði í hálfum hljóðum við dyra- vörðinn: — Threepence! Það var inngangsorðið. Risinn hélt, að þau tvö væru samferða og hleypti gömlu konunni áfram umyrðalaust. Whinstone hafði treyst þessu. Því að hann vissi ekki inngangsorðið, en það vissi pilturinn. Alice Bradford hafði ekki tekið eftir þessu klókindabragði gömlu konunnar gráhærðu. Whinstone fulltrúi hafði eftir nokkra umhugsun komizt að þeirri nið- urstöðu, að hann ætti að koma í Old Man’s Club í gerfi ameríkanskrar kerl- ingar, sem langaði til að sjá lífið. Hann treysti ekki fyllilega þagmælsku John

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.