Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1939næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Tíminn - 04.03.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.03.1939, Blaðsíða 3
27. blað TÍMIXX, laiigardagiim 4. mara 1939 109 H E 1 M I L 1 B Þvottastöðvar I sveftiun. [Pyrir stuttu birtist á þessum stað í blaðinu grein eftir ungan, íslenzkan námsmann í Svíþjóð, um nýja og hag- íelldari gerð þvottavéla heldur en áður hafa þekkzt, er sœnsku samvinnufé- lögin hafa látið smíða og eru að reyna. Hér birtist. niðurlag þessarar greinar, um hverja þýðingu þessar endurbættu þvottavélar gætu haft fyrir íslenzkt sveitafólk.] Við íslendingar skulum fylgj- ast vel með. Við erum á undan nágrannaþjóðunum um suma hluti, sem lúta að þessum mál- um, eins og t. d. innlagningu neyzluvatns í sveitum og út- lagningu skolps. En okkar land gefur betri aðstöðu til þessa en nágrannalöndin. Hér geta verið tvær leiðir að fara. Við getum hugsað okkur, að hver hreppur eða byggðarlag, eftir staðhátt- um, myndi með sér samvinnu- félag og reisi smá þvottastöðv- ar, sem nái yfir þetta og þetta stórt svæði. Þær verði annað- hvort knúðar með rafmagni eða „vatnshjóli“. Gefist það síðar- nefnda vel, þá má hvert svæði vera minna, gengið út frá að það verði ódýrara. Smáþorp með sínar sérstöðvar og nágrenni þeirra. Til sveita myndu 10—20 bæir geta notað þvottastöð, sem gef- in er út fyrir 2—3 fjölskyldur og hver bær hafi sinn vissa dag til þvotta. Þó verður að vera svo rúmt um þetta, ajð ekkert heim- ilið missi úr þvottadag sinn, þó óveður hamli einn eða tvo daga. Það mun nú máske einhverj- um landa mínum detta í hug, við lestur þessara lína, að ís- lenzkir bændur hafi um annað að sinna um hábj argræðistím- ann en að láta fólk sitt renna um sveitina með „þvott“. Slíkt er vanhugsað. Þetta sparaði bæöi tíma og erfiði. Víða til sveita hafa verið reist- ar litlar rafstöðvar til hleðslu á rafgeymum til útvarpsnota, og má vel vera að þessar þrotta- stöðvar gætu sumstaðar verið í sambandi við slíkar rafstöðvar, sem þegar hafa verið reistar eða stendur til að byggja. Þar sem þessum þvottastöðv- um yrði komið upp, þyrfti vit- anlega að taka fullt tillit til þess, að þær lægju vel við sam- göngum, t. d. ferðum mjólkur- eða áætlunarbíla, og að góð náttúruskilyrði séu að öðru leyti fyrir hendi. Orðin liggja til alls fyrst, og svo er í þessu máli, sem ég hefi gert hér að umtalsefni. Og ný- mæli þurfa íhugunar við og vænti ég að einhverjir vilji gefa þessum oröum mínum nokkurn gaum. Sigmundur Jónsson. tryggj a vináttubandið milli Dana og íslendinga. Er þessi skoðun forsetans sígild, þvl það mun stöðugt standa, að úfar þeir, sem eru í milli þjóðanna, munu aldrei hjaðna fyr en Danir hafa oss ánægjanlega fullnægt sanngjörnum allsherj- arfjárkröfum vorum, að undan- genginni nýrri og gagnýtarlegri rannsókn þeirra mála allra saman. Og það mega Danir hafa fyrir satt, að hvernig þeim ferst í fjárskiptunum, mun af íslend- ingum verða skoðað sem sann- raun um þela þeirra í voxn garð. Þessu til skýringar má benda á, að Norðmenn þykjast þurfa að bæta oss víg Snorra Sturluson- ar meö því að láta sinn dýrasta listamann steypa styttu hans í báðum þjóðlöndunum, þeim1 sjálfum til sálubóta, en oss til frama og frægðar. En hversu miklu ríkari skylda mundi þá eigi hvíla á Dönum að bæta fyr- ir alla þá skaða og skapraun, sjálfráða og ósjálfráða, er vér höfum af þeim hlotið allt í frá upphafi sambúaðarinnar við þá, þrátt fyrir það, að íslendingar hafa litið upp til þeirra lengst af og dýrkað þá sem sína yfir- þjóð. Að vísu hafa Danir í því. skyni látið af