Tíminn - 11.02.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.02.1939, Blaðsíða 4
72 TÍMCVN, lawgardagmn 11. febrnar 1939 18. blað Annar aðstoðarlæknir Staða annars aðstoðarlæknis á Vííilsstöðum er laus frá 1. apríl n.k. Laun eru kr. 200,00 á mánuði auk húsnæðis, fæðis og þvotta Umsóknir ásamt venjulegum upplýsingum send' ist til stjórnarnefndar ríkisspítalanna fyrir 15. n. mán. 10 febrúar 1939. Stjóruarnefnd ríkisspítalanna. 3VLOX.1-A.I?. Ciano utanríkisráðherra Ítalíu heitir fullu nafni Galeazzq Ciano de Cortelazzo. Hann er hálf- fertugur að aldri. Hann er kominn af einni elztu aðalsœttinni í Ítalíu. Faðir hans var einn fyrsti aðalsmaðurinn, sem gerðist fylgismaður Musso- lini. Sjálfur gekk Ciano korn- ungur i flokkinn. Eftir að hann hafði lokið lagaprófi varð hann blaðamaður um skeið og ritaði aðallega um bókmenntir og leik- sýningar. Árið 1925 hœtti hann blaðamennskunni og starfaði nokkurn tima á ítölsku sendi- sveitarskrifstofunni i Peking. Er hann kom heim aftur var hann skipaður sendiherra ítala í páfa- rikinu. Á þessum árum byrjaði kunningsskapur hans og Eddu, elztu dóttur Mussolini, fyrir al- vöru og leiddi af sér giftingu þeirra. Nokkru eftir giftinguna varð Ciano aðalrœðismaður ítala í Shanghai og fór Edda þangað með honum. Þau dvöldu þar ekki lengi, þvi að Mussolini gerði tengdason sinn að útbreiðslu- málaráðherra. Þegar Abessiníu- styrjöldin hófst fór Ciano þang- að og var þar stjórnandi helztu flugsveitarinnar. Stjórnaði hann fyrstu flugárásinni, sem gerð var á Addis Abeba. Að styrjöldinni lokinni gerði Mussolini hann að utanrikisráðherra og þeirri stöðu hefir hann gegnt síðan. Þó það sé Ijóst, að Ciano greifi á tengdum sinum fyrst og fremst að þakka hinn skjóta frama sinn, dylst ekki að hann hefir marga ágœta hœfileika sem stjórn- málamaður. Hann er starfssam- ur í bezta lagi, virðist vera at- hugull og skjótráður, er fyrir- mannlegur í útliti og framgöngu og er málamaður góður. Eins og nú standa sakir er hann talinn líklegasti eftirmaður Mussolini. Edda kona hans er sögð hafa gáfur og skaplyndi Mussolini og telja margir að hún hafi mikil áhrif á föður sinn og mann. Bezta skemmtun Cianos er sögð sú, að aka bíl með miklum hraða. Mussolini iðkar sömu iþrótt. * * * / sambandi við atburði sein- ustu daga hefir eftirfarandi skrítla birzt i mörgum útlendum blöðum: — Þegar þeir rœddust við í haust Hitler og Chamberlain spurði Hitler: Viltu láta mig hafa Rúmeníu? Chamberlain svarar játandi. Hitler spyr aftur: Viltu láta mig hafa Ungverja- land? Chamberlain játar enn. Hitler spyr þá: Viltu láta mig fá regnhlífina þína? Þá rís Cham- berlain upp og svarar biturlega: Nei, hún er en sk eig n. Á víðavangi. (Framh. af 1. siðu) lit, að ný launalög myndu, þeg- ar til kastanna kæmi, hafa í för með sér aukningu á út- gjöldum ríkissjóðs. Og nánustu aðstandendur Mbl. myndu vafalaust leggja drjúgan skerf til þeirrar aukningar, ef að vanda lætur. ÚR BÆMJM Leikfélag Reykjavíkur. Barnaleiksýningu hefir Leikfélagið á morgun á æfintýraleiknum „Þyrnl- rósa“. — „Fléttuð reipi úr sandi“ verða leikin um kvöldið. María Jónsdóttir byrjar um þessar mundir kennslu f kvenleikfimi og plastik. Einnig tekur hún barnaflokka í sérstaka tíma og einkatíma. Kennt verður eftir nýju þýzku kerfi. GlímufélagiS Ármann heldur dansleik í Iðnó í kvöld kl. 1.. Aögöngumiðar fást í Iðnó frá kl. 5 í dag. Misprentazt hefir hér í blaðinu föður nafn Tóm- asar kaupféla^sstjóra á Hofsósi, er fórst með vélbátnum Þengli. Tómas var Jónasson, en ekki Jónss^n. Á þess- ari misprentun er beðið velvirðingar. Gestir í bænum: Lúther Lárusson nóndi á Ingunnar- stöðum í Brynjudal, Guðlaugur Hin- riksson bóndi á írándarstöðum í Brynjudal, Zóphonías