Tíminn - 12.01.1939, Síða 3

Tíminn - 12.01.1939, Síða 3
5. blað TÍMIM, fimmtadagiim 13. Janúar 1939 19 ÍÞRÓTTIR Olympiuleikarnlr í Helsingfors 1940. Finnar vinna nú að því með miklu kappi að undirbúa Ol- ympiuleikana í Helsingfors 1940. Hefir þingið þegar veitt 30 millj. kr. til undirbúningsins. Fyrir þátttakendur í leikjun- um, sem eru áætlaðir um 3000, er verið að reisa sérstakt íbúða- hverfi á fögrum stað í 3 km. fjarlægð frá Helsingfors. Gert er ráð fyrir, að Helsingfors geti hýst um 160 þús. aðkomumanna meðan leikarnir standa yfir. Keppt verður í fleiri íþrótta- greinum en nokkuru sinni fyr. Alls verður keppt í 132 íþrótta- greinum eða 4 fleiri en í Berlín 1936. í frjálsum íþróttum verð- ur keppt í 33 greinum, í leik- fimi 8, sundi og sundknattleik 16, róðrum 7, siglingum 4, kajakróðrum 9, glímum 14, lyftingum 5, hnefaleikum 8, skotfimi 5, skilmingum 7, kapp- reiðum 5, svifflugi 2, og svo knattspyrnu og fimmtarþraut. Þetta er i fyrsta sinn, sem keppt er í svifflugi á Olympiu- leikjum. Það var aðeins sýnt á Olympiuleikjunum í Berlín 1936, en ekki keppt í því. Vænta Finnar sér góðs af svifflug- keppninni, en þeir eiga um 3000 svifflugmenn í góðri þjálfun. — Svifflugkeppnin fer fram í Já- mijárvi. Finnar haga tilhöguninni þannig, að maraþonhlaupið verður einn eftirtektarverðasti þáttur leikjanna, en Finnar eiga, eins og kunnugt er, betri þolhlaupara en nokkur önnur þjóð. Um 200 þús. áhorfendur eiga að geta fylgzt með hlaup- inu. Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera s'em fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. All- margir menn hafa orðið til þess að skrifa Tímanum greinagóð bréf, og er þeim hér með þakkað fyrir. Mörgum mun ef til vill finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun málasannast, að i hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tíðindum sæti, sé vel að gætt. A N N A L L Dáuardægur. Friðrik Björnsson, áður bóndi á Litlu-Hólum í Mýrdal andað- ist í ágúst-mánuði sl. sumar á heimili sonar síns, Nikulásar raf magnsumsj ónarmanns í Reykjavík. Friðrik var fæddur 3. okt. 1860 að Holti í Mýrdal. Foreldrar hans. Björn Berg- steinsson og Ólöf Þorsteins- dóttir, bjuggu þar þá, en flutt- ust síðan að Skeiðflöt og svo að Dyrhólum eystri. Friðrik fór ungur til fósturs hjá Jóni bónda Eyjólfssyni og Karitas móður- systur sinni og fluttist með þeim árið 1880 að Litlu-Hólum, er þá voru taldir lélegasta kot í Dyrhólahverfi, aðeins eitt hundrað að jarðarmati. En þegar Friðrik hætti búskap rúml. 40 árum síðar, var þar 15 dagslátta tún og steinhús til i- búðar, hið fyrsta af þeirri gerð í Dyrhólahreppi. — Árið 1887 kvæntist hann Halldóru Magnúsdóttur frá Haugi í Dyr- hólahverfi. Börn þeirra tvö eru á lífi: Karólína húsfreyja á Litlu-Hólum og .Nikulás raf- fræðingur. Friðrik var maður starfslaginn, búhagur og út- sjónarsamur, ágætur veiöimað- ur og burðamaður hinn mesti. Hann fékk hvað eftir annað verðlaun fyrir jarðabætur úr Ræktunarsjóði og heiðursverð- laun úr sjóði Kristjáns IX. ár- ið 1917. Bókhneigður var hann og las mikið í frístundum sínum. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR „Fróðá66 Sjónleikur í 4 þáttum, eftir JÓHANN FRÍMANN. Sýning I kvöld kl. 8. Lækkað verð. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 i dag. „Já, þetta er hinn réttl kaffi- ilmur“, sagði Gunna, þegar Maja opnaði „Freyju“-kaffi- bætispakkann. „Nú geturðu verið viss um að fá gott kaffi, því að nú höfum við hinn rétta kaffi- bæti. Ég hefisannfærzt um það eftir mikla reynslu, að með því að nota kaffibætir- inn „Freyja“, fæst lang- bezta kaffið. ■agyjA, Þið, sem eim ekki hafið reynt Freyjn- kaffibæti, ættnð að gera það sem fyrst, og þér mimnð komast að sömn niðnr< stöðu og Maja. Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt Freyju-kaffibætir. Opið bréf til Gunnars Thoroddsen (Framh. af 2. sí8u) Þér hafið, Gunnar Thorodd- sen, bent þjóðinni á ráð Guð- mundar ríka í grein yðar og á henni verður ekki annað séð en að þér séuð honum fullkomlega samþykkur. Það mun líka ýmis- legt líkt um aðstöðu ykkar beggja. Guðmundur ríki hugsaði sér að eflast að auði og völdum í skjóli konungsvináttunnar. Þér teljið að Þjóffverjar muni setja þau „skilyrffi“ fyrir vináttu sinni, sem muni skapa flokkí yffar betri affstöffu. í þeirri trú leggið þér til að „skilyrðunum“ verði fullnægt. Guðmundur ríki sá það ekki fyrr en honum var á það bent, hver fjörráð Ólafur konungur var að búa þjóðinni. Eiginhags- munirnir villtu honum sýn. Eg vona að svipað sé því varið með yður. Yður hafi ekki verið ljós afleiðingin af fullnægingu „skil- yrðanna" fyrir frelsi landsins, en hinsvegar hafi yður þótt horfa vænlega um „skilyrðin", ef þau yrðu eins og þér virðist gera yður vonir um í grein yðar. Af þeirri ástæðu hefi ég skrif- að yður þetta bréf. Eg hefi leit- azt við, að gera yður ljósa hætt- una fyrir sjálfstæði landsins. En sé þetta samt sem áður bjargföst skoðun yðar og ýmsra flokksbræðra yðar og að þeir vilji bregðast við á sama hátt og Guðmundur ríki, ef okkur yrðu einhver „skilyrði" sett, þá álít ég nauðsynlegt að þetta mál verði meira og ítarlegar rætt, ekki sízt í hópi okkar ungu mannanna, og að þér skorizt því ekki undan að svara. Eg mun svo ekki hafa bréf þetta öllu lengra. En ég vil að endingu lýsa yfir þeirri trú, að þegar frá eru taldir fylgjendur erlendra ofbeldisstefna, sé ís- lenzka þjóðin yfirleitt á sömu skoðun og Einar Þveræingur. Ég trúi því, að það sé ákveðinn vilji þjóðarinnar, að leita eftir friðsamlegri sambúð og vináttu við aðrar þjóðir, en kaupa hana þó aldrei neinu því verði, sem skerðir rétt hennar og sjálf- stæði, heldur kjósi hún þá frekar að búa við þröngan kost en að fórna frelsinu. Eg vil trúa því i lengstu lög, að þjóðin liti á þá menn eins og féndur full- veldisins, jafnvel þó þeir skreyti sig með sjálfstæðisn^fninu, er vilja vinna það til vináttu við aðrar þjóðir, að láta þær setja „viss skilyrði um stjórnarfar vort innanlands". Og ég vil vænta þess, að þetta bréf megi bera þann árangur, að það komi í ljós, að þér eftir nánari íhugun viljið ekki fylla hóp þeirra manna. Með vinsemd. Þórarinn Þórarinsson. Beztu kolin GEIR H.Z0EGA Simar: 1964 og 4017. - Kaup og sala - Ullarofni og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomiff. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. Félagsmál og sfarfsmenn ríkisins Péiur Sigurðsson: Þörfin gerir menn uppfinn- ingasama. Hún er svipa á hugi manna og skapandi kraftur í lífi þeirra. Engin félagsleg sam- tök mundu vera til á meðal vor, ef þeirra hefði ekki verið þörf, hvorki ungmennafélög, íþrótta- félög, bindindisfélög, skátafé- lög, eða önnur félög, sem menn- ingu vilja efla. Öll slík félög hafa hina mestu þýðingu fyrir uppeldi þjóða og menningu. Mönnum er fyrir löngu orðið það ljóst, að með skólum ein- göngu verður ekki slíkt upp- eldisstarf unnið. Hin félagslegu samtök manna um ýms menn- ingarmál, eru líka ómissandi, og þess vegna urðu þau til. Það er ekki hægt að draga alla menn í sömu kró, og þess vegna er gott að menn eigi kost á vali. Þar sem nú slík félagsleg- samtök hafa hlotið viðurkenn- ingu og jafnvel hollustu al- mennings, og einnig viðurkenn- ingu þings og stjórnar, sem leitast við að styðja þau fjár- hagslega, þá getur ekki annað komið til mála, en að sýna þeim sem mestan sóma, að notagildi þeifra verði sem mest. Víða gera þessi félög hið mesta gagn, en á öðrum stöð- um þrífast þau ekki eða eru þróttlaus, og er þá alltaf skorti á forystu um að kenna. Nú hefir þó ríkið nokkra launaða menn á hverjum einasta stað, þar sem menn hafa hópazt saman til dvalar, að nokkrum mun. Þessir menn eiga að vinna að heill og velferð þjóðarinnar, og afskipti þeirra af félagsmál- unum hafa hina mestu þýðingu. Þar eru dæmin deginum ljósari. Tillaga mín er því þessi: Rík- isstjórnin og fræðslumálastjóm landsins komi því til vegar, að bæði í kennaraskólanum og há- skólanum fái embættismanna- efnin hagnýta fræðslu um