Tíminn - 12.01.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.01.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsl, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTOEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKXTRINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Síml: 2323. PrentsmlSjan Edda h.f. Simar: 394ð og 3720. 23. árg. Keykjavík, flmmtudagiiin 12. janáar 1939 Skuldir Reykjavíkurbæjar hafa þrefaldazt síðan 1929 Áríð 1929 var fátækraframSærslan sjöundi hluti bæjargjaldanna. Nú er hún orðin helm- ingur bæjargjaida, enda pótt pau hafi næst- um tvöfaldazt síðan. Þeir menn, sem kynna sér reikninga Reykjavíkurbæj- ar undanfarin ár, munu fljótt sjá í hvert óefni stefn- ir, ef ekki verða skjótlega gerðar umbætur á allri f jár- málastjórn hans. Samkvæmt bæjarreikningun- um, hafa árleg rekstrarútgjöld bæjarsjóðs verið sem hér segir síðan 1929: 1929 ........ 3.890 þús. kr. 1930 ........ 4.093 — — 1931 ........ 4.094 — — 1932 ........ 4.435 — — 1933 ........ 4.383 — — 1934 ........ 4.673 — — 1935 ........ 5.089 — — 1936 ........ 6.181 — — 1937 ........ 6.723 — — 1938 ........vantar 1939 . .. (áætl.) 6.957 — — Uppgjöri reikningsins fyrir sl. ár er enn ekki lokið og verður Aðalfundur míðstjórnar Fram- sóknarílokksins Fundurinnhefst 28.þ.m. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins á þessu ári hefir verið kvaddur saman í Reykjavík 28. janúar næst- komandi kl. iy2 síðdegis. Verður hann haldinn í hinum nýju húsakynnum flokksins í prent- smiðjuhúsinu á Lindargötu 1 D og stendur væntanlega 3—4 daga. Á aðalfundi miðstjórnarinnar eiga nú sæti og atkvæðisrétt þessir 35 fulltrúar kjörnir af flokksþinginu 1937: Úr Reykjavík og grennd: Aðalsteinn Kristinsson, Bergur Jónsson, Bjarni Ásgeirsson, Eysteinn Jónsson, Gísli Guðmundsson, Guðbrandur Magnússon, Guðm. Kr. Guðmundsson, Hermann Jónasson, Jón Árnason, Jónas Jónsson, Jörundur Brynjólfsson, Páll Zophóníasson, Sigurður Kristinsson, Steingrímur Steinþórsson, Sveinbjörn Högnason. Með búsetu í einstökum k jördæmum: Jón Hannesson, Deildartungu, Jón Steingrímsson, Borgarnesi, Markús Torfason, Ólafsdal, Sr. Þorsteinn Kristjánsson, Sauðlauksdal, Kristinn Guðlaugsson, Núpi, Jón H. Fjalldal, Melgraseyri, Gunnar Þórðarson, Grænumýrartungu, Skúli Guðmundsson, Hvammstanga, Hannes Pálsson, Undirfelli, Gisli Magnússon, Eyhildarholti, Bernharð Stefánsson, Akureyri, Einar Árnason, Eyrarlandi, Þórólfur Sigurðsson, Baldursheimi, Björn Kristjánsson, Kópaskeri, (Framh. á 4. síðu) tæplega fyrr en á miðju þessu ári. Á bókhaldsfyrirkomulag bæjarins sinn þátt í hinum vax- andi útgjöldum, því það gerir næstum ókleift að fylgjast með því, hvort einstakir útgjaldaliðir fara fram úr áætlun fyrr en það er orðið um seinan. Þetta yfirlit sýnir, að útgjöld bæjarins — bæjarfyrirtækin eru ekki meðtalin — hafa næstum því tvöfaldazt síðan 1929. Annað er kannske enn athygl- isverðara í þessu sambandi. 