Árnason toll- þjónn á Akureyri og kona hans, Sig- ríður Daviðsdóttir. Emil Ludwig, hinn þekkti þýzki rithöfundur, sem m. a. hefir skrifaS œfisögur margra stórmenna síðari áratuga, þar á meðal Hindehburgs, Mussolini og Bismarcks. Fréttabréf tll Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Mörgum mun ef til vill finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun mála sannast, að í hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tíðindum sæti, sé vel ^ð gætt. Allmargir menn hafa orðið til þess að skrifa Tímanum greina- góð bréf, og er þeim hér með þakkað fyrir. Merkir samtíðarmenn (Framhald af 3. síöu.) og samherjum. Áhrifa hans mun lengi gæta, þar sem hann lagði fram orku sína. En æfisaga hans er þó þýðingarmest fyrir bændastéttina. Hann lifði á þeim tíma, þegar stétt hans lendir í harðri samkeppni við nýjar atvinnugreinar. Margir byrja að efast um gildi bónd- ans og mátt hans til að verða sterkur menningaraðili í land- inu. En á þessari öld efagirn- innar, sýna hjónin í Fjósatungu styrk hinnar nýju bændastétt- ar, sem notar alla tækni nú- tímans. Sameinar hana við sveitalífið, starfrækir fyrir- myndarbúskap í afskekktum dal, finnur þar hið hugstæð- asta verkefni. En samhliða þessu er starfið út á við. Bónd- inn í Fjósatungu er í æskunni glæsilegur íþróttamaður, sam- einar beztu eiginleika hins starfsama bónda og fágun ver- aldarmannsins, eins og hún var bezt og mest í samtíð hans. í þessu liggur meginþýðing þessa forustumanns samvinnustefn- unnar, sem nú er látinn. Hann hefir sýnt, að það takmark, sem hann og samherjar hans stefndu að, er ekki fjarlæg draumsjón. Hann hefir sýnt að enn er hægt á íslandi að sam- eina lífsbaráttu þjóðarinnar við mikla menningu og mikla manngöfgi. Að klæða landið (Framhald af 3. síðu.) farið, mætti vænta fjárhags- legra styrkja frá því opinbera og einstökum mönnum, en fyrst og fremst verður hver og einn að gjöra kröfur til sjálfs sín, fyr er ekki að vænta styrkja annars- staðar frá. Sameinumst öll til styrktar góðu málefni og við munum eiga eftir að sjá skóga vaxa upp, þar sem áður voru ber og gróð- urlítil holt, mun þá enginn sjá eftir að hafa verið með í að klæða landið. Reykjavík, 5. febrúar 1939. Halldór Halldórsson. Útbrcimð TÍMAXM LEIKFÉLAG REYK JAVÍKIIR „FLÉTTUÐ REIPI ÚR SANDP* Gamanleikur í 3 þáttum, eftir VALENTIN KATAJEV. Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 f dag og eftir kl. 1 á morg- un. „Þ YRNIRÓS A“ æfintýraleikur fyrir börn í 4 at- riðum, 'eftir Zocharias Topelíus. Sýning á morgun kl. 31/2. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. — Fískbúðíngar. Níðursuðuverksmíðja S. í. F. Uppskipun. á Best Soutli Yorks- hirc Association Hard Steamkolnm stendur yfir þessa daga hjá Kolaverzlun Guðna Eínarssonai 238 Andreas Poltzer: dauða manninn í pálmagarðinum. Hinir gestirnir höfðu kosið að forða sér und- an, áður en lögreglan kæmi. Læknirinn, sem síðar kynnti sig sem Walter Johnson flýtti sér á móti lög- reglumönnunum. Þeir komu í hóp upp stigann. Þegar þeir stóðu við dyrnar á pálmagarðinum rak dr. Johnson upp undrunaróp. Whinstone hafði um morguninn fengið símaboð, sem honum þótti vænt um. Patriciu langaði til að hitta hann. Hann renndi grun í hvað það væri, sem hefði komið henni til þessa. Hann hafði sem sé lesið hina gömlu frétt um andlát Holms ofursta í morgunblöðunum. Eftir langan umhugsunartíma hafði Patricia fallizt á að hitta hann á hinu íburðarmikla gistihúsi Ritz-Carlton. Patricia kom stundvíslega — að heita mátti á réttri mínútu. Jafnvel þó að kjóllinn, sem hún var í, kostaði ekki nema lítið brot af því, sem kjólar annara kvenna, sem þarna voru staddar, kost- uðu, þá vakti hún athygli