Tíminn - 07.03.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.03.1939, Blaðsíða 3
28. blað TÍMIMV. briðjudaggiiin 7. marz 1939 113 ÍÞRÓTTIR A N N Á L 1 Skíðavikan á Eiðum. Námskeið í skíðaíþrótt var haldið að Eiðum í vetur og stóð það yfir í tíu daga og lauk sunnudaginn 19. febrúar. — Skíðakennari var Gunnar Ól- afsson úr Reykjavík. Þátttak- endur voru alls 60 manns, allir nemendur Eiðaskóla, kennarar og nokkrir menn úr nágrenninu. Skólinn hafði keypt mikið af skiðum í haust og vetur og gat selt nemendunum þau við vægu verði. Áttu því nemendur flest- allir skíði. Einnig á skólinn nokkur pör af skíðum, er hann lánar nemendum fyrir lítið gjald. Mjög æskilegt væri að kenna skíðasmíði við skólann, og er áhugi fyrir, að því verði komið í framkvæmd. Kennslan fór að mestu fram í brekku rétt við skólann. Veður og snjólag var hið ákjósanleg- asta allan tímann, sem nám- skeiðið stóð yfir. Erindi um vetrarferðir á skíðum og með- ferð skíða, skíðabúninga o. fl., flutti kennarinn meðan nám- skeiðið stóð yfir. Að námskeið- inu loknu, fór fram keppni í skíðagöngu, sex kílometra, milli þátttakenda. Sigraði Sigurður Jónsson úr Breiðdal á 34,40 mín. Taldi kennarinn árangur þann sem náðst hafði af námskeiðinu yfirleitt mjög góðan.. Skrifstofa Fraiiisóknarflokksins I Reykjavík er á Lindargötu 1D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Dánardægur. M a r g r é t Jóhannesdóttir á Akranesi andaðist 28. febr. Hún var um áttrætt og hafði verið hrum síðustu árin. Hún var gift Ólafi Ólafssyni vélsmið í Deild á Akranesi. Afmæll. ísak Eiríksson bóndi á Ási verður fertugur 8. þ. m. Hann er sonur Eiríks Jónssonar fyrr- um.bónda á Ási og konu hans Friðsemdar ísaksdóttur. Árið 1926 giftist hann Kristínu Sig- urðardóttur frá Selalæk. Það ár keypti hann jörðina af föður sínum og reisti þar bú. ísak er dugn- aðarmaður mik ill og hefir bætt jörð sína mjög að hús- um, ræktun í s t ó r u m stíl, miklum girðing um og m. fl. — Hann er bók- elskur maður og víölesinn, og er — auk ís- lenzkra bókmennta — allvel að sér í norrænum bókmenntum. Hann hefir um langt skeið ver- ið bókavörður allmyndarlegs sveitabókasafns, og hefir í því starfi, sem öðru er hann hefir tekið að sér, sýnt áhuga, sam- vizkusemi og dugnað, enda er hann maður sem í engu vill vamm sitt vita. ísak er glaðlyndur maður og skemmtinn. í starfi er hann glöggur, vandvirkur og afkasta- mikill, og alltaf ríkir gleði og fjör í þeim hópi, þar sem hann er með í verki. Söngmaður er hann góður og hefir mikið yndi af söng og hljóðfæraleik. Kona hans er einnig mjög söngelsk og munu vera fá íslenzk sveitaheimili þar sem söngur og hljómlist yfir- leitt er meir um hönd haft en þar. Allir, sem þekkja ísak í Ási munu óska honum alls hins bezta á afmælisdaginn hans. Það þarf að brúa Skíllandsá Á leiðinni frá Laugarvatni austur Laugardal, á Geysisveg- inum, er á milli Ketilvalla og Miðdals, á sem heitir Skillandsá. — eða Skilnaðsá. Hún er enn ó- brúuð, ásamt öðrum smærri sprænum. Þótt á þessi sé ekki stór, er hún hinn mesti farar- tálmi fyrir þá, sem yfir hana verða að fara, bæði sumar og þó einkum á vetrum. Margir sumargestir, sem að Laugarvatni koma á sumrum, þrá að komast lengra austur Laugardalinn og sjá þá náttúru- fegurð, sem þessi undurfríða sveit hefir að bjóða, og margir flaska á því, að reyna að fara þetta á bílum sínum, en lang- flestir af þeim stranda í á þessari og koma aftur blautir og slæptir úr ánni, sem sára- lítið þarf til að brúa, því að þetta er bergvatnsá, sem tiltölu- lega lítið vex. Það er þó ekki vegna sumar- ferðafólks, sem ég geri brú þessa að umræðuefni, heldur vegna 5 bæja, sem eru fyrir austan ána og þurfa að flytja nauðsynjar sínar yfir hana all- an veturinn til markaðar. — Vegna snjóa er ekki hægt að fara með vagna á vetrum, enda vondur vagnvegur, og nærri al- veg ófær á sumrum frá sumum bæjunum, lítið verið lagaður siðan 1907, að fyrst var gerður vagnvegur upp að Geysi. Eina og bezta leiðin verður þá sleðar, en þat er þessi á þröskuldur