Tíminn - 09.02.1939, Page 2
66
TÍMIM, fimmtiidagiim 9. fcbrnar 1939
17. hlatS
^íldarverksmiðjan
á Sólbakka vid Önundarijörd
Eftír Hjört Hjartar, kaupSélagsstj. á Flateyrí
^tminn
Fimmtuduginn 9. febr.
Hvers vírði er
lýðræðið?
í stjórnarskrá þjóðar vorrar
segir svo: „Hvern þann, sem
tekinn er fastur, skal án undan-
dráttar leiða fyrir dómara. Sé
hann eigi jafnskjótt látinn laus,
skal dómari, áður sólarhringur
sé liðinn, leggja rökstuddan úr-
skurð á, hvort hann skuli sett-
ur í varðhald. — — Úrskurði
dómara má þegar skjóta til
æðra dóms“. í stjórnarskrá
vorri segir ennfremur: „Heim-
ilið er friðheilagt. Ekki má gera
húsleit né kyrrsetja bréf og
önnur skjöl og rannsaka þau
nema eftir dómsúrskurði eða
eftir sérstakri lagaheimild“.
Venjulega hefir þessum á-
kvæðum stjórnarskrárinnar
verið lítill gaumur gefinn. Þau
voru á sínurn tíma tekin inn í
stjórnarskrá íslands eftir sam-
hljóða ákvæðum í stjórnar-
skrám annara Norðurálfuríkja,
sem búin voru að viðurkenna
íyðræðið. Og síðustu kynslóðir
hafa víst yfirleitt ekki lagt
mikið upp úr tilveru þessara á-
kvæða.
Síðustu kynslóðir hafa ekki
haft tilefni til að íhuga það, að
einmitt í þessum ákvæðum og
nokkrum fleiri hliðstæðum í
stjórnarskrám allra lýðræðis-
landa felast dýrmætustu rétt-
indi mannsins. Það eru þessi á-
kvæði, sem gera ríkið að þjóð-
félagi frjálsra manna. Og bar-
áttan fyrir þessum ákvæðum
kostaði á sínum tíma fórnir,
sem ekki verður með orðum lýst.
Nútímamaður í frjálsu landi
hefir allt fram til síðustu ára
átt erfitt með að gera sér grein
fyrir aðstöðu hins varnarlausa
almenna borgara á hinum
dimmu öldum einveldis- og fá-
mennisstjórnar. En ef hinir
þögulu múrar neðanj arðar-
fangelsanna í hverju landi og
hverju greifadæmi um gervalla
Norðurálfuna mættu mæla,
myndu þeir hafa langa sögu að
segja. Innan þessara svörtu
veggja, fjarri sól og yl, var
hvílurúm og löngum banabeður
hins réttlausa manns, þegar
hinum voldugu aðalsmönnum
eða þjónum konungsins „af
guðs náð“, þóknaðist að svifta
hann frelsinu. Og í neðanjarð-
ar kvalastöðum valdhafanna
þekktist enginn réttur til að
verða leiddur fyrir dómara og
fá rökstuddan úrskurð innan 24
klukkustunda. Það þekktist
engin friðhelgi fyrir heimili hins
almenna borgara. Fyrir lítil-
magnann var til náð en ekki
réttur, og gjöf náðarinnar var
ekki lögum og reglum háð,
heldur duttlungum hins mann-
lega vilja.
Vér íslendingar þekkjum það
úr sögunni, þegar Lénharður
fógeti, Jón Gerreksson og Smið-
ur Andrésson fóru um byggðir
landsins með sveina sína, um-
bjóðendur hins allsráðandi
kirkju- og konungsvalds yfir
íslendingum. Og þó höfum vér
íslendingar ef til vill minna
haft að segja af almennu rétt-
leysi en margar aðrar þjóðir á
fyrri öldum.
En nú er svo málum komið
hér í álfu vorri, að ástæða er
til að minnast alls þessa. Því að
nú eru aftur til miljónir heim-
ila, sem eiga sér enga friðhelgi.
