Tíminn - 31.01.1939, Side 1

Tíminn - 31.01.1939, Side 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: \ EDDUHÚSI, Sími 2323. Lindargötu 1 d. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, þriðjudagmn 31. jamiar 1939 13. blað Aðalfundur midstjórnar F r amsóknarí lokksins Fundurinn ræðír aðallega um stjórnmálahorS- urnar og flokksstarfsemina Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hófst kl. 2 e. h. síðastliðinn laugardag á skrifstofu flokksins í Eddu- húsinu. Fundinn sitja þessir mið- stjórnarmenn: Aðalst. Kristinsson fr.kv.stj., Bjarni Ásgeirsson alþm., Bjarni Bjarnason alþm., Eysteinn Jónsson fjárm.ráðh., Gísli Guðmundsson alþm., Guðbr. Magnússon forstjóri, G. Kr. Guðmundss. skrifst.stj. Gunnar Þórðarson bóndi, Halldór Ásgrímsson kfstj., Hannes Pálsson bóndi, Hermann Jónasson fors.ráðh., Jón Árnason framkv.stj., Jón Hannesson bóndi, Jón Steingrímsson sýslum., Jónas Jónsson form. Fram- sóknarflokksins, Jörundur Brynjólfsson alþm., Kristinn Guðlaugsson bóndi, Páll Zophóníasson alþm., Pétur Jónsson bóndi, Sigurður Kristinsson forstj., Sigurður Jónsson bóndi, Sigurþór Ólafsson bóndi, Skúli Guðm.son atvm.ráðh., Steingr. Steinþórsson alþm., Sveinbjörn Högnason alþm., Vigfús Guðmundsson gjaldk., Þórólfur Sigurðsson bóndi. Fjarverandi miðstjórnarmenn eru: Bergur Jónsson bæjarfó- geti, Bernharð Stefánsson al- þingismaður, Björn Kristjáns- son kaupfélagsstjóri, Einar Árnason alþm., Gísli Magnússon bóndi, Jón H. Fjalldal bóndi, Markús Torfason bóndi og sr. Þorsteinn Kristjánsson. Fundinn hafa setið, auk fram- angreindra miðstjórnarmanna, þeir þingmenn flokksins, sem ekki eiga sæti í miðstjórninni, og nokkrir gestir utan af landi. Þá var og samþykkt á fundin- um, að Helgi Lárusson, fram- bjóðandi flokksins í seinustu kosningum í Vestur-Skapta- fellssýslu, tæki þar sæti, þar sem látinn er miðstjórnarmaður kjördæmisins, Bjarni Runólfs- son í Hólmi. í upphafi fundarins flutti formaður flokksins ítarlegt er- Baleareyjar Baleareyjarnar, sem tilheyra Spáni eru á helztu siglingaleiS Frakka til ný- lendna þeirra í Noröur-Afríku. Stærsta eyjan, Mallorca, er nú undir stjórn ítala, þó Franco ráði þar að nafninu til. Hinsvegar rœður spanska stjórnin enn yfir Minorca, og það er hún, sem Frakkar ráðgera að leggja undir sig, ef ítalir draga ekki herlið sitt burt af Spáni og Mallorca. Á meðfylgjandi korti sézt einnig sá hluti Kataloníu, sem enn er á valdi stjórnarinnar. Land uppreisnarmanna er merkt með svörtu. indi um stjórnmálaástandið í landinu. Síðan gaf gjaldkeri flokksins, Vigfús Guðmundsson, skýrslu um fjárreiður flokks- ins, og ritari flokksins, Eysteinn Jónsson, gerði grein fyrir flokksstarfseminni á árinu. — Taldi hann að stofnun Sam- bands ungra Framsóknarmanna hefði verið merkasti þátturinn í þeirri starfsemi. Þá voru kosnar fjórar nefnd- ir, dagskrárnefnd, skipulags- nefnd, stjórnmálanefnd og fjármála- og blaðnefnd. Héldu nefndirnar fundi síðara hluta dagsins. Næsti fundur hófst kl. 2 e. h. á sunnudag og stóð til kl. 12 um kvöldið, að frádregnu kaffi- og matarhléi. Var þar rætt um stjórnmálaástandið í áframhaldi af setningarræðu formanns. — Fyrstir tóku til máls ráðherrar flokksins og fluttu ítarlegar ræður. Var jafnframt rætt um afstöðu Framsóknarflokksins til þeirra mála, sem mest eru að- kallandi að leyst verði á næst- unni. Fyrrahluta dagsins í gær héldu nefndir fundi. Kl. 5 e. h. var haldinn fundur og rætt um fjármál og