Tíminn - 18.03.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.03.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: PR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 23. árg. Leiðangrar Þjóðverja r til Islands F or sætisr áðherr a svarar Syrirspurnum Með Dronning Alexandrine, sem kemur hingað um helgina, er von á tveimur þýzkum leið- öngrum. Annar leiðangurinn, en í hon- um eru fulltrúar frá flugfélag- inu Luft-Hansa, kemur hingað til að semja um lendingarstaði á íslandi fyrir flug milli Þýzka- lands og Ameríku, og ef til vill um tilraunaflug milli íslands og Þýzkalands. Hinn leiðangurinn, en í hon- um eru nokkrir vísindamenn, kvað eiga að rannsaka þá kenn- ingu Alfred Wegeners, að ísland sé, eins og fleiri lönd, að færast frá austri til vesturs. Þá hefir verið tilkynnt, að þýzka herskipið „Emden“ komi hingað um mánaðamótin til að hafa eftirlit með þýzkum veiði- skipum hér um óákveðinn tíma. Skip þetta er miklu stærra en þau útlendu herskip, sem áður hafa haft slíka gæzlu hér við land. Er það 6000 smál. og hefir milli 600—700 manna áhöfn. í tilefni af þessum fyrirætlun- um Þjóðverja, bar Einar Olgeirs- son fram nokkrar fyrirspurnir til forsætisráðherra í neðri deild í gær. Voru þær á þá leið, hvort rannsóknarleiðangurinn hefði fengið leyfi til starfa sinna hér, hvort koma flugmannanna hefði verið tilkynnt, og hvort ríkisstjórnin hefði beðið aðrar þjóðir að hafa hér herskip með- an ,,Emden“ væri hér. Taldi Einar rétt, að Þjóðverjum væri ekki leyfðar hér neinar rann- sóknir. Forsætisráðherra svaraði fyr- irspurnunum á þessa leið: Engin tilkynning eða beiðni hefði komið til ríkisstjórnarinn- ar viðkomandi rannsóknarleið- angrinum. En það er vitanlega rétt og ber að stefna að því, að allar náttúrufræðilegar rann- sóknir hér verði gerðar undir yfirstjórn og umsjá íslendinga sjálfra. Hefði verið stigið spor í þá átt með nefnd þeirri, sem at- vinnumálaráðherra skipaði á dögunum. En þær reglur, sem um slíkt verða settaT, eiga vitan- lega að ná til allra jafnt. Fyrir- spyrjandinn og flokkur hans virðast hinsvegar vilja láta slík- ar takmarkanir ná til Þjóð- verja einna. Hefði hann m. a. deilt á ríkisstjórnina fjrrir að vilja ekki leyfa möhnum, sem komu hingað í vetur, skilyrðis- laust rannsóknir og námugröft á Vestfjörðum. Engar upplýs- ingar hefðu þó legið fyrir um það, hvaða aðilar eða þjóð stæði að baki þeim mönnum. Slíkan tvískinnung mætti ekki sýna, því ættu slíkar reglur að njóta viðurkenningar, yrðu þær að vera almennar og gilda jafnt fyrir alla. Koma þýzku flugmannanna hefði verið tilkynnt fyrir hálf- um mánuði af ræðismanni Þjóð- verja hér. Luft-Hansa hefði stutt flugsamgöngur þær, sem haldið var hér uppi 1928—32, og fengið fyrir það loforð um að njóta hér sömu kjara og þau lönd, sem hefðu hér mest hlunn- indi í flugmálum. Þetta loforð hefði átt að ganga úr gildi, þegar flugferðirnar hér lögðust niður, en hefði þá verið fram- lengt fram til 1940. Þjóðverjar gerðu nú kröfu til að þessu lof- orði yrði nú fullnægt. En ríkis- stjórnin lyti svo á, að þrátt fyrir þessi ákvæði um „beztu kjör“, ætti Luft-Hansa ekki kröfur um nein hlunnindi hér, því íslenzka ríkið hefði' nú engan samning við neinn útlendan aðila um Reykjavík, laiig'ardagiiin 18. marz 1939 33. blað Aukín smjörframleíðsla Merkílegt frumvarp frá sr. Sveinbirní Högnasyni ■ ÁmdiL'Z m ''&M, .q % mm m Undanfaið hafa EnglencLingar unnið að