Tíminn - 14.03.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.03.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 d. StMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Undargötu 1 d. Slmi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavik, þriðjndagiim 14. marz 1939 Rekstraraikoma Mjólkursamsölunnar Sala hennar nam 3,8 millj. króna á síðastiiðnu ári Dreífingar- og hreínsunarkostnadur var Sjór' um sinnum minni en hann var hjá Mjólkur- félaginu 1933. Mjólkursamsalan hefir nýlega skilað reikningum sínum fyrir síðastliðið ár til mjólkursölunefndar. — Fara hér á eftir nokkrar niðurstöður þeirra: Samanlagt innvegið mjólkur- magn mjólkurbúa verðjöfnun- arsvæðisins árið 1938, var 13.181. 872 kg. og er það 757.275 kg. meira en árið áður. Alls voru seldar vörur á árinu fyrir kr. 3.814.173,67 og er það kr. 624.087,47 meira en árið 1937 og rúmri 1 milj. krónum meira en árið 1935, sem var fyrsta starfsár Samsölunnar. Samsalan seldi á árinu 5.357. 394 lítra af mjólk og er það 368.126 lítrum meira en árið 1937, eða að meðaltali 1008 lítra aukning á dag. Sala á rjóma hefir aukizt að meðaltali um 70 lítra á dag, miðað við árið áður, og sala á skyri um 57 kg. að meðaltali á dag. Alls var seld mjólk og mjólk- urvörur fyrir samtals kr. 3.307. 248,54. Tekjuafgangur ársins að frá- dregnum afskriftum nam kr. 278.482,97 og var hann skv. nú- gildandi lögum yfirfærður til verðj öf nunarsj óðs. Samtals var greitt í verðupp- bætur á árinu kr. 420.880,65. Þegar afkoma Samsölunnar er miðuð við mjólk þá, sem hún hefir selt á árinu, eins og áð- ur hefir verið gert, þá verður allur kostnaður, þ. e. sölu-, dreifingar- og skrifstofukostn- aður ásamt vörurannsóknum og Merkileg neindarskipun At vinnumálaráðhcrra skípar prjá menn til að hafa yfirstjórn allra hagnýtra náttúruf ræði- rannsókna í landinu Atvinnumálaráðherra hefir falið þriggja manna nefnd að hafa með höndum yfirstjórn allra hagnýtra náttúrufræði- rannsókna i landinu. Eftir til- mælum hans hefir hver af aðal- flokkum þingsins tilnefnt einn mann í nefndina. Nefndina skipa: Pálmi Hann- esson rektor, tilnefndur af Framsóknarflokknum, Emil Jónsson vitamálastjóri, til- nefndur af Alþýðuflokknum og Ásgeir Þorsteinsson verkfræð- ingur, tilnefndur af Sjálfstæð- isflokknum. í skipunarbréfi ráðherrans til nefndarmanna segir svo: „Verkefni nefndarinnar er það er hér greinir: a) að safna gögnum um þær rannsóknir, sem þegar hafa verið gerðar á ónotuðum auð- lindum landsins og draga þann- ig saman í eitt hagnýta þekk- ingu um náttúru þess, svo og að vinna úr því heildaryfirlit svo fljótt sem hægt er, b) að gera tillögu um áfram- haldandi rannsóknir, ráða menn til þeirra rannsókna, sem fé er veitt til á hverjum tíma, og sjá um tilhögun þeirra og fram- kvæmd, c) að fylgjast með, eftir því sem unnt er, helztu nýjungum (Framh. á 4. síðu) afskriftum, sem næst iy2 eyrir á hvern seldan mjólkurlítra. Við þetta er þó það að athuga, að miðað við reynslu undanfar- inna ára, hefir Samsalan orðið fyrir tekjumissi, sem nemur fullum y4 eyri á hvern mjólkur- lítra, sem hún seldi, við það, að verða að nota innlendar flösk- ur í stað erlendra, eins og áður var gert. Þá hefir Samsalan á þessu ári afskrifað af áhöldum o. fl. sem svarar % eyri á lítra umfram það, sem hæfilegt var talið árið áður. Að þessu athuguðu, og sé af- koma ársins miðuð við mjólk- ina, svo sem áður er