Tíminn - 02.02.1939, Blaðsíða 3
14. blað
TÍMlftV fimmtmlagiim 2. fehrúar 1939
55
Benedikt Blöndal
(Framh. af 2. síðu)
hjón svo samtaka um það mál,
að hvorugt gat þar án hins ver-
ið. Eftir að Framsóknarflokkur-
in náði völdum 1927 byrjaði að
komast skriður á kvennaskóla-
mál Austfirðinga á Alþingi, þótt
þungróið virtist í byrjun, sem
glöggt má sjá af Alþingistíð-
indum frá þeim tíma. Málinu
miðaði þó áfram, að langmestu
leyti fyrir vinsældir, áhuga og
ósérplægni þeirra hjóna heima-
fyrir. Margt var í molum, jafn-
vel um fyrirkomulag skólahúss-
ins. Sín tillagan kom úr hverri
áttinni. En einhvernveginn
tókst þeim hjónum að fella svo
saman það brotasilfur, að flest-
ir, sem 'skoða þann skóla nú,
munu telja hann einkennilega
fagurt, hlýlegt og þjóðlegt heim-
ili og menntaból fyrir íslenzk
húsmæðraefni. Alþingishátíð-
arárið 1930 tók skólinn til
starfa, að vísu í fátæklegum
búningi, sem mikilla endurbóta
þurfti við. En aðalmarkinu var
náð. Skólinn var risinn á legg.
Frú Sigrún Blöndal var ráðin
forstöðukona skólans í byrjun
og hefir verið það æ síðan.
Benedikt Blöndal hefir veriö
talinn aukakennari við skól-
ann, eiginlega alveg ólaunað-
ur, en i raun og veru hefir
hann verið skólanum miklu
meira. Á herðum hans hefir frá
byrjun hvílt aðalþunginn af
fjármálaerfiðleikum skólans og
vaxtarþörf hans utanhúss, og
auk þess hefir hann verið konu
sinni alveg ómetanleg aðstoð.
við stjórn og starfsemi skólans
inn á við.
Frú Sigrún Blöndal er móðir
Hallormsstaðaskólans. Bene-
dikt Blöndal var sannarlega
faðir hans. Hallormsstaðaskóli
var óskabarn hjónanna. Honum
hafa þau fært stærstar fórnir,
á hann hafa þau lagt mesta ást
og við hann hafa þau bundið
hæstar vonir. Væri vel að sam-
herjar Benedikts Blöndal og
vinir Hallormsstaðaskóla legðu
nú lið sitt til þess, að þær vonir
brigðust ekki.
Svo sem fyrr er getið, byrjaði
Benedikt Blöndal fljótt að draga
að sér góðan bókakost. Hann
keypti í öllum áttum sjaldgæfar
íslenzkar bækur, lét bæta útlit
þeirra, ef þurfti, geymdi þær á
réttan hátt og gerði þannig
sjálfum sér og nemendum sín-
um kleift að njóta þess gagns
og þeirrar ánægju, sem fylgir
þvi að geta átt aðgang að góðu
bókasafni. Bókasafni þessu
bættist drjúgur skerfur við
giftingu þeirra hjóna, því á
Hallormsstað var gamalt ættar-
bókasafn allt frá tíð Sigurðar
Gunnarssonar prófasts þar. —
Bókasölu hafði Benedikt á
hendi á Eiðum og ætíð síðan.
Stuðlaði hann þannig að út-
breiðslu góðra bóka, jafnframt
því, sem honum varð á þann
hátt léttara að auka bókasafn
sitt. Myndaðist umhverfis hann
andrúmsloft, sérstaklega hollt
bókelskum og bóklesandi mönn-
um. Hafði hann á þann hátt
hina mestu þýðingu fyrir um-
hverfi sitt. Bókasafn þeirra
hjóna er nú að miklum mun
stærra og vandaðra en nokkurt
það bókasafn er ég hefi séð á
íslenzku sveitaheimili
Landbúnaðarmálin voru á-
hugamál Benedikts Blöndals
ekki einungis menntun hús-
bænda og húsmæðraefna, held-
ur og framkvæmdirnar sjálfar.
