Tíminn - 31.12.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.12.1938, Blaðsíða 2
334 TÍMIM, laugardagiim 31. des. 1938 84. ]>la» Jónas Jónsson; Um áramotin ^gímtnn Laugurdaginn 31. des. Launakjör í bönkum íhalds- og kommúnistablöð í Rvík hafa undanfarið verið með ónot út af ráðningu hinna nýju bankastjóra við Útvegsbankann og launakjörum þeirra. Hafa þau m. a. ráðizt á fjármálaráð- herra og atvinnumálaráðherra út af þessum málum. Slíkt er vitanlega á misskilningi byggt, því að ráðherrarnir hafa ekkert ákvörðunarvald, hvorki um ráðningu bankastjóra né launagreiðslur til þeirra. Það vald er í höndum fulltrúaráðs bankans. Viðvíkjandi ráðningu banka- stjóranna má taka það fram, að fulltrúaráðinu var, eftir samþykktum bankans, skylt að ráða menn í þessar stöður, því að samþykktirnar mæla svo fyrir, að bankastjórar skuli vera þrír, og á hluthafafundi síðastliðið vor kom ekki fram nein rödd um að breyta því fyrirkomulagi, hvað þá að nein slík ákvörðun væri gerð. Enda er það svo, að flestir hafa tal- ið það eðlilega öryggisráðstöf- un í banka sem þessum, að framkvæmdastjórar væru fleiri en einn*). Og enginn vafi er á því, að fulltrúaráðinu var af ýmsum ámælt fyrir það, að ráða ekki menn í þessar stöður fyr en gert var. Gegn sjálfu vali bankastjóranna hafa engin frambærileg rök verið borin fram. Samkvæmt lögum eiga banka- stjórar Útvegsbankans að kjósa einn mann í innflutnings- og gjaldeyrisnefnd. Meðan Jón Baldvinsson lifði, gegndi hann því starfi. En nú í nóvember kusu bankastjórarnir Valtý Blöndal bankastjóra í starfið. Fulltrúaráð bankans mun hins- vegar hafa talið, að ástæða væri til að fela einum banka- stjóranum sérstaklega umsjón með starfsemi Fiskiveiðasjóðs, en starfrækslu þeirrar stofnun- ar annast bankinn fyrir hönd ríkisins. Þessi umsjón var af fulltrúaráðinu — eftir því sem frá er skýrt — falin þeim bankastjóranum, sem áður hafði engin launuð aukastörf, og honum ákveðin nokkuð hlið- stæð þóknun við það, sem hin- ir bankastjórarnir höfðu og bankastjórar höfðu áður haft fyrir aukastörf. Hefir fulltrúa- ráðið við ákvörðun þessa vafa- laust nokkuð á það litið, að ekki væri eðlilegt, að einn bankastjóri fengi miklu lægri launagreiðslur en allir aðrir, er sama starfi gegna. Það er líka vel skiljanlegt, að hvaða bankastjóri, sem er, kunni þvi illa, að vera þannig settur skör lægra en aðrir. En sjálfsagt hef- ir fulltrúaráðið sín rök fyrir þessari ráðstöfun. En blaðaskrif þau, sem orðið hafa um þetta atriði, eru Tim- anum alveg sérstaklega kær- komið tilefni til að benda á það, sem þrásínnis áður hefir verið vakin athygli á hér I blaðinu, að launakjörin í bönkum lands- ins þurfa gagngerðrar endur- skoðunar við og þar á meðal hversu fara skuli með greiðsl- ur fyrir aukastörf þau, er allir bankastjórar annast meira og minna jafnframt hinum föstu embættisstörfum sínum. Samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn hefir aflað sér um kaupgreiðslur til allra banka- stjóranna sex í aðalbönkunum tveim,eru þær sem næst því, er hér segir: Bankastjórar Landsbankans hafa hver um sig næstum 22 þús. kr. í föst embættislaun frá bankanum. Auk þess hafa tveir af bankastjórunum um 4000 kr. og einn um 3000 kr. fyrir laun- uð aukastörf. Samtals hafa þeir því 25—26 þús. kr. í árskaup. Sá bankastjórinn, sem fyrir var í Útvegsbankanum (Helgi Guðmundsson) hefir í föst em- bættislaun sama og banka- stjórar Landsbankans, eða um *) Um Búnaðarbankann gegn- ir nokkuð öðru máli, því að þar fara lánveitingar að verulegu leyti fram samkvæmt fyrirmæl- um laga. (Framli. af 1. síðu) ir opnum tjöldum. Norrænu þjóðirnar hafa deilt, barizt og stundum beitt kúgun innbyrð- is. En þau skipti hafa verið hreinleg og með engri lævísi, njósnum eða svikum. Og Norð- urlandaþjóðirnar munu aldrei beita