Tíminn - 05.01.1939, Síða 2

Tíminn - 05.01.1939, Síða 2
6 TÍMI1\N, fimmtMdagmii 5. jamiar 1939 2. blað Samstarf fslendinga austan hafs og vestan EStir Jónas Jónsson NIÐURLAG 12. Danir hafa nærri Viborg á Jótlandi samkomustað, þar sem árlega er haldin hátíð Ameríku-Dana, sem koma heim. Til orða hefir komið, að árlega yrði haldin hátíð Vestur-ís- lendinga á Þingvöllum. Einn sunnudagur yrði helgaður Vestmönnum, og kæmu ekki aðrir á Þingvöll þann dag en landar vestan um haf og gestir þeirra. Sr. Rögnvaldur Péturs- son lagði til í sumar við mig, að þessi hátíð væri sameiginleg fyrir ajla íslendinga sem bú- settir væru ytra og kæmu heim. Daginn yrði að miða við það að sem allra flestir landar frá öðrum löndum gætu verið þar staddir. 13. Mannaskipti yfir hafið mun aukast um leið og beinar skipaferðir takast frá Reykja- vík til New York. Mér hefir komið til hugar, að Alþingi í vetur ætti að lögleiða, að ís- lenzka ríkið gæti tekið í sína þjónustu einn prest, einn lög- fræðing, einn læknir og þrjá kennara árlangt, úr hópi landa í Ameríku, ef þessir menn töl- uðu sæmilega íslenzku, og væru að námi og prófi hlutgengir til embætta þar í landi. Að því er snertir presta, gætu komið til greina prestaskipti og myndu ýmsir prestar héðan að heiman vera fúsir til að starfa Vestra eitt ár. í þeim efnum er um að eiga við fríkirkjusöfnuðina vestra, en annarsstaðar við rík- isvaldið. Myndi vöntun á ensku- kunnáttu hindra önnur starfs- mannaskipti héðan og vestur. Mér er fullkunnugt um, að fjölmargir kennarar vestra myndu vilja vera hér heima og starfa eitt ár. Kaupið hér myndi ef til vill nægja fyrir dvalar- kostnaði og annari ferðinni. Þegar beinar ferðir takast yrði miklu auðveldara með þessar framkvæmdir. Aðeins eina kvöð álít ég að mætti leggja á þá landa, er að þykjast meiri menn af því, að sýna af sér rausn og glæsi- mennsku yfir efni fram og fremur neita sér um lífsþæg- indi en að taka þau að láni, mannanna, sem skilja og viður- kenna hvernig verðmætanna raunverulega er aflað og gildi þeirra fyrir lífið. vestan kæmu á þennan hátt, og það er að vinna að viðhaldi ís- lenzks þjóðernis í Vesturheimi. Kennarar og prestar myndu hafa sérstaka aðstöðu til að kenna börnum og unglingum íslenzku, þegar vestur kæmi. 14. Ég hygg, að í skjóli við beinar vesturferðir, myndu takast skipti á börnum og ung- lingum. Landar að vestan myndu senda stálpuð börn og unglinga í sumarleyfi heim, og stundum hafa unglingana ár- langt á íslandi. Á sama hátt myndu íslenzkir foreldrar koma sínum unglingum í skiptum vestur til frænda og kunn- ingja. Á þann hátt myndu gagn- kvæm uppeldisáhrif berast milli landanna. 15. Bréfaskipti yfir hafið hafa að vonum dofnað eftir því, sem lengur leið frá landnáminu. En undir nýju formi geta bréfa- skriftir tekizt að nýju. Þjóðleg æskumannavakning er að ger- ast í sumum söfnuðum vestra, og hér á íslandi er nú að byrja æskumannahreyfing, sem stefnir að því að taka upp aukna kynningu yfir hafið. Sr. Egill Fáfnis er í Argyle braut- ryðjandi þessara samtaka vest- anhafs og myndi fyrir sitt leyti vilja vinna að því, að tengja föst bréfaskipti við unglinga á íslandi. Vökumannahreyfingin getur tekið þetta mál að sér á íslandi. 