Tíminn - 07.03.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.03.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR: \ EDDUHÚSI, Llndargötu 1 b. ) SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA \ OG A UGLÝSINGASKRIFSTOFA: \ EDDUHÚSI, Llndargötu 1 d. . Sími 2323. ) PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. S Símar 3948 og 3720. \ 23. árg. Hoykjavík. þriðjjudagimi 7. marz 1939 28. blað Löggjöf um íþróttir Tillögur íþróttanefndarinnar, sem forsæt- isráðherra skípaði síðastliðið vor til að undirbúa slíka löggjöí Myndin sýnir Djibouti og járnbrautina, sem liggur þaðan til Addis Abeba. Franska Somaliland er lítið og þykir líklegt, að ítalir vilji í framtíðinni ná því og Brezka-Somálílandi á vald sitt, en bœöi þessi landssvœði eru umkringd af nýlendum ítala eins og sjá má á myndinni. Fyrirætlaiiir Itala Forsætisráðherra skipaði sl. vor níu manna nefnd til að gera tillögur um ráðstaf- anir til aukinnar íþrótta- starfsemi og líkamsræktar meðal þjóðarinnar. Nefndin hefir nú lokið við samningu á ítarlegu frv. til íþrótta- laga og hefir það verið lagt fram í neðri deild. Frv. er í sex köflum og verður hér gerð nokkur grein fyrir hverjum þeirra um sig. Fyrsti kafli fjallar um stjórn íþróttamála. Skal kennslumála- ráðherra hafa yfirstjórn allra íþróttamála að því leyti, er ríkið lætur þau til sín taka. Til að- stoðar honum skulu vera sér- stakur íþróttafulltrúi, launaður úr ríkissjóði, og þriggja manna íþróttanefnd. Skipar ráðherra einn mann í nefndina, í. S. í. einn og U. M. F. í. einn. Vinnur nefndin og fulltrúinn sameigin- lega að umsjón og endurbótum á þessum málum og er þeim, sérstaklega íþróttafulltrúanum, falið mjög margþætt verkefni í frv. íþróttafulltrúinn skal m. a. vera íþróttafélögum og öðrum aðilum til leiðbeiningar og að- stoðar um íþróttamál eftir því, sem óskað er. Annar kafli fjallar um í- þróttasjóð. Skal stofna sérstak- an sjóð til eflingar íþróttum í landinu og skal Alþingi sjá hon- um fyrir nægilegum tekjum. Styrki úr sjóðnum má veita til hverskonar íþróttastarfsemi eða mannvirkja og tækja, sem bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Styrki má veita til félaga í í. S. í. og U. M. F. L, skóla, hreppsfélaga og sýslufélaga. Þriðji kafli fjallar um íþróttir í skólum. Eru þar fyrirmæli um Rannsóknír á vita- mínauðgí íslmjólkur Að tilhlutun mjólkursamsöl- unnar hafa að undanförnu far- ið fram rannsóknir á vitamin- auðgi íslenzkrar mjólkur. Hefir rannsóknarstofa háskólans, undir handleiðslu prófessors Níelsar Dungal, haft þær rann- sóknir með höndum. Voru fjöldamörg sýnishorn tekin af mismunandi mjólk, bæði frá einstökum búum hér í grennd- inni, kaldhreinsaðri mjólk og samhelltri, gerilsneyddri mjólk. Tvær athuganir voru gerðar með gerilsneydda mjólk og leiddi önnur þeirra í ljós, að í mjólkinni voru 14 mgr. af c- vitamini í hverjum lítra, en hin sýndi 13 mgr. skammt af c- vitamini í hverjum lítra. Öll mjólkursýnishorn voru tekin í janúarmánuði og febrú- armánuði, sem óhætt mun að álita þá mánuði ársins, sem mjólkin yfirleitt sé einna rýrust að bætiefnum, en að vorlagi og sumarlagi mun hún hinsvegar stórum auðugri að þeim efn- um, þannig að ef tekið væri þá meðaltal af vitaminauðgi mjólkurinnar, myndi útkoman verða enn glæsilegri. í árásargreinum í Morgun- blaðinu