Tíminn - 11.04.1939, Síða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
23. árg.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFVR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1d.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG A UGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1d.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h. f.
Símar 3948 og 3720.
Rcykjavík, þriðjndagmii 11. apríl 1939
l g»l»$;jör skul«lu$£ra
togarafélaga
Ráðstafanír bankanna
í útvarpsumræðunum um
gengismálið skýrði Eysteinn
Jónsson fjármálaráðherra
frá því, að bankarnir myndu
láta gera upp þau togara-
félög, sem ekki ættu fyrir
skuldum. Myndi það verða
gert á þann hátt, sem talinn
væri bönkunum hagkvæm-
astur, en samhliða reynt að
koma í veg fyrir stöðvun
skipanna.
Tíminn hefir aflað sér nán-
ari upplýsinga um þessi mál og
fara þær hér á eftir:
Bankaráð Landsbankans á-
kvað um síðastliðin áramót að
taka til uppgjörs þau fyrirtæki
sem voru á vegum bankans og
ekki voru talin eiga fyrir skuld-
90 ára
Á Bjarnastöðum í Hvítársíðu
er kona að nafni Þorbjörg Páls-
dóttir. Hún er létt í skapi og
hreyfingum, glaðlynd og bjart-
sýn. Hún fæddist 6. apríl 1849,
og átti níræðisafmæli fyrir fá-
um dögum.
Þorbjörg lítur nú yfir langan
starfsdag. Rúmlega tvítug gift-
ist hún prestinum á Gilsbakka,
sr. Jóni Hjartarsyni. Hún varð
ekkja tíu árum siðar, en giftist
í annað sinn Páli bónda á
Bjarnastöðum. Bjuggu þau þar
hinum mesta rausnarbúskap í
nálega 40 ár. Síðan tóku tveir
synir þeirra við jörðinni, en ein
dóttir Þorbjargar býr í Fljóts-
tungu. Ætt Þorbj argar er öll úr
Borgarfirði, og i þvi fagra hér-
aði hefir starf hennar verið. Hún
gengur enn að öllum venjuleg-
um sveitastörfum, sinnir hey-
vinnu á sumrum, en tóskap á
vetrum. Hún ferðast milli barna
sinna og víðar um sveitina á
hesti, eins og væri hún enn á
léttasta skeiði. Hún les blöð og
bækur og fylgist af áhuga með
öllum merkisviðburðum utan-
lands og innan.
Þær konur, sem telja menn
sina og sonu á að flytja úr
dreifbýlinu, af því að þar séu
ekki lífvænleg kjör, mættu at-
huga æfisögu þessarar níræðu
konu. Hún hefir starfað mikið
og vel, borið byrðar mannmargs
heimilis inn á við og út á við,
og samt varðveitt andlegt og
líkamlegt fjör fram á tíræðis-
aldur.
Þorbjörg Pálsdóttir hefir ver-
ið „vökukona“ sinnar samtíðar.
Hún hefir verið gædd hinni
heitu lífstrú. Hún hefir unnað
frelsi og manndóm. Hún fædd-
ist í kúguðu landi og hefir þrem
sinnum séð fjötra erlendrar á-
þjánar falla af þjóð sinni. Þessir
hlekkir féllu ekki sjálfkrafa eins
og múrar Jeríkóborgar. Sigrar
íslendinga síðustu 90 árin hafa
verið unnir af Þorbjörgu Páls-
dóttur, hennar samtíðarmönn-
um og hennar jafningjum.
J. J.
um. Voru það h.f. Kveldúlfur og
h.f. Alliance, og auk þess nokkrir
einstakir togarar, sem þegar
hefir verið ráðfetafað.
Þegar hefir verið ákveðið,
hvernig uppgjöri h. f. Kveldúlfs
skuli háttað og hefir náðst um
það samkomulag við eigendur
félagsins. Fer það þannig fram:
Yfir h. f. Kveldúlf verður sett
ný stjórn, skipuð þremur mönn-
um. Tilnefnir Landsbankinn tvo
þeirra, en eigendur Kveldúlfs
einn. Félagið verður rekið á-
fram meðan á þessu uppgjöri
stendur af þessari stjórn. Fram-
kvæmdastjórar verða tveir, til-
nefndir af núverandi eigend-
um, en með þeim starfar að dag-
legum rekstri trúnaðarmaður
Landsbankans. Hlutverk stjórn-
arinnar er að selja þær eignir
félagsins, sem rekstri þess eru
óviðkomandi, svo og þær eignir,
sem settar hafa verið til trygg-
ingar skuldum þess og aðrir
eiga (þ. e. Thor Jensen). Enn-
fremur skal hún innheimta úti-
standandi skuldir þess og taka
veð fyrir þeim. Þá á stjórnin og
að selja skip félagsins, verk-
smiðjur og aðrar eignir viðkom-
andi útgerðinni eða leysa félag-
ið upp í smærri sjálfstæð félög.
