Tíminn - 04.03.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.03.1939, Blaðsíða 2
108 TÍMIM, langardagiim 4. marz 1939 27. l>lað Á „marbakkinnéí að bresta? Út af grein minni um tap- rekstur útvegsins síðan 1930 hefir Mbl. gert nokkrar at- hugasemdir, sem eru töluvert athugaverðar. Blaðið virðist nefnilega gera ráð fyrir að erf- iðleikar kauptúnanna séu að kenna pólitískum áhrifum Framsóknarmanna. Ég hefi áður lýst því, hversu komið var hag bændastéttar- innar í hinu mikla verðhruni á stjórnartíð Þorsteins Briem 1932—34 og hve djúptæk breyt- ing til bóta varð í því efni með afurðasöluskipulaginu 1934. — Allir megindrættir í því skipu- lagi voru mótaðir af leiðtogum samvinnufélagánna og komið í framkvæmd af flokkum þeim, sem stóðu að ríkisstjórninni frá 1934—37. Því miður beitti Mbl. sér þá eftir megni gegn þessari viðreisn, og hefir með því skap- að stefnu sinni álitshnekki í byggðum landsins. Ef ekki hefði komið hinar mögnuðu fjárpest- ir, sem bárust hingað með vel- viljuðum en forsjárlitlum inn- flutningi á lifandi peningi, myndi fjárhagsaðstaða ís- lenzkra sveitabænda nú mega teljast mjög vel við unandi. Og þessa aðstöðu hefir bænda- stétt landsins fengið fyrir hyggilega og þrautseiga bar- áttu Framsóknarmanna við að t*r y g g j a i framleiðsluskilyrði sveitamanna. Er það átak því sögulegra, sem mótstaða var meiri gegn hinni lífrænu um- bót, sem hér var um að ræða. Mbl. hefir, þrátt fyrir gamlan og nýjan kunningsskap, stund- um eftir mér setningar, sem það hefir sjálft búið til, svo sem það, að ég teldi ekki hægt að stjórna með Alþýðuflokknum nema ef stjórnin gæti vaðið í peningum. Mbl. myndi gera sjálfu sér greiða, ef það vildi tilfæra bet- ur heimild sína í þessu efni. Mbl. hefir ennfremur flimtað um það, að þrátt fyrir hinar um- töluðu umbætur í byggðum landsins flykkist fólkið samt til Reykj avíkur, og væri af því auð- séð, að lítils þætti um vert hin nýju lífsskilyrði í sveitinni. Þar ári og hlutu þau svöðusár, sem aldrei hafa öll að fullu gróið. Ávallt síðan stendur Sjálfstæð- isflokkurinn í óbættri skuld við þessa sömu atvinnuvegi. Og það væri vissulega að vega um of í sama knérunn, ef einsýnum mönnum tækist það nú á þessari stundu að koma í veg fyrir, að flokkurinn gerði tilraun til að greiða einhvern hluta þeirrar skuldar á viðunandi hátt. til er því að svara, að þó að merkilega miklu hafi verið hrundið til betri vegar í byggð- um landsins með forgöngu Framsóknarmanna, þá er sizt að undra þó að margan mann fýsi fremur að lifa í Reykjavík á hinu auðfengna almenna framfæri. Mun erfitt að keppa við þá sælu, sem algert iðju- leysisástand á annarra kostnað veitir lingerðum manneskjum, sem hneigðar eru til aðgerða- leysis. Tel ég því enga sönnun um erfiðleika byggðalífsins fólgna í því, þó að hinn opni og breiði faðmur sveitaframfærsl- unnar í höfuðstaðnum dragi til sín fólk svo sem raun ber bitni um. En nú vil ég benda Mbl. á nokkur atriði, sem Framsókn- armenn hafa barizt fyrir til eflingar heilbrigðu atvinnulífi en ekki náð að koma fram vegna andstæðra afla í bæjun- um sjálfum. Ég vil þá fyrst nefna barátt- una um hlutaráðningu togara- háseta 1916. Þá var ég í Mbl. talinn óverðugur allra bjargráða fyrir að halda því fram, að sjó- mennirnir ættu að mega selja lifrarhlutinn sinn sjálfir og hafa sinn tekjuhlut af því, eins þó að vel gengi. Því miður fengu togaraeigendur sinn hlut fram í það sinn, af þröngum eigin- hagsmunaástæðum. En þá var vegur til að koma á réttlátri