Tíminn - 03.04.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.04.1939, Blaðsíða 2
160 Islands- kvikmyndin j sem Orlogskapteinn Dam j tók hér í fyrrasumar. Sýnd í kvöld kl. 8 og 9.15. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4. (Lækkað verð). ! Ósýnilegu geislarnir Dularfull og hrikalega j spennandi amerísk kvik- j mynd frá Universal film, j j þar sem ýmsir stórfeng- j legir framtíðardraumar \ j vísindanna eru gerðir að I veruleika. — Myndin er j ! „tekniskt" snilldarverk og j f aðalhlutv. leikið af j BORIS KARALOFF. j Aðrir leikarar eru: BELA LUGASI, VIOLET COOPER o. fl. j Börn fá ekki affgang. I Skriístoíur vorar verða lokaðar laugardaginn lyrir páska ftll&ii dftginn* Tóbakseinkasala ríkisins. Ný bók: irfræðl FRSSON gerlafræðing. í þeim, sem vinna að fram- og mjólkurafurða, en auk nmtileg aflestrar fyrir alla. 20 myndir til skýringar. — um bókaverzlunum. Mjélku Eftir SIGURÐ PÉTL Bókin er ómissandi öllun leiðslu og meðferð mjólkur þess er hún fróöleg og skei í bókinni eru rúmlega Kostar kr. 3.50 og fæst í öll TÍMIM, mámidagiim 3. apríl 1939 40. bla» lækkuninni með launauppbót- heildartekjur verkamanna og sjómanna verði sízt minni en verið hefir, miðað við fram- á síldveiðar á komandi su sem sennilega hefði annars orð- ið að liggja í höfn. Hinsv< þá, sem í frv. segir, um leið og jafnframt er fyrirbyggt, kauphækkun verði á sama tíi hjá hinu betur launaða fólki. Þá er ákvæði í 4. gr. frv. um, þeir óska þess fremur en vinna fyrir fast kaup, og gilda þá þær reglur um hlutaskiptin, sem áður hafa tíðkazt á við komandi útgerðarstað, nema samkomulag verði um annað. Er þetta ákvæði sett til þess að sjómenn geti notið þeirrar verð hækkunar á sjávarafurðum, sem leiða mun af verðbreytingu ís- lenzkra peninga. í sömu gr. frv. er einnig á kvæði um að breyta nokkuð launagreiðslum til yfirmanna á togurum. Er lagt til, að verð fyrir kol og veiðarfæri skuli dragast frá verðmæti aflans áð- ur en „premía“ til þeirra er reiknuð. Ennfremur er ákveðið I þess- ari grein, að seljendur íslenzkra útflutningsvara, sem hafa gert samning um sölu á þeim vörum í íslenzkum krónum, geti sagt upp slíkum samningum, ef vör- urnar eru óafhentar. Þykir rétt, að eigendum útflutningsvöru sé þannig gert mögulegt að njóta þeirrar verðhækkunar, sem stafar af verðbreytingu pening- anna, þó að þeir hafi gert sölu- samninga um vöruna, áður en sú breyting varð. í 5. gr. frv. er ákvæði um, að sömu reglur skuli gilda um verð- lag á kjöti og mjólk á innlend- um markaði sem um kaupgjald verkamanna og sjómanna, þannig, að verðlækkun á þessum vörum haldist í hendur við hækkun kaupgjaldsins. Þykir ekki ástæða til, að vörur þessar hækki meira en kaupgjaldið, þar sem þess er að vænta, að með aukinni atvinnu við sjóinn skap- ist meiri og tryggari markaður þar fyrir landbúnaðarvörur, til hagsbóta fyrir bændur, held- ur en orðið hefði, ef engar ráð- stafanir hefðu verið gerðar til stuðnings sjávarútveginum. Einnig þykir rétt að benda á, að með verðbreytingu