Tíminn - 02.02.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.02.1939, Blaðsíða 2
54 TÍMIIVN, fimmtiulagiim 2. febrúar 1939 14. blað ‘gímtnn Fimmtudaginn 2. febr. Vill Sjálfstæðís- flokkurinn auka völd kommúnista? Eitt hið einkennilegasta póli- tíska fyrirbrigði síðustu tíma hér á landi er afstaða sú, er Sjálfstæðismenn hafa tekið gagnvart kommúnistum í þrem kaupstöðum landsins: Reykj a- vík, Neskaupstað og Hafnar- firði. Þessi einkennilega af- staða hefir komið fram við eina (og þó öllu fremur tvær) at- kvæðagreiðslur í verkamanna- félaginu Dagsbrún í Reykjavík, bæjarstjórakosningum í Nes- kaupstað og stjórnarkosningu í verkamannafélaginu í Hafnar- firði nú fyrir fáum dögum. í Neskaupstað var hinn nýi bæjarstjóri kosinn með sameig- inlegu atkvæðamagni Sjálf- stæðismanna og kommúnista í bæjarstjórninni. Hann fékk samtals 5 atkvæði, þriggja Sjálfstæðismanna og tveggja kommúnista. í minnahluta í bæjarstjórninni eru 3 Alþýðu- flokksmenn og 1 Framsóknar- maður. Ef Sjálfstæðismenn meina nokkuð með öllu sínu hjali um skaösemi kommúnism- ans og vilja sinn til samstarfs milli ábyrgra flokka, sýnist það ekki vera neitt vafamál, hvaða leið þeim bar að velja í þessu tilfelli. Þeir áttu að bjóða Framsóknarflokknum og Al- þýðuflokknum samstarf í bæj- arstjórninni og samkomulag um það, hver vera skyldi bæjar- stjóri. Ef bæjarstjóri hefði ver- ið kosinn á þann hátt í Nes- kaupstað, var eftirtektarvert spor stigið í samstarfsátt al- mennt á víðara sviði. Þarna var tækifæri, til að sýna viljann í verki. í stærsta verkamannafélagi landsins hafa Alþýðuflokks- menn og kommúnistar barizt um yfirráðin. Maður skyldi nú í fljótu bragði ætla, að þeir, sem ekki vilja stuðla að því, að verkalýðurinn verði byltinga- sinnaður, óskuðu ekki eftir að kommúnistar sigruðu í þeirri viðureign. Öllum ætti að vera það nokkurnveginn ljóst, að Alþýðuflokkurinn, sérstaklega eftir brottför Héðins Valdi- marssonar, er stórum líklegri til þess en kommúnistar að láta starfsemi verklýðssamtakanna fara fram innan þeirra tak- marka, sem eðlileg eru vegna hagsmuna þjóðarheildarinnar. Það er að vísu skiljanlegt, að Sjálfstæðismenn líti á Alþýðu- flokkinn sem hættulegan and- stæðing. En með tilliti til þjóð- arhagsmuna hefðu þeir þó átt að stuðla að því, að stjórn stærsta verkamannafélags í landinu væri í hans höndum fremur en kommúnista. En nið- urstaðan varð þveröfug. Við fyrri atkvæðagreiðsluna greiddu Sjálfstæðismenn atkvæði með kommúnistum — fengu um það fyrirmæli i blöðum sínum. Og við stjórnarkosninguna höfðu þeir í kjöri sérstakan lista, sem auðvitað gat ekki komið mönn- um að. Sjálfstæðismenn gátu ráðið því, að Héðinn Valdimars- son yrði ekki áfram formaður Dagsbrúnar. Ef þeir hefðu kos- ið með Alþýðuflokksmönnum, væri nú Stefán Sigurðsson, gæt- inn og valinkunnur verkamaður, formaður í stærsta verka- mannafélagi landsins. Slík úr- slit hefðu verið mikill hnekkir fyrir kommúnista og áreiðan- lega dregið mjög úr baráttu- möguleikum þeirra ekki aðeins í höfuðstaðnum, heldur um land allt. Loks er svo Hafnarfjarðar- kosningin. Þar