Tíminn - 14.02.1939, Page 4
76
M, þriðjodaginn 14. febrúar 1939
19. blað
Merkir samtíðarmenn
(Framhald af 3. siSu.)
og fékk það orð á sig, að hann
væri einn færasti handlæknir I
öllu landinu, enda varð hann
fljótt kennari í sinni grein við
háskólann þar í borginni. Síðar
varð dr. Brandson yfirmaður
skurðlækningadeildarinnar við
háskólann í Winnipeg. Hann
greiddi götu margra ágætra ís-
lenzkra lækna í Vesturheimi og
var af því bæði ástsæll og mik-
ils virtur. Dr. Brandson var ekki
aðeins mikill læknir, heldur á-
huga- og áhrifamaður um ýms
félagsleg málefni og tók mikinn
þátt í félagslífi íslendinga.
Hann var snemma öruggur
fylgismaður Jóns Bjarnasonar í
safnaðarmálum, enda líkur
honum um marga hluti, fastur
og óhvikull í lund, mikill kapps-
maður í deilum en raungóður
og hjálpsamur í bezta lagi.
Bjarni Runólfsson: ......
Bjarni Runólfsson var meðal-
maður að hæð, fremur grann-
vaxinn, og virtist ekki vera
burðamaður að afli, en mjúkur
í hreyfingum og kvikur á fæti.
Hann var dökkhærður, fölleitur
í andliti, stilltur í framgöngu
og manna háttprúðastur, hlýr
og drengilegur í allri viðbúð.
Hann var mikill vinur vina
sinna, en óáleitinn við mót-
gangsmenn. Hann var nauðleit-
armaður hinn mesti, bæði sök-
um meðfæddrar hneigðar til
hjálpfýsi og með því, að hann
var flestum mönnum snjallari
að sjá úrræði og nýjar leiðir,
þegar vanda bar að höndum.
Böðvar Bjarkan: .... Eðlis-
hneigð Böðvars Bjarkan dró
hann í aðra átt. Hann var kom-
inn af listrænni ætt. Hann var
alinn upp við mikla náttúrufeg-
urð. Og í byrjun starfsáranna
valdi hann sér heimili á Akur-
eyri, við hinn lygna, djúpa
fjörð, þar sem skógur og blóm-
jurtir dafna einna bezt á ís-
landi, í skjóli hárra fjalla. í
þessum mesta sólarbæ hérlend-
is reisti Böðvar Bjarkan sér lít-
ið en listrænt heimili, er hann
nefndi „Sólgarða". Hann lukti
húsið í víðáttumiklum garði,þar
sem reynivíður og litfögur blóm
fylla loftið á sumrin með sætri
angan, en í miðjum garðinum
var, að sið Suðurlandabúa, fögur
steinþró með tæru lindarvatni.
Vinir þeirra hjóna munu seint
gleyma heimsóknum til þeirra
að Sólgörðum.....
Leiðréttíng
víð leiðréttíngu
(Framhald af 3. síOu.)
haust og gerði á skammri stund
við smávegis bilun. —
Ekki útvegaði Lárus Sigurjón
frá Vík eða kostaði ferð hans
austur. — Hinsvegar var það
gæzlumaður vélanna, Haukur
Magnússon, sem óskaði eftir að-
stoð hans. Sýnir það bæði var-
kárni og ábyrgðartilfinningu
hans, sem á verðskuldað lof, en
engin ónot.
Að lokum segir Lárus að þeir,
sem sendi fréttir í blöðin, ættu
að finna hvöt hjá sér til þess
<JR BÆMJM
Þingeyingamót
var haldið að Hótel Borg á föstu-
dagskvöldið var, að forgöngu nokkurra
ungra Þingeyinga hér í bænum. Er
þetta í annað sinn, sem Þingeyingamót
er haldið hér í bænum. Mótið hófst með
borðhaldi. Yfír borðum voru margar
ræður fluttar. Fyrstu ræðuna flutti
Jónas Jónsson, um sýslu sina og sýsl-
unga. Guðmundur Finnbogason talaði
um bernskuminningar að heiman. —
Indriði Þorkelsson á Fjalli las upp
kvæði eftir slg, þar á meðal tvö um
Benedikt Jónsson frá Auðnum. Gunnar
Ámason talaði um ættrækni Þingey-
inga. Sigurður á Amarvatni las upp
kvæði eftir sig inn Ódáðahraun. Har-
aldur Guðmundsson mælti fyrir minni
íslands. Á milli ræðanna söng kvartett.
Klukkan 11 hófst dans og stóð til kl.
4 um nóttina. Fór mót þetta ágætlega
fram.
Skagfirðingamót
var haldið fyrir skömmu. Hófst það
með borðhaldi og voru ræður fluttar
yfir borðum. Sr. Friðrik Friðriksson
talaði fyrir minni Skagafjarðar, Jónas
Jónsson sagði frá Skagfirðingum í
Vesturheimi. Árni G. Eylands mælti
fyrir minni íslands. Kvæði voru lesin
eftir tvo fjarstadda Skagfirðinga, Jón
á Hafsteinsstöðum og Guðjón S. Magn-
ússon, búsettan á Suðurnesjum. Á milli
ræðanna var sungið, og er staðið hafði
verið upp frá borðum, var stiginn dans.