þessi félagsmál. Það verði einn á- kveðinn liður í undirbúnings- menntun þeirra, og hann ekki þýðingarminnstur. Þess verði blátt áfram krafizt af öllum kennaraefnum og sömuleiðis stúdentum í háskólanum, sem ætla sér að verða prestar, sýslu- menn e'ða læknar, að þeir kynni sér þessi félagsmál þannig, að þeir telji sér skylt að leggja þeim lið þar sem þörf gerist og aðstaða þeirra leyfir. Ég fæ ekki annað séð, en að það þjóðaruppeldi, sem þessi hin ýmsu félög eiga að veita og geta veitt, sé hið þýðingar- mesta, og hvers vegna skyldu þjónar ríkisins sniðganga slíkt starf? Fjöldi þeirra sinnir þeim nú þegar með góðum árangri, og réttlætir sú fengna reynsla þessa tillögu mína, að allir em- bættismenn ríkisins fái þá þekkingu á þessum félögum og þann undirbúning á námsár- unum, er geri þeim eitthvert slíkt félagsstarf bæði ljúft og skylt. Með þessu þarf ekki að heimta neitt ósanngjarnt af ungum námsmönnum. Þeir verða auðvitað að fá að velja, hvort þeir kjósa ungmennafé- lög, íþróttafélög, stúkur, skáta- félög eða eitthvað annað, en þeir eiga að ganga út frá þvi, að þurfa að _ taka þátt í ein- hverju slíku. í skólum þeim, er mennta embættismennina, þarf að ríkja góður skilningur á gildi þessara félaga, og þar á að glæða löngun ungra náms- manna til slíkra félagsstarfa. Þeim á að vera upp á lagt að kynna sér þessi félagslegu kerfi, eitt eða fleiri, og tileinka sér heilbrigðan skilning á nota- gildi þeirra. Þetta hefir hina mestu þýðingu fyrir alþýðu- menntun þjóðarinnar, og hún er undirstaðan að heilbrigðu (Framh. á 4. síöu) VinniS ötullega fyrir Tímann. • ÚTBREIÐIÐ Tí M ANN • 188 Andreas Poltzer: Patricia 185 alltaf verður verst úti við þessháttar hægari um. ástæðuna til forfallanna. Ungfrú Helen sagði, að því miður gæti hún ekki komið i búðina. Þetta var nýr neisti til að kveikja 1 Meager, en samt stillti hann sig um stund. — Eruð þér veik? spurði hann. — Nei, herra Meager, en.... — Amma yðar er dáin? glopraði hús- bóndinn út úr sér. — Já, heyrðist sagt raunalega hinum megin við vírinn. Frú Davis gat ekk heyrt þetta þá, en hún sá aðeins hvernig þj áningarsvipur- inn kom fram á roðnandi ásjónunni á Meager og að hann opnaði munninn þó nokkrum sinnum, án þess að koma upp nokkru hljóði. Og með öruggri eðlisávis- un konunnar, tók frú Davis nú í aðra hendina á Meager og hélt í hana. Penelop fann róandi þrýsting undan hendinni, eins og verið væri að segja honum, að maður ætti ekki að ergja sig að ástæðu- lausu.... maður væri, þegar Öllu væri á botninn hvolft, karlmenni, og andstreymi lífsins vaxinn.... Meager fannst hann vinna hreystiverk, er hann lagði heym- artólið á kvíslina. En hann varð að fá útrás og nú skýrði hann ekkjunni frá þessu andstreymi sínu og hún hlustaði athugul á. Jafnvel þótt frú Davis gæti skilið hugaræsing af gulli, til að halda hreinu, Sir! Og svo allt silfrið. Sá maður, sem átti alla þessa fjársjóði, gat ekki staðið sig við að tíma ekki að sjá af tveimur og hálfum penny. Hann tók hendnni ofan 1 skúffuna — Violet greip í snatri fyrir bæði eyrun — og rétti Bill einn penny og fjóra farthings. Sá rauðhærði flýtti sér að grípa kopar- hlunkana sex og hvarf. Hann var ákveð- inn í þvi að láta ekki sjá sg aftur, fyrr en eftir hálftíma minnst. Sendillinn var fyrir löngu kominn úr augsýn, þegar Violet tók fingurna úr hlustunum. — Frændi, mér finnst við ættum að taka þessa bjöllu af peningaskúffunni, sagði Violet, tauganæm eins og hertoga- frú. Orð hennar urðu sá langþráði neisti, sem kveikti í púðurtunnunni. Magurt andlitið á frænda varð dreyrrautt. — Nei, þér stendur vitanlega alveg á sama, þó að öll veröldin steli frá mér! Þú vilt kannske helzt, að ég leggi pen- ingana á búðardiskinn.... ? — En það þarf varla heila kirkju- klukku, minna mætti nú gagn gera. Staðhæfing Violet fór ekki 1 öfgar. Ó- kunnir ferðamenn, sem hættu sér inn í „fjárhirzlu Indlands“, héldu að þeir væru komnir i Westminster Abbey, þegar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.