Henni ber og að gæta hins
fyllsta sparnaðar í rekstrinum.
Meðan þessu fer fram, verður
félagið rekið áfram og hefir
bankinn talið mestar líkur fyr-
ir því, að með þessum hætti fá-
ist sem mest upp úr eignum fé-
lagsins og ekki þurfi að koma
til atvinnustöðvunax vegna
þessara aðgerða.
Enn mun ekki fullkomlega
afráðið, hvernig uppgjöri Alli-
ance verður háttað, en senni-
lega veröur það framkvæmt með
svipuðum hætti.
Með þessum ráðstöfunum
verður bönkunum tryggður sá
ágóði, sem verður af gengis-
lækkuninni, og er því alrangt að
hún komi á nokkurn hátt hin-
um skuldugu fyrirtækjum til
góða áður en þau hafa greitt
skuldir sínar.
Útvegsbankinn mun jafn-
Aðallundur Kaupfé-
lags Reykjavíkur og
nágrennis
Víðskiptaveltan nam
2,4 millj. kr. á síðast-
líðnu ári
Aðalfundur Kaupfél. Reykja-
víkur og nágrennis var hald-
inn síðastliðinn fimmtudag.
Mættir voru um 155 fulltrúar.
Viðskiptavelta félagsins á síð-
astliðnu ári nam 2.419 þús. kr.
Ákvðið var að borga félags-
mönnum arð, sem næmi 7% af
ágóðaskyldum viðskiptum
þeirra. Af þessum 7% greiðast
3% í stofnsjóð fyrir þá, sem
eiga í stofnsjóði 300 kr. eða
meira, en 5% fyrir þá, sem eiga
minna.
í árslok nam varasjóður fé-
lagsins 44 þús. kr. og stofnsjóður
99 þús. kr. Ákveðið var að leggja
í varasjóð 24 þús. kr. af tekjuaf-
gangi félagsins á síðastliðnu ári.
í félaginu voru í árslok 3156
félagsmenn með fullum rétt-
indum. Hafði þeim fjölgað um
334 á árinu. Auk þess voru í því
380 félagsmenn, sem voru að
vinna sig inn í félagið og nutu
því ekki fullra réttinda.
Úr stjórn félagsins áttu að
ganga: Sveinbjörn Guðlaugsson,
Theódór B. Líndal og Benedikt
Stefánsson. Voru þeir allir end-
urkosnir.
Endurskoðendur voru endur-
kosnir Magnús Björnsson og
Ari Finnsson.
Fulltrúar á aðalfund S. í. S.
voru kosnir: Eysteinn Jónsson,
Jens Figved, Theodór B. Líndal,
Vilmundur Jónsson, Sveinbjörn
Guðlaugsson, Magnús Kjart-
ansson og Einar Olgeirsson.
Tillögu um mótmæli gegn
gengislækkuninni var vísað frá.
Ýmsum tillögum, sem komu
fram um félagsstarfsemina, var
vísað til stjórnarinnar.
42. blaö
•> -
framt taka til athugunar þau
togarafyrirtæki á vegum hans,
sem svipað er ástatt um, en eng-
ar endanlegar ákvarðanir hafa
enn verið teknar þar um fram-
kvæmd þeirra mála. þessi fyrir-
tæki munu vera Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar og útgerð Geirs
Thorsteinssonar.
Á medfylgjandi mynd sést innsiglingin til Adriahafsins, sem ítalir hafa
eftir hernám Albaníu fullkomlega á valdi sínu, og geta því stöðvað allar
siglingar til Jugoslavíu. Ennfremur sjást hin sameiginlegu landamœri Grikk-
lands og Albaníu og nokkur hluti landamœranna milli Albaníu og Jugo-
slavíu.
ENDAL0K ALBANIU
Síðastliðinn föstudag — föstu-
daginn langa — steig ítalskur
her á land í Albaníu og náði
höfuðborginni á vald sitt eftir
litla mótspyrnu. Með þessari
helgidagsathöfn Mussolini hefir
ein smáþjóðin enn horfið úr tölu
sjálfstæðra ríkja í Evrópu.