hrekkjum né lævísi hver við aðra. Frelsi norrænna þjóða, menning þeirra og fullkomið lýðræðið mun á enn hærra stigi en fyrr tryggja bróðurleg viðskipti. Einni hættu þarf ísland þó að sneiða vandlega hjá, og það er að lenda ekki í skuldasúpu við hinar ágætu frændþjóðir. Það myndi vera alveg sérstakt smekkleysi að leggja stund á að mynda skuldir vegna íslands í Danmörku, meðan verið er að losa um gömul og óviðeigandi bönd milli þjóðanna. Þeir menn, sem vilja sér til augnabliks- gleði auka skuldir þjóðarinnar við útlönd á yfirstandandi tíma eru ekki að berjast fyrir frelsi, heldur áþján, þjóðinni til handa. Utanríkismál íslendinga við Danmörku má leysa á eðlilegan hátt með fullri vinsemd og drengskap, en í þeim efnum verður hin skapandi sókn að koma frá íslendingum og það á næstu misserum. En þessa lausn þarf að gera með fullri fram- sýni og stefnufestu, því að í hinum miklu átökum stórþjóð- anna ber straum atvikanna ís- land og Danmörk í gagnstæðar áttir um stundarsakir, og það engu síður þó að fullkomið jafnrétti hafi tryggt varanlegan vinarhug milli þessara frænd- þjóða. Áður en gengið er frá stjórn- arfarslegum lokaskiptum ís- lendinga og Dana, þyrfti að vera til á sem flestum heimil- um á landinu léttlæsilegt yfir- lit um æfi og störf Jóns Sigurðs- sonar, þannig, að borgarar landsins hefðu glögga yfirsýn um stefnu og vilja þess manns, sem lagt hefir grundvöll að nú- tímaþjóðfélagi íslendinga. Hin mikla útgáfa Páls Eggerts er í þessu efni ofviða öllum þorra lesenda í landinu, sakir stærð- ar. En vegna rannsókna dr. Páls, er nú tiltölulega auðvelt að rita handhæga bók um stefnu og störf Jóns forseta, með því þó að rekja meira en hann hefir gert erlend áhrif á frelsisbaráttu íslendinga. Með því að svo getur farið, að eng- inn hafi betri tíma til að gera slíkt yfirlit á næstu tveim ár- um heldur en ég, hefi ég í huga að freista að leysa þennan vanda, nema ef svo skyldi fara, að einhver annar væri nú byrj- aður eða gæti lokið verkinu á næstu missirum. En síðan heimsstyrjöldinni lauk hafa komið upp nýjar stefnur í utanríkismálum sumra áhrifamikilla samtíðarþjóða, þar sem unnið er með allt öðr- 22 þús. kr. Auk þess hefir hann um 4000 kr. fyrir launuð auka- störf eða alls um 26 þús. kr. Nýju bankastjórarnir í Út- vegsbankanum hafa 12 þús. kr. í föst embættislaun og um 4000 kr. fyrir launuð aukastörf eða alls um 16 þús. kr.*) Um það ættu nú allir sann- gjarnir menn að geta verið sammála, að sízt sé ástæða til að gera veður út af kaup- greiðslum þeirra tveggja banka- stjóranna, sem lægst eru laun- aðir. Óheilindi blaða þeirra, sem rætt hafa þetta mál und- anfarið, eru því auðsæ. Tíminn er hinsvegar þeirrar skoðunar, að launakjör allra þessara manna þurfi endur- skoðunar við og að þau séu ekki í samræmi við gjaldgetu þjóð- arinnar. En það er ekki eðlilegt að taka einstaka menn út úr og framkvæma „réttlætið" á þeim einum. Málið verður að taka fyrir í heild. En vel má á það minna í þessu sambandi, að árslaun æðstu embættismanna þjóðarinnar, ráðherranna, eru 10 þús. kr. *) Vera má þó, að banka- stjórarnir hafi einhver auka- störf hjá einkafyrirtækjum, sem blaðinu er ekki kunnugt um. um hætti heldur en Norður- landaþjóðir búa hver að ann- arri. Þessar nýju stefnur byggja á því að ríki, sem hyggur á vax- andi útþennslu um pólitísk og fjárhagsleg völd, byggir upp flokka í öðrum löndum með fjárframlögum, pólitískum á- róðri og harðræði í verzlunar- skiptum. Ef útlent ríki ræður yfir stjórnmálaflokki í lýð- frjálsu landi, er sama og óvina- her sé í landinu, þó að ekki beri á hættunni í augum grunn- færra manna. Þarf raunar ekki að orðlengja um þá hættu, sem frjálsri þjóð stafar af því að valdhafar í útlendum ríkjum geri gildandi vilja sinn innan þjóðlegra borgarmúra. Hættan kemst á hástig, ef