Tíminn - 18.02.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.02.1939, Blaðsíða 3
21. blað TtMINN, laugardagian 18. febráar 1939 83 Þvíng'un Ég er utan af landi, nýkomin til Reykj avíkur, meðfram í at- vinnuleit um eitthvert dálítið tímabil. Ég var svo heppin að fá atvinnu í nýlegri verksmiðju með sæmilega góðu kaupi. Við vinnum þar nokkrar stúlkur og mér er óhætt að segja, að við höfðum það ágætt eftir því, sem gerist um verkastúlkur. Enda undum við vel hag okkar. En einn góðan veðurdag komu erindrekar frá félaginu „Iðja“ og þröngvuðu okkur í þann fé- lagsskap, annars var okkur hótað burtrekstri, verksmiðjan skyldi stöðvuð o. fl. þessháttar. Auðvitað fannst mér ekki nema eðlilegt, að verkafólk hefði sameiginlegan félagsskap til þess að gæta hagsmuna sinna. En það er aðferðin og andinn, sem er yfir þessu öllu, sem mér geðjast ekki að. Við erum reknar vegna atvinnunnar inn í félagsskap, þar sem við erum knúðar til þess að borga hátt gjald til einhverra stjórn- málaflokka.sem við kærum okk- ur ekkert um að styðja. Félags- skírteinið, sem við fáum, er há- rautt að lit og byrjar og endar á byltingasöngvum kommún- ista og allur virðist mér andinn í þessum nýja félagsskap vera þannig,aðþeir,sem gangast fyr- ir atvinnunni, og við erum vinnuþegar hjá, séu kúgarar og óvinir okkar. Ég hafði vanizt á það heima, að hugsa um hag heimilisins í heild og fannst hagur þess vera minn hagur. í þessu nýja umhverfi finnst mér flest hníga að hinu gagn- stæða. Jafnvel sé hér hálfljótt að bera hag atvinnuveitandans fyrir brjósti. Sjálfsagt sé að líta á hann sem andstæðing sinn eða hálfgerðan óvin. Ég kann illa við þennan hugsunar- hátt og að vera knúð til þess í gegnum stéttarfélag að styðja hann, þó að það félag geti stundum knúð fram eitthvað hærra tímakaup fyrir okkur vinnuþegana. Atvinnan er þó okkur fyrir mestu. Ég er undrandi yfir að þetta mál skuli vera jafn lítið rætt eins og það er, jafnmikið stór- mál og það er í atvinnulífi þjóð- arinnar. Mér finnst að í því og úr því liggi margir sterkustu þræðirnir, er ráða því hvort at- vinnulífið er blómlegt og á- nægjulegt eða að þaT ríki róst- ur og óánægja, sem oft leggur það i kaldakol. Sveitastúlka. Vinnið ötullega fyrir Timann. og gagnslítil. Heimavistarskólar fyrir einn hreppp eru of víða vegna kostnaðar við stofnun og rekstur. Útbúnaður þeirra og rekstur verður því ávalt af van- efnum og þeir koma ekki að til- ætluðum notum. Almenning skortir aðgang að fræðslu í bóklegum og verkleg- um greinum. Einnig er vöntun á þjálfun í íþróttum og félags- störfum. Að þessum staðreyndum at- huguðum, telur Aðalsteinn nauðsynlegt að bæta aðstöðu heimilanna til fræðslu og upp- eldis, að xeisa fáa og vel útbúna heimavistarskóla, að þar fari fram margháttuð fræðsla önn- ur en venjuleg barnafræðsla, að þar sé héraðsbókasafn og miðstöð íþrótta- og félags- starfa, og að stofnað verði til náinnar samvinnu milli skóla, heimila og héraðslækna. Aðalsteinn leggur fram á- kveðnar tillögur í þessum mál- um. Aðalatriði tillagnanna eru þessi: I. Kennsla um uppeldi og fræðslu barna skal fara fram í öllum húsmæðra-, bænda- og héraðsskólum landsins. — Á heimilunum hvíli ákveðnar upp- eldis- og fræðsluskyldur, líkt og framfærsluskyldan, og sé haft eftirlit