Tíminn - 28.01.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.01.1939, Blaðsíða 4
48 TtMIflíIV, laiigardaginn 28. janáar 1939 12. blað MOLAR Hans Hedtojt-Hansen, er ný- lega hefir verið kjörinn formað- ur danska jafnaðarmanna- flokksins, er 36 ára gamall. Ýms- urn kom á óvart að flokkurinn kysi sér svo ungan forystumann. En Stauníng, sem verið hefir for- maður flokksins í nœr 30 ár, studdi kosningu hans eindregið og auk þess á hann þegar mikl- um vínsældum að fagna. Hann er t. d. viðurkenndur sem mesti rœðumaður sósíalista í Dan- mörku. Hedtoft-Hansen er kominn af fátækum foreldrum, sem bjuggu i Aarhus. Faðir hans var klœð- skeri. Ellefu ára gamall byrjaði hann að starfa sem sendisveinn. Hann hóf nokkru síðar nám við gagnfrœðaskóla, en varð að hœtta þvi þegar faðir hans lézt. Fimmtán ára gamall byrjaði hann að læra lityrentun og fáum mánuðum seinna var hann kos- inn formaður í sveinafélagi, sem hafði 500 meðlimi. Jafnframt byrjaði hann að starfa í sam- tökum ungra jafnaðarmanna. Kommúnistar réðu þar þá einna mcstu og var Hedtoft-Hansen einn aðalleiðtogi þeirra, sem klufu samtökin og sögðu skilið við kommúnista. Stofnuðu þeir ný œskulýðssamtök innan jafn- aðarmannaflokksins. Var Hed- toft-Hansen kosinn forseti þeirra 1928. Árið 1924 dvaldi hann nokkurn tíma við nám í Þýzka- iandi. Hinn mikli áhugi og dugnaður, sem Hedtoft-Hansen sýndi l félagsstörfum sinum, vakti at- hygli Stauníngs á honum. Réðí Stauning hann i þjónustu fíokksins 1929. Árið 1935 var hann kjörinn þingmaður og rit- ' ari jafnaðarmannaflokksins. — Gafur það glöggt til kynna, hve fljótt hann hefir unnið sér álit hinna eldri manna eftir að hann byrjaði að vinna sem fastur starfsmaður flokksins. Undanfarin ár hefir forustan í flokksstarfseminni aðallega lent á honum, því Stauning hefir ekki getað sinnt henni, nema að litlu leyti. Kommúnistar hafa jafnan verið mjög fjandsamlegir Hed- toft-Hansen, og er hann venju- legast kallaður „verkalýðssvik- ari“ og „sósíalfasisti“ í blöðum þeírra. Milli hans og Staunings hefir ríkt mikil vinátta siðan kynni þeirra hófust. Hefir hann orðið fyrir miklum áhrifum frá Stau- ning, enda eru þeir sagðir líkir i skapgerð. * * * í Svíþjóð hefir nýlega verið mál á döfinni, sem vakið hefir mikið umtal. Stúlka, sem hafði átt tvibura, eignaði þá manni, sem vildi ekki við þá kannast. — Var þá griyið til blóðrannsóknar og leiddi hún i Ijós, að hann var faðir annars barnsins, en ekki hins. Ýmsir hafa haldið þvi fram, einkum leikmenn, að þetta sannaði, að blóðrannsóknir væru ekki öruggar. En lœknar halda fram því gagnstæða og telja það frœðilegan möguleika, að tvi- burar þurfi ekki að vera sam- feðra. tílt B/ENUM St jómar kosningu er nýlokið í Sjómannafélagi Reykja- víkur. Frambjóðendur Alþýðuflokksins hlutu mikinn meirihluta atkvæða, en kommúnistar höfðu menn í kjöri á móti þeim. Formaður félagsins var endurkosinn Sigurjón Á. Ólafsson al- þingismaður með 479 atkv., en for- mannsefni kommúnista íékk 179 atkv. í félaginu eru 1132 félagsmenn. Kosn- ingin var skrifleg og hefir staðið yfír um alllangt skeið. Málverkasýning Jóns Þorleifssonar málara að Blátúni við Kaþlaskjólsveg er opin á sunnu- döfa'um frá kl. 2—10; á öðrum tímum eftir samkomulagi. Allmörg málverk hafa þegar selst á sýningunni. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á morgun sjónleikinn Fróðá í 'iðasta sínn. Verð aðgöngumiða er lækkað. Gestir í bænum. Pétur Jónsson bóndi á Egilsstöðum, Sigurður Jónsson bóndi á Stafafelli, Halldór Ásgrímsson kaupfélagsstjóri í Borgarfirði eystra, Benedikt Guttorms- son, kaupfélagsstjóri í Stöðvarfirði, Kristján Benediktsson bóndi í Ein- holti, Karl Kristjánsson oddviti, Húsa- vik, Kristján Jóhannesson bóndi 1 Klambraseli, Bjami Gunnlaugsson, bóndi i Geitafelli, sr. Þorgrímur Sig- urðsson á Grenjaðarstað, Sigur- jón Einarsson bóndi á Brunnshóli, Marteinn L. Einarsson bóndi í Hvömm- um, Sigurjón Einarsson bóndi á Meðal- felli, Jón Sigurðsson kaupfélagsstjóri á Djúpavogi, Þorbjörg Einarsdóttir, ljósmóðir á Brunnshóli, Hannes Krist- jánsson í Einholti. EMr fall Rarcelona 'Framh. af 1. síðu) Þjóðverjum og ítölum er meiri alvara í lelknum en þeir héldu, þegar hlutleysisstefnan var upphaflega tekin. Sjálfstætt spánskt ríki, sem ekki veitir andstæðingum þeirra lið í styrj- öld, er meiri nauðsyn fyrir þá nú en nokkuru sinni fyrr. Þess vegna má nú vænta meiri festu hjá Bretum og Frökkum í þessu máli en áður, því sú lausn, sem það fær nú, getur ráðið úrslit- um um framtíð þeirra sem stórvelda. Snorramynd Vigelands. (Framh. af 1. síðu) á að standa á jafnháum fótstalli. Ber þeim, sem hafa séð hana, saman um að hún sé hið glæsi- legasta listaverk, enda er ekki annars að vænta af Vigeland. Meðal þeirra manna, sem eiga sæti i nefndini, eru Monvinckel fyrv. forsætisráðherra og Lars Eskeland. Á víðavangi. (Framli. af 1. siðu) vík eina á árunum 1934—38. Þetta skiptir þó ekki verulegu máli í því sambandi, sem töl- urnar voru tilgreindar. En hin- ar réttu tölur um skattinn í Rvík eru þessar. Ár 1934 ........ kr. 1.407,900 — 1935 — 1.446,283 — 1936 — 1.440,835 — 1937 — 1.333,315 — 1938 — 1.688,652 Það sést á þessu, að árin 1935 Erlendar myndir Á myndinni sést Friðrik krónprins vera að flytja rœðu við afhjúpun mínn- ismerkis af pólarfaranum I. P. Koch. Rússneskir landamœraverðir. Oröf Napoleons í Invalidekirkjunni i Paris. —1936 er skatturinn í Rvík svip- aður og skatturinn 1934 (sem Sjálfstæðisflokkurinn bar á- byrgð á) og 1937 ex hann lægri. 1938 aftur nokkru hærri. En auðsætt er það, jafnvel B. B., að ekki geta breytingarnar sem á þessum skattupphæðum hafa orðið síðan 1934, hafa haft af- gerandi áhrif á getu manna til að greiða margra miljóna útsvör til Reykjavíkurbæjar. 214 Andreas Poltzer: Patricia 215 Upper Harley Street voru önnur en þau, sem hann hafði fundið í íbúð ungfrú Bradford! Jafnvel þó að þessi uppgötvun hefði endaskipti á því, sem Whinstone hafði haldið, þá komst hann þó í ennþá meiri vandræði við nýja uppgötvun, sem hann gerði skömmu síðar. Hann hafði farið í fingrafaradeild Scotland Yard með myndir sínar. Kort- érinu, sem þurfti til að athuga, hvort fingraförin, sem hann hafði með sér, væri til í safninu áður, eyddi hann í að tala við forstöðumann deildarinnar. Loks kom aðstoðarmaðurinn með fingra. förin aftur. — Eins og þér álituð, þá er hér um að ræða fingraför tveggja persóna, sagði maðurinn við Whinstone. Þau förin, sem merkt eru A, könnumst við ekki við. Hann fékk Whinstone þau fingraförin, sem hann hafði tekið í ibúð ungfrú Bradford. Fulltrúinn varð ekki forviða þó hann heyrði þetta, því að hann hafði ekki búizt við, að fingraför Alice Bradford væru í glæpasafninu. — En fingraförin, sem merkt eru B? spurði hann forvitinn. Maðurinn svaraði með því að kasta fram spurningu: — Herra fulltrúi, hvar hafið þér náð í þessi fingraför? — Ég hefi tekið þau í íbúð konu, sem mér þykir grunsamleg, svaraði Whin- stone. — Það er víst langt siðan? — Ef þér kallið tíu stundir langan tíma, þá getið þér sagt, að það