16. Allur þorri íslendinga er seinn til svars, og þykir þetta mikill ljóður á ráði okkar, að oft er ekki svarað bréfum eða fyrirspurnum. Vestur-íslend- ingum hefir oft verið mesta raun að þessu hirðuleysi. Þjóð- ræknisfélagið vestra hefir oft gegnt ræðismannsstörfum vest- anhafs, fyrir menn hér heima, m. a. bjargað ekki allfáum arfa- hlutum til handa fólki á ís- landi, sem annars hefðu glat- azt. Ef Vökumenn verða þess umkomnir í Reykjavík að hafa hér fasta skrifstofu, myndi mikil þörf á, að sú stofnun svaraði margháttuðum fyrir- spurnum vegna landa vestra. Með tímanum yrði það nokk- uð umfangsmikið en jafnframt þýðingarmikið starf til að við- halda sambandi íslendinga beggja megin hafs. 17. Fram að þessu hafa menn á íslandi ekki gætt þess nógu vel, að íslenzk skáld og lista- Aramótaræða forsætlspaðlierra ilutt í útvarpið 1. janúar 1939 ‘jgíminn Fimmtudaginn 5. jan. Að graía gull Sumir menn hafa alið þá von i brjósti, að hér á landi myndu finnast dýrir málmar í jörðu, sem gerðu þjóðina auðuga á skömmum tíma. Og þótt slíkar vonir hafi ekki verið almennar, verður því ekki neitað, að eins- konar gullgrafara hugsunar- háttur hefir fest rætur með þjóðinni á síðustu þrem til fjór- um áratugum. Þessi hugsunar- háttur er vaxinn upp samhliða gróðamöguleikum stórútgerðar- innar og viðskipta „spekulati- on“ stríðsáranna. Þó stórútgerð- in íslenzka sé nú ekki lengur nein gullnáma og verðsveifl- urnar minni en fyrir 20 árum, hafa þó hinar sálrænu afleið- ingar þessara fyrirbrigða hald- izt við meðal þjóðarinnar, trúin á möguleikana til að komast yfir fjármuni á skömmum tíma og án mikillar fyrirhafnar og sinnuleysi um þýðingu smárra fjármuna og notkun þeirra. í æfintýralegum erlendum frásögnum, er hægt að lesa um menn, sem af tilviljun fundu gullmálm í jörðu og breyttust á fáum augnablikum úr blá- snauðum öreigum í miljóna- mæringa. En æfintýrin herma líka frá því, að áhrif þessarar fljótfengnu „gæfu“ urðu ekki alltaf sem ákjósanlegust. Skil- yrði til þess að geta nótið un- aðssemda lífsins án þess að bíða tjón af, sýnist yfirleitt vera það, að hafa til þeirra unn- ið með hæfilegu móti. Hvað sem því líður, þá er víst um það, að möguleikarnir til að „grafa gull“, í eiginlegum eða óeigin- legum skilningi, eru svo fáir, að þá ber að skoða sem undan- tekningu, sem enginn getur reitt sig á. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra gerði þetta mál að umtalsefni í útvarpsræðu sinni síðastliðinn nýársdag. Hann sagði m. a.: „Málmnámur eru ekkert meginatriði, heldur hitt, að við eigum hér margskonar önnur auðæfi, sem við þurfum að læra að þekkja og nota og sem samanlagt eru miklu meira virði en allar málmnámur. — Sennilega verður aldrei neinn veraldarauður varanlegri en sá, sem moldin geymir". Það væri vel ef nýársræða forsætisráðherrans yrði undan- fari þess, að um þessi mál yrði meir rætt og ritað en gert hefir verið hingað til. Fyrir hina ungu kynslóð — og raunar alla, sem enn eiga óskerta heilsu og krafta — er það meir um vert en flest annað, að gera sér fulla grein fyrir því, að fjármuna og þar með tryggrar lífsaðstöðu er yfirleitt ekki hægt að afla sér nema með löngu og eljusömu starfi og með því að gæta þess vandlega á hverjum tíma, að á- rangur starfsins, þótt smár kunni að vera á stundum, fari ekki forgörðum. Og til þess að afla sér fjármuna verða menn að hafa sinnu og þrek til að nota sér hina hversdagslegu möguleika á landi og sjó og gera úr þeim sem mest. Ef þessir möguleikar, svo hversdagslegir, sem þeir kunna að sýnast, eru fullmetnir og fullnotaðir, er hægt að skapa auðuga þjóð á þessu landi, ef til vill fyr en margrn varir. Þar við bætist svo að ísland býr yfir vissum mögu- leikum, svo sem hveraorkunni, sem með fullum rétti má