fyrir. Það má nú ef til vill segja, að litlu skipti um afkomu þess- ara 5 bæja, en á þessum síðustu árum hefir þó verið á þessum jörðum um 2200 sauðfjár, sem mæðiveikin er nú að strádrepa og gerir því enn þá meiri nauð- syn á að auka mjólkurfram- leiðslu, en hún aftur krefst dag- legra flutninga áleiðis að mjólk- urbúi. Þetta eitt gerir brú þessa alveg bráönauðsynlega. Á þess- um bæjum er enn yfir 50 manns, þrátt fyrir alla fólksfæð í sveit- unum, þar á meðal 23 börn inn- an fermingar, og verður varla sagt, að á sama standi um möguleika þessa fólks til að lifa. „En hvað dvelur Orminn langa.“ Af hverju er ekki búið að brúa þessa litlu á, sem er jafn mikill farartálmi. Ár eftir ár hefir þetta átt að gerast, og þessu verið lofað, en er þó ógert enn, og þyrfti hún þó sennilega ekki að kosta nema 1000—2000 kr. Því er erfitt að svara nema á einn veg, að það hefir verið látið ógert. — í bændaförinni síðastliðið sumar fór ég á bíl alla leið héð- an frá Laugarvatni og sem leið liggur norður í Kelduhverfi og Axarfjörð í Norður-Þingeyjar- sýslu og minnist ég ekki að hafa orðið var við nokkra á óbrúaða á allri þessari leið, sem var okk- ur neinn farartálmi, en i Skil- landsá hefðu allir bílarnir setið fastir, hefðu þeir átt að fara yf- ir hana. Og þessi á er í miðri sveit, yfir hana þarf mörgum sinnum að fara á hverjum degi með brýnustu afurðir fátækra fjölskyldabænda, sem heyja sína ströngu lífsbaráttu daglega við sauðfjárpest o. fl. erfiðleika. Það óskar enginn eftir, að hætt verði við að laga vegi inn á af- réttum og öræfum, og brúa þar ár og læki, til þess að fólk geti leikið sér um hásumarið, en ef að þarf að nota ríkissjóðsfé til þess, þá er ekki fátæktin fyrir dyrum í þessu landi, ef því fé er ekki betur varið til þess að koma afurðum fátækra bænda áleiðis til markaðar. Mörgum mun verða að líta svo á að með því sé verið að taka brauðið frá börnunum og kasta því. — Skillandsá þarf að brúa nú á næsta ári. Það er brýn nauð- syn. Böðvar Magnússon. Vinnið iitullcga fyrir Tímann. Hjartans pakkir til allra hinna mörgu nær og fjær, sem á ógleymanlegar hátt hata sýnt okkur samúð við tráfall Bjarna Ólafssonar, skipsfjóra og heiðrað minningu hans. Akranesi 1. marz 1939. Elín Ásmundsdóttir. Ólafur Bjarnason. Bókavinir og bókasöfn! Nú er tækifæri að auka bókasöfn sín fyrir lítið gjald, með því að panta hinar ódýru bækur hjá H.f. Acta. — Ekkert heimili ætti að vera án bókasafns. — Pantanir má gera hjá öllum bóksölum landsins eða beint af lager, hjá skilanefndar- manni H.f. Acta liqv., Jóni Þórðarsyni, (Pósthólf 552) REYKJAVÍK Bókaverðskrá send ókeypis þeim er þess óska. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. 1 heildsölu h|á Samband ísLsamvinnufélaga Sírni 1080. Hinn brákaði reyr (Framh. af 2. síðu) . hefir verið ljós á vegum landa i Vesturheimi og lampi fóta þeirra á erfiðum leiðum. Ætt- jarðarástin og næmleikinn fyrir uppruna sínum í hinu litla, fjarlæga landi, hefir verið afl- vakinn í hinni glæsilegu fram- sókn landa í Vesturheimi. Fyxir þennan drengilega metnað eru íslendingar nú svo kynntir í Vesturheimi, að þeir þykja einna æskilegastir allra þjóð- flokka, sem til landsins koma. Ríkisstjórnin hefir gert alt sem í hennar valdi stóð til að greiða sem mest úr þessu ó- happamáli. Maðurinn fær aftur sína litlu fjáreign frá Ameríku. Hann er kominn heim í annað sinn. Hann er hraustur og spar- samur, og á að úrræðamikið vandafólk. Mér findist æskilegt að hægt væri að hlynna ofurlítið að þessum brákaða reyr, í stað þess að láta hann brotna. Hann ætti að fá dálítinn blett hjá bæjarráði Reykjavíkur eða rík- isstjórninni til aö gera sér ný- býli. Með dollurunum sínum frá Ameríku og óbilandi dugnaði sínum, ætti hann að geta skapað sér heimili við sitt hæfi. Ég hygg að löndum i Vestur- heimi myndi þykja slík gestrisni við mann, sem tvisvar leitar griða í ættargarðinum, bezt lausn i þessu máli. J. J. SMIPAUTCERÐ i 11 i n SiíOiii fer vestur um priðjud. 