1929 námu fátækraútgjöldin 564 þús. kr. eða l/i hluta allra bæjarút- gjaldanna. Þá var engin at- vinnubótavinna. Nú eru fá- tækraútgjöldin orðin helmingur bæjargjaldanna, enda þótt þau hafi nær tvöfaldazt síðan 1929. Árið 1929 voru skuldir bæjar- sjóðs 2.531 þús. kr. Árið 1937 voru þær orðnar 6.118 þús. kr. Þær hafa miklu meira en tvöfaldazt á þessum tíma. Á síðastl. ári hafa þær áreiðanlega aukizt mikið og eru að líkindum orðnar þre- faldar á við það, sem þær voru 1929. Næstum öll skuldaaukning síðustu ára er lausaskuldir. Þeg- ar það er athugað, hvernig fjár- málum bæjarins er yfirleitt komið, hlýtur mönnum að finn- ast það eingöngu tímaspursmál, hversu lengi bærinn getur fleytt sér áfram með söfnun lausa- skulda. En þrátt fyrir þetta geigvæn- lega útlit og aukna erfiðleika skattgreiðendanna til að borga hækkandi útsvör, hafa forráða- menn bæjarins ekki viljað fallast á tillögur Framsóknarflokksins um umbætur fátækraframfæris- ins, sem myndi sannanlega spara bænum stórfé. Svipuð hefir að- staða þeirra verið til annarra út- gjaldaliða bæjarins. Og samt þykjast þessir menn geta hælt sér fyrir ráðdeildar- semi og sparnað. 5. blað Skömmu eftir heimsstyrjöldina byrjuðu Frakkar að gera öi'lugar vígvarnir meðfram landamærunum frá Belgíu til Sviss. Eru þær almennt nefndar Maginotlínan og er fullvíst, að fullkomnari varnarvígi hafa enn ekki verið gerð, enda hafa þau líka kostað Frakka of fjár. Meginhluti þeirra er grafinn í jörðu og eru kjallararnir víða sex hæðir. Auk íbúða fyrir hermennina, eru þar miklar skotfæra og matvælabirgðir, spítalar o s. frv. — Myndin sýnir, hvernig Maginotlínan lítur út ofan jarðar. Pantanír á útsæðís- kartöflum og erlend- um áburðí Tímanum þykir sérstök á- stæða til að vekja athygli á til- kynningu frá Grænmetisverzlun ríkisins, sem birtist í síðasta blaði. Hún var á þá leið, að þeir sem ætluðu að panta útlendar útsæðiskartöf lur hj á Græn- metisverzluninni fyrir komandi vor, ættu að vera búnir að senda pantanir fyrir febrúar- lok. Er þetta nauðsynlegt fyrir Grænmetisverzlunina til þess að hún geti gert sér grein fyrir, hversu mikið hún þarf að kaupa af útsæðiskartöflum frá út- löndum og þurfi ekki að flytja inn meira en þörf er fyrir. Ætti mönnum líka að vera það auðvelt að koma pöntunum sínum á framfæri fyrir þann tíma og dráttur í þeim efnum að vera óþarfur. Gagnrýnín í Þýzkalandí Utan Þýzkalands standa margir í þeirri trú, að þar ríki ein stefna og ein skoðun. Menn þori og vilji ekki hafa aðra skoðun en þá, sem valdhöfunum sé þóknanleg. ;— Þetta er ekki eins rétt og ýmsir halda, segir norska „Dag- bladet“ í ritstjórnargrein. — Gagnrýnin lifir og að hún er ekki hættulaus fyrir valdhaf- ana, má bezt sjá á skrifum blaðanna. Ritstjórnargrein, sem birtist í málgagni leynilögreglu- foringjans Himmlers, Schwarze Korps, þegar Gyðingaofsóknir voru sem mestar í haust, sýnir vel að gagnrýnin er valdhöf- um áhyggjuefni. Þar stóð m. a.: „Seinustu dagana höfum við Jafníramt skal vakin athygli á samhljóða auglýsingu, sem birtist í síðasta blaði, frá Áburð- arsölu ríkisins, um pantanir á erlendum áburði. A. KROSSGÖTUM Mjólkurframleiðslan. — Jarðabótastyrkurinn. — Úr Eyjum. — Samvinnuút- gerðarfélag á