Tíminn - 31.01.1939, Side 4

Tíminn - 31.01.1939, Side 4
52 TÍMIM, þrigjndagiim 31. janúar 1939 13. bla» Skagfírðíngamót verður lialdið að Ilótcl Borg' fiiiimtudagiiin 2. fcbniar. Skcmmtiatriði verða: ræður, söngur og danz. Mótið hefst með borðhaldi kl. 7 i/2. Aðgöngumiðar seldir í „Flóru“ og Hótel Borg, og þarf að vitja þeirra fyrir miðvikudagskvöld. Stjórn Skagfirðingafélagsins. V eggteppasýning. Nú er síðasta tækífæri til að sjá veggteppi Þórdísar Eg- ilsdóttur frá ísafirði; sýningin verður opin til miðvikudags- kvölds frá kl, 10 f. h. til 10 e. h. í Fatabúðinni. Aðgangur 50 aurar. — Teppin verða ekki oftar til sýnis. — Mýtt sinjörlikJ Nýr Biái borðí á 20 ára aímæii Smára kemur út um landíð með Súðinni. Smjörlíkið heiir mætl svo miklum vínsældum að síðustu 5 daga heiír verksmiðjan iramleitt yfir 8000 pakka á dag. Sá maður, sem nú er talinn líklegasti eftirmaður Chamber- lains, ef hann léti fljótlega af völdum, er Samuel Hoare innan- ríkisráðherra. Þegar Hoare varð að láta af störfum utanríkisráðherra i nóv- ember 1935, vegna Hoare— Lavals- tillagnanna svonefndu í Abessiníumálinu, töldu flestir hann pólitískt dauðan. En reynslan sýndi, að hann hafði þar verið raunsœrri en sam- starfsmenn hans og mest líkindi til að þessi mál hefðu leyst á hagkvœmari hátt, ef ráðum hans hefði þá verið fylgt. Hann fékk því bráðlega aftur sæti í stjórn- inní sem hermálaráðherra. Þeg- ar Chamberlain myndaði ráðu- neyti sitt 1937 varð Hoare innan- ríkisráðherra, en það er þriðja mesta tignarstaðan i brezka ráðuneytinu. Hoare er 58 ára gamall. Hann gekk fyrst á hinn frœga skóla l Harrow og síðan á háskóla í Ox- ford. Hann var fyrst kosinn á. þing 1910 og hefir jafnan átt þar sœti síðan. Á styrjaldarárunum starfaði hann l þjónustu utan- ríkisráðuneytisins í Róm, Moskva og viðar og er talið, að starf hans á þeim stöðum hafi haft mikla þýðingu. Kom þá greinilega í Ijós, hversu auðvelt hann á með að vinna sér hylli manna með persónulegri viðkynningu. Hann er jafnframt framúrskarandí málamaður. Þegar þjóðstjörnin var mynd- uð 1931 varð Hoare Indlands- málaráðherra. Sýndi hann mikla rögg l því starfi og gekk m. a. frá nýrri stjórnarskrá fyrir Ind- land. Hann varð utanríkismála- ráðherra l júní 1935. Hoare er glœsimenni í útliti og mjög aðlaðandi í viðmóti. Hann er rœðumaður ágætur. Hann hefir jafnan lagt mikla stund á iþróttir, m. a. skíðaferðir, sem hann hefir stundað á vetrum í Ölpunum. Kona hans hefir einnig mikinn áhuga fyrir stjórnmálum og er honum mjög samhent. * * * Seytján ára gömul stúlka í Indlandi gerír kröfu til þess að vera talin hárprúðasta stúlka í heimi. Hún hefir 2.10 metra langt hár. * * * Það hefir þótt sannast i seinni tið, að fingraför væru ekki ein- hlit til að þekkja menn. Nú hefir þekktur vísindamaður l Manch- ester, W. B. Barker, fundið upp nýja aðferð til notkunar i þessu skyni. Hún er í því fólgin, að Ijósmynda nethimnu augnanna, en í henni eru smá blóðrákir, sem eru sérkennilegar fyrir hvern einstakling. Þœr ðoreytast sama og ekkert þótt menn eldist og það er ekki hœgt að ná þeim burtu, nema með þvi að eyði- leggja sjónina. Enskir leynilög- reglumenn eru nú að gera til- raunir með þessa aðferð og láta vel af henni. ÚR BÆNUM Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund í Sambandshúsinu á föstudagskvöldið. Fundurinn hefst kl. 8,30. Hallgrímur Jónasson kennari sýn- ir skuggamyndir frá Norðurlöndum. Ágúst Sigurðsson cand. mag. talar nokkur orð um námsfiokka. Að því loknu verða umræður um atvinnuleysið í kaupstöðunum og hefir Salómon Ein- arsson framsögu. Glímufélagið Ármann heldur hátíðlegt fimmtíu ára afmæli sitt með íþróttasýningum, ræðuhöldum og samsætum dagana 1.