Og nú hafa þeir víða verið- opn-
aðir á ný, kvalastaðir hinna
frelsi sviftu en ódæmdu manna,
þar sem fangavörðurinn er
æðsta vald og böðullinn vinur
í neyð.
Ýmsar af stærri og smærri
þjóðum álfunnar hafa glatað
rétti sínum til að vera frjálsir
menn. Örlög þeirra eru á valdi
fárra manna. Þeirra hlutskipti
er aftur orðið náð í stað réttar.
Með hörmulegri léttúð hafa
þessar þjóðir, sumar hverjar,
varpað frá sér hinum dýrmæta
rétti. Aðrar hafa verið til þess
kúgaðar með vopnavaldi. f and-
varaleysi hafa menn hlýtt á
prédikanir ábyrgðarlausra eða
valdafíkinna einstaklinga, sem
töldu þeim trú um, að lýðræðið,
sem verndaði mannréttindin og
heimilisfriðinn, væri einskis
virði og jafnvel skaðlegt. Menn
vissu ekki, hvað þeir misstu, og
þekktu ekki það, sem koma
skyldi. í stað þess að treysta og
efla lýðræðisskipulagið og fram-
kvæmd þess, hungraði og þyrsti
miljónir manna eftir foringjum
og sterkri stjórn, sem léti að
sér kveða. Fyrir þessa sterku
stjórn hafa einstaklingarnir
fórnað því, sem þeir áttu dýrast
og bezt, þeim arfi, sem afar og
langafar víða höfðu keypt þeim
með blóði sínu.
Það er ekki á valdi smáþjóð-
ar, sem íslendinga, að hafa á-
hrif á það, hvoru betur vegnar
í umheiminum, mannréttinda-
stefnu lýðræðisins eða hinu
endurvakta harðstjórnarfari. En
þjóðin hefir ríkrar skyldu að
gæta gagnvart sjálfn sér í þess-
um efnum. Vér íslendingar
verðum að vera þess albúnir að
verja mannréttindin á voru
eigin landi fyrir innan- og ut-
anaðkomandi hættu.
Það, sem gerzt hefir annars-
staðar, jafnvel meðal vel mann-
aðra þjóða, getur einnig gerzt
hér. Ef íbúar þessa lands eru
andvara- og sinnulausir um
hina dýrmætu gjöf frelsisins,
geta þeir verið búnir að afhenda
mannréttindin í hendur ein-
hverskonar einræðisstjórnar fyr
en varir. Það þarf jafnvel ekki
til, að erlend ríki eigi þar hlut
að máli. Hin sterku erlendu á-
hrif og sú tilhneiging til met-
orða og mannaforráða, sem til
er í öllum löndum og meðal
allra þjóða, geta orðið nógu ör-
lagarík.
Einnig hér á þessu friðarins
landi, geta tilfinningaríkir
draumóramenn orðið drukknir
af þjóðernis- og herfrægðarlof-
söngvum fjarlægra landa og lát-
ið tælast til lítilsvirðingar á
þjóðskipulagi, sem við takmark-
aða íhugun kann að virðast
hversdagslegt og athafnasnautt,
af því að það lýtur lögmálum
eðlilegrar framþróunar í veru-
leikans heimi.
Þess vegna er það, að hvenær,
sem vér íslendingar heyrum
skrumkenndu lofi um einræðis-
þjóðskipulagið á lofti haldið á
kostnað lýðræðisins — þá ber
oss skylda til að vera vel á
verði — sérstaklega þó, ef það,
sem frá er sagt, er fjarri öllum
sanni.
Þess er skammt að minnast, að
einn af þingmönnum höfuðstað-
arins hélt því fram í ritgerð,
sem átti að vera prentuð til
varnar fyrir lýðræðið(!), að op-
inber fjáreyðsla í lýðræðisríkj-
um væri yfirleitt meiri en í ein-
ræðisríkjum. Slík staðhæfing er
hættuleg, og það mætti ekki
minna vera en að fyrir henni
væri færður einhver snefill af
rökum. En það var ekki gert í
þessu tilfelli, og er heldur ekki
hægt. Það er t. d. alkunn stað-
reynd, að valdamenn, sem brot-
NIÐURLAG.