þurftu Sjálf- stæðismenn ekki annað en að sitja hjá til þess að öll stjórn verkalýðsfélgasins yrði skipuð hinum gætnari mönnum og það með mjög verulegum atkvæða- mun. En hvað skeður? Sjálf- stæðismennirnir mæta við kosninguna og greiða án þess að blikna né blána atkvæði með kommúnistum. Það er því þeirra verk svo óumdeilanlega sem verða má, að verkamannafélag- ið í Hafnarfirði er komið undir Fræðslumálastjórínn nýi Benedikt Blöndal Marga dygga átti hland sonu, engan betri. Vizku bóndans mœlir máttur hans að mœta vetri. Hvergi sást í landsins byggðum betur búin hlaða: kál, grös, rófur, rœtur, jurtir, úthey, ilmrík taða. Sérhvað var með ást og stakri iðni að sér viðað. í verki hverju var á heiður hólmans hnitmiðað. Jafnvel fötin heimaunnin, ofin eigin höndum. Táp og traust var reyrt í búi bónda tryggum böndum. Nú er hnípinn fagur Hallormsstaður, Hérað syrgir; gróðurakra góða mannsins fallna gaddur byrgir. Svipleg fregn á svörtum vetraróttum svefninn truflar; hugsunin um skaflnótt héraðsskörungs sinnið hruflar. Eitt er gott: Að vita hann fallinn vaskan, hvergi veilan. Það var eins og hamröm fjöllin heimtu að fá hann heilan. Friðardrýgri frónskri undir torfu fáa getur. Goldið er að fullu gjaldið norna. — Gerið betur. GUNNAR GUNNARSSON. Aðalsteinn Sigmundsson kenn- ari við Austurbæjar-barnaskóla í Reykjavík ritar grein í Alþýðu- blaðið 24. þ. m., þar sem hann ýfist mjög við þeirri ráðstöfun kennslumálaráðherra, að veita séra Jakob Kristinssyni fyrver- andi skólastjóra á Eiðum fræðslumálastjóraembættið. — Enda þótt ég hafi ekki kennara- menntun til að bera, sérfræði um uppeldis- og fræðslumál, get ég ekki gengið fram hjá sleggju- dómum Aðalsteins um Jakob Kristinsson né stéttardrýldni þeirri, sem kemur fram í grein hans án þess að andæfa hvoru- tveggja lítilsháttar. Aðalsteinn finnur Jakob Krist- inssyni það til foráttu, sem íræðslumálastj., að hann skorti „kunnáttu" og „heilsu" og þó einkum „sérþekkingu“ í uppeld- yfirráð Héðins Valdimarssonar og Brynjólfs Bjarnasonar. Og nú mun margur ófróður spyrja, þar á meðal kjósendur Sjálfstæðisflokksins úti um landsbyggðina: Hvað veldur firnum slíkum? Eru ráðamenn Sjálfstæðisflokksins orðnir viti sínu fjær, að þeir skuli ekki spyrna á móti því, þegar það er á þeirra valdi, að verkamanna- félögin komist undir kommún- istastjórn og að þeir skuli jafn- vel beita sér_ fyrir því að svo megi verða, eins og þeir gerðu í Hafnarfirði! Og hvernig í ó- sköpunum stendur á því, að þeir skuli fremur leita samvinnu við kommúnista en Framsóknar- flokkinn og Alþýðuflokkinn í bæjarstjórninni í Neskaupstað? Tímanum stendur það vitan- lega ekki næst að svara slíkum spurningum. En það eitt er víst og auðsætt, að þetta framferði Sjálfstæðismanna miðar að því alveg ótvírætt að auka vöxt og viðgang hinna „rauðu“ í land- inu og völd þeirra innan verka- mannasamtakanna. Er það kannske raunverulega svo sem ýmsir óttast, að ráöa- menn Sjálfstæðisflokksins vinni að því vitandi vits, að efla kom- múnista svo hratt sem verða má til þess að afla sér á þann hátt raka fyrir