Tíminn - 11.02.1939, Side 3
18. blað
TÍMIM, langarclaginm 11. febrúar 1939
71
A N N A L L
Dánardægur.
Sigurffur Baldvinsson bóndi í
Garffi í Aðaldal í Suður-Þing-
eyjarsýslu andaðist 24. sept. s.
1. Hann var fæddur að Garði 29.
júní 1881. Foreldrar hans voru
hjónin Guðný Jónsdóttir, sem
enn lifir (systir Benedikts frá
Auðnum) og Baldvin Sigurðs-
son, merkur bóndi og víðkunnur
lækningamaður.
Sigurður var giftur Bergljótu
Benediktsdóttur frá Auðnum
(systur Huldu skáldkonu). Börn
þeirra eru 5 synir og ein dóttir,
öll komin yfir fermingaraldur
og öll heima hjá móður sinni,
nema einn sonur, sem er fluttur
til Reykjavíkur.
Sigurður Baldvinsson var um
margt eftirtektarverður maður,
ágætlega greindur og svo rök-
fastur í við-
ræðu, að mjög
bar af því, sem
venjulegt er
um menn, þó
greindir séu. —
Hann var hag-
ur maður bæði
á tré og járn
og slyngur
fjármaður. —
Hann var tal-
inn hafa ,lækn-
ishendur' — og
hjálpsamur var hann í hverju,
sem hann gat lið veitt. Hann
unni mjög ættleifð sinni og sleit
þar aldrei dvöl, þrátt fyrir
sterka útþrá og upplag til að
fást við margt og fara víða.
Þótti hann jafnan stórhuga,
miðað við efnahag og umhverfi.
í eðli hans komu fram sterkar
andstæður, sem ekki eru ó-
þekktar í fari íslendinga. Víð-
áttur umheimsins með hinum
stóru viðfangsefnum kölluðu á-
kaft til hæfileika hans og vík-
ingslundar og skoruðu á hann
að fara að heiman til átaka og
æfintýra, þangað sem mikil af-
rek og mikla frægð gát verið að
vinna. En hann fór hvergi, —
frekar en sumir aðrir, — var
alltaf heima í Garði, af því
„hlíffin“ þar var honum „svo
fögur“ og kær.
Þegar Sigurður, um tvítugt,
las ljóð Stefáns G. Stefánsson-
ar, kom tónn átthaga- og ætt-
jarðarást skáldsins svo við
hjarta hans, að hann tókst ferð
á hendur fram í Bárðardal,
sótti þangað lynghríslu í land
eyðibýlisins Mjóadals, sem St.
G. St. hafði dvalið á í æsku, og
sendi skáldinu hrísluna til Vest-
urheims. Orti þá St. G. St. eitt
af sínum beztu kvæðum: „Lyng
frá auðum æskustöðvum".
Hugkvæmni sú og framtaks-
semi, er kom fram í sendingu
hríslunnar, lýsir Sigurði í Garði
á vissan hátt betur en löng rit-
gerð gæti gert.
Afmæli.
Bjöm Þórffarson lögmaður í
Reykjavík varð sextugur 6. fe-
sviflétt áfram, inn í annað land
— til þeirra, sem hún óx upp
með, starfaði með, þjáðist með
og gladdist með. En á Héraði,
og miklu víðar, 'geymist minn-
ingin um hina sterku konu, sem
lifði meira en heila öld, og sem
með starfi sínu og lífi sannaði
lífsmátt þeirrar þjóðar, sem
vaknaði eftir aldalanga hvíld.
Jón Þorláksson: .... Annað
séreinkenni í framkomu Jóns
Þorlákssonar mátti rekja til
hinna stærðfræðilegu gáfna og
verkfræðináms. Honum var
tamt að beita stærðfræðikennd-
um röksemdaleiðslum og að á-
lykta út frá föstum lögmálum
hinnar dauðu náttúru um
mannleg málefni. En það átti
ekki alltaf við. Mannssálin er
kvikul, litt þekkt og torskilin,
og gátur hennar torleystar með
kaldri glöggskyggni. Var þessi
eðlismunur mjög skýr í fari
þeirra samherjanna Jóns Magn-
ússonar og Jóns Þorlákssonar.