hlutaráðningu á skipunum og fylgdi því ótrúlegt ólán og þjóð- arbölvun, að stefna Mbl. sigr- aði í það sinn. Næst vil ég telja það, er Bernharð Stefánsson flutti frv. sitt um byggðarleyfi tveim sinn- um í stjórnartíð Jóns Þorláks- sonar, en Mbl.menn og Héðinn Valdimarsson risu þar á móti. Höfðu Framsóknarmenn ekki þingfylgi til að bjarga „bæja- flokkunum“ frá að falla ofan í brunn sinnar eigin skammsýni. En vart mun nú sá Mbl.maður til í Reykjavík, sem ekki óskaði að Bernharð hefði á árunum 1924 og 1925 haft liðsauka til að kúga andstæðinga Fram- sóknar í þessu efni til að hlíta réttlátri og þjóðnýtri lausn á málinu. Síðar, þegar sveitfestis- tíminn var upphafinn, stóð að heita mátti allt þingið að því, og er þess vegna engum þing- flokki hægt að þakka eða van- þakka þá lagabreytingu. Má Mbl. af þessu sjá, að það getur kennt forsjárleysi sinna sam- herja, en ekki Framsóknar- mönnum um hinn óeðlilega vöxt kauptúnanna síðan 1924. Ein er meginuppspretta allra fjárhagslegra erfiðleika útvegs- ins á íslandi og það er gengis- hækkunin 1924 og 1925. Vel má Mbl. vita, að Framsóknarmenn beittu sér af alefli gegn þessu óheillaráði, en voru ofurliði bornir af samherjum Mbl. Öll ábyrgðin af því gífurlega óláni hvílir á andstæðingum Fram- sóknarmanna, sem gi'ípa til þessa ráðs, þrátt fyrir það að Framsóknarmenn höfðu í blöð- um sínum, á þingi og mann- fundum sagt fyrir hvílíkur svartidauði gengishækkunin myndi verða fyrir framleiðsluna í landinu. Við stjórnarskiptin 1927 hefðu Framsóknarmenn fegnir reynt að bæta úr hinni gerðu yfirsjón. En bæði Alþýðu- flokkurinn og íhaldsflokkurinn stóðu þar samhuga á móti. Síð- an þá hefir eyðilegging þessara framkvæmda lamað atvinnulíf bæjanna. Ég vænti, að Mbl. sýni nú þá sanngirni, að taka á sig og sitt lið alla ábyrgð á hinúm skaðvænu áhrifum gengishækkunar íhaldsáranna, og þar með á því að síðan hefir „marbakki“ hins íslenzka at- vinnulífs stöðugt verið að síga dýpra og dýpra í sæinn. Ein af hörmungunum í fjár- málum bæjanna hafa verið hin sívaxandi sveitaþyngsli. Síðan um 1930 hafa Framsóknar- menn í bæjarstjórn Reykjavík- ur bent á ný úrræði í þeim efn- um, svo sem sameiginleg inn- kaup handa þurfamönnum bæjarins og fleira af sama tagi. En Mbl.menn 1 bæjarstjórn hafa ekki sinnt því, heldur dreift peningum út til fólksins, án nokkurs eiginlegs skipulags. Þegar ég tók við yfirstjórn varðskipanna 1927, kostaði fæði hvers manns um kr. 4,50 á dag. Með hagsýnni skipulagsbreyt- ingu tókst að lækka fæðiskostn- að hvers manns á varðskipun- um um helming og hafa fæðið þó viðunanlegt. Ég fullyrði, aö á sama hátt hefði á undanförn- um árum verið hægt að spara gjaldendum Reykjavíkur mörg hundruð þúsund króna útgjöld til fátækramálanna, ef eðlilegri hagsýni hefði verið beitt við framkvæmd þeirra. Það mun ganga erfiðlega að koma sökinni fyrir „sprungna marbakkann" í atvinnulífi bæj- anna á Framsóknatmenn og hefi ég nú gefið Mbl. nokkur sýnishorn af þeim rökum, sem þar koma til greina, ef um það skal deila, og er þó meira geymt af því tagi, ef Mbl. óskar þrá- látra umræðna um þá hluti. En þó að ég telji mikil mis- smíði á stjórn atvinnumálanna á „marbakkanum“, frá hálfu þeirra manna, sem þar hafa haft forustu, þá álít ég eins og ég hefi oft tekið fram í ræðu og riti, að Mbl.menn eigi og verði að vinna með að þeim bjargráðum. Bændastétt lands- Aukin sambond við Danmörk Magnns Toriason: N auðasamníngarnir 1918 'gímtnrt Luugardaginn 4. murz Hínír »frjálslyndu«, sem ekkí