Fréttirnar. Allir hafa opið fyr-
ir fréttum og veðurskeytum. Út-
varpið er aldrei sakað um hlut-
drægni í fréttum né óvandaðar
heimildir. En slíkt er ekki sjald-
gæft erlendis, en er háskaleg-
asta misnotkun útvarps. Skoð-
anir manna eru aftur á móti
mjög skiptar um fréttavalið,
svo sem vænta má, því hverjum
þykja sín áhugamál fréttnæm-
ust. Mörgum út um land þykja
t. d. skíðafréttir of rúmfrekar á
vetrum frá Reykjavík einni, og
er það varla saga til næsta bæj-
ar í sveitum, þó unglingar
bregði sér á skíði. Yfirleitt
finnast mönnum út um land
Reykjavíkurfréttir bera fréttir
úr öðrum landshlutum ofurliði.
En þar mun fréttariturum um
að kenna, þeir eru misjafnlega
árvakrir. Fréttir af atvinnuveg-
unum, og afkomu manna eru
þýðingarmestar og vinsælastar.
Það ætti að vera föst regla, að
fréttaritarar sendu jafnan
skeyti í lok hvers mánaðar, og
segðu frá tíðarfari og atvinnu-
rekstri, t. d. aflabrögðum, gæft-
um, nýting aflans, atvinnu í
sjóþorpum, og snjólagi, fénað-
arhöldum, sauðburði, gras-
sprettu, heyafla, uppskeru í
sveitum, allt eftir árstíðum.
Úr þessu ætti svo fréttastofan
að vinna, yfirlit um afkomuna
í dag hefir sú fregn borizt
hingað, að stjórn síldarverk-
smiðja ríkisins hafi samþykkt
að rífa verksmiðjuna á Sólbakka
og flytja til Raufarhafnar.
Ástæður til þessarar ákvörð-
unar eru greindar tvennar: Ann_
arsvegar sú staðreynd, að á und-
anförnum árum hefir verið
reksturshalli á verksmiðjunni,
sem í fljótu bragði virðist illfært
að losna við, og hinsvegar, að
með því að flytja verksmiðjuna
til Raufarhafnar og reisa þar að
nýju, sé hægt að spara allveru-
legar upphæðir í erlendum
gjaldeyri og hagnýta betur þessi
vinnslutæki en tekizt hefir á
undanförnum árum.
Hvað við kemur fyrri ástæð-
unni má m. a. segja þetta:
Reksturshallinn er að mestu
rekjanlegur til þriggja orsaka:
1. Hráefnisskorts.
2. Lélegra endurbóta og lag-
færinga.
3. Slæmrar stjórnar.
1) Undanfarin ár hefir svo
viljað til, að síldin hefir ekki
veiðst nema að litlu leyti við
norð-vesturland, heldur við mið-
norðurland og norðausturland.
Þetta hefir orðið til þess, að allt
kapp hefir verið á það lagt að
koma upp síldarvinnslustöðvum
á svæði þessu.
izt hafa til einræðis, eyða svo
að segja æfinlega stórkostleg-
um fjármunum í meira og
minna ónauðsynlegar skraut-
hallir og stórbyggingar, sem
eiga að halda minningunni um
stjórnarfar þeirra á lofti. Þetta
hefir sannazt áþreifanlega á
síðustu árum — að ógleymdu
því, sem endurvígbúnaður sá,
er hafinn var af einræðisríkj-
unum, hefir kostað þau sjálf og
allan heiminn.
Jón Loftsson í Odda, hinn
mikli friðarhöfðingi 12. aldar,
lét svo um mælt, er ný yfir-
gangsstefna hóf áreið sína á
landið í hans tíð, að eigi teldi
hann hennar málstað giftu-
samlegri en þann, er haft hefðu
sínir frændur, „Sæmundur hinn
fróði og synir hans“. Yfir mold-
um Jóns Loftssonar og hins (að
vísu takmarkaða) forna lýðræð-
is, var þessi yfirgangsstefna og
aðrar henni líkar, fram borin
til sigurs. Sú saga þarf ekki að
endurtaka sig nú, ef þjóðin vill
gera sér grein fyrir því í tíma,
hvers virði lýðræðið er og
mannréttindastefna þess, og
hvað það raunverulega þýðir,
sem boðað er í staðinn.