Það hefir komið flestum á óvart
að Mussolini skyldi grípa til
þessara aðgerða. Um nokkurt
skeið hefir Albanía verið svo
háð ítölum, að þeir hafa full-
komlega getað litið á hana eins
og nýlendu sína. Tvær ástæð-
ur eru einkum færðar fyrir þess-
ari breytni Mussolini. Fyrri á-
stæðan er sú, að hinir miklu
sigrar Hitlers hafa skapað hjá
honum þá tilfinningu, að hann
væri að hverfa í skuggann og
vegna þess trausts, sem þjóðin
þyrfti að bera til hans, yrði
hann að sýna mátt sinn og hug-
rekki á ótvíræðan hátt. Þegar
einræðisherrar geta ekki haldið
A.
Hvalfjarðarvegurinn.
Skíðafólk villist. — íslandskvikmyndin.
ganga á grunnmiðum.
Fiski-
Umferð um Hvalfjarðarveginn er nú
um það bll að hefjast. Póru tvær bif-
reiðar þessa leið nú um páskana. Ann-
ars hefir Hvalfjarðarvegurinn verið
farinn af bifreiðum fyrr í vetur; í
febrúar fóru t. d. bifreiðar úr Reykja-
vík þá leið í Borgarnes. Einhvern
næstu daga veröur byrjað að lagfæra
hvörf og aðra farartálma á veginum,
sem þó eru fremur litlir. Er vegurinn
einna verst farinn utanvert við Hvíta-
nesleiti og við Brynjudalsvog að sunn-
an, og í Vogalág, skammt utan við
Brunná, og austan í Þyrilsleiti að norð-
an. Á þessum sömu stöðum spillist
vegurinn árlega og væri bráðnauð-
synlegt að leggja þar eitthvað af mörk-
um til varanlegra endurbóta á honum,
enda um stutta kafla að ræða. Annars
þykir það undrun sæta, hve vegur-
inn heldur sér vel, svo litlu sem varið
hefir verið til viðhalds og endurbóta
frá því hann var fyrst ruddur, þrátt
fyrir afarmikla umferð sum árin. Að
þessu sinni er á fjárlögum ætlaðar
fjögur þúsund krónur til nýbyggingar
á veginum sunnan fjarðarins. Er eigi
enn ákveðið til hvaða vegakafla því fé
verð'ur varið. Til nýlagningar norðan
fjarðarins eru áætlaðar rösklega átta
þúsund krónur og verður haldið áfram
að leggja veginn inn með firðinum og
kemst vegurinn væntanlega nokkuð
inn fyrir Kalastaði.
f r t
Á páskadag gerði hríð á fjöllum uppi
hér í grennd vlð Reykjavík. Var mik-
111 fjöldi fólks á skíðum þann dag og
lentu nokkrir menn í villu sökum hrið-
arinnar, er skall á upp úr hádegi. Þrír
menn villtust á Hellisheiði; komust
þeir niður í Ölfus. í Bláfjöllum villtust
karlmaður og stúlka, Þórarinn Þorkels.
son og Rósa Níelsdóttir, og lágu þau
úti um nóttina i hellisskúta í hraun-
inu suðvestur af Bláfjöllum. Lögðu
þau af stað frá skíðaskálanum f Jó-
sefsdal klukkan tíu árdegis á páska-
dag, matarlaus og fremur léttklædd,
og ætluðu aðeins að ganga stuttan
spöl. Villtust þau, er hríðin skall á,
og leituðu loks afdreps í hellisskúta,
er þau fundu, hlúðu að sér með mosa
og létu fyrirberast. Þegar birti í gær-
morgun, sáu þau loftskeytastengumar
á Vatnsendahæð og ákváðu þau að
ganga þangað. Voru þau þá þrekuð af
kulda, einkum stúlkan. Að Vatnsenda
komu þau klukkan tvö í gær. Leit var
hafin úr Jósefsdal strax og þeirra var
saknað og var leitað í Bláfjöllum og
umhverfis þau. Var leitin þó torveld,
því að blindhríð var á. í gær var leit-
inni haldið áfram og tók mikill fjöldi
fólks þátt í henni, bæði Ármenning-
ar, í. R.-ingar, skátar og nokkrir Hafn-
firðingar.