vilja hjálpa sjávarútvegínum Héðinn Valdimarsson segir í grein í Þjóðviljanum í fyrradag, að hinir „frjálslyndari" menn innan Sjálfstæðisflokksins séu á móti því, að hafið verði samstarf þriggja flokka um að rétta við sjávarútveginn og standa saman til að tryggja framkvæmd þeirra ráðstafana, sem til þess eru nauðsynlegar. Tíminn hyggur, að það sé rétt hermt hjá H. V., að til séu þeir menn í Sjálfstæðisflokknum innan þings, og þó sérstaklega utan þess, sem tilhneigingar hafi til að stinga við fótum í þessu mikilvæga máli. Hitt er annað mál, hvort þá menn má með rökum kalla „frjálslynd- ari“ en hina, sem með ábyrgð- artilfinningu líta á þetta mál. Það leikur sem sé ekki tveim tungum, hvar í röðum Sjálf- stæðisflokksins þeirra manna er helzt að leita, sem Héðinn kallar „frjálslynda". Þeir, sem þessa afstöðu hafa, eru fyrst og fremst nazistar og nazistavinir flokks- ins og í öðru lagi sá hópur manna, sem setur meira og minna ímyndaða gróðamögu- leika kaupsýslustéttarinnar öllu ofar og af þeim orsökum vill ekki eða getur gert sér fulla grein fyrir þörf atvinnulífsins. Sumir þessara manna álíta vafalaust, að þeir séu að gera það, sem þjóðinni eða a. m. k. þeim sjálfum sé fyrir beztu. En eitt er þó fullvíst, að þeirra eigin flokki og þjóðinni í heild, yrði að því mestur hagur, að hugur þeirra breyttist eða að sjónar- mið þeirra yrði ofurliði borin af sjónarmiðum hinna ráðhollari manna. Frá sjónarmiði þeirra manna, sem vilja láta hin „sterku“ stjórnarform Mið- og Suður- Evrópu koma sem fyrst í stað hins íslenzka þjóðskipulags, er náttúrlega vit í því að reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir, að það sýni sig, að fylgismenn lýðræðis og þing- ræðis í öllum flokkum geti unn- ið saman, þegar slíkrar sam- vinnu er þörf, því meiri verða líkurnar fyrir því, að þeim takist ekki einu sinni að vinna saman, ef til úrslitaátaka drægi milli lýðræðisins og höfuðóvina þess. Það má því segja, að ^afstaða þessara manna sé byggð *á fullri fyrirhyggju á sinn hátt. Sjónarmið hinna „stéttvísu" kaupsýslumanna er mannlegt. En það er fyrst og fremst bygt á mannlegum veikleika og mannlegri skammsýni. Kaup- sýslugróðinn getur ekki orðið langvarandi, ef undirstaða at- vinnuveganna er of veik. Draumsýn sumra manna um afnám innflutningshaftanna fyrst um sinn er ofsjón. Jafn- vel þótt þær barnalegu hug- myndir rættust, að Sjálfstæðis- flokkurinn gæti náð meirihluta í kosningum og þannig fengið aðstöðu til að gera það, sem honum sýndist, myndu þessir menn þó veröa fyrir vonbrigð- um. Því að innflutningshöftin byggj ast á staðreyndum, sem honum eins og öðrum flokkum, er um megn að breyta með skyndiráðstöfunum. Úr því mun verða skorið nú næstu daga, hversu margir hinir „frjálslyndu" menn, sem Héðinn Valdimarsson kallar svo, eru innan Sjálfstæðisflokksins og hverju þeir fá áorkað. Að óreyndu verður því ekki trúað, að þeir beri hina ráðum, sem skilningsmeiri eru og betur vilja, bæði fyrir flokk sinn og þjóðina í heild. Það mun lengi verða í minn- um haft, að fyrir 14—15 árum, urðu þeir menn ofan á í Sjálf- stæðisflokknum (eða íhalds- flokknum eins og hann hét þá), sem með forsjárlausri hækkun á gengi íslenzkrar krónu, breyttu hinu mesta góðæri í harðæri fyrir framleiðslu landsmanna. Á þeirri ráðstöfun töpuðu at- vinnuvegirnir til lands og sjávar mörgum miljónum króna á einu Magnús Torfason fyrverandi sýslumaður og alþingismaður greiddi, eins og kunnugt er, atkvæði gegn sambandslög- lögunum á Alþingi 1918. í