Tíminn - 24.01.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.01.1939, Blaðsíða 2
38 TÍMIM, þriðjndagiiui 24. jaimar 1939 10. blað Nálmabékarmálið Eítir Björn Bjarnarson i GraSarholti ‘jgímiwt Þriðjudaginn 24. jan. Að skella skuldínni á aðra Það eru ekki nema tvö ár síðan því var haldið fram í blöðum Sjálfstæðisflokksins með mikilli áherzlu og talsverðu yfirlæti, að fjárhagur og fjármálastjóm Reykjavíkurbæjar væri í svo á- gætu lagi, að öllum öðrum mætti til fyrirmyndar vera, bæði bæj- ar- og sveitarfélögum og sjálfu ríkinu. Þessu til sönnunar var svo bæjarbúum skýrt frá því fyrir rúmum 12 mánuðum.að svo mikil áhrif hefði fjármálavel- gengni þessa einstaka bæjarfé- lags haft á ráðamenn annara landa, að bærinn ætti nú kost á margra miljóná láni erlendis til hitaveitu án ríkisábyrgðar. Glöddust margir yfir þessum tíð- indum, sem von var. Og auðvitað hefði það verið fagnaðarefni bæði Reykvíkingum og öðrum landsmönnum, ef búskapur bæj- arfélagsins hefði verið svo vel á sig kominn, sem þarna var látið i veðri vaka. En það voru alltaf margir menn, sem vissu, að yfirlýsing- arnar um hinn glæsilega fjár- hag bæjarins voru skrum eitt. Þeir vissu, að sagan um hita- veitulánið i Englandi var skrök- saga. Það var kosningabragð upp fundið af mönnum í Sjálfstæðis- flokknum, að vísu óvenjulega ó- fyrirleitið kosningabragð, en gerði þó sitt gagn eins og til var ætlazt. Þeir, sem fylgdust með bæj armálunum, vissu, að fjár- málastjórnin var á þá leið, að innan skamms hlaut að lenda í vandræðum. Þeir vissu, að bæj- arsjóður átti í greiðsluörðugleik- um, og, að óeðlileg söfnun lausa- skulda var farin að eiga sér stað. Á þetta var bent hvað eftir ann- að í blöðum Framsóknarflokks- ins. En ráðamenn bæjarstjóm- arinnar tóku því hið versta og kölluðu það „róg um Reykjavík“. Og vissulega væri þess óskandi, að öll þau varnaðarorð til bæjar- stjórnarinnar í Reykjavík, sem fram hafa komið á undanförn- um, hefði verið á misskilningi byggð. En því miður hefir það nú sannast allt of áþreifanlega, að svo var ekki. Ekki nóg með það, að ósannindin um hita- veitulánið hafa orðið uppvís og sett sinn leiðinlega blett á stjórnmálaheiður stærsta flokks- ins í bænum, heldur hefir nú einnig hið raunverulega ástand komið fram í a. m. k. nokkurum hluta nektar sinnar. Það er komið í ljós, að í Landsbankan- um hefir bæjarsjóðurinn safnað óumsaminni lausaskuld, sem nam um áramótin nál. fjórum miljónum króna. Fjárhagsáætl- un þessa árs er mun hærri en nokkru sinni fyr og þar á ofan er heimiluð y2 milj. kr. bráða- birgðalántaka til daglegra út- gjalda, en enginn. eyrir ætlaður til að borga niður hinar áföllnu lausaskuldir. Bærinn hefir neyðst til að „éta upp“ sjóðeign- ir, sem í hans vörzlum voru. f Landsbankanum mun bærinn nú, eins og eðlilegt er, ekki fá meira lán nema gegn veði í út- svörum eða öðru, sem hann kann að eiga veðhæft. Og nú er því heldur ekki leng- ur neitað af ráðamönnum bæjar- stjórnarinnar, að ástandið sé slæmt. Þeir hafa orðið að viður- kenna það nú — því miður — að