Jón Magnússon var minni
stærðfræðingur og hvergi nærri
jafn markviss. En hann þekkti
dularheima mannssálarinnar
flestum betur, og átti gengi sitt
að þakka glöggri innsýn í skap-
gerð manna. Jón Þorláksson
leit á mannfélagið eins og ó-
brúað fljót, þar sem eingöngu
þyrfti að beita þekkingu á nátt-
úrulögmálunum til að sigra efn-
isheiminn.
Að klæða landið
í Tímanum hafa undanfarið
birzt greinar eftir a. m. k. þrjá
menn um eflingu skóga á fs-
landi, auk þess, sem hefir verið
skrifað í önnur blöð og má ætla,
að það mál eigi óskipt fylgi allra
góðra manna hér á landi.
í grein Sigurbjörns Snjólfs-
sonar í 13. tbl. Tímans, er þess
getið, að stofnað hafi verið á
Austurlandi félag, Skógræktar-
félag Austurlands, til eflingar
skógrækt í Múlasýslum og
stefnuskráin rakin í einstökum
liðum. Er þar vel á stað farið,
ef hægt er að sameina alla vel-
unnara málsins til að hrinda því
í framkvæmd.
Hér i bænum er starfandi fé-
lagsskapur, sem kallar sig Aust-
firðingafélagið. Mun það aðal-
lega starfa að kynningu bú-
settra Austfirðinga hér í bæ.
Væri nú tækifæri fyrir það til
að færa út kvíarnar, góðu máli
til stuðnings, og taka á stefnu-
skrá sína allan mögulegan
stuðning við Skógræktarfélag
Austurlands og mundi helzt
vera um að ræða'fjárhagslegan
stuðning.
Nú í þessum mánuði mun
Austfirðingafélagið halda sína
árlegu samkomu, Austfirðinga-
mót. Ættu forgöngumenn þess
að nota það tækifæri til að
hrinda máli þessu í framkvæmd,
annaðhvort að láta allan ágóða
af mótinu renna til Skógrækt-
arfélags Austurlands, eða ein-
hvern ákveðinn hluta af hverj-
um aðgöngumiða, t. d. 1 krónu,
sem sennilega yrði þá skatt-
frjáls, eða safna á móti þessu og
utan þess styrktarfélögum fyr-
ir Skógræktarfélag Austurlands,
sem greiddu einhverja ákveðna
upphæð, t. d. mánaðarlega eða
einu sinni á ári, til félagsins.
Þeim peningum, sem Skóg-
ræktarfélag Austurlands hefði
yfir að ráða á hverjum tíma,
ætti fyrst og fremst að verja til
skógargirðinga þar, sem enginn
skógur er nú. Ætti ekki að þurfa
að bíða eftir frekari reynslu en
þegar er fengin um það, að
skógur vex af sjálfsánu fræi eða
rótarsprotum, aðeins ef landið
er friðað, sbr. holtið í Eyjafirði
og girðinguna á Eiðum. Mun það
vera sú leið, sem langminnstan
kostnað og vinnu útheimtir, en
öllum framkvæmdum nauðsyn-
legt að hraða sem mest, því
hvert ár sem líður er algjörlega
tapað.
Sé þetta mál tekið föstum
tökum og myndarlega á stað
(Framh. á 4. síðu)
brúar síðastliðinn. Björn hefir
gegnt lögmannsstörfum hér frá
því að það embætti var stofnað,
verið sáttasemjari ríkisins í
vinnudeilum. Áður en lög-
mannsembættið var stofnað,
var Björn hæstaréttarritari.
Jafnhliða lögmanns- og sátta-
semjarastörfum hefir Björn
unnið að ýmsum fræðistörfum
í tómstundum og skrifað t. a.
m. doktorsritgerð um refsivist
hér á landi.
Guffrún Björnsdóttir: .... í
þessum hópi voru hin mörgu og
efnilegu systkini frá Grafar-
holti í fremstu röð. Og í þeirra
hópi var ein systirin beinlínis
foringi í málum æskunnar. Það
var Guðrún, þriðja barnið í röð-
inni. Hún var há og fallega
vaxin, fríð og sköruleg, gáfuð,
vel menntuð og áhugasöm. All-
ir, sem kynntust henni, vissu að
hún gat ekki lifað án hug-
sjóna......
