Tíminn - 04.03.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.03.1939, Blaðsíða 4
110 TÍMINftf, laiigardaginn 4. marz 1939 27. Mað Það hefir vakið mikla athygli, aö Frakkar hafa gert Henri Philippe Petain að sendiherra sínum hjd stjórn Francos í Burgos. Petain er nú 83 ára gamall. Hann varð liðsforingi 22 ára og vann á tímabili i Alpaherliðinu. Síðar var hann kennari við her- skóla i París. Hann var þó lítið þekktur, þegar heimsstyrjöldin hófst og þó hann sýndi oft mik- inn dugnað fyrstu styrjaldarárin hœkkaði hann ekki í tigninni, enda gagnrýndi hann oft yfir- stjórn hersins. Það var fyrst við Verdun 1916, sem Petain gefst tœkifœri til að sýna hœfileika sína til fulls og eftir það var hann af mörgum talinn slyríg- asti hershöfðingi Frakka og naut meiri vinsœlda innan hers- ins en nokkur annar hershöfð- ingi. Árið 1917 varð hann yfir- hershöfðingi franska hersins. Frakkar höfðu þá beðið marga ósigra, vonleysi og uppreisnar- hugur átti djúpar rœtur meðal hersins og víða réðu liðsforingj- arnir ekki við herdeildir sínar. Kommúnistar réru undir ó- ánœgjuna og bentu á fordœmi Rússa. Petain gekk að því með oddi og egg, að upprœta þennan hugsunarhátt og beitti oft mik- illi hörku. Hann taldi að góður agi og siðferðilegur þróttur mœtti sín enn meira í styrjöld en líkamlegt hugrekki. Hann vandaði mjög til undirbúnings allra þeirra árása, sem hann skipulagði, enda misheppnuðust þeir sjaldnast. Er talið, að vel hefði getað svo farið, að franski herinn hefði leiðst út í byltingu, ef Petain hefði ekki tekið við herstjórninni 1917 og getað skapað bœttan aga og hugsun- arhátt meðal hermannanna. Eftir heimsstyrjöldina gegndi Petain um skeið ýmsum œðstu embœttum franska hersins og 1925—26 stjórnaði hann sameig- inlegum her Frakka og Spán- verja í Marokko, en Spánverjar höfðu þá árangurslaust barizt við uppreisnarmenn þar í mörg ár. Franco var þá liðsforingi í spanska hernum. Unnu þeir Petain talsvert saman og hafa þeir verið góðir kunningjar siðan. Seinustu árin hefir Petain haldið kyrru fyrir. Það hefir því vakið mikla athygli, að hann hefir nú tekið vandasamt starf á hendur og þykir það sýna, að Frakkar telja mikils við þurfa. Fréttabréf tll Tíinans. Tímanum er mjög kærkomiS að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. tR BÆIVUM Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, séra Garðar Svavarsson, kl. 2, barnaguðsþjónusta, séra Garðar Svavarsson, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 2, barnaguðsþjónusta, kl. 5 Ragnar Ben- ediktsson cand. theol. prédikar. í Laugarnesskóla kl. 10, barnaguösþjón- usta, kl. 5, séra Sigurjón Þ. Árnason. í Skerjafirði kl. 10, barnaguðsþjónusta. Á elliheimilinu kl. 2, barnaguðsþjón- usta. í Betaníu kl. 3 barnaguðsþjón- usta. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 2, sr. Garðar Þorsteinsson. í frikirkjunni í Hafnarfirði kl. 8.30 e. h., föstuguðs- þjónusta, séra Jón Auðuns. Bandalag' íslenzkra farfugla hefir nú verið stofnað. Hefir stofn- þing staðið yfir að undanförnu, en er nú lokið. Samþykkti það lög og ferða- reglur fyrir bandalagið og kaus stjórn. Forseti þess var kjörinn Pálmi Hann- esson rektor, en meðstjórnendur Krist- björg Ólafsdóttir menntaskólanemi, Hilmar Kristjánsson stúdent, Þor- steinn Bjarnason, Páll Jónsson verzl- unarmaður og Gísli Gestsson banka- maður. M.-A.