allt, sem Tíminn hefir sagt um þessi mál undanfarið hafi haft við rök að styðjast. En þó að ráðamennirnir hafi nú gert sér þetta ljóst og viðurkennt það, bólar ekki á neinni viðleitni hjá þeim til að snúa við á þeirri hættulegu leið, sem farin hefir verið. Við atkvæðagreiðsluna á fimmtudaginn var samþykktu þeir eins og áður að auka út- gjaldabákn fjárhagsáætlunar- innar, hækka útsvörin og taka ný lán, án þess raunar að vita, hvort þau lán fást eða ekki, a. m. k. sum þeirra. En það má hverjum manni ljóst vera, að hér þarf að grípa til nýrra ráða. Og einmitt með tilliti til þess — og með hliðsjón af því, að flest sem hinn ráðandi flokkur sagði bæjarbúum við síð- ustu kosningar hefir reynzt á annan veg — væri það fullkom- lega eðlilegt, að tekin væri af- staða til þess, hvað gera skyldi, í nýjum bæjarstjórnarkosning- um. Undirtektir meirahlutans undir tillögu, sem fram kom um þetta efni á síðasta fundi, verða honum áreiðanlega aldrei til sóma. f stað þess að grípa til ein- hverra myndarlegra úrræða í fjármálunum, eða leita álits bæj- arbúa í nýjum kosningum, hafa nú ráðamenn bæjarins tekið upp aðra aðferð. Þeir hafa í blöðum sínum hafið alveg sérstakan málflutning sjálfum sér til varn- ar í þessu máli. Þeir viðurkenna eins og áður er sagt, að ástandið sé fyrir neðan allar hellur. En þeir reyna að þvo sínar eigin hendur af því að bera ábyrgð verka sinna. Þeir reyna að skella skuldinni á aðra menn, aðra flokka og önnur stjórnarvöld. Þeir reyna að halda því fram að Alþingi og ríkisvaldið hafi með nýju fátækralögunum og á ýms- an hátt lagt óeðlilegar byrðar á Reykjavíkurbæ, og þessvegna sé ástandið eins og það er. Bæjar- stjórnarmeirihlutinn sé saklaus og hafi yfirleitt staðið vel í sinni stöðu. Það er auðvitað alls ekki óal- gengt fyrirbrigði, að þeir, sem tekizt hefir miður vel að leysa hlutverk sitt af hendi, reyni að skella skuldinni á aðra. Það er mannlegt á vissan hátt, bótt eigi sé það mikilmannlegt. f næsta blaði Tímans mun verða sýnt fram á það með óumdeilan- legum rökum, að þessi afsökun ráðamannanna á við engin rök að styðjast. Alþingi hefir ekki lagt neinar óeðlilegar byrðar á bæjarsjóð Reykjavíkur. Rétt- mæti hinna nýju fátækralaga var jafnvel viðurkennt af þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Og um það þegja Bjarni Benediktsson og Morgun- blaðið, að Alþingi hefir einmitt á síðustu árum veitt bæjarsjóði Reykjavíkur mjög þýðingarmikil fjárhagsleg hlunnindi. Þessir að- ilar þegja líka um það, hversu hin almennu viðskipti ríkisins og Reykjavíkur eru hagstæð fyrir Reykjavík á meðan engin breyt- ing er þar á gerð frá því, sem nú er. Löngun ráðamanna bæjar- stjórnarinnar til að verja sjálfa sig persónulega og flokk sinn fyrir álitshnekki er eins og áður er sagt mannleg. En það er vandalaust að leggja öll gögn á borðið í þessu máli og skal verða gert að því leyti, sem máli skipt- ir. Tilraun ráðamannanna til að skella skuldinni á aðra verður eflaust rétt skilin og rétt metin af almenningi. I. „Landið var víði vaxið milli fjalls