Tíminn - 28.03.1939, Qupperneq 4

Tíminn - 28.03.1939, Qupperneq 4
150 TlMINiy, þrigjndagiim 28. marz 1939 37. blað Stórveldin vígbúast af kappi. En það er ekki látið sitja við það eitt, að afla sem allra flestra vígvéla og hérmanna. Jafn- framt eru undirbúnar fyrirœtl- anir, sem ná yfir lengri tima, um það, er gera skuli til sóknar og varnar, ef styrjöld skyldi hefjast. Einmitt það, hversu kœnlega þessar fyrirœtlanir eru gerðar, getur ráðið úrslitum nœstu s\tyrjaldar að verulegu leyti. í sambandi við þetta hafa ýms heimsblöðin rifjað upp gamla sögu, sem gerðist 1870, þegar Frakkar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur. Þessi tíðindi bárust Þjóðverjum að nœturlagi og var strax ákveðið að vekja Moltke yfirhershöfðingja, til að láta hann vita um þau. En hann lét sér ekki bilt við verða. í þriðju efstu skúffunni i skrifborði mínu, sagði hann, getið þið séð, hvað nauðsynlegt er að gera. Síðan lagðist hann fyrir aftur og svaf til morguns, eins og ekk- ert hefði iskorizt. * * * Þann 15. júní nœstkomandi eru liðin 20 ár síðan að fyrst var flogið yfir Atlantshafið, án lendingar á leiðinni. Voru það tveir enskir flugforingjar, Al- coch og Brown, sem leystu þetta afrek af höndum. Flugu þeir frá N ewfoundlandi til írlands í landflugvél. Flugu þeir 3040 km. vegalengd á 16 klst. og 12 mín. Afrek þeirra þótti svo einstœtt, aö A.lcoch, sem var aðaímaður fararinnar, var aðlaður. Hann átti þó ekki að njóta frœgðar- innar lengi, því nokkrum mán- uðum seinna fórst hann í flug- slysi. •i* * Átta árum seinna (1927) flaug sœnsk-ameríski fiugmaðurinn Charles Lindberg einsamall yfir Atlantshafið. Var hann fyrsti maður, sem flaug einsamall þessa leið. Hann flaug frá New York til Parísar á 33 y2 klst. Er þessi vegalengd um 6000 km. Hann var í sjóflugvél. Afrek hans gat honum svo mikilla vin- sælda í Bandarikjunum, að fáir menn hafa hlotið þœr meiri. * * * írski forsœtisráðherrann, de Valera, er sagður allra manna þráastur og því þykir mjög ó- líklegt að hann láti niður falla kröfuna um innlimun Ulster í írska ríkið. (Sjá grein á öðrum stað í blaðinu). Til marks um þráa hans er sögð eftirfarandi saga: Árið 1918 létu Englendingar taka hann fastan, þegar hann var að flytja rœðu á fjölmenn- um fundi i Innis. Hann sat í fangelsi i eitt ár. Þegar homn slapp þaðan var það fyrsta verk hans að boða til fundar í Innis. Þangað kom mikið fjölmenni og de Valera hóf rœðu sina á þessa leið: „Ég var kominn þangað, þegar ég varð að liœtta máli mínu..........“ síðan hélt hann áfram með rœðuna, sem hann œtlaði að flytja fyrir ári síðan eins og hann hefði aðeins trufl- ÍTR BÆMJM Ferðafélag: íslands heldur skemmtifund i Gamla Bíó á miðvikudagskvöldið og hefst hann klukkan 9. Verður þar sýnd íslands- kvikmynd, tekin af Orlogskaptein Dam. Áður en sýnlngin hefst leik- ur strengjakvartett, Gunnar Pálsson syngur einsöng, og stuttar ræður flytja Geir G. Zoega, forseti félagsins, Skúli Guðmundsson atvinnumálaráðherra, de Fontanay, sendiherra Dana, og Pálmi Hannesson, rektor. Birger Ruud og frú fóru heimleiðis með Dronning Alexandrine í gærkvöldi. Óvenju mannmargt var á bryggjunni, er skipiö lagði frá landi. Benedikt G. Waage, forseti íþróttasambandsins, ávarpaði hina norsku gesti nokkrum orðum og lét hrópa þeim ferfalt húrra. Úrvals leikfimisflokkur kvenna úr K. R. fór utan í sýningarför til Danmerkur með Dronning Alexandr- ine í gærkvöldi. í úrvalsflokknum eru 14 stúlkur og er Benedikt Jakobsson stjórnandi hans. Af stúlkunum sýna tólf leikfimisæfingar, ein er fánaberi og ein aðstoðarstúlka. Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund n. k. fimtudagskvöld í Kaupþingssalnum. Formaður Fram- sóknarflokksins hefur framsögu um samvinnu lýðrœðisflokkanna. Nokkrar líkur eru til, að fyrir þann tíma veröi séð fyrir endann á þeim tilraunum sem nú fara fram um myndun þjóð- stjórnar. Ættu Framsóknarmenn að fjölmenna á fundinn, fræðast um hvernig sakirnar standa og láta í ljós álit sitt um þessi mál. Alþýðukonsert M. A.-kvartettsins, sem auglýstur hefir verið í blöðunum að haldinn yrði á morgun 29. marz, hefir verið aflýst. Húnvetningafélagið heldur skemmtifund að Hótel Borg í kvöld kl. 8.30. Eldur kom upp á sunnudagskvöldið í vinnufata- og sjóklæðaverzlun Einars Eiríkssonar í Hafnarstræti 15. Lög- regluþjónar urðu fyrst varir við eld- inn og kvöddu slökkviliðið á vettvang. Réði það fljótlega niðurlögum eldsins og brann sjálft húsið ekki mikið, en vörur skemmdust talsvert af eldi, reyk og vatni. Vörur, sem geymdar voru í kjallara spilltust nokkuð af vatni. Neðanmálssögunni sem birzt hefir í Tímanum síðan blaðinu var breytt í haust, lýkur í þessu blaði. Trésmiðafélag Reykjavíkur heldur fund í Iðnó i kvöld klukkan 8,30. Árshátíð Norræna félagsins verður haidin að Hótel Borg laugar- dag 1. apríl. Fjölbreytt skemtiskrá. Að- göngumiðar seldir í bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar og í Gleraugna- búðinni á Laugaveg 2. Háskólafyrirlestrar um Gustav Fröding. Sænski sendi- kennarinn frk. Anna Osterman, flytur næsta fyrirlestur sinn i kvöld kl. 8. Gestir í bænum. Björgvin Filippusson í Vaðmúia- staðahjáleigu 1 Austur-Landeyjum, Einar Halldórsson hreppstjóri á Kára- stöðum í Þingvallasveit. ast í nokkrar mínútur, og bœtti þar nœst við nokkrum nýjum athugasemdum. Hreinar léreftstnsknr k a u p i r PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. JErlendar yndir Ensku konungshjónin tóku sér nýlega á hendur ferð um gervalt England. f Birmingham tók Chamberlain forsœtisráöherra, sem þar er fœddur á móti konungshjónunum og myndin tekin við þaö tœkifœri. Fréttabréf tll Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Mörgum mun ef til viil finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun mála sannast, að í hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tíðindum sæti, sé vel að gætt. Allmargir menn hafa orðið ti! þess að skrifa Tímanum greina- góð bréf, og er þeim hér með þakkað fyrir. Skrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjavík er á Lindargötu 1D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1D. Myndin er af auglýsingaspaldi, sem búiö hefir verið til vegna heimssýning- arinnar i New York. Ekkja Lenin, Nadezhda Konstantin- omia Krupskaja, andaðist fyrir ekki alllöngu. Mynd þessi var tekin af henni nokkru áður en hún dó. 314 Andreas Poltzer: Patricia 315 yfirfulltrúi! í þriðja