7. marz kl. 9 síðd. Flutningí óskast skil- að sem fyrst. JPréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttábréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Mörgum mun ef til vill finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun mála sannast, að í hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tíðindum sæti, sé vel að gætt. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. Sigurður Olason & Egill Sigurgeírsson Málflutníngsskrifstofa Austurstræti 3. — Sími 1712. Kopar keyptur í Landssmiðjunnl. Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég að kaff- ið hressir mig Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT TRÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa fylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. Útlireiðið TÍMA i\ IV SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. BókasaSn á Þíngvöllum Vilhjálmur Stefánsson land- könnuður hefir sent heiðursbú- staðnum á Þingvöllum með per- sónulegri áritun eftirfarandi bækur: The Northward Course of Empire, The Adventure of Wrangel Island, My Life With The Eskimo, The Friendly Arc- tic, Northward Ho, My Life With The Eskimos (ný og end- urbætt útgáfa) og Unsolved Mysteries of The Artic. Séra Rögnvaldur Pétursson gaf fyrstur manna bækur í Þingvallabústaðinn, allt tíma- rit þjóðræknisfélagsins. Síðan gaf Gunnar Gunnarsson skáld öll sín ritverk. Það væri ánæg- julegur siður, ef þeir rithöfund- ar og skáld, sem fá að dvelja í heiðursbústaðnum í lengri eða skemmri tíma, vildu taka upp þann sið, að gefa þangað bækur sínar. Hreinar léreftstnsknr k a u p i r PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. 280 Andreas Póltzer: unga stúlkan hranalega. — Nei, þér gerið það ekki! Á ég að nefna rétta nafnið yðar, ungfrú Alice? Ég sting upp á, að við hættum þessum feluleik. — Ég skil yður ekki, herra fulltrúi. — Jú, þér skiljið mig mjög vel, ungfrú Alice! Ég skal játa að i fyrstunni hélt ég að þér væruð glæpakvendi, allt þang- að til ég fékk að vita, að þér voruð dóttir George Rakes. Og upp frá því augnabliki var mér ljóst hvernig í öllu lá. Við erum bæði að leita að sama manninum, þér og ég. — En það verður að vera ég, sem geri út af við hann; ég hefi svarið það við líkkistu föður míns! hrópaði Alice æst. — Svo að það er þessvegna, sem þér hafið verið í þessu leynilega ráðabruggi? — Já, auðvitað. Engum skal takast að verða á undan mér með hefndina. Auk þess mundi enginn hafa trúað mér þó ég hefði sagt frómlega frá hvernig í öllu lá. Ó, þessi hærðilegi grunur .... Hún gat ekki lokið setningunni. — Þér hafið rétt að mæla, ungfrú Alice — enginn mundi hafa haft tiltrú til þess, sem þér sögðuð, svaraði Whinstone al- varlega. Allt í einu greip hann um hend- ina á henni. — Ég þakka yður fyrir að þér björg- uðuð ungfrú Holm! sagði hann innilega. Patricia 277 í bifreiðina þegar hann lokaði augunum og eftir nokkrar sekúndur vottuðu háar hrotur, að hinn mikli kaupmaður mundi ekki vera vanur að drekka whiskí. Patricia sagði vinkonu sinni frá heim- sókninni hjá málaflutningsmanni afa síns og talað lágt til þess að vekja ekki Penelop Meager. Violet starði á hana eins og naut á nývirki. Þessi upplýsing hafði svo mikil áhrif á hana að hún stamaði vandræðalega, þrátt fyrir kynni sin af greifynjum og hertogafrúm: — Ó, mylady! Þér eruð þá barnabarn Kingsley lávarðar . ... ? — Nei, heyrðu nú Violet, sagði Patricia hlæjandi og hálfgröm. Ég er engin lady fyrir því. Og jafnvel þó ég væri það, þá verð ég aldrei annað en Patricia gagn- vart þér. Næstu daga fengu allir að heyra sem vildu, hjá frænku eiganda „Indversku fjárhirzlunnar“, að lafði Patricia Kings- ley væri bezta vinkona hennar. Og jafn- vel þó að Patricia Holm ætti ekki að svo stöddu þennan titil með réttu, þá kallaði Violet hana aldrei annað. * * * Whinstone þrýsti á dyrabjölluna og beið. Hann stóð við dyrnar á íbúð Alice Bradford. Á næsta augnabliki var opnað. Þegar Alice Bradford kom auga á full- trúann varð hún ofurlítið fölari en hún

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.