kalla óvenjulega. Reynsla vor og annara þjóða sýnir að lífsviðhorf kynslóð- anna skipta um svip og að gömul lífsviðhorf missa löngum tilverumátt sinn, þegar til lengdar lætur. Þess væri ósk- andi, að gullgrafara-hugsunar- hátturinn væri nú búinn að lifa sitt fegursta hér á landi i bili, og að farið verði að líta á hann sem úreltan og skaðlegan. Það er kominn tími til að hætt verði að líta upp til þeirra, sem fara gálauslega með fé sitt, slæpast við nám á æskuárun- um (til að auglýsa gáfur sín- ar!), eða neita að bera um- hyggju fyrir morgundeginum. Sá tími kemur, að farið verður að líta upp til þeirra, sem ekki NIÐURLAG Það er einmitt næsta eftir- tektarvert hve gersamlega við höfum treyst á þessa einu auð- lind. Það er víst óhætt að full- yrða, að ef þingmenn hefðu fyrir nokkrum árum verið um það spurðir, hvort þeir teldu að ísland gæti komizt af árlangt án Spánarmarkaðsins, myndu flestir þeirra hafa svarað því neitandi. En þegar þessi mark- aður lokaðist, þá er þetta bless- að land svo ríkt og gott, að annar atvinnuvegur, síldveiðin, sem aðeins hafði gefið 2—5 milj. króna í útflutningsverð- mæti, hækkar upp i 15—17 miljónir króna árlega, þótt það kæmi ekki gjaldeyrislega að fullum notum þegar í stað, vegna þess hve miklu varð að kosta til endurbóta á þessum atvinnuvegi. Þegar við nú athugum og metum möguleika landsins og auðlindir þess, þá erum við sennilega flest sammála um það, að stærsta veikefnið, sem nú er framundan, sé að koma sjávarútveginum á traustari grundvöll,' — hvort sem menn verða sammála um leiðirnar til þess eða ekki. Að þessu þarf að vinna nú og um næstu fram- tíð. En það sem komið hefir fyrir í sjávarútveginum, aflabrestur í 3 ár á þorskveiðum og mark- aðstap, á að minna okkur á það, sem Eggert Ólafsson drepur á í Búnaðarbálki, að það sé mikið og gottv sem sjórinn gefi, en það sé stopult, en gæði landsins séu mörg og aðalatriðið í lífi þjóð- arinnar sé að þekkja þessi gæði og öðlast skilning á því að not- færa sér þau sem flest. Það sem okkur íslendinga skortir nú, þótt mikið hafi áunnizt á seinni árum, er þekking á landinu, þekking á möguleikum þess. — í þessu sambandi langar mig til að segja ykkur frá atburði, sem kom fyrir hér fyrir rúmum tveimur árum. Ég var staddur hjá fulltrúa eins erlends ríkis hér í bænum. Það voru sungnir þar nokkrir ættj arðarsöngvar þjóðar hans. Þeir voru flestir um hið fátæka land, sem þrátt fyrir fátæktina var þó fagurt og gott. Einum gestanna þótti þetta dálítið einkennilegt, af því að þetta land er eitt af hin- um auðugri löndum álfunnar, og hafði orð á þessu. Fulltrúinn tók bók út úr bókaskápnum, atvinnusögu landsins síðustu fimmtíu ár, — þar sem rakið er hvernig þekkingin, rannsókn á landinu og auðlindum þess og menn vinna þjóð sinni oft sama gagn þótt þeir séu búsett- ir vestan hafs. — Er þess skemmst að minnast, að Step- han G. Stephansson er fullkom- lega í tölu íslenzkra þjóð- skálda þótt hann byggi vestra öll sín fullorðinsár. íslenzka ríkið þarf að muna vel þessa staðreynd, og efla engu síður ís- lenzka listamenn í Vesturheimi. Var tilraun gerð í þessa átt í fyrsta sinn í fyrravetur, er menntamálaráð veitti Guttormi Guttormssyni listamanni laun fyrir það ár. Fálkaorðan hefir lítt verið notuð til að heiðra landa vestan hafs, og sem von- legt er af litlum kunnugleika. Þarf úr þessu að bæta og heiðra engu síður á þann hátt landa búsetta vestra, heldur en þá, sem hér eiga heima. Mér sýnist að sæma eigi heiðursmerki