blaðamál flokksins. í dag heldur fundurinn áfram eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að honum ljúki á morgun. Kjarval opnar sýningu Jóhannes S. Kjarval hefir opnað málverkasýningu í mark- aðsskálanum við Ingólfsstræti. Eru þar til sýnis um 40 málverk, flest stór. Mörg málverkanna eru ný og hafa ekki verið sýnd áður. Flest þessara málverka eru úr hraununum hér í grendinni, en önnur, og þau allmörg, bera meiri hugmyndablæ. Stofna kommúnístar og íhaldsmenn verk- lýðssamband? Dagsbrún gengnr úr Alpýdusambandínu Samkvæmt frásögn kommún- istablaðsins í dag var eftirfar- andi ályktun samþykkt í trún- aðarmannaráði verkamannafél. „Dagsbrún“ í Reykjavík í gær- kveldi: „Verkamannafél. Dagsbrún er ekki lengur meðlimur stofnunar þeirrar, er Stefán Jóhann Stef- ánsson er formaður fyrir og nefnir sig Alþýðusamband ís- lands, og telur sér óviðkomandi með öllu stjórn þess, lög og skattgreiðslur til þess og felur félagsstjórn að tilkynna þetta forseta ofangreindrar stofnun- ar“. Tímanum er ekki kunnugt um, hvort samþykki trúnaðarmanna. ráðsins eins er nægileg til úr- sagnar úr Alþýðusambandinu, en með þessu er auðsjáanlega stefnt að því af forráðamönnum félags- ins, að það segir skilið við Al- þýðusambandið að fullu og öllu. Samkvæmt skrifum kommún- istablaðsins undanfarið virðist það fyrirætlun kommúnista að stofna nýtt verkalýðssamband, sem sé „ópólitískt og óháð“! Gera þeir sér góðar vonir um að íhaldsmenn munu verða með sér í þessu nýja sambandi. Hefir samvinna íhaldsmanna og kom- múnista líka verið hin ákjósan- legasta í verkalýðsfélögunum undanfarið. Þannig hafa þeir t. d. nýlega unnið stjórnarkosn- ingu í verkamannafél. Hlíf í Hafnarfirði með 16 atkvæða meirahluta fram yfir frambjóð- endur Alþýðuflokksins. Vitanlega ganga íhaldsmenn ekki í hin nýju samtök kommún- ista, vegna þess að þeir trúi því að þau verði ópólitísk, heldur til að auka glundroða í verkalýðs- samtökunum.Kommúnistar hafa oft flaggað með þau ummæli Lenins í blöðum sinum, að sú verkalýðshreyfing, sem ekki væri róttæk og byltingarsinnuð væri (Framh. á 4. síðu) Hvað gerist í febrúarmánuði? Keppni Mussolíni og Hítlers Löngu áður en fall Barcelona var fyrirsjáanlegt, höfðu margir erlendir blaðamenn spáð því, að febrúarmánuður myndi verða mjög viðburðaríkur og þá myndi jafnvel gerast þeir atburðir, sem séð yrði á, hvort friður myndi haldast i Evrópu á þessu ári. Þessir spádómar voru oftast settir í samband við landvinn- ingafyrirætlanir Þjóðverja í Austur-Evrópu. Að nokkru leyti virðast þeir ætla að rætast. Febrúarmánuð- ur virðist ætla að vera atburða- ríkur, en ekki í sambandi við Ukrainu, heldur í sambandi við Spán. Þessi breyting stafar af því, að Mussolini virðist í þessum þætti ætla að reynast slyngari spilamaður en Hitler. Hitler vann marga sigra á síðastliðnu ári. Mussolini varð að styðja hann, hvort honum líkaði betur eða ver, til að missa ekki vinfengi Þjóðverja, en hlaut engan hagnað í staðinn. Þvert á móti skapaðist það á- lit, að Hitler væri ofjarl hans og hann hefði orðið að vægja fyrir honum í sambandi við Austurríki. Þótt hin yfirlýsta vinátta Hitlers og Mussolini sé mikil, ann þó hvorugur öðrum þess að vera talinn hinum fremri. Tækist Þjóðverjum að gera Ukrainu að næsta deiluefninu í Evrópu og neyddi Ítalíu til fylgis við sig, eins og í sambandi við Tékkóslovakíu, var það orð- ið augljóst mál, að Hitler var sterkari aðilinn 1 Róm—Berlín- ar-bandalaginu. Til