Tíminn - 11.04.1939, Page 2

Tíminn - 11.04.1939, Page 2
166 TÍMITMV, frrigjudagimn 11. apríl 1939 42. blað Útvarpsræða Eysteíns Jónssonar fjármálaráðherra ^ímtnn Þriðjudaginn 11. apr. Eftír gengisfallið í umræðum á Alþingi kom sú skoðun fram hjá ýmsum ræðu- mönnum, að lækkun íslenzkrar krónu myndi verða til þess að draga úr trausti landsins út á við með öðrum þjóðum. En fréttir, sem borizt hafa um und- irtektir blaða á Norðurlöndum benda sem betur fer, ekki í þessa átt. Bæði í Danmörku og Nor- egi hafa ýms hinna merkustu blaða ritað vinsamlega og af fullum skilningi um gengislækk- unina og telja hana bera þess vott, að fullur vilji sé á því hér að efla atvinnulífið og auka greiðslugetu þjóðarinnar. Mega þessar undirtektir vera oss ís- lendingum ánægjuefni. En hinu má ekki gleyma, að sjálf ákvörðunin um að lækka gengi krónunnar er ekki nema byrjun á löngu og vandasömu starfi. Og um það ættu nú, úr því sem komið er, allir að standa saman, hvort sem þeir hafa verið með eða móti gengislækk- un áður, að árangur hennar geti orðið sem beztur. Tilgangur gengislækkunar- innar er fyrst og fremst sá, að auka framleiðsluna í landinu eða að koma í veg fyrir samdrátt í framleiðslu, þar sem hann ella kynni að hafa verið óumflýjan- legur. Og af framleiðendunum væntir nú þjóðfélagið þess, að þeir bregðist vel við og myndar- lega þeim kjarabótum, sem gerðar hafa verið þeim til handa, og að engir möguleikar til skynsamlegrar framleiðslu- aukningar verði látnir ónotaðir. Það, sem hér er mælt, á auðvit- að fyrst og fremst við um út- flutningsframleiðsluna. En þó er þess að gæta, að einnig fyrir sölu á innlendum markaði skap- ar gengislækkunin nokkra möguleika, þar sem hún verkar sem einskonar verndartollur fyrir hana gagnvart erlendum vörum. Sumir segja: Gengislækkun er ekki nema stundarúrræði. Að litlum tíma liðnum hefir allt verðlag í landinu lagað sig eftir hinni nýju krónu, og framleiðsl- an aftur stödd í sömu sporum. En það er einmitt eitt höfuð- verkefnið, sem nú er framund- an, að láta þetta ekki fara svo. í gengislögunum sjálfum eru ýms ákvæði í þessa átt, svo sem um það, að húsaleiga megi ekki hækka fyrst um sinn og kaupgreiðslur ekki nema eftir vissum reglum. En fyrsta spurn- ingin er: Hversu mikið hækka hinar erlendu vörur? Á því velt- ur hækkun kaupsins og hækkun hinna innlendu vara eftir á. Það er því ákaflega mikilsvert að takast megi að halda niðri verði hinna erlendu vara, og margir aðilar hafa þar sameig- inlegra hagsmuna að gæta. Einn af ræðumönnum í út- varpsumræðunum sagðist hafa það eftir verzlunarfróðum manni, að útsöluverð erlendra vara ætti ekki að þurfa að hækka um meira en 12%, þrátt fyrir 22% hækkun sterlings- pundsins. Þetta byggist á því, að gengismuninn þarf ekki að reikna af innlendum kostnaði við verzlunina, heldur aðeins af innkaupsverðinu. Á það má líka benda, að álagning á sumar vörutegundir hefir verið svo ríf- leg, að milliliðirnir væru ekki illa að því komnir, að taka á sig einhvern hluta af gengislækk- uninni. Hlutverk verðlagsnefndar á næstu mánuðum er mikilsvert og vandasamt. Hún á heimting á að njóta stuðnings og velvild- ar alls almennings í starfi sínu. Ýmsum mun fljótt á litið virð- ast undarlegt að þessar umræð- ur fara fram eftir að búið er að samþykkja á Alþingi frv. það, sem ræða skal. Þetta er þó ekki undarlegt, þegar þess er gætt, að allsstaðar er reynt að