í öllum landshlutum. Auk þessa
eiga fréttaritarar auðvitað að
vera viðbragðsfljótir að senda
skeyti um óvanalega atburði.
Útlendu fréttanna er ekki
hlýtt með nándar nærri jafn-
mikilli athygli, sem hinna inn-
lendu, og þykir margt tínt til,
sem litlu máli skiptir, svo sem
um það hvar Chamberlain hafi
te drukkið. En vissulega eru þar
opnar dyr um víða veröld og
meiri og gagnlegri saga og
landafræði en í skólabekkjum.
Ég hygg að góð regla væri að
hafa á sunnudagskveldum viku-
yfirlit um helztu viðburði. Menn
tapa oft og þráfaldlega af frétt-
um kveld eftir kveld, og fyrir
öllum mundi yfirlitið skýra við-
burðina. Þá er einnig nauðsyn-
legt að fá sögulegan aðdrag-
anda stórviðburða, og lýsing á
staðháttum, þar sem mest er
sagt frá tíðindum. Þetta er
nokkuð gert í „erindum frá út-
löndum“, en þó ekki sem föst
venja.
Góður siður er að endurtaka
fréttir í dagskrárlok. En flest-
um finnst þar hausavíxl við-
höfð. Innlendu fréttirnar ættu
að koma óstyttar, en þær er-
lendu í útdrætti.
Auglýsingar. Nú orðið hlusta
allir á tilkynningar útvarpsins,
þar kemur ýmislegt sem menn
varðar og vilja vita. Tilkynn-
Enda þótt á seinustu tímum
hafi þannig hagað til með síld-
arveiðina, fer því fjarri, að svo
hafi alltaf verið og að nokkur
trygging sé fyrir því, að svo muni
verða framvegis. Þeir tímar voru,
og er eigi langt um liðið, að mikil
síld veiddist í Húnaflóa, við Horn
og jafnvel við ísafjarðardjúp.
Vandfundin eru þau ,rök, sem
mæla á þann veg, að slíkt hendi
aldrei framar.
Setjum nú svo, að á næsta
sumri yrði verksmiðjan á Sól-
bakka flutt til Raufarhafnar m.
a. vegna þess, að á þeim stöðvum
hefir veiðst mikil síld undanfar-
ið, og hugsum okkur ennfremur,
að síldinni þóknaðist samsumars
að halda sig að mestu í Húna-
flóa, væri þá ekki fullkomlega
rétt að færa þessa sömu verk-
smiðju næsta sumar þar á eftir
eitthvað vestur á bóginn? Sam-
kvæmt þeirri röksemdafærslu,
sem fram er flutt í sambandi við
mál þetta nú, væri slíkt engin
fjarstæða. En það hlýtur í raun
og veru öllum að vera ljóst, að
sú stefna er ófær og alröng og
í eðli sínu óframkvæmanleg að
ætla að færa verksmiðjurnar úr
stað eftir síldinni. Hinsvegar er
rétt að sem víðast á því svæði,
sem síld hefir veiðst og fullar
líkur eru fyrir framhaldandi
veiði, séu búnir möguleikar til
síldarvinnslu.
Hráefnisskortur Sólbakkaverk-
smiðju á seinustu tímum hefir
því að nokkru stafað af breyttu
síldveiðisvæði, en varla er það
trúlegt, að þeir, sem nú ráðgera
að flytja verksmiðjuna af þess-
um ástæðum séu í það nánum
hugartengslum við ókomna tíma,
að þeim sé fært að bera um það,
hvort framvegis verði þetta á
sama veg eður eigi.