lagi: Hvernig skýr- ið þér flótta lávarðsins og er hann í nokkru sambandi við glæpamál Duffys? — Þar hefi ég eki nema ágiskanir að styðjast við, því að opinber lausn þessa atriðis hefir ekki fengist. Eins og þér vit- ið tók Kingsley lávarður sonardóttur sína í sátt rétt fyrir dauða sinn. Það virðist svo, að hann hafi fengið minnið aftur rétt áður en hann skildi við. Ef þér lofið mér því, að láta orð mín ekki fara lengra þá skal ég segja yöur skoðun mína á málinu. Þegar blaðamaðurinn hafði gefið drengskaparheit um að þegja hélt Whin- stone áfram: —■ Kingsley lávarður var um þessar mundir í einkennilegu sálarástandi. Hann hafði alveg nýlega fengið andláts- fregn Holms ofursta, sonar síns og erf- ingja. Duffy hafði átt einhver skipti við Kingsley fyrir nokkrum árum, en vitan- lega hafði lávarðurinn ekki hugmynd um hver hann var í raun og veru. Lávarður- inn, sem var mikill listaverkasafnari, hafði keypt af honum gamalt listaverk. Eftir á reyndi hann að þvinga fé af lá- varðinum. Örlagaríku nóttina kom út- sendari frá Duffy, John Plane, á heimili Kingsleys til þess að sækja til hans all- stóra fjárupphæð, sem lávarðurinn hafði fyrirfram lofað að greiða. En John Plane hitti ekki lávarðinn heima. Hann hafði fariö út hattlaus og frakkalaus og allt þjónustufólkið var úti þetta kvöld. Lá- varðurinn ráfaði um göturnar í sinnu- leysi alla nóttina og fór svo til Frakk- lands með fyrstu lest um morguninn. Hann var nokkra mánuði á litlum bað- stað í Belgíu, þvi að hann hafði haft á sér peningana, sem fjárþvingaranum voru ætlaðir. — Og svo að lokum eina spurningu enn, herra yfirfulltrúi: — Hvað gerði Duffy við þessa merkilegu hvelfingu í Old Mans Club? — Þeirri spurningu get ég því miður ekki svarað, Hurst. Duffy hefir haft það leyndarmál með sér í gröfina. Jafnvel Estoll, sem var samverkamaður Duffys án þess hann vissi, að húsbóndi hans og eftirlitsmaður var ein og sama per- sónan, veit ekki til hvers þessi hvelfing var notuð. — Þakka yður fyrir, nú held ég að ég hafi fengið að vita allt, sem ég þarf, herra yfirfulltrúi .... — Hurst, hættið þér nú þessu sífellda ,,yfirfulltrúa“-stagli! — Hafið þér þá ekki hækkað í tign- inni? stamaði blaðamaðurinn. — Nei, og ég verð það ekki heldur, Hurst! Því að ég get trúað yður fyrir því, að ég ætla að segja af mér. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) prýða staðínn. Sigurður Sigurðsson hóf skógrækt að Hólum fyrir þrem ára- tugum og hún heppnazt svo vel, að telja má hana óræka sönnun þess, að skógur þrífist vel í umhverfi staðar- ins. Hólamenn hafa nú í hyggju að fullkomna verk Sigurðar áður en lang- ur timi líður, og mynda dálitla tjörn til fegurðarauka í gróðrarstöðinni eða annarsstaðar í nágrenninu. Hafa þeir hugsað sér veg kringum tjörnina, en skógargróður í brekkum umhverfis. Hefir sú hugmynd komið fram, að skólabræður og verknámsflokkar ættu þar afmarkaða reiti, og að hver mað- ur gróðursetti þar tré, er hann helg- aði sér með nokkrum hætti. — Einnig hafa Hólamenn mikinn hug á, að unnt verði að koma upp sundlaug við skól- ann, svo að hægt verði að kenna nem- endum sund. Er þá um að ræða að leiða heitt vatn úr Biskupalaug á Reykjum heim að Hólum. Yrði