eft- irfarandi ritgerð gerir hann grein fyrir skoðun sinni á því máli. Út af skrifum sumra blaða, sem nýlega hafa Ijósið séð, virðist eigi aflægis að gjöra sér nokkura grein fyrir hvað fram fór 1918 og hvar vér stöndum, samkvæmt þeim grundvelli, er með þeim samningum var lagður. Frá því er þá fyrst að segja, að báðir ríkisréttarfræðingar vorir hafa haldið því fram, að sambandslögin hafi verið gjörð af tveim fullvalda ríkjum og virðist sem aðrir fræðimenn á því sviði séu því samdóma, að einum manni undanteknum. Mun það líka mála sannast að svo hafi verið að lögum réttum og sjálfur sambandssamning- urinn gengur út frá því að svo sé og víst er um það, að enginn varnagli er hafður um það af hendi Dana, að önnur efni hafi verið í og sömu ríkisréttarfræð- ingar vorir halda því þá líka' fram, í samræmi hér við, að Danir hafi með sambandslög- unum viðurkennt fullveldi vort. Sé það þungamiðja þeirra laga og þá um leið tekið þvert fyrir, að þeir hafi þá miðlað oss full- veldinu. Og þessu er þá vorum löndum skylt að trúa. Þessu til styrktar má og benda á, að í upphafi laganna eru sambandslöndin talin „frjáls fullvalda ríki“, því að óþarft var að taka þetta fram um Danmörk, en aftur full ástæða til að taka það fram um ís- land, því þótt það væri áður fullvalda ríki, þá hafði það ekki verið frjálst, að minnsta kosti ekki gagnvart Danmörku. En í þessu liggur hvorki meira né minna en það, að íslending- ar stóðu alls ekki jafnfætis Dönum í samningagerðinni, þeir áttu á brekkuna, enda kvað það sífellt við af hendi vorra samn- ingsmanna, að annaðhvort væri að ganga að því sem Danir yrðu frekast teygðir til að láta af hendi rakna eða láta allt standa við sama, rétt eins og 1908. Vissi ég heldur eigi til að neinn full- veldisnefndarmanna væri á- nægður með samningana og þó sízt Bjarni heitinn Jónsson, sem von var að. Sannast hér sem oftar, að það er sitt hvað hún versa eða það sem í fræðunum stendur. Þetta kom fram á ýmsan hátt og þá fyrst og fremst í því, að gegn frekustu jafnréttiskröfum Dana létu vorir landar koma krók á móti bragði, með því að setja 5 ára búsetuna sem skil- yrði fyrir ríkisborgararétti hér í landi og hlunnfóru Dani á þann hátt, svo sem frægt er orðið. Annað ákvæði, sem olli sárri óánægju, var það, er það vitn- aðist, að skuldaskipti ríkjanna áttu að vera á enda kljáð. Höfðu Danir í fjárskiptunum við oss 1871. sett þennan varnagla í sjálf lögin, svo og 1908, en nú þótti það ekki tiltækilegt, held- ur var þeim lætt inn í greinar- gerð sambandslaganna eftir að gengið var frá þeim að fullu. Var hér farið fram á ákvæði, sem braut í bág við þá höfuð- stefnu sambandslaganna, að allar veizlur í þágu Dana væru tímabundnar, þannig að þeim mætti breyta eða þær af taka, er samningurinn yrði endur- skoðaður. Þetta stefnuafbrigði mun bæði dönsku og íslenzku samningamönnunum hafa verið ljóst og því var það aldrei bor- ið undir fullveldisnefndir Al- þingis. En það tekur hér af skar- ið, að í greinargerðinni segir, að samningamennirnir (4 Danir og 4 íslendingar) gangi út frá því að þetta sé endileg ákvörðun og er þetta þá um leið ljós sönn- un þess, að þingmenn höfðu ekki samþykt það, Vissi ég ekki til að neinn þingmanna legði blessun sína þar yfir, en úr því sem komið var, mun hafa þótt hyggilegast að láta það liggja milli hluta, enda þingmenn ekki yfirleitt bundnir við þetta ákvæði sérstaklega. Tjáði held- ur eigi að deila við dómarann. Danir settu þetta meðal annars I. Það er ýmsum kunnugt, að