2.) í sambandi við endurbætur
þær, sem á verksmiðjunni hafa
verið gerðar, er margt hægt að
segja. T. d. lét Gísli Halldórsson
byggja vatnsþró, sem mun hafa
kostað um 30 þús. krónur, sem
var í rauninni alveg óþörf. Þró
þessi ónýttist algjörlega í snjó-
flóði í vetur, en vert er að geta
þess, að viðkomandi framhalds-
rekstri verksmiðjunnar hefir það
ekkert að segja.
í stað þess að byggja þró, er
lítið sem ekkert var með að gera
en sem kostaði 30 þúsundir, hefði
verið réttara að koma upp góð-
um löndunartækjum. Þau voru
miklu ódýrari en breyttu hins-
vegar allri aðstöðu til hins betra.
Hér er mjög góð höfn, ekki var
það til fyrirstöðu. Góð löndunar-
aðstaða, hraði við affermingu,
ingar eru skyldar fréttum og oft
mjög merkar fréttir innan um.
En illa þreytir útvarpið menn á
margendurteknum, löngum til-
kynningum, og á þar útvarpið
sjálft og ýmsar ríkisstofnanir
þyngsta sök.
En orðfæri tilkynninga er oft
hörmulegt. Dánartilkynningar
eru oft og tíðum svo hneyksl-
anlega orðaðar, að grátbroslegt
er að heyra. Þráfaldlega er
þakkað fyrir „aðstoð við andlát
og jarðarför“, og því beint til
manna, sem ekki er líklegt að
hafi á nokkurn hátt stutt að
andláti hins framliðna.
Þá er þráfaldlega sagt frá al-
veg ótrúlegum sifjaflækjum eins
og að „móðir mín, konan mín,
og tengdamóðir, frú N. N.“ sé
önduð. Nafnaromsa á eftir á að
skýra þessa lokleysu, en afstýr-
ir því aldrei, að slíkar klausur
hneyksli hvert óspillt íslenzkt
eyra. En þrátt fyrir mikla orða-
mælgi og fjálgleik, vita menn
oft ekki hver dáinn er, því
heimilisfangið er oft ekkert eða
mjög ónákvæmt og aldur og
staða ekki tilgreint. Ég veit þess
mörg dæmi, að dánartilkynn-
ingar valda af þessum ástæðum
slúðursögum, og hugarangri. Er
þetta hann kunningi minn eða
einhver annar?
Útvarpið verður að áskilja
sér fullan rétt til að breyta
orðalagi allra tilkynninga, svo
þær valdi hvorki hneyksli að
máli eða efni. Það ætti enga
dánartilkynningu að birta,
nema tilgreint sé nákvæmt
heimilisfang, aldur o g staða
hins látna.
hefði vafalaust hvatt mörg skip,
sem þann kost hafa undanfarið
tekið að bíða dögum saman á
Siglufirði til þess að sigla vestur
á Önundarfjörð með veiði sína.
Og með þessum endurbótum
hefði síður komið til hráefnis-
skorts, jafnvel þótt síldin veidd-
ist austarlega.
Ýmsar vélar, sem áður voru
lagðar til hliðar í verksmiðjun-
um á Siglufirði vegna þess, hve
þær voru lélegar, óhentugar eða
eyðslufrekar hafa verið sendar
til Sólbakka og settar þar upp.
Og komið hefir það fyrir, að
árangur „endurbóta" þessara
hefir orðið sá einn, að eyðslan
hefir aukizt, reksturshallinn
hækkað, en afköstin hvorki vax_
ið né framleiðslan batnað.
3) Þeir, sem til þekkja, geta
varla neitað því að ekki hefir
alltaf sem skyldi verið gætt
hagsýni og sparnaðar í sam-
bandi við rekstur síldarverk-
smiðjanna. Einstök atriði í því
sambandi, sem snerta Sólbakka,
er hæglega hægt á að benda,
þótt eigi verði hér gert. En með
betri stjórn hefði verið hægt að
draga allverulega úr þeim rekst-
urshalla, sem á verksmiðjunni
hefir verið.
Þá er rétt að athuga nokkuð
hina síðari ástæðu, sem réttlæta
á flutning verksmiðjunnar.