því, að kenningar Knúts Arngrímssonar og sálu- félaga hans eigi erindi til þessa lands? Sé svo, er það eitt víst, að bæði aðferðin og afleiðingaxn- ar geta orðið dýrkeypt fyrir hið íslenzka þjóðfélag á næstu ár- um. is- og kennslufræðum, að hann hafi ekki kynnt sér nútíma- vinnubrögð erlendra skóla og þar fram eftir götunum. Líkir hann þessari ráðstöfun kennslumála- ráðherra við það, ef lögfræðing- ur væri gerður að biskup, sagn- fræðingur að landlækni. Eða ef séra Jakob Kristinsson hefði verið gerður að búnaðarmála- stjóra. Tæplega er unnt að hugsa sér, að ekki ógreindur maður, eins og AÖalsteinn Sigmundsson óneit- anlega er, hefði getað hitt á óviturlegri samlíkingar. Og eru þessháttar röksemdamisgrip ó- rækur vottur um lélegan málstað Eða hví myndi hann seilast svo mjög um öxl til lokunnar, ef til- tækilegar væru augljósar rök- semdir? Landsmönnum öllum er vel kunnur náms- og starfsferill Jakobs Kristinssonar. Hann er guðfræðingur að menntun,starf- andi um skeið sem þjónandi, prestur, hefir gerzt víðförull maður og víðlesinn í andlegum fræðum. Um alllangt skeið helg- aði hann starf sitt og starfsfor- ustu hér á landi þeirri andlegu stefnu, sem leggur höfuðstund á það, að kanna og öðlast skilning á sálrænu lífi mannanna. Og eft- ir að hann lét af þeim störfum, og hætti aö taka virkan þátt í félagsstarfi guðspekinema, hef- ir hann stýrt æskulýðsskóla um 10 ára skeið, og gert það með ágætum. Þannig hefir allur mennta- og starfsferill Jakobs Kristinssonar legið fram á við til aukinnar, raunhæfrar menntunar um þau efni, er mestu varðar, til þess að verða fær um að skilja sálarlíf manna. En slík menntun er höf- uðskilyrði fyrir því, að geta tek- ið á viðfangsefnum eins og fræðslumálunum með víðsýni og glöggskyggni. Þar við bætist svo, að fáir menn munu vera jafn- ríkir af samúð og einlægri mann- vináttu og Jakob Kristinsson. Það er að vísu rétt, að Jakob Kristinsson hefir ekki lagt sér- staka stund á að afla sér kunn- áttu í erlendum skólum um „nú- tímavinnubrögð" þeirra i „upp- eldis- og kennslufræði". Ég lít svo á, að hlutverk fræðslumála- stjórans eigi ekki að vera það, að taka Aðalstein Sigmundsson eða aðra barnakennara landsins á kné sér, og kenna þeim staf- rófið í nútímavinnubrögðum við kennslu, heldur fyrst og fremst það, að velja nýta menn til starfa og ef unnt mætti verða, að koma til leiðar umbótum á fræðslukerfinu og skólahaldi í landinu. Og ég verð að játa það, að ég hefi mjög takmarkaða trú á því, að við í þeim efnum sækjum mikla blessun í er- lend fræðikerfi. Við höfum áreiðanlega í þeim efnum, eins og svo mörgum öðrum, lagt stund á, að móta okkar kerfi og að- ferðir eftir erlendum fyrirmynd- um. Og er árangurinn svo ýkja glæsiiegur? Ég lít svo á, að allt okkar barnafræöslukerfi sé byggt á miklum misskilningi á sálarlífi barna og eiginlegri nauðsyn réttra þroskaskilyrða bernskunnar. Mér virðist svo, sem þorri skólanna muni verá andlegar pyndingarstofnanir fyrir allan fjöldann af þeim börnum, sem sækja þá. Sú sorg- lega staðreynd er víst ómótmæl- anleg að vegna vanmáttar flestra