Tíminn - 14.03.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.03.1939, Blaðsíða 4
126 TÍMBSfjy, þrigjudagiim 14. rnarz 1939 31. blað Rekstraraikoma Mjólkursamsölunnar (Framh. af 1. síðu) tali fullir 26 aurar pr. lítra, en bændur á bæjarlandi Reyk- javíkur, sem hafa tilskilið land, fá á sama hátt 30 aura pr. lítra. Mismunurinn á útborgunar- verði til bænda og útsöluverði mjólkurinnar í bænum, að frá- dregnum reksturskostnaði Mjólkursamsölunnar og Mjólk- urstöðvarinnar, hefir runnið til verðjöfnunarsjóðs, ýmist sem verðjöfnunargjald eða tekjuaf- gangur. Afstaða útgerðar- manna til gengismáls> ins og samvinnu stjórumálailokkanna (Framli. af 1. síðu' frá Framsóknarflokknum um viðreisn sjávarútvegsins og benti á nokkur dæmi því til sönnunar. Hann mælti fast með gengis- lækkun og taldi, að í skjóli rangrar gengisskráningar hefðu ýmsir menn byggt sér upp sterka fjárhagsaðstöðu meðan atvinnuvegirnir hefðu verið að hrynja. Það væri þó rangt fyrir þessa aðila að reyna að halda á- standinu óbreyttu, því sá gróði, sem væri í öfugu hlutfalli við afkomu atvinnuveganna, væri falskur og gæti ekki haldizt til lengdar. Hann sagði, að stjórnmála- flokkarnir hefðu skipzt á hörð- um skeytum á undanförnum árum, en eins og málum væri nú komið, mætti ekki láta slíkt vega svo mikið, að það hindraði alla samvinnu. Það væri meira að segja hrein svik við þjóðina, ef hin gömlu viðhorf ættu að hindra þá samvinnu, sem um væri talað í tillögunum. Hann sagði, að það, sem Al- þingi þyrfti að gera, væri ekki nema lítill hluti af framkvæmd- inni og þess vegna yrði að hugsa þessa hugsun til enda og gera sér það fullkomlega ljóst, að vel gæti svo farið, þó Alþingi sam- þykkti eitthvað, að það næði ekki framgangi, ef ekki væri samvinna um ríkisstjórnina og ríkisvaldið væri ekki nógu sterkt til að halda í skefjum þeirri mótstöðu, sem myndi beita klóm og tönnum, til að hindra það, að ákvarðanir þingsins yrðu framkvæmdar. Pétur skoraði að lokum á út- gerðarmenn að standa fast sam- an um kröfur sínar. Ræðu hans var tekið með miklum fögnuði. Fleiri töluðu á sömu leið. — Finnbogi Guðmundsson lét svo ummælt, að það myndi koma að litlu haldi, þó verzlunin væri gefin frjáls, ef framleiðslan fengi engan stuðning og ekkert væri því til að kaupa fyrir. Tveir menn töluðu á móti til- lögunum, Gísli Jónsson vél- stjóri og Jón Fannberg. Að loknum umræðum voru til- lögurnar samþykktar með öllum greiddum atkvæðum gegn ÚR BÆNUW Skemtun heldur Félag ungra Framsóknar- manna í Reykjavík í Alþýðuhúsinu á föstudagskvöldið kemur. Skemmtunin hefst með sameiginlegri kaffidrykkju klukkan 9. Yfir borðum verða fluttar stuttar ræður og sungið. Síðan danzað í þrjá klukkutíma. Aðgöngumiðar að skemmtuninni fást á afgreiðslu Tím- ans á fimmtudag og föstudag og við innganginn, ef húsrúm leyfir. Ólafur Thorlacius fyrrv. læknir varð sjötugur á laug- ardaginn var. Aðalfundur kirkjuráðs. Aðalfundur Kirkjuráðs íslands hófst 6. marz síðastliðinn. Eiga sæti í kirkju- ráði, auk biskupsins, sem er forseti þess, Þorsteinn Briem, Ásmundur Guð- mundsson, Gísli Sveinsson og Ólafur Björnsson. Fundir kirkjuráðs stóðu í fjóra daga, en þá var þeim frestað um sinn. Átján mál hafa verið lögð fyrir fundinn og hafa ellefu verið tek- in til meðferðar. Voru þau um sókna- skipun í Reykjavík, byggingu prests- seturhúsa, endurskoðun sálmabókar- innar, kennslubækur í kristnum fræð- um, eftirlaun presta, laus prestaköll, kirkjufundi, Hallgrímskirkju í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd, utanfarir presta, eflingu kirkjusöngs, styrkveit- ingar úr prestakallasjóði, og innheimtu prestlaunasj óðsgj alda. Rauði krossinn hefir ákveðið að beita sér fyrir sam- skotum til bágstadds fólks í Chile í Suður-Ameríku, sem nú er heimilis- laust, matarlaust og klæðlítið vegna afhroðs, er það