Tíminn - 24.01.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.01.1939, Blaðsíða 4
40 TÍMIM, þrigjndaghm 24. janúar 1939 10. blað „Ríki og fcyltin^ höfuðrit Lenins, er nýkomið út á íslenzku. Er þetta fyrsta ritið eftir Lenin, sem birtist í íslenzkri þýðingu. Hver maður, sem vill kynna sér kenningar sósíalismans, þarf að lesa þessa bók. Verð kr. 4,50. Félagar í Máli og menningu fá bókina á kr. 3,80 í BÓKAVERZLUN HEIMSKRINGLU Laugaveg 38 Sími 5055 MOLAR Georges Bonnet, utanríkísráð- herra Frakka, hefir í mörgu að snúast þessa dagana. Kommún- istar og sósíalistar krefjast þess að Frakkar veiti spönsku stjórn- inni lið, og frá henni hafa komið erindrekar á fund hans til að grennslast eftir, hvaða hjálp Frakkar muni veita flóttamönn- um, ef Franco sigrar. Auk þessa eru svo landakröfur ítala. Bonnet er fimmtugur að aldri. Faðir hans var dómari og á námsárum sínum lagði hann einkum stund á lögfræði og heimspeki. Að náminu loknu skrifaði hann bœkur og tímarits- greinar um lögfrœðileg efni. Þegar heimsstyrjöldin hófst, gekk hann strax l herinn og var orðinn liðsforingi í stórskotalið- inu, þegar því lauk. Eftir styrj- öldina hélt hann ritstörfum sín- um áfram og ritaði þá öœkur um pólitísk og fjárhagsleg efni. — Þóttu bœkur hans lýsa mikilli rökfestu og skarpskyggni og unnu þær honum mikið álit. Hann byrjaði einnig að gefa sig að stjórnmálum og varð einn af leiðandi mönnum í hægra armi radikala flokksins. Árið 1925 varð hann ráðherra i fyrsta sinn. Síðan hefir hann alls átt sœti í 14 ráðuneytum og oftast verið fjármálaráðherra. Er hann tal- inn einhver snjallasti og lœrðasti fjármálamaður Frakka. Bonnet er starfsmaður mikill og viðurkenna andstœðingar hans fúslega gáfur hans og dugnað. En hitt láta þeir líka óspart í té, að þeir gruni hann þeim mun meira um grœzku. Þykir hann manna lagnastur að koma málum sinum fram, en starfsaðferðir hans eru líka mis- jafnlega rómaðar. Hann er ágæt- ur rœðumaður. Ýmsir spá því, að ef stjórn Daladiers fellur og mynduð verði hœgristjórn í Frakklandi, muni Bonnet verða aðalmaður hennar og forsœtisráðherra. * * * Allan ársins hring er hveiti- uppskera einhvers staðar á hnettinum. í janúar er hveiti- uppskerutímí i Nýja Sjálandi og Chile, i febrúar og marz i Ind- landi og Efra-Egyptalandi, l apr- íl í Indlandi, Neðra-Egyptalandi, Sýrlandi, Persíu og Litlu-Asíu, í mai i Kína, Japan, Mið-Asíu, Marokko og Algier, l júní i suður- fylkjum Bandaríkjanna, Suður- Rússlandi, Rúmeníu, Búlgaríu, Austurríki, Ungverjal. og Þýzka- landi, i ágúst i norðurfylkjum Bandarikjanna, Kanada, Mið- Rússlandi, Póllandi og Englandi, í september í Norður-Rússlandi og Skotlandi, í október í Svíþjóð og Noregi, i nóvember í Suður- Afríku, í desember í Ástralíu og Argentínu. * * * — Það hlýtur eitthvað að vera hœft i gamla orðtakinu, að heim- urinn sé litill. Að minnsta kosti er hann ekki nógu stór til að geta tekið á móti öllum, sem vilja fara frá Þýzkalandi. (New Yorker, New York). tn BÆIVUM Farfuglafund heldur XJ. M. F. Velvakandi í Kaup- þingssalnum í kvöld kl. 9. — Allir ung- mennafélagar velkomnir. Skátafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn sunnudaginn 15. þ. m. Félagið, sem er sameining skáta- félaganna Vœring)ar“ og „Emir“, tel- ur nú 610 félaga að meðtöldum ylfing- um og starfar í 6 deildum auk skáta- sveitar á Seltjarnarnesi. Fundurinn kaus stjórn fyrir félagið og skipa hana: Björgvin Þorbjörnsson, félagsforingi, í stað Leifs Guðmundssonar, sem baðst undan endurkosningu, Daníel Gíslason og Hörður Jóhannesson, aðstoðarfé- lagsforingjar, Sveinbjöm Þorbjömsson, gjaldkeri, Þórarinn Bjömsson, ritari. Framsóknarfélögin í Reykjavík efna til skemmtunar að Hótel Borg á morgun, miðvikudaginn 25. þ. m., sem hefst kl. 8,30. — Þar verður spiluð Framsóknar-whist, ræða atvinnumála- ráðaherrann og dans — Vegna mikill- ar aðsóknar er betra að trv°-"ja sér að- göngumiða hið fyrsta. Þeir fást á afgr. Tímans, Lindargötu 1 D. Sími 2323 og við innganginn. Á krossgötum. 'Framh. al 1. síöu) 300 krónur: Skúli Magnússon til sálar- fræðináms, Helgi Bergsson til hag- fræðináms, Sölvi Blöndal til hagfræði- náms, Guðni Guðjónsson til náttúru- fræðináms, Hermann Einarsson til dýrafræðináms, Vésteinn Guðmunds- son til verkfræðináms, Guðmundur Matthíasson til tónlistarnáms, Gunn- laugur Pálsson til húsabygginganáms, Már Rikarðsson til húsabygginganáms, Pétur Símonarson til vélfræðináms, Gunnlaugur Bjömsson til búnaðar- náms, Slgurður I. Sigurðsson til bún- aðarnáms, Stefán Björnsson til mjólk- uriðnaðarnáms, Ingvar Bjömsson til efnafræðináms, Hallgr. Björnsson til iðnaðarverkfr.náms, Ásk. Löwe til nátt- úrufræðináms, Þórhildur Ólafsdóttir til að nema meðferð ungbarna, Glúmur Björnsson tll verkfræðináms, Sveinn Pálsson til verkfræðináms, Hjalti Gestsson til búnaðarnáms, Geir Tóm- asson til tannlækninganáms. Á víðavangi. (Framh. af 1. sí8u) 330 brýr og vegir alls lagðir fyrir 25 millj. kr. íslendingar eigi síma og útvarp og nýtízku sjálf- virka símastöð í höfuðstaðnum. * * * Greinin endar á þessum orð- um: „Þeir, sem nú eru að rann- saka á hvern hátt auðveldast sé að afla brezku þjóðinni matvæla á hættutímum, ættu að athuga það í fyrsta lagi, hve skammt er héðan til íslands, samanborið við aðrar vegalengdir, t. d. til Argentinu. Og í öðru lagi, hve miklu auðveldara myndi vera fyrir Norðursjávarflotann, að vernda matvælaflutninga frá íslandi til Skotlands, en t. d. frá Danmörku til Englands." * * * Mbl. sem út kom sl. sunnudag, viðurkennir, að kunnugt sé nokkurn veginn nákvæmlega, hversu margir af styrkþegum Reykjavíkurbæjar fylgi Sjálf- stæðisflokknum að málum. — Styður þetta þá skoðun, sem útbreidd er í bænum um óheppi- legt samband milli þurfama,nna- framfærisins og kosningastarf- semi Sjálfstæðisflokksins. tr bréfi til Tímans (Framh. af 2. síðu) um fólkið, vegna þess að önnur atvinnugreinin sé arðvænlegri en hin. En það verður að gera þessum tveimur atvinnugreinum fram- leiðslunnar það hátt undir höfði, að fólkinu finnist ekki lífvæn- legra að stunda allt annað en að framleiða þau verðmæti, sem þjóðin þarfnast mest til lífvæn- legrar afkomu, bæði inn á við og út á við. En hvert er bezta ráðið til að koma á verðhækkun á fram- leiðsluvörunum? Bezta ráðið verður að finnast; ég vil aðeins minnast á það atriðið, er hugur minn hefir helzt staðnæmzt við, er ég hefi hugsað um þessi mál, og það er lækkun hinnar ís- lenzku krónu. Það skal játað, að verðsveiflur eru alltaf vondar og mikil nauðsyn á að stuðla að því að þær verði ekki nema þegar nauðsyn krefur; en ég sé ekki að lengur verði hjá því komizt að lækka krónuna, vegna fram- leiðslunnar í landinu, til að gjöra framleiðsluna í landinu verð- meiri en hún er. Framleiðsluna, sem þjóðarbúskapurinn grund- vallast á, verður að auka að verðmæti og vöxtum. Það er það nauðsynlegasta nú af öllum nauðsynlegum hlutum. Nú er það verðlækkun krón- unnar, sem kemur hart niður á bönkunum, vegna greiðslu þeirra út úr landinu. Lækkun krón- unnar kemur líka illa við þá er innieignir eiga, en þeir, sem skulda bönkunum og öðrum peningastofnunum, græða. Ekki gerir það mikið til þó að léttist eitthvað skuldabyrði þeirra manna, sem erfitt eiga