Tíminn - 21.03.1939, Blaðsíða 2
136
TtMIHny, þrfgjndagiim 21. marz 1939
34. blað
Erlendur undirróður
llstfid gát á kvill-
um í ^órðnm ykkar
Fyrir nokkru síSan birti enska
stórblaðið „Manchester Guardi-
an“ fregnir um undirróður og
njósnir, sem Þjóðverjar ættu aö
reka hér á landi. Fregnir þessar
vöktu að vonum talsverða at-
hygli erlendis og þó einkum með-
al frændþjóða okkar á Norður-
löndum.
Hér verður ekki um það rætt,
hverjar heimildir enska blaðsins
hafa verið eða hversu áreiðan-
legar þær eru. í einu Reykja-
víkurblaðinu hefir komið fram
sú tilgáta, að þær munu vera
runnar undan rifjum kommún-
ista hér heima. Skal enginn
dómur á það lagður, en því er
ekki að neita að fyrri framkoma
kommúnista í þessum efnum
gæti styrkt þann grun. Er þar
skemmst að minna á grein, sem
Einar Olgeirsson ritaði í enskt
tímarit fyrir nokkrum árum.
Var þar dregin upp mjög ófögur
lýsing af því, hvernig enska auð-
valdið hefði klófest ísland og
þess sérstaklega getið, að til að
tryggja yfirráð sín sem bezt,
hefði einn angi þess, olíuhring-
arnir, náð helzta foringja jafn-
aðarmanna á vald sitt. Þessi
grein barst í hendur löndum í
Vesturheimi og vakti meðal
þeirra hinn mesta óhug. Mátti
næstum skilja á öðru vestan-
blaðinu, — meðan það vissi ekki
betur —, að ísland hefði glatað
frelsi sínu að fullu og öllu.
Áhrif þau, sem þessi grein virt-
ist hafa meðal larida í Vestur-
heimi, gaf bezt til kynna, hversu
rangur fréttaburður héðan að
heiman, getur verið skaðlegur
fyrir ísland. Og vissulega er
kommúnistum alveg eins trú-
menn eða yfirleitt neina þegna
þjóðfélagsins. Þær eru fram
komnar af nauðsyn — og ekki
einungis af einstaklings- eða
stéttarnauðsyn, heldur beinlín-
is þjóðarnauðsyn, því að allri
þjóðinni er það nauðsyn, að
framleiðslan lifi.
Morgunblaðið hefir talið það
vel til fallið, að líkja flokki sín-
um, Sjálfstæðisflokknum, við
Chamberlain hinn brezka í
þessu máli. En margra manna
mál er það nú í Bretlandi, að
Chamberlain hafi gengið held-
ur seint til verks í sumum þeim
málum, er miklu varða fyrir all-
an heiminn og dregið um of að
taka þær ákvarðanir, er úrslit-
um gátu valdið. Enda eru hans
viðfangsefni ólíkt stórfelldari
og umfangsmeiri en þau sem
nú valda oss íslendingum á-
hyggju, þótt.okkur séu mikils-
verð. Því miður er skörungs-
skapur Sjálfstæðisflokksins enn
sem komið er, lítill orðinn í mál-
efnum íslenzkrar framleiðslu að
þessu sinni.
andi til þess nú og 1935 að reyna
að koma slúðri sinu um afskipti
útlendinga hér heima í erlend
blöð.
En fyrst þessi mál hefir borið
á góma virðist full ástæða til að
benda á annan undirróður út-
lendinga hér á landi. Sá undir-
róður er svo stórfelldur, að hann
gerir orðið vart við sig á næstum
hverju einasta sveitaheimili
landsins.
Það er kunnugt að blaðkostur
kommúnista hefir verið stór-
aukin seinustu mánuðina. Vel
má vera að einn angi hins
brezka auðvalds styðji að ein-
hverju leyti þá útgáfustarf-
semi. En fyrst og fremst er hún
þó byggð á því, að erlendir kom-
múnistar hafa gefið flokks-
bræðrum sínum hér bæði setj-
aravél og prentvél. Án þessara
gjafa væri hin mikla útgáfu-
starfsemi kommúnista hér ó-
kleif.