með, að þessum skyldum sé gegnt. II. Skólaskyldan sé undan- tekningarlaust færð niður í 7 ár, en fræðsla 7—10 ára barna fari fram á heimilum með að- stoð og undir eftirliti skólanna. Fræðsla 10—14 ára barna fari „Já, þetta er hinn réttl katti- ilmur'S s&gGi Gunna, þegar Maja opnaði „Freyju“-kaffi- bætispakkann. „Nú geturðu veriff viss um að fá gott kaffi, þvf aff nú höfum viff hinn rétta kaffi- bæti. Ég hefi sannfærzt um það eftir mikla reynslu, aff með því að nota kaffibaetir- inn „Freyja“, faest lang- bezta kaffiff. Þið, sem enn ekki bafib reyBt Preyja- kaffibæti, ættnð að gera þaS sem fyrst, ojg þér mimnð komast að sömn niðnr- stöða off JMLaJa. Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrklr, kætir. Fegrar, yngir, færir þrétt Freyju-kaffibætir. íþróttafélagið Hörður. Síðastl. haust var íþróttafél. „Hörður“ á Patreksfirði 30 ára. Það var stofnað af nokkrum á- hugasömum glímumönnum í nóvembermánuði 1908, Helztu forgöngumenn og stjórnendur þess fyrstu árin má nefna með- al margra annara Kristján Skagfjörð stórkaupmann, Ed- ward Fridrekssen afgreiðslu- mann, Hermann Þórðarson kennara og Eggert Backmann, nú bókara í Landsbankanum. Fyrstu árin starfaði félagið einkum að ísl. glímu og mál- fundaæfingum, þó kemur all- snemma upp innan þess áhugi fyrir leikfimi og útiíþróttum, en sem þó gætir minna í starfi fé- lagsins fyrr en seinni árin. — Árið 1915 eignaðist félagið verðlaunaskjöld, sem var glímt um árlega og færðist við það mikið fjör í íþróttina. Seinni hluta stríðsáranna dofnaði nokkuð yfir starfsemi félagsins og svo margra annara í þeirri grein, vegna erfiðleika af völd- um heimsstyr j aldarinnar. En upp úr því hófst nýtt líf í félag- inu og hefir það sum árin starf- að af miklum áhuga og náð góð- um árangri. Á öðru starfsári félagsins var stofnuð málfundadeild innan þess, sem hélt uppi málfundum um margra ára skeið. Þar tóku þátt í allflestir leiðandi menn í þorpinu, og ræddu áhugamál sín með þeim árangri, að ungl- ingarnir fengu fljótlega að fylgjast með þeim úrlausnar- málum á ýmsum sviðum, sem fyrir lágu. En málin fengu þannig samhug fjöldans með sér og leystust af þeim ástæðum oft fyrr og sennilega betur en þau ella hefðu gert. Og það er ó- hætt að fullyrða, að fyrir mál- fundina átti „Hörður“ veruleg- an þátt í menningar- og fram- faramálum þorpsins á þessum árum. í seinni tíð hefir glíman að mestu leyti fallið niður í starfs- skrá félagsins, en áhuginn snú- izt að leikfimi. í vetur heldur það uppi leik- fimikennslu í 4 flokkum undir stjórn Gunnlaugs Sveinssonar kennara. Þá gengst félagið fyr- ir tafl- og spilakvöldi einu sinni í viku, þar sem fólk getur um leið sitið við kaffidrykkju. Síðastliðið sumar var hafin vinna að byggingu íþróttavallar, sem eingöngu er unnið að ókeyp is, en íþróttavöllur hefir enginn verið til í þorpinu áður. Unga fólkið hefir orðið að velja sér einhversstaðar, sem mishæða- minnsta bletti, sem þó er erfitt að fá, og gera tilraunir með að ÞÉR ættuff aff reyna kolin og koksiff frá Kolaverzlun Sigurðar ðlafssonar. Simar 1360 og 1933. M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 20. þ. m. kl. 6 síffdegis til ísafjarffar, Siglu- fjarffar, Akureyrar. Þaffan sömu leiff til baka. Farþegar sæki farseffla fyrir kl. 3 í dag. Fylgibréf yfir vörur komi fyr- ir kl. 3 í dag. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Simi 3025. Tilkynning frá Samvinnuskólanum Vegna þess að miklu fleiri hafa sótt um skóla- vist næsta vetur heldur en hægt er að taka á móti, geta ekki aðrir fengið að ganga undir inntökupróf heldur en þeir, sem þegar hafa fengið svar um það. í sögu verður prófað í Veraldarsögu Wells. Inntöku- prófið fer fram 2 —9. maí. Skólast j órinn. æfa þar útiíþróttir. En með þessu hyggst félagið að ná meirí tökum á eflingu þeirra íþrótta- greina. Félagið hélt hátíðlegt 30 ára afmælið með kaffisamsæti í samkomuhúsinu „Skjaldborg“ 14. desember siðastl. Samsætið sátu yfir tvö hundruð manns. Þá voru kjörnir heiðursfélagar Jón- as Magnússon skólastjóri, Helgi jöfnum höndum fram í heima- vistarskólum, heimangöngu- skólum og á heimilum barn- anna. Fræðslutilhögun skól- anna miðist fyrst og fremst við það, að nemendurnir verði leiknir í að nema sjálfir og fróðleikslöngun þeirra bíði ekki hnekki við skólaveruna. — Á- herzla sé lögð á verklegt nám, ekki sízt fyrir þá unglinga, sem erfitt eiga um bóknám. III. Rannsaka skal hvernig hágkvæmast er að skipta land- inu í heimavistarskólahverfi og sameina farskólahéruð. Síðan yrði reistur einn heimavistar- skóli árlega. IV. Halda skal námskeið við skólana til framhaldsmenntun- ar fyrir þá unglinga, er lokið hafa fullnaðarprófi barna- fræðslunnar. Einnig sé ungling- um veitt aðstoð við heimanám. — Við skólana séu haldin ým- iskonar námskeið, er standi skamman tíma hvert (2—6 vikur), svo sem í garðrækt, í- þróttum, vefnaði, prjónaiðnaði, fatasaum, matreiðslu, trésmíði, steinsteypu, húsagerð, skó- smíði, bókbandi og jarðrækt. Auk þess stutt námskeið fyrir bændur og húsfreyjur, þeim til hvíldar, tilbreytingar og fræðslu. — Skólarnir yrðu mið- stöðvar félagslegrar starfsemi í skólahéraðinu. Þeir löðuðu menn til félagslegra átaka í menningar- og athafnamálum. Þar yrðu og haldin mót, fundir og hátíðir héraðsins. — Við skólana yrðu starfræktar tvær vinnustofur, önnur fyrir konur og hin fyrir karla, auk gróðrar- stöðvar. — Skólarnir yrðu þann- ig útbúnir, að þeir gætu í senn orðið heilsuverndarstöð fyrir héruðin og fyrirmynd í hrein- læti. Héraðslæknir hefði umsjón með þeirri starfsemi. V. Við fyrirhugaða samein- ingu skólahéraða mundi fækk- un kennara nema allt að y3 frá því, sem nú er. Hins vegar yrðu laun starfandi kennara hækkuð nokkuð. Kennarar heimavistarskólanna þurfa að fá fjölbreyttari og að sumu leyti aðra menntun en kennarar við stærri heimangönguskóla. VI. Skipaðir yrðu þrír náms- stjórar, einn yfir alla kaupstaði og kauptún og tveir yfir landið þess utan. Störf námsstjóranna beindust fyrst um sinn að því að rannsaka skiptingu landsins í skólahverfi og undirbúa aukið heimanám barna. Hér er ekki rúm til Ályktarorff. þess að rökræða hinar ýtarlegu til- lögur Aðalsteins. Þær, ásamt greinargerð, eru langt mál og yfirgripsmikið. Hitt skal hins- vegar fullyrt, að tillögur þessar eru fyrir margra hluta sakir hinar merkilegustu. Þær bera með sér ljósan skilning höf- undar á þeim vandamálum á sviði uppeldis og fræðslu, sem við nú stöndum andspænis. Hvorki heimili né skólar eru ein saman fær um að leysa þennan vanda, því verða báðir þessir aðilar