Tíminn - 21.03.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.03.1939, Blaðsíða 4
138 TtMIM, liriðjmlaginn 21. marz 1939 34. blað ^bÆOX^IR, / ársbyrjun 1935 var lokiö við voldugasta stiflugarð veraldar í Colorado-fljótinu í Bandaríkj- unum. Tilgangurinn með garð- inum var að mynda stórt stöðu- vatn og yrði vatnsmagn þess síðan notað til rafmagnsfram- leiðslu og áveita, en vatnsskort- ur hindrar þarna alla rœktun á stórum svœðum. Vatnið hefir nú verið að safn- ast fyrir Í4 ár og er vatnsmagnið þó enn ekki orðið eins mikið og því er œtlað að verða. En œtlazt er til að þetta nýja stöðuvatn verði um 160 km. langt og breidd þess víða allt að 13 km. Há- marksdýyt þess verður 582 fet. Það verður tólf sinnum stærra en nœst stœrsta stifluvatn í Níl- ardalnum. Það gefur nokkra hugmynd um þetta mikla mannvirki, að vœri því vatnsmagni, sem nú hefir safnazt fyrir, hleypt á Connecticut-fylkið og vatnið látið flæða yfir það allt, yrði meðaldýytin 12 fet. Connecti- cut-fylkið er 5000 fermílur að flatarmáli. Byrjað er að reisa við vatnið orkuver, sem mun hafa 1.835 þús. hestafla orku og verður þvi sterkasta orkuver veraldar. Eftir að vatnið hefir farið í gegnum túrbinurnar, verður það notað til að gera mörg þús. ferkílóm. af ófrjóu landi rœktanlegt. Þá verða byggð við vatnið mörg ferðamannahótel, því að sigling- ar um það verða sérstaklega skemmtilegar og fiskirœkt verð- ur þar mikil, svo hægt verður að stunda þar veiðiskay. Roosevelt hefir átt meginþátt i þvi, að þetta mikla mannvirki kemst í framkvœmd. Hefir það þegar kostað ógrynni fjár. * * * Samkvœmt frásögn danska i- haldsblaðsins Berlingske Tiden- de, hafa 100 þús. Gyðingar flutt búferlum frá Þýzkalandi á tíma- bilinu 11. nóv. til 28. febr. í vetur. Svarar það til þess að 900 Gyðingar hafi farið daglega úr landinu. Samkvœmt sömu heimildum höfðu 240 þús. Gyðingar flutt burt úr Þýzkalandi, Austurrlki og Sudetahéruðunum frá því í febrúar 1933 og þangað til í nóvember 1938. Alls hafa því 340 þús. Gyðingar flutt frá Stór- Þýzkalandi síðan nazistar kom- ust til valda. * * * Sá furðulegi atburður hefir gerzt á Lenox Hill sjúkrahúsinu í New York, að þriggja ára gam- all drengur, sem hefir veríð þar til lœkninga i sex vikur, hefir vaxið á þeim tíma úr venjulegri hœð drengja á þessum aldri i meðalmannshœð. Hann heldur enn áfram að vaxa. Lœknar hafa enn ekki til fulls getað skýrt þetta furðulega fyrirbrigði. * * * Argentinski sundmaðurinn Candiotti hefir nýlega sett nýtt heimsmet i þolsundi með því að vera látlaust á sundi í 100 klst. og 35 sek. ÍR BÆNIJM Árshátíð Norræna félagsins verður að Hótel Borg á laugardags- kvöldið. Hefst hún með borðhaldi. Mörg ágæt skemmtiatriði. Eggert Stefánsson syngur í þýzka ríkisútvarpið í dag kl. 17,30, samkvæmt íslenzkum tíma. Hefir Eggert verið ráðinn til þess að syngja nokkrum sinnum í ríkisútvarpið þýzka og er þetta fyrsta söngskemmt- un hans. Deildarfundir í Kaupfélagi Reykjavíkur og ná- grenni verða haldnir næstu daga. Verða þar kosnir fulltrúar á aðal- fundinn og deildarstjórn, lagðar fram skýrslur o. s. frv. Er áríðandi að fé- lagsmenn sæki deildarfundina. Jafndægur á vori er í dag. Farfuglafundur Ungmennafélaganna verður í Kaup- þingssalnum í kvöld. Fundi þessa sæk- ir venjulega margt ungra manna, eink. um utan af landi, og skemmta sér við ræðuhöld, upplestur, söng, dans o fl. í kvöld kvað vera kvikmyndir meðal annars á skemmtiskránni. Trésmiðir samþykktu við