það i senn hitagjafi og heilsubrunnur Hóla- staðar. En Reykir eru í Hjaltadal um 8—9 km. sunnar en Hólar. Útbreiðið TÍMA N IV Konnnguriim fyrirskipaði. j 1 | Söguleg dönsk kvikmynd j j tekin af „Dansk Kultur- | I film“, er lýsir tildrögum til \ | þess er dönsku bændurnir | | voru leystir úr átthaga- \ j fjötrunum 20. júní 1788. \ j ! Aðalhlutv. leika: HENRIK MALBERG, CLARA PONTOPPIDAN, j EDITH PIO 0. fl. r-“—NÝJA BÍÓ —'■» í * Scotland Yard á ferðinni. i i í Spennandi og viðburðarík j | sakamálakvikmynd frá 1 ! United Artists, er sýnir j j frægasta leynilögreglufé- ! j lag heimsins í bardaga I | gegn illræmdum saka- j j mannaflokki. — Aðalhlut- j ! verkin leika: ! PAUL CAVANAGH, \ MARGOT GRAHAME. j Aukamynd: j Klukknahljómar j frá belgiskum kirkjum. ! Bankarnir verða lokaðir langardag lyrír páska Athygli skal vakin á |»ví. að víxlar sem falla í gjjalddaga þriðjjudaginn 4. apríl, verða af- sagðir miðvikudaginn 5. apríl, séu þeir eigi greiddir eða framlengdir fyrir lokunartíma bankanna þann dag. LATMDSBANKI ÍSLA\DS. LTVEGSBAAKl ÍSLANDS H.F. BÚHADABBANKI ÍSLANDS. Framsóknarfél. Reykjavíkur Fundur n. k. fimmtudag (30. marz) kl. 8.30 I Kaupþingssalnum. Fundureini: JÓiWS JÓÁSSOÁ hefur umræður um SAMVIIWT LÝBRÆÐISFLOKKAMA. Stjórnin. Látinn Y atnsnesingur. (Framh. af 3. síðu) felldu ekki segl á hættustund. Jón í Vík ákvað að stunda læknisfræði, og varð hann læknir fyrst nokkur ár hér á landi og síðan allmörg ár í Noregi. Gegndi hann þar að sögn erfiðu læknishéraði á vest- urströnd Noregs, þar sem þurfti að ferðast mikið á sjó. Hefir Jón eflaust verið vel vaxinn því starfi og hefir sjómennska hans komið honum þar að góðu haldi. Um æfiferil hans er mér ókunn- ugt eftir að leiðir okkar skildu á æskuskeiði, en heyrt hefi ég að honum hafi tekizt vel lækn- isstörfin, og tæplega trúi ég öðru en að drengileg framganga hans, dugnaður og víðtæk þekk- ing hafi aflað honum trausts og vináttu meðal frænda vorra í Noregi. En eflaust hefir hann ekki notið sín til fulls erlendis, eða getað fest þar yndi, og hvarf aftur heim eftir 15 ára dvöl. Og einhverra hluta vegna naut han sín ekki heldur heima. Ef til vill voru hneigðir hans og hæfileikar of íjölþættir til þess að góðri fótfestu yrði náð. Ef til vill voru það hin gömlu, mein- legu örlög, sem marga landa vora hafa hrjáð og rænt dögum, sem eiga rætur sínar í fátækt, fámenni og fjarlægð frá mið- stöðvum menningarinnar og því skipað mörgum í krókbekk, sem annars hefðu átt sæti í kór. Ef til vill átti sökina að ein- hverju leyti „óminnis hegri sá er of öldrum þrumir.“ En hvað sem um það er. Þó nú séu liðin rúm 30 ár síðan ég kynntist um stutt skeið þessum gjörfilega unga „víking“ af Vatnsnesi, hef- ir hann orðið mér ógleyman- legur eins og sumar persónur, sem hafa tekið hug manns í æsku föstum tökum, og maður á erfitt með að sætta sig við, að hafi brotið skip sitt á úfnum sjó lífsins. Bjöm Stefánsson. Sígurður Olason & Egill Sigurgeírsson Málflutníngsskriistofa Austurstræti 3. — Sími 1712. Fríkirkían i Reykfavík Skrílstolan er ilutt á Grettísgötu 2 Sími 2949. Opin kl. 10 12 og 4—5 dag- lega. Vinnið ötullega fyrir Tímtinn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.