Þess má geta, að önnur vélin
var gefin nokkru eftir að Kom-
múnistaflokkur íslands var
lagður niður og sést á því, að
Alþjóðasamband kommúnista,
sem raunverulega stjórnar
þessum gjöfum, — þó sænski
kommúnistaflokkurinn sé lát-
inn heita gefandinn, — telur
kommúnista hér jafn heit-
bundna sér og áður, þó þeir hafi
nú breytt um flokksnafn í þeim
tilgangi að villa á sér heimildir.
Blaðaútgáfa kommúnista nýt-
ur líka meiri styrktar en þess,
sem þegar er nefnt. í dagblaði
kommúnista birtast daglega
einkaskeyti frá Moskva. Fær
blaðið þau vitanlega gefins. Er
það ein sönnun þess, að Al-
þjóðasamband kommúnista tel-
ur kommúnista hér jafn háða
sér og áður, enda þótt þeir telji
sig ekki lengur formlega með-
limi þess.
Fleira skal ekki nefnt að
sinni. En af framangreindu er
ljóst, að hin mikla blaðaútgáfa
kommúnista byggist fyrst og
fremst á erlendri hjálp. Hver
blaðastrangi, sem berst inn á
sveitaheimilin eða dreift er í
húsin í kaustöðunum, er öruggt
vitni um þann mikla undirróð-
ur, sem rekinn er hér af hálfu
erlendra öfgamanna í þeim til-
gangi að sýkja þjóðina af hinni
kommúnistisku byltingarólyf j -
an. —
Slík íhlutun útlendinga af ís-
lenzkri stjórnmálabaráttu er
vissulega í fullkominni óþökk
alls meginþorra þjóðarinnar. Og
hún er til einskis frekar líklegri
en að bjóða hingað heim áróðri
annara þjóða. Megi Rússar eða
erlendir fylgifiskar þeirra gefa
hingað prentsmiðjur og styrkja
hér blaðaútgáfu, sem miðar til
aukinnar sundrungar og niður-
Blaðlýs og trjámaðkar gerðu
viða usla í görðum í fyrrasumar.
Lússogin, eða samanvafin
maðksmogin blöð sáust allt of
víða á ribsi, birki og víði. Neðan
á ribsblöðunum moraði allt í
grænum iðandi blaðlúsum. Bar
mjög á því t. d. hér í Reykja-
vík, enda er hér allmikil ribs-
rækt.
í vetur láta margir úða tré og
runna með Carbokrimp (1:8—
1:10) og er það vel farið. Þessi
vetrarúðun drepur egg blaðlúsa
og trjáfiðrilda, ef hún er vand-
lega af hendi leyst. Skal jafnan
úða í þurru og frostlausu veðri
og bleyta plönturnar duglega,
svo allar greinar vökni. Lyfið
Carbókrimp skal aðeins nota að
vetrinum áður en blaðknappar
þrútna að mun. Nokkru lengur
má nota Abolin, sem er einskon-
ar vor-Carbókrimp. Þar sem
vetrarúðun hefir verið vanrækt
eða óþrifa verður vart, má dreifa
Dana eiturdufti á trén eða úða
þau með tóbakslegi (nikotin)
1 kyrru, þurru veðri á vorin og
dreps fyrir þjóðarsjálfstæðið,
hvað er þá í veginum fyrir því,
að aðrir útlendingar byrji hér
sama leikinn?
Það getur vafalaust orðið erf-
iðleikum bundið að hindra slíka
starfsemi með lögum. Önnur
leið er líka til, miklu örugg-
ari og áhrifameiri. Hún er
fólgin í þungum og einróma á-
fellisdómi íslenzkrar alþýðu um
þá menn, sem ganga í þjónustu
erlendra öfgaflokka og tengja
persónulega upphefð fyrir sjálfa
sig við aukna íhlutun erlends
valds á íslandi. Með því að al-
þýðan sýni þessum mönnum
fyllstu vanþóknun sína og láti
þann undirróður, sem þeir reka
með erlendri hjálp, gera þá
fylgisvana, verður lánleysi
þeirra svo eftirminnilegt, að
aðrar erlendar þjóðir, sem
kynnu að hafa löngun til
þess, myndu ekki hefja
samskonar starfsemi. En hljóti
niðurrifsstarf þessara þjóna er-
lendra hagsmuna einhverjar
undirtektir meðal þjóðarinnar,
er það til einskis líklegra en að
hafin verður hér svipaður und-
irróður af fleiri þjóðum. Hefir
verið segin saga allsstaðar er-
lendis, að áróður nazismans hef-
ir fylgt í fótspor hins kommún-
istiska undirróðurs.