-kvartettinn hefir að undanförnu verið að sam- æfa sig og mun á morgun syngja op- inberlega í Gamla Bíó í fýrsta skipti á þessum vetri. Eru þegar uppseldir allir aðgöngumiðar að þessari söng- skemmtun þeirra. Sjö ár eru nú liðin síðan þeir félagar tóku að syngja sam- an og alls munu þeir hafa haldið um fimmtíu söngskemmtanir. Síðast þegar þeir efndu til söngskemmtana hér í Reykjavík, veturinn 1937, héidu þeir átta samsöngva og varð þó lítið lát á aðsókninni. — Á söngvaskrá þeirra fé- laga eru um 35 lög. Mörg þeírra eru ný; önnur hefir M.A.-kvartettinn sung- ið á undanförnum árum, svo sem Ping- pong-valsinn og mörg fleiri. Meðal nýju laganna eru nokkur úr „Glaum- bæjargrallaranum", sem kom út í haust, svo sem Ameríkubréf og Það var kátt hérna á laugardagskvöldið á Gili. — Næsti samsöngur kvartettsins verð- ur á fimmtudagskvöldið. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á morgun í síðasta sinn gam- anleikinn Fléttuð reipi úr sandi og er verð aðgöngumiða lækkað. — Þyrni- rósa verður sýnd fyrir börn kl. 3%. Biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson, er búsettur á Sellandsstíg 28, sími 5015 Viðtalstími kl. 1—3 daglega. Nýr páfs (Framli. af 1. síðu' hann af flestum talinn slyng- asti stjórnmálamaðurinn, sem katólska kirkjan hefir á að skipa nú. Pacelli, sem nú hefir valið sér páfaheitið Píus XII., hefir oft sýnt, að hann er ákveðinn and- stæðingur kenninga nazismans og þeirrar viðleitni einræðis- stjórnanna að reyna að undir- oka kirkjuna. Var þess því mjög óskað af öllum frjálslyndum blöðum víðsvegar um heim fyrir páfakjörið, að hann næði kosn- ingu. Hinsvegar kom fram mik- ill kali í garð hans í blöðum fasistaríkj anna. Þykir það, hversu fljótt og greiðlega hann náði kosningu, sýna glögglega þann vilja katólsku kirkjunnar, að hún taki upp hiklausa baráttu gegn ofríki nazismans og þess vegna setji hún einn frjálslyndasta og slyngasta stjórnmálamann sinn á oddinn. Þessum úrslitum páfakjörsins hefir mjög verið fagnað í Frakk- landi, Englandi og Bandaríkj- um, en þýzk og ítölsk blöð eru fáorð um þau. LEIEFÉLAG REYKJAVÍKUR „FLÉTTUÐ REIPI ÚR SANDI“ Gamanleikur í 3 þáttum. Sýning á morgun kl. 8. Lækkað verð. — Síðasta siim. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 og eftir kl. 1 á morgun. „ÞYRNIRÓS A“ æfintýraleikur fyrir börn í 4 at- riðum, eftir Zocharias Topelíus. Sýnd kl. S V2 á morgirn. Aðgöngumiðar á 1.00 seldir kl. 5—7 og eftir kl. 1 á morgun. ............................ .............................................................................................................................................................................., , - Kaup og sala - Ullarefiif og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. Ég, undirritaður, gef bróður- dóttur minni, frú Ragnhildi Ketilsdóttur, Vallanesi, Valla- hreppi, fjármark mitt: Gagn- bitað hægra, sýlt vinstra. BJARNI JÓNSSON, Fagradal, Vopnafirði. nummmntGAMLA Sjóræningjar Suðnrkafsins Spennandi og æfintýrarík amerísk kvikmynd, sam- kvæmt skáldsögunni „Ebb Tide“ eftir Robert Louis Stevenson. Aðalhlutv. leika: OSCAR HOMOLKA, FRACES FARMER, RAY MILLARD, LLOYD NOLAN. Kvikmyndin er öll tekin með eðlilegum litum! NÝJA BÍÓ t Saga Borgar- ættarínnar Kvikmynd eftir sögu Gunnars Gunnarssonar, tekin á íslandi árið 1919 af Nordisk Films-Compani. Leikin af íslenzkum og dönskum leikurum. Verðhækkun á rafmagnseldavélum Þegar