sagt, verð- ur hinn raunverulegi kostnað- ur um % eyrir pr. lítra þeirrar mjólkur, sem Samsalan seldi á árinu. Sé þessi útkoma borin saman við tilboð Mjólkurfélags Reyk- javíkur og Bakarameistarafé- lagsins, sem þau gerðu á sínum tíma fyrir að annast þessa dreifingu, og ýmsir lágu for- ráðamönnum Samsölunnar á hálsi fyrir að taka ekki og gera sumir enn, — en tilboð þetta var svo sem kunnugt er 3 y3 eyrir pr. lítra seldar mjólkur og auk þess 12% af andvirði allra annarra mjólkurvara, — þá verður tæp- ast séð, að Mjólkursölunefnd hafi unnið bændum í óhag með að hafna því tilboði. Reksturskostnaður Mjólkur- stöðvarinnar, sem nú er rekin undir stjórn Mjólkursölunefnd- ar, nam á árinu 2 y2 eyri pr. lítra innveginnar mjólkur. Meðan Mjólkurfélag Reykjavíkur rak stöðina tók það sem svaraði 5 aurum af hverjum mjólkurlítra til reksturs stöðvarinnar, eða um helmingi meira en reksturs- kostnaðurinn varð síðastl. ár. Samkvæmt framanrituðu er þá útkoman hjá mjólkurstöð- Sveiribjörn Högnason, formaður Mjólkursölunefndar. inni og Mjólkursamsölunni í heild þessi: Kostnaður Samsölunnar kr. 0.01,5 pr. ltr. Allur kostnaður mjólkurstöðvar- innar — 0.02,5 — — •Samtals kr. 0.04 pr. ltr. Samkv. skýrslu, sem fram- kvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur birti á sínum tíma í Morgunblaðinu, var tilsvarandi kostnaður árið 1933 — þ. e. áð- ur en núverandi mjólkurskipu- lag komst á og Samsalan tók til starfa — frá 16—17 aur. pr. lítrn. Hér er því um 12 aura kostn- aðarlækkun að ræða á hverjum mjólkurlítra, en eftir því mjólk- urmagni, sem Samsalna seldi á síðastl. ári, nemur þetta krón- um 696.461,22, sem mjólkur- skipulagið þannig hefir sparað bændum hér á suður- og suð- vesturlandi á þessu eina ári. Og hefði þó upphæð þessi mátt vera um 14 þúsund krónum hærri, hefði Samsalan ekki verið neydd til að kaupa innlendar mjólkur- flöskur eða ef þær hefðu reynzt betri en raun varð á. Verð það, sem bændur á fé- lagssvæðinu, utan Reykjavíkur, fá fyrir 1. fl. mjólk, með til- skildu fitumagni, er að meðal- (Framh. á 4. síðu) Aístaða útgerðarmanna til gengismálsins og samvinnu st j órnmálaf lokkanna Frá umræðunum á fundi Landssam- bands útgerðarmanna i gærkvöldi Landssamband útgerðar- m a n n a boðaði til fundar í Varðarhúsinu kl. 5 síðdegis í gær til að ræða um gengislækk- un og samvinnu stjórnmála- flokkanna. Fundurinn vaT mjög fjölsóttur og voru mættir á hon- um útvegsmenn víðsvegar af landinu. Fundurinn hófst með þvi, að formaður sambandsins, Kjartan Thors, lagði fram eftirfarandi tillögur í nafni sambandsstjórn- arinnar: „1. Landssambandið skorar á Alþingi, að hraða löggjöf til efnda gefnum fyrirheitum um verulegar kjarabætur útvegnum til handa. 2. Landssambandið vekur at- hygli á því, að tap togararekst- ursins á undanförnum árum sé raunverulega mikið meira, en haft er eftir milliþinganefnd í útvegsmálum, og vísar í því sambandi til skýrslna togaraút- gerðarmanna frá í fyrra. Hitt er og vitað, að stórfelld töp hafa einnig orðið á rekstri bátaút- vegsins undanfarin ár. Að þvi er togarana snertir, þykir rétt að geta þess, að það sem af er þessu ári, er meðal- tap á skip orðið meira en dæmi eru til undanfarin ár, og afla- horfur þeirra ískyggilegar, en söluhorfur sjávarafurða yfir- leitt miklu lakari en í fyrra, þótt lélegar væru þá. 3. Landssambandið lýsir þeirri skoðun sinni, að einasta leiðin til framkvæmda gefnum fyrir- heitum um kjarabætur, sé að viðurkenna a. m. k. að nokkru leyti verðfall ísl. krónunnar, og telur að i þeim efnum sé eigi rétt að ganga skemur en að 30 ísl. krónur jafngildi sterlings- pundi. 