Tíminn - 07.03.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.03.1939, Blaðsíða 4
114 TÍMIM, lirigijiidagfim 7. marz 1939 28. blað MOLAH, Nýlega er látinn einn mesti auðmaður heimsins, oliukóngur- inn Henry Deterding. Hann var 72 ára gamall, þegar hann lézt. Deterding var sonur skipstjóra í Amsterdam. Faðir hans lézt, þegar drengurinn var á ferm- ingaraldri og varð hann að vinna fyrir sér sjálfur eftir það. Hann vann fyrst við blaðasölu, síðan í banka og þar nœst hjá hollenzka nýlenduverzlundrfé- laginu. Þar komst hann í kunn- ingsskap við Jorstjóra olíufé- lagsins Royal Dutch. Honum gazt svo vel að Deterding, að hann réði hann strax í þjónustu félagsins. Þar hœkkaði hann stöðugt í tigninni, stig af stigi, unz hann varð forstjóri félagsins 1902. Hann vann að því með miklum dugnaði, að sameina hin ýmsu olíufélög og þegar hann dró sig til baka 1936, hafði hann um nokkurt skeið verið forstjóri eins stœrsta verzlunarfélags veraldarinnar, Shell, og hafði sjalfur grœtt óhemju fé. Fyrir utan verzlunarrekstur sinn, var Deterding frœgastur á síöari árum fyrir andúð sina gegn kommúnistum. Voru til þess tvœr ástœður. Rússneska kommúnistastjórnin tók olíu- námur hans endurgjaldslausu eignarnámi og um líkt leyti gift- ist hann rússneskri furstadóttur. Til þess að klekkja sem mest á kommúnistum, studdi hann Mussolini og Hitler mjög öflug- lega og útvegaði t. d. Þýzka- landi oft stór lán og gaf því stórar gjafir. Auk þess veitti hann rússneskum flóttamönn- um, sem voru andvígir kommún- istum, margvíslega hjálp og kostaði m. a. nokkur hundruð rússneska stúdenta til háskóla- náms. • Á síðari árum vakti það mest umtal um Deterding, að nokkru eftir að hann varð sjötugur, skildi hann við rússnesku fursta- dótturina og giftist eínkaritara sínum, sem var helmingi yngri en hann. Höfðu þau eígnazt barn nokkru áður en hann lézt. * * * Frœgasta flugkona, sem nú er uppi, er sennilega Jean Batten. Hún hefir flogið eftirfarandi leiðir einsömul: 1933: Frá Englandi til Ind- lands. 1934: Frá Englandi til Ástra- líu; 10.500 enskar mílur. 1935: Frá Ástralíu til Eng- lands. 1936: Frá Englandi til Nýja Sjálands, 14000 enskar mílur á 11 dögum og 45 mín. Hafði eng- inn flogið þessa leið i beinu áframhaldi áður. í þessari ferð setti hún met á leiðinni frá Eng- landi til Ástralíu. 1937: Frá Ástralíu til Eng- lands á 5 dögum, 18 klst. og 15 mín. Var það met í einstaklings- flugi á þeirri leið. Jean Batten er af enskum ættum, fœdd i Ástralíu. ÚR BÆIVUM Ferðafélag íslands heldur skemmtifund að' Hótel Borg í kvöld. Vigfús Sigurgeirsson ljósmynd- ari sýnir skuggamyndir frá öræfum landsins. Síðan verður sýnd ferða- kvikmynd frá Svíþjóð. Dansað til kl. 1. Húsið verður opnað kl. 8.15. Ungmennafélagið Velvakandi heldpr fund í Kaupþingssalnum kl. 9 í kvöld. Fjölbreytt dagskrá. Skátablaðið fæst keypt í ísafoldarprentsmiðju og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Björgun. Á sunnudaginn hvolfdi kajak undir pilti, Edvald Eyjólfssyni að nafni, vestanvert við grandagarðinn. Bjargaði drengurinn sér á sundi upp á sker og tókst að gera aðvart í land. Voru lög- re°luþjónar kvaddir til hjálpar og tókst þeim að bjarga drengnum af skerinu. M.-A.-kvartettinn söng í Gamla Bíó á sunnudaginn var. Var húsið troðfullt og var söngmönn- um óspart klappað lof í lófa. Næst syngur kvartettinn í Gamla Bíó á fimmtudagskvöld. Hefst söngskemmt- unin kl. 7. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og í Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. Gestir í bænum. Halldór Eggert Sigurðsson bóndi á Staðarfelli, Jón Kjartansson verkstjóri á Siglufirði, Jóhannes Björnsson bóndi á Hóli í Lundarreykjadal, Þórólfur Jónsson smiður frá Auðnum í Laxár- dal, S.