—5. febrúar. Verður fyrsta samkoman í Iðnó kl. 9 annað kvöld og mun Ármannsglíman fara .þar fram. Keppendur eru tíu. Einnig flytur séra Helgi Hjálmarsson erindi um glímuna fyrir fimmtíu árum og sýndar verða skuggamyndir af glímu. Á fimmtudagskvöldið verður sam- koma í íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson- ar og hefst hún kl. 9. Sýna þar fjm- leika úrvalsflokkar drengja og kvenna úr Ármanni, Hermann Jónasson og Halldór Hansen læknir flytja ræður og Karlakór iðnaðarmanna syngur. Auk þess verður danssýning og glímusýning. Á föstudagskvöldið verða enn fimleika- sýningar, ræðuhöld og íþróttasýningar í íþróttahúsinu. Á sunnudagskvöld verður haldið samsæti fyrir félagsmenn og gesti þeirra að Hótel Borg. Prentvillur meinlegar hafa slæðst í sálmabókar- málsgrein Bjarnar Bjarnarsonar í Grafarholti í 10. tölublaði Tímans. í 2. dálki 33. línu að neðan stendur: ekki harmur, fyrir: ekki harmbót. í 2. dáiki greinarinnar 25. 1. a. n. stendur: er gæddur, fyrir: ert gæddur. í 3. dálki 2. línu a. n. er orðinu ,.pín“ ofaukið. í 3. d. neðstu línu stendur: pínu, fyrir þínu. í 4. dálki 5. 1. a. o. stendur: blómatréð, fyrir: blómstrið. í 4. d. 5.1. a. o. stend- ur: ísabeygðum lýð, fyrir: Isa byegðar lýð. Skjaldarglíma Ármanns verður háð á morgun, 1. febrúar, í Iðnó. Áður en glíman hefst flytur séra Helgi Hjálmarsson erir.di, sem hann nefnir: Glíman f yrir 50 árum. Þá verða sýndar gamlar glímumyndir, skugga- myndir. Keppcndur í glímunni eru tíu: Skúli Þorleifsson, Þorkell Þorkelsson, Ingimundur Guðmundsson, Kristófer Kristófersson, Njáll Guðmundsson, Kristján Bl. Guðmundsson, Einar Sturluson, Sigurður Hallbjörnsson, Jó- hannes Bjarnason, Sigurður Guð- mundsson. Af mönnum þessum er þekktastur Skúli Þorleifsson, en þó munu þeir Ingimundur og Jóhannes Bjarnason verða honum skæðir keppi- nautar. En margir hinna eru líka góðir glímumenn. Skjaldarhafi er nú Lárus Salómonsson. Skjaldarglíman er upp- haf að hátíðahöldum Ármanns í tilefni af 50 ára afmælinu, og eru þessvegna á dagskránni þessi tvö atriði áður en keppnin fer fram. Á krossgötnm. (Framh. af 1. síðu) ið. Setti þetta mikinn geig í menn, en þó var laugin byggð að nýju á sama stað og fyrr, þar eð ekki var um önnur sundlaugarstæði að velja. Var hún nú hálfu ramgerðari en fyrr. Alla vinnu við sundlaugina lögðu menn til án endurgjalds, og var hún bæði mikil og erfið. t t t Þá hefir ungmennafélagið einnig haft í smíðum mikið og vandað sam- komuhús. Er þar stór samkomusalur og leiksvið og borðsalur, eldhús og forstofa í útbyggingu. Húsið er senn fullgert og hafa félagar lagt fram mestan vinnukraft sjálfir og að mestu án end- urgjalds. Sé kostnaður við bygginguna allur reiknaður til peninga myndi það hafa kostað mn fjórtán þúsund krón- ur. Húsið er nú notað sem samkomu- staður og þingstaður sveitarinnar. Einnig er í ráði að nota það sem barna- skólahús. Samkomuhúsið er í Skarðs- hlíð. Hvað gcrist i íebrúar? (Framh. af 1. siðu) Blaðið á hér auðsjáanlega við Spönsku-Marokkó og eina Ba- leareyna, Minorca, sem enn er undir yfirráðum spönsku stjórnarinnar. En