Tíminn - 24.01.1939, Blaðsíða 3
10. blað
Tilim, þrigjadagiim 24. janúar 1939
39
A N N A L U
Afmæll.
Bjarni Þorkelsson, fyrrum
skipasmiður verður 81 árs 25.
jan. Hann er
fæddur að Ás-
eyri í Skaptár-
tungu 25. jan.
1858. Foreldrar
hans voru séra
Þorkell Eyjólfs-
son og R a g n-
h e i ð u r Páls-
dóttir frá Hörgs
dal. - Áttu þau
mörg börn og
urðu flest
þeirra þ j ó ð -
kunn. — Bjarni fluttist korn-
ungur með foreldrum sínum að
Borg á Mýrum og nokkrum ár-
um síðar að Staðastað. Þegar
honum óx aldur til, vildi faðir
hans setja hann til mennta, en
hugur hans hneigðist meira að
verklegu námi. Byrjaði hann
ungur að stunda smíðar og varð
brátt þj óðhagasmiður, þótt
aldrei nyti hann neinnar til-
sagnar. Gerði hann skipasmíðar
að aðalstarfi sínu. Starfaði
hann fyrst í verstöðvum við
Breiðafjörð, síðar á Akureyri og
seinast í Reykjavík. Þegar hann
hætti smíðum, sökum ellihrum-
leika, fyrir tveimur árum síðan,
taldist svo til að hann hefði alls
séð um smíði 485 skipa og báta.
Þar að auki voru svo viðgerðir
og endurbætur á fjölmörgum
skipum og bátum. Segir þessi
tala betur frá æfistarfi Bjarna
en mörg orð fá gert.
Bjarni annaðist auk þessa op-
inbert eftirlit með skipum um
50 ára skeið.
Dánardægur.
Árnl Frið'riksson kennari á
Þórarinsstaðaeyrum við Seyðis-
fjörð andaðist 27. desember
síðastliðinn. Árni var ættaður
af Stokkseyri, rúmlega sextugur
að aldri. Hann var kvæntur
Vilborgu Jónsdóttur og eru börn
þeirra sjö. Árni stundaði nám
við Kennaraskólann árin 1910
og 1911. Árið 1912 gerðist hann
kennari eystra og var það alla
tíð síðan. Gekk hann að þeim
storfum sínum þar til jólafrí var
gefið i vetur, en lézt á þriðja
degi jóla, eins og áður er sagt.
Jafnhliða kennslustörfum sín-
um stundaði Árni sjómennsku
og landbúskap nokkuð. Var
hann ávalt formaður á vélbát á
sumrin, og með sama bátinn
frá því árið 1910 og með sömu
vélina í 26 ár.
Jón J. Jónatansson járnsmið-
ur, Glerárgötu 3 á Akureyri,
andaðist 26. desember síðastlið-
inn. Jón var Þingeyingur að ætt
komandi kynslóða, en allt á
móti því að þeir séu eyddir,
sem stundarhagsmunir mest
krefja.
Skógarnir eru mikils virði fyr-
ir framtíðina á margan hátt:
1. Skógarnir bæta loftslagið.
Þeir veita skjól, dragá úr afli
storma og skafrenninga. Þetta
er alkunnugt erlendis og allir,
sem búa við hina stærri skóga
hér, hafa fundið að vindurinn
verður hlýrri og kyrrara ef hann
stendur af skógi, heldur en ef
hann stendur af mýrarflóa eða
hjarnbreiðu.
2. Skógarnir verma jarðveg-
inn. Þar, sem skógur eyðist, er
hætta á uppblæstri.
3. Skógarnir auka á fegurð
landsins, binda fólkið fastar við
átthagana og laða bæjarfólkið
út í náttúruna. Skógarnir eru
beztu útisamkomustaðir. Engir
staðir eru betur fallnir til þess
að byggja þar sumarbústaði
fyrir félög og einstaklinga úr
bæjunum.