og fjöru“. Svo mátti að orði kveða um flest hin byggðu lönd áður en mennirnir tóku sér drottnunar- vald yfir náttúrunni. Flestar menningarþjóðir hafa orðið að ryðja skóginn til akur- og arð- landa, allt frá því að hinir fornu Germanir ruddu frumskóga Þýzkalands og Norðurlanda, er þeir tóku að stunda akuryrkju, og til nútímans, er bræður okk- ar og frændur ryðja frumskóga Norður-Ameríku til akurs. En skógarnir á íslandi voru eigi ruddir til akurs, heldur til auðnar. Sú er hin mikla harm- saga okkar lands, að hér vax bú- ið með ráni en eigi ræktun í þúsund ár. Fjárbeitin vetur og sumar var aðal undirstaða bún- aðar. Fénaðurinn „gekk sjálfala í skóginum“. Skógurinn var eina eldsneytið (sbr. „eldiviður"), og viða notaður eingöngu til húsa- gerðar*). Þá voru og viðarkol eingöngu notuð til smíða, og *) Jarðabók Á. M. getur víða um „raftskóg”, þar sem nú er allur skógur horfinn. Sr. Sig. Gunnarsson, sem var prestur á Hallormsstað um miðja 19. öld, sá mörg bæjarhús úr birki einvörðu og eina baðstofu alþiljaða úr ísl. birki. Hann telur skóga hafa nær gjörfallið í „eldmóðunum" 1755 og 1783, en vaxið upp é stöku stað, meðan féð var fátt eftir móðuharðindin. „Sálmabókarmálið er eigi sérmál presta eða kirkjulega sinnaðs fólks; þar eiga jafnan hlut að máli allir ljóð- og list- elskir menn“. Um þetta er ég á sama máli og Jakob prestur Jónsson (Tíminn 5. tbl., ’39), og því leyfi ég mér að taka þátt í að ræða það. Hagnýtar bókmenntir á hverjum tíma eru að eins þær, sem að máli og öðrum búningi samsvara hugsunarhætti og þörf fólksins, er þeirra á að njóta. Sálmabók, er nú væri samin („gefin út“), samsvaraði því að eins menningarstigi og þörf íslendinga beggja megin hafs, að hún væri stórlýtalaus að máli og ljóðformi, auk heil- brigðra trúarhugmynda og til- verunnar. — T. d. hæfir nú ekki að lýsa guði „harð-stríð-heift- úðugum og hefnigjörnum“, og að „tími hans taki af öll tví- mæli í bræði“, o. s. frv. Mál- villur (skáldaleyfi) mega ekki eiga sér stað í sálmum nú, né bragháttaringl; eru t. d. margir sálmar Hallgríms prests Péturs- sonar þess vegna eigi hæfir nú í sálmabók óbreyttir; þeir eru ortir á þeim tíma, sem þær kröfur, sem nú eru gerðar til máls og braghátta, vóru eigi þekktar. Þá yrði því víða að færa í nútíðarbúning, svo að nothæfir væru. Sama gildir marga yngri sálma, t. d. eftir góðskáldin Matth. Joch. og V. Br., og suma enn yngri höfunda. Verður að gera þeim, er þar eiga hlut að máli, kost að taka sálma þeirra í nýja sálmabók með því skilyrði, að víkja megi við orð- um, þar sem skír hugsun, rétt mál og bragháttur krefst þess. Engan hefir það hneykslað, að „snúið“ (þýtt) hefir verið sálmum frægra manna er- lendra, vegna þess að þeir vóru frumortir á máli, er notendur sálmabókar hér eigi gátu notið þeirra á. Sama á að gilda um sálma innlendra manna, eldri og yngri, sem frumortir eru svo, að eigi samsvarar skilningi þeirra, er nota eiga. Um marga gömlu sálmana liggur þetta svo í augum uppi, að eigi er þörf að tilgreina dæmi; mál og ljóð- form er þar víða