Gestir í bænum.
Jón Sigurðsson bóndi, Yztafelli, Hall-
dór Árnason á Sámsstöðum í Fljótshlíð,
Bjarni G. Magnússon í Vestmannaeyj -
Hraust börn —
hraust þjóð
(Framhald af 3. síOu.)
myndu líftryggingarfélögin, sem
hér starfa, ekki vilja fara að
dæmi hinna dönsku félaga og
kosta útgáfuna? Ekki myndu
þetta svo stór fjárútlát, að þau
gerðu stórt strik í reikninga
þeirra. Og væri ekki hugsanlegt,
að einnig hér gæti þetta orðið
þeim sjálfum til óbeinna hags-
bóta? Þau gætu líka, eins og
þau dönsku, ritað nokkur orð
aftast í kverið um þýðingu líf-
trygginga fyrir einstaklinga og
þjóðfélagið í heild, og hvatt og
leiðbeint um þessi efni.
Ég sting nú upp á þvi, að
Samband íslenzkra barnakenn-
ara, fræðslumálastjórnin og
heilbrigðisstjórnin reyni í sam-
einingu að hrinda þessu máli
til framkvæmda, og væri raun-
ar eðlilegast að heilbrigðis-
stjórnin yrði aðal framkvæmd-
araðilinn. Ég vænti svo góðs af
líftryggingarfélögunum, að ekki
myndi standa á aðstoð þeirra,
og hitt er vitanlegt, að við eig-
um svo marga heilsufræðinga
og íþróttafrömuði, að ekki
myndi skorta á efni í kverið. En
það þarf nokkurn vilja og á-
huga, og svolítinn dugnað til
að hrinda þessu í framkvæmd.
Og ekki efa ég, að allt þetta sé
fyrir hendi hjá öllum þeim að-
ilum er ég nefndi. Og því skora
ég á þá, að hefjast handa og
koma slíku kveri út meðal barn-
anna á þessu afmælisári.
að skýra rétt frá. Það finnst mér
líka, en hann sér því miður að-
eins flísina í auga náungans, en
ekki í sínu eigin.
Skaftfellingur.
Útsðluverð á smjörlíki
í Reykjavík «g Raínarfirði, er frá og
með deginum í dag
kr. 1,70 pr. kg.
tt um land má verðið vera hærra sem
nemur fragt og öðrum kostnaði.
Smjörlíkisgerðirnar í R.vík.
Auálýsing
Jörðin Míðhús, Bæjarhreppí, Strandasýslu
er laus til kaups og ábúðar á vori komandi.
Nánari upplýsingar geíur eigandi og ábú-
andi jarðarinnar Ólafur Guðjónsson.
Reykjavíkurannáll h.f.
Reryan
Fornar dygðir
model 1939
leiknar annað kvöld kl. 8
stundvíslega.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó I
dag frá kl. 1—7 og eftir kl. 1 á
morgun.
VENJULEGT LEIKHÚSVERÐ.
Einbýlishús
til sölu, 6 herbergi, eldhús og
bað, bílskúr, afgirt og ræktuð
lóð. Upplýsingar hjá
Har. Guðmundssyni,
Hafnarstræti 15. Sími 5415 og
5414 heima.
Takið eftir!
Fólki til hægðarauka afgreið-
um við lyf, hjúkrunargögn,
hreinlætisvörur og aðrar þær
vörutegundir, sem lyfjabúðin
hefir til, um allt land gegn
póstkröfu.
Skrifið til okkar og yður verð-
ur sent með næsta pósti það,
sem þér biðjið um.
Laugavegs Apotek, Reykjavik.
ÞÉR ættuð að reyna kolin og
koksið frá
Kolaverzlun
Sigurðar Ólafssonar.
Símar 1360 og 1933.
242
Andreas Poltzer:
Patricia
243
— Hefirðu lesið um andlát Holmes
ofursta í blöðunum?
Loks voru þau komin að því umræðu-
efni, sem þau höfðu farið kringum
hingað til, eins og köttur kringum heitan
graut.
— Já, það hefi ég, Patricia.
Hún beit vandræðalega á neðri vörina.
— Viltu gera svo vel, að svara mér
hreinskilnislega þessari spurningu: Viss-
ir þú.... Hafðirðu frétt um fráfall
frænda míns áður?
— Já, svaraði hann, eins og afbrota-
maður.
En hún hélt hlífðarlaust áfram:
— Vissir þú um það, kvöldið sem við
vorum saman í Coventry Street?
Whinstone lét duga að kinka kolli.
Augu Patriciu ljómuðu. Nú skildi hún
hvernig stóð á framkomu hans þá.
— Mér finnst peningarnir ekki hafa
svo mikla þýðingu, að það gerði nokkuð
til, þótt þú vissir það, Patrick, sagði hún
blátt áfram.
Þetta var í fyrsta skipti, sem hún
' nefndi hann skírnarnafni og Whinstone
fann, að honum hlýnaði um hjartaræt-
urnar. í sama augnabliki kom þjónn að
borðinu til þeirra.