fyrirliggjandi birgðir vorar af R A F H A rafmagns- eldavélum eru uppseldar, gengur eftirfarandi verð í gildi: Tveggja hellu Rafha eldavélar með steikarofni kr. 270.00 Þriggja hellu Rafha eldavélar með steikarofni — 295.00 Þriggja hellu Rafha eldav. með steikarofni og glóðarrist — 350.00 Þriggja hellu eldavélar með steikarofni og hitaskáp — 420.00 Þriggja hellu eldavélar með steikarofni, hitaskáp og glóðarrist — 475.00 Fjögra hellu eldavélar með steikarofni og hitaskáp — 500.00 Fjögra hellu eldavélar með steikarofni, hitaskáp og glóðarrist — 560.00 Raftæk|aeinkasala ríkisin^. ci rðbréfabanhinrv ustuvstr. ó simi 5852.Opiö KU1-12oq1.sl kaupir kreppulánasjóðs- bréf, veðdeildarbréf og hlutabréf í Eimskipafé- lagi íslands h. f. — Ann- ast allskonar verðbréfa- viðskipti. I. S. I. S. R. R. Að tilhlutun Olympíunefndar íslands fer fram KAPPSLND OG SI ADSÝAIAGAU í Sundhöllinni í Reykjavík, fimmtudaginn 30. marz 1939. Dagskrá: 1. 50 mtr. sund. Frjáls aðferð. Karlar. 2. 100 mtr. bringu- sund. Frjáls aðferð. Karlar. 3.Sundknattleikur. 4. Dýfingar. Konur og karlar. 5. 100 mtr. sund. Frjáls aðferð. Konur. — 6. Jónas Halldórsson sundkappi keppir við 4 beztu sundmenn landsins í 800 mtr. sundi. Frjáls aðfrð. Þátttakendur gefi sig fram við Olympíunefndina fyrir 23. marz 1939. Reykjavík, 28. febr. 1939. Olymplunefndln. Á krossgötum. (Framli. af 1. síðu) ið upp dálitlu úrvaisbókasafni fyrir fé- lagsmenn, átt hlut að undirbúningi að kennara- og blaðamannaskiptum, út- gáfu norræns söngvasafns og endur- skoðun kennslubóka í landafræði og sögu. Fyrir atbeina og tilstilli félagsins hafa íslendingar tekið þátt í ýmsum mótum erlendis á þessu ári og íslenzkir listmálarar átt þátt í norrænni list- sýningu, sem haldin var í 40 bæjum og borgum i Svíþjóð. Félagsmenn eru nú rösklega 800. Var á þessu ári stofnuð ný deild í Siglufirði og er Guðmundur Hannesson bæjarfógeti, forstöðumaður hennar. Stjórn félags- ins var endurkosin í gærkvöldi, en hana skipa Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Guðlaugur Rósinkranz framkvæmdastjóri, Jón Eyþórsson, Páll ísólfsson og Vilhjálmur Þ. Gísla- son meðstjórnendur. M.A.- kvarte ttinu 274 Andreas Poltzer: Patricia 275 steiktur kalkúni og eplakaka í ábætir. Þetta voru undirstöðugóðir og vinsælir réttir og gestirnir virtust all$ ekki sakna hinna austurlenzku krása. Eftir matinn fengu dömurnar sherry, en karlmennrinir sneru sér beint að whiskíinu. Nú stóð ungur maður upp og barði á glasið. Allir þögnuðu samstundis og störðu með eftirvæntingu á Bill hinn rauðhærða, sem hafði klæðst sínum dýr- asta skrúða fyrir þetta hátíðlega tæki- færi. Hann var í æfintýralegum smok- ing, sem að vísu var nokkuð stór honum, en ekki var hægt að sjá það á búningn- um, að hann væri eign og tekjulind „Fataleigustofunnar Adonis“. Bill, sem hafði dregið mjallahvíta bómullarvettlinga á stórar krumlurnar, fór að greiða úr samanvöfðum blöðum með hægri hendinni. Síðan fór hann ofan í vinstri vasa sinn og dró þar upp einglyrni. Skemmtihöf- undar, sem eins og kunnugt er hafa það til að fara út í öfgar, mundu hafa lýst einglyrninu svo, að það hefði verið á stærð við mylluhjól, en vér sannsöglir athugendur förum ekki í þessháttar öfg- ar. Einglyrnið, sem hinn ungi heimsmað- ur þrýsti að auganu, var ekki stærri en ábætisdiskur, og virtist ætlað mönnum, sem höfðu orðið fyrir sorg, því að það var svört umgerð