Fálkaorðunnar landa vestan- hafs, bæði þá sem sérstaklega vinna að viðhaldi íslenzkkrar menningar vestra og þá, sem eru íslandi til sérstakrar sæmd- ar með almennri starfsemi í Vesturheimi. Að vísu munu raunar margfalt fleiri eiga skil- ið þá viðurkenningu heldur en til verður náð. En hitt er aðal- atriðið, að landar vestra finni, að þeir séu um allan metnað jafnt settir löndum þeim, sem heima búa. 18. Fjöldi ungra íslenzkra karla og kvenna vestanhafs giftist enskumælandi mönnum. Allmargt af þessu ameríkska fólki myndi geta lært íslenzku til verulegra muna, ef það fengi til þess skynsamlegan stuðning. Tilfinnanlega vantar íslendinga kennslubók í þessu skyni. Væri það mikill vinar- greiði við landa vestra, ef slík bók væri ger hér heima og höfð til sölu vestra. í blönduðum hjónaböndum er það auk þess sérstaklega þýðingarmikið, að bæði hjónin skilji móðurmál beggja. íslendingar í Vestur- heimi hljóta að leggja stund á að börn foreldra, þar sem ann- að er íslenzkt en hitt ame- ríkst, eigi kost á að læra ís- lenzku. Þarf þar fyrst hentuga kennslubók með enskum þýð- ingum, og síðan íslenzkar náms- bækur til áframhalds. Mætti þar nota sumar þær bækur, sem ríkisútgáfan hefir látið gera fyrir íslenzka skóla. 19. Ég álít að fátt myndi gleðja landa vestra meir, af sendingum héðan að heiman, heldur en ef send væri vestur góð kvikmynd af landinu, at- vinnuvegum, mannvirkjum og þjóðlífi, eins og það er nú. — Gamla fólkið, sem þráir að koma heim stutta stund fyndist draumar þess rætast. Unga fólkið sæi ættland forfeðranna og athafnir frænda sinna. Ef góður fyrirlestramaður færi með slíka mynd um allar borgir og notkun þeirra, hefir breytt fá- tæku landi í ríkt land. — En það eru ennþá sungnir gamlir söngvar um hið fátæka land. Það er margt hér næsta auð- sætt, sem gera þarf. Það er ekki hægt að neita því, að það er ömurlegt skiln- ingsleysi, sem kemur fram í garðræktarmálum landsins. Á það hefir verið bent áður, en er aldrei of oft gert, að við notum hér kartöflur fyrir um 1 milj. kr. eftir gildandi verðlagi. Þar af kaupum við y3, eða fyrir um 300 þús. kr. frá, útlöndum. Við notum þó ekki til matar af þessari vöru nema um y3 hluta af því, sem sumar aðrar þjóðir neyta af þessari hollu fæðuteg- und. M. ö. o. við getum vel not- að hér til matar kartöflur fyrir mikið á 3. miljón króna, sem þýðir það, að unnt væri að auka framleiðsluna um 2 milj- ónir króna eða sem svarar þrisvar til fjórum sinnum því, sem ríkið leggur, fram til at- vinnubóta, og sem mörgum þykir blóðskattur. Reynzla síð- ustu ára, einkum síðasta sum- ars, sýnir, að megináherzlu ber að leggja á aukningu garðrækt- ar þar sem frosthættan er minnst eins og á Reykjanesi og suðurströndinni yfirleitt, og víða eru þar tilvalin svæði fyrir garðrækt í stórum stíl. En hér er margs að gæta. Menn hafa ekki ennþá lært til fullnustu ýms undirstöðuatriði garðræktr arinnar, svo sem að nota rétta tegund áburðar, og nauðsynleg verkfæri til þess að vinnan not- ist sem bezt. Aukning garðrækt- bæi, þar sem íslendingar búa vestra, þá myndu áhrif slíkrar farar vera ógleymanleg. En jafnframt þessu þyrfti góður myndatökumaður að fara um allar byggðir íslendinga vestra og taka mynd af landi og þjóð. Eftir ósk minni gerðu tveir á- gætir landar vestra, læknir og lögfræðingur, Bierfeel og Árni Eggertson yngri tilraun í þessa átt í sumar sem leið. í mann- margri íslendingabyggð tóku þeir á sunnudegi kvikmynd af kirkjunni utan frá, af prestin- um í kirkjuskrúða, af 30 ferm- ingarbörnum, sem verið var að kristna og af öllum söfnuðinum, er hann gekk úr kirkju. Á slíkri allsherjar kvikmynd af lífi landa vestra mætti rekja sögu kyn- stofnsins og því betur ef fyr væri byrjað. Þessa mynd þyrfti síðan að sýna með viðeigandi skýringum í öllum kvikmynda- húsum og skólum á íslandi. Jafnframt þyrfti slík mynd með stöðugum viðaukum að vera til í íslenzku safni í Ameríku. 