heimila í uppeldislegum efnum og hins stórskaðlega götulífs barnanna og þrátt fyrir margra vetra kreppu í skólabekkjum og ítroðningi margvíslegra fræða er uppeldið ekki byrj- að, þegar börnin yfirgefa æsku- skeiðið og komast á ung-- lings og þroskaaldurinn. Ég ásaka hér ekki kennaralið lands- ins. Fræðslukerfið sjálft mótar starfssvið þess og starfsaðferðir. Og kennarar hafa búið við þröng kjör og starf þeirra orðið erfitt brauðstrit. Að mínu viti þyrfti að ger- breyta starfi barnaskólanna þannig, að þeir yrðu fyrstu skólavistarár ungra barna, sannar uppeldisstofnanir, að námið yrði fyrst og fremst vakning og skemmtun til þess fallið að vekja námsþorsta barnanna, að kennslan færi að miklu leyti fram með frásögn- um kennara og kvikmyndum, en börnin ættu jafnframt kost á hentugum bókum til lesturs um hin ýmsu efni. En meginá- herzlu bæri að leggja á það að kenna börnunum hegðun, leiki og starf. Hér brestur rúm til þess að fara langt út í þess- háttar hugleiðingar. En eigi að fást verulegar umbætur í þess- um efnum, þarf að koma til sög- unnar ríkara ímyndunarafl og opnast víðara hugsanasvið heldur en hingað til hefir ráðið um þessi mál. Það getur vitanlega orðið mjög gagnlegt fyrir kennara landsins, að kynnast nútíma- vinnubrögðum annara þjóða í fræðslu barna og uppeldi þeirra í skólum. Og sú gagnsemi er máske ekki síður í því fólgin að kynnast ritum til varnaðar heldur en því, sem gott megi teljast til eftirbreytni. Við ís- lendingar getum, sem ævar- andi hlutlaus þjóð í ófriði, veitt börnum okkar uppfræðslu, án þess að ala þau upp í hernaðar- anda. Og mér er harla mót- stæðilegur sá hugsunarháttur og sú gleypigirni, sem ávalt gín við erlendum fyrirmyndum. Við íslendingar höfum á öllum öld- um — allt frá því er til urðu fornbókmenntir okkar — átt menn, sem hafa verið vel fallnir til þess að hugsa og hugsa sjálf- stætt. Og við eigum enn slíka menn og meðal þeirra er Jakob Kristinsson. Ég tel því þessa ráðstöfun kennslumálaráðherra að velja slíkan mann, gáfaðan mann og vel menntaðan með fjölþætta fræðireynslu, víðsýn- an mann og góðgjarnan og ó- bundinn öllum kerfum — hafa verið viturlega og hollvænlega valið og kann honum þakkir fyrir. Heilsubrestur Jakobs Kristins- sonar, heyrnardeyfa, sem hann taldi vera sér til of mikils baga í daglegu starfi sem kennara og skólastjóra, kemur ekki til greina í þessu sambandi. Reykjavík, 30. janúar 1939. Jónas Þorbergsson. Páil Hermannsson, alpm.i Benedikt Blöndal Hinn 9. jan. síðastliðinn fór Benedikt Blöndal frá Reyðar- firði yfir Þórdalsheiði, er liggur milli Reyðarfjarðar og Skriðdals, áleiðis heim til sín að Hallorms- stað. Hafði hann þá verið á annan mánuð í ferðalagi um syðra hluta Suður-Múlasýslu og unnið þar að undirbúningi jarðamats í sýslunni. Snjór var mikill á jörðu og færð því ill nema á skíðum. Þórdalsheiði er dagleið gangandi mönnum í skammdegi í slíkri færð. Til fylgdar fékk Benedikt á Reyð- arfirði ungan mann og röskan, góðan dreng. Fylgdi hann hon- um fullkomlega á miðja heið- ina, eða þar til hallaði til Skrið- dals og bar bagga, mest