Þessa skyldu þeir menn vel
gæta, sem í einlægni eru and-
vígir pólitískum áróðri annara
þjóða á íslandi, en ljá þó komm-
únistum stuðning sinn að ein-
hverju eða öllu leyti.
sumrin. Hefir það gefizt vel
undanfarin ár. í samliggjandi
görðum þurfa að vera samtök
með varnirnar.
Talsvert ber hér á sárum í
trjánum, einkum í reyniviði.
Ber þá að skera skemmdirnar
burtu og bera plöntuvax, kol-
tjöru eða mál á sárin. þó ekki á
börkinn. Valda sveppir bæði
þessu og rauðu vörtunum, sem
víða sjást t. d. á ribsi, einkum i
gömlu kali. Allar þessar
skemmdir skal skera burtu sem
fyrst.
í Reykjavík var kálmaðkurinn
versti óvinur allrar kál- og
x-ófuræktar í fyrra. Má því ekki
vanrækja varnirnar. Er nú sýnt,
aö oftast dugir að vökva kring-
um jurtirnar með sublimatvatni
(1 g. í 1 1. vatns) strax og egg
kálflugunnar sjást og svo aftur
1 sinni eöa tvisvar með um viku
millibili, eða hvenær sem eggin
kunna að sjást. Þó má aldrei
vökva með eitri þessu eftir að
kálhöfuð fara að myndast. Er
áríðandi að leita eggjanna öðru-
hvoru kringum kálstönglana,
rétt neðan við yfirborð moldar-
innar. Eggin eru hvít og líkjast
nokkuð víum í fiski.
Sublimat er mjög eitrað,
vandfarið með það og vafninga-
samt hefir verið að ná í það.
Garðyrkjuráðunautur bæjarins
mun þó auðveldlega geta út-
vegað það og ætti fólk að snúa
sér til hans og biðja um lyfið í
tíma. Ef til vill ættu fleiri að fá
það til sölu, t. d. garðyrkju-
menn almennt og blómabúðir, ef
þær hafa í þjónustu sinni fólk,
sem leiðbeint getur um notkun
þess, eða helzt beinlínis séð um
vökvunina fyrir almenning.
Ættu æfðir menn að fara um
bæinn í sumar að leita eggja
kálflugunnar og vökva með eitr-
inu og kenna öðrum varnir, sem
til greina koma.
Af öðrum vörnum má nefna
tjörupappaplöturnar. Hafa þær
lítilsháttar verið reyndar hér og
gefast vel erlendis í litlum,
sæmilega skjólgóðum görðum.
Moldin er jöfnuð kringum jurt-
irnar og plötunum smeygt ut-
an um þær, þannig að plöturn-
ar liggja á jörðunni og lykja
þétt að jurtunum og varna flug-
unum varps. Gæta verður þess,
að ekki setjist mold ofan á plöt-
urnar, því þá verpa flugurnar
þar. Setja skal plöturnar á áður
en varp kálflugunnar hefst, t. d.
um leið og gróðursett er eða
grisjað.
Loks er talsverð vörn í því að
dreifa naftalíndufti eða sóti
umhverfis jurtirnar. Þarf oftast
Þ. Þ.
Magnus Torfason;
Um Strandarkírkju
'gjímtrm
Þrnðjudaginn 21. marz
,Traustír skulu horn-
steínar hárra sala
í einu af höfuðstaðarblöðun-
um (Mbl.) var á sunnudaginn
var kröfum framleiðslunnar á
hendur launþegum og gróða-
mönnum þjóðfélagsins líkt við
nýafstaðna herferð Hitlers á
hendur varnarlausum smáríkj-
um í Mið-Evrópu. Samtímis
vakti svo blaðið athygli á því, að
gagnvart hinúm óbilbjörnu
kröfum færi Sjálfstæðisflokkur-
inn með hlutverk Chamberlains
hins brezka, formælanda friðar
og sanngirni.