Tryggvi Þórhallsson: .... ís-
land er heimkynni mikilla
storma. Sjómennirnir eiga í
daglegri baráttu við óveðrin.
Sum árin farast tiltölulega
jafnmargir íslendingar af slys-
förum á sjó, eins og stórar
þjóðir missá í grimmum styrj-
öldum. En á íslandi eru fleiri en
sjómenn, sem eiga skamma æfi
vegna mikilla storma. Ef litið
er yfir sögu íslands síðan þjóð-
in fékk innlenda stjórn og þing-
ræði, laust eftir aldamótin,
kemur í ljós, að nálega allir
helztu leiðtogar þjóðarinnar í
stjórnmálum hafa fallið frá
fyrr en vænta mátti, eftir ára-
tölu. Og svo að segja allir þess-
ir menn hafa borið með sér í
gröfina merki eftir hin pólit-
ísku óveður í heimi íslenzkra
félagsmála. Það nægir í þessu
sambandi að nefna Hannes
Hafstein, Björn Jónsson, Skúla
Thoroddsen, Jón Magnússon,
Við vitum öll, að það er maturinn, sem við lífum á. En nú á
tímum er önnur hlið á málinu, sem menn reyna að kunngera
einnig, en það er það, að við deyjum einnig af matnum, eða að
minnsta kosti veiklumst af honum. Þess vegna ætti sérhver okkar
að spyrja sjálfan sig: Lifi ég heilbrigðu lífi? Því miður verða
margir hér á landi að játa, að svo er ekki, eins og sést á því, sem
hér fer á eftix.
1. Sjúkdómar kosta landið meira árlega en öll verkföll og verk-
bönn.
2. Mataræðissjúkdómar eru allra sjúkdóma tíðastir.
3. % hlutar allra krabbameina eru í meltingarfærunum.
4. Við erum ein af tannlausustu þjóðum í heimi, af þvi að mat-
aræðið er yfirleitt rangt.
Þetta eru staðreyndir, sem tala sínu greinilega máll, og vegna
þessa vinna læknar vorir og aðrir að því að auka mjólkumeyzluna.
Mjólkin er eitt af helztu næringarefnunum. Það er ef til vill
óþarfi að segja þetta, því að allir vita þaff.
En hvers vegna er mjólkin undirstöðuatriði í öllu heilnæmu
mataræði?
(Þýtt úr norskuL
Ýmsir kunnir læknar og meltingarfræðingar hafa svarað
þessari spurningu. Eitt af þeim svörum, frá prófessor E. Langfeldt,
var birt hér í blaðinu nýverið, undir yfirskriftinni: „Hvers vegna
eigum við aff drekka mjólk“. Fleiri munu verða birt síðar.
Tímínn líður!
Geríð áætlanír fyrir vorið, um
ræktun og rekstur. - Muníð að
panta tiibúna áburðinn
í tæka tíð.
Nokkrar húseignir hér í bænum
og erfðafestulönd í nágrenni bæjarins hefi ég til sölu
nú þegar. — Annast kaup og sölu fasteigna, samn-
ingsgerðir og málflutning.
ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON lögfræðingur
Sími 5332. Austurstræti 14 III.
Bífreiðastjóranámskeiðið
til undirbúnings undir meira prófið hefst um 20.
marz, ef nægileg þátttaka fæst, Umsóknir sendist
Biireiðaeitirlitinu fi Reykjavík fyrir 26 febrúar.
— 0--—----- »
son og nú síðast Tryggva Þór-
hallsson.....
Jón Árnason: .... Það myndi
hafa verið mikið happ fyrir
Skagafjörð, ef Jón Árnason
hefði tekið sér þar bólfestu á
ungum aldri í fylkingu bænd-
anna. En það var enn meira
happ, að hann fékk ekki þá bú-
jörð, sem hann vildi þá fá.
Vegna þess hefir hann fengið
tækifæri til að vinna sitt mikla
starf, ekki eingöngu fyrir Skag-
firðinga, heldur fyrir landið
allt....
Karl Finnbogason: .... Karl
Finnbogason var alveg óvenju-
legur maður. Hann var fríður
sýnum og vel vaxinn, hárið
hrafnsvart og fór vel, augun
dökk og fjörleg, svipmót og allt
yfirbragð hlýtt og drengilegt.