skjöl, ex Benedikt hafði meðferðis. Bene- dikt hafði nokkrum sinnum á leiðinni talað um það við fylgd- armanninn, að engin þörf væri sér á fylgd hans lengra og varð það því úr, að þeir skildust þarna. Veður var sæmilegt um daginn, en undir kvöldið þyngdi í lofti og gerði fjúk. Ekki komst Benedikt til bæja úr þessari ferð. Var ekki undrast um hann í fyrstu, bæði vegna þess að ferðalagi hans var einmitt þannig háttað, að hann þurfti að tefja á þeim heimilum, sem hann kom á, til þess að safna drögum að jarðamatinu og einnig vegna hins, að símasam- band er ekki við þau heimili, sem allar líkur voru til að hann hefði gist, er hann kæmi af fjallinu. Siðar varð ljóst, að eigi var allt með felldu. Fór þá mannsöfnuður bæði úr Héraði og Reyðarfirði að leita. Fannst Benedikt örendur á réttri leið nálægt 5 km. vegalengd frá bæj- um. Hafði hann gengið þráð- beint og án hvílda frá því er hann skildi við fylgdarmann- inn. Allt virtist benda til þess, að hann hefði aðeins ætlað að hvílast litla stund, en sofnað og ekki vaknað aftur til þessa lífs. Læknir var rétt ókominn á vett- vang, er líkið kom til byggða. Taldi hann líklegt, að Benedikt hefði aðeins lifað af fyrstu nóttina. Bárust þessi tíðindi þegar um land allt og þóttu bæði mikil og hörmuleg, og þar hörmulegust, sem Benedikt var þekktastur. Benedikt Gísli Magnússon Blöndal hét hann fullu nafni. Foreldrar: Magnús Benedikts- son Blöndal frá Hvammi í Vatnsdal, umboðsmaður Stapa- umboðs, síðast hreppstjóri í Stykkishólmi og fyrri kona hans Ragnheiður Sigurðardóttir, bróðurdóttir Þórðar Jónassen dómstjóra. Ættir þessar eru báðar landskunnar. Þau hjón, Magnús og Ragnheiður, bjuggu í Mið-Leirárgörðum í Leirár- sveit, og þar fæddist sonur þeirra Benedikt 10. dag ágúst- mánaðar árið 1883. Tveim ár- um síðar fluttust þau að Holti í Torfalækjarhreppi í Húna- vatnssýslu og þar andaðist Ragnheiður árið 1888. Brá Magnús þá búi, en Benedikt sonur hans fór í fóstur til afa- bróður síns Páls Blöndals lækn- is í Stafholtsey og konu hans Elínar, dóttur Jóns Thoroddsen skálds. Naut hann þar ástríkis og leit á þau hjón sem aðra foreldra sína æ síðan. Benedikt Blöndal gekk í Hvanneyrar- skólann nálægt aldamótum. Á'rið 1903 brá hann til utan- ferðar, mest fyrir áeggjan og at- beina Hjartar Snorrasonar, þá skóíastjóra á Hvanneyri. Dvaldi hann fimm ár í Danmörku og lauk prófi við búnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn með góðum vitnisburði. Árið 1908 fluttist hann að Eiðum og gerð- ist kennari við búnaðarskólann þar. Dvaldi hann í Fljótsdals- héraði eftir það óslitið alla æfi. Hinn 10. ágúst 1918 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Sigrúnu Pálsdóttur frá Hall- ormsstað. Varð þeim tveggja barna auðið, dóttur, er andað- ist nýfædd, og sonar, Sigurðar að nafni, fæddur í Mjóanesi 3. nóv. 1924, hið efnilegasta ung- menni. Tvo fóstursyni ólu þau hjón upp. Margt gerist á mannsæfinni. Benedikt Blöndal dvaldi á Austurlandi alla sína starfsæfi, full 30 ár. Þar er hann því mest þekktur, þótt hann annars væri þjóðkunnur maður, og þar er nú stærst