hefir Jónas Sveinsson læknir fullyrt, að í góðri út- lendri mjólk væri 10 mgr. af c- vitamini í hverjum lítra. Sé nokkuð upp úr þeirri staðhæf- ingu leggjandi hefir komið á daginn, að íslenzk mjólk er að minnsta kosti 30—40% bæti- efnaríkari heldur en gerist um útlenda mjólk. fimleikakennslu í barnaskólum eftir því, sem aðstæður leyfa. Öll börn á landinu skulu læra sund, nema þau séu óhæf til þess að dómi skólalæknis. Leik- fimi skal kennd i öllum æðri skólum. Allir fastir barnaskólar og æðri skólar skulu hafa til umráða hæfilegt landssvæði eða leikvang til þess að iðka knattleiki og útiiþróttir. í öllum barnaskólum og öðrum almenn- um skólum skal fara fram kennsla um heilsuvernd, gildi íþrótta og skaðsemi eitur- nautna. Fjórði kafli fjallar um íþróttakennslu. Samkvæmt honum getur enginn orðið íþróttakennari, nema hann hafi (Framh. á 4. síðu) Furðulegar fregnír í brezku stórblaðí í útvarpinu birtist í gærkvöldi svohljóðandi fréttaskeyti frá Kaupmannahöfn: „Samkvæmt símskeytum til sænskra og danskra blaða flyt- ur blaðið „Manchester Guar- dian“ grein, sem vekur mikla eftirtekt, um starfsemi Þjóð- verja á íslandi. Blaðið segir, að Þjóðverjar óski að koma á yfirráðum naz- ista á íslandi til þess að setja þar á laggirnar kafbátastöð og flugflotastöð. Telur blaðið möguleika á vopnaðri stjórnbyltingu á ís- landi og skýrir frá því, að vopn- um sé smyglað inn í landið.“ Skeyti þetta er birt í dagblöð- unum i Reykjavik í morgun. En útvarpið mun hafa gert ráðstaf- anir til að fá nánari fregnir um efni hinnar umræddu greinar i Manchester Guardian. Halldór Eggert Sigurðsson bóndi á Staðarfelli á Fellsströnd er gestkom- andi hér í bænum um þessar mundir og hefir tíðindamaður Tímans hitt hann að máli. Tíðarfar var þar vestra gott til loka janúarmánaðar, en þá brá til óstilltrar veðráttu og var ýmist fannkoma eða blotar. Hafa hagar verið mjög slæmir lengst af síðan og beit ekki notazt ’vegna umhleypinga og rosa, þótt eigi hafi verið jarðbönn með öllu. Hefir verið innistaða á sauðfé og á flestum bæjum eru einnig allir hest- ar á gjöf. i I I Mæðiveikin hefir enn gert lítinn usla í hreppnum, en þó hefir hennar orðið vart á tveimur bæjum, þar sem hún hefir þegar valdið nokkru tjóni. Hún kom fyrst upp á þessum slóðum haust- ið 1937. — Refabú eru fimm í sveitinni, öll heldur smá, en þó eiga fleiri heim- ili ítök í þeim. Binda ýmsir nokkra von við loðdýraræktina, ef hin geig- vænlega fjárpest leggur sauðfjárbú- skap að rneira eða minna leyti í rústir, um skeið að minnsta kosti. t t f í janúarmánuði var stofnað fiski- ræktar og veiðifélag í sveitinni og standa að því tólf jarðir í hreppnum. Árnar, sem hér er stofnað fiskiræktar- félag um, eru Flekkudalsá, Kjarlaks- staðaá og Tunguá. Lax gengur ekki í árnar, en dálítið af silungi er í Kjar- laksstaðaá og Tunguá. Flekkudalsá er hinsvegar ekki geng laxi eða silungi, Aðalíundur Flóabúsíns Útborgað mjólkurverð til bænda hækkað um tvo aura á líter á síð- astliðnu ári Aðalfundur Mjólkurbús Flóa- manna var haldinn að Þingborg á Skeggjastöðum síðastliðinn laugardag. Mættir voru um 300 félagsmenn og fulltrúar úr ílestum hreppum Árnes- og Rangárvallasýslu. Á fundinum var gefin ítarleg skýrsla um starfsemi búsins á liðna árinu. Alls hafði verið tek- ið á móti 5.629.722 lítrum af mjólk á árinu, en