4. Skógarnir voru aðalelds-
neytisforði almennings. Svo
mætti og enn verða víða um
sveitir. Viður, sem gresjaður er
við fyrstu gresjun, er sæmilegur
eldiviður, en lítt til annars
hæfur. En þá þarf víða að leggja
vegi að skógum og um þá. Skóg-
viðarofnar, sem nýlega eru
farnir að flytjast inn, gera
skóginn miklum mun nothæf-
ari til upphitunar húsa. Ef til
vill koma þeir tímar að skóg-
arnir útrými, með aukinni
JB Æ K. U R
li r III III I II II
TÍMARIT.
Framsóknarfélögin í Reykjjavík efna til
sameiginlegrar skennntunar að Hótel Borg
miðvikudaginn 25. þ. m., sem hefst kl. 8,30.
Eimreiðin, 4. hefti síðasta ár-
gangs, er nýkomið út. Allmarg-
ar greinar eru í heftinu og er
hin fyrsta þeirra eftir Ólaf Lár-
usson prófessor, rituð í tilefni
af tuttugu ára fullveldisafmæli
íslands, og nefnist Málstaður
íslands. Ritstjórinn, Sveinn
Sigurðsson, skrifar um Harald
prófessor Níelsson og er það
sjötíu ára minning hans. Ing-
ólfur Davíðsson magister skrif-
ar stutta en glögga grein um
arfgengi og stökkbreytingar,
Edvarð Árnason grein, er nefn-
ist: Geta menn breytt veðrátt-
unni og Sigurjón Jónsson um
berklavarnir, svargrein til M.
B. Halldórsson, en þeir hafa
lengi átt í deilu um þetta efni.
Nokkur kvæði eru í heftinu eft-
ir Jakob Thorarensen, Árna
Jónsson, Ólaf Jóh. Sigurðsson
og Margréti Jónsdóttur, sögur
eftir Þóri Bergsson, Sigurjón frá
Þorgeirsstöðum. Loks er þýdd
saga eftir D. H. Lawrence og
þýddur kafli úr bók eftir Alex-
ander Cannon, þann er skrif-
aði Máttarvöldin. Þessi bók
heitir Svefnfarir og er nýjasta
ritverk hans.
Fréttabréf til Tíinans.
Tímanum er mjög kærkomið
að menn úti á landi skrifi blað-
inu fréttabréf öðru hvoru, þar
sem skilmerkilega er sagt frá
ýmsum nýmælum, framförum
og umbótum, einkum því er
varðar atvinnulífið. Allar upp-
lýsingar þurfa að vera sem
fyllstar og gleggstar, svo að ó-
kunnugir geti fyllilega áttað sig
á atburðum, fyrirtækjum og
Til skcmmtunar verður:
1. Franisóknar-tvhist.
2. Rœða (Skúli Guðntundsson atvinnutnála-
ráðherra).
3. Dans.
Aðgöngumiðar fást á afgreiðslu Tímans, Lindargötu 1D —
Sími: 2323 og við innganginn.
Framsóknarmenn! Fjölmennið stundvíslega!
Stjórnir félaganna.
VÍRGÍNU CIOAHEIIUH
Slk.
Pákkínn
í[oslcir
kr.|*50
Fást / ál/um varæ/unum.
Húðir og skinn.
Ef bændnr nota ekki til eigin þarfa allar
nÚDlR ojí SKliW, sem falla til á heimilum
þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt
að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND
ÍSU. SAMVIAAUFÉUAGA selur IVAUTGRIPA-
HfJÐIR, HROSSHtJÐIR, KÁUFSKIW, UAMB-
SKEVJV og SEUSKIW til útlanda OG KAUPIR
ÞESSAR VÖRUR TDL StJTUNAR. - JVAUT-
GRIPAHtJÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁUFSKEW
er bezt að salta, en gera verður það strax að
lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda
staðháttum, sem lýst er.
Mörgum mun ef til vill finn-
sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn-
ast fátt til frásagnar úr fá-
mennum og strjálum byggðum.
En þó mun mála sannast, að í
hverju byggðarlagi gerist nokk-
uð það, sem tíðindum sæti, sé
vel að gætt.