skarð fyrir skildi við fráfall hans. Störf hans þar voru svo marg- breytt og þýðingarmikil, að ekki er hægt, í stuttri blaðagrein, að lýsa til nokkurrar hlítar nema hinum allra helztu. Skal hér fyrst nefna kennslustarfið. Það hóf hann við búnaðarskóla. Þau fræði er bændaefnum voru nauðsynlegust sátu því einkum í fyrirrúmi fyrst í stað. Maður- inn var þá ungur og þótt hann væri kennari, var hann engu síður félagi nemendanna. Náði hann á þann hátt betur til nem- enda sinna en algengt mun vera um kennaxa. Honum var líka alla æfi svo eðlilegt að um- gangast og skilja ungt fólk, að slíks munu vera fá dæmi. Varð kunnugum þessi eiginleiki hans þvi ljósari, sem lengra leið á æfi hans, og sýnna varð, að samstarf hans við ungt fólk stafaði ekki fyrst og fremst af litlum aldursmun kennarans og nemandans, eins og gat hafa átt sér stað í byrjun. Ekki lagði Benedikt einhliða áherzlu á þurrt skólanám. Öðru nær. Mótun skapgerðar og vakning til umhugsunar, samfara hinu, að kunna að nota bækur og læra af lífinu, var í hans augum enn þýðingarmeira heldur en hið venjulega skólanám. Kann dvöl hans við lýðháskóla í Danmörku að hafa valdið ein- hverju hér um. Verklegt nám búnaðarskólanna hafði hann í heiðri og taldi nauðsynlegt, einnig íþróttir og eflingu heil- brigðs líkama. Bóka aflaði hann sér miklu meiri en algengt er um kennara og leyfði nemend- um aðgang að þeim. Varð þetta byrjunin að hinu mikla bóka- safni þeirra hjóna, er síðar mun nánar vikið að. Benedikt var kennari við búnaðarskólann á Eiðum þar til sá skóli hætti störfum vorið 1918. Það ár fóru þau hjón — þá nýgift — til Norðurlanda til þess þar að kynnast skólamálum, jafnt kvenna sem karla. Árið 1919 tók svo alþýðuskólinn á Eiðum til starfa og urðu þá hjónin bæði kennarar við þan skóla. Húsakostur var þá ekki mikill á Eiðum. Skólahús, sem ætlað hafði verið 16 búnaðarskóla- nemendum, var nú aðalaðsetur fyrir tvær kennarafjölskyldur og 40—50 nemendur. Verkleg námskeið fóru fram að vorinu í jarðyrkjustörfum og annaðist Benedikt Blöndal þá kennslu, og í vefnaði o. fl. fyrir stúlkur, og hvíldi sú kennsla á herðum frú Sigrúnar Blöndal. Mötuneyti höfðu nemendur alþýðuskólans þessi ár og var Benedikt lengst af bryti þess og aðalstoð. Af öllu þessu leiddi það, að þau hjón áttu mikið saman að sælda við nemendur yfirleitt, enda voru nemendur þeim mjög handgengnir. Þröngt þótti á Eiðum þegar fram í sótti. Hjónin hurfu því þaöan, eftir fimm ára starf við alþýðu- skólann vorið 1924. Þess fundust glögg merki þá, að nemendum þótti skaði mikill og eftirsja að brottflutningi þeirra. — Hjónin reistu nú bú á eignar- jörð sinni, Mjóanesi á Völlum. Ekki voru efnin mikil, en þó réðust þau í það stórræði að halda skóla á bæ sínum. Var hann í byrjun jafnt fyrir pilta og stúlkur, en færðist síðav í það horf að vera fyrir stúlkur eingöngu. Var það fyrsti vísir að húsmæðraskóla þeim, sem nú starfar á Hallormsstað. Snérist um þessar mundir á- hugi Benedikts meir og meir að húsmæðrafræðslunni. Voru þau (Framh. á 3. síðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.