Sandi. — Gott útlit um aflabrögð. — Slysfarir. — Nýtt út- ------ gerðarfélag á ísafirði. - Steingrímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri, flutti á mánudagskvöldið ítarlegt erindi um afkomu landbúnað- arins á síðastliðnu ári. Voru í því margar mjög athyglisverðar upplýsing. ar. Meðal annars gaf hann yfirlit um aukningu þeirrar mjólkur, sem borizt hefir til mjólkurbúanna, en það eru hinar einu fullnægjandi skýrslur, sem til eru um mjólkurframleiðsluna. Til mjólkurbúanna á verðlagssvæði Rvíkur bárust árið 1938 13180 þúsund lítrar mjólkur, en 12420 þúsund árið áður. Mjólkursamlagi Kaupfélags Eyfirðinga bárust 3110 þúsund lítrar, en 2760 þúsund árið áður. Mjólkursamlagi Skagfirðinga á Sauðárkróki bárust 550 þúsund lítrar mjólkur síðastliðið ár, en 390 þúsund árið áður. Hefir aukning þeirrar mjólkur, sem mjólkurbúunum hefir borizt, numið 1270 þúsund lítrum. I t t Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri. sem Búnaðarfélag íslands hefir látið gera um jarðræktarstyrkinn árið 1938, hafa jarðabætur verið álíka miklar í landinu og árið áður, en þá nam jarðræktar- styrkurinn um 520 þúsundum króna. Nokkru hærri mun þó jarðræktarstyrk- urinn reynast að þessu sinni, vegna aukastyrks, sem veittur er bændum á mæðiveikisvæðinu og hleypir hann heildarupphæðinni fram. t t t Vetrarvertíð mun yfirleitt hefjast upp úr miðjum mánuðinum í Vest- mannaeyjum. Nokkru fleiri bátar munu verða gerðir þaðan út í vetur, heldur en áður. Á síðustu vertíð fórust þrír vélbátar og hafa aðrir komið í það skarð, auk þess, sem fleiri bátar hafa verið keyptir eða teknir á leigu til Eyja. Fiskimenn eru nú sem óðast að undirbúa veiðarnar. Einn bátur, Glaður, er byrjaður róðra. Fór hann í fyrsta róðurinn í fyrradag og fékk 600 þorska, og þykir það dágóður afli í útdrætti. Talið er þó, að fiskur sé ekki enn genginn á miðin, nema að nokkru leyti. — Eldborgin frá Borgar- nesi kom til Eyja í fyrradag með vörufarm, og mun ætlunin, að skipið taki ísfisk til baka. Saltskip er nú væntanlegt til Eyja. t t t Fyrir nokkru síðan réðust nokkrir menn á Sandi á Snæfellsnesi í það að stofna samvinnufélag um smábátaút- gerð. Hefir félagið fengið loforð um styrk frá Fiskimálanefndinni til smíða á þrem opnum vélbátum, fimm smá- lesta. Um helming stofnkostnaðarins mun félagið ætla sér að taka að láni, en hinn hlutann er ætlazt til að félags- menn leggi fram. Bátarnir verða senni- lega smíðaðir í Reykjavík og er vonazt eftir, að fyrsti báturinn verði full- smíðaður svo snemma vetrar, að hann komi vestur í febrúarlok. t t t Gæftalítið hefir verið á Sandi siðan um jól, þar til tvo eða þrjá síðustu daga. Ekki hefir verið róið eftir ný- árið, þar til í fyrradag og gær. Fiskuðu bátarnir ágætlega, 1600—3000 pund hver. Var stutt á fiskislóðina, eins og ætíð er á Sandi, ef fiskigöngur eru á annað borð. Lítur mun betur út um aflabrögð í vetur heldur en áður. t t t Sorgleg slys hafa orðið þessa dagana. í fyrrakvöld bar það slys til á ísa- firði, að Kristján Edwald, starfsmaður í útibúi Landsbankans þar, varð fyrir skoti og beið bana