með að standa í skilum með vexti og afborganir af skuldum sínum og ekki lifa neinu óhófslífi, og lækkun krónunnar gæti líka orðið til þess að ýmsum væri gert kleift að greiða sínar skuld- ir, er alls ekki gætu það eins og sakir standa nú um fjárhags- örðugleika þeirra. En svo eru allir hinir stóru, sem skulda mikið og eiga miklar eignir og lifa á allan hátt eyðslu- lífi. Það er vont að þeim séu gefnar upp stórar upphæðir með lækkun krónunnar. í því sam- bandi detta mér í hug ýms stór- fyrirtæki, sem illa hafa farið með fé, er þau hafa meðhöndl- að. Þeim þarf að koma á réttan kjöl, áður en krónan er lækkuð. Við lækkun krónunnar lækkar kaup launamannanna. Ekkert gerir til, þó að lækki laun þeirra manna, sem bezt eru settir; það getur komið til mála að hækka eitthvað laun þeirra, er lægst hafa launin; en um verka- Rússland og llóttamennirnir (Framh. af 1. síðu) lands og sú viðleitni, að reyna að komast hjá þvi að móðga þennan volduga nágranna á nokkum hátt og skrifa því mjög lítið og hógvært um Gyðingaof- sóknirnar, bendir einnig i sömu átt. Það má líka teljast fullvíst, að Rússar séu fyrir löngu hættir að veita spönsku stjórninni stuðning. Meðan hún hafði nokkra von um sigur og ýmsar líkur bentu til að kommúnistisk stjórn gæti komizt til valda á Spáni, styrktu Rússar hana á margan hátt. En síðan sigurvonir hennar minnkuðu og veldi Þjóð- verja hefir vaxið í Mið-Evrópu, hafa Rússar alveg hætt þessari hjálp. Stalin vill ekki gefa hinum vígþyrsta nábúa sínum, Hitler, ástæðu til að hefja illdeilur við Sovét-ríkin og telur því að ein- angrunin og afskiptaleysið henti þeim bezt. Ekkert stórveldi virðist nú hafa meiri geig af Þjóðverjum, og þora að gera þeim minna á móti skapi en Sovét-Rússland. fólkslaunin skal það sagt, að þau eru nú þegar orðin nokkuð há, þó þau teljist kannske of lág, ef krónan yrði lækkuð mikið. En mestu varðar að mínu áliti, að vinnan sé ekki stopul, að at- vinnuleysið geti horfið, og það hygg ég að sé aðalatriðið til þess að atvinnuleysið geti horfið, að framleiðslan sé aukin og gerð sem arðvænlegust og iðngreinum fjölgað eftir því sem hægt er. í bréfi því, er miðstjórn Fram- sóknarflokksins skrifaði trúnað- armönnum sínum nú síðast, var þess óskað, að menn gerðu tillög- ur um hvernig ráða skuli fram úr fátækramálum sveita- og bæjarfélaga og kaupstaða, og mín tillaga er þetta: Það verður að efla framleiðsl- una á allan hátt, svo að það sé meir aðlaðandi fyrir fólkið að vera sem flest framleiðendur og svo að fleiri og fleiri geti komizt að atvinnu við framleiðsluna sem framleiðendur, í stað þess að nú sækist fólkið mest eftir því að sæta daglaunavinnu, af því fólkinu finst hún bezt borg- uð. En þegar of mikið er orðið um framboð á vinnu við fyrir- tæki eða framleiðslu, sem ekki ber sig, þá kemur atvinnuleysið, sem endar með því að fleiri og fleiri verða sveitarstyrksþurfi, eða sveitirnar og ríkið verður að hjálpa fólkinu frá því að fara á sveitina eða bæinn, með því að veita því atvinnubótavinnu, sem oft kemur að litlum notum. K. B. 206 Andreas Poltzer: Patrícia 207 Hljómsveit Reykjavíkur. Eftir svo sem ár skaut honum upp í París á ný. Hann reyndi að taka saman við fráskildu konuna sína aftur, og af því að Juliette elskaði hann ennþá, gekk þetta liðugt. Juliette hafði vonað það undir niðri, að hún gæti haft góð áhrif á Meller. En i þetta skipti var það eíngöngu í þeim tilgangi að koma glæpsamlegu áformi í framkvæmd, að hann tók saman við hana aftur. Hún vildi ekki segja Whin- stone, hvert þetta áform stefndi. Juli- ette Duprés lét nægja að tæpa á því, og þetta fannst