tvær and- stæðar þjóðir eiga flokksdeildir í frjálsu landi og láta þær hefja þar stórdeilur til að þóknast sínum erlendu húsbændum. Næst því að efla flokka í öðrum þjóðþingum, nota hinir kænu nútímamenn þá aðferð að beita harðræði í verzlunarskiptum, með því að gera það að skilyrði fyrir vörusölu og vörukaupum, að hin erlenda þjóð fái íhlutun um stjórn landsins, þótt leynt færi. Er þá stundum heimtað, að sú þjóð, sem veikari hefir aðstöðuna, setji áhrifamenn úr störfum fyrir almenning. Blaða- mönnum er vikið frá blöðum fyrir skoðanir sínar o. s. frv. Þar sem þjóð tekur það ráð að verða við slíkum kröfum, er frelsið farið. Slík þjóð er hætt að vera frjáls og fullvalda, ef önnur þjóð getur sagt henni fyrir um hversu hún stjórnar sínum innri málefnum. íslendingar þekkja úr forn- sögu sinni dæmi um slíka sókn á hendur íslandi og snilldarlega vörn. Noregskonungur bað að gefa sér Grímsey. Mörgum sýndist þetta meinlaus bæn. En hinn vitri bóndi Einar Þveræ- ingur sagði, að konungi gengi til framsýn kænska. Frá hinni litlu fótfestu í Grímsey ætlaði hann að ná íslapdi undir sig. Einar Þveræingur gaf þjóð sinni það ráð, sem enn er í fullu gildi um utanríkisstjórn. Hann ráðlagði að sýna yfirmanni norsku þjóðarinnar fulla kurt- eisi, gefa honum smekklegar gjafir, en láta hann ekki fá nokkra valdaaðstöðu í landinu. íslendingar eru kunnir hin- um gömlu baráttuaðferðum,sem einkennt hafa skipti þeirra við Dani í meir en öld, og eru þar vel að manni. En hin nýja stjórnarstefna, sem vel mætti kalla endurfædda Grímseyjar- bón Noregskonungs, er lítið kunn og lítið rædd á íslandi, enda litið reynt hér á enn. Þó væri óvarlegt að búast við að vinnuaðferð, sem nú er beitt daglega í mörgum löndum næði aldrei hingað. Þess vegna er hér bent á þær tvær meginhættur, sem sú hin nýja Grímseyjar- stefna getur leitt yfir litla, í báðum bönkunum eru það fulltrúaráðin en ekki Alþingi eða ríkisstjórnin, sem ákveða laun bankastjóranna eins og þau nú eru. Hinsvegar hefir þó Alþingi haft hug á að láta þetta mál til sín taka, því að eitt þeirra verkefna, sem milliþinga- nefndinni í bankamálum voru falin, var að gera tillögur um launagreiðslur í bönkunum. Er þess fastlega að vænta, að nefndin taki það mál til með- ferðar og njóti til þess stuðn- ings bankaráðanna. Sjálfsagt er að minna á það, að eftir því sem Tíminn veit bezt, eru það ekki bankastjór- arnir einir, sem hafa launa- kjör í ósamræmi við gjaldgetu atvinnuveganna. Ýmsir aðrir starfsmenn bankanna hafa laun, sem eru alltof há, t. d. samanborið við það, sem ríkið greiðir embættismönnum sín- um. Því ber sízt að neita, hversu nauðsynlegt það er, að til for- stöðu og trúnaðarstarfa í bönk- unum veljist hinir hæfustu menn og að gott er að geta gert svo vel við slíka menn — ef af bera — að tryggja megi stofn- unum þessum starfskrafta þeirra. En hér gildir það sem oftar, að geta þjóðarinnar verður að ráða rausn hennar. frelsiskæra þjóð. Ef íslendingar vilja gæta fengis frelsis og fremur auka það en minnka, þá verða þeir að gæta þess, að flokkar, sem hér kunna að myndast og starfa undir er- lendri stjórn, hafi engin áhrif á meðferð þjóðmála, og að taka heldur þá leið að klæðast vað- máli og lifa af íslenzkri fram- leiðslu að fornum sið, en að kaupa erlendan glysvarning sér til augnagamans og stundar- gleði, og afsala sér um leið frumburðarrétti hins frjálsa ís- lendings, og leggja eftirkom- endur sína í þá fjötra, sem kunnir eru úr sögu þjóðarinnar, meðan hún laut erlendu valdi. Innanlands hefir samstarf þíngflokkanna stórlega breytzt til batnaðar hin síðari missiri. Má segja, að verzlunarkreppan utan úr heimi hafi þjappað stjórnmálaflokkunum saman, án þess að nokkur innri breyt- ing hafi orðið í sálum mann- anna. Ég hefi nokkrum sinn- um í dánarminningum um látna