4. Landssambandið telur nauðsynlegt að halda kaup- A. KROSSaÖTUM Varnir gegn veiðarfæratjóni. — Stúdentafundir um sambandssáttmálann við Dani. — Snjór í Breiðafjarðareyjum. — Ungmennafélagið Valur þrjátíu ára. Fyrir skömmu síðan fól dómsmála- ráðherra Pálma Loftssyni útgerðar- stjóra, að athuga hvaða ráðstafanir væru tiltækilegar til þess að koma í veg fyrir hið gífurlega veiðarfæratjón, sem sjómenn á Suðurnesjum verða fyrir á hverri vertíð og mikið hefir kveðið að nú fyrir skömmu. Lét Pálmi boða fund í Gerðum í fyrradag meðal útvegsmanna þar syðra. Var þar rætt um hvað unnt væri að gera til þess að koma í veg fyrir veiðarfæratapið, og m. a. um nýja reglugerð um merk- ingu veiðarfæra í samræmi við al- þjóöareglur. Þrir menn voru kosnir í nefnd til þess að eiga samvinnu við Pálma og ríkisstjórnina um þessi mál og voru það þeir Gísli Sighvats- son útgerðarmaður á Sólbakka, Þor- bergur Guðmundsson skipstjóri í Sandgerði og Finnbogi Guðmundsson útgerðarmaður í Keflavík. Að þessu loknu hófust umræður um erfiðleika sjávarútvegsins óg samvinnu stjóm- málaflokkanna um lausn þeirra. Var þar samþykkt áskorun til útvegs- manna syðra að fjölmenna á fundinn, sem lialdinn var daginn eftir (1 gær) í Reykjavík og krefjast þar slíkrar samvinnu. t t I Stúdentafélag Reykjavíkur hélt um- ræðufund um sambandssáttmálann við Dani síðastliðinn sunnudag. Var fund- urinn haldinn i Oddfellowhúsinu og var allvel sóttur. Framsögu höfðu Ragnar E. Kvaran landkynnir og Benedikt Sveinsson bókavörður. Taldi Ragnar nauðsynlegt, að farið yrði að ræða þetta mál sem mest og virtist hann helzt hallast á þá skoðun, að sambandssáttmálinn ætti að haldast áfram. Benedikt Sveinsson taldi hins- vegar tæpast þörf að ræða málið injög mikið eins og sakir stæðu. Þegar sátt- málinn var gerður 1918 hefði verið gengið út frá því af öllum, að honum yrði sagt upp á tilskildum tima og ís- lendingar tækju þá öll sín mál í sínar hendur. Öll afskipti þingsins af þessu máli siðan hefðu verið í samræmi við þessa skoðun. Nefndi hann sem dæmi stofnun hæstaréttar 1923, yfir- lýsingu flokkanna á þingi 1928 og aftur 1937, stofnun utanríkismálanefndar o. s. frv. Væri ekki annað séð en að þing og stjórn hefði haldið málinu í réttu horfi og þyrfti ekkert undan þeim aðgerðum þeirra að kvarta. Umræðna um það virtist því ekki eins mikil þörf og margir vildu vera láta. Hann taldi að kostnaður við utanríkismálin ættu ekki að reynast okkur ofvaxin, því vitanlega færum viö ekki að apa eftir stórþjóðunum, heldur ættum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Hann taldi jafnréttisákvæðið mjög varhuga- vert, enda þótt bera mætti fullt traust til Dana. Það ætti sízt af öllu að slíta okkur úr menningarlegum tengslum við Dani og Norðurlönd, þó við slitum hinu pólitíska sambandi við þá, og benti hann á sambúð Norðmanna og Svía þessu til sönnunar. Var ræða Benedikts hin skörulegasta. Nokkrar umræður urðu á eftir, en voru mjög veigalitlar. Stúdentafélagið á Akureyri hélt einnig fund um þetta mál á sunnudaginn. t t t Úr Dölum er Tímanum skrifað: Tíð- arfar hefir verið mjög óhagstætt þar vestra síðan í lok janúarmánaðar. í byrjun marzmánaðar var snjór allmik- ill. á jörðu, einkum í Hvammssveit og á Fellsströnd. í eyjum sunnan til á Breiðafirði var þá meiri snjór en verið hefir um margra ára skeið. t t t Ungmennafélagið Valur á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu minntist þri- tugsafmælis síns 22. jan. sl. — Fimm ungmennafélög í sýslunni hafa með sér samband, og bauð Valur öllum þessum félögum til afmælisfagnaðar- ins. Kristján Benediktsson í Einholti, sem verið hefir formaður félagsins í 25 ár, og jafnframt er oddviti sveit- arinnar, hélt við þetta tækifæri ræðu, af því tilefni, að tekið var þá til afnota nýtt skóla- og fundahús, sem reist hafði verið fyrir hvatningu ungmenna- félagsins, en með hinu ákjósanlegasta samstarfi og áhuga allra sveitarmanna. Á samkomunni voru margar ræður fluttar en síðan skemmtu menn sér við söng og dans. Sóttu hófið um 150 manns, en hefðu orðið miklu fleiri, ef vegir hefðu ekki spillzt svo, að ill- fært varð milli byggða. gjaldi óbreyttu, enda séu gerðar öflugar ráðstafanir til þess að hindra aukna dýrtíð og auka atvinnu almennings. Sú hætta er þegar yfirvofandi, ef ekki verður að gert, að fiskiveiðar dragist mjög saman, eða jafn- vel stöðvist á miðri vertíð. 5. Landssambandið skorar á valdhafana, að stefna beint að afnámi haftanna, en gefa nú þegar svo mikið frjálst af inn- flutningnum sem frekast er auðið, til þess að draga úr dýr- tíðinni í landinu. 6. Landssambandið leggur höfuðáherzlu á, að löggjöf þetta varðandi verði hraðað, og undir öllum kringumstæðum lögfest á því Alþingi, er nú situr. Ef það er talið nauðsynlegt, að aðal flokkar Alþingis taki hönd- um saman um stjórnarmyndun, til þess að koma málum þessum fram á Alþingi og standa að framkvæmd þeirra, þá skorar Landssambandið á þingflokk- ana að láta ekki stranda á því. Loks lýsa útvegsmenn því yfir, að þeir telji skjóta og góða lausn þessa máls beinlínis lífsskilyrði fyrir útveginn, og afkomu allr- ar þjóðarinnar." Eftir að Kjartan hafði lýst tillögunum hófust almennar umræður og stóðu þær til kl. 8.20. Meðal ræðumanna voru al- þingismennirnir Finnur Jóns- son, Jóhann Þ. Jósefsson og Pétur Ottesen. Finnur Jónsson sagði, að mál- um útgerðarinnar væri nú svo komið, að það væri meira áríð- andi að vinna saman en að vera með krit. Hann taldi ólíklegt að hægt yrði að ráða fram úr erfiðleikum útgerðarinnar, nema með samvinnu þriggja aðalflokka þingsins. Um gengis- lækkunina lét hann svo um- mælt, að það mætti vel vera að breyta þyrfti gengi íslenzkrar krónu og „er ég ekki frá því“. Hann taldi þó fleiri leiðir vera til úrlausnar og áleit athugandi, hvort ekki mætti nota bæði úr- ræðin að einhverju leyti, minni- háttar gengislækkun og útflutn- ingsverðlaun. Annars taldi FinnuT, að milli þinganefndin hefði átt að birta þær tillögur, sem þar hefðu komið fram. Hann þóttist hafa heyrt, að engar tillögur hefðu þar komið fram frá Framsókn- arflokknum. Jóhann Þ. Jósefsson lét svo ummælt, að þessi mál væri stærri en svo, að milliþinga- nefndin hefði getað rekið á þau það smiðshögg, sem hefði nægt, og það yrði því að koma til kasta stjórnmálaflokkanna, ef nokk uð ætti að géra. Hann sagði, að ef það yrði álitið nauðsynlegt til að koma sjávarútveginum á traustan grundvöll, að þeir sem áður hefði borizt á bana- spjótum, tækju upp samvinnu til eflingar honum og öðrum atvinnuvegum, ætti að taka það mál til gaumgæfilegrar athug unar. Pétur Ottesen sagði, að milli- þinganefndin hefði ekki náð samkomulagi um tillögurnar áð- ur en þing kom saman, og þar sem þetta mál hlyti að koma til verulegra afskipta þingsins og stjórnmálaflokkanna, hefði ekki þótt rétt að birta tillögur ein- stakra nefndarmanna að svo stöddu eða ræða málið áfram á þeim vetvangi. Hann taldi það rangt hjá Finni Jónssyni, að ekki hefði neinar tillögur komið (Framh. á 4. sjðu) 31. blað Á víðavangi Grænmetisverzlun ríkisins hefir gefið út ágætt kver um aukningu kartöfluræktar hér á landi, og hefir Árni G. Eylands tekið kverið saman. Á árunum 1929—’38 hafa verið fluttar inn kartöflur fyrir mest 419 þús. kr. (1931) og minnst 117 þús. kr. (1937). Hefir innflutningurinn verið frá rúpilega 6700 upp í rúmlega 25000 tunnur. Innlenda uppskeran hefir á síðasta áratug verið minnst rúml. 35 þús. tunn- og mest rúml. 84 þús. tunnur (1936). 4= * * Árleg kartöfluneyzla hér á landi siðasta áratuginn er rúml. 50 kg. eða sem svarar einum poka á mann að meðaltali. Sam- anborið við ýms önnur lönd er þetta mjög litil neyzla. Norð- menn nota um 130 kg. á ári á hvern „neyzlumann“ (neyzlu- maður=fullorðinn karlmaður við vinnu, en 100 af öðru fólki talið 83 ,,neyzlumenn“). í Svi- þjóð notar sveitafólk 172 kg. á neyzlumann, en verkamenn í borgum 105 kg. Danir telja sig nota 98 kg. af kartöflum á hvern ibúa auk 100 kg. af grænmeti. Þjóðverjar komast upp í 200 kg. eða sem svaTar fjórum kartöflu- pokum á mann á ári. Það er fjórum sinnum meira en vér ís- lendingar notum. * * * Engum, sem þessar tölur les, getur dulist það, að aukning kartöfluræktunarinnar er stór- mál fyrir þjóðina á næstu árum. Því skyldu íslendingar flytj a inn mjölmat (og jafnvel kartöflur) fyrir stórfé, þegar hægt er að framleiða annað eins viðurværi og kartöflur í landinu sjálfu með ágætum árangri? Og hvaða vit er í að láta slíka atvinnugrein ónotaða á sama tíma, sem kvartað er um atvinnuleysi og markaðsvöntun fyrir aðrar vöt- ur. Annað merkilegt rit um jarð- rækt er líka nýútkomið. Það er bæklingur Ólafs Jónssonar á Akureyri um „belgjurtir þýðing þeirra og hagnýting í íslenzkri jarðrækt.“ En einkenni þessara jurta er, að þær hafa sérstaka hæfileika til að vinna köfnunar- efnisnæringu úr lofti í jarðveg- inum og geta þannig séð sjálfum sér og jafnvel öðrum jurtum sem nærri vaxa, fyrir áburði. Ólafur hefir árum saman gert tilraunir með belgjurtir í þessa átt. Bezt hafa gefizt til- raunir með hvítsmára (sem er belgjurt) og hefir nærvera hans í túni aukið grasvöxtinn sem svarar 16—20 hestum heys á hektara. Hefir smárafræinu þá verið sáð með öðru grasfræi. Ólafur telur tilraunir sínar enn ekki nægilega langt komnar. En han segir, að það verði „vafa- laust brotaminnst, ódýrast og öruggast að láta jurtirnar sjálf- ar vinna köfnunarefnisáburð úr loftinu“ í stað þess að reisa verksmiðjur í þeim tilgangi. — Ritið er gefið út af áburðarsölu ríkisins. Mbl. hefir undanfarið verið að ásaka atvinnumálaráðherra fyr- ir að hafa ekki haldið fundi i milliþinganefndinni í sjávarút- vegsmálum síðan þing kom sam- an. Á fundi útvegsmanna í gær sýndu bæði Jóhann Jósefsson og Pétur Ottesen fram á, hversu ástæðulaust er að ásaka ráð- herrann fyrir þetta. Mbl. mun líka vera það fullkunnugt, en það hyggst með þessu, að draga athyglina frá því, hverjum drátturinn í þessum málum er nú raunverulega að kenna. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.