því, að auka jlugvélaframleiðslu sína stórkostlega og er talið að þess sé skammt að bíða, að þeir geti framleitt jafn margar flugvélar á mánuði og Þjóðverjar. Það er einnig tálið fullvíst, að Englendingar framleiði þá tegund orrustuflugvéla, sem sé hraðfleygust. Nefnist þessi tegund „SpitfireSlíkar jlugvélar geta flog- ið 380 km. á klst. með þungan farm. Þœr hafa 8 vélbyssur. Hér á mynd- inni sjást nokkrar þeirra á flugi milli tveggja skýlaga. Yíírlýsíng Chamberlains í neðri deild hefir nýlega verið lagt fram frumvarp um verðjöfnunar- og styrkt- arsjóð rjómabúa. Flutn- ingsmaður er Sveinbjörn Högnason. Frv. er á þessa leið: „Stofna skal sjóð, er nefnist verðjöfnunar- og styrktarsjóður rjómabúa, er sé undir yfirstjórn landbúnaðarráðherra. Tilgangur sjóðsins er: Að verðuppbæta smjör, sem unnið er í löggiltum rjómabú- um. Að verðuppbæta smjör, sem unnið er í .löggiltum mjólkur- búum, úr rjóma frá framleið- endum, sem hafa erfiða aðstöðu til að senda mjólk sína óunna til búanna. Að styrkja byggingu nýrra rjómabúa á þeim framleiðslu- svæðum, sem mjólkurbúin ná ekki til, allt að helmingi stofn- kostnaðar. Að styrkja þá þætti mjólkur- skipulagsins, sem landbúnaðar- ráðherra telur sérstaka ástæðu til, en verður ekki gert eftir ákvæðum núgildandi mjólkur- laga. Til að afla sjóðnum tekna, skal leggja 10 aura gjald á hvert kg. smjörlíkis, sem framleitt er og selt í landinu, og 4 aura á hvert kg. erlends fóðurbætis, sem til landsins flyzt. Gjöld þessi innheimtast með öðrum skatta- og tollatekjum ríkis- sjóðs. Landbúnaðarráðherra setur flugmál, og væri því ekkert til að miða við. Það hefði vitanlega ekki kom- ið til tals að biðja önnur ríki um að senda herskip hingað í sambandi við komu „Emden“. Væri það líka algengt, að vin- veitt ríki sendu hingað herskip, ýmist í kurteisisheimsókn, eða til eftirlits með skipum sínum hér við land. Hinir nýju viðskiptasamningar Is- lendinga og Norðmanna hafa nú verið birtir. Eru í hinum nýju samningum nokkrar breytingar frá því, sem var í norsku samningunum 1932. Heimild íslendinga til kjötflutnings til Noregs hefir hækkað úr 6000 tunnum á síðast- liðnu ári, í 8000 tunnur á ári. Norð- mönnum heimilast að halda áfram starfrækslu síldarverksmiðjunnar í Krossanesi og mega gera á henni nauðsynlegar umbætur, enda hafi þær ekki í för með sér aukningu á núver- andi afköstum hennar. 60% af því, sem verksmiðjan tekur til vinnslu, er henni heimilt að kaupa af norskum síldveiðiskipum. Norskum síldarskip- um er einnig leyfilegt að selja íslenzk- um verksmiðjum nýja bræðslusild, er nemi 400 málum fyrir reknetaskip og 600 málum fyrir herpinótaskip, og auk þess íslenzkum saltendum 100 tunnur af nýrri síld af hverju skipi. Samn- ingur þessi gekk í gildi við undirritun, sem fór fram laust fyrir mánaðamótin síðustu. Hann er uppsegjanlegur af beggja hálfu með sex mánaða fyrir- vara, þó með nokkrum takmörkunum um, hvenær árs hann fellur úr gildi. III Þann 15.. þ. m. var saltfiskaflinn á öllu landinu orðinn 9.838 smál. miðaö við verkaðan fisk, en var á sama tíma í fyrra 5.978 smál. Auk þess hafa verið hert 1.308 smál. af ufsa, 43 smál. af þorski, miðað við hausaðan og slægðan fisk, og 211 smál, af þorski hafa verið reglugerð um framkvæmda- stjórn og önnur fyrirkomulags- atriði sjóðsins.