t t t
Orlogskaptein P. Dam kom hingað
til Reykjavíkur á páskadaginn með
Hvítbirninum. Hefir hann I hyggju að
dvelja hér sumarlangt við myndatöku
og fullkomna hina ágætu Islandsmynd
sína, svo sem auðið er. Fer hann til
Vestmannaeyja í dag eða á morgun og
verður þar um hríð og tekur myndir
af þorskveiðunum og fiskverkun I
landi. Einnig mun hann taka mynd-
ir af fuglabjörgum og öðru sér-
kennilegu í Vestmannaeyjum. í sumar
ætlar P. Dam, að fara víða um land
og taka myndir af ýmsu er snertir
landbúnað og ferðalög, úr hýbýlum
fólks, og af íþróttum og loks lands-
lagsmyndir, einkum frá hverum og
jöklum — Úr íslandsmyndinni, sem
sýnd var i Gamla Bíó á dögunum hef-
ir verið gerð tuttugu mínútna mynd,
sem send verður vestur um haf og
sýnd á heimssýningunni í New York.
t r t
Hina síðustu daga hefir talsvert af
fiski gengið hér inn í sundin milli
lands og eyja og inn í Hvalfjarðar-
mynni. Er mikil sílferð í firðinum og
hefir verið undanfarna daga. All-
margir hafa róið á hreyfilbátum og
árabátum, bæði héðan úr bænum og
af Kjalarnesi og víðar þar sem báta
hefir verið völ, og sumir fiskað dá-
vel. Að sögn hlóðu smábátar af Kjal-
arnesi þar skammt undan landi á
laugardaginn og fleiri fengu góðan
afla, en þó var það fremur misjafnt,
hve ör fiskurinn var. Þrjár færeyskar
skútur voru í gær í Galtarvíkurdjúpi,
skammt undan landi, og margar fleiri
(Framh. á 4. síðu)
Degnum sínum ánægðum með
kjarabótum innanlands verða
ieir að beina hugum þeirra að
öðrum efnum. Hin ástæðan er
sú, að Mussolini telji styrjöld
skammt undan og hafi því tal-
ið hyggilegast að vera búinn að
tryggja sér yfirráð Albaníu í
tíma. Albanía, sem liggur austan
megin við Adriahafið, hefir
sameiginleg landamæri við Ju-
góslavíu og Grikkland og eru
innrásir í þessi lönd auðveldar
Daðan. Frá Albaníu er jafnframt
hægt að ráða yfir innsigling-
unni til Adriahafsins, en stöðv
un siglinga á þeirri leið væri ít-
ölum mjög bagaleg. Hinsvegar
geta ítalir með því að ráða yfir
Albaníu, hindrað allar siglingar
til Jugoslavíu. Albanía hefir því
mikla hernaðarlega þýðingu.
Aðdragandi þessara atburða
virðist sá, að Mussolini hefir
fyrir nokkru sett stjórn Albaníu
úrslitakosti, sem hún hafnaði.
Voru kröfur Mussolini i aðalat
riðum þær, að ítalir mættu hafa
herlið í landinu, umsjón með
öllum höfnum og samgöngum
yrði í þeirra höndum, ítalskir
þegnar nytu jafnxa réttinda i
í Albaníu og Albanir sjálfir, ít-
alir önnuðust alla utanríkis
málaþjónustu fyrir Albaníu og
ítalski sendiherrann í Albaníu
fengi sæti í ríkisstjórninni.
Samhliða því, að þessar kröfur
voru settar fram, byrjaði Musso-
lini að draga saman herlið í ít-
ölsku hafnarbæjunum, sem eru
beint á móti Albaníu. Englend
ingar urðu þess vísari og fór
enski sendiherrann í Róm nokk-
urum sinnum á fund Ciano
greifa og vakti athygli á því, að
samkvæmt brezk-ítalska sátt
málanum hefðu ítalir lofað að
gera ekkert til þess að breyta
ríkjaskipun við Miðjarðarhafið
Ciano svaraði því jafnan, að ít-
alir virtu samninginn fullkom-
lega og milli þeirra og Albaníu
stjórnar færu aðeins fram vin-
samlegar umræður um aukna
samvinnu landanna og hefðu
þær verið hafnar samkvæmt ósk
Zogu Albaníukonungs.Þrátt fyr
ir þessa yfirlýsingu hóf italski
herinn innrás sína í Albaníu á
föstudaginn og hefir hann nú
lagt undir sig mest allt landið
Albaníumenn hafa reynt að
beita mótspyrnu, enda þótt hún
sé þýðingarlaus. Tefur það mjög
framsókn ítalska hersins, að
landið er mjög hálent og illt yf
irferðar. ítalir hafa nú mynd
að einskonar leppstjórn í höfuð
borg landsins.