að hindra slikt, varð Mussolini að verða fyrri til og skapa nýtt ágreiningsefni, þar sem Ítalía var aðaldeiluaðili, en Þýzkaland varð að fylgja henni að málum vegna Róm— Berlínar-bandalagsins. Þetta virðist Mussolini nú hafa tekizt. Með því að hefja hinar ó- væntu landakröfur á hendur Frökkum, sem sennilega hefir komið Þjóðverjum engu minna á óvart en öðrum, og veita Franco jafnframt svo mikla A. Mikill afli á Akranesi. — Eiðaskóli. — Búnaðarhættir í Mýrdal. — Korn- yrkja. — Útgerð á Vatnsleysuströnd. — Sundlaug Austur-Eyfellinga. — ----------- Samkomuhúsið í Skarðshlíð. ----------- Ágætur aíli var á Akranesi nú fyrlr helgina og fengu bátamir allt að 16 skippundum í róðri. En Akranesbát- arnir eru 20—40 smálestir að stærð. Hafa sumir þeirra aflað nú í lok janú- ar-mánaðar um 200 skippund fiskjar og sumir þar yfir frá því að vetrarver- tíð hófst eftir áramótin. Hefir afli verið miklu betri en um þetta leyti undan- farin ár og má fullyrða að aldrei áður hafi jafnmikill fiskur borizt á land á Akranesi í janúarmánuði og að þessu sinni. Fiskiflotinn er þó sízt stærri en verið hefir hin síðustu ár. r r r EiðaSkóli starfar með miklum blóma í vetur. Eru þar um fimmtíu nemend- ur og munu svo margir hafa sótt um skólavist næsta vetur að senn er áskip- að. Þess er biðið með mikilli eftirvænt- ingu, að sundlaugin og leikfimishúsið komist upp og er ákveðið að vinna verði hafin við þessar umbætur á vori komanda. Sundlaugin verður hituð með rafmagni. r r r Magnús Finnbogason bóndi I Reynis- dal skrifar Tímanum í áframhaldi af því, er birtist í síðasta blaði: Búnaðar- hættir hafa mikið breytzt í Mýrdal hin síðari ár. Garðrækt hefir aukizt, túnin verið girt, sléttuð og færð út. Áburður sést nú nálega hvergi úti, allt hey er geymt undir þaki og á flestöllum bæj- um er stuðst vlð votheysverkun og sumsstaðar í stórum mæli, og færðist það í vöxt. Garðuppskera i Mýrdalnum nam í sumar 1560 tunnum af kartöflum og 550 tunnum af rófum. í byggðinni eiga heima um 760 manna og nemur kartöfluuppskeran því 200 kg. á mann, en rófnauppskeran 80 kg. Auk þess var ræktað dálítið af öðrum garðávöxtum. Vélar eru mikið notaðar við jarðyrkj- una. í Hvammshreppi eru nú til 35 sláttuvélar, 9 rakstrarvélar, 1 snúnings- vél, 7 plógar, 5 diskaherfi og 3 valtarar. Túnin eru að mestu véltæk og mikið af engjunum. Við slátt á engjum er notuð heyskúffa og sömuleiðis víða, þegar há er slegin. r r r Kornrækt var reynd viða í sveitinni sumarið 1936 og heppnaðist yfirleitt vel. En sumarið 1937 ollu stormar í ágúst- mánuði miklum skemmdum og dró það úr mörgum um áframhaldandi korn- rækt. Þó var bygg ræktað á nokkrum stöðum og lánaðist víðast vel. Páll Sveinsson á Fossi sáði 5 kg. af byggi í 250 fermetra stóran, gamlan kálgarð, sem grænfóður hafði verið ræktað í tvö síðustu árin. í þennan blett voru borin 6 vagnhlöss af kúamykju. Upp- skeran varð 100 kg. af byggi og 150 kg. af hálmi. Svarar það til 12 tunna upp- skeru af dagsláttu. r r r Fram um 1895 gengu 120—130 bátar, sex- og áttrónir, af Vatnsleysuströnd. Á síðustu vertið voru þar aðeins 11 hreyfilbátar og einn þiljubátur. Áður voru líka um 120 búendur í sveitinni og heimilin víða mannmörg. Nú eru búendur um 40 og flestir fáliðaðir. Áður sóttist dugnaðarfólk úr öðrum sveitum eftir bólfestu á Ströndinni, en nú flýr fólkið burtu, oftast á náðir stórútgerð- arinnar. í ráði er, að á þessari vertið verði gerðir út 3 vélbátar. Byrjaði