Tíminn - 05.01.1939, Qupperneq 3
2. blað
TDIIIVA. fimmtwdajgiim 5. jamiar 1939
7
HEIMILIÐ
Heimilisidnaðair
Inngangsorð.
Á tímum eins og þeim, er við
lifum á, verður þörfin á sjálfs-
bjargarviðleitni einstaklinga og
þjóða æ brýnni með hverju ári.
Nauösynleg viðskiptahöft í
sambandi við vaxandi skilning
á menningarlegu og efnalegu
sjálfstæði þjóðarinnar, hefir
orðið þess valdandi, að á sein-
ustu árum hefir risið upp hver
iðnaðargreinin eftir aðra. Sömu
orsakir liggja eflaust til grund-
vallar fyrir vexti heimilisiðnað-
arins í landinu, en eins og kunn-
ugt er, hnignaði honum mjög á
fyrstu tugum þessarar aldar,
vegna þess, að hann gat ekki
haldið áfram í þeirri mynd, sem
hann var, eftir hina miklu
byltingu í búnaðar- og lifnaðar-
háttum þjóðarinnar, er þá varð.
Nú er heimilisiðnaðurinn að
rísa upp aftur, að nokkru í nýrri
mynd og með nýjum vinnuað-
ferðum, sem hinar breyttu
kringumstæður hafa skapað og
samlagað sér. Hinn nýi heim-
ilisiðnaður hefir tekið hand-
vélar í þjónustu sína, þar sem
er spuna- og prjónavélin. Með
þeim tækjum virðist spuna- og
prjónaskap vel fyrir komið í
bráðina, þó enn vanti mikið á,
að þessar vélar séu nógu al-
mennt notaðar, eða þær séu al-
staðar notaðar af þeirri kunn-
áttu, sem æskilegt væri. Ekki
er heldur æskilegt, að þessar
vélar útrými með öllu rokk-
spuna og handprjóni, og mun
að því vikið síðar hér í blaðinu.
Uiii vefnað, hnignun
lians og endurrcisn.
Vefstóllinn er þriðja aðalá-
hald íslenzks heimilisiðnaðar,
en þó undarlegt sé, það áhald-
ið, sem minnst mun notað. Virð-
ist þetta því einkennilegra, sem
vefstóllinn var einmitt það
verkfærið, sem ekki þurfti um-
skipta við, þó kringumstæður
heimilanna breyttust. í fljótu
bragði virðist því erfitt að átta
sig á orsökunum til þess, að
vefnaður lagðist niður almennt.
Þær liggja sennilega ekki að-
eins í fólksfækkun heimilanna
eins og hnignun rokkspunans
og handprjónsins, heldur mun
það einnig eiga rót sína að
rekja til þess, að um sama leyti
tóku norsku ullarverksmiðjurn-
ar að hafa umboðsmenn hér á
landi, er höfðu vefnaðarvörur
þeirra á boðstólum. Mun ýms-
um hafa þótt „noxsku vaðmálin"
fallegri en hin íslenzku heima-
unnu og þótt fyrirhafnarminna
að afla þeirra en hinna heima-
unnu, ekki sízt eftir að menn
fóru að geta sent ull í vaðmál-
in og gjalda vinnulaun í ull. Á
sama tíma fækkaði fólkinu á
heimilunum. — Ullarvinnan
minnkaði, konurnar áttu fullt
í fangi með að spinna í og
prjóna „plöggin“. Karlmenn-
irnir, en það voru þeir, sem ófu
víðast hvar, voru ekki fleiri en
það á hverju heimili, að þeir
höfðu nóg að gera við útiverkin
á vetrum. Þeir hættu að vefa
og unglingarnir lærðu ekki
lengur þessa list. Með öðrum
orðum: vefnaðurinn lagðist
niður. Svo kom prjónavélin og
bætti úr sárustu neyð heimil-
anna, því auk sokka gátu menn
nú farið að prjóna utanyfirföt,
peysur og barnaföt, og notkun
hennar jókst að miklum mun
eftir að spunavélin kom og
menn gátu fengið vélarband.