Meðal Balkanríkj anna hefir
þessi atburður skapað mikinn
(Framh. á 4. siðu)
w
A víðavangi
Það hefir áreiðanlega verið
heppilega ráðið af ríkisstjórn-
inni, að láta útvarpsumræður
fara fram um gengismálið þegar
eftir samþykkt gengislaganna.
Málið hafði, af eðiilegum ástæð-
um, verið mjög lítið rætt í blöð-
um og almenningur því ekki
haft góða aðstöðu til að gera sér
grein fyrir því í einstökum at-
riðum. En eftir útvarpsumræð-
urnar liggja allar málsástæður
Ijósari fyrir en áður. Sérstak-
lega voru ræður ráðherranna
Eysteins Jónssonar og Skúla
Guðmundssonar glöggar með af-
brigðum, enda héldu þeir sig
fyrst og fremst við gengismálið
eitt, og tóku lítið þátt í hnútu-
kasti milli flokka.
* *
Það er algerlega rangt, sem
haldið er fram af kommúnist-
um, að Framsóknarflokkurinn
hafi nokkurntíma lýst yfir and-
stöðu við gengislækkun eða lof-
að að vinna móti þvi, að slik ráð-
stöfun yrði gerð. Hitt er rétt, að
Framsóknarflokkurinn hefir
afnan verið í vafa um það
og er það enn — að gengislækk-
un sé neitt höfuðbjargráð fyrir
bændastéttina sérstaklega, enda
iótt bændur væntanlega hafi af
henni einhvern hagnað. Það er
fyrst og fremst framleiðslan við
sjóinn, sem græðir á gengis-
lækkuninni. En hitt er svo sam-
eiginlegt hagsmunamál allrar
Djóðarinnar, að sjávarútvegur-
inn geti borið sig, því að af
hruni sjávarútvegsins leiðir
hrun útflutningsframleiðslunn-
ar og atvinnunnar í landinu.
* * *
Sjálfstæðisflokkurinn var
klofinn í útvarpsumræðunum
eins og í meðferð máisins á Al-
Dingi. Ólafur Thors talaði fyrir
aann hlutann, sem er fylgjandi
gengislækkun,en Gísli Sveinsson
og Jakob Möller fyrir „þversum“
menn. Að lokum fékk svo Magn-
ús Jónsson fáar mínútur til að
áminna Gísla fyrir óviðeigandi
árásir á flokksmenn sína. Ann-
ars var málflutningur þeirra
Gísla og Jakobs einhver sá fá-
tæklegasti, sem heyrzt hefir í
þingmáli. Var helzt á þeim að
skilja, að hægt hefði verið að
komast hjá gengisbreytingu með
því að lækka útgjöld úr ríkis-
sjóði! Má í þvi sambandi minna
á það, að sjálfur hefir Jakob
Möller borið fram á Alþingi til-
lögu um að hækka framlag rik-
issjóðs til atvinnbóta úr i/2 milj.
króna upp í 1 milj. kr. eða tvö-
falda þessi útgjöld frá því sem
nú er. En það er svo sem ekkert
nýtt, að þeir gumi mest um
sparnað, sem sjálfir eru frek-
astir við ríkissjóðinn.
* * *
Flokkur Héðins Valdemarsson-
ar hefir orðið fyrir þrem leiðin-
legum áföllum nú upp á síðkast-
ið. í fyrsta lagi hefir nú 60 milj-
óna lánið reynzt sjónhverfing
ein og Héðinn með hin komm-
únistisku viðreisnarplön því
staddur eins og hvalur á þurru
landi og má sig hvergi hræra.
í öðru lagi kemur það nú upp
úr kafinu, að einn höfuð lær-
dómsmaður kommúnista í þjóð-
félagsfræðum hefir nýlega skrif-
aö bók, þar sem gengislækkun
er talin höfuðbjargráð fslend-
inga. í þriðja lagi gleymdi Héð-
inn að segja upp Dagsbrúnar-
samningnum frá 1. apríl og get-
ur því ekki gert löglegt verkfall
fyrr en á miðju sumri 1940, enda
þótt ákvæði gengislaganna um
þau efni hefðu ekki verið fyrir
hendi.
* * *
Eins og áður hefir verið skýrt
frá eru 9 af þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins með gengislækk-
un en 8 á móti. Og í útvarpsum-
ræðunum töluðu tveir Sjálf-
stæðismenn með málinu og tveir
á móti. En blaðakosti flokksins
virðist enn sem komið er vera
nokkuð ójafnt skipt, því að Vísir
er allur á bandi „þversum"
manna.en Morgunblaðið tvístíg-
(Framh. á 4. síðu)