um glerið. Með hátíðlegu handapati og þýðingar- miklum ræskingum hóf Bill svo ræðu sína: — Hæstvirti húsbóndi, dömur og herr- ar! Leyfið mér, sem lítilmótlegum sam- verkamanni í hinni gömlu og erfðaríku verzlun, „Indverzka fjárhirslan", sem er nafnkunn um allt ríkið og enda víðar, að segja nokkur orð við þetta hátíðlega tækifæri. Ég eftirlæt mér meiri ræðu- mönnum að tala um þýðingu þessa merka verzlunarfyrirtækis, sem meðal viðskiptamanna sinna hafði og hefir enn fursta og konunga, fjármálastórhöfð- ingja og austræna valdamenn. Leyfið mér aðeins að bera fram hjartanlegustu óskir mínar um, að gimsteinaverzlunin „Indverska fjárhirzlan“ megi blómgast og blessast framvegis undir hinni ágætu stjórn herra Penelop Meagers og leyfið mér um leið, að þakka yður, heiðraði húsbóndi, fyrir hina föðurlegu umönnun, sem þér hafið ávallt sýnt mér .... Hinn rauðhærði ræðumaður tók nú málhvíld og leitaði í ákafa að framhald- inu á ræðu sinni — hún var frá ritbull- ara, sem fyrir hæfilega þóknun fram- leiddi brúðkaups-, jarðarfara- og hátíða- ræður í bundnu og óbundu máli, eftir því, sem hverjum og einum þóknaðist. Uppseit á söngskemmtuuína á morgua sunnudagínn 5. marz. Næstí samsðngur á fímmhidagskvötd. Happdrætti Háskóla íslamis Eftír eína víku verður dregið í 1. ilokki. Flýtið yður að ná í miða. Þjóðstjórn í Englandí (Framh. af 1. síðu) urðu því þau, að ekkert varð af þessari samvinnu og þessar málaumleitanir, sem fóru fram að tjaldabaki, lögðust í þagnar- þey. Flokkabaráttan hélt áfram með enn meiri hörku en jafnvel dæmi voru til áður, og bar Lloyd George glæsilegan sigur af hólmi í þeim deilum. En eigi að síður fullyrðir Lloyd George það í endurminn- ingum sínum, að England hefði verið betur statt, þegar ófriður- in hófst, ef samvinna hefði tek- ist milli flokkanna 1910. Mörg mál voru í fullkomnu ólagi og það tók langan tíma áður en hægt var að samræma þau hin- um nýju kringumstæðum. Lloyd George lýkur frásögu sinni af þessum atburðum, með þeim orðum, að flokkaskipulag- ið hafi sér margt til málsbóta og það sé betra að flokkarnir deili opinberlega heldur en að reynt sé að ná samkomulagi með hrossakaupum og hverskonar ó- heilindum á bak við tjöldin. — En stundum koma líka þeir tím- ar, segir hann, að flokkabarátt- an er háskaleg fyrir þjóðar- hagsmunina. Hún stendur þá í vegi fyrir framförunum og þjóð- in geldur þess þunglega. Það á- lít ég að hún hafi gert með því að hindra samvinnu flokkanna Maður í Vestmannaeyj- um haíði hús í smíðum og var að mestu leyti búinn að steypa það upp, en fékk þá ekki lengur greiðslufrest á timbri og járni til byggingarinnar. Lenti hann í vandræöum, en var svo heppinn að vinna 5000 krónur í happdrættinu, og var honum þá borgið með bygginguna. Maður nokkur í Reykja- vík vann 5000 krónur sumarið 1935. Það var helmingur af hæsta vinn- ingnum. Hann tók sér þá sumarfrí og fór í kring- um land sjóleiðis með konu sinni. Á meðan þau voru á því ferðalagi, fréttu þau, að sama númerið hefði aftur hlot- ið hæsta vinninginn, sem í þetta skipti var 15000 krónur, og komu 7500 krónur í þeirra hlut. Sjaldan hlýtur híkandi happ. 1910. Hinsvegar ber vel að gæta þess, að grundvöllur slíkrar samvinnu ái að vera sameigin- legur áhugi fyrir heill þjóðar- innar. Annars getur hún ekki heppnast vel. ♦♦♦♦♦♦< Vtnni& ötullega fyrir Tímann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.