næsta ár á undan var tekið á móti 4.835 þús. lítrum. Aukningin stafar að mestu leyti af því, að Mjólk- urbú Flóamanna og Kaupfélag Árnesinga keyptu Ölfusbúið um mitt sumar í fyrra og fékk Flóabúið eftir það mjólk af því svæði, sem áður hafði sent hana til Ölfusbúsins. Ölfusbúið er nú eingöngu notað til ostagerðar. Það var selt framangreindum aðilum á 132 þús. kr. Útborgað yerð á mjólkinni til bænda varð að meðaltali 23.4 aurar á hvern lítra og er það rúmum tveimur aurum meira en greitt var árið áður. Frá þessu verði dregst flutningskostnaður á mjólkinni til búsins. Eignir búsins voru afskrifað- ar á árinu um 30 þús. kr. og af tekjum ársins voru um 56 þús. kr. yfirfærðar til næsta árs. í árslok voru í búinu 784 fé- lagsmenn og höfðu 156 félags- menn bætzt við á árinu. Flestir nýju félagsmennirnir eru á því svæði, sem áður sendu mjólk til Ölfusbúsins. Á fundinum var samþykkt að verja 5000 kr. til byggingar kvennaskóla á Laugarvatni og 500 kr. til héraðsbókasafns. Stjórn búsins skipa nú Egill Thorarensen kaupfélags- stjóri (formaður), Sigurgrímur Jónsson bóndi í Holti og Dagur Brynjólfsson bóndi í Gaulverja- bæ. vegna ókleifra fossa. Hyggst hið ný- stofnaða félag að ráða bót á því, þegar fram líða stundir. Ólafur Sigurðsson fiskiræktarráðunautur skoðaði ámar í sumar og leizt honum mjög vel á þær til fiskiræktar. Formaður fiskiræktar- félagsins var kosinn Magnús Jónasson í Túngarði, en meðstjórnendur hans Guðmundur Ólafsson á Ytra-Felli og Jóhannes Jóhannesson á Kjarlaksstöð- um. Eru framkvæmdir af hálfu félags- ins í undirbúningi. t t t í Staðarfellsskóla eru í vetur 24 námsmeyjar, en fleirum getur skólinn ekki veitt móttöku. Nemendur þessir eru víðsvegar að af landinu, og yfir- leitt mjög áhugasamir. Forstöðukona skólans er Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri í Skagafirði, og hefir hún verið það tvo síðastliðna vetur. Fastakennarar eru þrír. Umsóknir eru þegar farnar að berast fyrir næsta vetur, en ekki er þó skólinn fullskip- aður næsta ár ennþá. í sl. sumri stóð til að skblinn yrði raflýstur, en af þvi gat þó ekki orðið vegna óviðráðanlegra atvika. Eru allar líkur til að þessari umbót skólanum til handa, verði kom- ið í kring á næsta sumri. , t t r Afráðið hefir að á komandi sumri verði hafin rannsókn á fornum bæja- rústum í Þjórsárdal. Hafa danskir fornfræðingar fengið styrk úr Carls- bergssjóði og sænskir fornfræðingar úr sjóði Wennergrens til íslandsfarar í Sama þófið heldur enn áfram í Spánarmálunum. Meiri líkur eru þó taldar fyrir vopnahléi en áður, því nú um helgina gerðist sá atburður á Mið-Spáni, að stjórn Negrins var steypt af stóli og hafa nú hinir hægfara flokkar, sem studdu lýð- veldisstjórnina upphaflega, tek- ið völdin í sínar hendur. Kom- múnistar hafa í fyrsta sinn síðan styrjöldin hófst, verið úti- lokaðir frá þátttöku í stjórn- inni. Hin nýja stjórn virðist njóta bæði stuðnings hersins og al- mennings. Markmið hennar er talið það, að semja um frið við Franco á þeim grundvelli, að allir útlendir hermenn verði fluttir af Spáni og stjórnarsinn- ar njóti fullra griða. Náist ekki samkomulag á þeim grundvelli, því skyni að eiga kost á að taka þátt í uppgreftri rústanna. Finnskir forn- fræðingar hafa einnig hug á að taka þátt í þessum rannsóknum. Matthias Þórðarson fornminnjavörður