Vel má vera, að það hafi verið
helzt til langt gengið af hálfu
útvegsmannafundarins, að
heimta krónunar lækkaða um a.
m. k. 30%. En þeir, sem láta sér
í hug koma, að líkja slíkum
kröfum við innrás ofbeldishers
í frjálst land, hafa þó áreiðan-
lega nokkuð einkennilegar hug-
myndir um þýðingu framleiðsl-
unnar og afstöðu hennar til
þjóðfélagsins.. Því að gengi
framleiðslunnar í landinu er eigi
eingöngu hagur þeirra manna,
sem fyrir henni standa eða
framleiðslustörfin vinna, heldur
hagur þjóðarinnar allrar. Fram-
leiðslan er hornsteinn hins ís-
lenzka þjóðfélags, eða réttara
sagt undirstaða. Og myndi hin-
um efri hæðum þjóðfélags-
byggingarinnar þá ekki vera
hætt, ef undirstaðan brestur?
Það er gott og nytsamt fyrir
landið að eiga vel mennta, dug-
lega og skyldurækna embættis-
og starfsmannastétt í þjónustu
hins opinbera. Það er mikilsvert
að eiga myndarlega og árvakra
kaupsýslumenn, sem ganga
fram í því með röskleika og
hyggindum, að kaupa inn vörur
og selja íslenzkar afurðir. Það
er ánægjulegt og fagurt af-
spurnar að vera andleg menn-
ingarþjóð á háu stigi. En þó
byggist þjóðlífið ekki fyrst og
fremst á neinu af þessu. Líf
þj óðarinnar byggist á því að afla
viðurværisins úr skauti náttúr-
unnar. Því að þörfin á fæði,
klæðum og húsaskjóli er hin
frumstæðasta þörf, og sé henni
ekki fullnægt, verður allt annað
í reyndinni lítils virði.
Framleiðslan er á okkar landi
„afl þeirra hluta, sem gera skal“.
Án hennar fær embættismaður-
inn ekki laun sin né kaupsýslu-
maðurinn gróða sinn. Án henn-
ar er ekki hægt að halda uppi
almennum framkvæmdum til
hagsbóta og menningarauka
fyrir þjóðina.
Allt þetta — og einmitt þetta
—■ verða menn að hafa í huga,
þegar fram á það er farið, að
þeir, sem góðs njóta af fram-
leiðslunni, án þess að vera bein-
ir þátttakendur í henni, leggi á
sig einhverjar fórnir hennar
vegna. Framleiðslan verður að
eiga sér stað hvað sem öðru líð-
ur. Um það geta allir, við nán-
ari athugun, orðið sammála. Og
ef framleiðslan — sæmilega
rekin — getur ekki haldið áfram
vegna fjárhagsörðugleika, þá
er það raunverulega af því, að
aðrir hafa fengið of mikið, en
hlutur framleiðslunnar gerður
of lítill. Þær fórnir, sem þjóðin
þyrfti á sig að leggja fram-
leiðslunni til viðréttingar, eru
þá í rauninni ekki annað en að
skila framleiðslunni aftur því,
sem henni réttilega bar í sinn
hlut og sem hún þarf á að halda
til að geta látið þjóðina lifa
menningarlífi og framfarir
halda áfram í landinu.
Það skal að vísu viðurkennt,
að það getur verið ákaflega
erfitt, og jafnvel ókleift um
stundarsakir, að tryggja fram-
leiðslunni þann hlut, sem hún
þarf á að halda. Skyndilegar
truflanir í viðskiptalífinu geta
orðið þess valdandi. Slík áföll
koma þá niður sem töp á rekstri
og óeðlileg tekjurýrnun fram-
leiðslustéttarinnar. Og það getur
tekið sinn tíma, og hlýtur raun-
ar alltaf að taka, að koma skipt-
ingu afrakstursins aftur í eðli-
legt horf. En framleiðslan á
fullan rétt á því, að kröfur
hennar í þessum efnuni, séu
ekki skoðaðar sem fjandmanna-
árás á kaupsýslumenn, launa-
Allur landslýður þekkir af
afspurn hina frægu áheita-
kirkju á Strönd í Selvogi í Ár-
nessýslu. Magnús Torfason
fyrrv. sýslumaður Ámesinga
ritar hér um Strandakirkju
og mál hennar.