af. Menn vita eigi, með hverjum hætti slysið hefir borið að, því að Kristján var einrj í her- berginu, er þetta skeði. Lá riffill hjá líkinu, er að var komið. — í fyrra- kvöld drukknaði maður um tvítugt, Sigurður Magnússon í Arnþórsholti, í Grímsá 1 Lundarreykjadal. Hann var vetrarmaður að Lundi og fór suður að Skarði, haiidan við ána, að kvöldlagi. Á heimleið féll hann niður um ísinn. Var þá myrkur á. Sigurður var elztur af sex börnum Magnúsar bónda i Arn- þórsholti og Jórunnar konu hans. t t t Skömmu fyrir nýárið var stofnað nýtt útgerðarfélag á ísafirði og er það nefnt Valur. Hefir félag þetta keypt togarann Hávarð ísfirðing, sem verið hefir um skeið i eign Landsbankans. (Framh. á 4. síðu) iðulega rekizt á einlæga tals- menn hins fornkristna hugs- unarháttar, kærleikans til ná- ungans. Slíkir menn hafa alls- staðar sprottið upp, í matvöru- verzlunum, við blaðsöluborðin, á kaffihúsunum ...“ Hverjir eru þessir menn, sem þora að gagnrýna stjórn Hitlers? Gamlir kunningjar, heldur Schwarze Korps áfram. Meðan heimsstyrjöldin stóð yfir pré- dikuðu þeir frið og kærleika milli þjóðanna. Á stjórnarárum Stresemans sáu þeir hylla undir regnboga hins eilífa friðar. Síð- ar vöruðu þeir við því, að skír- skota málum til „augnabliks- tilfinninga fjöldans“. Þeir voru alltaf „fyrirgefningarfúsir og vitrir eftir á“. „Örlög Benesar- ríkisins særði þá í hjartastað“ og þeir „grétu yfir endalokum Schuschniggs“. Hvar er þá að finna í Þýzka- landi þessa menn? Eru þeir á- hrifalausir? „Færið þá“, segir Schwarze Korps, „úr þeirra borgarlegu umbúðum, takið af þeim titl- ana, embættin, ef þau eru ein- hver, viðurkenningarnar og orðurnar, sem þeir hafa hlaðið utan á sig ...“ Og þá munuð þér sjá, heldur blaðið áfram, hina velþekktu mynd af „rótlausum mennta- mönnum og andlegum ein- trjáningum, sem við höfum einu sinni réttilega líkt við dýr“. En menn hlusta samt á þá. „Þeir geta sýkt heilar fjöl- skyldur eða vinnustaði, þegar þeir troða fram og prédika fyr- ir almúgafólki, vafðir æfintýra- ljóma menntunarinnar og sér- vitringsskaparins. Það er þýð- ingarlaust að rökræða við þá. Hnefi á nasirnar hefir heppi- legri áhrif á þá en rök“. ... Schwarze Kórps lýkur máli sínu með beinni hótun til þessa „mælska menntahyskis", sem aðeins ariskt ætterni skilur frá mönnum eins og Emil Ludwig, Kerr og Ein- stein. „En þó þessir menn séu ekki Gyðingar, getum við eigi að síður farið með þá eins og Gyð inga . .. þeir eru í raun og veru það varhugaverðasta og ómann legasta hyski, sem við höfum rekið okkur á — og nú krefjast þeir að mega gráta óhegnt yfir vesalings Gyðingunum. Við skulum vissulega kenna þeim“. Þrátt fyrir allan undirróður, alla þá sigra, sem lýðræðis- ríkin hafa hjálpað Hitler til að vinna, öflugustu leynilögreglu (Framh. á 4. siðu) A viðavangi Til viðbótar því, sem sagt er í forystugrein blaðsins í dag, skal það tekið fram, að Skúli Guðmundsson atvinnumálaráð- herra lagði í fyrradag fram til- lögur af hálfu Framsóknar- flokksins í milliþinganefndinni í útgerðarmálum. Það hefir þó orðið að ráði, að Tíminn birti