mun hafa með höndum stjórn og umsjón með verkinu, og munir þeir, sem finnast kunna, falla í eign Þjóðminja- safnsins. Einkum er það lega bæjar- rústanna og byggingarlag, sem athuga á. Alls munu vera um tuttugu bæjar- rústir í Þjórsárdal og auk þess forn grafreitur að Skeljastöðum, sem í ráði er að rannsaka. Er óvíst hvort þar er um að ræða grafreit frá kristinni tíð, en munnmæli herma, að kirkja hafi verið að Skeljastöðum, eða bein þau, er þar eru, séu frá heiðnum tíma. Mjög er þessi grafreitur nú orð- inn uppblásinn. Talið er að byggð hafi eyðzt í dalnum laust fyrir miðja 14. öld af völdum eldgoss. Eigi er þó sann- að svo hafi verið og telja ýmsir að of mikil búnýting og sauðfjárbeit hafi átt meiri þátt í eyðingu dalsins, en hingað til hefir verið talið. r t t Tveggja mánaða vefnaðarnámskeið hefir staðið yfir í Neskaupstað í Norð- firði og er nú nýlega lokið. Níu konur tóku þátt í námskeiðinu. Var haldin sýning á vefnaði þeirra að námskeið- inu loknu, og var góður rómur að gerður. Kvenfélagið Nanna gekkst fyr- ir námskeiði þessu, en stjórnandi þess var Sigurlína Sigurðardóttir. ætlar stjórnin að berjast til þrautar. Er talið að hún hafi um 500 þús. sæmilega æfðra hermanna á að skipa og er það lið mun betra en Kataloníu- herinn var. Sömuleiðis er hann betur vopnum búinn. Vörn hans er þó talin vonlaus til lengdar, sökum skorts á skotfærum og matvælum. Það er álitið, að Franco hafi beðið Mussolini að kveðja ít- alska herliðið heim, en hann hafi neitað að verða • við þeim óskum. Þykir sennilegt, að Mussolini vilji fá Frakka til að veita sér ýms hlunnindi áður en hann kallar Spánarlið sitt heim og sé hann þess mjög fýsandi, að haldin verði ráð- stefna um þau mál. Mörg erlend blöð halda því fram, að ítalir meini ekki landakröfur sínar á hendur Frökkum alvarlega og þess vegna hafi þær aldTei verið bornar fram í nafni stjórnar- innar. Það, sem fyrir ítölum vaki, sé að fá Frakka til nokk- urra tilslakana nú, án þess að þeir þurfi að láta nokkurt land af hendi, í þeirri von, að slíkt undanhald muni hjálpa til að lama mótstöðukraft þeirra í framtíðinni. Tilslakanir þær, sem Musso- lini óskar að Frakkar geri nú, eru taldar þessar: 1. Höfnin Djibouti í Franska- Somalilandi verði gerð að frí- höfn fyrir ítali og fái þeir að setja þar upp sérstök hafnar- mannvirki og vöruskemmur. Jafnframt fái þeir umráð yfir járnbrautinni frá Djibouti til Addis Abeba, höfuðborgarinnar í Abessiniu. Djibouti er nú aðal- hafnarbær Abessiníu og þang- að liggur eina járnbrautin frá hinum frjósamari hlutum landsins til strandarinnar. Járnbrautarlagning til annarra hafnarstaða er miklum erfið- leikum bundin. ítalir geta því tæpast hagnýtt sér yfirráð sín í Abessiníu, nema þeir fái stór- um bætta aðstöðu í Djibouti. 2. ítalir fái aukna hlutdeild í stjórn Suesskurðarins, sem tengir saman Miðjarðarhafið og Rauðahafið og öll ítölsk skip, sem ganga á milli Ítalíu og A- bessiníu þurfa að fara í gegn- um. Suesskurðurinn var opnað- ur til umferðar 17. nóv. 1869. Egipzka stjórnin átti upphaflga 50% af hlutafénu, Frakkar 44% og ítalir afganginn. Árið 1885 (Framh. á 4. síðu) A víðavangi Blaðið Vísir virðist nú fyrir alvöru hafa tekið að sér það hlutverk að túlka málstað þeirra manna innan Sjálfstæðisflokks- ins, sem ekkert raunverulegt samstarf vilja við aðra