allsherjaratkvæða- greiðslu innan félags síns að hefja verkfall gegn múrurum, ef ekki hafa tekizt sættir innan viku í deilumáli, sem yfir stendur þeirra í millum. Var þetta samþykkt með 319 atkvæðum gegn 4. Gestir í bænum. Gísli Kárason í Haga í Staðarsveit, Jónatan Jónasson á Nípá í Köldukinn, Kristinn Klemenzson á Dýrastöðum í Norðurárdal, Hreiðar Eiríksson í Reyk- húsum í Eyjafirði, Þorsteinn Þor- steinsson bóndi á Húsafelli. Sjálistætt ríki í einn dag (Framh. af 1. siðu) flokksins þótzt eiga þessum volduga vini sínum miklar þakk- ir að gjalda þann dag. En næsta dag hafa þeir orðið þess vísari, að það var ekki umhyggjan fyrir sjálfstæði Slovaka, sem hafði komið Hitler og aðstoðarmönn- um hans til að mæla hin fögru og tælandi orð í eyru þeirra undanfarna mánuði. Vafalaust hafa foringjar Hlinkaflokksins unnið í góðri trú, er þeir áformuðu sjálfstæði Slovakiu í samráði við Þjóð- verja. Vafalaust hafa þeir hald- ið að með því væru þeir að vinna sjálfum sér og landi sínu mest gagn. Vafalaust hafa þeir treyst því að vinátta og ginningarorð Þjóðverja byggðust á fullkom- inni einlægni. Nú hefir reynslan vissulega komið þeim á aðra skoðun. Úr yfirsjón sinni geta þeir ekki bætt, en ef til vill dregur sú von eitthvað úr ör- vinglun þeirra, að hún geti orð- ið öðrum smáríkjum til við- vörunar og hjálpað þeim til að standa betur á verði gegn út- lendum áróðri og fagurgala, úr hvaða átt, sem hann kemur. tltbreiðlð TÍMANN Rafmagn til kauptúna austanfjalls (Framh. af 1. síðu' svarar 65—70 þús. krónum á ári, en af þeirri upphæð er allt að helmingur erlendur gjaldeyrir. Getur því af veitu þessari orðið töluverður sparnaður á erlend- um gjaldeyri til eldsneytiskaupa o. fl., enda er ljós þörf þess að veita orku Sogsvirkjunarinnar sem fyrst um þau héruð, sem talið er hagkvæmt, að fái orku þaðan, svo afl virkjunarinnar verði að fullu hagnýtt. Raforkuveitunnar frá Sogi til kauptúnanna austan fjalls og þeirra sveita, sem veitan getur náð til, er nú orðin hin brýnasta þörf. Rafstöðvar þær, sem þar eru fyrir, eru orðnar með öllu ófullnægjandi, og yrði óhjá- kvæmilegt að kosta til endur- nýjunar og aukningar þeirra, og gætu þær þó eigi látið í té raf- orku til annars en ljósa, svo neinu nemi, en eins og að fram- an greinir, geta á þessu svæði orðið not mikillar raforku. Eng- um getum þykir þurfa að leiða að því, að veita, er flytur næga raforku um þéttbyggðasta hluta sýslunnar, muni skapa skilyrði til annara nýrra og marghátt- aðra verklegra framkvæmda, skapa ný og aukin lífsskilyrði í sýslunni og draga úr flutningi fólks þaðan.“ Bjarni Ásgeirsson og Pétur Ottesen flytja þá viðaukatillögu, að samskonar heimildir nái einnig til raforkuveitna til Akraness og Borgarness frá Sogsvirkjuninni. Jafnframt leggja þeir þó til, að „ ef rann- sóknir þær, sem nú er verið að framkvæma um lausn rafveitu- mála Borgarfjarðarhéraðs, leiða það í ljós, að tiltækilegra muni og hagkvæmara að virkja Anda- kílsárfossa heldur en veita til héraðsins raforku frá Sogsvirkj- uninni, þá er ríkisstjórninni heimilt að framkvæma þá virkj- un ásamt lagningu rafmagns- lína og taka til þess lán eða ábyrgjast lán, ef héraðsbúar annast framkvæmd verksins.