spanska Mar- okkó hefir jafnmikla þýðingu fyrir innsiglinguna í Miðjarðar- hafið og Gibraltar, en þeir, sem ráða yfir öllum Baleareyjum, ráða jafnframt yfir helztu sigl- ingaleiðinni milli Frakklands og nýlendna þess í Norður-Afríku. Það er auðsjáanlega markmið Mussolini að búa svo um sig á Spáni, að ítalir geti haft þar bækistöðvar í ófriði við Frakka. Það er hinsvegar markmið Breta og Frakka að hindra slíkt og gera Spánverja aftur óháða ítölum. Um þetta munu verða höfuðátök í næsta mánuði. Og meðan þetta deilumál er óleyst, getur Spánn auðveldlega orðið orsök nýrrar heimsstyrj aldar. kVÁ\-s H i 1 J-rr?i Niíðiii fer austur um til Siglufjarðar fimmtudag 2. febrúar kl. 9 síð- degis. Flutningi veitt móttaka í dag og til hádegis á morgun. Pantaðir farseðlar óskast sóttir degi fyrir burtferð. Stoina kommúnistar og íhaldsmenn verklýðssamband? (Framh. af 1. síðu) engin verkalýðshreyfing og ein- mitt þetta hafa þeir fundið Al- þýðusambandinu mest til for- áttu. Er það áreiðanlegt, að þessi skoðun kommúnista er ekki breytt, þó þeim þyki hyggilegra nú í bili að starfa undir gæru hins pólitíska hlutleysis. Vinnið ötullega fyrir Tímann. 218 Andreas PoltZer: Whinstone, Forest og einn af lögreglu- þjónunum, hlupu upp stigann. Hurðin að ganginum á efstu hæð var ólæst, og þeir ruddust inn, með vopn í hendi. Þarna var allt á öðrum endanum og var sjáanlegt að heimamenn höfðu flúið í mesta skyndi. Whinstone varð að játa, að hann hefði komið of seint. Fuglinn var floginn. Kortéri síðar hafði Whinstone fengið vitneskju um allt það nauðsynlegasta: Húsbóndinn, sem var vátryggingasali, hafði leigt herbergin á efstu hæð út- lendum manni, sem kallað sig Alphonse Gaté. Þessi Gaté — lýsingin á honum kom vel heim við Meller — hafði haft þjón með sér. Húsbóndinn hafði ekki séð þá oft, en fólkið á miðhæðinni hafði oft orðið þess vart, að Gaté fékk heim- sóknir á nóttunni. Maðurinn, sem hafði hleypt Whinstone og félögum hans inn og sem hafði átt heima í dyravarðaríbúðinni á neðstu hæð, sagðist hafa séð Gaté fara að heiman kvöldið áður, með talsvert af töskum. Þjónninn hlaut að hafa verið heima um nóttina, því að það hafði sézt ljós í íbúðinni snemma um morguninn. Whinstone fulltrúi braut árangurslaust heilann um, hver myndi hafa sent Scot- land Yard nafnlausa bréfið — það var að vísu skrifað utan á það til Whinstones Patricia 219 persónulega — og hver það væri, sem hefði aðvarað þorparana um að flýja. Á leiðinni heim til Scotland Yard gat hann ekki um annað hugsað en þetta og athygli hans beindist loks einkum að ef tirfarandi: í bréfinu var skýrt tekið fram, að hann ætti að gera leit í húsnu árdegis þennan dag, en heimilismennirnir hefðu flúið undir eins kvöldið áður — og þá var bréfið ekki einu sinni komið í póstinn. Þjónninn hafði hinsvegar verið í íbúðinni um nóttina. Húsbóndi hans, sem flúinn var, hafði, að því er virtist, ekki aðvarað hann.... Átti að skilja þetta svo, að einhver hefði reynt að setja gildru fyrir þennan svokallaða þjón? spurði Whinstone sjálf- an sig. Þetta var alls ekki svo fjarri sanni. Fulltrúinn þekkti fleiri en eitt dæmi þess, að glæpamenn höfðu þessa aðferð til að losna við samsektarmenn sem voru þeim til óþæginda. Þegar Whinstone kom aftur í Scotland Yard, sagði hann Duffy yfirfulltrúa frá fýluferð sinni til Islington, en gat ekki einu orði um grun sinn á þjóninum, sem hann ekki vissi