hefir goldið í ægilegum jaröskjálftum að undanförnu. Hafa þrjátíu þúsund manns látið lífið, en fimmtíu þúsundir algerlega heimilis- lausir og margir sjúkir og særðir. Merkil nefndarskípun (Framh. af 1. siðu) á sviði tækninnar, sem ætla má að hér gæti komið að gagni, og láta gera nauðsynlegar athug- anir í því sambandi. Rannsóknir nefndarinnar og störf skulu einkum miða að því, að sýna á hvern hátt þjóðin gæti bezt fullnægt þörfum sín- um með framleiðslu nauðsyn- legra vörutegunda, ef siglingar að og frá landinu stöðvuðust að miklu eða öllu leyti af völdum ófriðar. Herra Steinþór Sigurðsson, magister, hefir verið ráðinn framkvæmdarstjóri nefndar- innar, og er honum falið að annast öll dagleg störf fyrir nefndina. Til þess er ætlazt, að nefndin hafi samstarf víð atvinnudeild Háskólans, rannsóknarstofu Há- skólans, Búnaðarfélag íslands, Fiskifélag íslands, náttúru- fræðideild Menningarsjóðs, aðr- ar stofnanir ríkisins, starfsmenn ríkisins og aðra, sem hafa sér- staka þekkingu og áhuga á þeim viðfangsefnum, sem tekin verða til meðferðar á hverjum tíma. Þá er einnig gert ráð fyrir, að ráðherra geti falið nefndinni að hafa eftirlit með rannsóknum útlendinga hér á landi, eftir þeim reglum, sem um það kunna að verða settar.“ tveim. Gísli og Jón voru á móti. Einnig var samþykkt að út- flutningsverðlaun hefðu alla ó- kosti gengislækkunar og auk þess ýmsa fleiri. Fjárhúsin og skórnir okkar (Framh. af 2. síðu) þannig, að lyfta mætti með hægu móti upp í þá hæð, sem jötubandi nemur og kæmi þá lokan í stað jötubands meðan jatan er opin, þó að hærra tæki upp. Hefði þetta marga kosti fram yfir tvístæða garðann. T. d. mætti þá gefa á húsin, þegar féð er búið að éta, og geyma þannig gjöfina til næsta máls. Væri að því mikið hagræði fyrir þann, sem jafnframt hefir önn- ur störf, t. d. fjósaverk. Sparað- ist þannig mikill tími t. d. við morgungjafir, sem þegar beitt er, mega helzt ekki taka langan tíma. Þegar fé kemur misjafn- lega snemma heim, er hægt að hleypa því inn, sem komið er og spara því að liggja við húsin þangað til hitt er komið, en ó- þægindi stundum að mega ekki gefa á fyrr en fé er komið heim. Þá væri þetta hentugt við fóður- bætisgjöf. Óþægilegt er að dreifa mjöli á tvístæða jötu, meðan fé er inni, vegna troðnings, vill þá sáldrast á snoppu kindanna, sem þvælast fyrir. Með lokaðri jötu kæmist féð jafnar að mjöl- gjöfinni, þegar opnað væri skjótlega. Þessum útbúnaði myndi fylgja nokkur kostnaðarauki og þess vegna hæpið að menn taki hann upp. Breidd hússins yrði nokkru meiri, og þyrfti þó ekki fóður- gangurinn að vera breiður, þar sem knippið væri borið yfir jötunum, aðeins að gengið yrði hindrunarlaust. Nokkru meira timbur færi í jötur. Þar sem baöker væri steypt í garða, mætti nota fóðurganginn ásamt báðum jötum, fyrir sigpall (taka burt innra jötuborð). Hvaða leið, sem farin verður í hverju tilfelli, verður að telja það nauðsynlegt, að hætta þeim ósið, að bera saur kindanna á fótum sér í hlöður og garða. — Nógir verða þeir kvillar, sem hamla sauðfénu þrifa, þó að nokkuð sé reynt að firra það því, sem helzt verður umflúið. Og þó að fleiri séu leiðir fyrir saur kindanna í fóður þeirra, þá bæt- ir þó nokkuð úr, að fækka þeim slysabrautum. Nauðsyn á hrein- læti með drykkjarvatn mun flestum vera ljóst. En atriði það, sem greinarkorn þetta fjallar um, hefir furðu lítið verið tekið til athugunar. Eg hygg að kalla megi það nýjan sið, ef maður forðast að ganga beint úr kró í garða. Það er fyrst með rann- sóknum síðustu tíma, á sauð- fjárkvillum, sem plágum hafa valdið, að mönnum hefir gefizt kostur á, að skilja þýðingu slíkr- ar umgengni til fulls. Þá er næsta stigið, að gera mönnum kleift, að bæta svo umgengni sína, að nokkurt gagn verði að. Væri gott að heyra þar tillögur fleiri manna, sem til fjár- mennsku þekkja. 