forð- ast sem mest umræður um breytingar á gengisskráningu unz þær hafa verið fram- kvæmdar, vegna þeirra trufl- ana, sem slíkar umræður hljóta að hafa á allt viðskiptalíf. Þessi sjálfsagða ráðstöfun er þó auð- vitað misnotuð af andstæðing- um málsins og túlkuð þannig, að málið hafi verið hespað af með leynd, í því skyni að fara aftan að þjóðinni. Rannsókn mllliþlnga- nefndarinnar. í raun réttri hefir aðdragandi þessa máls, sem hér er til um- ræðu, verið sá, að skipuð var nefnd til þess að athuga hag og rekstur togaraútgerðarinnar. — Þessi nefnd hefir þó ekki skilað prentuðu áliti fyr en i gær. Þrátt fyrir það hefir stjórnmálaflokk- unum, sem undanfarnar vikur hafa verið að rannsaka hvaða leiðir skyldi fara til stuðnings útveginum, verið vel kunnugt um þær aðalniðurstöður, er nefndin hefir komizt að um hag togaraflotans og rekstur hans undanfarin ár. Við þessa rannsókn hefir það komið í ljós, sem mönnum var raunar áður kunnugt, að tog- araflotinn hefir verið rekinn með tapi, og það mjög verulegu, undanfarin ár. Mun láta nærri, að tap alls flotans nemi á þeim árum, sem skýrslur nefndarinn- ar ná yfir, um 1 milj. kr. að með- altali árlega, eða um 30 þús. kr. á hvern togara, og eru þó fyrn- ingar hvergi nærri reiknaðar til fulls. Efnahagur togaraútgerð- arinnar er lika þannig, að hann getur ekki lengur með nokkru móti þolað þessi töp, og mörg fyrirtækin eru nú þegar þannig á vegi stödd, að þau eiga ekki fyrir skuldum. Þótt ekki liggi fyrir eins nýj- ar skýrslur um afkomu bátaút- vegsins, þá er vitað mál, að hann hefir einnig undanfarið verið rekinn með tapi. Þótt ágóði hafi orðið af síldveiðum bátanna, þá hefir sá gróði meir en etist upp á þorskvertíðinni, enda hafa margir bátar verið látnir liggja yfir þoxskveiðitímann, en aðeins stundað sildveiðar. Framleiðslan þarf að aukast. Afleiðingar þessa hafa komið fram í því, að útflutningur NIÐURLAG. Fræðslu um ísland hefir Þjóðræknisfélagið hald- ið uppi bæði í Canada og Banda- ríkjunum á margvislegan hátt, baeði meðal íslendinga og Engil- saxa og varið til þes stórkost- legri fyrirhöfn og fé. T. d. lagði það meir en 20 þús. krónur í ábyrgð fyrir 1000 eintökum af íslandssögu á ensku eftir próf. Gjerset, norskan mann, en Hall- dór Hermannsson prófessor, las yfir handritið. — Útvarpað hefir það eftir getu, og er í minni full- veldisdagurinn síðasti. En af- drifamesti þátturinn í þessu starfi, verður boð Þjóðræknis- félagsins til formanns utanríkis- málanefndar, Jónasar alþm. Jónssonar, sem hann þáði í sum- ar er leið og kunnugra er en hér þurfi frá að segja. Hér eru þá talin nokkur við- fangsefni Þjóðræknisfélagsins, en fjöldi er ótalinn, t. d. vökul vörn þeirra fyrir ágangi Norð- manna vestra, sem oft hafa þjóðarinnar hefir sizt farið hækkandi, þrátt fyrir stórauk- inn útflutning vissra afurða, eins og til dæmis síldarafurða. Einnig hafa þessi töp atvinnu- veganna komið fram í hinum langvarandi gjaldeyriserfiðleik- um, sem við höfum átt við að búa. Undanfarið hefi ég notað hvert tækifæri, sem gefizt hefir til þess að leggja áherzlu á, að það sem þjóðinni riði mest á, væri aukinn útflutninguT og aukning framleiðslunnar á öll- um sviðum. Undanfarin ár hafa verið gerðar meiri ráðstafanir en áður hafði tíðkast til stuðn- ings framleiðslunni, og jafn- framt hafa menn alltaf búizt við því að út myndi rætast um verð- lag á sjávarafurðum á erlend- um markaði. Síðasta ár hefir það þó verið að verða ljósara og ljósara fyrir mönnum, að þess- arar verðhækkunar var vart eða ekki að vænta og að óumflýjan- legt myndi verða að gera stórt átak innanlands til bjargar framleiðslustarfsemi lands- manna og þjóðinni sem heild. Ráðstafanir yrði að gera sem miðuðu að því að framleiðslan bæri sig betur og gæti orðið til þess, að þangað leitaði fjár- magnið og að framtak manna beindist að framleiðslustörfun- um. Allir nema kommúnistar munu telja sig viðurkenna nauðsyn þess, að bæta rekstrar- afkomu útvegsins, en hinsveg- ar er nokkuð deilt um, hvaða leiðir skuli fara að þessu marki. Um tvær leiðir er þó einkum talað. Annarsvegar er talað um að leggja skatta og tolla á þjóð- ina og verja þeim til verðupp- bótar á útflutningsvörur lands- manna. Hinsvegar er svo sú leið, sem farin hefir verið, breyting á verðgildi íslenzkrar krónu. Inn í þessar umræður hafa svo sem vænta má blandazt ýmis- konar bollaleggingar um það, hverjir bera skuli byrðarnar, sem lausn málsins fylgja. Beinn skattarnir. Ef til vill finnst mörgum ofur- eðlilegt, að taka þá fjármuni, sem hér þarf á að halda, af þeim, sem kallaðir eru betur megandi, m. ö. o. að taka veru- legan hluta þessarar fjárhæðar með beinum sköttum. Ég vil í þessu sambandi láta það í Ijós sem mína skoðun, að þessi leið er ekki fær. Ef við athugum samanlagt útsvar og tekjuskatt hér hjá okkur nú og berum sam- an við það, sem á er lagt í ná- grannalöndum okkar, þá sjáum við, að við höfum nú þegar gengið lengra í álagningu beinna skatta, en aðrar nálæg- ar þjóðir. Ég álit að vísu að okk- viljað sækja nokuð djarft til fanga yfir á okkar lendur, ís- lendinga. En hér verður staðar að nema. Að því þó viöbættu, að nú hefir Þjóðræknisfélagið með höndum fjársöfnun til koparsteypu af Leifsstyttunni, er standa skal við sýningarskálann íslenzka á New York sýningunni. Um mángðamótin febrúar-marz hafði safnazt töluvert yfir 9 þús. krónur. Þeir hafa enn einu sinni sýnt það vestra, að „þegar býður þjóðarsómi‘.‘, þá eru það fleiri en Bretar, sem eiga eina sál. En ótrúlegir hafa erfiðleik- arnir verið. Vestur-íslenzkri æsku, sem alin er upp í þarlend- um barnaskólum, við prúð- mannlegan aga og í þegnholl- ustu samveldislandsins, sem stundum er jafnvel sterkari en heimalandsins, og við fræðslu um aðrar þjóðir, sem nálega ein- göngu skorðast við afskipti Breta af þeim, væri fyrirgefandi þótt henni hefði oft fundizt erf- itt að koma auga á það, að mjög ar álagning sé þá um leið rétt- látari, en fyrir því eru vitanlega takmörk, hve langt er hægt að ganga á þessari braut. Ég mun nefna nokkur dæmi í þessu sambandi. Ég ætla að bera sam- an skatta og útsvör hér í Reykjavík annarsvegar og Kaupmannahöfn hinsvegar, en Danir búa, sem kunnugt er, víð frj álslynt stj órnarfyrirkomulag, og þar hafa jafnaðarmenn og frjálslyndir farið með stjórn saman um langan tíma. Skattar og útsvör í Reykjavík eru lægri á mönnum með 3 þús. kr. hrein- ar árstekjur. En þegar kemur upp fyrir 4 þús. kr. hreinar tekjur, þá eru skattar og útsvar mun hærri í Reykjavík en í Kaupmannahöfn. Af 10 þús. kr. hreinum tekjum nema skattar og útsvör 3.300 kr. í Reykjavík, en í Kaupmanna- höfn 1.590 kr. Af 15 þús. kr. tekjum verður að greiða hér 7.049 kr. í útsvar og skatta, en kr. 2.885 í Kaupmannahöfn. Af 20 þús. kr. tekjum greiða menn hér 11.532 kr. en í Kaupmanna- höfn kr. 4.326. Af 30 þús. kr. hreinum tekjum eru hér greidd- ar 21 þús. kr. í útsvar og skatta, en 7.800 kr. í Kaupmannahöfn. Allt miðað við einhleypt fólk. Þetta hygg ég að nægi til að sýna það, að í þessu efni höfum við gengið verulegum mun lengra en þær þjóðir, sem næst okkur búa, eins og ég áðan sagði, og það er mín skoðun, að við getum ekki gengið lengra í þessa átt svo að nokkru veru- legu nemi. Ég vil þess vegna slá því föstu, að sú tilfærsla fjár- magnsins, sem framleiðslunni er nauðsynleg, getur ekki orðið framkvæmd með álagningu beinna skatta, eins og nú er háttað. Það er þess vegna eng- um vafa undirorpið, að ef sú leið er valin, að bæta með verð- launum upp útflutning lands- manna, þá yrði að afla fjár- magns til þess að langmestu leyti með auknum tollum á að- fluttar vörur, eða með almenn- um launaskatti. Fram hjá þess- ari staðreynd verður ekki með nokkru móti komizt. Af þessu leiðir svo aftur hitt, að afleið- ingar þessara ráðstafana á verð- lag í landinu, á afkomu launa- manna og annarra, myndu verða mjög svipaðar, ef nokkuð ætti að muna um það, sem gert yrði, og afleiðingar gengislækk- unar verða. Það er alveg sérstök ástæða til að taka þetta skýrt fram, vegna þess að sumir tala um þessi mál eins og þeir trúi því staðfastlega, að hægt hefði verið að gera stórt átak til bjargar framleiðslunni án þess að nokkur yrði þess var, bara ef ekki hefði verið valin sú leið að breyta verðgildi krónunnar. mikil verömæti væri í húfi þó að engin sérstök rækt væri lögð við íslenzkar erfðir. Þeim væri fyrirgefandi þó að þeim hefði stundum veitt erfitt að skilja þennan heita vígamóð vegna málefna, sem brezkum mönnum fyrir siðasakir væri tæplega ger- legt að deila um, ef þau voru þá ekki blátt áfram hjákátleg á sama mælikvarða. Enda hefir forystumönnum Þjóðræknisfé- lagsins alveg fram á síðustu ár, þótt mjög uggvænt hvort fá mætti meiri og betri hluta æsk- unnar til að halda við kynningu af íslenzkri tungu þótt aðeins væri sem aukamál. Finnist mönnum hér, að það ætti þó alltaf að vera hægt, þó hugsi menn aðeins til íslenzku ný- lendunnar í Kaupmannahöfn, þar sem börn nafnkunnra ís- lenzkra feðra oftast, ef ekki allt- af, hverfa i erlendan fjarska eins og bátskel, sem höggvin er úr tengslum við skipmóður sína úti á reginhafi. Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vesturheimi hefir ekki verið ólíkt farið og landnámssveit, sem einangruð frá heimalandi sínu hefir lengi fyrir það vernd- að landsvæði, hrjóstrugt á yfir- borði en gagnauðugt í jörðu, gegn óvígum her. Lítil hjálp kæmi að heiman; einstaka sinn- um að vísu væn fallbyssa, sem herti hugann í svip, en langt of Hln leiðin. IVýir tollur og lítiiutn- ingsverðlaun. Nú hefir verið talið, að tii þess að sæmilega væri séð fyrir hag togaraútgerðarinnar, þyrfti verð útfluttra afurða þeirra að hækka a. m. k. um 8%, enda kæmi þá engin verðhækkun á útgerðarvörur. Ég geri ekki ráð fyrir því að nokkur hefði treyst sér til þess að halda því fram, ef uppbótarleiðin hefði verið farin, að togaraútgerðarmenn einir skyldu njóta uppbótanna. Þvert á móti held ég því hik- laust fram, að svo hefðu farið leikar, að menn hefðu ekki treyst sér til þess að skilja neina framleiðenduT eftir og niður- staðan orðið sú, að verðuppbæt- ur hefðu orðið greiddar á allan útflutning landsmanna. Hefði það því aldrei orðið fjarri 5 milj. kr., sem þurft hefði að leggja á þjóðina