“ í greinargerð frv. segir, að eins og nú sé háttað, virðist smjörframleiðslan líklegust til þess að koma auknu mjólkur- magni í verð og beri því að stuðla að aukningu hennar. Tekjur þær, sem fást mundu samkvæmt frumvarpinu til stuðnings smjörframleiðslunni, eru áætlaðar um 200 þús kr. á ári. Eins og kunnugt er hefir Sveinn Tryggvason mjólkur- fræðingur komið fram með þá tillögu, að farin yrði hér svipuð leið og í Noregi í þessum málum og komið á fót svonefndum smjörbúum. Þangað sendu bændur heimaunnið smjör, sem yrði biandað þar saman og búið undir söluna. Myndi þetta fyrir- komulag vafalaust henta betur á mörgum stöðum en rjóma- búin. Seinasta búnaðarþing fjallaði talsvert um þetta mál og lýsti sig mjög hlynt smjör- búafyrirkomulaginu. Má því telja víst, ef þetta frv. næði samþykki, að þeim tekjum, sem þá næðust til styrktar smjör- framleiðslunni yrði varið jöfn- um höndum til rjómabúa og og smjörbúa. Er þetta frv. tvímælalaust í röð hinna merkari mála, sem fram hafa komið á þessu þingi, og er það vissulega til lítils sóma fyrir þjóðina og til tjóns fyrir heilbrigði hennar, hversu mikið er notað hér af smjörlíki, þar sem smjörframleiðslan ætti hæglega að geta fullnægt þeirri þörf. Verður því að leggja aukið kapp á smjörframleiðsluna, samhliða því, sem kröfur eru auknar til gæða og frágangs smjörsins. Með frumvarpinu er stefnt að þessu hvorutveggja. Vesturför Goðafoss. Eimskipafélagið hefir auglýst, að ekki geti orðið af fyrirhugaðri för Goðafoss til New York í vor vegna ónógrar þátttöku. tekin til flökunar. Eftir verstöðvmn skiptist saltfiskaflinn þannig í smál. (fyrra árs afli er talinn í svigum): Vestmannaeyjar 1296 (867), Þorláks- höfn 14 (19), Grindavík 249 (256), Hafnir 117 (24), Sandgerði 1150 (648), Garður og Leira 377 (286), Keflavík og Njarðvíkur 2078 (1144), Vatnsleysu- strönd og Vogar 66 (48), Hafnarfjörður 432 (525), Reykjavík 914 (559), Akra- nes 1607 (1029). í Vestfirðingafjórð- ungi var aflinn orðinn 1323 (507) og í Austfirðingafjórðungi 104 smál., en þar var enginn afli kominn á fiskiskýrslur á sama tíma í fyrra. í Norðlendinga- fjórðungi er útgerð enn ekki byrjuð. III Halldór Pálsson sauðfjárræktarráðu- nautur fór síðastliðinn þriðjudag upp í Borgarfjörð til þess að halda áfram rannsóknum, er Guðmundur Gíslason hefir gert þar á útbreiðslu og gangi mæðiveikinnar. Mun hann um hríð dvelja við þessar athuganir í Borgar- firði, og í ráði er að hann framkvæmi svipaðar rannsóknir norður í Miðfirði. I I I 24. febrúar síðastliðinn hélt ung- mennaíélagið Unnur djúpúðga hátíð- legt þrjátíu ára afmæli sitt með sam- komu að Sælingsdalslaug. Núverandi formaður félagsins, Egill Hjartarson í Knarrarhöfn, setti samkomuna. Því næst hófst kaffidrykkja. Yfir borðum fluttu ræðu Einar Kristjánsson á Leys- ingjastöðum, formaður Ungmennasam- bands Dalamanna, Ágúst Júlíusson Endalok Tékkoslovakíu hafa orðið til þess að skýra betur aðstöðuna í alþjóðamálum en áður. Þeir menn, sem hafa borið nokkurt traust til loforða þýzku stjórnarinnar, hafa misst það og skipa sér nú í flokk þeirra, sem hvatt hafa til þess að sýna ein- ræðisríkjunum festu og einurð í stað stöðugrar undanlátssemi. Þetta hefir m. a. komið skýrt fram í ræðu, sem Chamberlain forsætisráðherra hélt í Birm- ingham í gærkvöldi. Chamber- lain hefir verið aðalforvígismað- ur þeirrar stefnu, að hægt væri að sefa yfirgangssemi einræðis- ríkjanna með góðvilja og til- slökunum og skapa á þann hátt grundvöll fyrir varanlegan frið. Hann hefir sagt, að allt yrði að gera, sem unnt væri til