Áður er á það drepið, að Sól-
bakkaverksmiðjan er að nokkru
leyti byggð upp hvað vélum við-
kemur af gömlu dóti frá Siglu-
firði. Nú er hugmyndin sú að
byggja „nýja“ verksmiðju á
Raufarhöfn upp úr gömlu verk-
smiðjunni, sem samanstendur af
þessum gömlu tækjum.
Þegar það sem flytjanlegt er,
sem raunar er næsta fátt, verður
búið að fá einn flutning í viðbót
er þess að vænta, að það reyn-
ist ekki til stórra hluta nytsam-
legt. Það munu þeir, sem til
þekkja sammála um. En stærsta
atriðið í þessu sambandi er þó
það, að þeir hlutar verksmiðj-
unar, sem mest verðmæti liggur
í eru með öllu óflytjanlegir. T. d.
bryggjan, þrærnar og lýsisgeym-
irinn svo eitthvað sé nefnt. Hús-
in eru flest gömul og lítt reisu-
leg. Vandalaust mun að rífa þau,
en erfitt að byggja þau að nýju.
Það má hinsvegar benda á
hluti eins og gufuketil, skilvind-
ur, þurkara og mjölkvörn, sem
hægt sé að flytja burt, en fáu
er þar við hægt að bæta. Og þeg-
ar þess er gætt, að þetta eru
sumt gamlir hlutir, nokkuð úr
sér gengnir, er eigi að undra þótt
ýmsum gangi erfiðlega að eygja
þá hagsýni — eða jafnvel gjald-
eyrissparnað, — sem þessir
flutningar eru byggðir á.
Það, sem að framan segir í
máli þessu, er ekki byggt upp
frá hagsmunasjónarmiði neins
ákveðins byggðarlags, heldur
Messurnar. Allir, nær undan-
tekningarlaust, vilj a heyra
sálmasönginn í messunum. En
það verður að segja hlutina eins
og þeir eru. Margir eru farnir
að loka fyrir ræður Reykjavík-
urprestanna þriggja.
Þessir þrír gömlu „útvarps-
prestar“ hafa allir, áratugum
saman, átt að búa við meir sál-
drepandi störf en allir aðrir
prestar landsins, að semja
margar ræður vikulega, ár eftir
ár, hvort sem andinn er heima
eða ekki. Þeir hafa orðið að
hnitmiða ræður sínar við smekk
hinnar íhaldssömustu klíku
landsins, hina aldurhnignu
efnamenn og konur höfuðstað-
arins, sem helzt sækja kirkjur.
Þannig hefir aðstaðan gert
þessa þrjá menn, sem ég hygg
alla vera að eðli og gáfum nýta
menn, að óhæfum boðberum
nýrra strauma í kristni lands-
ins. Æskan vill ekki meðtaka
boðskapinn af vörum þeirra, og
ég hygg að ekki sé rétt að þrýsta
henni til að hlýða á ræður
þeirrá. Ég man hvernig Helga-
kver og Péturspostilla vakti
leiða á kirkju og kristindómi
hjá fjölda unglinga á sínum
tíma.
Útvarpið ætti að fækka mjög
mikið messunum, sem útvarpað
er úr dómkirkjunni og fríkirkj-
unni. En í stað þess ætti að út-
varpa messum úr útvarpssal.
Þar væri vandað mjög til söngs,
útvarpið sjálft byði þangað
prestlærðum mönnum, þeim
sem til næðiðst, og væru taldir
góðir kennimenn. Ef til vill
gætu norðienzkir prestar að
skoðað á grundvelli almennrar
hagsýni og hygginda. Hinsveg-
ar hlýtur það að vera Flateyr-
ingum og Önfirðingum í heild
sérstakt áhyggjuefni ef flytja á
síldarverksmiðjuna héðan
burtu.
Þorpið er að miklu leyti byggt
upp í kringum verksmiðjuna og
þá atvinnu, sem henni hefir verið
samfara. Atvinnutæki eru
næsta fá fyrir hendi. Smábáta-
útvegurinn í niðurníðslu. Og á
sama tíma og rætt er um að
flytja héðan helzta atvinnutæki
sem verið hefir — verksmiðjuna
— hafa Önfirðingar fengið
hryggbrot í sambandi við styrk-
beiðni til að byggja einn mót-
orbát.