hendi rakna heila miljón króna, en það er að eins brot af verðmæti Flateyjarbókar og brotabrot af verðmæti Árna- safns, og ber þá að virða það að því. Nú nýlega hefir verið skýrt frá því, að Danir hafi mælt svo fyrir, að í skólum þeirra skuli kennt að syngja þjóðsöng vorn og virðist það með öðru bera því Auglýsing til Sramleiðenda og seljenda nýrra matvæla. Að gefnu tilefni skal hér með birt fyrir almenn- ing eftirfarandi ákvæði reglugerðar nr. 49, 15. júlí 1936, um tilbúning og dreifingu á matvælum og öðrum neyzlu- og nauðsynjavörum: Sá, sem vill reka sláturhús, sá, sem vill búa til matvæli eða neyzluvörur, eða sá, sem vill selja eða dreifa manna á meðal kjöti, kjötmeti, nýjum fiski, fiskmeti, mjólk, mjólkurafurðum, brauði, kökum, ávöxt- um, aldinum eða grænmeti, skal sanna fyrir lögreglu- stjóra, meðal annars með vottorði héraðslæknis og heil- brigðisnefndar, ef til er, að hann fullnægi skilyrðum laga nr. 24, 1. febrúar 1936, þessarar reglugerðar og öðrum ákvæðum, sem sett hafa verið eða sett kunna að verða um þess háttar starfsemi. Lögreglustjóri veitir leyfi til starfseminnar, er settum skilyrðum er fullnægt, og má hún ekki hefjast fyrr. Sama gildir, ef starfsemin er flutt, skiptir um eig- anda eða breytir um starfssvið. Venjulega heimilisframleiðslu á landbúnaðarafurð- um er ekki skylt að tilkynna, né heldur sölu á nýjum fiski, er sjómenn sjálfir annast upp úr bát eða á lend- ingarstað. Brot gegn reglugerðinni varða sektum. Ákvæði þetta tekur jafnt til þeirra, sem nú reka greinda atvinnu, sem hinna, er stofnsetja nýjan rekstur. Er hér með skorað á þá, er hlut eiga að máli, og ekki hafa enn þá leitað leyfis til starfsemi sinnar, að gera það þegar í stað. Sá, er beiðist vottorðs héraðslæknis, skal láta beiðni sinni fylgja skrá um starfsmenn fyrirtækisins, ásamt vottorði læknis um heilsufar þeirra. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 2. marz 1939. Hár bónus. AÐALUMBOÐ: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F Eignlr 76 miljónir króna. UMBOÐSMENN UM ALLT LAND. Við tryggjum okkur í „Danmark“ Beztu kolín Tilkynniné irá Verðlagfsnefnd. Verðlagsnefnd vekur hérmeð athygli vefnaðar- vöruverzlana á því, að ákvæði um hámarksálagningu á vefnaðarvöru og fatnað gengu í gildi hinn 24- f. m. Mun verðlagsnefnd hafa eftirlit með því, að of- angreind ákvæði verði haldin. Sé út af því brugðið mega menn búast við að verða látnir sæta ábyrgð samkvæmt 8. gr. laga nr. 70, 31. des. 1937 um verð- lag á vörum. GEIR H ZQEGA Símar: 1964 og 4017. Jónatan Hallvarðsson settur. 40 ára aímæíísiagnaður Knattspyrnuíél. Reykjavíkur verður að Hótel Borg laugardagínn 11. marz næstk og hefst með borðhaldi kl. 7. Sala aðgöngumiða er byrjuð og verða þeir seldir í Haraldarbúð og hjá Guðmundi Ólafssyni, Vestur- götu 24. Vegna hínnar miklu aðsóknar að hátíð okk- ar, treystum við öllum K. R -ingum að sækja miða sína tímanlega, þar eð búast má við, að þeír verði allir uppseldir fyrir helgi- STJÓRN K. R. Verðlagsneínd. Nýr diesel-landmótor 50—60 hestafla óskast til kaups á næsta vori. Tilboð sendist Sambandísl. samvinnuíéíaga 276 Andreas Poltzer: Patricia 273 Aukin sambönd Framh. af 2. síöu) skipti milli allra Norðurland- ana. Síðan hefi ég oft rætt þetta mál við ritara Norræna félags- ins, Guðlaug Rósinkranz, en hann er, sem kunnugt er, manna áhugasamastur hér um sam- starf norrænu þjóðanna. Þetta hefir leitt til þess, að nú liggja fyrir til athugunar hjá stjórn félagsins lauslegar tillög- ur um framkvæmd málsins. Er þar m. a. stungið upp á, að frá hverju hinna fimm Norður- landa séu sendir 4 kennarar hvert ár, einn