Tíminn - 03.04.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.04.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 23. árg. Reykjavík, mánudagiim 3. apríl 1939 40. blað Frv. um lækkun krónunnar lagt íram á Alþingi í dag Flutníngsmenn: Skúlí Guðmundsson, Eysteínn Jónsson, Fínnur Jónsson, Pétur Ottesen Gengíslækkunín nemur um í dag var lagt fram á Al- þingi, að tilhlutun ríkis- stjórnarinnar, frumvarp um að lækka gengi íslenzkrar krónu. Flutningsmennirnir eru fjórir úr öllum aðal- flokkum þingsins: Ráðherr- arnir Skúli Guðmundsson og Eysteinn Jónsson, Finn- ur Jónsson og Pétur Otte- sen. í frumvarpinu eru ákvæði um ýmiskonar ráð- stafanir, sem gera þarf 1 sambandi við gengislækk- unina, ef samþykkt verður. — Áður en frumvarpið var lagt fram flutti forsætisráð- herra stutta yfirlýsingu, þar sem hann skýrði frá því, að viðræðum flokkanna um myndun þjóðstjórnar væri haldið áfram. Frumvarpið í heild fer hér á eftir: 1. gr. Sölugengi erlends gjaldeyris skal vera kr. 27.00 — tuttugu og sjö krónur — hvert sterlings- pund (£), og annarar erlendr- ar myntar í samræmi við það. 2. gr. Skipa skal þriggja manna nefnd, einn eftir tilnefningu hæstaréttar, og sé hann formað- ur, en hina tvo eftir tilnefningu Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendafélag íslands. — Nefnd þessi skal gera yfirlit yfir framfærslukostnað í Reykjavík 1. dag hvers mánaðar frá árs- byrjun 1939, í apríl þó 11. í stað 1. dag mánaðarins, eftir grund- vallarreglum, sem nefndin set- ur, að fengnum tillögum hag- stofu íslands. Komi í ljós, að meðaltalsframfærslukostnaður í Reykjavík mánuðina apríl—júní 1939 hafi hækkað um meira en 5% — fimm af hundraði — mið- að við meðaltalsframfærslu- kostnað mánuðina janúar— marz 1939, skal kaupgjald ófag- lærðs verkafólks og sjómanna hækka frá 1. júlí 1939 sem nem- ur helmingi þeirrar hækkunar á framfærslukostnaði, sem orð- ið hefir, ef hækkunin nemur ekki yfir 10%, en % af því, sem hækkunin kann að vera yfir 10%. Broti, sem eigi nær einum af hundraði, skal sleppt við þennan útreikning. Á sama hátt skal reikna út meðaltalsfram- færslukostnað mánuðina júlí— desember 1939, og skal þá kaup- gjaldið hækka frá 1. jan. 1940 eftir sömu reglu, miðað við með- alframfærslukostnað janúar— marz 1939. Gildir það kaup til 1. apríl 1940 og áfram sem samningur milli atvinnurekenda og stéttarfélaga. Vilji annar- hvor aðili hafa kaupgjald ó- samningsbundið frá 1. apríl 1940, skal hann hafa sagt upp með tveggja mánaða fyrirvara, en eftir þann tíma verður upp- sagnarfrestur þrír mánuöir. Kaupgjald fast ráðinna fjöl- skyldumanna, enda þótt iðn- lærðir séu, sem hafa minna en 300 króna kaup á mánuði, eða sem svarar 3600 króna árstekj- um í Reykjavík og tilsvarandi lægra annarsstaðar á landinu, skal hækka eftir sömu reglum og kaupgjald ófaglærðs verka- fólks og sjómanna samkvæmt þessari grein. — Ríkisstjórnin setur sérstakar reglur um fram- kvæmd þessa ákvæðis. Við ákvörðun kaups sam- kvæmt þessari grein skal sleppt broti úr eyri, ef það nær ekki hálfum, en annars hækkað í heilan eyri. Kostnaður við nefnd þessa, þar á meðal þóknun til nefnd- armanna, greiðist úr ríkissjóði, eftir ákvörðun ráðherra. 3. gr. Kaup það, sem greitt er við gildistöku laga þessara, hvort heldur það er greitt samkvæmt gildandi samningum milli stétt- arfélaga og vinnuveitenda eða samkvæmt kauptöxtum, skal ó- breytt standa til 1. apríl 1940, með þeim undantekningum, sem um getur í 2. gr. Gildir þetta jafnt þó að í samningum séu á- kvæði um kaupgjaldsbreyting- ar vegna hækkunar eða lækk- unar á framfærslukostnaði eða gengi. Á sama tíma er óheimilt að hækka kaup fastra starfs- manna við fyrirtæki einstakl- inga, félaga, ríkis, bæjar- og sveitarfélaga, nema ákveðið sé í lögum eða það falli undir á- kvæði 2. gr. 4. gr. Útgerðarfyrirtækjum er skylt að ráða sjómenn gegn hluta af afla í stað fastákveðins kaup- gjalds, ef þeir óska þess, og skal þá um fyrirkomulag hlutaskipt- anna farið eftir þeim reglum, sem að undanförnu hafa gilt á viðkomandi útgerðarstað, nema samkomulag verði um annan grundvöll hlutaskiptanna. Hlutarmönnum, sem gert hafa samning um sölu á hlut sínum fyrir ákveðið verð í íslenzkum krónum, er heimilt innan hálfs mánaðar frá gildistöku laga þessara að ákveða um þann fisk, er þeir hafa eigi látið af hendi þegar lögin ganga í gildi, að hann skuli, í stað hins samn- ingsbundna verðs, greiddur með því verði, er fyrir hann. fæst fob, að frádregnum þeim verkunar- kostnaði og öðrum kostnaði, er á hann fellur frá því hlutar- maður afhendir hann. Þó skal verðið ekki vera lægra en það, sem upphaflega hefir verið á- kveðið í samningum. Rísi á- greiningur um það, hvaða verð hlutarmanni beri, sker Félags- dómur úr. Frá 1. jan. 1940 skulu afla- verðlaun til yfirmanna á tog- urum, ef um það launafyrir- komulag er að ræða, reiknast af verðmæti aflans, að frá- dregnu verði fyrir kol og veið- arfæri, sem skipin nota. Greinargerð Frv. þetta er flutt að tilhlutun ríkisstjórnarinnar og fylgdi því svo hljóðandi greinargerð: Á Alþingi 1938 voru samþykkt lög um skipun nefndar til að rannsaka hag og rekstur togara- útgerðarinnar og gera tillögur um það mál. Nefnd þessi var kosin á þinginu 12. maí 1938 og tók til starfa skömmu eftir þing- slit. Nefndin hefir safnað saman rekstrar- og efnahagsreikning- 5. gr. Um verðlag á kindakjöti og mjólk á innlendum markaði skulu gilda sömu reglur og um kaupgjald verkamanna og sjó- manna samkv. 2. og 3. gr., mið- að við verðlag á sama tima árið 1938 og 1939. Heimilt er að fella niður verðjöfnunargjald af kjöti samkv. 1. nr. 2 9. jan. 1935, eða breyta ákvæðum um það, um eitt ár i senn. 6. gr. Útlánsvexti í bönkum og öðr- um lánsstofnunum má ekki hækka til 1. jan. 1940. 7. gr. Á tímabilinu til 14. maí 1940 er óheimilt að hækka leigu eftir hús og aðrar fasteignir frá því, sem goldið og umsamið er þegar lög þessi öðlast gildi. Ennfremur er leigusala á sama tíma óheim- ilt að segja upp leigusamning- um um húsnæði, nema hann þurfi á því að halda fyrir sjálf- an sig eða vandamenn sína, enda hafi leigutaki haldið samninga. í Reykjavík skal skipa þriggja manna nefnd, sem hafi eftirlit með þvi, að ákvæðum þessarar greinar sé fylgt, og úrskurði um allan ágreining, sem út af þeim kann að rísa milli leigutaka og leigusala. Skylt er að leggja fyrir þessa nefnd til samþykktar alla leigumála, sem gerðir eru eftir að lög þessi öðlast gildi. Skal nefndin gæta þess, að leiga sé ekki ákveðin hærri en sambæri- legt er við eldri leigusamninga, að dómi nefndarinnar, og hefir hún vald til aö ákveða upphæð leigunnar, ef þörf gerist. Enn- fremur skal nefndin meta leigu fyrir ný hús. Nefnd þessi skal þannig skipuð, að ríkisstjórnin tilnefni tvo nefndarmenn, en hæstiréttur þann þriðja, og sé hann formaður. Kostnaður við nefndina greiðist úr ríkissjóði. Utan Reykjavíkur skulu fast- eignamatsnefndir gegna þeim störfum, sem um getur í þess- ari grein. 8. gr. Ríkisstjórninni er heimilt, ef þurfa þykir, að setja með reglu- gerðum nánari fyrirmæli um framkvæmd þeirra mála, er í lögum þessum getur. 9. gr. Brot gegn lögum þessum og reglugerðum, settum samkvæmt þeim, varða sektum allt að 10000 kr., og skulu sektir renna í ríkissjóð. Mál út af slíkum brotum skulu sæta meðferð al- rnennra lögreglumála. 10. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. frumvarpsms um frá flestum togaraútgerðar- fyrirtækjum, yfir 5 ára timabil, 1933—1937, og unnið úr þeim reikningum heildaryfirlit um rekstrarafkomu og efnahag þessa atvinnuvegar. Einnig hef- ir nefndin samiö yfirlit um veiði- tíma skipanna, aflamagn, verð- mæti aflans og einstaka út- gjaldaliði í sambandi við rekst- urinn. Skýrslur nefndarinnar um þessi efni hafa verið prent- aðar og þeim úthlutað til þing- manna. Reikningar togaraút- gerðarfyrirtækjanna sýna, að mikill meiri hluti þeirra hefir tapað á undanförnum árum, og samtals nemur tapið, að frá- dregnum gróða einstakra fyrir- tækja, yfir 5 millj. kr. á árunum 1933—1937. að báðuni meötöld- um, ef reiknað er meo 20 þús. kr. árlegu fyrningargjaldi af skip- unum. Vantar þó reikninga frá nokkrum skipum, sem vitað er um, að hafa verið gerð út með miklu tapi á þessum árum. í árs- lok 1937 var efnahagur 20 fyrir- tækja, sem höfðu samtals 32 tog- ara, þannig, samkvæmt efna- hagsreikningum þeirra, að eignir voru samtals kr. 18085511,74, en skuldir kr. 17461834,88, umfram hlutafé, stofnfé og varasjóði, er nam samtals kr. 2593964,05. Af reikningunum er það ljóst, að hjá mörgum fyrirtækjunum eru eignirnar bókfærðar hærra en raunverulegt verðmæti þeirra er, og var því hagur þeirra verri en þessar tölur sýna. Aðeins fjórði hluti af þessum útgerðarfyrir- tækjum átti þá reikningslega fyrir skuldum, en síðan í árslok 1937 hefir hagur togaraútgerð- arinnar versnað stórlega, þar sem togararnir munu yfirleitt hafa verið reknir með miklu tapi árið 1938 og það, sem af er þessu ári. Munu því skuldir togara- útgerðarinnar nú umfram eignir ir nema miklum fjárhæðum. Tap togaranna stafar af ýms- um ástæðum. En höfuðorsakir tapsins munu vera aflatregða síðustu árin, samfara lágu af- urðaverði og miklum tilkostnaði. Togararnir eru dýrir í rekstri, meðal annars vegna þess, að þeir eru yfirleitt orðnir gamlir og ár- legur viðhaldskostnaður þeirra því mikill. Þeir þurfa því að hafa mikinn afla til þess að rekstur- inn geti borið sig. En þrátt fyrir ýmsa annmarka á útgerð togar- anna verður eigi hægt að komast hjá að halda henni áfram eins og nú standa sakir, og þarf því að gera ráðstafanir til þess að svo geti orðið. Til viðbótar því, sem hér hefir verið tekið fram, má benda á þá áætlun um rekstur togara, sem tveir af milliþinganefndarmönn- unum hafa gert, og fylgir skýrsl- um nefndarinnar. Sýnir sú áætl- un um 30 þús. kr. halla, og er þó togarinn metinn þar á aðeins 150 þús. krónur, en samkvæmt reikningum útgerðarfyrirtækj- anna er bókfært verð skipanna að meðaltali rúmlega 200 þús. kr. Einn af nefndarmönnunum hef- ir þó talið, að hallinn sé hér of lágt áætlaður. Má einnig benda á, að þar sem skipin eru orðin rúmlega 18 ára gömul að meðal- tali, hlýtur rekstur þeirra að verða mjög dýr vegna mikils við- haldskostnaðar. Um hag vélbátaútvegsins er það vitað, að hann er víða mjög slæmur. Stendur hann þó nokkru betur að vígi en togara- útgerðin, vegna þess, að skipin eru yfirleitt ekki eins gömul og togararnir, og ennfremur vegna þess, að allur þorri vélbátaeig- enda hefir fengið skuldaskil á árinu 1936. Þó hefir siðan víðast hvar á landinu sigið á ógæfu- hliðina fyrir vélbátaútveginum. Síldveiði vélbátanna hefir að visu hin síðari ár svarað hagn- aði yfirleitt, en þorskveiðatíma- bilið hefir hinsvegar venjulega étið upp hagnaðinn af síldveið- unum, og oftast nær meira en það. Veldur því bæði aflaleysi og verðleysi á fiskinum, sem far- ið hefir saman í mörgum ver- stöðvum hin síðari ár. Verður eigi annað séð en að mjög ljljóti að draga úr þorskveiðum vél- báta, ef eigi verða gerðar opin- berar ráðstafanir til þess að hækka verðið, og það því fremur sem útlit er mjög erfitt um fisk- söluna á þessu ári. Hagur línuveiðagufuskipanna er enn verri en vélbátanna, og nægir í því efni að vísa til þeirra opinberu skýrslna, sem áður hefir verið aflað um þessi mál. Það er því óhjákvæmilegt, að gerðar séu ráðstafanir til stuðn- ings útgerðinni, bæði útgerð tog- ara og smærri skipa. Það má öll- um vera ljóst, að til ófarnaðar leiðir, ef annar höfuðatvinnu- vegur þjóðarinnar, og sá, sem mest framleiðir af útflutnings- verðmæti, er árum saman rekinn með tekjuhalla. Afleiðing þess hlýtur að verða samdráttur í þeirri atvinnugrein, vegna þess að fjármagnið leitar þangað, sem meiri arðs er von, og um leið minnkandi atvinna hjá þeim, sem að undanförnu hafa stundað sjó og unnið að hag- nýtingu sjávarafla. Framleiðsla útflutningsverð- mæta er undirstaðan í þjóðarbú- skapnum, sem fjárhagsafkoma landsmanna byggist fyrst og fremst á. Aðeins með útflutn- ingi á íslenzkum vörum getur þjóðin staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar erlendis og keypt inn i landið þær nauð- synjar, sem landið skortir. Dragi úr útflutningnum jafnhliða því og fólkinu fjölgar i landinu, hlýtur það að valda auknu at- vinnuleysi og fátækt lands- manna, og að lokum að leiða til algerðs hruns atvinnuveganna og hinnar hörmulegustu örbirgð- ar hjá verkamönnum og sjó- mönnum. Það er því hvort- tveggja í senn, nauðsyn og rétt- lætismál, að eigi sé lakar búið að þeim mönnum, sem vinna að framleiðslustörfum, heldur en öðrum þegnum þjóðfélagsins. í frv. þessu er lagt til, að breytt verði gengi íslenzku krón- unnar á þann hátt, að til hags- bóta verði fyrir útflytjendur ís- lenzkra afurða. Að vísu gat verið um fleiri leiðir að ræða til þess að bæta þeirra hag. Fordæmi eru fyrir því hjá einstöku öðrum þjóðum, að sú leið hefir verið farin, að greiða verðuppbót úr ríkissjóði á einstakar útflutn- ingsvörur. Ef sú aðferð væri höfð hér, þyrfti að sjálfsögðu að afla fjár til þess með nýjum tollum eða sköttum. Beinir skattar, að viðbættum útsvörum til bæjar- og sveitarfé- laga, eru nú orðnir miklum mun hærri hér á landi en í nálægum löndum. Það er því ekki miklum vafa undirorpið, að þess fjár- magns, sem þurft hefði að taka til þess að bæta upp verð á út- flutningsvörum landsmanna, hefði að langmestum hluta orðið að afla með almennum óbeinum sköttum og tollum á innfluttum vörum. Niðurstaðan hefði þvi orðið mjög svipuð að því er dýr- tíðaraukningu snertir, hvort sem sú leið var farin eða verðgildi peninganna breytt eins og hér er lagt til. Enda þótt uppbótar- leiðin hefði verið valin, hlaut nauðsynlegur stuðningur fyrst og fremst að verða borinn uppi af sömu aðiljum og gengislækk- unin snertir. En meðal annars vegna þess, að innheimta á nýj- um sköttum og tollum svo mill- jónum kr. skipti, ásamt úthlutun styrkja til útflytjenda, hlyti að verða afarumfangsmikil og erfið í framkvæmd, hefir sú leið verið valin, sem farin er í þessu frv. Breyting á verði íslenzku krón- unnar hefir í för með sér skerð- ingu á peningaeign manna, að því er virðist, en þó má bendá á, að peningarnir eru því aðeins nokkurs virði, að framleiðslu- starfsemin stöðvist ekki. Þeir, sem taka föst laun fyrir vinnu sína hjá fyrirtækjum ríkis, bæja, félaga og einstaklinga, verða einnig fyrir nokkurri tekjurýrn- un við gengisbreytinguna, þar sem gert er ráð fyrir, að laun þeirra verði, með undantekn- ingum þó fyrir þá allra lægst launuðu, óbreytt að krónutali, en vel má þeim mönnum vera Ijóst, að ef framleiðslustarfsem- in hrynur í rústir, verða litlir möguleikar til að greiða laun fyrir að starfa að öðrum við- fangsefnum. Ríkið eða aðrar stofnanir myndu ekki til