Öll þau 30 ár er hann lifði á
Austurlandi, tók hann þátt í
starfi Búnaðarsambandsins þar
og öðrum almennum búnaðar-
framförum bæði sem starfsmað-
ur þess og stjórnarnefndarmað-
ur, trúnaðarmaður Búnaðarfé-
lags íslands og Búnaðarþings-
fulltrúi. Öll reyndust störf hans
í þessum efnum notadrjúg og
lángefin. Ein fyrsta byrjunin
hefir liklega verið útlendi trjá-
gróðurinn í Eiðahólma, en end-
irinn úthýsabæturnar og ný-
ræktin á Hallormsstað. Síðustu
15 árin var hann féhirðir Bún-
aðarsambands Austurlands. —
Benedikt var í eðli sínu hirðu-
samur og glöggur fjárgæzlu-
maður. Ætla ég það ekki of-
mælt, að allra manna bezt hafi
honum verið treyst sem féhirði
sambandsins, enda hvergi
brugðizt því trausti.
Samvinnumálin lét Benedikt
Blöndal mjög til sín taka. Hef-
ir hann átt sæti í stjórn Kaup-
félags Héraðsbúa á Reyðarfirði
síðan 1921 og notið þar bæði
A N N A L L
Afmælt.
Guðlnundur Ingimundarson
frá Garði í Núpasveit, nú bóndi
á Presthólum í sömu sveit, varð
sjötugur 4. október síðastliðinn.
Heimsóttu sveitungar hans
hann þann dag og færðu hon-
um að gjöf vandað skrifborð og
skrifborðsstól.
Dánardægur.
Jón Sigurðsson bónda á Ás-
mundarstöðum á Sléttu andað-
ist í Kristneshæli 21. desember,
22 ára að aldri. Jón var hinn
efnilegasti maður. Kenndi hann
brjóstveiki síðastliðið sumar og
lézt af völdum hennar.
Friðfinna Friðbjarnardóttir
Oddeyrargötu 8 á Akureyri and-
aðist að heimili sínu 4. janúar.
Hún var gift Aðalmundi Guð-
mundssyni verkamanni, rösk-
lega hálfáttræð að aldri. Ha,fði
hún verið vanheil seinni árin.
trausts og vinsælda. Lét hann
sér ávalt jafn annt um sæmd
og hagsmuni félagsheildarinnar
sem einstakra viðskiptamanna.
Reyndust störf hans fyrir fé-
lagið á allan hátt hin nota-
drýgstu.
í almennum landsmálum
hafði Benedikt Blöndal ákveðna
stefnu. Markaðist sú stefna
eðlilega af skoðunum hans í
sérstökum málum, s. s. sam-
vinnumálum, búnaðarmálum og
skólamálum. Reyndist hann hér
sem annarsstaðar dyggur og
drjúgur starfsbróðir. Hann var
enginn hávaðamaður. Og hann
var of góðgjarn og of vitur til
þess að eiga í illvígri viður-
eign við andstæðinga. Hann
gekk ekki fram fyrir fylkingar,
en hann var ætíð reiðubúinn til
að verja skoðanir sínar og sam-
herja sinna, þegar það átti við.
En þetta gerði hann á þann
hátt, að andstæðingar hans í
stjórnmálum urðu líka kunn-
ingjar hans og jafnvel vinir.
Valinn var Benedikt Blöndal
í öll hugsanleg trúnaðarstörf í
sveit sinni. Allir treystu honum.
Ef ég ætti að benda á tvö höf-
uðeinkenni á skaplyndi Bene-
dikts Blöndal mundi ég til þess
nefna góðvild og tryggð. Þessi
tvö einkenni, hvort um sig og
sameiginlega virðist mér að hafi
markað skýrastan svip á lífsstörf
hans. Góðvildin hvatti hann til
stuðnings við góð málefni. Hún
gerði hann skyggnan á góðan
málstað og á hið góða, sem í öll-
um mönnum býr. Hún gerði hon-
um ljúft að horfa á allt sem var
gott um málefni og menn, en
jafnframt að horfa framhjá, eða
yfir hitt, sem miður var. Hún
gerði öllum mönnum notalegt að
dvelja i nærveru við hann: Hún
gerði sjálfan hann bjartsýnan og
trúaðan á sigur góðra mála.
Tryggðin gerði hann hinsveg-
ar vandlátan um störf sín og
breytni og var frumorsök að
ýmsu í háttum hans, sem fljótt
á litið sýnist máske æði óskylt.
Bened. Bl. vildi, að allt, sem hann
kom nærri, eða starfaði að væri
ósvikið, væri ekta. Mér skilst að
þetta hafi verið höfuðástæðan
fyrir því, að hann klæddist
heimaunnum ullarfatnaði og
skinnum, þegar honum þótti það
eiga við. Af sömu orsök nægði
honum það ekki, að að húsmunir
hans og aðrir hlutir litu vel út,
þeir urðu líka að vera úr völdu
efni, og traustir að smíð. Þess-
vegna varð bókasafn hans svo
vandað sem það nú er. Og þess-
vegna reyndist hann sá starfs-
maður og samstarfsmaður, sem
hann var. Af þessari ástæðu hik-
aði hann ekki við það að legggja
sjálfan sig í hættu fyrir starf,
er hann hafði tekist á hendur,
og því miður að lokum í full-
komna lífshættu. Austfirðingar
mættu vel muna tryggð Bened.
Bl. Þótt hann væri ættaður og
uppalinn vestan til á landinu,
reyndist hann Austurlandi og
störfunum þar svo tryggur, að
betri Austfirðingur held ég að
aldrei hafi verið til.
Góðvild hans og tryggð áttu
langstærstan þáttinn í því að
skapa honum þær vinsældir og
það traust, sem hann naut, og
naut því meir er menn skildu
hann betur. Þótt ekki stæði
margmenni yfir greftrun hans,
fannst það þó vel þar, að á eftir
50 ára afmælisfagnaði
glímufélagsins Ármann
lýkur með borðhaldi að Hótel Borg sunnudaginn 5. febrúar kl.
6 y2 síðdegis.
Þátttökulistar fyrir félagsmenn og gesti þeirra liggja
frammi á afgr. Álafoss og í verzluninni Brynju.
Síjórn Glímufélagsins Ármaim.
Hitseignin
Öldugata 4 er til sölu, hentug fyrir 2 kaup-
endur. Góðir greiðsluskilmálar. Uppl. gefur:
KRISTJÁN SIGGEIRSSON.
ÚTBREIÐIÐ TÍMANN
i/ls a-
2 0 S T K . PAKKINN KOSTAR KR. 1.6«
tekur
öllu öðru s m
Vegna pess, að LJÓMI hefir fullkomnari vél-
ar en nokkur önnur smjörlíkisgerð á landinu.
Hin nýja gerð ATLAS-VÉLANNA sem LJÓMI
fékk á síðastliðnu ári fer nú sigurför um
LJOMI er einasta smjörlíkisgerð á landinv
sem hefir pessa allra nýjustu gerð Atlas-véla
Húsmóðirin velur LJÓMASMJÖRLÍKI vegna
pess, að hún hefir reynslu fyrir pví, að bezt
er að BAKA úr LJÓMA, bezt að steíkja og
brúna í LJÓMA, að pví ógleymdu að LJÓMI
geymist betur en nokkurt annað smjörlíkí.
Menn greínír á um maigt, en eítt eru allir sammála
að bezt er
- Kaup og sala -
Ullarefni og sllki,
margar tegundir. BLÚSSUR,
KJÓLAR o. fl. nýkomið.
SAUMASTOFAN UPPSÖLUM.
Sími 2744.
honum var horft með ósviknum
söknuði.
Maöur er nefndur Helgi Ás-
bjarnarson, sonarsonur Hrafn-
kels Freysgoða. Að Síðu-Halli
undanskildum er hann mér hug-
Beztu kolín
GEIR H. ZDEGA
Símar: 1964 og 4017.
þekkastur af austfirzkum höfð- ingjum á söguöld. Hann var frið-
samur höfðingi, bjargvættur nauðstaddra manna ög mann- 224 Andreas Poltzer: Patricia
221
vinur. Hann bjó fyrst á Orms-
stööum (= Hallormsstað), síðar
í Mjóanesi, síðast á Eiðum. Bene-
dikt Blöndal átti alla hina sömu
bústaði og enga aðra á Austur-
landi, aðeins í annari, og að því
er mér virðist, ánægjulegri röð.
Margt þykir mér líkt um þessa
tvo höfðingja. Hvorugur var
harðsnúinn eða hávær hér-
aðshöfðingi. En eiginleikar í
fari þeirra sköpuðu báðum ást
og virðingu samherja, en traust
allra. Helga þótti Hallormsstaður
vekja sér svo sárar endurminn-
ingar, að þar mátti hann ekki
festa yndi. Færðist því lengra í
norður og féll fyrir kulda rang-
snúins aldaranda. Hinsvegar gaf
Hallormsstaður Benedikt Blön-
dal meginþáttinn í lífshamingju
hans. Benedikt sótti í áttina að
Hallormsstað, sótti í suður. Leit-
aði að skjóli, hlýindum og birtu,
ekki svo mjög fyrir sjálfan sig,
heldur fyrir menningu, þroska og
vaxandi frama þjóðar sinnar. Að
síðustu gaf Hallormsstaður
Bened. Blöndal gröf, sem meira
líktist brúðhjónasæng en venju-
legri dáins manns gröf.
Páll Hermannsson.
eftir honum í sima. Ef Violet og Patricia
hefðu forfallazt, mundu þær auðvitað
hafa gert aðvart um það í það I sim-
anum.
En þegar enn leið löng stund fór Whin-
stone að gerast órólegur. Loks afréð hann
að síma til matsölu frú Croys, þó að
framorðið væri. Og honum varð ekki
rórra innanbrjósts, er hann fékk það
svar, að Patricia væri ekki heima. Skyldl
eitthvað hafa orðið að stúlkunum? Hann
varð kviðnari með hverri mínútunni.
Loks datt honum nokkuð i hug, sem
gaf einfalda skýringu á því, að Patricia
og Violet voru ekki komnar. Hann mundi
hafa misskilið Violet eða tekið rangt
eftir, og stúlkurnar mundu sitja á öðrum
gildaskála! Jú, þannig hlaut það að vera.
Hann mundi nú greinilega, að Violet
hafði minnzt eitthvað á, að það værl
dansað þar.
Whinstone benti þjóninum og spurði
hann.hvort nokkur annar gildaskáli væri
til með sama nafni.
— Ekki held ég það, svaraði þjónninn.
— Einhver staður, þar sem dans er á
kvöldin, hélt fulltrúinn áfram.
— Jú, nú man ég það, sagði þjónninn.
Það er lítill skemmtistaður rétt hjá Pic-
cadilly og Dover Street....
— Já það er rétti staðurinn! Gefið mér
reikninginn, þjónn.
eina sönnunin gegn honum, voru tvö
þumalfingraför, sem höfðu fundizt á
kopardósum — þau voru alveg eins og
fingraför Rasmussens.
Dómarinn í Kaupmannahöfn hlýtur að
vera einn þeirra manna, sem hlýðir að-
vörún innri raddar, því að hann ályktaði
sem svo, að fingraför tveggja manna
gætu verið eins, og sýknaði Rasmussen
blátt áfram.
Sjö árum síðar lagðist grunur á Ras-
mussen fyrir nýtt innbrot. Aðstæðurnar
voru mjög líkar og 1907. Rasmussen
þrætti jafn eindregið og áður, en fingra-
förin sem fundust, voru eins og Rasmus-
sens.
Nú vildi rétturinn athuga þetta merki-
lega tilfelli nánar. Kaupmannahafnar-
lögreglan setti færustu menn sína i málið
og hjá konu Rasmussens, sem nú var
skilin við hann, fannst rifrildl af dag-
blaði, sem féll alveg saman við blaðrifr-
ildi, er fundizt hafði þar sem stolið var.
Nú var þetta ekki vafamál lengur.
En þá gerðist nokkuð, sem tíðindum
sætti: Dómarinn fékk ofurlitla sendingu
í póstinum. Það var askja með einu arm-
bandinu, sem stolið hafði verið. Og í
nafnlausu bréfi, sem fylgdi, játaði send-
andinn að hann væri þjófurinn. Hann
sagðist hafa heyrt, að Rasmussen hefði