Tíminn - 18.02.1939, Blaðsíða 4
84
21. blað
TÍMIM, laBgardaglmi 18. fehrúar 1939
Er mjúk sem rjómi og
hefir yndislegan rósailm.
Fæst í öllrnn Terslnnum,
sem leggja áherslu á vöru-
gæCi.
Deílan í Hafnaríirði
(Framh. af 1. siöu)
útgerðarinnar. Einnig liggur nú
í Hafnarfirði kolaskip til bæjar-
útgerðarinnar. Kom það degi
síðar en togarinn. Þar sem bæði
þessi skip eru á vegum bæjar-
útgerðarinnar átti samkv. áður-
greindum samningum Verka-
mannafélag Hafnarfj arðar að
annast uppskipunina. En fund-
urinn í Hlíf hafði, eins og að
framan er greint, ákveðið að
hindra það með valdi, að fé-
lagsmenn í hinu nýja félagi
gætu fengið vinnu.
Uppskipun úr botnvörpungn-
um Júní átti að hefjast kl. 8 í
gærmorgun. Kom þá í Ijós að
félagar úr Hlíf voru mættir á
uppskipunarstaðnum með all-
stóran hóp manna úr Hafnar-
firði og Reykjavík reiðubúna til
að láta hendur skipta, ef upp-
skipun yrði hafin af félags-
mönnum úr Verkamannafélagi
Hafnarfjarðar. Þeir, sem vinnu
áttu að fá, virtust og þess al-
búnir að verja rétt sinn, og
hafði verið beðið um lögreglu-
vernd til þess að uppskipunin
mætti fram fara. Var auðsætt
að hér horfði til mikilla vand-
ræða.
En um þetta leyti bárust til-
mæli frá forsætisráðherra þess
efnis, að uppskipunarvinnunni
yrði frestað til þess að hægt
yrði að gera tillraun til að leysa
deiluna á friðsamlegan hátt.
Þannig stendur málið nú.
Vinna hjá bæjarútgerðinni í
Hafnarfirði hefir enn ekki ver-
ið hafin. Tilraunir til að koma
á friðsamlegri lausn hafa far-
ið fram í gær og dag. Tíminn
mun að svo stöddu ekkert skýra
frá þeim tilraunum eða hverjar
undirtektir þær hafa fengið,
enda er enn óséð, hvern árang-
ur þær bera.
En mörgum mun nú vera
orðið það ljóst, að það, sem nú
hefir gerzt í Hafnarfirði, getur
orðið undanfari meiri tíðinda.
Á viðavangt.
(Framh. af 1. siðu)
enda hafi vinnustöðvunin verið
samþykkt með a. m. k. % hlut-
um greiddra atkvæða á lögmæt-
um trúnaðarmannaráðsfundi.“
* * *
„16. gr. Ákvörðun um vinnu-
stöðvun, sem hefja á í þeim til-
gangi að knýja fram breytingu
eða ákvörðun um kaup og kjör,
ber að tilkynna sáttasemjara og
þeim, sem hún beinist aðallega
gegn, 7 sólarhringum áður en
tilætlunin er, að hún hefjist.“
* * *
„17. gr. Óheimilt er að hefja
vinnustöðvun: 1. Ef ágreiningur
er einungis um atriði, sem fé-
lagsdómur á úrskurðarvald um,
nema til fullnægingar úrskurð-
um dómsins. 2. Ef tilgangur
vinnustöðvunarinnar er að
þvinga stjórnarvöldin------3.
Til styrktar félagi, sem hefir
hafið ólögmæta vinnustöðvun."
* * *
„44. gr. Verkefni félagsdóms
er: 1. Að dæma í málum, sem
rísa út af kærum um brot á
lögum þessum og tjóni, sem
ÚR BÆIVUM
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. 11, séra Friðrik
Hallgrímsson, kl. 2 barnaguðsþjónusta,
séra Sigurjórn Þ. Árnason, kl. 5 séra
Sigurjón Þ. Árnason. — í fríkirkjunni
kl. 2 barnaguðsþj ónusta, séra Árni Sig-
urðsson, kl. 5 séra Árni Sigurðsson. —
í Laugarnesskóla barnaguðsþjónusta
kl. 10, kl. 5 séra Garðar Svavarsson.
Barnaguðsþjónusta í Skerjafjarðar-
skóla kl. 10, á Elliheimilinu kl. 2, Bet-
aníu kl. 3. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 2,
séra Garðar Þorsteinsson, altarisganga.
Skíðaferðir um helgina.
íþróttafélag Reykjavíkur hefir í
hyggju að efna til skíðafarar í kvöld
kl. 8 og á morgun kl. 9. Ármenningar
fara í dag kl. 4 og kl. 9 í fyrramálið.