flokka og ekkert vilja á sig leggja fyrir sjávarútveginn. Er blaðið með einhverskonar ólíkindalæti um það, að „ríkisstjórnin sé á bak við tjöldin að leita samkomu- lags um einhverjar tillögur um lausn þessara mála“ og talar um „pukur“ I því sambandi. En aðstandendur Vísis vita áreið- anlega fullvel, að viðræður hafa átt sér stað milli flokkanna og um hvað þær viðræður hafa snúizt. Þeir vita líka vel, að það er ekki líklegasta leiðin til sam- komulags að leggja tillögur eins flokks „opinberlega fram á Al- þingi“ og hefja um þær baráttu í ræðu og riti áður en möguleik- arnir til samstarfs hafa verið gaumgæfilega athugaðir. * * * Þá talar Vísir um það í gær, að Framsóknarflokkurinn ætti að láta sér nægja að sæmilegt at- kvæðamagn fengist á þingi til að koma fram lögum til við- reisnar sjávarútveginum, þótt ekki fengist jafnframt þriggja flokka samvinna um að standa með þeim lögum í framkvæmd- inni. En á þeim tveimur er, eins og allir skilja, mikill munur. Þeir, sem kunnugir eru pólitísk- um veðrabrigðum síðustu tíma, geta vel hugsað sér það ástand, að þingmenn úr ákveðnum flokki greiði atkvæði með lögum, sem erfið eru í framkvæmd, en að eftir á sé af mönnum úr hin- um sama flokki leynt og ljóst að því unnið að vekja andúð gegn lögum og gera framkvæmdina torvelda fyrir þá, sem af henni hafa vandann. „Vinir sjávarút- vegsins“ verða að gera sér það ljóst, að stuðningur þeirra við lagasetningu á þingi, er ekki nema hálfur stuðningur, ef þeir hliðra sér hjá að bera ábyrgðina á því, sem á eftir fer. * * * Það væri synd að segja, að Mbl. hafi með skrifum sínum undanfarnar vikur gert sitt til að stuðla að samstarfi því milli flokka, sem til umræðu hefir verið. Allan þann tima, sem við- ræðurnar hafa staðið, hefir blaðið forðast það eins og heitan eldinn, ef svo mætti segja, að birta nokkurt orð, sem til þess gæti verið að greiða fyrir, að viðræðurnar bæru árangur. En nú hefir blaðið sennilega, hjá einhverjum flokksmönnum sín- um fengið bágt fyrir frammi- stöðu sína í þessu máli. Og í for- ystugrein í dag, reyna ritstjór- arnir að þvo hendur slnar. * * * Blaðið þykist hafa það sér til afsökunar að einmitt þessa sömu daga hafi Tíminn verið að birta „hinar svívirðilegustu get- sakir og aðdróttanir í garð Sjálfstæðismanna“! Þessu er þeim ætlað að trúa, kjósendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem ekki lesa Tímann, og vita því ekki, hvað í honum hefir staðið um þau mál, sem nú er reynt að finna lausn á í viðræð- um flokkanna. Þeim, sem Tim- ann lesa, þýðir ekki að segja, að hann hafi spillt fyrir samstarf- inu. Það vita ritstjórar Mbl. mæta vel. * * * Þjóðviljinn er í dag með lang- an heilaspuna um það að Fram- sóknarflokkurinn muni vilja „kæfa niður alla rannsókn á stórútgerðinni", „gefa Kveld- úlfi eftir“, „banna hverja þá flokka, sem ekki vilja bera ábyrgð á svindlinu", o. s. frv. Ekki er gott að vita, hvaðan blaðinu kemur þessi vizka, og þá heldur ekki, hvernig það kemst að þeirri niðurstöðu, að gengis- Iækkun myndi hækka laun for- stjóranna i Sölusambandi ísl. f iskframleiðenda! Tíðarfar í Dölum. — Úr Fellsstrandarhreppi. — Fiskiræktar- Fellsströnd. — Staðarfellsskóli. — Uppgröftur bæjarrústa í Vefnaðarnámskeið í Neskaupstað. og veiðifélag á Þjórsárdal. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.