ekki tillögurnar að þessu sinni, þar sem enn er óséð, hvort sam- komulag næst um þær í nefnd- inni eða ekki. * * * Hinn dyggi þjónustumaður heildsalanna í Rvík, Oddur Guðjónsson, réðst nýlega á for- mann verðlagsnefndar, Guð- jón Teitsson, með rosta og skæt- ingi. Birtust skrif Odds í Mbl. Það sýndi sig, sem við mátti bú- ast, að þessi árás Odds var á engum rökum reist og frum- hlaup eitt, enda ástæðan sú ein, að beygur heildsalanna við verðlagsnefndina fer nú mjög vaxandi. Snemma í vetur seldu kaupmenn sveskjur 'með 300% álagningu, eftir því sem upplýst hefir verið. Ef margt hefir fatið þar eftir, er engin furða, þó þeir óttist að missa spón úr aski. * * * Menn munu minnast rann- sóknar þeirrar, sem Tíminn lét fram fara sl. haust um álagn- ingu á ýmsar vörur í Rvík, sér- staklega vefnaðarvörur. Út af þeim tölum, sem Tíminn birti i því sambandi, varð gífurlegur úlfaþytur í kaupmannablöðun- um. En staðreyndir þær, er rann- sóknin leiddi í ljós, var ekki hægt að hrekja. Þess vegna var líka skipun verðlagsnefndar tekið fegins hendi af öllum þorra al- mennings. * * * Ýmsir tala nú um gengislækk- un. Ef slík ráðstöfun yrði gerð, væri starfsemi verðlagsnefndar alveg sérstök nauðsyn. Margir muna sjálfsagt, hversu verzlan- ir hækkuðu vörubirgðir sínar 1 verði í byrjun síðustu heims- ityrj aldar og græddu við það stórfé á óeðlilegan hátt. Slík hætta vofir alltaf yfir — sé ekki að gert — ef verðlag hækkar eða gengi lækkar. * * * Grein Jónasar Jónssonar um nýjar leiðir til að efla hið menningarleg^ samband milli íslendinga heima og í Vestur- heimi, hefir að vonum vakið mikla athygli. J. J. hefir í þess- ari grein gert gagngerðari til- raun en áður hefir verið gerð til að gera sér grein fyrir þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru og framkvæmanlegir í þessu efni. Mun Tíminn ræða þetta merkilega mál nánar nú á næst- unni, og óskandi að svo verði einnig gert í öðrum blöðum landsins. Því aðeins .verður hér eitthvað aðhafzt að gagni, að almennur áhugi sé vakandi með þjóðinni. * * * Hinn nýi vinnudómstóll, fé- lagsdómur, kvað upp fyrsta dóm sinn í gær. Var það í máli milli Reykj avíkurbæj ar og Dagsbrún- ar út af ákvæðisvinnu. Má þetta teljast merkilegur viðburður í sögu íslenzks réttarfars og þró- un lýðræðisins á þessu landi. * * * Stjórnarkosning stendur nú fyrir dyrum í Verkamannafélag- inu Dagsbrún í Rvík. Eru komn- ir fram tveir listar, annar frá Héðlns- og kommúnistaliðinu, með Héðni í formannssæti, hinn frá verkamönnum sjálfum. — Þjóðv. í dag hefir það helzt á móti formannsefni verkamanna, Stefáni Sigurðssyni, að hann sé verkamaður hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga! Eftir kenningu þessa vísa málgagns, þarf víst frambj óðandinn að vera í þjón- ustu Kveldúlfs, Garðars Gísla- sonar eða British Petroleum Co., til þess að verkamenn geti verið þekktir fyrir að greiða honum atkvæði. Eftir er nú að vita, hvort Mbl. og Vísir styðja Héðtn í þessari kosningu, eins og i alls- herjaratkv.greiðslunni í haust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.