Þetta var óneitanlega mikil
hjálp og mikil framför, en hafði
það þó einnig í för með sér, að
minni ástæða virtist til að taka
vefnaðinn upp aftur. Um sama
leyti var komið upp ullarverk-
smiðjum hér á landi. Þurftu
bændur nú ekki lengur að kaupa
norsku vaðmálin, eða senda ull
þá, er í þau fór eða vinnulaunin
út úr landinu. Auðvitað var með
stofnun íslenzkra ullarverk-
smiðja stigið stórt spor í iðnað-
armálum íslendinga. En fyrir
heimilisiðnaðinn varð það eðli-
lega engin hvöt.
Meðan þessu fór fram, höfðu
nokkrar íslenzkar konur lært
handvefnað í Danmörku, Nor-
egi og Svíþjóð, og kynnzt heim-
ilisiðnaði þeirra landa, og lært
nýtt mat á þeim iðnaði. Þær sáu
í aukinni vefnaðarkunnáttu
möguleika til þess að fullnægja
ýmsum þeim kröfum, er nýir og
breyttir tímar höfðu skapað.
Jafnframt skildu þær, að hin
nýju tæki spuna- og prjóna-
skapar höfðu sparað svo vinnu-
kraftinn á heimilunum, að víða
hlaut að vera afgangstími til
vefnaðar. Sumar þessar konur
munu hafa átt þátt í stofnun
„Heimilisiðnaðarfélags íslands".
Með stofnun þess má segja, að
endurreisn handvefnaðarins
hefjist. Því hann varð eitt af
aðaláhugamálum þess. Félagið
byrjaði að halda vefnaðarnám-
skeið í Reykjavík, og styrkja
einstaka konur til námskeiðs-
halda í þeirri grein út um
sveitir landsins. En þetta reynd-
ist erfiðara verk en ætla mátti.
Fyrst og fremst vantaði al-
menning trú á þýðingu vefnað-
arins og víða vantaði áhöld.
Hvað var orðið af vefstólun-
um?
Þegar hætt var að vefa á
bæjunum, hafði jafnframt víða
verið hætt að hirða um vef-
stólana. Þeir lágu sundurteknir
úti í skemmu eða einhverju út-
hýsi. Oft munu þeir hafa fúnað
niður eða týnzt úr þeim hlut-
H Æ K U R
Aatami Kuortti: Þjón-
usta, þrælkun, flótti. —
Séra Gunnar Jóhannes-
son þýddi. Kristilegt bók-
menntafélag gaf út.
í bók þessari segir finnskur
prestur úr Ingermanlandi frá
kjörum sínum og lífi í ráð-
stjórnarríkjunum. Hann réðist
sem prestur til finnskra safn-
aða er bjuggu í landamærahér-
uðunum um þær mundir, er
hóphandtökur fóru þar fram
meðal íbúanna og fólkið var
þúsundunum saman flutt til
nauðungarvinnu í fjarlægum
landshlutum. Presturinn var
brátt tekinn höndum og settur
í illræmdar fangabúðir, þar sem
beitt var hinni fáheyrðustu
harðneskju. Maturinn var illur
og af skornum skammti og
föngunum ætluð mjög erfið
vinna. Hinir eiginlegu fangar
sátu í haldi af stjórnmálaleg-
um, þjóðernislegum og trúar-
legum sökum, en yfirmenn og
verkstjórar fangabúðanna voru
þjófar og morðingjar víðsvegar
að. Úr þessum fangabúðum
tókst prestinum að flýja og
komast til Finnlands eftir mikl-
ar þrengingar.
ir. Og líkt mun hafa farið um
önnur vefnaðaráhöld. Skeiðar
ryðguðu og rakgrindurnar eyði-
lögðust einhvernveginn — Fá-
um hefir víst dottið í hug,
að þessi áhöld yrðu nokkurn-
tíma notuð. Og þar sem þessir
gömlu vefstólar voru til nokk-
urnveginn óskemmdir, var varla
von að menn tryðu því í fyrstu,
að hægt væri að nota þá við
hinn nýja vefnað, sem byrjað
var á að kenna. Þessi vefnaður
bar sem sé of mikinn blæ af er-
lendum áhrifum, til þess að
á hann yrði litið af almenningi
í sveitum, sem beint áframhald
hins gamla íslenzka vefnaðar.
Framhald. S. P. B.
leggjum ekki næga áherzlu á
garðrækt.