20. í Winnipeg er starfrækt- ur menntaskóli, sem kenndur er við Jón Bjarnason. Hann á gott hús, tvær hæðir. Byggingin not- uð til kennslu og fyrir lestrar- félag landa í borginni. Komið hefir til orða að bæta einni hæð ofan á húsið, og væri það þá svo mikil bygging, að vel mætti hún vera meginstaður hinna ís- lenzku menningarmála í Vest- urheimi. Af eðlilegum ástæðum hefir svo farið, að Jóns Bjarnasonar skólinn starfar nú að mestu á ensku og mikill meiri hluti nem- enda er ekki íslenzkir unglingar. Áður en langt um líður hlýtur að verða einhver veruleg breyt- ing á skólanum. Þætti mér ekki ólíklegt, að honum yrði breytt í þjóðlegan vakningarskóla ís- lenzkan fyrir unglinga frá ferm- ingu til tvítugs. Er að minni hyggju veruleg vöntun á slíkum skóla, ekki síst fyrir unglinga úr íslenzku sveitabyggðunum. Auk vetrarskóla mætti starfrækja í sömu stofnun styttri námskeið, t. d. í sumarfríi annan skóla og hefir stjórn Þjóðræknisfélags- ins einhvern undirbúning um það mál. Ég álít að íslenzka ríkið ætti að leggja Jóns Bjarnasonar skólanum til tvo unga og hrausta kennara, sem væru bú- settir vestra 2—3 ár og þá væri skipt um. Það skyldi vera starf þessara heimansendu manna að kenna hreina íslenzku, sögu landsins og bókmenntir. Auk þess gætu þeir að einhverju leyti unnið að rannsóknum á sögu íslendinga í Vesturheimi. Vesturför þessara kennara yrði talin einskonar námsstyrkur og ætlazt til að þessir kennarar flyttu áhrif frá Ameríku heim til gamla landsins. 21. En í Jóns Bjarnasonar arinnar er af mörgum ástæðum stórmál fyrir íslenzku þjóðina, og það ekki sízt nú. Ekkert er betri undirbúningur til þess að draga úr þeim óþægindum, sem styrjöld og aðflutningsörðug- leikar eða önnur vandkvæði á að fá sumar nauðsynlegar mat- vörutegundir frá útlöndum, geta valdið. Mjölvörur eru næstum einu matvörurnar, sem okkur skortir í landinu sjálfu og í stað þeirra getum við með góðu móti notað garðmat að mestu leyti. Og við ættum ekki að gleyma því, að heimsófriður getur verið nær en við í dag ætlum. Þetta eina dæmi út af fyrir sig sýnir okkur, hve mikið vant- ar á að við höfum opin augu fyrir gæðum landsins, gæðum, sem liggja fyrir framan fæturna á okkur, ef svo mætti segja. í sambandi við þetta kemur svo fyrirbrigði eins og það, að tveir af þeim 40 læknum, sem keppa um atvinnu við lækningar í Reykjavík, sýna áhuga sinn fyrir mataræði og heilsu þjóð- arinnar, ekki í því eins og menn skyldu halda, að hvetja til auk- innar garðræktar, sem vitan- lega er eina leiðin fyrir þjóð- ina almennt í þessu máli, held- ur hinu, að gera kröfur til þess að fluttir séu inn ávextir frá fjarlægum löndum, sem vitað er að aðeins 5%, eða álíka lítið brot af þjóðinni, geta notfært sér fyrir kostnaðar sakir. Það kann að vera að þetta geti auk- ið eftirtekt á þessum læknum og aukið atvinnu þeirra eitt- hvað, en vegna heilsu 95% af húsinu ætti að vera meira en hin þjóðlega kennsla. Þar ætti að vera skrifstofa og aðalheim- ili Þjóðræknisfélagsins. Og þar ætti að vera safn íslenzkrar menningar í Vesturheimi. Þang- að ætti