I.
í Blöndu I 3, sem út kom 1920,
hefir dr. Jón Þorkelsson þjóð-
skjalavörður, góðrar minningar,
ritað sögu Strandarkirkju allt
fram til þess er séra Jón Vest-
mann 1843 orti „Vísur um
Strandarkirkju“. Síðan er saga
hennar ósögð og er hún þó sízt
ómerkilegri en áður en þó eink-
um síðustu áratugina. Og með
því sýnt er, að æfi hennar á eftir
að verða miklu meiri frásagnar,
virðist ekki aflagis að færa, nú
er þrengingar hennar eru hjá-
liðnar, í letur þennan siðasta
þáttinn, svo sem til viðvörunar
og læringar ráðamönnum henn-
ar. —
Árið 1887 var kirkjan byggð
af stofni, eins og nú er hún, að-
allega af plönkum, sem þau ár-
in rak á fjörur hennar, svo
ramlega, að hún er enn sem ný,
með sáralitlu viðhaldi, og getur
staðið langan aldur, ef eldur
verður henni ekki að grandi.
Var hún öll dubbuð upp 1937 og
er síðan prýðilegt guðshús, eftir
því sem timburkirkjur gerast.
Þar áður var kirkjan byggð 1847.
Sjóður hennar var, þrátt fyrir
kostnað af kirkj ubyggingunni,
1892 orðinn nær 6000 kr., enda
áheit farið vaxandi síðustu ár-
in, svo að fyrra missiri þess árs
urðu þau full 450 kr. Blöskraði
kirkjuhöfðingjunum slík ramma
katólska og ákváðu að auglýsa
ekki áheitin, af því talið var að
auglýsingarnar hefðu ýtt undir
þau. Varð þeim og að vild sinni
því að áheitum fækkaði að mun
og náðu ekki hala sínum fyr en
ófriðurinn mikli þyngdi pyngjur
manna. Var sjóðeign kirkjunnar
i árslok 1920 þó eigi orðinn nema
rúm 8000 kr. En eftir það ukust
áheitin árförum, og er það sýnn
árangur ritgjörðar dr. Jóns Þor-
kelssonar. Og árið 1924 urðu á-
heitin um 2500 kr. Þetta þótti
höfuðprestunum bein óhæfa og
er mönnum því í Vísi, 6. des.
1924, bent á, að þeir „ættu að
riyggja að því, sem nær er en
Strandarkirkja“. En er þessi
ráðlegging tjóaði ekki og áheit-
in árið 1925 ruku upp í full
10000 kr„ dró sjálfur æðsti
presturinn út á djúpið og hét
nú á allar helgar vættir að
stöðva þetta „ógeðfelda áheita-
fargan“ (Vísir 8/1. ’26), en það
gerði sem ekki, því kirkjunni
gafst jafnan síðan ófafé í áheit-
um og er nú sjóðeign hennar
orðin fullar 170 þúsundir króna.
í þvi sambandi er vert að geta
þess, að Theódór Arnbj arnarson
kynbótaráðunautur s v a r a ð i
grein Vísis í Tímanum 16/1.
1926 og brýndi klerkdóminn á
því að gleyma ekki honum sem
„gróðursetti í hjörtu mannanna,
hverrar kynslóðar af annari,
löngunina til þess að viðhalda
þessu v-itni um mátt hans og
megin“. En kirkjan var í upp-
hafi byggð sakir áheitis um
mannbjörg í sjávarháska.