hver var. Sambúð Whinstones við yfirmann sinn var ekki beinlínis ástúðleg, og í Scotland Yard var það ekkert leyndarmál, að þeir Duffy og Whinstone höfðu ekki sérlega mtmœœœGAMLA bíó» SJÓMAMALfF Heimsfxæg amerísk kvik- mynd, tekin af Metro- Gooldwyn-Mayer samkv. hinni góðu sjómannasögu Rudyard Kipling, og sem birzt hefir í íslenzkri þýð- ingu Þorsteins Gíslasonar. Aðalhlutverkin eru fram- úrskarandi vel leikin af hinum ágætu leikurum: Spencer Tracy, Freddie Bartholomew, Lional Barrymore. nýja BíóramíivmritÞ Chicago- bruniim 1871. (In old Chicago). Söguleg stórmynd frá Foxfélaginu. Aðalhlutv. leika: TYRON POWER, ALICE FAYE, DON AMACHI O. fl. Mikilmetnustu kvikmynda gagnrýnendur heimsblað- anna telja þessa mynd risavaxnasta listaverk. Börn fá ekki aðgang. Refaskinn. Kaupum og tökum í umboðssölu allar tegundir reiaskínna. Höfum undanfarin ár selt fyrír ýms stærstu refabú landsins. G. Helgason & Melsted h.í. Reykjavik. Símnefni: Melsted. Simi 1644. Takid eftir! Ferðir Strætisvagna Reykjavíkur h/f. verða fyrst um sinn sem hér segir frá og með 1. febrúar: Lækjargata—Landsspítali: Fyrsta ferð kl. 12,10 og síðan á 15 mínútna fresti til kl. 20,20. Ekið um Laufásveg og Bergstaðastræti til baka. Lækjartorg—Sundlaugar: Fyrsta ferð kl. 12,20 og síðan á 30 mínútna fresti til kl. 20,20 Lækjartorg—Stiidentagarður-Tiingata: Fyrsta ferð kl. 7,45 og síðan á 30. mínútna fresti til kl. 23,45. Ekið um Lækjargötu—Fríkirkjuveg—Skothúsveg—Bjark- argötu — Hringbraut — Hofsvallagötu—Túngötu—Kirkju- str æti—Lækj ar götu. Lækjartorg—Kleppur: Fyrsta ferð kl. 7,05 og síðan á 30 mínútna fresti til kl. 24,05. Frá Kleppi 20 mínútum eftir brottför af Lækjartorgi. Læk j ar torg—Sker j af j örður: Fyrsta ferð kl. 7,03 og síðan á 30 mínútna fresti til kl. 24,03. Á 15 mínútna fresti frá kl. 12,03 til kl. 20,33. Lækjartorg—Sogamýri: Fyrsta ferð kl. 7,00 og síðan á klukkustundar fresti til kl. 24,00. Læk j ar tor g—Selt j arnarncs: Fyrsta ferð kl. 7,02 og síðan á 30 mínútna fresti til kl. 24,02. NB. Ekið að Nýjabæjarhliði kl. 9,02 — 12,02 — 16,02 — 20,02 — 24,02. Lækjartorg—Njálsgata—Guimarsbraut: Fyrsta ferð kl. 7,04 og siðan á 12 mínútna fresti til kl. 24,04. Ekið um Njálsgötu — Barónsstíg — Hringbraut — Njáls- götu — Gunnarsbraut — Flókagötu — Hringbraut — Leifs- götu — Barónsstíg — Freyjugötu — Lækjartorg. Lækjartorg—Sólvellir: Fyrsta ferð kl. 6,48 og síðan á 12 mínútna fresti til kl. 24,00. ATH. Klippið augl. úr blaðinu og geymið. Strætísvagnar Reykjavíkur hÁ. Idnaðarmannafélagið í Reykjavík heldur afmælisfagnað að Hótel Borg föstudaginn 3. febrúar næstk. og hefst með dansleik kl. 9 síðd. GÍSLl SIGURÐSSON SKEMMTIR. Aðgöngumiðar fást hjá: Jóni Hermannssyni, Málaranum, Ósk- ari Gíslasyni Laugaveg 4 og Sveini Hjartarsyni Bræðraborg- arstíg 1. Stjórn og skemmtinefnd. Námsflokkar Reykjavíkur. Námsflokkarnir byrja starf sitt 10. febrúar. Þessar greinar verða kenndar: íslenzka, íslenzkar bókmenntir, danska, enska, félagsfræði, hagfræði, náttúrufræði og saga (mannkynssaga og saga íslands). Kennarar námsflokkanna verða sérfræðingar hver í sinni grein. Kennt verður eitt kvöld í viku í hverri grein, kl. 8—9y2- Þátttaka í einni eða fleiri greinum eftir vali. ÖLL KENNSLAN ER ÓKEYPIS. Allar frekari upplýsingar gefur undirritaður, heima dag- lega 6—8. Ágúst Stgurðsson, Grettisgötu 46.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.