lengd- ar, þegar svo væri komið, geta innt af höndum launagreiðslur né aðrar útborganir. Verzlun og iðnaður hlyti að dragast mjög saman, ef útflutningsframleiðsl- an minnkar frá því, sem þegar er orðið, þar sem um leið hlyti að taka fyrir innflutning á verzlun- arvörum og hráefnum til iðnað- arins. Hér ber því allt að sama brunni, Framleiðslustarfsemin er sá grundvöllur, sem öll þjóð- félagsbyggingin hvílir á. Ef hún stöðvast, er vá fyrir dyrum. Eigi aðeins hjá þeim mönnum, sem beinlínis hafa unnið að fram- leiðslunni, heldur einnig hjá öllum hinum. Eins og rakið hefir verið að nokkru, eru ráðstafanir þær, sem hér eru gerðar til breytinga á verðgildi íslenzku krónunnar, fyrst og fremst gerðar vegna framleiðslunnar í landinu, til þess að auka útflutninginn og örva atvinnulífið. Þegar velja átti um leiðir að þessu marki, kom það að sjálfsögðu til álita, hvaða leið væri jafnframt lík- legust til þess að hafa fljót- virk áhrif til bóta á gjaldeyris- verzlunina, sem hefir verið mjög örðug að undanförnu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að vegna þeirra erfiðleika, sem steðjað hafa að þjóðinni um skeið, hefir eftirspurn eftir er- lendum gjaldeyri um mörg und- anfarin ár verið meiri en hægt hefir verið að fullnægja, enda þótt ráðstafanir hafi verið gerð- ar til að draga úr innflutningi og auka útflutning. Ef verði er- lenda gjaldeyrisins hefði ekki verið haldið föstu að undan- förnu, með einkasölu gjaldeyr- isins, hefði hann vafalaust ver- ið stiginh í verði, eða m. ö. o. ís- lenzka krónan fallin. Allar þjóðir reyna að halda peninga- gildi sinu sem stöðugustu, ann- aðhvort með viðskiptahömlum eða með gengisjöfnunarsjóðum, þar sem gjaldeyrisverzlunin er frjáls. Það er alviðurkennt, að æskilegt sé, að gengissveiflur séu sem minnstar og sjaldgæf- astar. En það raskar því ekki, að þegar til lengdar lætur, er ákaf- lega örðugt, og raunar ókleift, að halda við gengisskráningu, sem er mjög fjarri því verði, sem gjaldeyririnn yrði seldur í frjálsum viðskiptum. Undir þeim kringumstæðum er afarerfitt að koma í veg fyrir ólöglega gjald- eyrisverzlun og fjárflótta. Þau atriði, sem hér hafa ver- ið nefnd, og önnur, sem hér eru eigi rakin, hafa átt mjög veru- legan þátt í því, að lagt er til, að einmitt sú leið verði farin til þess að styðja framleiðslu lands- manna, að breyta verðgildi krónunnar. Það má segja með miklum rétti, að í þessum ráð- stöfunum felist í raun og veru aðeins viðurkenning á þeirri staðreynd að erlendur gjaldeyrir hefir undanfarin ár verið seldur þeim landsmönnum, sem hann hafa þurft að nota, allverulega undir verði, ef miðað er við frjálsa sölu. Enda þótt nauðsynlegt sé að gera þær ráðstafanir, sem frv. þetta gerir ráð fyrir, til stuðn- ings útflutningsframleiðslunni, á þann hátt að breyta verðgildi íslenzku krónunnar, getur alls ekki taiizt fært að gefa frjálsa verzlun með gjaldeyri, eins og sakir standa, og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir frekari röskun á verðgildi peninganna. Verður að gera öflugar ráðstaf- anir til þess að halda þeirri gengisskráningu til frambúðar, sem í þessu frumvarpi er lagt til að verði ákveðin. í frv. eru ákvæði um, að ef meðaltalsframfærslukostnaður í Reykjavík hækkar fyrir 1. júlí 1939 um meira en 5% frá því, sem er fyrir gildistöku laganna, þá hækki kaupgjald verka- manna, sjómanna, svo og kaup þeirra fastlaunaðra fjölskyldu- manna í þjónustu ríkisins, bæj- arfélaga, sveitarfélaga og ein- staklingsfyrirtækja, sem hafa undir kr. 3600.00 í árstekjur í Reykjavík og tilsvarandi lægra helming þeirrar hækkunar, sem annarstaðar á landinu, um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.