En þótt þannig sé unnið, þá
þarf enn, ef rétt er stefnt, að
auka verulega alla þá starfsemi,
sem miðar að því að rannsaka
til hlítar margskonar gæði
landsins, og það, sem gerir mig
einna bjartsýnastan í þessum
efnum, er það, að nú eru alltaf
fleiri og fleiri dugandi náms-
menn að leggja stund á þær
námsgreinar erlendis, er að
þessu lúta, enda hafa þeim
styrkjum, sem ríkisstjórnin á
yfir að ráða, verið beint til
manna, sem vilja stunda slíkt
nám. Og ánægjulegt er það, að
þótt á undanförnum árum hafi
borið nokkuð mikið á því hjá
íslenzkum stúdentum, sérstak-
lega þeim, sem nám hafa stund-
að erlendis, að þeir væru ekki
sem iðnastir eða reglusamastir,
hefir orðið á þessu stórkostleg
breyting á síðari árum. Reglu-
semi námsmanna hér heima
hefir vaxið, og þó jafnvel enn
meir hjá þeim, er dvelja við
nám erlendis. Allir þeir, sem nú
njóta styrks erlendis, þurfa að
skila vottorðum um það, hvern-
ig þeir stunda nám sitt, og
hvernig árangurinn hefir orðið.
Það er næstum undantekning-
arlaust nú, að íslenzkir náms-
menn erlendis fá mjög góðan
vitnisburð, bæði hvað snertir
reglusemi og elju við námið, og
það meira aö segja sumstaðar
svo að af ber. Það er einnig
eftirtektarvert, að annar skóla-
stjóranna við bændaskóla
landsins hefir sagt mér, að þeg-
ar hann var við nám í bænda-
skóla, hafi ekki nema um helm-
ingur þeirra nemenda, er skól-
ann sóttu, gert það með það
fyrir augum, að stunda búskap
síðar. Nú segir hann, að svo að
segja hver einasti nemandi
stundi námið með þeim ásetn-
ingi, að gera landbúnað sér að
atvinnu. Það er vöknuð áhuga-
alda meðal yngri manna um að
afla sér aukinnar verklegrar
þekkingar og vísindalegs lær-
dóms í þágu atvinnulífsins,
bæði við sjó og í sveit.
Við vitum ekki, hve sterk þessi
vakning verður. Ef til vill, og
það er meira að segja næsta
líklegt, eignumst við á næstu
árum nýjan Eggert Ólafsson.
Hugsum okkur að Eggert Ól-
afsson starfaði í íslenzku þjóð-
lífi nú. Hugsum okkur að hon-
um væri fengin forstaða þeirr-
ar rannsóknar- og tilrauna-
stöðvar, sem ríkið nú ræður yf-
ir. Við vitum ekki hverju hann
myndi áorka, en við vitum að
það myndi verða mikið, og hitt
vitum við, að stefna hans og
lífsskoðun var og er rétt og æ-
tíð til fyrirmyndar. Líf Eggerts
Ólafssonar og starf sýnir okkur
það í stækkaðri mynd, sem við
sjáum oft í sögu landsins, að
svo fer hverjum góðum íslend-
ingi, að það að þekkja landið,
er að elska það, og að skilja ís-
land er að treysta á það. Það
er þessi ást og þetta traust,
byggt á þekkingu og skilningi,
sem skapar bjargfasta vissu
um sigur, trúna og viljann til
starfa. En það er einmitt þessi
trú, hjartað, sem slær bak við
starfið, sem gerir gæfumuninn.
Því að:
„Sjálft hugvitið, þekkingin,
hjaðnar sem blekking,
sé hjartað ei með,
sem undir slær.
Hver þjóð, sem i gæfu
og gengi vill búa,
á guð sinn og land sitt
skal trúa“.
íslendingar og aðrir, sem mál
mitt kunna að heyra, ég óska
ykkur öllum árs og friðar. —
Skrifstofa
Framsóknarflokksius
i Reykjavík
er á Lindargötu 1 D
Framsóknarmenn utan af
landi, sem koma til Reykja-
víkur, ættu alltaf að koma
á skrifstofuna, þegar þeir
geta komið því við. Þaö er
nauðsynlegt fyrir flokks-
starfsemina, og skrifstof-
unni er mjög mikils virði
að hafa samband við sem
flesta flokksmenn utan af
landi.
Framsóknarmenn! Munið að
koma á flokksskrifstofuna á
Lindargötu 1D.