Whinstone benda á, að hún myndi elska Meller ennþá. Meller tókst 1 þetta sinn að hramsa alla skartgripi frúarinnar og álitlega fjárupphæð, og að svo búnu hvarf hann. Svo hafði hún ekki orðið vör við hann í fjögur ár. Fyrir tilviljun komst hún að því, að hann myndi hafast við í London, og þar hafði honum tekizt að verða einkaritari Kingsley lávarðar. Henni var hulið, með hvaða ráðum þetta hefði tekízt. Juliette fór þegar til London. Var það tilgangur hennar, að ná einhverju aftur af því, sem Meller hafði stolið frá henni fyrir fjórum árum? Whinstone hafnaði þeim möguleika með sjálfum sér. Það, sem hafði knúð hana til ferðalagsins, var ást hennar á Meller — eða hatur. Sennilegra að það væri ástin. Þvi að ef þessi franska kona vildi hefna sín, þurfti hún ekki að fara til London. Það hefði nægt, til að ná sér niðri á Meller, að kæra hann fyrir frönsku lögreglunni. — Hvað tókuð þér svo til bragðs, frú, er þér voruð komnar hingað til London, spurði Whinstone. — Ég fór beint af járnbrautarstöðinni til Berkeley Square, en hitti ekki mann- inn minn í húsi lávarðarins. Ég skrifaði honum nokkrar línur og skildi þær eftir. — Viljið þér segja mér, hvað stóð í því bréfi? spurði Whinstone. — Ég man ekki orðalagið. Ég skrifaði honum eitthvað á þá leið, að ég ætlaði að koma til hans daginn eftir.... — Þér skrifuðuð ekki neitt annað? Frú Meller varð hálf vandræðaleg og sagði svo með semingi: — Ég setti ofan í við hann og ég er hrædd um, að hann hafi skilið það á þá leið, að ég ætlaði að kæra hann fyrir lögreglunni.... Þegar ég kom á heimili Kingsley lávarðar daginn eftir, var mér sagt, að Meller væri ekki kominn. Ég fékk heimilisfang hans, en tókst ekki heldur að hitta hann þar sem hann átti heima.... Hann hafði flutt sig þaðan þá um morguninn.... Frú Meller þagði. Whinstone efaðist ekki um, að hún segði satt. Og nú var Meyjaskemman verffur leikin annaff kvöld kl. 8y2. IVæstsíðasta sinn. Affgöngumiffar verffa seldir f dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun í Iffnó. — Sími 3191. Venjulegt leikhúsverð „Brúarloss<( ler væntanlega í kvöld um Vestmannaeyjar, til Aberdeen, Leith o g Kanpmannahalnar. mmmtmmoAMT.A bíói VÉR nÖLDUM HEIM — — Áhrifamikil og listavel leikin amerísk stórmynd, gerð eftir skáldsögu hins heimsfræga rithöfundar, Erich M. Remarque. Myndin er framhald af „Tíffindalaust á vesturvígstöffvunum“ og sýnir m. a. síðustu nótt- ina í skotgröfunum, bylt- inguna og flótta keisarans. Myndin er bönnuff fyrir börn innan 14 ára. NÝJA Prinsinn og betlarinn. Amerísk stórmynd frá Warner Bros, samkv. hinni heimsfrægu sögu með sama nafni, eftir hinn dáða ameríska ritsnilling MARK TWAIN. Aðalhlutv. leika: ERRAL FIYNN og tvíburabræðurnir BILLY og BOBBY MAUCH Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. :::œ» Kaupum tómar ílöskur - pessa viku til föstudagskvölds. - Flöskunum veítt móttaka í Nýborg. Áfengisverzlun ríkisins. vliiitjifilgeiniiii. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. ■ ■ Tilkynning fráByggmgarsamvínnufélagiReykjavíkur t ráði er að byggja nokkrar íbúðir í sum- ar. I»eir félagsmenn, sem vilja tryggja sér þessar íbúðir, gefi sig fram við gjaldkera fé- lagsins, Elías Halldórsson, á skrifstofu Fiski- veiðasjóðs tslands, Lækjartorgi 1, eða for- manninn, Guðl. Rósinkranz, í Samvinnuskól- anum (Oftast við kl. 2—3, sími 5099) fyrir 1. febr. n. k. og sýni um leið félagsskírteini sitt. Ennfremur er eitt af einbýlishúsum félagsins til sölu og eru væntanlegir kaupendur beðnir að gefa sig fram á sama hátt. STJÓRIVIV.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.