íþróttafélag kvenna fer skíðaför í
fyrramálið, ef veður leyfir. Lagt verður
af stað kl. 9. KJR.-ingar fara í _dag
kl. 2 og kl. 8 og kl. 9 í fyrramálið. Á að
efna til innanfélagskeppni í skíða-
íþróttinni, ef veður leyfir. Skíða- og
skautafélag Hafnarfjarðar hefir fyrir-
hugað skíðaför á morgun kl. 9.
Rangæingamót
verður haldið að Hótel Borg í kvöld.
Hefst með borðhaldi kl. 7,30. Ræðuhöld
og söngur verður undir borðum og
dansað á eftir.
Norðlendingamót
verður haldið að Hótel Borg þriðju-
dagskvöld og hefst kl. 8.
Þjóðmálanámskeiði
ungra Framsóknarmanna lauk í gær-
kvöldi með kaffiboði i samkomusal Al-
þýðuhússins. Fluttu þar nokkrir hinna
ungu manna ræður. Auk þess var
söngur og fleira til gleðskapar. Vigfús
Guðmundsson stjórnaði hófinu.
Austfirðingamót
var haldið að Hótel Borg síðastliðið
miðvikudagskvöld Hófst það með borð-
haldi klukkan átta. Yfir borðum fóru
fram ræðuhöld, söngur og upplestur,
og var því útvarpað. Ólafur H. Sveins-
son frá Firði, sem stjórnaði hófinu,
flutti fyrst ávarp. Jón Ólafsson frá
Brimnesi við Fáskrúðsfjörð mælti fyrir
minni Austurlands. Sigurður Baldvins-
son póstmeistari frá Stakkahlíð við
Loðmundarfjörð, formaður Austfirð-
ingafélagsins, flutti erindi, er hann
nefndi: Hvað var í fréttum á Austur-
landi fyrir 40 árum, Ríkarður Jónson
myndskeri frá Strýtu í Berufirði, las
upp þjóðsögu, Guðrún Bóasdóttir frá
Stuðlum í Reyðarfirði flutti kveðju til
Austurlands, Gunnar Pálsson söng
nokkur austlenzk einsöngslög, eftir
Inga Lárusson frá Seyðisfirði, Þórarinn
Jónsson frá Mjóafirði, Jón Þórarinsson
frá Seyðisfirði og Sigurð Baldvinsson
póstmeistara. Páll Stefánsson frá
Glúmsstöðum söng nokkrar stökur. —
Loks minntist Sigurður Baldvinsson
nokkurra nýlátinna Austfirðinga. Þegar
staðið var upp frá borðum, hófst dans
og stóð til kl. 4 um nóttina. 420 manns
sóttu mótið og var það hinn bezti fagn-
aður.
Leikfélag Reykjavíkur.
sýnir á morgun barnaleikinn Þyrni-
rósa kl. 4, en rússneski gamanleikurinn
Fléttuð reipi úr sandi, verður sýndur
annað kvöld fyrir lækkað verð.
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sina
ungfrú Helga Magnúsdóttir frá Blika-
stöðum og Sigsteinn Pálsson ráðsmaður
á Reykjum í Mosfellssveit
Þingfundir
falla niður í báðum deildum þingsins
í dag.
orðið hefir vegna ólögmætra
vinnustöðvana. 2. Að dæma í
málum, sem rísa út af kærum
um brot á vinnusamningi eða
út af ágreiningi um skilning á
vinnusamningi eða gildi hans.
3. Að dæma í öðrum málum
milli verkamanna og atvinnu-
rekenda, sem aðiljar hafa sam-
ið um að leggja fyrir dóminn —“
Uppeldi og fræðsla
í sveítum
(Framhald af 3. síðu.)
á einum stað í hinu myndarlega
riti sínu, Uppeldi og fræðsla í
sveitum, á þessa leið:
„Heimili án erföavenja og jafnframt
víösýnis og þroska til aö taka í hönd
hins nýja tíma, án þess aö missa sjón-
ar á uppruna sínum og eðli, er ekki
þess umkomiö aö viðhalda né skapa
þjóðmenningu. Það er einnig augljóst,
að heimilin eru ekki einfœr um að leysa
vanda uppeldis og frœðslu, án íhlutun-
ar ríkisins, sumpart vegna þess, að þau
hljóta œtíð að verða mjög misjöfn, og
þar af leiðandi afstaða einstaklinganna
ekki sú sama til uppeldis og frœðslu...