Allmargir menn hafa orðið til
þess að skrifa Tímanum greina-
góð bréf, og er þeim hér með
þakkað fyrir.
og uppruna, en hafði dvalið um
fjörutíu ára skeið á Akureyri
og stundað þar iðn sína. Hann
var kvæntur Þórunni Friðjóns-
dóttur frá Sandi, en hún dó
fyrir allmörgum árum. Jón var
sextíu og fjögurra ára að aldri,
er hann lézt. Hin síðari ár átti
hann við vanheilsu að búa.
vegagjörð og tækni, kuldanum
úr sveitabæjunum.
5. Vænstu skógarnir framleiða
mikið af efnivið til húsa og
girðinga. Birkiskógarnir geta
sparað mjög erlendan gjald-
eyri til girðinga, og mundu geta
enzt vel, ef þeir væru höggnir
og birktir að vori, og þurkaðir
árlangt.
6. íslenzka birkið er mjög
„fínn“ viður (seinþroska, árs-
hringarnir þunnir). Þetta skap-
ar því ýmsa kosti til smíða og
iðnaðar. Það er ágætt í rennda
muni og til útskurðar. En svo
mun mörgum farið, að þeim
þykir vænst um muni sína, að
þeir séu islenzkir, bæði að efni
og vinnu. Svo mundi og um út-
lendinga, er hér vildu kaupa
minjagripi.
En það er einnig mjög senni-
legt, að á íslenzka birkinu mætti
reisa stærri iðnað, svo sem
pappírsvinnslu eða silkigerð. í
sænskri bók um trj ásilkigerð
segir, að viður sé því betri til
silkigerðar, sem hann sé norðar
sprottinn og finni. En þetta þarf
nákvæmra rannsókna við og
margháttaðra áður en nokkuð
yrði framkvæmt.
Viðarkol eru til margra hluta
nytsamleg og mætti vel fara að
þau yrði mikils virði, ef að
kreppti með verzlun.
IV.
Öll þessi not skóganna, sem
ég hefi nefnt, samrýmast því vel
að skógarnir séu í eign og um-
sjá hins opinbera. Það eru al-
mannanot. En sérnot þeirra ein-
Matreiðslu-
námskeíð
hefst 26. þ. mán. Kennt verður
aðeins að tilreiða veizlumat. —
Kvöldtímar 4—6 og 8—10. Uppl.
á Sjafnargötu 5. Sími 3838.
Þórarna Thorlacius
Útbreiðið TÍMANN
staklinga, sem næst búa skóg-
um, eru einkum beitin, sem er
skaðlegust alls ills fyrir skóg-
ana.
Ég hygg alveg víst að ef land-
ið félli úr byggð, mundi það
verða alvaxið viði milli fjalls og
fjöru á fáum öldum. En í þeim
sveitum, þar sem enn eru skóg-
arleifar, mundu hlíðarnar klæð-
ast skógi á fáum áratugum, ef
þær væru friðaðar. Birkifræið
er fislétt og svífur í lofti með
vindum tugi kílómetra. Innan-
um grasið í högum, engjum og
jafnvel í túnum, sjást smáar
birkiplöntur, eins til tveggja
ára, um alla Þingeyjarsýslu,
jafnvel í dölum, sem eru alger-
lega skóglausir. Inni í Hörgár-
dal, í miðju skóglausu héraði,
var eftir því, sem mér var sagt
fyrir alllöngu síðan, girt holt,
sem nú er orðið birkivaxið. Víð-
ir eða björk vex af sjálfu sér á
flestum blettum, sem náttúran
friðar sjálf, ef þeir á annað
borð hafa hentug rakaskilyrði
fyrir trjávöxt.
Ef að klæða skal landið skógi
á ný, svo um muni, verður að
byggja á þeim grundvelli, sem
eftir er af hinum forna nátt-
úrugróðri landsins, birkiskóg-
um, sem mundu af sjálfsdáðum
breiða sig yfir allt land, ef
mennimir ekki hömluðu vexti
þeirra. Ef flytja skal nýjar er-
lendar trjátegundir til gróður-
setningar, mundu þær einnig
eiga bezt skilyrði í skjóli gömlu
skóganna.