einn upp úr nýárinu, en hefir litið aflað enn sem komið er. Hinir tveir eru 9—12 smálestir að stærð og munu aðallega nota þorskanet. Enn er óvíst, hve mikið verður gert út af smærri bátum, en sennilega verður það með minnsta móti. r t r í haust var unnið að endurbótum á sundlaug Eyfellinga í Laugarárgili inn- an við Seljavelli, samkv. því, er segir í bréfi Eggerts á Þorvaldseyrl, sem getið var um i næstsíðasta blaði. Hefir ríkis- sjóður veitt þúsund króna styrk til þessara umbóta. Var hitaveitan til laugarinnar aukin, svo að nú verður hægt að nota hana jafnt vetur sem sumar. Jafnhliða eru búningsklefarnir hitaðir upp og gengið frá steypiböðum. Er mikill áhugi fyrir sundi og hefir það verið gert að skyldunámsgrein barna. Sundlaug þessi var fyrst byggt fyrir sextán árum, að forgöngu nýstofnaðs ungmennafélags. Var aðstaðan örðug, því að ekki varð þar komið við efnis- flutningum á vögnum. Urðu menn ým ist að bera efnið á baki sér eða reiða það á klökkum. Um miðjan september- mánuð 1936 kom jökulhlaup í Laugará og skemmdist sundlaugin þá mjög mik- (Framh. á 4. slðu) MUSSOLINI. liðshjálp, að hann gat unnið úr- slitasigur á Spáni, hefir Musso- lini að sinni tekizt að flytja sprengiefnið í næstu heims- styrjöld frá Ukrainu til Mið- jarðarhafsins. Hitler er nú sett- ur í svipaða klípu og Mussolini í deilunni um Tékkóslóvakiu. Annaðhvort verður hann að bregðast Róm—Berlínar-banda- laginu eða standa með Musso- lini. Velji hann fyrri kostinn, getur hann ekki vænzt aðstoðar ítala í Austur-Evrópu. Afstaða þýzku blaðanna til landakrafa ítala var í fyrstu mjög óljós og var auðfundið, að þýzku stjórninni kom þetta deilumál miður. En þau hafa þó smátt og smátt hallazt meira á sveif með ítölum og virðist margt benda til, að Hitler telji sig tilneyddan til að standa við hlið Mussolini, enda þótt það kosti hann, ef deilumál þessi verða langvinn eða leiða til styrjaldar, að fresta áformum sínum í Austur-Evrópu á meðan. Þó gæti Hitler samt fengið þau kostaboð, sem yrðu þess valdandi, að hann snéri baki við Mussolini. Hann myndi vafalaust verða á báðum áttum, ef Bretar og Frakkar veittu honum frjálsar hendur í Aust- ur-Evrópu og tækju nýlendu- málin til endurskoðunar. En sá orðrómur hefir borizt út og er studdur með þeirri röksemd, að Bretar og Frakkar vilji engu fórna síður en aðstöðu sinni í Miðjarðarhafinu. Það má því telja víst, að áður en Hitler lofar Mussolini á- kveðnum stuðningi, muni hann kynna sér, hvað hann geti grætt á því að láta landakröf- ur ítala afskiptalausar, og hljóta þannig sjálfur þann gróða, sem Mussolini hefir ætl- að sér af þeim! En næstu átökin um landa- kröfur ítala, hvort sem þeir njóta endanlegs stuðnings Þjóðverja eða ekki, hljóta að gerast á Spáni. Anthony Eden hefir nýlega sagt í ræðu, að enginn neitaði því að útlend- ingar hefðu unnið sigur á Spáni, en Bretiand og Frakkland ættu mikið undir því, að sigurinn yrði spánskur áður en lyki, þ. e að Spánn yrði aftur sjálfstætt ríki og óháð erlendum yfirráð- um. Helzta stuðningsblað Chamberlains, „Times“, sagði um líkt leyti, að síðan Englend- ingar urðu stórveldi hafa þeir oftar en einu sinni gripið til vopna til að hindra útlend yfir ráð á Spáni og hefði Spánn þó ekki haft jafnmikla land fræðilega þýðingu fyrir enska heimsveldið þá og nú. Franska stjórnarblaðið, „Le Temps“, segir 23. þ. m., að hverfi ekki allur útlendur her burt af Spáni, þegar styrjöldin sé til lykta leidd, „hafi