ótækt. Og til nálægs tíma hafa ýmsir höf- undar sálma og annarra ljóða dregið dám af þessu, eigi hirt um að vanda ljóðmálið svo sem krefjast ber nú. Þar á hugsun og mál að vera hreint og skýrt, hvert orð valið, ef vel á að fara, og því málformi (ljóðmálinu) er samboðið. Það er t. d. alkunnugt um ljóðmæringinn Matt. Joch., að Ijóðgáfan tók stundum „fim- bul“-spretti, svo hugsun og mál- öldum saman til járnvinnslu („rauðablásturs") og sjást enn þegar grafið er í jörðu, við marga bæi, margir og stórir hól- ar af rauðablástursgjalli. En bæði fjárbeitin og höggið, eyð- ir skóginum. Oftast var rutt, eða gerhöggvið, einkum neðst í hlíðum, þar sem skógurinn var vænstur. Enginn kunni, eða hirti um að gresja skóginn. Það var því eigi að undra þó að skógarnir eyddust jafnt og þétt í þúsund ár. Hitt gegnir meiri furðu, að enn skulu finn- ast allvíðáttumiklir og sumstað- ar hávaxnir birkiskógar hér á landi. En sorgarsagan um eyðing skóganna verður enn átakan- legri vegna þess að íslenzkur jarðvegur er víðast hvar, og einkum í skógum, mjög laus. Þegar skógurinn hverfur, blæs jarðvegurinn sumstaðar á braut og eftir verða auðir mel- ar. II. „Menningin vex í lundum nýrra skóga“. Alla íslenzka end- urreisnarmenn hefir dreymt um nýja skóga. Borgir og þorp við hafnir og orkuver. Vel hýstir bæir, tún og engjar, akrar og garðar á láglendum. Trjágarðar í borgum, og skjóli sveitabæja, og víðáttumiklir skógar í fjalla- hlíðum. Þessa mynd hafa skáld- vöndun fór út um þúfur. Eitt dæmi: „Ó faðir, gjör mig ljúflingslag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál“. Orðin: andi (manns), hugur, líf, sál, vitund tákna öll sama hugtakið: mann (sem lifir þótt líkaminn deyi); „hug og sál“, „líf og sál“ er því tvítekning sama hugtaks. „Ljúflingslag, sem vekur sól og dag“ er óeðlilegt að hugsun. M. J. er hér að „snúa“ enskum sálmi, án þess að frum- höfundur sé að spurður hversu honum líki. Þýðandinn er því ekkert fremur vansæmdur, þótt öðrum kæmi í hug að snúa verki hans t. d. svo: .... -lag, sem lífgar dapra sál.... vekur sum- arsælu brag. .. . Hér er lífgar = fjörgar, og lag getur vakið brag (fremur en sól og dag). — Hin- um góðkunna sálmasmið Vald. Br. (Brjám) gátu og verið mis- lagðar hendur, t. d.: „í dag er glatt i döprum hjörtum ... í niðamyrkrum nætur svörtum, upp náðar rennur sól.“ „... Vert’ ei lengur hræddur, en lát af harmi og sorg.“ Hér er gleði í depurð, tvítekin dimma myrkursins (eða getur niðamyrkur verið öðruvísi en svart?), sólaruppkoma í tví- svörtu myrkri. Og þrátt fyrir gleðina í hjörtunum er lýðurinn hræddur, harmar og syrgir; en sorg og harmur eru tvö nöfn sama hugtaks. — Andstæða hræðslu er öryggi, óttaleysi, en ekki harmur. Virðingu V. B. væri, finnst mér, ekki misboðið, þótt þessu væri „snúið“, t. d. svo: „í dag er glatt og hlýtt í hjörtum, því heilög drottins jól nú gæða lífið geislum björtum frá guðs vors náðarsól ... Guðs lýður, sem hans líkn er gæddur, þig lát ei mæða sorg.