-Þing. Löggjöf um íþróttir (Framh. af 1. síðu) ■ lokið’ tilteknu námi og fullnægi settum skilyrðum. Fimmti kafli fjallar um frjálsa íþróttastarfsemi. Sam- kvæmt honum er íþróttastarf- semi utan skólanna falin frjálsu framtaki landsmanna og fer aðallega fram í félögum. Ræðir síðan nánara um réttindi þeirra og þau skilyrði, sem þau verða að fullnægja, til að geta notið viðurkenningar og styxks úr íþróttasj óði. Sjötti kafli fjallar um ýms á- kvæði. Er þar m. a. fyrirmælt, að hreppsfélög, bæjarfélög eða sýslufélög skulu leggja til endurgjaldslaust hentug lönd og lóðir undir íþróttamannvirki, sem styrkt eru úr íþróttasjóði eða íþróttanefnd viðurkennir. Er heimilt að taka slík lönd eignarnámi, ef þörf krefur. — í nefndinni, sem samdi frumvarpið, áttu sæti: Pálmi Hannesson rektor (form.), Guð- mundur Kr. Guðmundsson skrifstofustjóri, Jón Þorsteins- son íþróttakennari, Steinþór Sigurðsson skólastjóri, Aðal- steinn Sigmundsson kennari, Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn, Erlendur Pétursson for- maður K. R., Jón Kaldal form. í. R. og Óskar Þórðarson barna- læknir. Borðið á Heltt og Kalt Veltusundi 1. . Hafnarstræti 4 Nýleya var hleypt af stokkunum stœrsta orustuskipi Þjóðverja. SkipiS var smíöað í Hamborg. Það hefir hlotið nafnið Bismark. MyncLin sýnir skips- skrokkinn, fagurlega prýddan, litlu áður en því var rennt á flot. Ritsafn Jónasar Jónssonar Þeir áskrifendur að ritgerðasafni Jónasar Jónssonar, er kynnu að hafa orðið fyrir vanskilum, eru vinsam- lega beðnir að láta Bókaútgáfu S. U. F. vita það hið allra fyrsta. Slíkar kvartanir séu áritaðar: Bókaúfgáfa S. U. F., pósthólf 961, Reykjavik Reykjavíkurannáll h.f. IJtbreimð TÍMANN Revyaii Fornar dy gðir, model 1939 Sýning á fimmtudags- kvöld kl. 8 stundvísl. Aðgöngumiðar seldir á mið- vikudag frá kl. 4—7 og eftir kl. 1 á fimmtudag. VENJULEGT LEIKHÚSSVERÐ frá kl. 3 á fimmtudag. Fyrirœtlanír Itala (Framh. af 1. síðu) buðu Egiptar ítölum sinn hluta til kaups, en þeir þáðu ekki boðið, og keyptu Bretar hann þá. Hefir þessi skipting hluta- Andreas Poltzer: Patricia 279 átti að sér. En hún hafði lag á að leyna tilfinningum sinum. — Herra fulltrúi. Gerið þér svo vel að koma inn .... Röddin virtist vera undr- andi. En hún spurði ekki Whinstone einu orði um hvert erindi hans væri. Hún fór með hann inn í dagstofu sína og bauð honum sæti. Whinstone settist án þess að segja orð. Eftir svolitla stund bað hann hana um leyfi til að mega reykja. Alice Bradford tók fram ljómandi fallegt hylki og rétti honum. — Gerið þér svo vel. Whinstone tók sér sígarettu og Alice Bradford gerði eins. Whinstone gaf henni eld og kveikti svo í hjá sér. Það breidd- ist einkennileg lykt um stofuna af síg- arettunum. Fulltrúinn hnusaði. Alice Bradford tók eftir því og sagði: — Ég fæ þessar sígarettur frá Malta. Það er leyndarmál verksmiðjunnar hvernig þær eru búnar til. Ég held ekki að það séu aðrir en ég, sem reykja þær hér I London. — Það er víst rétt, ungfrú Alice. Alice kipptist við og rétti úr sér í stóln- um og fulltrúinn hélt áfram. — Ungfrú Alice. Þér vitið víst að allir glæpamenn gera sig fyrr eða síðar seka um einhverja óvarkárni, sem kostar þá frelsi þeirra. Einnig þér, ungfrú Alice, hafið hvað yður snertir, gert yður seka í þesskonar — látum okkur segja — ó- varkárni. Whinstone benti á sígarettuna, sem hún hafði í hendinni og hélt svo áfram: — Sá sem einu sinni hefir fundið lykt- ina af þessum sígarettum gleymir henni ekki aftur. Án þess að vita af því eða gera yður grein fyrir því, hafið þér svo að segja skilið nafnspjaldið yðar eftir hvar sem þér hafið komið, því að þér eruð alltaf síreykjandi. Lyktin af þessum sígarettum er í herberginu löngu eftir að þér eruð farin þaðan, og eins og þér sögðuð sjálf áðan, eruð þér eina mann- eskjan í London, sem notar þessar sígar- ettur. — Og hvaða ályktun dragið þér af því? tók Alice Bradford fram í fyrir full- trúanum. — Ég er t. d. í fyrsta lagi ekki í vafa um, að súðarkytran í Upper Harley Street hefir verið notuð af yður til mjög ein- kennilegra og grunsamlegra gerfaskipta! — Þrátt