til hvers hinna fjögurra, með tveggja til þriggja mánaða dvöl hvert sinn. Mun um þetta tekin fullnaðar- vottinn, að skapi þeirra sé meir snúið til vor. Hefi ég það til marks um, að full von sé þess að þeir muni líta mál vor rétt- ari augum en áður hafa þeir gjört og því ný friðgerðarsaga fara að, ef giptusamlega tekst. Magnús Torfason. ákvörðun á fulltrúafundi í „Nor- den“, sem haldinn verður hér n. k. sumar. Hér skal nú ekki farið nánar út í að rekja hugsanlega fram- kvæmd málsins. Ég hefi fulla á- stæðu til þess að halda, að stjórn Norræna félagsins sýni þessu málefni vinsemd og áhuga. Og sjálfur er ég þess fullviss, að hér er harla mikilvægt menn- ingarverkefni að leysa, sem ekki stendur öðrum ef til vill meiri hagur af en okkur ís- lendingum. Og hver veit nema á eftir komi víkkuð viðskiptasambönd, eins og dæmi það frá Danmörku bendir til, sem fyrr er um getið í þessari grein. Hallgr. Jónasson. Vandað orgel tii sölu Verð allt að kr. 600.00. Hentugt fyrir sveitakirkju. Uppl. gefur Magnús Árnason, Lækjarbakka, Laugarnesveg, Reykjavík. Sími 2218. Það leið dálítil stund þangað til Bill fann næsta kafla í handritinu, sem hann kreisti í hendinni. Stórir svitadropar spruttu fram á enni hans. Loksins fann hann staðinn og hélt nú fram léttari í bragði: — Ég var fátækur sveitalimur, um- komulaus aumingi og fórnardýr vondra og latra manna, þegar þér, herra, tókuð mig að yður og gripuð um stjórnvölinn á lífsskútu minni með styrkri hendi, og afstýrðuð því, að hún strandaði á hinum mörgu boðum í eymdarsjó hins daglega lífs .... Þannig hélt hinn ungi Demosþenes áfram lengi vel og lauk loksins ræðu sinni með líkingu er sýndi, að hinn ó- kunni höfundur þessarar ræðusmíðar var ekki ókunnur klassiskum bókmenntum: — Og eins og Penelopa forðum var Odysseifi; manni sínum, eilíflega trú, eins munuð þér, hæstvirti Penelop Meager verða eilíflega trúr frumboðorðum tig- inna manna og heiðarlegra kaupmanna! Allir viðstaddir klöppuðu ákaflega og Bill seig ofan á stólinn sinn aftur, sæll í hjarta en aðframkominn af þreytu. Gleðskapurinn hélt áfram fram undir morgun og allir skildu glaðir og reifir. Penelop Meager leigði meira að segja bifreið og bauðst til að aka Violet og Paticiu heim. Þau voru varla komin inn sendisveinn og frú Davis, brauðsölukon- an, sem að áliti herra Penelops Meagers var eina skynsama konan í allri Lund- únaborg. Penelop Meager tók á móti tveimur síðustu gestunum án þess að setja ofan í við þær og lét undir eins bera fram mat handa þeim. Hinir gestirnir höfðu lokið við að borða. Violet hafði boðið frænda sínum að vera honum hjálpleg með að semja mat- seðilinn, en hann hafði ekki þáð það og haft tillögur hennar að engu. Violet hafði hugsað sér að þetta ætti að verða sann- kallaður hátíðamatur, í líkingu við mál- tíðir Yuan Mei, sem var frægt skáld og matfræðingur í Kína á 18. öld. Til þess að fá frænda sinn til þess að samþykkja þetta hafði hún ætlað að sleppa ýmsu úr kínversku forskriftunum, svo sem eggjalíkingu og ánamöðkum. Hún hafði meira að segja hugsað sér að verða svo eftirlátsöm að sleppa svöluhreiðrunum, því að henni hafði dottið í hug, að það yrði máske erfiðleikum bundið að búa þau til eins fullkomin og bragðgóð og þau áttu að vera. En Penelop hafði, þrátt fyrir þessa til- hliðrunarsemi, ekki viljað taka í mál að nota kínverska matseðilinn. Þessvegna varð veizlumaturinn ítölsk brauðsúpa, lambakóteletta með sneiddum baunum,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (04.03.1939)
https://timarit.is/issue/56196

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (04.03.1939)

Aðgerðir: