Tíminn - 14.03.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.03.1939, Blaðsíða 2
124 TÍMIXX, liriðjiida}>’inii 14. marz 1939 31. blað 'gímtnn t*riðjudaginn 14. muvz Það, sem „í myrkr- unum er hulíð“ Þegar þetta er ritað, raánudag 13. marz, hefir „Landssamband íslenzkra útvegsmanna“ boðað til fundar í Reykjavík og á sá fundur að hefjast síðara hluta mánudags. Má því vera, að af honum fáist fréttir áður en síðari hluti blaðsins fer i prent- un. Auglýst hefir verið í blöð- um og útvarpi, að á fundi þess- um verði rætt um „gengismálið og samvinnu stjórnmálaflokk- anna“. í Morgunblaðinu hefir slæðzt inn sú leiðinlega prentvilla í auglýsingu um fund þennan, að þar eigi að ræða um samvinnu „stjórnarflokkanna“ i stað „stjórnmálaflokkanna", sem rétt er. Sjálfsagt er auglýsingin óviljandi komin inn í blaðið á þennan hátt, en ekki til þess að láta menn fá miður rétta hug- mynd um viðfangsefni fund- arins. Það er ekki vonum fyrr, að útvegsmenn boða til þessa fund- ar, þó ekki væri nema til þess að rannsaka til hlítar orsakir þeirrar tregðu, sem orðið hefir á lausn mála þeirra nú upp á síðkastið. Er það og sennilegt, að eins og sakir standa nú, gætu útvegsmenn talsvert áunnið málum sínum til framdráttar með því að beita pólitískum á- hrifum sínum, þar sem þeirra er mest þörf í bili. Væri fundur- inn þá ekki til einskis haldinn. í forystugrein með fyrirsögn- inni „í myrkri“ í Mbl. á sunnu- dag, er nokkuð rætt um mál- efni sjávarútvegsins og afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þeirra. En hætt er við, að fundarmönn- um þeim, er saman eru komnir til að ræða vandamál útvegs- ins, þyki þessi grein fremur óá- kveðinn leiðarvísir fram úr núverandi örðugleikum. í greininni er talað um, að nauðsyn hafi verið á að efla Fiskveiðasjóð íslands. Ráðstöf- un í þessa átt var gerð á þingi í fyrra og til þess veitt fé í fjár- lögum. Þá talar blaðið um af- nám útflutningsgjalds af sjáv- arafurðum. Þetta útflutnings- gjald er þegar að mestu búið að afnema, eða því er varið beint til framkvæmda fyrir sjávarútveginn sjálfan. Næst er rætt um skuldaskilasjóð út- gerðarmanna og vísað í frum- varp Sjálfstæðismanna um það efni. En eins og menn vita, hefir allur vélbáta- og línuveiðara- flotinn fengið skuldaskil, og skuldaskil fyrir stórútgerðina í sama formi eru meira en lítið vafamál. Lög um rekstrarlána- félög fyrir útgerðarmenn, sem blaðið talar um í sömu grein, hafa líka verið afgreidd frá Al- þingi. „Frjáls gjaldeyrir" handa útvegsmönnum er víst nokkuð óákveðið hugtak í munni þeirra Mbl.-manna, en það vita víst flestir, að innflutningur vara til útgerðar hefir alltaf verið veitt- ur nokkurnveginn eftir þörf- um og vel það eins og leyfisupp- hæðirnar sýna. Loks er svo minnst á ,fiskiráðið“ sæla, sem einu sinni átti að vera allra meina bót fyrir útveginn. Hefir sú tillaga sjálfsagt verið vel meint auglýsing fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk á sínum tíma, en það má heita að gera spott að erfiðleikum útvegsins að telja hana nú til höfuðbjargráða. Úrræðin, sem Mbl. talar um í nefndri grein, og vill leggja sitt lið og Sjálfstæðisflokksins, eiga sammerkt í því, að ýmist er bú- ið að lögfesta þau og fram- kvæma að mestu eða öllu leyti eða þá að þau geta ekki haft neina þýðingu hvorki til né frá fyrir afkomu útvegsins í heild. Og útvegsmennirnir, sem nú eru staddir í Reykjavík, eru ekki þangað komnir til að ræða þessi úrræði, sem búið er að nota, eða munnhöggvast um „gamlar lummur“. Þeir óska eftir nýjum úrræðum, sem ekki hefir verið gripið til áður og þeir vita, hvað þeir vilja. Það þýðir ekkert t. d. að bjóða þeim að afnema út- flutningsgjaldið á saltfiski, sem hver maður veit, að búið er að afnema. Og þó að þeim væri Olafnr •!. II vaiin<Ial sextugur í dag á sextugsafmæli maður, er íslenzkir blaðamenn geta ekki látið hjá líða að minnast alveg sérstaklega. Það er Ólafur Hvanndal, er verið hefir braut- ryðjandi á sviði prentmynda- gerðar á íslandi, og þar með gerbreytt aðstöðu íslenzkra blaða, hvað viðkemur birtingu mynda. — Nú er hægt að birta myndir af mönnum og atburö- um með álíka skömmum fyrir- vara og annað efni, er blöðin flytja. Áður, meðan afla þurfti myndamótanna frá útlöndum, fengust myndirnar ekki nema með margra vikna fyrirvara. Hefir Ólafur því valdið stór- felldri umbótabyltingu í þessu efni. Ólafur Hvanndal prentmynda- gerðarmaður er fæddur hinn 14. marz 1879 að Þaravöllum í Innri-Akraneshreppi, sonur Sesselju Þórðardóttur frá Innra-Hólmi og Jóns Ólafsson- ar bónda frá Litlu-Fellsöxl, en þau bjuggu þá að Þaravöllum. Fluttu þau hjónin búferlum að Galtarvík, er Ólafur var enn á bernskualdri, og þar ólzt hann upp. Innan við tvítugt réðist Ólaf- ur til sjómennsku á þilskipi frá Reykjavík og var þá um skeið háseti hjá Kristjáni heitnum skipstjóra Bjarnasyni, bróður Markúsar skólastjóra, og telur hann Kristján sinn læriföður boðið upp á nýtt frumvarp um „fiskiráð" með helmingi lengri greinargerð en síðast, er óvíst, að þeir hefðu það að nokkru. Mbl. og Sjálfstæðisflokkurinn í heild verður að gera sér grein fyrir því, að það er ómögulegt fyrir flokkinn aff komast hjá því aff taka afstöffu í þessu máli, og að af honum verður krafizt svars við þeim samstarfsboðum, sem honum hafa verið gerð. Tal Mbl. og Vísis um milliþinga- nefndina í útgerðarmálum og að þar hafi ekki verið haldnir fundir nú í seini tíð, er þýðing- arlaust hjal, sem enginn tekur alvarlega. Nefndin hefir lokið rannsókn sinni, og bíður þess nú að samkomulag náist í aðalat- riðum milli þingflokkanna. Eng- um dettur í hug, að fulltrúar flokkanna í nefndinni ráði end- anlega fram úr þessum málum upp á sitt eindæmi. „í myrkri“ heitir forystugrein Mbl. um mál útvegsins. Og „myrkur“ hvilir ennþá yfir fyr- irætlunum Sjálfstæðisflokksins um þessi mál. Útvegsmenn eiga mikið undir því, sem „í myrkr- unum er hulið“. um flest það er að sjómennsk- unni laut. Um sex ára skeið var Ólafur sjómaður á ýmsum skip- um, en stundaði þó jafnframt sveitavinnu heima hjá foreldr- um sínum milli vertíða. Var hann mjög eftirsóttur af skip- stjórum, er til hans þekktu, einkum vegna þess, hve djarfur og öruggur hann var að klifra í reiðann og haga seglum, þótt sjór væri þungur og stormur. Réðist hann á þessum árum meðal annars til Noregsfarar að sækja skútu. Voru þeir félagar fjórir í förinni. Þegar hér var komið sögu, hætti Ólafur leik við dætur Ægis og tók að nema trésmíði hjá Samúel Jónssyni húsameist- ara. Lauk hann því námi á hálfu öðru ári og tók sveins- próf. Fékkst hann um hríð við húsasmíði og hafði smiði í þjón- ustu sinni. En ekki undi hann því til lengdar. Árið 1907 réðist hann í aðra utanför sína, að þessu sinni til Kaupmannahafnar. — Settist hann þar á skólabekk og nam teikningu. En jafnhliða lærði hann skiltagerð, fyrstur íslend- inga. Kenndi hann síðar hér- lendum mönnum að leggja gull og silfur í glerskilti. Um sumar- ið brá Ólafur sér snögga ferð til íslands, en hvarf aftur til Kaupmannahafnar með haust- inu og hóf teikninámið að nýju, en lék þó öllu meira hugur á að nema prentmyndagerð. Haustið 1908 réðist hann síðan til slíks náms hjá Hjalmar Carlsen, sem að ýmsu leyti var brautryðjandi i nýtízku prentmyndagerð. Ári síðar hvarf hann til Þýzkalands og kenndi myndamótasmiðum í Berlín, er keypt höfðu einkaleyfi á nýrri aðferð Hjalmars Carl- sen, að steypa nýtízku mynda- mót. Frá Berlín lá leiðin lengra suður á bóginn til Leipzig, þar sem hann dvaldi í eitt ár. Á þessum fjarvistarárum sín- um átti Ólafur oft við mikla þröng að búa, sem fátækur námspiltur í framandi landi. Var viðurværi hans oft af skorn- um skammti. Á þeim dögum skorti einnig mikið á um að- búð alla við iðnnema, móts við það, sem nú er. Hin erfiðu kjör höfðu sínar afleiðingar fyrir Ólaf og árið 1911 kom hann aftur heim til fósturlandsins með bilaða heilsu og greinileg merki um tvísýna viðureign við hvíta dauðann í ytra útliti. Líkams- þrek og meðfædd hreysti bar þó hærra hlut, þegar aðbúnaður færðist í þolanlegra horf. Var nú Ólafur ferðamannatúlkur hin fyrstu sumur, meðan hann var að rétta við. í svipaðan mund og heims- styrjöldin brauzt út setti Ólaf- ur heildsölu á laggirnar og rak umboðsverzlun, allt til ársins 1918. En mestan hug hafði hann þó á að koma á fót prentmynda- gerð. Vegna þeirra örðugleika, er styrjöldin skapaði um við- skipti og innkaup, reyndist hon- um þó ókleift að afla sér þeirra verkfæra, sem nauðsynleg voru. Árið 1919 varð þessum gamla draumi fyrst hrint í fram- kvæmd og rann nú verzlunar- ágóði Ólafs frá liðnum árum til hins nýja fyrirtækis, fyrstu prentmyndagerðarinnar á ís- landi. Eru því á þessu ári tutt- ugu ár síðan telja má, að prentmyndagerð hafi hafizt hér á landi. Áður hafði Ólafur þó unnið lítilsháttar að prent- myndagerð, án allra þeirra verkfæra, sem óhjákvæmileg þykj a til slíkrar iðnar. Hið fyrsta prentmyndamót, sem „essað“ hefir verið á íslandi, var kápu- mynd á bók, er Ólafur gerði fyr- ir Guðbrand Magnússon árið 1912. Margir erfiðleikar voru í fyrstunni á því að reka prent- myndagerðina og olli því mest rafmagnsleysi. Varð að notfæra sólarljós þegar það gafst og sæta lagi með myndagerðina. Reyndu óþurkasumurin ekki síður á þolrif brautryðjandans í Þingholtsstræti, sem beið þess að gresjaði í skýjabólstrana, heldur en bændanna í votviðra- sveitum. Ljósmagn sólarinnar varð Ólafur að áætla og gizka á hve lengi þyrfti að lýsa mynd- arnar. Oft urðu myndirnar ó- nýtar og þornuðu um of af bið- inni, þegar duttlungar skýja- farsins snérust á þá sveif. — Vatnsskortur var og tilfinnan- legur á þeim árum í Þingholt- unum og oft varð Ólafur að láta sækja það vatn, sem hann þurfti með til iðnar sinnar, niður í kjallara, ef það þá fékkst þar. Til verkfæra og vinnuvéla var einnig af vanefnum efnt, fyrst í stað. Fjárhúsin og Það hefir orðið mönnum sæmilega ljóst, vegna rannsókna síðustu tíma á ýmsum sauðfjár- sjúkdómum, að hinn mesti háski getur stafað að því, að gengið sé úr fjárhúskrónni upp í garða eða heystæði beina leið. Á þenn- an hátt fer ekki hjá því, að meira eða minna berist af saur í fóður kindanna og þar með ýmiskonar skaðvæni, svo sem iðraormar og sýklar þeir, sem val(da Johnó’s-sýfkinni. Nú er víða fjárhúsum þannig háttað, að eina leiðin til að komast í hús og hlöðu er í gegnum fjárhúsið um dyr þær, sem féð gengur um og síðan um króna og garð- ann. Þegar svo hagar til, verður ekki hjá því komizt, að bera saur á fótum sér í garða og heystæði, nema því aðeins að sérstakir skór séu hafðir á fótum, þegar stigið er upp í garðann. Slíku fylgja þó mikil óþægindi. Þar sem hús eru dreifð, jafnvel á þrem—fjórum stöðum, kostar það sérstaka skó við hvert hús. Að vísu geta þeir verið ódýrir og slit þeirra lítið. Hitt getur verið sýnu verra, að fást við slík skipti, hvenær sem ganga þarf inn í heystálið. Sérstökum óþægindum valda þó íslenzku þvengjaskórnir, stundum frosn- ir, og líkt má segja um verka- mannaskóna svo nefndu. Þyrftu því inniskórnir að vera svo stór- ir, að setja mætti utan yfir hina, gætu þeir þá verið úr sauðskinni, eða jafnvel saumaðir úr slitnu vaðmáli, sólaðir með skinni eða gúmmíi. Þó fylgir hér enn sá ókostur, að skórnir myndu blotna og óhreinkast að innan, því að tíðum er fjármaður klambraður af snjó, sem bæði þiðnar og fellur í ytri skóna. Þar að auki fylgja þessu tafir, sem geta verið bagalegar, sé mikið að gera. En allt þetta stóð til bóta og mestu erfiðleikunum var rutt úr vegi, þegar rafmagnið frá Elliðaárstöðinni kom til sögunn- ar. Á sömu árum var ráðin bót á vatnsskortinum og nokkru síðar fékk Ólafur stórum betri vélar til iðjunnar. Ólafur Hvanndal getur því í dag horft með vissri sigurgleði yfir farinn veg. Hann hefir margt lagt á gerva hönd og í annríki líðand i stundar hefir hann sjaldnast skeytt því hve- nær aðrir menn gengu til náða. Og að launum hefir hann orðið brautryðjandi í merkilegri iðn- grein, sem er óhjákvæmilegur þáttur í menningarlífi nútím- ans, orðið upphafsmaður ís- lenzkrar prentmyndagerðar og beinn kennari og lærifaðir ann- arra manna, er þá iðn stunda á þessu landi. J. H. skórnír okkar Miklu betra verður því, ef hægt er að komast aðra leið inn í heystæði og garða, eða beint af hreinni jörð. Hægt er að ná þessu með ýmsu móti og fer það eftir staðháttum. Margir byggja hlöður með dyrum á útvegg, og fæst þannig leið til húsanna, þegar búið er að gefa svo mikið úr hlöðunni, að gengið verði milli húsa og útidyra. Þessum aukadyrum þarf að koma svo fyrir, að sem allra stytzt sé milli þeirra og næsta garða. Þar sem fleiri hús eru saman, fæst þó ekki gangur til þeirra allra frá útidyrum, fyrr en búið er að gefa geil milli húsa. Þetta næst þó tiltölulega fljótt, þar sem heygjöf er ekki venju fremur lítil. Þar til hægt er að komast þessa leið, verður að bjargast á annan hátt, t. d. með inniskóm. Einnig má í sumum húsum stíga yfir króna, eða leggja borð yfir hana, við gafl af jötubandi á milligerð. Sé svo hægt að ná til útidyra frá einu húsi, má á þennan hátt komast um öll hús- in, án þess að stíga þar á gólf í krónum. Við þetta má svo bjarg- ast þangað til fengin er geil á milli húsa. Þá eru sumstaðar önnur hús en fjárhús áföst við fjárhúshlöðu, og má fara gegn um þau til hlöðu og fjárhúsa. Þá má einnig hafa sérstakar dyr á fjárhúsvegg við innri gafl og af- marka bás í krónni, sem notaður væri sem gangur að jötu og hlöðu. Fyrr á tímum var húsum víða þannig háttað, að jötur voru einstæðar með veggjum. Heyið var þá borið í húsin í meisum, og var þá heystæðið ekki sambyggt við húsin. Hér var því nokkurn veginn útilokað, að maðurinn bæri saur úr fjárhús- gólfi í heyið. Getur vel verið að breytingin frá þessu skipulagi valdi nokkru um það, hve orma- veiki sauðfjár hefir magnazt í seinni tíð. Að slíku skipulagi verður þó naumast horfið, vegna stórkostlega annmarka þess. í mannfæð sveitanna gerist þess full þörf að húsaskipun geri verkin sem auðveldust. Þá hefir mér komið til hugar skipulag fjárhúsa, sem ég veit ekki til að hafi verið notað hér á landi, en eitthvað svipað mun þekkjast erlendis, t. d. á kyn- bótabúum í Noregi. Er það klofin jata, tvístæð, með fóðurgangi í miðju, líkt og í fjósi. Væri þá heyið borið eftir fóðurgangi og gefið á jötu til beggja hliðá. Til þess að ekki væri óþægilegt að gefa á slíka jötu, þegar fé er inni, þyrfti að vera hægt að loka fyrir hana. Gæti sá útbúnaður verið með ýmsu móti, en yrði aðeins að vera sem auðveldastur í meðförum. Ætti helzt að vera (Framh. á 4. síðu) F r anklín C. J. Hambro, formaffur norska íhaldsflokksins, var á ferffalagi í Ameríkú í sumar og hélt fyrirlestra meffal landa sinna á svipaffan hátt og Jónas Jónsson. Eftir heim- komuna hefir hann ritaff nokkrar greinar um amerísk stjórnmál, en hann er einn snjallasti rithöfundur, sem Norffmenn eiga nú. Hafa þess- ar greinar birzt í norskum, sænskum og dönskum blöffum. Grein hans um Roosevelt for- seta fer hér á eftir í lauslegri þýffingu. Síðan Lincoln var uppi hefir enginn Bandaríkjaforseti náð jafn miklum ítökum í hugum fólksins og Franklin Roosevelt. Hinn fjarskyldi ættingi hans, Teddy*), gerði það að nokkru leyti, en þar var jafnframt eins og mönnum findist nauðsyn- legt að sýna honum vissa vor- kunnsemi. Það var eitthvað ein- feldnislegt, næstum barnalegt í hinni hamslausu orku hans. í sambandi við Franklin Roose- velt lætur enginn sér neitt barnalegt eða einfeldningslegt *) Forfaðir Rooseveltanna, Nicholas Roosevelt, var kominn af hollenzkum ættum og flutti faðir hans til Ameríku 1650. Theodore Roosevelt er kominn út af Johannes, næstelzta syni Nicholasar, en Franklin Roosevelt rekur ætt sína til Jacobusar, sem var þriðji sonur Nicholasar. Kona Franklin Roosevelts er bróðurdóttir Theodore Roosevelt og eru þau hjónin þvi af sama ættstofni. Ro o s e velt til hugar koma. Hann hefir líka hlotið allt annað pólitískt upp- eldi en frændi hans. Theodore Roosevelt hafði átt sæti á fulltrúaþingi New York- fylkis í tvö ár, þegar hann byrj- aði stórbúskap í Noröur-Dakota. Hann tilheyrði þeim hluta ætt- arinnar, sem var fátækari. Faðir hans var hafnargjaldkeri í New York. Árið 1897 varð hann að- stoðarflotamálaráðherra í stjórn McKinleys, en hann gegndi því starfi ekki nema í eitt ár. Þá gerðist hann sj álfboðaliði í spánsk-amerísku styrjöldinni og kom á fót sérstakri herdeild, sem vann sér mikla frægð. Hann var sjálfur fyrirliði hennar. Þessi framkoma hans gat hon- um svo miklar vinsældir, að hann var kosinn landstjóri í New York 1898 og varaforseti Bandaríkj anna 1900. í sept. 1901 var McKinley myrtur og varð Roosevelt þá forseti. Æfiferill hans og framkoma minnti að verulegu leyti á landnámsmann. Hann bar meiri keim af Búa- höfðingja en hefluðum ame- rískum stjórnmálamanni. Hann var heldur ekki lögfræðingur. Franklin Roosevelt hefir not- ið allra þeirra hlunninda, sem auður og ættgöfgi fær veitt, og hann hefir hagnýtt sér þau til fulls. Hann er fæddur á ættar- óðalinu Hyde Park, sem stendur á eystri bakka Hudsonfljótsins. Þetta óðal hefir haiin síðar hlotið að erfðum. Delano móðir hans er komin af ríkri fjármála- manna- og iðjuhöldaætt. Hann stundaði nám við Havard og Columbia Law School. Að nám- inu loknu varð hann mála- færslumaður. Hann var kosinn á fulltrúaþing New York-fylkis 28 ára gamall. Þegar Woodrow Wilson varð forseti, gerði hann Roosevelt, sem þá var 31 árs, að aðstoðarflotamálaráðherra. — Hann gegndi því starfi alla for- setatíð Wilsons og var í em- bættiserindum í Evrópu bæði 1918 og 1919. Árið 1920 var Roosevelt vara- forsetaefni demokrata í forseta- kosningunum, en republikanir unnu í það sinn. Roosevelt tók þá aftur að stunda lögfræðileg störf í New York. í ágústmán- uði 1921 fékk hann lömunar- veiki og urðu báðir fætur hans máttlausir. Roosevelt tók upp baráttu við þennan erfiða sjúk- dóm með þeirri seiglu og vilja- þreki, sem vakti aðdáun allra. Honum heppnaðist að losna al- veg við hækjurnar, en verður þó að styðja sig við tvo stafi og hafa stálspelkur með fótleggj- unum. Þrátt fyrir þennan lík- amsgalla er hann alltaf í ferða- lögum. Hann ferðast ekki að- eins með bílum og járnbrautum, heldur einnig á skemmtiferða- skipi sínu og herskipum, sem honum þykir tvímælalaust vænt um. Þegar Roosevelt lá veikur og mátti sig hvergi hræra lét hann safna til sín mesta aragrúa af skipslíkönum og frímerkjum. Hann er einn af ástríðufyllstu safnendum í Ameríku. Við nánari íhugun virðist manni, að hið mikla áfall, sem hann hlaut með þessari veiki og án efa hefði hnekkt flestum öðrum æfilangt, hafi þjálfað hinn andlega þrótt hans og beint honum að einu marki og að einmitt það hafi öðru meira gert hann að fremsta stjórn- málamanni þjóðar sinnar. — Meðan hann var að ná bata, dvaldi hann öðru hvoru við hverina í Georgia og stofnaði þá m. a. sjóð, sem styrkir löm- unarveikt fólk til að dvelja þar, því Roosevelt þakkar hverunum bata sinn að verulegu leyti. Eftir nokkur ár tók hann aftur þátt í stjórnmálabarátt- unni af sama kappi og áður. Hann var kosinn landstjóri i New York 1928 og endurkosinn 1930. Hann hlaut mikið lof fyr- ir stjórn sína og röggsemi og varð því frambjóðandi demo- krata i forsetakosningunum 1932 og náði kosningu. Sigur hans varð glæsilegur. Það var líka kreppa og óáran og mikið verð- hrun á hveiti og maís. Roose- velt beindi einkum máli sínu til „the forgotten man“ (gleymda mannsins); hann og kona hans, sem hafði fengizt við kennslu- störf og haft sig mikið í frammi í demokrataflokknum, voru bæði fylgjandi aukinni fé- lagslegri samhjálp og styrkir til atvinnuleysingja voru því ofar- lega á stefnuskrá hans. Fæstir af forsetum Banda- ríkjanna hafa verið sérstakir afburðamenn, en Franklin Roosevelt er það áreiðanlega. Flestir forsetanna hafa ein- göngu verið þjónar flokks síns. Þeim hefir verið stjórnað og mönnum hefir verið það ljóst. Roosevelt þjónar hins vegar sín- um eigin vilja og stjórnar ein- samall. Menn hafa sagt í gamni, að það væri raunar Mrs. Roose- velt. — Það er þó sagt miklu minna nú en áður. Vissulega hefir hún þó áhrif og lætur of mikið á sér bera og hefir átt fullerfitt með að vera nægilega þagmælsk. Enginn dregur það heldur i efa, að þrek hennar og viljafesta hefir haft ómetanlega þýðingu fyrir forsetann. Hin aldurhnigna og virðulega móðir forsetans hefir líka mik- il áhrif á son sinn. Hún er enn, þrátt fyrir 78 ára aldur, á stöðugum ferðalögum í Evrópu — í einskonar trúboðserindum fyrir son sinn. Hann metur líka hyggindi hennar mikils. Maður hennar, sem var 30 árum eldri en hún, dó aldamótaárið, þegar Roosevelt var 18 ára. Hann hefir lengstum verið með móð- ur sinni. Leyndardómurinn við hin miklu persónulegu áhrif Roose- velts, er að verulegu leyti fólg- inn í því, að þau búa í honum sjálfum. Hin glæsilega persóna hans er þrungin einhverju and- legu afli. Veikindi hans hafa sennilega gert honum það auð- veldara en það er flestum öðr- um, að einbeita vilja sínum að hinum pólitísku verkefnum ein- um saman. Hann er kunnugri amerískri stjórnmálasögu en nokkur annar stjórnmálamaður. Hann þekkir öll fordæmi og undan-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.