peninganna fá íslenzkar afurðir betri að- stöðu i samkeppni við erlendar matvörur, og virðist mega vænta verulegrar söluaukningar á þeim þegar af þeirri ástæðu. í 6. gr. frv. er ákvæði um, að bönkum og öðrum lánstofnun- um skuli óheimilt að hækka út- lánsvexti á yfirstandandi ári. Þá er samkvæmt 7. gr. frv. óheimilt að hækka leigu eftir hús og aðrar fasteignir frá því, sem nú er, til 14. maí 1940, og sömuleiðis er leigusala á sáma tíma óheimilt að segja upp leigusamningum um húsnæði, ef leigutaki heldur samninga, nema hann þurfi þess til eigin afnota. Þykir rétt að setja slíkt ákvæði til þess að koma í veg fyrir hækkun á leigu, þar sem húsaleigan er mjög stór liður í framfærslukostnaði í kaupstöð- unum, einkum í Reykjavík. Er nauðsynlegt, að gert sé allt sem unnt er til þess að vinna á móti dýrtíð í landinu, bæði með slíku ákvæði sem þessu, og með því að beita, svo sem frekast er fært, ákvæðum laga um verðlag á vörum, sem sett voru á síðasta Alþingi, á meðan óhjákvæmilegt er að takmarka innflutning. Loks er í frv. heimild fyrir ríkisstjórnina til að setja með reglugerðum nánari fyrirmæli Yfírlýsíng íorsætisráðherra Á þingfundi í dag gaf forsæt- isráðherra svohljóðandi yfir- lýsingu: Að tilhlutun Framsóknar- flokksins hafa síðan í þingbyrj- un farið fram samtöl milli Al- þýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins um myndun þjóðstjórnar. Sjálfstæðisfiokkurinn hefir nú gefið þau svör, að hann vilji taka þátt í slíkri stjórnarmynd- un, en hefir þó sett fyrir þeirri þátttöku nokkur skilyrði, sem enn eru ekki útrædd. Frá Alþýðuflokknum liggur málið ekki fyrir í því formi, að afstaða hafi verið tekin til þess. Er því auðsætt, að enn muni til þess þurfa nokkra daga að reyna til þrautar, hvort þjóð- stjórn, sem þessir þrír flokkar standi að, verði komið á, en orðræðum um það mál verður haldið áfram. En umtal og um- ræður, sem orðið hafa um geng- islækkun og fundarsamþykktir, sem gerðar hafa verið af ýmsum um það mál, hefir hinsvegar skapað það ástand í landinu, að úr því verður að fá skorið nú þegar, hvort Alþingi felst á gengislækkun. Það mál þolir héðan af enga bið. — Fram- leiðslan má ekki við því að bíða lengur eftir þeirri hjálp, sem henni yrði að leiðréttingu á skráningu krónunnar. En auk þess eiga sér nú þegar stað upp- kaup á vörubirgðum, sem til eru í landinu, svo að til vandræða horfir. Jafnframt hliðra inn- flytjendur sér hjá að kaupa inn vörur og láta af hend.i, af ótta við að þurfa siðar ef til vill að greiða þær með breyttu gengi. — Þá eru eigi alllítil bi'ögð að því, að útflytjendur dragi að selja vörur úr landi. Má segja, að afurðasalan sé því nær stöðv- uð. Getur þetta m. a. valdið markaðstöpum. — Þá er og hitt eigi síður áberandi, að þeir, sem vörur selja úr landi, fresti af- hendingu gjaldeyris í von um gengislækkun. En hvorttveggja þetta, sölutregðan og dráttur þess að skila gjaldeyrinum, hef- ir, eins og gefur að skilja, hin alvarlegustu áhrif á gjaldeyris- og viðskiptaástandið innan- lands og