2. febrúar 1939. Pétur Beinteinsson frá Grafardal. títbrciðlð TtMANJV 290 Andreas Poltzer: Patrícia 291 bátsmenn hans tveir, Keaton og Vogue. Þeir lentu í margra ára fangelsi. Er þeir höfðu afplánað refsinguna héldu þeir til Kokoseyja til þess að grafa upp fjársjóðinn, sem þeir tveir vissu um. Þegar þangað kom drap Keaton félaga sinn. Hann gat ekki flutt fjársjóðinn burt einn og fór því til Englands og sagði sjó- manni einum, Fitzgerald að nafni frá leyndarmáli sínu. En hann sagði svo Curzon Howe lávarði frá þessu, sem hafði bjargað lífi hans í skipsreika. Fjöldi leiðangra var gerður út á næstu áratugum, en allir komu heim aftur frá Kokoseyjum án þess að hafa orðið nokk- urs vísari. Þetta allt vissi Whinstone áður, en það var honum nýtt, sem Hurst sagði nú frá: Keaton hafði sagt öðrum manni en sjómanninum frá leyndarmáli sínu. Þessi maður hét Lewis og var fyrrverandi leik- ari. Hafði hann búið til greinilegan upp- drátt af felustaðnum, í samráði við Keaton og eftir upplýsingum hans, og teiknað hann á aftasta blaðið á skrifaðri bók. Lewis fékk aldrei tækifæri til að nota sér vitneskju sína um felustaðinn. Hann giftist ríkri kaup- mannsekkju og frestaði ferðinni til Kokoseyja ár frá ári, af því að hún var talsvert áhættusöm í þá daga. Kona hans lifði hann og settist að uppi í sveit, er hann dó. Hún seldi hús sitt í London. Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum eftir að hún hafði selt húsið, að hún mundi eftir bókinni með teikningunni, sem maðurinn hennar hafði sagt henni frá. Hún var geymd í leynihólfi í arinhill- unni. Hún trúði nú ekki meira en svo þessari sögu um fjársjóðinn, en í næsta skipti, sem hún kom til London, gerði hún sér samt ferð í gamla húsið sitt til þess að ná í bókina — fjórblöðungsút- gáfu af Richard III. — úr arinhillunni. En það fór nú á annan veg. Nýi eig- andinn hafði nefnilega látið breyta hús. inu og hafði tekið gömlu Adams-arin- hilluna á burt og sett aðra nýja í stað- inn. Frú Lewis reyndi að hafa upp á arinhillunni en henni tókst það ekki. Húseigandinn hafði selt hana með ýmsu rusli, í fornsölu, sem hann vissi engin deili á. Nú hafði einhver heyrt þessa sögu mörgum árum síðar og datt í hug að reyna að hafa upp á arinhillunni með gamla handritinu. Ókunni maðurinn, sem hafði þetta fyrir stafni, taldi víst, að þessi gamla, verðmæta Adams-arinhilla myndi ekki verða höfð á boðstólum en seld einhverjum, sem hefði vit á gömlum og fáséðum arinhillum. Þess vegna myndi hún vera komin í eigu einhvers Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég að kaff- ið hressir mig Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er þvi 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT ltliil!iilim«GAMLA Topp er (Afturgöngurnar) Sprenghlægileg og mein- fyndin amerísk gaman- mynd um andatrú. Aðalhlutverkin leika: CONSTANCE BENET, CARY GRANT og ROLAND YOUNG. nýja BíótnmmtömRj Saga Borgar- ættarínnar Sýnd kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. v.mtnu. I\ý bók: „UM SVÍÞJÓÐ O G S V í A“ Stutt en efnisríkt yfirlit yfir uppruna sænsku þjóðarinn- ar og sögulega þróun, atvinnuvegi og andlegt líf. Bókiu er prýdd 56 lieilsíðumyndiitti. - Verð: kr. 3,00. - Reykjavíkurannáll h.f. Revyao Fornar dygðir model 1939 Síðasta sinn annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. M.A.- kvartettinn syngur í GAMLA BÍÓ fimmtudaginn 16. marz kl. 7 sd. Bjarni Þórðarson aðstoðar — Breytt söngskrá. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. C y\(jst(jvstr. ö sirrn 5f)52.0pið M.11-l2oq5.3Í Annast kaup og sölu verðbréfa. VinniS ötullega fyrir Tímann. - Kaup og sala - IJllarefni og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. Alltaf ad itækka Ný matvörubúð opnuð í dag á II veríisjgötu 52.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.