að eiga hér hlut að máli. Aðalsteinn lýsir þessu (Framh. á 4. siOu) Árnason, Jóhannes Þórarins- son, Magnús Brynjólfsson og Aðalsteinn P. Ólafsson. Áður var Kristján Skagfjörð kjörinn heiðursfélagi. Félagið nýtur samhugs allra þorpsbúa, enda þó annað í- þróttafélag (Skíðafélag Pat- reksfjarðar) sé starfandi í þorp- inu. En innan beggja þessara félaga starfar að mestu leyti sama fólkið og eru því líkur til að íþróttamálunum væri betur borgið með því, að þau væru sameinuð í eitt. Núverandi stjóm félagsins skipa Einar A. Helgason, Bald- ur Guðmundsson og Bergvin Einarsson. B. Reykjavik. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag. Mðnrsaðuverksmiðja. — BjúgnagerðS. Reykhús. — Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niffursoffiff kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurff á brauff, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosiff kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. 252 Andreas Poltzer: Patricia Símskeyti til ungfrú Bradford, sagði símastrákurinn. Alice hafði naumast heyrt röddina fyr en hún flýtti sér að ljúka upp. Símsend- illinn gekk inn. — Louis! sagði stúlkan og reyndi að bæla röddina. Sluice skríkti. —Það stendur heiðursvörður fyrir ut- an húsið yðar. Eruð þér ekki upp með yður, Alice? — Komið þér inn Louis, og segið þér hvað gerzt hefir . .. .! Það var kvíða- hreimur í rödd Alice. — Ég get ekki staðið við nema fáeinar mínútur. Manninum, sem er á verði hérna fyrir utan, fyndist ef til vill kyn- legt, ef símsendill stæði of lengi við hérna, sagði Sluice. — Eruð þér farinn úr matsölunni hennar frú Croy? Louis Napoleon kinkaði kolli. — Mér þótti vissara að bíða ekki þang- að til Whinstone kæmi að heimsækja mig og byði mér í gönguferð með sér upp í Scotland Yard. Jafnvel þó að hann geti varla haft hendur í hári mínu eða hafi nokkuð upp á mig að klaga. En þegar maður er svo óheppinn að heita Louis Adam Farvart er betra að forðast húsið þarna við Victoria Embankment. Jæja, þessvegna fór ég til Battersea. Ég þorði Viljið þér að ég láti ungfrú Bradford koma hingað inn, og yfirheyri hana að yður viðstöddum? Fulltrúin var sannfærður um, að þetta væri það óhyggilegasta, sem hægt væri að gera. Þess vegna flýtti hann sér að segja: — Nei, hlífið þér mér við þeirri athöfn! Það getur verið að mér skjátlist. — Já, það er alveg áreiðanlegt, sagði Sir William og varð hægari. Whinstone mundi, að Sir William hafði sjálfur mælt mjög með Alice Bradford, þegar hún var ráðin á Scotland Yard. En samt varð hann hálf forviða, þegar Sir William tók svari hennar svo ákaft. — Þér gerið hlutina alltaf flóknari en þeir þurfa að vera, sagði Sir William nú. — Það er ofur auðvelt að útskýra þetta mál. Konan, sem þér hélduð, að væri ungfrú Bradford, hefir samskonar fingraför og Catherine Woodmill. Hún kom oft í Old Man’s Club og hún leigði suðurherbergið í Upper Harley Street. Það er mögulegt, að hún hafi drepið Meller, en það þarf ekki endilega að vera. Fingraförin á skyrtuhnappnum hans geta verið frá því áður en hann var drepinn. Það er ekki ómögulegt, að hún hafi verið samsek Meller. Auk þess er eitt, sem mælir með því, að hún sé saklaus af morði Mellers. Hún hefði nefnilega

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.