að bóndi á Hafurstöðum, ungfrú Jensína Halldórsdóttir í Magnússkógum og Geir Sigurðsson oddviti i Glerárskóg- um. Hófið sátu stjórnarmeðlimir tveggja nágrannafélaganna, „Dögun- ar“ á Fellsströnd og „Stjörnunnar" í Saurbæ. Töluðu af þeirra hálfu Hall- dór Eggert Sigurðsson bóndi á Staðar- felli og Finnur Þorleifsson bóndi í Hvammsdal. Að kaffidrykkjunni af- staðinni var leikinn sjónleikur eftir Einar Kristjánsson. Síðan hófst ræðu- höld að nýju. Minntist Ágúst á Haf- ursstöðum látinna félaga, en Geir í Glerárskógum rakti sögu félagsins. Var þar stofnað á öskudag 1909 og að- alhvatamenn að stoínun þess, Jóhann- es Guðmundsson kennari frá Teigi og Tryggvi Gunnarsson, nú bóndi i Arn- arbæli á Fellsströnd. Fyrstu árin náði starfssvið þess yfir tvo hreppa, Fells- strönd og Hvammssveit, en siðan ung- mennaíélagið Dögun var stofnað, hefir það aðeins náð yfir Hvammssveitina. Meðal margs annars hefir félagið átt frumkvæði að byggingu Sælingsdals-. laugar. Þessu næst var lesið upp úr blaði félagsins, „Félagsómi", og enn- fremur flutt tvö afmælisljóð af þeim Einari Kristjánssyni á Leyslngjastöð- um og Geir Sigurðssyni í Glerárskóg- um. Að lokum var stiginn dans Jengi nætur. Nokkur heillaskeyti og bréf bár- ust félaginu. Samkomuna sóttu 70— 80 manns og má það teljast góð sókn, því að í sveitinni eru aðeins nítján bæir. vernda friðinn. Með ræðu sinni í gærkvöldi játaði hann óbeint, að þessi stefna sín hefði mis- heppnazt og ofar friðnum setti hann nú frelsið. Hann fór síðan mörgum hörðum orðum um samningsrof og framferði Hit- lers og mun sennilega einsdæmi að brezkur forsætisráðherra hafi á friðartímum talað í garð erlends þjóðhöfðingja með jafn- mikilli beiskju. Það atriðið í ræðu Chamber- lains, sem telja má athyglis- verðast fyrir rás alþjóðamál- anna á næstunni, var sú yfir- lýsing, að brezka stjórnin myndi ráðgast um þessi mál ekki að- eins við samveldislöndin og Frakkland, heldur jafnframt við öll önnur ríki, „sem slegin eru ótta yfir þessum seinustu at- burðum og leita vilja ráða vorra og aðstoðar“. Það má ganga að því vísu, að þessi ummæli Chamberlains beinist ekki sízt til smáríkjanna. Tvö þeirra hafa orðið Þýzka- landi að bráð á einu ári. Sá of- metnaður, sem þessir fyrirhafn- arlitlu landvinningar hafa skapað í hugum þýzkra stjórn- arleiðtoga, bendir fullkomlega til þess, að þær muni leitast við að halda sigurgöngunni áfram. Rúmenia, Jugoslavia, Danmörk, Holland, Belgía, Lithauen eða jafnvel Pólland gætu þá orðið næstu fórnarlömbin. Þessi yfirlýsing Chamberlains á vafalaust nokkrar rætur i því, að réttarvitund Breta fordæmir yfirgang einræðisríkjanna og krefst frelsis og réttar fyrir hin- ar smærri þjóðir. En samhliða þessu er önnur ástæða, sem frá sjónarmiði brezkra stjórnmála- manna er engu þýðingarminni. Endalok Tékkóslovakíu hefir sannað þeim þeirra, sem ekki sáu það áður, að yfirgangs- stefna nazismans leiðir fyr eða síðar til styrjaldar. Vegna þess væntanlega uppgjörs vill brezka stjórnin tryggja sér vináttu allra þeirra þjóða, sem vegna aðstöðu sinna og hugsjóna geta fylgt Bretum að málum. — Af sömu ástæðu vill hún ekki bæta aðstöðu keppinauta sinna með því að láta þá ná fleiri löndum undir yfirráð sín. Þó að yfirlýs- ing Chamberlains sé ekki sögð með ákveðnari orðum, virðist hún á máli enskra stjórnmála- manna merkja: Hingað og ekki lengra. Hjá almenningi í Englandi og Á víðavangi ísafold og fylgiblað