se langt síðan, svaraði Whinstone brosandi. Nú gaf forstöðumaður safnsins sig fram í viðtalið: — Verið þér ekki að ala á forvitni fulltrúans, Kempson, þvi að ég sé, að þér búið yfir einhverju, Kempson kinkaði kolli. — Þessi fingraför, sem Whinstone full- trúi hefir merkt B, eru eftir Chaterine Woodmill — en þessi Chaterine Wood- mill hefir setið í fangelsi lengi. Hún var dæmd í níu mánaða fangelsi árið 1929. Kempson rétti ótilkvaddur húsbónda sínum spjaldið úr skránni á safninu, og fingraförin sem Whinstone hafði komið með. Eftir stutta athugun fullyrti for- stöðumaðurinn ákveðinn, að þetta væri hvort tveggja fingraför sömu manneskj- unnar. — Kannske Chatherine Woodmill hafi verið látin laus aftur, sagði Whinstone. — Það er mjög ósennilegt, svaraði for_ stöðumaðurinn. — Hefði hún verið náðuð eða hefði hún flúið úr fangelsinu, myndi VAKA er ódýrasta, fjölbreyttasta og glæsilegasta tímarit Iandsins. Á hálfu ári hefir hún fengið 2000 áskrifendur. Enginn hugsandi maður né kona getur verið án þess að lesa VÖKU. Utanáskrift: VAKA, Reykjavfk. Annast kaup og sölu verðbréfa. Vinnið ötullega fyrir T ímann. nýja IDularíulli hríng’urínn H Amerísk stórmynd í 2 köfl- um, 20 þáttum. :: Öll myndin sýnd í kvöld ♦♦ « Mynd þessi var sýnd hér í a desember í tvennu lagi, og p sáu hana þá færri en vildu, ;; verðúr hún því eftir ósk margra sýnd öll í einu í :: kvöld. ♦♦ H Börn fá ekki aðgang. Vornámskeid. Húsmæðraskólinn á Hallormsstað heldur, eins og að undan- förnu, námskeið frá 8. maí til 17. júní n. k. í þessum námsgrein- um: Kjólasaum, Vefnaði, Matreiðslu, Garðyrkju. Námskeiðskostnaður cr kr. 90,09, neir.a fyrir nemendur á garðyrkjunámskeiði. Þeir vinna fyrir fæði sínu. Hallormsstað 22. jan. 1939. Sig’rtisi P. BSléiiídal, forstöðukona. Galdramaður- ínn Gambiní Óvenjulega spennandi og bráðskemmtileg amerísk leynilögreglumynd, tekin af Paramount-félaginu. Aðal- hlutverkið leikur hinn ágæti „karakter“-leikari AKIM TAMIROFF. Ennfremur leika: JOHN TRENT og MARIAN MARSH. :♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦■»♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦•*•• ♦♦••^♦♦♦♦♦♦♦'/♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ •♦♦••♦♦♦♦♦- ♦♦♦♦•*♦♦♦♦< BilfiilllllOllf - lilitjifilieiiiir. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. J. & W. STUART LIMITED MUSSELBURGH STUART’S snurpinætur og síldarnætur eru þekktar um víða ver- öld. Einkum eru SNURPINÆTURNAR í miklum metum hjá íslenzkum fiskimönnum, vegna þess hve framúrskarandi garnið er gott og hve endingargott það er. STUART’S verksmiðjurnar spinna allt garnið sjálfar og í því er trygging fyrir vandaðasta garni. Þá er börkun og litun öll framúrskarandi góð. Leitið tilboða hjá umboðsmanni: Kristjáni Ó. Skagfjörð, Reykjavík. Reykjavíkurannáll h.f. ReTjan Fornar dygðir model 1939 verða leiknar á sunnudag kl. 2. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag frá kl. 1—7 og eftir kl. 1 á morgun. Vanalegt leiklmssverð á sunnudag. M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 30. þ. m. kl. 6 síðdegis til fsafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar. — Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla í dag. Fylgibréf yfir vörur komi í dag. Skipaafgrciðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sfmi 3025. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR „Fróða6é Sjónleikur í 4 þáttum, eftir JÓHANN FRÍMANN. Sýning á morgnn kl. 8. Lækkað verð. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.