En hér verður eigi rætt frek-
ar um þessa hlið málsins, sem
þó fullkomlega er vert fyrir
stj órnarvöldin að hafa í huga.
Við nána athugun hlýtur
verksmiðjustjórn og öðrum aðil-
um, sem hlut eiga að máli, að
verða það ljóst, að næsta litið
mun verða úr þeim verðmætum,
sem bundin eru í Sólbakkaverk-
smiðjunni, ef hana á að rífa
niður og byggja annarsstaðar.
Og áður en lengra er haldið í
þessu máli væri rétt að láta
fram fara rannsókn og mat á
því, hver verðmæti verksmiðjan
gæfi með þessu móti og athuga
jafnframt hvort eigi eru til þeir
aðilar, sem kaupa vildu verk-
smiðjuna fyrir a. m. k. það verð.
Flateyri, 28. janúar 1939.
Hjörtur Hjartar.
Uppeldísfræðí-
pekkíng
„Tíminn“ hefir synjað mér
um rúm fyrir grein um ráðstöf-
un fræðslumálastjóraembættis-
ins, og nú aftur fyrir svar til hr.
Jónasar Þorbergssonar, með of-
anritaðri fyrirsögn. Ég hefi því
neyðst til að birta greinarnar
annarsstaðar, þótt ég sé örugg-
ur Framsóknarmaður og hafi
verið um 20 ár. Þeir kaupend-
ur „Tímans“, sem vilja, geta
íengið seinni greinina sérprent-
aða, ókeypis, ef þeir senda
beiðni um það til mín, I póst-
hólf 406, Reykjavík.
Aðalsteinn Sigmundsson.
TÍMINN
lítur svo á, að ágreining milli
Framsóknarflokksmanna, sem
rísa kann út af stjórnarráðstöf-
unum, þegar flokkurinn fer með
völd, eigi fremur að ræða inn-
an flokksins, en opinberlega í
blöðum. Þess vegna hafa grein-
ar Aðalsteins Sigmundssonar
um veitingu fræðslumálastjóra-
starfsins ekki verið birtar í
Tímanum.
öðru hvoru messað í útvarp frá
Akureyri, en Sunnlendingar og
Vestlendingar eiga oft ferð til
Reykjavíkur. Austlenzkir prest-
ar gætu messað á Eiðum og
Reykjavík endurvarpað.
Ég er sannfærður um að með
þessu fyrirkomulagi yrði langt
um meira hlýtt á messur út-
varpsins og með betra árangri,
einkum ef að prestarnir vildu
vera hluttækari í ræðum sín-
um, og ræða vandamál hins
daglega lífs.
Erindi. Um venjuleg frum-
samin erindi í útvarpinu munu
fáir óska mikilla breytinga.
Upplestur og leikrit. Lang
vinsælastur af öllum upplestri
er sögulestur Helga Hjörvar, og
mun almenningur kunna hon-
um miklar þakkir. Upplestur
kvæða er oftast misheppnaður,
menn njóta þeirra sjaldan, eins
vel og við lestur á bók, sökum
óskýrs framburðar og of hraðs
lesturs. Þó vil ég minnast
þriggja, sem gefa kvæðum nýtt
gildi með lestri sínum, svo
gömul kvæði, sem allir þekkja,
rísa upp í nýju skrúði. Þessir
snillingar í kvæðalestri eru
Soffía Guðlaugsdóttir, Sigurður
Skúlason og Þorsteinn Ö. Step-
hensen. Hafi þau öll beztu
þakkir.
Flutningur leikrita er eitt af
allra vinsælustu atriðum út-
varpsdagskrárinnar. En mjög
misjafnlega vel gengur að njóta
leikritanna. Fullyrða má að
mjög löng leikrit með fjölda
leikenda njóti sín illa. Þegar
leikendur eru margir, gengur
oft illa að greina raddirnar,
Jón Sígfurðsson, Yztafelli:
r
Utvarpíð og sveítírnar