hennar, Framsókn, hafa hvað eftir ann- að verið með dylgjur um það, að Páll Zophóníasson ætti sök á iví, að fjárpestir hefðu borizt hingað til lands með karakul- fénu. Með þessum lúalega áburði á víst að reyna að níða af Páli óað álit, sem hann nú nýtur meðal kjósenda í Norður-Múla- sýslu og bændastéttarinnar í heild. Og má þá segja, að hvað hæfi öðru, vopnið og sá, er á heldur. * * * Út af fyrir sig virðist það ekki skipta aðalmáli, úr því sem komið er, að nota hið hörmulega afhroð á búfé landsmanna til að búa sök á hendur einhverj- um tilteknum manni eða mönn- um. Um það geta víst allir sann- gjarnir menn orðið sammála, að enginn hafi þeim viljandi valdið. Páll Zophoníasson hefir fyrir sitt leyti látið hinum ill- girnislegu ásökunum í hans garð algerlega ósvarað. Má lika segja, að fáir muni taka mark á svo lúalegum árásum. En rétt er þó, að það kæmi fram glögglega í eitt skipti fyrir öll, að P. Z. á það manna sízt skilið að verðá fyrir slíku, því að einmitt af hans hálfu var frá upphafi lögð á það alveg sérstök áherzla, að sem strangastar kröfur yrðu gerðar um ráðstafanir gegn smithættu frá karakulfénu. * * * Þeir Páll Zophoníasson og Metúsalem Stefánsson undir- bjuggu á sínum tíma frumvarp til laga um innflutning sauð- fjár. Settu þeir í frumvarpið ákvæði um það, að hið innflutta fé skyldi geymt í eyjum a. m. k. tvö ár og haft þar saman við íslenzkt fé. og mætti á þessum tíma enga kind flytja úr eyj- unum (sbr. Alþt. 1931, þsk. 21). En þessu ákvæði vildi Búnaðar- )ing breyta, og lagði til við Al- aingi, að einangrunartími fjárs- ins skyldi vera óákveðinn í lög- unum, en síðar ákveðinn í hverju einstöku tilfelli eftir atvikum. Á þessar breytingar Búnaðarþings féllst Alþingi. * * * Nú munu hinsvegar allir sjá og viðurkenna, að betra hefði verið að gera ekki þessar breyt- ingar. Hefði tillaga þeirra Páls og Metúsalems verið samþykkt, um tveggja ára lögákveðinn einangrunartíma, er óhætt að fullyrða, að nýir sjúkdómar væru ekki komnir út fyrir eyju þá, sem féð hefði verið haft í. Þess skal getið, að þeir P. Z. og M. St. ætluðust til, að ein- angrunartíminn yrði notaður til að byrja á tilraunum með kyn- blöndun fjársins, og fá úr því skorið, eftir því sem tími ynn- ist til, hvort frekari kynblönd- un væri æskileg. En eins og áður er sagt, átti ekki að vera leyfilegt að flytja íslenzka féð fremur en hið erlenda úr eyj- unni þe*man tveggja ára tíma. * . * * Héðinn Valdimarsson kvartar um það í Þjóðviljanum í fyrra- dag, að „Sjálfstæðismenn" muni vera linir orðnir í fylgi sínu við 60-miljóna lántökuna. Segir Héðinn að Sjálfstæðismenn hafi verið minntir á hitaveitulánið og hafi þeim þá fallið allur ketill i eld. Þykir Héðni hart að standa nú „einn“ og yfirgefinn í þessu máli, og má þá vera að dofna taki trú hans á hina „frjáls- lyndu“ menn í Sjálfstæðis- flokknum. í langflestum blöðum landsins hefir þessi skoðun komið ótví- rætt fram. Með ræðu sinni í Birmingham hefir Chamberlain gert hana að stefnu stjórnar- inar. Þeir munu þó margir, er van- treysta þessum ummælum Chamberlains vegna hinnar þreklitlu framkomu Breta und- anfarin ár. En hinn mikli víg- búnaður Breta seinustu mán- uðina gefur hinsvegar til kynna, að þeim sé fullkomin alvara A KROSSGÖTUM Norsku samningarnir nýju. — Fiskafli í landinu. — Rannsókn á mæði- veikinni. — Ungmennafélagið Unnur djúpúðga 30 ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.