Hann bað Whinstone að koma í sím-
ann. Þegar hann kom þangað aftur, var
hann alvarlegur á svipinn.
— Því miður á maðurinn ekki nóttina
sjálfur, þegar maður er í minni stöðu.
Og nú þurfa þeir á mér að halda. Ég verð
að biðja þig um, að gera svo vel að koma,
Patricia.
Hann fylgdi henni að bifreið.
— Sofðu vel, Patricia. Eiginlega hafði
hann ætlað að segja eitthvað miklu inni-
lega, en hann var ennþá hálf feiminn
við hana.
Hálftíma síðar gekk hann inn i húsið
á Jermyn Street, þar sem Old Man’s Club
hafði bækistöð sína. Morðmálanefndin
var þar enn, en var í öngum sínum, því
að henni hafði ekki tekizt að finna dauða
manninn. — Undir eins og Whinstone
hafði heyrt um þetta, fór hann að inn-
skotinu, þar sem líkneski Pallas Aþenu
stóð. Honum var fengin öxi og nú hjó
hann gat á þilið. Á næsta augnabliki
glórði í þrjú kertaljós inni 1 dimmri
stofunni. Og líkið lá þar á gólfinu. Whin-
stone þekkti manninn þegar.
Þetta var lík Mellers. James Henry
Meller-Ortega, sem hét svo fullu nafni,
hafði verið lagður rýtingi gegnum hjart-
að og hafði dáið samstundis.
Eftir að lögreglulæknirinn og ljós-
myndarinn höfðu lokið störfum sínum,
rannsökuðu mennirnir frá Scotland Yard
þessa kynlegu stofu bak við Pallas Aþenu
nánar.
,,Brúarfoss“
fer á miðvikudagskvöld 15. fe-
brúar vestur og norður um land
hringferð.
Lestar freðkjöt.
Fer svo héðan til London,
Gautaborgar og Kaupmanna-
hafnar.
,,Dettifoss“
fer væntanlega á miðvikudags-
kvöld, um Vestmannaeyjar, til
Grimsby, Hamborgar og Kaup-
mannahafnar.
Blfreið
(7 manna)
til sölu með tækífærís-
verði.
Naítah.L, sími 4493.
tltbrelðið TÍMAIVN
mttnmmntGAMT.A Bíómmuuum
BALLKORTIÐ
(Un carnet de bal) .
Heimsfræg frönsk kvik-
mynd, er hlaut 1. verðlaun
í alheimskvikmyndasam-
keppni, er haldin var í
Feneyjum síðasta vetur. —
Kvikmyndina s a m di og
gerði fremsti leikstjóri
Frakka:
Julien Duvivier.
Aðalhlutv. leika:
HARRY BAIJR
MARIE BELL
LOUIS JOUVET og
PIERRE BLANCHAR.
' nýja Bíótmttm*mtt»
Miss
Ameríka
Amerísk skemmtimynd,
iðandi af fjöri og léttri
múslk.
Aðalhlutverkiö 1 e i k u r
undrabarnið
SHIRLEY TEMPLE.
í Borgarfirdi til sölu.
BÚNADARBANKI ÍSLANDS
Sími 4816.
Austfirðingamót
verður haldið á Hótel Borg, miðvíkudaginn
15. p. m. og hefst með borðhaldi kl. 7,30 e. h
Aðgöngumiðar seldir á Hótel Borg og hjá
Jóni Hermannssyni á Laugaveg 30.
Austiirðingafélaglð.
Hveiti:
GOLD MEDAL í lausri
vigt 0.35 kgr., 50 kgr.
sekkur 15.25.
LYFTIDUFT 2.20 kgr.
KOKOSMJÖL 1.75 kgr.
Nú er hagkvæmast að
baka heima.
C3) ka u pfélaq ið
II íisin íu O ii i%
Látið ekki erfiðisvmnu ónýta
daginn, heldnr leikið ’yður að
því að fegra gólfin með
NOTKUNARREGLUR.
1. Hafi gólf verið bón-
að áður eða lakkað
með öðru en RE-
FLEX, — þarf fyrst
að þvo það vel úr
sterku sápuvatni og
lofa því síðan að
þorna algerlega.
2. Síðan er REFLEX-
SJÁLFGLJÁI bor-
inn á með mjúkum
pensli eða lérefts-
klút, einu sinni á
mánuði. Tvær yfir-
ferðir — látið þorna I
á milli! — gefa
sterkari gljáa og
meiri endingu. —
Nuddið ekkil
3. í góðu og hlýju veðri
þomar REFLEX.
SJÁLFGLJÁI á 20
mínútum; í rigningu
tekur það svolítið
lengri tíma.
4. Farið yfir gólfin með
mjúkum, rökum
klút, helzt daglega,
þá gljá þau að nýju.
5. REFLEX-sjálfgljái
md ekki frjósa.
Heildsölu-
birgðír:
H. Ólafsson
& Bernhöít
Reykjavfk.
Einkaframleiðandi:
i Lakk- og Málníngarverk-
smíðjan HARPA h. S.
Reykjavik.