allra. Hver veitir rammanum athygli á fögru mál- verki? Á eftir þessari töfrandi stúlku kom önnur kringluleit. Og það verður að við- urkennast, að það stafaði ljómi — án þess að maður tali í líkingum — frá þessu fylgitungli. En ef nokkrum dytti í hug, Patricia 239 að Violet hefði hlaðið á sig djásnunum úr indversku fjárhirslunni til þess að láta bera á sér við þetta tækifæri, þá skátl- aðist honum algerlega. Því að Violet bar ekki nema eitt ein- asta djásn í kvöld — að undanteknum mörgum hringum — mjóa hálsfesti, sem aðeins einn gimsteinn var í og svo perla. Perlan var varla stærri en rafljósapera og gljáði svo, að allt jólatrésskraut ver- aldar hefði gulnað af öfund ef það hefði séð hana. Og frá gimsteininum, sem var á stærð við vasaspegil, stafaði eldur, svo að Whinstone pírði augunum af hræðslu. Þegar hann opnaði augun aftur hafði Violet þegar tekið sér sæti við borðið og glápti með áfergju á þá, sem næstir sátu og störðu á stúlkuna með þetta furðu- djásn, eins og naut á nývirki. Þeir héldu víst að þetta væri uppáhaldskona ríkasta maharadjains í Indlandi. Patricia tók eftir, að Whinstone fannst lítið til um þessa gestkomu og flýtti sér því að segja: — Violet fylgdi mér hingað, en hún verður ekki lengi. — Já, sagði Violet, ég hafði því miður lofað mér annað í kvöld. Piperscu prins- essa vonaðist eftir mér í bridge. Æ, þessar samkvæmisáhyggjur — mikið getur maður orðið þreyttur á þeim til lengdar. & Eínars. Sími 1595 (2 línur). M.s. Laxioss fer til Breiðafjarðar fimmtu- daginn 16. þ. m. Viðkomustað- ir: Arnarstapi, Sandur, Ólafs- vík, Grundarf jörður, Stykkis- hólmur, Búðardalur, Salthólma- vík, Króksfjarðarnes og Flatey. Flutningi veitt móttaka þriðjudaginn 14. þ. m. Dilkaþungmn (Framh. af 2. síðu) gert til þess að fá mikinn lambaþunga haustið 1939. Og þá veit ég, að eitt það, sem mest á ríður, er að láta ærnar ekki leggja af í vor. Sleppa þeim ekki fyrr en kominn er sauð- gróður, og gefa þeim til síðustu vikurnar fyrir burðinn, svo að saman geti farið vænn burður, og ær, sem fæða lömbin vel. Þvl að þar er eitt höfuðskilyrði fyrir því, að lömbin verði væn að haustinu. mmmntmtGAMLA bíóc SJÓMAMALÍF Heimsfræg amerísk kvik- mynd, tekin af Metro- Gooldwyn-Mayer samkv. hinni góðu sjómannasögu Rudyard Kipling, og sem birzt hefir í íslenzkri þýð- ingu Þorsteins Gíslasonar. Aðalhlutverkin eru fram- úrskarandi vel leikin af hinum ágætu leikurum: Speneer Tracy, Freddie Bartholomew, Lional Barrymore. NÝJA Grænt Ijós. Alvöruþrungin og athygl- isverð amerísk stórmynd frá WARNER BROS, sam- kvæmt hinni heimsfrægu sögu með sama nafni, eftir Lloyd C. Douglas. — Aðal- hlutverkin leika: ERROL FLYNN, ANITA LOUIS, MARGARET LINDSAY og Sir Cedric Hardwicke. Happdrætti Háskóla Islands Víðskíptamenn eru beðnír að athuga: Til 15. iebrúar hafa menn forréttindi að númerum þeím, sem þeir áttu í fyrra. — Eftir þann tíma eiga menn á hættu, að þau verði seld öðrum. Mjög mikill hörgull er á heilmiðum og hálfmiðum, og er því alveg nauðsynlegt að tryggja sér pá aftur fyrir þann tíma. Talíð við umboðsmann yðar sem íyrsí. Harðfiskframleiðsla. Getum selt á íeigu fyrír yfír- standandi ár 30 trönur á Hrólfskálamelum og 47 á Bú- staðarhlíð. Upplýsingar á skrifstofu vorri Sími 2850. Fisktmálaiiefnd. Kaupum notaðar Kjöttunnur Sérstaklega hálftunnur Sláturfélag Suðurlands. Kvenleikfimi og plastik. Einnig sérstakir tímar fyrir barnaflokka og einkatímar. Kennt er eftir nýju þýzku kerfi. Upplýsingar í síma 1971. MARÍA JÓNSDÓTTIR. Dan^leik heldur Glímufélagið Ármann í Iðnó í kvöld (laugar- dag) klukkan 10 síðdegis. Nýja bandið leikur. - Ljóskastarar. Aðgöngumiðar í Iðnó eftir kl. 5 í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.