fyrir að þér funduð fingraför Catherine Woodmill á hlutum þar inni? — Já. Það er yðar að gera mér grein fyrir, hvernig þau fingraför eru komin þangað. Unga stúlkan þagði. — Jæja, ungfrú Alice? — Ég heiti ungfrú Bradford, sagði E.s. Lyra fer héðan 9. þ. m. kl. 7 e. h. til Bergen um Vestmannaeyjar og Þórshöfn. Flutningi veitt móttaka til hádegis á fimmtudag. Farseðlar sækist fyrir sama tíma. fjársins haldizt óbreytt síðan. Samkvæmt samningi Breta, Austurríkismanna, Þjóðverja, ítala, Hollendinga, Tyrkja og Rússa frá 1888 skal skurðinum haldið opnum fyrir skip allra landa, án tillits til styrjalda eða annarra ástæðna. ítalir telja nú að skipting hlutafjárins sé orðin óréttlát og þeim beri meiri hlutdeild í stjórn skurð- arins. Einnig kvarta þeir und- an því, að of þung gjöld séu lögð á skipin, sem fara um skurðinn. Miðað við smálestafjölda þeirra skipa, sem um skurðinn fara, nota Englendingar hann lang- mest og ítalir þar næst. Eng- lendingar nota hann þó 2 y2 sinnum meira en ítalir. ítalir gera heldur ekki kröfu til þess að svo stöddu að Bretar afhendi þeim hlutabréf sín, heldur beina þeir kröfunni um það til Frakka, sem nota skurðinn miklu minna en ítalir. 3. ítalir fái aukin réttindi í Tunis og minni skorður verði settar við því, að þeir geti flutt þangað. Samkvæmt gömlum samningi halda ítalir, sem flytj a þangað, áfram ítölskum borg- araréttindum og heyra undir stjórn ítaliu, en þessi ákvæði falla úr gildi 1965 samkvæmt fransk-ítölskum samningi frá 1935. Vegna þess samkomulags, sem þá náðist um Tunis, vildu Frakkar ekki styðja Breta til algerðra refsiaðgerða gegn ít- alíu fyrir Abessiníustríðið og súpa þeir nú seyðið af þeirri framkomu sinni þá. Gegn þessum tilslökunum þykir líklegt að ítalir myndi semja frið við Frakka um stund- arsakir. Það þykir einnig senni- legt að Bonnet utanríkisráð- herra Frakka vilji semja á þess- um grundvelli. En Daladier og margir aðrir áhrifamenn Frakka eru taldir andvígir öll- um tilslökunum. ,»»»tmm»GAMLA Bíó»u»»nm»| Bulidog Dfumm- ond í iífshættu! Afar-spennandi amerísk leynilögreglumynd eftir ,,SAPPER“. — Aðalhlut- verkin leika: John Barrymore Louise Campell John Howard. í SÍÐASTA SINN. nýja bíó Saga Borgar- ættarinnar Kvikmynd eftir sögu Gunnars Gunnarssonar, tekin á íslandi árið 1919 af Nordisk Films-Compani. Leikin af íslenzkum og dönskum leikurum. Þúsund króna verðlaunum er hér með heitið fyrir tillögu- uppdrætti að fullkomnu sam- komuhúsi á lóðinni Fríkirkju- veg 11. 1. verðlaun kr. 500.00 2. verðlaun kr. 300.00 3. verðlaun kr. 200.00 Nánari upplýsingar hjá Jóni Gunnlaugssyni, Austurstræti 14, 2. hæð. Húsfélag bindindismaima. Happdrætti Háskóla Isiands Eínn vínningur getur ger- breytt lífskjörum yðar. Ung k o n a vann í happdrættinu 10 0 0 krónur daginn eftir að hún gekk í hjóna- band. — Þetta mátti kallast g ó ð brúðar- gjöf. U n g u r sveitapiltur sótti um inngöngu í Laugarvatnsskóla og vann samtals , 1250 krónur á 14-miða. — Kom þessi vinningur sér mjög vel, því að af litlum efnum var að taka. Fólk sagði, að þetta fé hefði komið eins og af himnum of- an, og dugði það til þess að pilturinn kæm- ist í gegnum skólann. Margur er ríkari en hann hyggur. Advorun. Iðnmeistarar eru hér með, að marggefnu tilefni, minntir á, að lögum samkvæmt ber þeim að gera skrif- lega námssamninga við nemendur þá, er þeir taka til kennslu. Hér eftir verður ríkt eftir því gengið, að samningar séu gerðir og staðfestir áður en nám er hafið. Verði dráttur á því, að samningar séu sendir oss til áritunar, verður tími sá, er líður frá því nám er talið hefjast og þar til samningur er endanlega staðfestur, dreginn frá og ekki tekinn gildur sem námstími. Á sama hátt eru því væntanlegir iðnnemar varaðir við að hefja nám, fyr en samningar hafa verið staðfestir. Reykjavík, 7. marz 1939. Idnaðarfulltrúarnir. f ÚTBREIÐID TÍMANNt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.