Þarna verða skólarnir að koma til
hjálpar. Nauðsyn þeirra byggist á þvi,
að jafna aðstöðu heimilanna, láta þeim
í té aðstoð og leiðbeiningar, hvetja og
styðja alla viðleitni til menningar og
athafna, grípa alstaðar inn í, þar sem
hann telur þörf umbóta og leiðréttinga,
ekki sem refsivöndur heldur sem um-
burðarlyndur samvinnuaðili. Hann
verður einskonar hjálparstöð ráðgef-
andi og leiðbeinandi."
Vafalaust verða menn ekki á
eitt sáttir um tillögur Aðal-
steins, og ýmsir munu sjálfsagt
koma til, er betur þykjast vita.
Eigi að síður er það trú mín, að
skólastarf Aðalsteins Eiríksson-
ar eigi eftir að valda kafla-
skiptum í uppeldissögu íslend-
inga. Valdimar Jóhannsson.
Leíðréttíngar
(Framh. af 2. síöu)
mín til allra sem eigazt hafa
og eignast kunna framannefnda
bók, að þeir vildu leiðrétta hjá
sér framantaldar villur.
Allra kærast væri mér að á
útsölum bókarinnar væri ekkert
eintak látið af hendi óleiðrétt
að þessu leyti.
Reykjum, 10. febr. 1939.
Ásgeir Bjarnason,
frá Knarrarnesi.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
„FLÉTTUÐ REIPI
ÚR SANDP*
Gamanleikur í 3 þáttum, eftir
VALENTIN KATAJEV.
Sýning á morguu kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4
til 7 í dag og eftir kl. 1 á morg-
un.
„ÞYRNIRÓS A“
æfintýraleikur fyrir börn í 4 at-
riðum, eftir Zocharias Topelíus.
Sýning kl. 4 á morgirn.
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
5 til 7 í dag og eftir kl. 1 á
morgun. —
Norðlenzkt
norðlenzkt
mjög ódýrt.
Kjötverzlunín
Herðubreið
Fríkirkjuveg 7. Sími 4565.
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
í Keykjavík
er á Lindargötu 1D
Framsóknarmenn utan af
landi, sem koma til Reykja-
víkur, ættu alltaf að koma
á skrifstofuna, þegar þeir
geta komið því við. Það er
nauðsynlegt fyrir flokks-
starfsemina, og skrifstof-
unni er mjög mikils virði
að hafa samband við sem
flesta flokksmenn utan af
landi.
Framsóknarmenn! Munið að
koma á flokksskrifstofuna á
Lindargötu 1D.
250 Andreas Poltzer: Patricia 251
varla haft krafta til að flytja líkið inn
í hvelfinguna....
— Sir William, ég er líka á þeirri
skoðun, að manneskjan sem fingraförin
eru eftir — hver sem hún nú er — sé
morðingi Mellers. Allur verknaður hlýtur
að hafa tilgang og tildrög. Hverjum gat
Meller verið til ama þarna? Fyrst og
fremst þeim manni, sem hafði hug á
sama glæpnum og hann sjálfur. Til-
gangur þeirra beggja var að komast yfir
skjöl Patriciu Holm — við vitum ekki
ennþá til hvers þeir ætluðu að nota
þessi plögg, en Meller, sem vissi, til hvers
var hægt að nota þau, gat hvenær sem
var orðið keppinaut sínum þrándur í
götu. Hvað er eðlilegra en að þessi keppi-
nautur kæmi þeim manni fyrir kattar-
nef, sem líklegastur var til að hremma
frá honum bráðina?
— Það er margt, sem mælir með þess-
ari tilgátu yðar — en hún getur líka
verið bandvitlaus, sagði Sir William
hugsandi. Glæpamenn, eins og Meller,
eiga alltaf óvini.
— Ég er sannfærður um það, Sir Wil-
liam, að það er Patricia Holm, sem þessi
viðureign snýst um!
— Já, þér megið ekki missa sjónar
af henni. Jafnvel þótt ég búist ekki við,
að nein hætta vofi yfir henni.... Nema
tilgáta yðar sé rétt og einhver óþekktur
bófi sitji um hana eins og Meller gerði.
En hann hefir þó ekki gerzt svo djarfur
að stela henni ennþá.
— Andstætt því, sem Meller gerði,
hefir þessi maður ráðið ráðum sínum
án þess að leitast við að hafa hendur í
hári ungfrú Holm. En meðal annarra
orða: Hafið þér heyrt, að ungfrú Holm
eigi stóran arf í vændum, auk arfsins
eftir Kingsley lávarð?
— Nei, sir William. Ég hefi látið fara
fram rannsóknir — í Þýzkalandi líka,
vegna þess að móðir ungfrú Holm var af
þýzkum ættum. En það bar engan árang-
ur ....