að safna og geyma vel ljósmyndir af landnemunum, og afkomendum þeirra, mynd- um af íslenzkum húsum og mannvirkjum, ættartölum Vest- ur-íslendinga, skjölum um sögu íslenzku byggðanna, kvikmynd- um úr lífi íslendinga báðum megin hafs. Að lokum ætti þar að vera málverk og höggmynd- ir af hinum merkustu leiðtog- um íslendinga vestra, jafnt konum sem körlum. Það væri einskonar frægðarhöll hins ís- lenzka kynþáttar í Vesturheimi. Vera má að löndum vestra þætti við eiga að hafa I þessu safni sýnishorn af verkum ís- lenzkra listamanna, og mætti hafa þar sýnishorn, sem skipt væri um með nokkurra missira millibili. Jafnhliða því ætti að sjálfsögðu að hafa þar sem full- komnast sýnishorn af verkum íslenzkra listamanna vestan- hafs. 22. Hámark þeirrar viður- kenningar, sem landar vestan- hafs hafa hlotið fyrir fram- göngu sína í Ameríku, er Leifs- styttan í Reykjavík. — Þing Bandaríkjanna hefir gefið ís- landi myndina eingöngu fyrir forgöngu landa vestra. Á fót- stalli myndarinnar stendur á ensku frá Bandaríkjastjórn, að Leifur Eiríksson, íslendingur, hafi fyrstur fundið Ameríku. Því miður reyna ýmsir norskir menn með nokkrum dugnaði að ræna Leifi frá íslenzku þjóð- inni. Þeir eru mannmargir í Ameríku og neyta allrar orku til að ganga á hlut íslendinga í þessu efni. Eitt af því, sem ís- lendingar verða að gera, er að verjast þessari ásókn. „Kvitt- un“ Bandaríkjanna á fótstalli Leifs, er bezta svarið gegn ó- jöfnuði Norðmanna. íslendingar vestanhafs og austan eiga að hafa póstkort af Leifsmynd- inni, með áletran Bandaríkja- stjórnar, alstaðar til sölu, og notað við allskonar hátíðlegt tækifæri, þannig, að þessi mynd verði ár eftir ár á ferðalagi út um heiminn, til að sanna þrek íslenzku þjóðarinnar við fund hins mesta lands, sem uppgötv- að hefir verið síðan saga var skráð. Hér hefir verið drepið á nokk- ur þau atriði, sem skipta máli í samstarfi íslendinga yfir hafið. Báðum megin hafsins er hlýr hugur og góður vilji. Ameríku- skipið er fyrsta og stærsta brú- in. Takist að byggja hana, munu margar nýtilegar fram- kvæmdir fylgja 1 það kjölfar. J. J. þjóðinni er þetta áreiðanlega ekki gert. Það hefir verið talsvert að því unnið hin síðari ár, að auka þekkingu manna á notkun gæða landsins, og í framhaldi af því mun nú verða gert tvennt, sem gengur í þá átt. Nefnd hef- ir unnið að því nú á síðasta ári, að samræma alla rannsóknar- starfsemi, sem unnin er í land- inu, og ýmiskonar tilrauna- starfsemi, sem bændaskólarnir og rannsóknarstofa atvinnu- veganna hafa með höndum. Af samræming þessarar starfsemi á að verða mikill árangur, ef vel er á haldið. Sama er að segja um hinn nýstofnaða garð- yrkjuskóla, sem miklar vonir eru við tengdar. Og ég hygg sannast að segja, að þessi starf- semi sé þarfari en hitt, að gera háværar kröfur um innflutning ávaxta, sem aðeins örlitill hluti þjóðarinnar getur veitt sér. En jafnframt og í framhaldi af þessari starfsemi þarf að hefja sem fyrst vísindalega rannsókn á mataræði íslenzku þjóðarinn- ar. Rannsókn einnar deildar Þjóðabandalagsins og þær skýrslur og bækur, sem það hefir gefið út um árangur rann- sóknanna, eru auk annars, næg sönnun þess, að hér er um stór- mál að ræða. En trúað gæti ég, að þær rannsóknir myndu ekki leiða til einhliða krafna um inn- flutning á erlendum matvörum, heldur engu síður að við höfum of mikið af erlendum matartil- búningi, — höfum okkar gamla mataræði of lítið í heiðri og

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.