Frakkland ó véfengjanlegan rétt til að tryggja sér aðstöðu, sem vegi þar fullkomlega á móti. Eru til ýms spönsk landssvæði, sem er auðvelt að taka hernámi“. (Framh. á 4. síðu) A víðavangi Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins hófst síðastlið- inn laugardag, og verður að lík- indum lokið í dag eða á morg- un. Fundurinn hefir rætt stjórnmálaviðhorfið eins og það nú er og mun gera ýmsar mik- ilsverðar ályktanir um þau við- fangsefni, sem nú eru fram- undan. * * * Stjórnarkosning fór fram í fyrradag í verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði. Sjálfstæðis- menn og kommúnistar í félag- inu stóðu saman og sigruðu við formannskosningu með 16 atkv. meirahluta (186:170 atkv.). Var kommúnisti kosinn formaður. Þetta bandalag Sjálfstæðis- manna við kommúnista mun koma mörgum ókunnuglega fyr- ir sjónir, en nákvæmlega sama fyrirbrigðið átti sér stað í haust í allsherjaratkvæðagreiðslunni í Dagsbrún og í bæjarstjórakosn- ingunni á Norðfirði. Þessi dæmi sanna, að Sjálfstæðismönnum hrýs ekki hugur við að gera kosningabandalag við kommún- ista, ef þeir á þann hátt þykjast geta unnið andstæðingum sin- um tjón. * * * En hvert er þá hið raunveru- lega innræti Sjálfstæðisflokks- ins eða þess hluta hans, sem mestu ræður? Um það má m.a. fá talsvert mikilsverða fræðslu i dagblaðinu Vísi, sem út kom í gær. Vísir er talinn höfuðvígi heildsalanna í Reykjavik. Einn af miðstjórnarmönnum flokks- ins skrifar að staðaldri í það blað. Ritstjóri Vísis var í næst- síðustu kosningum frambjóð- andi í Strandasýslu af hálfu Sjálfstæðisflokksins, og hann er ásamt Gunnari Thoroddsen meðútgefandi að tímaritinu „Þjóðin“. í Vísi er áreiðanlega ekkert það birt, sem kjarna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fellur illa að sjá á prenti. * ý * í Vísi í gær er það gert að umtalsefni, að stjórn Hitlers í Þýzkalandi hafi þann dag setið rétt sex ár að völdum. Það er auðvitað ekki tiltökumál þótt frá þessu sé skýrt eins og öðru, sem til tíðinda má telja. En hvað segir svo blað hins íslenzka Sjálfstæðisflokks frá eigin brjósti um hina þýzku nazista- stjórn og viðhorf hennar til umheimsins? * * * Blaðið segir meðal annars þetta (orðrétt): „Fram á þenn- an dag hefir Hitler haft lag á því að bjarga ríkissnekkju sinni frá öllum þyngri áföllum----- Þetta fengsæla ár 1938 byggð- ist á þeim trausta grundvelli, sem Hitlersstjórnin hafði lagt undir þýzk stjórnmál almennt. Bylting og endurreisn markar þann veg, sem Hitler hefir far- ið. Hann hefir útrýmt mörgu af því, sem var orðið rótgróið í Þýzkalandi, t. d. — — stétta- baráttunni og atvinnuleysinu. En honum hefir farizt svo giftusamlega, að geta ávalt sett eitthvað nýtt, betra í staðinn". * * ' * Um viðhorf þýzkra nazista til umheimsins segir Vísir svo: „Eftir að ljóst varð, að Hitlers- stjórnin yrði ekki felld á þann hátt, gerðust flestir, sem voru á móti henni af stjórnmálalegum og andlegum ástæðum, um leið andstæðingar Þýzkalands og Þjóðverja yfirleitt. Hin pólitíska sannfæring þeirra varð svo sterk, að þeir vildu heldur leiða heilar þjóðir út í styrjöld og eyðileggingu en að leyfa einni að láta stjórna sér af nazistum." * * * Meðal annarra orða: Gaman væri að vita, hvernig syngi í tálknum Mbl. og Vísis, ef t. d. blöð Framsóknarflokksins prent- uðu upp ofangreind ummæli, en settu orðin Stalin og Rússland í staðinn fyrir: Hitler og Þýzka- land!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.