gagnvart útlöndum, og um framkvæmd þeirra mála, sem lögin fjalla um, og ákvæði um refsingar fyrir brot á lög- unum. Næsta blað Tímans kemur út á miðvikudaginn. verður eigi komizt hjá að ráða tafarlaust bót á því. Af þessum ástæðum er nú bor- ið fram á Alþingi frumvarp um þessi mál, og er það óumflýjan- leg nauðsyn, að afbiigði frá þingsköpum verði veitt til þess að ekki þurfi að verða löng bið á afgreiðslu frumvarpsins, hvei’t sem það verður samþykkt eða fellt í þinginu. Umræður um gengisfrumvarpið hófust kl. 2 í dag. Frumvarpið var tekið til um- ræðu á nýjum fundi í neðri deild kl. 2 í dag. Atkvæðagreiðsla fór fram um það, hvort taka mætti málið til umræðu þegar í stað og voru greidd atkvæði með nafnakalli. Móti því að mál- ið væri tekið fyrir voru greidd 4 þingmannaatkvæði (Einar Ol- geirsson, Héðinn Valdimarsson, ísleifur Högnason og Sigurður Kristjánsson). Hjá sátu 3 þing- menn (Garðar Þorsteinsson, Gísli Sveinsson og Sigurður E. Hlíðar). Tveir eru fjarverandi vegna veikinda (Jakob Möller og Þorbergur Þorleifsson). En 24 þingmenn greiddu atkvæði með því, að málið yrði tekið til um- ræðu þegar í stað. Hóf því næst Skúli Guðmunds- son atvinnumálaráðherra fram- söguræðu frumvarpsins. Happdrætli Háskóla íslands Á morgun er síðastí endurnýjunardagur. Dregið verður 11. apríi næstkomandí. Athu^lð Vegna hátíðarínnar eru nú aðeíns 4 söludagar eitir. Vinntð ötullega fyrir Tímann. Hagkvæm páskakaup Bökunarvörur mikið úrval Páskaegg Otal stærðir lágt verð Páskagrænmeti Hvítkál Ranðkál Sellerl Gulrætur Rauðrófur Nesti í skiðaferðlr í páskamatinn Nautakjöt Hangikjöt Dilkakjöt Gerið páskakaupin tímanlega. (ökaupíélaqió C ^ostovstr. ð sirm 3hS2.0pið kl.11-12o<joJ kaupir kreppulánasjóðs- bréf, veðdeildarbréf og hlutabréf í Eimskipafé- lagi íslands h. f. — Ann- ast allskonar verðbréfa- viðskipti. Kopar keyptur f Landssmiðjunni. §máiölHverð á eítirtöldum tegundum ai tóbaki má eigi vera hærra en hér segír: Rjól B. B.................. Mellemskraa B. B. . í 50 gr. Smalskraa B. B. . . í 50 — Mellemskraa Obel . í 50 — Skipperskraa Obel . í 50 — Smalskraa Obel . . . kr. 14 pr. V* kg. pk. — 1,50 - pk. — — 1,70 - — — — 1,50-------- — — 1,60 - — — — 1,70 - — . í 50---- Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrír sendingarkostnaði til útsölustaðar. Tóbakseínkasala ríkísins. hín nýja Yfirburðir hinnar nýju olíus Hinar nýju „SheH“-bílaolíur eru jafnfljótandi, en mynda þó afar seiga og örugga olíuhimnu. Sori í olíunni myndast við það, að olían sundrast við hita eða þrýsting. Hinar nýju olíur sundrast ekki við hita eða þrýsting, og eru þess vegna soralausar. Hinar nýju olíur eru hreinsaðar með hinni nýju „solvent“-aðferð, sem tryggir það að olían heldur sínum góðu eiginleikum við hinn erfiðasta akstur og ver vélina fullkomlega fyrir sliti. . ER í EFTIRFARANDI ÞYKKTUM: SINGLE SHELL, S.A.E. 20 DOUBLE SHELL, TRIPLE SHELL, GOLDEN SHELL, S.A.E. 30 S.A.E. 40 S.A.E. 50 Shell smurt er vel smurt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.