Nú var tilkynnt, að einhver vildi tala
við lögreglustjórann, og þessvegna fór
Whinstone út. Þetta samtal fór fram
morguninn eftir morð Mellers. Duffy
aðalfulltrúi var ekki kominn á skrifstof-
una. Honum var víst ekki batnað kvefið.
Snemma kvöldsins var hringt að dyr-
um í íbúð Alice Bradford. Hún var þá
komin heim fyrir heilum klukkutíma og
sat með bók í hendinni í djúpum og
þægilegum hægindastól. Hún hafði farið
í útsaumaðan kínverskan kjólslopp og
var með sígarettu milli varanna.
Alice Bradford lagði frá sér bókina og
fór til dyra með sígarettuna í hendi. Hún
sá, gegnum gægjugatið á hurðinni, að
símsendill var úti fyrir.
nnitititmmoAMT.A
Konan. sem
vlldi ekki giflast
Framúrskarandi skemmti-
leg og hrífandi kvikmynd,
gerð eftir samnefndri sögu
eftir Mia Zellmann.
Aðalhlutv. leika:
GUSTAV FRÖLICH,
DOROTHEA WIECK
og
GINA FALKENBERG.
nnntiinntnniiiiiminntnnnnnnnm
mt
: NÝJA
Y IÐ SÓLSETUR
Þýzk stórmynd samkv.
.samnefndu leikriti eftir
þýzka skáldjöfurinn
Gerhard Hauptmann.
Aðalhlutv. leikur hinn ó-
viðjafnanlegi leiksnilling-
ur
EMIL JANNINGS
ásamt
PAUL WAGNER,
MARIANNE HOPPE,
MAX GÚLSTORFF o.fl.
Böm fá ekki aðgang.
tmmntinnmmtmttnttmmninnunm
Húsmæðrafræðsla K R 0 N
Fræðslufundir og kvikmyndasýn-
ingar í Gamla Bíó
Þriðjudaginn 21. febrúar kl. 4 e. h.:
1. Ávarp. (Rannveig Þorsteinsdóttir).
2. Erindi: Næringarefnin og fæðutegundirnar.
(Dr. Jón E. Vestdal).
3. Kvikmynd frá Finnlandi.
Föstudaginn 24. febrúar, kl. 4 e. h.:
1. Ávarp. (Soffía Ingvarsdóttir).
2. Erindi: íslenzkar fæðutegundir.
(Steingrímur Steinþórsson).
3. Kvikmynd frá Finnlandi.
Mánudaginn 27. febrúar, kl. 4 e. h.:
1. Ávarp. (Katrín Pálsdóttir).
2. Erindi: Næringarefnin og fæðutegundirnar.
(Dr. Jón E. Vestdal).
3. Kvikmynd frá Finnlandi.
AÐGÖNGUMIÐAR fyrir félagskonur, konur félagsmanna og
aðrar húsmæður, sem þær vilja bjóða með sér, fást ókeypis í ÖU-
um sölubúðum KRON f Reykjavík
Þeír sem eru að leíta að góðum fataefnum
innlendum og erlendum,
geri svo vel að líta inn til
Klæð a v. Guð m. B. V i k a r
Laugaveg 17. Sími 3245.
Höíuðbólíð Ás í Vatnsdal
er til kaups og ábúðar. — Jörðin getur jafnvel orð-
ið laus á næsta vori.
Fegurð Vatnsdalsins er löngum við brugðið og
As er með beztu og mestu jörðunum þar. Mikið og
véltækt tún, engjar miklar og véltækar. Húsakynni
góð, ýms peningshús nýlega reist með steinsteypu-
hlöðum o s. frv. Nokkur veiði, vagnvegur. Land-
sími o. s- frv, —
Tilboð sendist séra Þorsteini Gíslasyni í Stein-
nesi fyrir 31. marz, og gefur hann allar nánari upp-
lýsingar.
Sundhöll Reykjavíkur
verður lokuð dagana 20.—26. p. m. vegna
hreingerningar.
NB. Þeir, sem eiga sundkort eða eru á sundnám-
skeiðum fá það bætt upp, er þeir missa úr við lokunina.
„Selfosséé
ier héðan I kvöld um
Akranes, .til Djúpavik-
ur, og þaðan til Rott-
erdam, Antwerpen,
Hull, Leith og heim
aitur.
Norðlendíngamótíð
verður að Hótel Borg þriðju-
daginn 21. febr. (sprengi-
dag) og hefst með borðhaldi
kl. 8 e. h.
Aðgöngumiðar fást að Hó-
tel Borg, í Havana, Austur-
stræti 4 og Hermes, Baldurs-
götu 39.
Annast kanp og sölu verðbréfa.
Útbrelðið TÍMAYN