“ Á kross£ötnm. (Framli. af 1. síðu) stúdentinn, er stundað hefir norrænu- nám við háskólann hér og mjög mörg- um er kunnur hér á landi, hefir seinni hluta vetrar dvalið heima í ættlandi sínu. Hefir hann ritað allmargar grein- ar um ísland og íslenzk málefni í lit- hauisk blöð, þar á meðal tvær í tilefni af tuttugu ára fullveldisafmæli íslend- inga, aðra þeirra í stærsta blaðið í Lithauen, „Lietuvas Aides“, sem er málgagn ríkisstjórnarinnar og þjóðlega flokksins. Eín þessara greina fjallar um Jörund hundadagakonung og hin fjórða er einskonar þjóðarlýsing. — Teodoras Bielackinas hefir áður ritað fjölda greina um ísland í hin stærstu blöð í heimalandi sínu. Bráðlega mun hann flytja útvarpserindi um ísland og einnig hefir hann mikinn hug á því að þýða íslenzkar sögur á lithauisku. Inn- an skamms hyggst Theodoras Biel- ackinas að ráðast til nýrrar íslands- I ferðar, en hér unir hann bezt. 302 Andreas Poltzer: víst ekki neitt að gagni á lögheimili hans heldur. En það er bezt að líta snöggvast á grenið samt.... Fám mínútum síðar stóðu þau inni 1 lítilli íbúð. Þar var allt ofur látlaust hvað híbýlaprýði snerti og ekkert sem gat vakið grun. í klæðaskápnum héngu nokkrir alfatnaðir. Þeir voru ekki nýir og alls ekki snyrtilegir. Nema einn. Það voru samkvæmisföt og höfðu auðsjáanlega verið saumuð af fyrsta flokks klæðskera. Alice Rake horfði lengi og forvitnislega á þennan fatnað. Allt í einu heyrði Whinstone ofurlítið þrusk. Það var eins og einhver væri að spretta upp saum. Hann hljóp til og sá að stúlk- an kreisti saman hendurnar eins og með krampataki. — Lofið mér að sjá! sagði hann. — Whinstone fulltrúi. Munið loforðið sem þér gáfuð mér, svaraði Alice Rake og kreisti hendurnar enn fastar saman. Whinstone hneigði sig án þess að segja eitt einasta orð. Þau fóru út úr íbúðinni og Favart læsti henni með þjófalyklinum sínum. Meðan þau voru að ganga niður stigann — Fa- vart hafði gengið á undan til þess að opna dyrnar — sagði Whinstoe lágt og kvíðafullur: — Ungfrú Alice, er yður ljóst hve mikla tvísýnu þér teflið í með þessu? Patricia 303 Og þegar stúlkan þagði, hélt hann áfram: —Látið þér mig að minnsta kosti vita um heimilisfang hans! Hún hikaði um stund, en svo sýndi hún fuútrítanum dálitla léreftsræmu hvíta, sem hún hafði í hendinní og hafði rifið úr jakkavasanum innanverðum. Þar stóð nafn og heimilisfang eigandans, skrifað með bleki: Leonid Warren, 173 Linden Gardens, W. 2. — Drottinn minn! hrópaði Whinstone. Jafnvel slungnustu afbrotamenn gera skissur, sem byrjendur myndu forðast eins og heitan eldinn.... Líklega hefir hann ekki haft tíma til að hafa fata- skipti, og hann fór í fötum Leonards Warren á lögheimili sitt. Það get ég að vísu skilið, en hitt finnst mér óskiljan- legt, hvers vegna hann tók ekki nafn- seðilinn af fötunum. Hann hefir ef til vill ekki vitað, að nafnið var þarna, svaraði Alice Rake. Ýmsir klæðskerar hafa það fyrir sið að sauma það innan á vasann óbeðið, og eigendurnir hafa ekki hugmynd um það, fyrr en þeir rekast á það fyrir tilviljun. Þau skildu á götunni. Alice Rake endurtók enn einu sinni: — Þér lofið mér að hafa frjálsar hendur þangað til á morgun! Ef þér Farfuglar! Farfugladeild Reykjavíkur heldur KYANINGAR- KVÖLD að HÓTEL BORG þriðjudaginn 21. marz kl. 8y2 Skemmtiatriði: 1. Ávarp. 2. Steinþór Sigurðsson: Erindi með skuggamyndum frá Kili og Kerlingarfjöllum. 3. Farfugl leikur á fiðlu. 4. Dans. A 11 i r velkomnir fyrir kr. 1.25. Aðgöngumiðar seldir að Hótel Borg (suðurdyr) eftir kl. 5. Jörðin Vallá á Kjalarnesi er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum. Tilboð sendist fyrir 10. apríl næstkomandi á Þórsgötu 29 (uppi), Reykjavík. Magnús Benediktsson. Lagarfoss fer í dag kl. 6 um Austfirði, til Rotterdam og Kaupmanna- hafnar. Selfoss fer á morgun til Antwerpen og London. Dettifoss fer annað kvöld (22. marz) um Vestmannaeyjar til Grímsby, Rotterdam og Hamborgar. Bezta munntóbakið er frá BRÖDRENE BRAIJIV KAUPMANNAHÖFN. Biðjið kaupmann yðar um B. B. munntóbakið. FÆST ALLSSTAÐAR! ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlnn Sigurðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. BROADWAY YÁMAR MELODY SALOMONS 1938 eftir H. Rider Haggard, sem ensk stórmynd frá Bráðskemtileg og skraut- Gaumont British. leg amerísk dans- og Aðalhlutv. leika: ■ söngvamynd. — Aðalhlut- Paul Robeson, :: verkin leika: Sir Cedric Hardwick, Roland Young o. fl. ROBERT TAYLOR i Aukamynd: SVIFFLUG. og Amerísk fræðimynd um : svifflug og kennslu í svif- : ELEANOR POWELL flugi. — Böm innan 10 ára fá ekki aðgang. Jft. A. kTartettinu syngnr í Gamla Bíó fimmtudaginn 23. þ. mán. kl. 7 síðdegis. VÆST StÐASTA SIWí. Bjarni Þórðarson aðstoðar. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. Jafnvel ungt fólk eyknr vellíðan sína með því að nota hárvötn og ilmvötn Við framleiðnm: EAL DE PORTIGAL EAL DE QlIiMAE EAL DE COLOGAE BAYRHLM ÍSVATJV Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eítir stærð. — Þá höfum við hafið framleiðslu á ILMVÖTIVLM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar komin á markaðinn.----- Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötn- um og hárvötnum, og snúa verzlanir sér þvi til okkar, þeg- ar þær þurfa á þessum vörum að halda.----- Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunardropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úr r é 11 u m efnum. — Fást allsstaðar.------ Áfengisverzl. ríkisins. Stúdentafélagr Reykjavíkur og StúdentarádReykjavíkur Framhaldsfundur verður haldinn um sjálfstæðismálin í Varðarhúsinu næstkomandi miðvikudag kl. 8 y2 siðd. Meðal ræðumanna verða Gunnar Thoroddsen, Guðbrandur Jónsson, Gísli Sveinsson og Axel Tulinius. Stúdentar, eldri og yngri, fjölmennið! Ræðismaður Islands og Danmerkur i Winnipeg (Framh. af 1. siðu) Þegar ræðismannsembættið í Winnipeg losnaði fyrir skömmu þótti einsýnt að í það yrði val- inn íslendingur, því að Danir eru miklu færri í þeirri borg. Var völ margra ágætra manna í þessa stöðu, en svo fór að al- mennt og óvenjulegt samkomu- lag varð um Gretti Jóhanns- son. Var hann studdur af mæt- um mönnum úr báðum kirkju- félögunum, af aðalræðismanni Dana í Montreal, af stjórnar- völdum á íslandi, og loks út- nefndur af utanríkisstjórninni. Grettir er giftur kanadiskri konu, sem hyggur á íslandsferð hið bráðasta, ekki sízt til að sjá ættarstöðvar manns síns og tengdaföður. Henni þykir „Húnavatnssýsla“ fegurst orð á íslenzku. Grettir er líkur föður Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) blaðið segir frá. Ræðumenn fengu mjög daufar undirtektir og er kommúnistablaðið auðsjá- anlega sáróánægt yfir fundin- um. Bendir hann greinilega til þess, sem fleiri merki hafa sézt um áður, að verkafólk bæjarins er stöðugt að misse trúna á hina n e i k v æ ð u æsingastarfsemi kommúnista, og sér æ betur og betur í gegnum blekkinga- grímu þeirra. Hafa þessi straumhvörf sérstaklega verið greinileg, síðan Héðinn hóf makk sitt við „elsku Sturlu“ og „baróninn“ og gerði fjár- mála-„plön“ þeirra að aðalmáli kommúnista. sínum, drengur góður, athafna- samur og mikill íslendingur, bæði vestan hafs og austan. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.