‘“ Árið 1933 var prentaður „Við- bætir við sálmabók til kirkju- og heima-söngs, að tilhlutun kirkjuráðs hinnar íslenzku þjóð- kirkju. Forlag prestaekknasjóðs- ins.“ Valin nefnd kirkjuhöfð- ingja og fræðimanna valdi sálm- ana og annaðist útgáfu kversins. Eitthvað hafði nefndin leyft sér að breyta orðum í sumum sálm- unum, líklega til að laga mál eða hugsun, eða Ijóðhátt, vegna sönghæfninnar. En út af þessu var ráðizt á nefndina með frekju og ósanngirni af þeim er hlut að áttu, eða ættingjum höfundanna og fleirum. Lauk þeirri rimmu með því, að sálmakverið var bannfært og brennt (að ein- hverju leyti), eins og tíðkaðist á mesta ofstækismyrkratímabili miðaldanna. Búast hefði mátt við að in dregið í kvæðum, jarðrækt- arfrömuðir og stj órnmálamenn í ræðum og hugvekjum. Æsk- una hefir dreymt þessa drauma, allt frá Fjölnismönnum til ung- mennafélaganna. En fegurst og skýrust er þessi mynd dregin af H. Hafstein í aldamótakvæðinu. Þjóðlífið hefir farið hamför- um það sem af er öldinni, bylt mörgu fornu og feysknu og byggt margt að nýju, oft traust og varanlega. Draumur H. Haf- steins í aldamótakvæðinu er að mörgu leyti að rætast, smátt og smátt. — En ekki að öllu. Menn- ing 19. aldarinnar vex ekki, enn sem komið er, „í lundum nýrra skóga“. Skógurinn er síðþroska, þarf áratugi til þess að komast í gagnið, og birkitrén eru að gildna og hækka í 100—120 ár. Hin bráðláta, hraðfleyga starfs- kynslóð þessarar aldar hefir haft meiri hug á þeim fram- kvæmdum, sem fyr koma í gagnið. Það hefir verið nóg tal- að um skógrækt. En fram- kvæmdirnar á því að græða skóg í hlíðum, hafa orðið minni en engar. Gömlu skógarnir hafa víða um sveitir enn verið illa með farnir, beittir og höggnir vægðarlaust. Það, sem gert hefir verið að trjáplöntun, er svo smávægilegt, að þeir reit- ir geta ekki skógar talizt held- ur smáir trjágarðar. III. Ef að menningin á nokkurn- tíma að vaxa í lundum nýrra skóga á þessari öld, verður nú þegar, fyrst og fremst, að gera sálmabókarviðbætirinn frá 1933 tæki mikið fram gömlu sálma- bókinni, en þar varð ég fyrir vonbrigðum. Þar úir og grúir af margskonar málvillum, „skálda- leyfum“, sem óhæf eru í sálmum (og reyndar í öllum ljóðum nú á tímum), óeðlilegum orðatiltækj- um, hortittum og hnoði, auk rangra braghátta. Nefndin hefir auðsjáanlega ekki gert nóg af lagfæringum, eða ekki haft smekk fyrir að velja frambæri- lega sálma, ekki verið starfi sínu vaxin. í viðbætiskverinu eru a. m. k. 42 sálmar með röngum brag- háttum, margir þeirra eftir nú- tíðar höfunda, þar af 4 eftir einn nefndarmanna. Við lauslega at- hugun á 27 sálmum, eftir 8 há- lærða höfunda frá þessari öld, og síðari hluta hinnar næstliðnu, sumum nefndarmönnum, hefi ég rekizt á 48 dæmi um mállýti, auðsæ hverjum meðalgreindum alþýðumanni, þótt enga mál- fræði hafi lært (eins og ég). T. d. er kvenkynsorðið hnoss gert kynlaust (hnossið) í 7 sálmun- um (eftir H. Hálfd., J. H. biskup, Matt. J., og V. Br.); ranghneigð (án fallendingar) 19 sinnum orð eins og: blund, draum, heim, hljóm, frið, dóm, seim, straum, stól, raun, veg, þín, pín o. s. frv. (í stað: blundi, dómi, vegi, pínu Nú þegar haustönnunum er lokið, fer maður að hugsa um félags- og þjóðmálin; og um þjóðmálin er það, sem ég ætla að skrafa, og þá verður mér fyrst að renna huganum til fjár- og viðskiptamálanna yfirleitt. Það mun vera svo, yfirleitt í landinu, að bændur vinna að framleiðslu landbúnaðarafurða af ráði og dáð, eins og þeir frek- ast geta afkastað og leggja stund á að auka framleiðsluna með öllu mögulegu móti. En þó er það svo, að bændum finnst þeir ekki geta komizt af, án þess að auka framleiðsluna enn meir, eða fá hana hækkaða í verði; til þess að geta lifað sómasam- legu lífi, jafnframt því að geta gert nauðsynlegar húsabætur og til að geta haft nauðsynlegar framkvæmdir til gras- og garð- ræktar. Það er því að mínu áliti full nauðsyn á að hækka, ef unnt er, verðgildi landbúnaðarafurð- anna. Það verður að gjöra land- búnaðarafurðirnar það verð- mætar, að ekki sé freistandi að flýja frá framleiðslu þeirra, til að eltast við snatt, daglauna- vinnu eða atvinnubótavinnu í bæjum og kaupstöðum í kring um landið. Með hækkun landbúnaðarafurðanna, verða fleiri og fleiri, sem viljugir ganga róttækar og gagngerðar ráð- stafanir til að vernda alla foma skóga og skógarleifar. Gömlu skógarnir vaxa nú þar sem nátt- úran hefir sýnt og sannað að bezt eru skilyrði fyrir trjávöxt og örðugast að útrýma skógin- um. Að láta þá falla, en verja stórfé til að rækta skóg þar sem lakari eru skilyrði, er næsta fávíslegt, enda langtum kostn- aðarmeira og árangursminna en að vernda gömlu skógana. Það má undrum sæta, að skógar skuli eigi aldauða fyrir löngu, hvílíkri meðferð, sem þeir hafa sætt og sæta enn víð- ast hvar. Þeir eru beittir vægð- arlaust þar sem til næst. Eigi eru margar vikur liðnar síðan ég var á ferð um skóglendi í rifahjarni, svo að hvergi sá til jarðar. Á annað hundrað ám hafði verið hleypt um morgun- inn í skóginn, sem hlupu um og bitu efstu greinar á kjarrinu. Ég hefi séð skóga gjörhöggna með vegum, en ógresjaða, þetta viðarflækju fjær vegunum. — Birkilim og börkur er ágætt fóður, fyrsta til annað kílóið, sem gefið er hverri kú daglega, er látið jafngilda töðu. Þetta má hagnýta, ef rétt er að farið og hefir víða verið gert, án þess skógurinn bíði skaða. En þess eru líka dæmin, og þau eigi fá, að þetta er misnotað. Fyrir um 20 árum sló bóndi nokkur með ljá efsta limið af skógi sínum, sem var nærri kaffenntur. — Sumir skógar eru svo stórvaxnir ennþá, að þar má fá nægan raftvið og girðingarstaura, sem o. s. frv.), (eftir M. J., V. Br., Stgr. Th., E. Ben., Fr. Fr„ G. Árnas.); dönskulegt: „hvað skulda eg. .. . eg skulda“ (M. J.), blómatréð, blómstur (í stað blómið, blóm, altítt hjá mörg- um), „lukkan .... meður“ (J. H.), „himna-pantur“ (H. Hálfd.) o. s. frv.; óeðlilegt: „andans dyr“, „sumarið skín“ (M. J.), „vonir. .. . vaxa á meið“(i) (Fr. Fr.), „ísabeygðum lýð“ (H. H.); „sjá um svarta nótt af sólu morgun roða“ (V. Br.). Smærri sálmasmiðina hefi ég ekki at- hugað. — Þótt góðir og galla- lausir sálmar finnist í kveri þessu, og nokkrir með smálýt- um, sem