af nýjum tollum og sköttum til þess að standast verðuppbótina. Nú hefðu orðið um það miklar deilur hvaða vör- ur ættu að koma undir þessa nýju tolla, og hversu haga skyldi þeirri skattheimtu yfirleitt. Einnig myndu verða endalausar deilur um það, hvaða vörur skyldu njóta útflutningsverð- launa og hverjar ekki, og hvort vörur skyldu njóta jafnra fríðinda, því að þótt endirinn sennilega hefði orðið sá, að allar vörur hefðu verið teknar með, hefði það ekki orðið ágreinings- laust, og sífelld togstreita um það, hvort verðlagi þessarar eða hinnar vörutegundarinnar væri svo háttað, að ástæða væri til að bæta það upp með verð- launum o. s. frv. Það er mín skoðun og yfir- gnæfandi meirihluta þeirra manna, sem mesta vinnu hafa lagt í athugun þessara mála, að ef lagt væri út á þessa styrkja- leið, væTi hvergi neina fótfestu að fá. Ég þekki ekki til þess, að í nokkru landi hafi sú leið verið farin, að veita útflutningsverð- laun fyrir yfirleitt allar fram- leiðsluvörur landsmanna, eða m. ö. o. það fyrirkomulag upp tek- ið, að öll framleiðslustarfsemi sé rekin með styrk. enda væri eitt- hvað meira en lítið bogið við það fyrirkomulag. Hitt er annað mál, að sumar þjóðir hafa tekið þann kost, að veita verðuppbót á hluta útflutningsins, en þó mun það fyrirkomulag helzt tíðkast með einræðisþjóðunum, sem hafa allt aðrar aðstæður að öllu leyti en lýðræðisþjóðir. Hinsvegar er vit- að, að margar af þeim þjóðum, sem við eigum viðskifti við, eru mjög andvígar slíkum styrkja- leiðum, og telja þær valda ó- heiðarlegri samkeppni í verzlun og undirboðum á mörkuðum. Fara Bandaríkjamenn til dæmis ekki dult með þessa skoðun sína. Þá má geta þess, að vegna við- skiptasamkomulags okkar við Stóra-Bretland, gætum við ekki tollað fjölda vörutegunda, sem samningurinn undanþiggur frekari tollum en nú er á þeim. sjaldan. Nýliðar fengjust treg- iega í auð rúm fallinna manna, af þvi að þeir treystu illa á hið dulda verðmæti, langt um of lít- ið til þess að vilja leggja nokk- uð í sölurnar fyrir það. En þolinmæðin þrautir vinn- ur allar, i raun sem ævintýri. Fyrir þrautseigju þjóðræknis- forkólfanna, og sjálfsagt að ein- hverju fyrir óvenju fagran vitnisburð nafntogaðra ensku- mælandi manna um ágæti ís- lenzkrar tungu og menningar, tekst loks, fyrir tveimur árum, eða svo, að glöggva vestur-ís- lenzka æsku á verðmætum arf- leifðar sinnar, og fá hana til að fylkja sér um þjóðræknisstarf foreldra sinna. Og skömmu síð- ar opnast þjóðvegur milli okkar og Vestur-íslendinga við komu Jónasar Jónssonar til íslend- ingabyggða í Ameríku og hik- lausa ákvörðun hans, að ein- beita sér til þess að órjúfandi kynni og tengsl takist nú þegar austur og vestur um haf. Það er fagnaðarefni að geta óskað Þjóðræknisfélagi íslend- inga í Vesturheimi til þeirrar hamingju að þar er nú loks svo komið, sem dr. Rögnvaldur Pét- ursson sagði m. a. í ræðu sinni um daginn við setningu 20. árs- þings félagsins: „Samtök eru nú hafin meðal yngri kynslóðarinnar til þess að Myndu því margar vörur sleppa alveg við tollinn, þótt þær gætu engu að síöur þolað hann en aðrar vörur. í því skjóli al- mennrar tollahækkunar, myndu milliliðirnir síðan ná til sín miklum gróða af þessum varn- ingi. Að lokum vil ég benda á, að með styrkjaleiðinni komast framleiðslustéttirnar í þá að- stöðu, að allir, sem greiða tolla og skatta, allir, sem taka laun, finnst þeir vera að greiða