stjórnmálamenn úr öllum ís- lenzkum þingflokkum bent á hið óhæfilega mannfall í þeirri sveit, þar sem hraustir menn væru útslitnir á hálfri manns- æfi. Það er almennt viðurkennt að þetta sé rétt. Og af hygg- indum, en ekki hugleysi, mun verða unnið í þá átt að minnka óþörf bolatök í stjórnmálalíf- inu, og koma þingvinnunni þannig fyrir, að meira vinnist með minni tilkostnaði. í öllum þrem þingflokkunum er góður hugur um að skapa meiri ró og virðuleik um störf Alþingis heldur en verið hefir. í fyrra var svo þrengt að þinginu, að farið var að senda með smá- reikninga til greiðslu inn í þingsalinn, og áróðursmenn ut- an úr bæ tóku sér vígstöðu inni í þingdeildinni við-stóla alþing- ismanna. Mér þykir sennilegt, að í vetur verði hindraður ná- lega allur umgangur utan- þingsmanna og allar símahring- ingar til þingmanna meðan stendur á þingfundum. Takist það mun væntanlega allmikið breytast meðferð þingmála í þá átt að stytta þingtímann og létta nauðsynleg vinnubrögð. Þessi breyting á samstarfi þingflokkanna þriggja hefir komið svo að segja sjálfkrafa og án samninga. Blöðin og ýmsir góðir borgarar hafa aft- ur á móti rætt mikið um líkur fyrir samstjórn allra flokkanna. En það umtal er byggt á ýkjum, og má óhætt fullyrða, að enn hefir ekkert verið gert til að koma á slíku samstarfi. Á því eru miklir erfiðleikar, og þrátt fyrir stórlega bætta sambúð þingflokkanna, er tæplega að tala um skilyrði fyrir þátttöku þeirra í sameiginlegri ríkis- stjórn nema vegna aðsteðjandi stórfelldra erfiðleika. Aþenu- menn og Spartverjar gátu sam- einast stutta stund þegar Pers- ar stóðu með eld og stál yfir höfðum þeirra. Eitthvað svip- að má segja um samstarfsvilja íslendinga. Út af grein í Mbl. um hinn enska verkamannaforingj a Mac Donald hafa spunnizt umræður um hugsanlega sambræðslu ríkisstjórnar. Ég hefi lýst yfir, að ég vildi hvorki frá Fram- sóknarmönnum eða öðrum flokkum þvílíka menn og hann var til stjórnarstarfa. Það, sem einkenndi MacDonald, var hin innihaldslausa vegtyllulöngun, þar sem málefnum var fórnað fyrir skammsýnan og lítils- verðan metnað. Framsóknar- menn og Mbl.menn hafa eitt sinn haft sambræðslustjórn í þrjú ár frá 1917—20. Jón Magn- ússon og Sigurður Jónsson voru framkvæmdastjórar flokkanna. — Jón Magnússon er einn hinn kænasti andstæðingur, sem Framsóknarmenn hafa átt í höggi við. En þetta þriggja ára samstarf lánaðist vel. í skjóli við samstarf þessara flokka kom hin friðsamlega lausn sambandsmálsins 1918. Jón og Sigurður unnu báðir fyr ir landið og hvor fyrir sinn flokk. Báðir flokkarnir efldust á þessu tímabili. Sigurður Jóns- son var trúr hugsjónum sínum, en bæði hann og Jón Magnús son tóku á hinum aðkallandi vandamálum stríðsáranna sem nýjum málum og leystu þau á þann hátt. Framsóknarmenn hafa til samstarfs við aðra flokka engan MacDonald. En þeir hafa bæði í núverandi (Framh. á 4. siðu) GLEÐILEGT IVÝÁK! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Veggfóðrarinn h.f. GLEÐILEGT NÝAlí! Þökkum viðskiptin á liðnu ári. H.f. Hamar. GLEMLEGT VÝAli! Soffíubúð. GLEIHLEGT AÝAlt! Þökk fyrir liðna árið. Raftœkjj ueinhasalu ríhisins. GLEÐILEGT PíÝAR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Svanur h.f. GLEÐILEGT AÝAlS! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Kolaverzlun Guðna Einarssonar & Einars. GLEÐILEGT ÝÝAll! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Litir & Löhh. GLEÐILEGT lAÝÝK! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Efnálaug Reghfavíhur. >♦♦♦♦♦♦♦♦♦< GLEÐILEGT IVÝ ÁH! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar. GLEÐILEGT IVÝAR! Niðursuðuverhsmiðja S. Í. F. GLEÐILEGT >Ý\R! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Rrœðurnir Ormsson. íjtœuæmœœsmnœsmææmnmœBí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.