hér dvaldi sl. haust skiptikenn- ari frá Danmörku, F. Braae Hansen í Haderslev. Hann ferðaðist víða um land- ið, m. a. . nokkuð utan við al- mennar ferðamannaleiðir og kynnist þannig betur en títt er um slíka ferðamenn ýmsum högum og háttum íslenzkrar al- þýðu, einkum til sveita. Aðalþátturinn í starfi hans hér, var þó sá, að heimsækja skólana, kynnast vinnuformum þeirra, stefnu og sjónarmiðum. Hann flutti við þá fjölda er- inda um ýms efni, tók nokk- urn þátt í kennslu og vann sér hvarvetna vini og ágætis orð. Má fullyrða, að hann hafi aflað sér óvenju mikillar þekk- ingar á landi og þjóð með hinni tæplega þriggja mánaða dvöl hérlendis, auk þess fróðleiks, sem þúsundir íslenzks náms- fólks fékk í fyrirlestrum hans um ýmisleg menningarefni sam- bandsþjóðarinnar. — Þegar F. Braae Hansen kom heim um jólaleytið, hófst annar þáttur í starfi skiptikennarans. Hann var í því fólginn að flytja lönd- um sínum, sem sannastan fróð- leik um kynni sín af lífi og háttum íslendinga. í öndverðum þessum mánuði hafði hann flutt 5 erindi í ýms- um borgum og bæjum Jótlands, öll um ísland. Lágu þá fyrir hjá honum þrjár pantanir um flutning fyrirlestra annarsstað- ar um landið. í seinasta bréfi sínu til mín, kemst F. B. Hansen m. a. þann- ig að orði: „Við, sem ferðumst út sem ins var starfandi með að hinni lifrænu s^ipulagsbreytingu 1934. Ég álít ekki neina fyrirhyggju eða sanngirni í því að þing- flokkurinn reyni að bjarga út- veginum og þar með bæjun- um, nema með því að útvegs- menn séu þar fremstir í fylk- ingu. Viðleitni Framsóknarmanna beinist nú að því, í samstarfi við þá dugandi menn úr öðr- um lýðræðisflokkum, að koma til liðs útveginum, svo að hlað- inn verði upp að nýju sá mar- bakki, sem sprengdur var með gengishækkun þeirri, sem Mbl.- menn komu á, þegar veldi í- haldsstefnunnar var mest hér á landi. Nú geta Mbl.menn valið um hvort þeir vilja hiklaust koma til samstarfs við aðra flokka um viðrétting útvegsins, og þar með tryggja líf og at- vinnu í kauptúnum og kaup- stöðum, eða lofa marbakkanum að springa út í hafið. J. J. upp sem skilyrði fyrir viður- kenningu sinni á fullveldi landsins. Þriðja ákvæðið, sem máli skiptir í þessu sambandi og virða má til nauðasamninga af vorri hendi, eru hin ríku varn- arákvæði þeirra gegn sam- bandsslitum, þau að % atkvæð- isbærra manna skyldu taka þátt í atkvæðagreiðslunni um þau og % af greiddum atkvæð- um hafa samþykkt þau. Slíkt ákvæði hefði frjálst og fullvalda ríki aldrei samþykkt að ó- neyddu, blátt áfram af því að það í sjálfu sér er skerðing á fullveldinu, sem til lítilsvirðing- ar verður að metast. Og þar er það ákvæði, sem vel má virða til þess, að ísland, er til sambandsslita kemur, geti enn ekki kallazt frjálst full- valda ríki gagnvart Dönum, því að mýmörg rök geta runnið til þess, að svo formagnað at- kvæðaafl fáist ekki með þjóð- inni, þótt vænn meirihluti sé fyrir sambandsslitum. Það stingur líka í stúf, að eigi þarf nema % þingmanna til að sam- þykkja sambandsslitin, enda vart á vafi, að ákvæðið er sett til þess að gjöra sambandsslitin sem erfiðust eða jafnvel fyrir- muna oss þeirra með öllu*). Er það fullt áhyggjuefni, er kljúfa þarf til mergjar. Fleira mætti til tína, er auð- *) Breytingar á grundvallar- lögum Dana skulu borin undir þjóðaratkvæði. Til samþykktar þarf 45% atkvæða. Mikill er sá munur! skiptikennarar, höfum því hlut- verki að gegna, að eyða þeim misskilningi, sem kann að vera milli þjóðanna og sýna, hvernig önnur sambandsþjóðin