Hann var hinn mesti atorku-
maður við alla vinnu, mesta
skytta í sýslunni, ræðumaður í
bezta lagi, hvort heldur sem
reyndi á rökfimi eða orðríki.
Hann var hagsýnn og listrænn,
skáldhneigður en ekki skáld, og
ritfær í bezta lagi. í hæfileik-
um hans virtust flestar góðar
gjafir vera sameinaðar. Hann
var manna fremstur bæði í
starfi og við gleðileika...
Ingólfur Bjarnarson: ........
Minning Ingólfs Bj arnarsonar
mun lengi verða hugstæð vinum
(Framh. á 4. siðu)
240 Andreas Poltzer:
Hún geispaði, en tók þó fyrlr munninn
um leið.
— Þér megið til að staldra svolítið
hérna, sagði Whinstone af eintómri
kurteisi. En í sama augnabliki varð hon_
um litið í augu Patriciu og sá hvernig
hláturinn sauð í henni. Hann flýtti
sér því að fara að skoða matseðilinn, til
þess að verða sér ekki til minnkunar.
— Jæja, eins og þér viljið, sagði Violet,
— en ekki lengur en fimm mínútur.
Það urðu drjúgar fimm mínútur. En
jafnvel soltinn verkamaður getur ekki
étið lifrarkæfusneið, þrjú kolaflök, tvo
kjúklinga, ost og keks og tvo skammta
af ís á augnabliki. Violet tókst það á
þrjátíu og fimm mínútum. Síðan fylgdi
Whinstone henni út á götuna og útveg-
aði henni bifreið.
— Belgrave Square! sagði Violet hátt
og greinilega við bifreiðarstjórann. Því
að prinsessan Piperscu átti vitanlega
heima á Belgrave Square. Minna mátti
ekki gagn gera.
Loksins voru Patricia og Whinstone
orðin ein.
— Patricia, byrjaði hann eftir augna-
bliks þögn, — veiztu, að nú hefir hann
verið tekinn fastur, þessi Anthonus
Sagathee, sem ætlaði að gefa ykkur
Meller saman? Svo að nú þarftu ekki að
óttast hann ....
Patricía 237
Ef hann yrði áfram i sama felustaðnum
og áður, mundi hann án efa fá að sjá
manninn, sem Nodon hafði verið að
finna.
Meller néri saman höndunum ánægð-
ur. Hann fann sig sterkan og stæltan.
Enginn skyldi geta gabbað hann til
lengdar! Hann grunaði ekki, að hann
hafði sjálfur undirskrifað sinn eigin
dauðadóm.
Gestur einn, sem kom upp stigann upp
á aðra hæð fimm minútum síðar, heyrði
neyðaróp og síðan að eitthvað datt. Hann
flýtti sér inn í pálmagarðinn og var rétt
að segja dottinn um mann, sem lá á
gólfinu.
Maðurinn, sem þarna lá, var dauður.
Það vildi svo til, að þetta var læknir,
sem íann dauða manninn. Hann hrópaði
á hjálp, svo hátt að ýmsir gestirnir
heyrðu það, þar á meðal einn af þjón-
unum í Old Mans Club. Á næsta augna-
bliki þustu allir að og skipuðu sér krlng-
um líkið á gólfinu.
Þjónninn ætlaði að fara að færa líkið
til, en læknirinn, sem þekkti svona til-
felli af fyrri reynd, varnaði honum þess.
Þetta var ekki langt frá Scotland Yard,
svo að það leið ekki á löngu þangað til
morðmálanefndin kom. Hún hitti ekki
aðra í klúbbnum en nokkra hrædda
þjóna og svo læknirinn, sem hafði fundið
c stovstr. ó simi 5(i52.0pið ki.1t-l2o<)1.3Í
Annast kaup og sölu verffbréfa.
ÞÉR ættuff aff reyna kolin og
koksiff frá
Kolaverzltm
Sigurðar Ólafssonar.
Símar 1360 og 1933.
Vitttitð ötulleya fyrir
Títnann.
Biarnn frð Vnoi .T<Sn 'bnrlíilrs-