Síðan hefir áheitunum ekki
verið berlega mótmælt á prenti,
enda var hvorttveggja, að
reynslan hafði sýnt að slíkar
rellur höfðu öfug áhrif og að
aðrar stofnanir, sem kirkjuvöld-
unum virtust geðfeldari, beittu
fyrir sig áheitum til fjársöfnun-
ar, t. d. Mötuneytið, Elliheimil-
ið og Hallgrímskirkja. Nú er svo
komið að hver kirkjan af ann-
ari, sem þykist féþurfi, hefir
tekið þetta upp sér til fram-
dráttar. Má líka vera, að klerka-
stéttin hafi loks komið auga á,
hvílíkur styrkur fátækum kirkj-
um eru hin ódýru lán Strand-
arkirkju til kirkjubygginga. En
hvað sem því líður, þá er hitt
víst, að áheit eru orðin drjúgur
þáttur í guðsþakkastarfi ís-
lendinga siðustu árin.
II.
Árið 1925 báru þingmenn Ár-
nesinga fram tillögu um að veita
3000 kr. á fjárlögum til sand-
græðslu kringum Strandar-
kirkju, en hún var felld með
atkvæðismun. Tillaga þessi varð
þó til þess að ýmsir góðir menn
vöknuðu við og töldu einsætt að
græða upp kirkjulandið. Var því
leitað hófanna hjá Strendum
og kölluðu þeir saman safnaðar-
fund 16. desember 1927, en það
er ártíð Tómasar erkibiskups af
Kantaraborg, sem kirkjan er
helguð með Maríu guðsmóður.
Samþykkti fundurinn einum
rómi að veita fé til sandgræðsl-
unnar af sjóði kirkjunnar, sem
þá var orðinn rúm 40 þúsund
króna. Jafnframt fólu þeir
sýslumanni sínum, sem umboðs-
manni Strandarjarða, að flytja
málið á þingi.
Samkvæmt þessari ályktun
fluttu þingmenn Árnesinga á
þingi 1928 frumvarp til laga um
Strandarkirkju og sandgræðslu
í Strandarlandi, þess efnis, að
af fé Strandarkirkju mætti á
árunum 1928 og 1929, verja allt
að 10000 kr. til sandgræðslu,
girðinga og sjógarða í Strandar-
landi, en síðar mætti verja allt
að 1000 kr. á ári til viðhalds
landsins og græðslu. Ríkissjóður
skyldi leggja fram % af kostn-
aði samkvæmt lögum um sand-
græðslu en girta landið verða
eign Strandarkirkju. Með kon-
ungsúrskurði mætti ákveða að
endurreist yrði Selvogsþing hin
fornu og Strandarkirkju endur-
fengnar eignir og réttindi eins
að fornu hefði verið, enda
skyldi prestur taka laun sín af
fé kirkjunnar. Þá skyldi kirkju-
málaráðuneytið setja reglur um
tryggari stjórn kirkjufjárins.
Nú skyldi menn ætla, að
klerkdómurinn hefði alls hugar
feginn tekið þessum tillögum
tveim höndum, en það var nú
öðru nær. Sjálfur prestahöfð-
inginn reis upp og reit hatrama
grein gegn frv. í Vísi 17/2. 1928
s. xj. :f\
Dagrenning, félag ungra
Framsóknarmanna í Flóa, hélt
skemmtun að Skeggjastöðum á
laugardagskvöldið. Sóttu hana
um 100 manns. Samkoman
hófst með sameiginlegri kaffi-
drykkju. Guðmundur Á. Böð-
varsson setti hófið, en Gísli
Jónsson bóndi á Stóru-Reykj-
um og Gísli Jónsson á Lofts-
stöðum fluttu ræður. Að kaffi-
drykkju lokinni var spiluð
Framsóknarvist og verðlaunum
úthlutað. Síðan var dansað til
klukkan þrjú um nóttina. Sam-
koman fór hið bezta fram og
skemmti fólk sér mjög vel.