metur hina“. „Og hér (á Jótlandi) er mikill áhugi fyrir málefnum íslands". Þó að til kennaraskipta þess- ara sé stofnað til aukins menn- ingarsambands fyrst og fremst, hefi ég frá upphafi þeirra haft þá trú, að mikil líkindi væri á, að í kjölfar þeirra mættu fara aukin viðskipti milli þjóðanna, þegar þekkingin á atvinnuhátt- um okkar, verklegri menningu og framförum yrði almennari en nú er. Þess vegna var mér það alveg sérstakt ánægjuefni að heyra,_að erindi Braae Han- sen, um ísland og íslenzka at- vinnuvegi, hafi m. a. leitt til þess, að viss kaupsýslumaður og formaður í stóru józku félagi, leiti nú eftir íslenzkum við- skiptasamböndum, í því skyni að kaupa karfalýsi og fiskimjöl. II. Þegar hafizt var handa um að hrinda þessari kynningarstarf- semi í framkvæmd, ásetti ég mér að vinna að því eftir mætti, að hún yrði rekin til fleiri landa en Danmerkur einnar. Norður- lönd öll voru markmiðið. Það virðist líka svo, að hug- myndin hafi mætt mikilli velvild víðar en í Danmörku, þótt henni væri hvergi tekið svo vel í fyrstu sem þar. Nú eru þegar tekin upp nokuð svipuð kennaraskipti milli Sví- þjóðar og Danmerkur og í sams- konar augnamiði og þau, sem við stöndum að og áður er getið. Má og í þessu sambandi minna á norræna ráðherrafundinn, er haldinn var í Kaupmannahöfn nokkru fyrir síðustu áramót, þar sem eitt helzta umræðu- efnið var kennaraskipti milli þjóðanna, og þar sem bent mun hafa verið á vel heppnaða byrj- un milli íslendinga og Dana. Sannar þetta nokkuð ljóslega þá þörf, sem hér er fyrir hendi og þá þýðingu, er málefnið virð- ist hafa í augum mkils ráðandi manna. Og það sýnir og hitt ekki síður, að það eru einmitt starfskraftar fræðslu- og upp- eldisstofnananna, sem álitnir eru til þess heppilegastir, að auka og efla þau gagnkvæmu kynni, sem frændþjóðunum eru nú ef til vill þýðingarfyllri en nokkurntíma áður. Á norræna kennaramótinu að Laugarvatni s. 1. sumar, bar ég fram og fékk samþykkta áskor- un til stjórnar félagsins „Nor- den“ um að gangast fyrir og styrkja fjárhagslega kennara- (Framli. á 3. síðu) sætt er, að íslendingar hefðu aldrei samþykkt, ef þeir hefðu verið frjálsir gerða sinna, en þar sem kostur mun að fá það fært til betri vegar við endurskoðun samninganna og það eigi orðið landinu til verulegs baga, þykir eigi þörf á að fjölyrða frekar um það. Virðast þau atriði, sem hér eru talin líka fullgild rök fyrir því, að íslendingar geta eigi verið bundnir viö Sám- bandslögin á sama hátt og með alfrjálsum samningum ríkja á miili. Og því virðist heldur eigi þörf á hér að rýna nánar á galla þá á samningsgerðinni og und- irbúningi hennar, sem enn eru ekki á almanna viti, báðum sambandsþjóðunum til mikilla leiðinda. Af þessu, að íslendingar neyddust til að kaupa frum- burðarrétt sinn af Dönum, leiðir aftur, að íslendingar geta, án þess þeim verði legið á hálsi fyrir það, fitjað upp á nýjum og frekari kröfum en gjört var 1918, þess að eigi megi virðast til ósanngirni. í eldri stjórnarglímunni við Dani var kröfum gegn þeim jafnan tvískipt, stjórnskipunar- málið og fjárhagsmálið, og fóru svo leikar, að óhjákvæmilegt þótti að ráða hinu síðara fyrst, til lykta sem þeim grundvelli, er á yrði að byggja. Sama gildir enn og að sumu leyti jafnvel fremur, nú er höfuðþætti deil- unnar_ um stjórnskipunina er lokið. í því efni er vert að minna á, að þegar 1875 var rannsókn fjárskiptanna talin æskileg til að girða fyrir allar þrætur og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.