auðvelt er að lagfæra, spilla gallarnir heildarkostum þess. Og þetta val var gert af stórmennum kirkjunnar fyrir 5 árum! — Guðfræðingar vorlr virðast ekki nema fáir enn hafa áttað sig á kröfum samtíðar sinnar. Við samning næstu sálmabók- ar væri gott að hafa í huga bendingar Jakobs prests. — Sé sálmabók notuð eins og til er ætlazt, hefir hún svo mikil hrif á ljóðnæmi (smekk) almenn- ings, að sérstaklega verður til slíkrar bókar að vanda. Grafarholti, 15. jan. 1939. Björn Bjarnarson. að framleiðslu þeirra og við það vinnst tvennt í einu, og það er aukning framleiðslunnar og minnkandi atvinnuleysi og minnkandi fé, sem þarf að leggja til atvinnubóta og fátækraíram- færis. Þess skal með þakklæti minnzt að sú stjórn, sem setið hefir að völdum hin síðari árin, hefir óneitanlega gert mikið, ef ekki allt, sem í hennar valdi hefir staðið, til að létta undir með þeim sem stundað hafa landbún- að, en betur má ef duga skal. Eg hefi hér talað eingöngu um land- búnaðinn og framleið'slu hans, en þó mun ekki vera betur á- statt með framleiðsluna við sjó- inn og þá sérstaklega við þorsk- veiðarnar. Það mun engum blandast hugur um, að mikil þörf sé á að létt sé undir með þeim er þorskveiðarnar stunda, eða framleiðslu sjávarafurð- anna af hálfu ríkisins.Þó máekki lyfta svo mjög undir sjávarút- veginn, að hann þyki það líf- vænlegri en landbúnaðurinn, að fólkið dragist um of frá land- búnaðinum til sjávarútvegsins. Þær tvær höfuðgreinar fram- leiðslunnar þurfa að vera það samstilltar, að önnur standi ekki betur að vígi en hin að keppa mjög eru eftir sóttir. í einu skóglendi, sem er í einstaklings- eígn, eru árlega höggnir nokkur hundruð girðingastaurar og raftar í hús, skóginum að skað- lausu. En ef við þeim skógi tæki óhlífnir eigendur, mundu þeir á fáum árum geta höggvið tugi þúsunda af stærstu trján- um, sem mörg eru tæk í tvo eða þrjá staura, og grætt á því fé að eyðileggja þar allan vænan skóg. Því fer fjarri, að allir skógar- eigendur fari illa með skóga sína. En eftir því, sem skógrækt- arstjóra sagðist frá í útvarpser- indi, mun hin illa meðferð skóganna vera algengust. Lögin um friðun skóga, þau sem nú gilda,eru algerð papp- írslög, sem enginn skeytir. Það er fast í vitund manna, að þeim sé frjálst að fara með skóg sem þeir eiga, eða hafa byggðan, eins og hverja aðra eign sína. Allt öðru máli er að gegna um þá skóga, sem ekki eru í ein- staklingsins eign eða ábúð. Eng- inn mundi við þeim róta. Það mundi skoðað sem hvert annað rán eða gripdeild. — Ef á að vernda og endurreisa gömlu skógana, verður ríkið að kaupa þá alla á næsta áratugi, og friðlýsa þá. Skógrækt og verndun skóga er unnin fyrir framtíðina ein- vörðungu. Skógar eru til vegna almenningsþarfar, en eigi til þess að þeir séu beittir af ein- stöku bændum eða gjörhöggnir. Allt mælir með því að ríkið eigi skógana og verndi þá vegna (Framh. á 4. r.íðu) Jón Sígfurðsson, Yztafelli Fornir skógfar og nýir Úr bréfi til Tímans frá bónda á Suðurlandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.