Félag ungra Framsóknar-
manna í Reykjavík hélt
skemmtisamkomu og kynning-
arkvöld í Alþýðuhúsinu á föstu-
dagskvöldið. Hófst það með
sameiginlegri kaffidrykkju. Jón
Helgason setti samkomuna, en
ræður fluttu Ólafur Jóhannes-
son, Njáll Guðmundsson, Rann-
veig Þorsteinsdóttir og Þórarinn
Þórarinsson. Að ræðuhöldunum
loknum fór fram keppni í
kefladrætti, og tóku þátt í henni
fjórir menn, sinn úr hverjum
landsfjórðungi. Greipur Krist-
jánsson frá Haukadal fyrir
Sunnlendingafjórðung, Valgeir
Jónasson frá Bjarteyjarsandi í
Borgarfjarðarsýslu fyrir Vest-
firðingafjórðung, Sigurður Haf-
stað frá Vík í Skagafirði fyrir
Norðlendingafjórðung og Sveinn
Stefánsson úr Neskaupstað í
Norðfirði fyrir Austfirðinga-
fjórðung. Bar Sveinn Stefáns-
son sigur úr býtum. Að þessari
keppni lokinni hófst dans og
var dansað langt fram á nótt.
Félag ungra Framsóknar-
manna í Reykjavík hefir á-
kveðið að opna skrifstofu, þar
sem einhverjir úr stjórn félags-
ins verða ávallt til viðtals kl.
6—7 á hverjum þriðjudegi og
föstudegi. Hefir félagið þetta
aðsetur sitt í Edduhúsinu við
Lindargötu.
Félagið hélt umræðufund síð-
astliðið miðvikudagskvöld, þar
sem rætt var um ofbeldisstefn-,
urnar og baráttuna gegn þeim.
Málshefjandi var Gunnar Egg-
ertsson. Margir tóku til máls. —
Á undan þessum umræðum voru
sýndar skuggamyndir frá
sumarferðalögum félagsins.
að dreifa oftar en einu sinni á
sumri.
Þeir, sem rækta kál til heim-
ilisþarfa ættu ekki að treysta
eingöngu á blómkál, því í það
sækir maðkurinn mest. Græn-
káli, hvítkáli og toppkáli er síð-
ur hætt, en öruggt er það þó
ekki. Leitið því fræðslu um
varnirnar.
Ingólfur Davíffsson.
og taldi því flest til foráttu,
kirkjuna ólögum beitta, ef fé
hennar væri varið til annars en
viðhalds hennar sjálfrar og
endurbóta eingöngu og söfnuð-
inn sviftan umráðarétti kirkj-
unnar en harðast barðist hann
þó gegn endurreisn Selvogs-
þinga, svo ótrúlegt sem það má
virðast. Klykkti svo út með því
að barma sér yfir því tjóni, sem
kirkjunni væri gert með frum-
varpinu, menn mundu ekki
heita á „sandgræðslufyrirtæki
og gaddavírsgirðingar" og þá
mundi „í minnum haft síðar
hversu þingmenn Árnesinga
fóru að því að venja almenning
af að heita á Strandarkirkju".
Grein þessari svaraði fyrri
flutningsmaður frv. (Vísir 21/2.
1928) það rækilega, að greinar-
höfundur fór ekki oftar á stúf-
ana*).
*) Þar er gerð svofeld grein fyrir
íslenzkum áheitum: „Flest áheit hér
í landi munu gerð á vini og hugðar-
menn, í þeirri veru, að láta þá fá nokk-
urn bergibita af, ef vonir manna ræt-
ast, og er gott til þess að vita. En
þeir, sem meiri lífsreynslu hafa og
lengra hyggja, munu líta meira á, að
góðir hugir snúi til sín og þá ekki sízt
þeirra „er góðir hafa reynzt áheitis".
Nú ber það frá, hve Strandarkirkja
hefir reynzt miklu bezt áheitis og þá
ekki að furða þótt æ fleiri leiti þangað
styrks og trausts. Fer það að vonum,
því til hennar standa hugir allra
þeirra, fyr og síðar, lifs og liðinna,
sem eiga henni þakkarskuld að gjalda
En þar af nærist magn hennar og
máttur til dásamlegra hluta og farsæl-
Íegra. Má hver sem vill virða þetta
til hjátrúar." Hér skal því einu bætt
við, að guðfróður maður hefir sagt mér,
að enn hafi ekki tekizt að gera
ánægjulegan mun trúar og hjátrúar,
sem von er aö, allar stundir er þús-