„Já, þetta er hinn rétti kaffi-
ilmur“, sagði Gunna, þegar
Maja opnaði „Freyju“-kaffi-
bætispakkann.
„Nú geturðu verið viss um
að fá gott kaffi, því að nú
höfum við hinn rétta kaffi-
bæti. Ég hefisannfærzt um
það eftir mikla reynslu, að
með því að nota kaffibætir-
inn „Freyja“, fæst lang-
bezta kaffið.
FREVJA
Þið, sem enn ekki hafið reynt Freyju-
kaffibæti, ættnð að gera jiað sem fyrst,
og' |>cr munuð komast að sömu niður>
stöðu og Maja.
Hitar, ilmar, heillar drótt,
hressir, styrkir, kætir.
Fegrar, yngir, færir þrótt
Freyju-kaffibætir.
Beztu kolín
Bezta
GEIR H. ZOEGA
Símar: 1964 og 4017.
Munnfóbakið
er írá
Brödrene Braun
KAUPMANNAHÖFN
Bíðjið kaupmann yðar um
- Kaup og sala -
Ullarcfni og silki,
margar tegundir. BLÚSSUR,
KJÓLAR o. fl. nýkomið.
SAUMASTOFAN UPPSÖLUM.
Sími 2744.
Vinnið ötullcga fgrir
Tímann.
B.B. munntóbakið
Fæst allsstaðar.
Kopar
keyptur I Landssmiðjunni.
Útbrciðið TÍMAIVIV
176 Andreas Poltzer:
sem ég sjái yður í kássu niðri á götu-
flórnum .... Alice. Ég er hræddur um,
að þér teflið of djarft.
— Ekki skuluð þér kvíða því, Louis!
Ég er jafn örugg á þakinu eins og á
stofugólfi. Það var skónum að kenna, að
ég rann seinast. Ég var með gúmmísóla,
en nú verö ég með flókasóla.
Þau sátu þegjandi um stund. Alice
kveikti sér í sigarettu áður en hún tók
til máls aftur.
— Hvað er um Patriciu Holm? spurði
hún svo.
— Eins og stendur virðist enginn
skipta sér af henni. En ég veit ekki hve
lengi sá friður helzt. Því miður verð ég
að flytja á burt úr matsölunni.
— Fólkið í húsinu grunar ekki neitt,
en ég er hræddur um, að Whinstone full_
trúi láti njósna um mig. Og þess vegna
er bezt, að hverfa meðan tími er til. Ég
ætla að skrifa frú Croys linu núna, og
segja henni, að ég verði fjarverandi um
tíma. Ég fer núna í dag til Battersea
og breyti mér ofurlítið i útliti. Ég hugsa
að fulltrúanum reynist erfitt að finna
mig ....
Alice Bradford virtist ekki kunna þessu
áformi vel. Sluice sá það greinilega á
andlitinu á henni.
— Þér haldið kannske að hann fari
þá að leita að mér í Old Mans Club, hélt
Patricia 173
reiðinni við National Gallery og labbaði
svo inn á Pall Mall. Þar leitaði hún uppi
gamlan og góðan klúbb, þar sem hún var
vel kynnt undir nafninu mr. Ford, enda
þótt hún kæmi þangað ekki nema
sjaldan.
Það voru ekki margir karlmenn i
klúbbnum svo síðla nætur. Mr. Ford
þurfti því ekki að leita lengi þangað til
hún kom auga á Louis Napoleon Sluice,
í djúpum hægindastól. Hann sat þar og
lyngdi aftur augunum, en hann svaf ekki
— hann hugsaði. Þegar Alice kom nær
leit hann upp.
— Ég hefi beðið árangurslaust! Með
þessum orðum gekk ungi maðurinn til
Sluice.
— Alice, ég er hræddur um, að þér
teflið of djarft! Sluice var alvarlegur.
Unga stúlkan svaraði engu. Það þurfti
ekki annað en sjá einbeittu drættina
kringum munninn, til þess að sannfær-
ast um, að engin aðvörun gat haft hana
ofan af því, sem hún hafði ætlað sér.
— Og fulltrúinn? spurði Sluice.
— Hann elti mig vitanlega. En ég
slapp frá honum — það var rétt við Scot.
land Yard. Ég verð að játa, að heppnin
var með mér.
— Þér megið ekki gera of lítið úr mr.
Whinstone! Hann er kænn og einn af