ölm- usu til þeirra, sem framleiðsluna stunda. Með þessu myndi skap- ast það viðhorf — sú fáránlega skoðun — að framleiðslan væri byrði á þjóðarheildinni, og þeir, sem framleiðslustörfin vinna, lifðu á náðarbrauði þeirra, sem hvergi koma þar nærri. Þá er einnig rétt að benda á, að þótt styrkjaleiðin yrði valin, myndu menn álíta, að þar væri aðeins um bráðabirgðalausn að ræða, en framtíðarráðstöfunin, geng- islækkunin, myndi koma von bráðar. Myndi slík skoðun skapa hinn mesta rugling í allri verzl- un og viðskiptum og verða til þess, að þessi leið kæmi ekki einu sinni að því liði, sem hún annars kynni að geta gert„ ef öðruvísi hefði verið ástatt í gj aldeyrismálum. Hvprí var verðgildl krónunnar? Það sem ég hefi nú bent á, eru að mínu áliti nægileg rök gegn því, að uppbótarleiðin væri far- in, og var þá ekki nein önnur lausn fyrir hendi, sem nokkuð kvað að, en gengisbreyting. En þó er enn eitt veigamikið atriði ótalið, sem taka varð tillit til við lausn málsins. Hvor af þessum umræddu leiðum væri líklegri til þess að hafa áhrif til verulegra bóta á gjaldeyrisverzlunina, sem verið hefir mjög örðug hin síðari ár vegna þeirra erfiðleika sem að þjóðinni hafa steðjað undan- farið. Eftirspurnin eftir erlend- um gjaldeyri hefir verið mun meiri um nokkur undanfarin ár en unnt hefir verið að fullnægja, þrátt fyrir ráðstafanir til þess að draga úr innflutningi til landsins og örfa útflutninginn. Ef genginu hefði ekki verið haldið föstu með gjaldeyris- einkasölu bankanna, myndi er- lendur gjaldeyrir hafa stigið fyrir löngu, þ. e. a. s. íslenzka krónan fallið í verði. Það er við- urkennt, að æskilegast sé að halda genginu sem stöðugustu, en það er örðugt til lengdar að hafa gengisskráningu, sem raunverulega er í miklu ósam- ræmi við verðgildi peninganna á frjálsum markaði. Undir slík- um kringumstæðum er erfitt að koma í veg fyrir ólöglega verzlun með gjaldeyri og fjárflótta. Þetta atriði hefir átt sinn þátt í því, að einmitt sú leið var tek- in, að breyta verðgildi krónunn- ar. Nú er ekki nema eðlilegt, að menn hugsi sem svo, hvort af þessu beri að draga þá ályktun að ég sé því samþykkur, að verð- gildi krónunnar sé yfirleitt flytja málefni félagsskaparins áfram um annan aldarfimmt- ung og eru skipuð hinum ágæt- ustu og gáfuðustu mönnum og meyjum úr flokki æskumanna vorra . .. . “ — Þó er enn meiri ástæða fyrir okkur hér heima að fagna þeirri öruggu vissu, að héðan af kemur þó maður í manns stað, sonur eða dóttir, hvenær sem kallið kann að koma og kveðja þjóðræknis- menn vestra undan merkjum. — Við eigum að vera þakklátir þessari æsku, sem lætur sér ekki nægja sveimhuga draumóra í tómstundum um sameiginlegan afruna frá Lofðungum víkinga- aldarinnar, heldur gefur lausan tauminn tilfinningunni um skyldleika blóðs og anda við okkur og hrífst með til gagn- kvæmrar starfsemdar. Um leið og við hyllum feður hennar og mæður fyrir tuttugu ára tállaust starf í þágu lands okkar og menningar, þá eigum við alls- hugar fegin að bjóða velkomna þessa æsku, sem vill fegin læra það allt og njóta þess alls með okkur, sem við eigum bezt, og enn fegnari gerast trúboði okk- ar um gresjur og firnindi, og öll undralönd hins víðlenda nýja heims. 2. apríl, 1939. Sigfús Halldórs frá Höfnum. Sigfús Halldórs Irá Höfnnm: r Þjóðræknisíélag Islendínga í Vesturheími - 20 ára stari

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.