Ég hefi þaulhugsað þetta mál
í mörg ár. Vil ég nú setja fram
nokkrar tillögur, sem benda til
þeirrar leiðar, er ég hygg að
fara ætti, og yrði í senn fljót-
virkust, ódýrust og afkastamest
til þess að klæða fjöllin okkar
á ný. Framh.
unum, bæði úr boldrosa oj* bári, úður en salt-
að er. Góð og Iireinlej* meðferð, á þessnm
vörum sem öðrum, borgar sig.
Þakka alla þá hlýju hugargeisla, sem
vermdu mig á áttrœðisafmœli mínu, sem þið
vottuðuð með blómum, skeytum, gjöfum og
heimsóknum.
ÓLAFUR ÍSLEIFSSON.
TRÚLOFUNARHRINGANA,
sem æfilöng gæfa fylgir, selur
SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent
gegn póstkröfu hvert á land
sem er. Sendið nákvæmt mál.
SIGURÞÓR,
Hafnarstræti 4, Reykjavík.
ÞÉR ættuð að reyna kolin og
koksið frá
Kolaverzlun
Sigurðar Ólafssonar.
Símar 1360 og 1933.
Vinnið ötullega fyrir
Tímann.
Sígurður Olason &
Egill Sígurgeírsson
Málilutningsskrífstola
Austurstræti 3. — Sími 1712.
Kopar
keyptur í Landssmiðjunni.
208 Andreas Poltzer:
ástæðan augljós til þess, að Meller hafði
flúið frá lávarðinum og falið sig. Af því,
að Meller grunaði ekki, að kona hans
elskaði hann ennþá, eftir allt sem hann
hafði gert henni á móti, hélt hann að
hún væri komin í þeim erindum að kæra
hann fyrir lögreglunni. Þó var ennþá
ýmislegt í þessu máli, sem þurfti skýr-
ingar við.
— Hve lengi hafið þér dvalið í London,
frú? spurði fulltrúinn sakleysislega.
Og án þess að gruna nokkuð, svaraði
hún:
— Ég kom þann 31. október síðdegis.
— Og þér settust undir eins að hér á
Hotel Abadie?
— Já.
— Nei, frú! Þér haflð verið hérna
síðan 1. nóvember.
— Mig misminnti, þegar ég sagðist
hafa komið 31. október. Það var 1. nóv-
ember.
Whinstone horfði á hana og hún leit
undan. Hann sagði þurrlega:
— Þér komuð 31. október og voruð á
Imperial Hotel við Russel Square nóttina
eftir. Þér létuð skrifa yður með yðar
rétta nafni, frú Meller-Ortega. Þér
fluttust morguninn eftir hingað á Hotel
Abadie og kölluðuð yður nú Juliette Du-
prés. Hvers vegna gerðuð þér þetta?
Frú Meller svaraði ekki. Whinstone
Patricla 205
Juliette Duprés hafði kynnzt Meller í
París fyrir sex árum. Hún átti tízku-
stofu í Rue Royal og hafði góðar tekjur
af henni. Hún kunni vel við Meller. Hann
sagðist eiga námu suður í Marokko og
virtist eiga nóga peninga. Þegar hann
bað hennar, tók hún honum og var hún
þó talsvert eldri en hann.
Hún sannfærðist fljótlega um, að
maður hennar hafði sagt henni ósatt.
Námurnar hans voru hvergi til, nema
kannske í tunglinu, og flest benti á, að
æfiferill hans væri býsna móskjóttur.
Líklega hefði Juliette þó fyrirgefið hon-
um þetta. En því miður komst hún að
raun um, að Meller hafði gifzt henni
eingöngu vegna þess að hún átti pen-
inga.
Samt sem áður datt henni ekki í hug,
að slíta samvistum við hann, því að
henni þótti vænt um hann og vildi ekki
missa hann. En þótt hún væri ástfangin,
hafði hún gát á peningum sínum og
sleppti ekki umráðaréttinum yfir eignum
sínum, sem voru allmiklar.
Meller urðu þetta mikil vonbrigði og
skapsmunir hans versnuðu dag frá degi.
Juliette skildist smám saman, að það
myndi verða ómögulegt að lifa saman við
hann framvegis. Hún gekk því fram í
því að skilja við hann, og þegar það var
um garð gengið, hvarf Meller.